6.4.2010 | 20:29
Beðið eftir Godot, afsakið, GJALDÞROTI!
Nei-samtök Íslands í Evrópumálum, skrifa mikið um Grikkland á vefsíðu sinni. Nú síðast er þar að finna þýðingu á grein úr Financial Times, þar sem gjaldþroti Grikklands er spáð, ekki á þessu ári, heldur því næsta. Það er líkt og þessi samtök bíði í raun eftir því að Grikkland fari í þrot! Grikkland er nefnilega Evru-land og Nei-samtökum Íslands virðist mislíka allt sem kemur frá ESB, heitir Evra, eða tengist Evrópu á einhvern hátt. Halda mætti að Nei-samtök Íslands séu á móti Evrópu í heild sinni!
En þau segja ekkert hvað þau vilja (í staðinn), eru sífellt að tauta um kosti þess að geta gert tvíhliða viðskiptasamninga, en við hverja vantar alveg! Það er sérlega áhugavert að fá að vita það, sérstaklega í ljósi þeirrar sögulegu staðreyndar að yfirgnæfandi meirihluta útflutnings Íslendinga fer til Evrópu! Vilja Nei-sinnar leggja af útflutning til Evrópu?
Nei-sinnar vilja hafa krónuna til þess að geta gengisfellt hana eftir þörfum, að sögn þeirra sjálfra til þess að "auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. En hvað skyldu gengisfellingar hafa kostað íslensk fyrirtæki, starfsmenn þeirra og eigendur í gegnum tíðina?
Svo nöldra Nei-sinnar yfir kostnaði við aðildarumsókn!
Í pistli sem nefndur er á undan þessari færslu bendir Georg Brynjarsson, hagfræðingur á að lækkun vaxta á Íslandi, að ámóta vaxtastigi og er í Evrópu, muni geta numið allt að 80 milljörðum króna! Nei-sinnar vilja halda þessu kerfi, það helst ef haldið verður í krónu og kerfinu haldið óbreyttu. Verðtrygging, verðbólga,háir vextir, haftakróna.
Þetta lýsir ef til vill best framtíðarsýn (og heimzzýn) íslenzkra Nei-sinna!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Góð færsla. Algjörlega sammála. Og góða spurningar sem væri gaman að fá svör við.
Það væri áhugavert að einhver Nei - sinni mundi teikna fyrir okkur þessa framtíðarsýn. Þeir hljóta vera með eihverja sýn. Enda kalla þeir sig Heimssýn.
Nei-sinnar gæti alveg verið með fína framtíðarsýn.... ég hef bara aldrei heyrt hana. Þó að ég er búinn að fylgjast með ESB umræðunni í einhver ár...... það er þá helst að NEI - sinnar vilja óbreytt ástand. Ef það er rangt þá vinsamlegast leiðréttið mig.
Sleggjan og Hvellurinn, 6.4.2010 kl. 22:00
Skemmtilegur hræðsluáróður hér á ferð. "Vilja Nei-sinnar leggja af útflutning til Evrópu?". Sem sagt ef Íslandi verður ekki þröngvað í ESB báknið þá verður tekið fyrir allan útflutning Íslands til Evrópu? Þetta er bráðfyndið alveg.
Guðmundur St Ragnarsson, 6.4.2010 kl. 23:55
Þetta er ekki hræðsluáróður.
Frekar frjálslega túlkað hja honum Guðmundi.
Sleggjan og Hvellurinn, 7.4.2010 kl. 12:58
Málið er bara að skif svokallaðra nei-sinna eru einhver mestu ruglskrif sem hægt er að hugsa sér - allavega á seinni tímum.
Yfirgengileg þvæla og ruglumbull og virðast þeirra helst skrifendur ekki einu snni ná svokallaðri götugreind.
Með "tvíhliða samninga" þá eins og ÞP benti á einhversstaðar, þá laguðist slíkt af í vestrænum heimi uppúr miðri síðustu öld.
Og ennfremur er kostulegt að lesa frá sumum nei-kjánum að gera eigi einhver samning vð Kína. Kína !
Eins og ÞP bendir líka á, þá á ísland ekki að koma nálægt kína og tvíhliða samningar þar gæti hreinlega verið hættulegt og skaðlegt íslenskum hagsmunum.
Í rauninni er skömm af þessum nei-kjæanum og það sem frá þeim kemur er ekki boðlegt vitræntlega séð - en þessu heimskubulli síu dæla þeir frá sér dag og nótt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.4.2010 kl. 15:00
Ómar Bjarki.
Við sem segjum JÁ fyrir Ísland - En NEI við ESB innlimun erum ekki NEI sinnar.
Við getum alveg eins kallað ykkur NEI- sinna, þar sem þið hafið mjög einbeittan brotavilja til þess að afnema fullveldi þjóðarinnar og koma framtíð þess og helstu ráðum þess undir VALD ESB- krumlunnar í Brussel.
Það sýnir sig nú ekki annað en skoðanir okkar sem viljum Ísland utan ESB njóti nú mikils og vaxandi fylgis meðal meirihluta þjóðarinnar og andstæðingar ESB aðildar hafa aldrei verið öflugri og fleiri en einmitt nú.
Það er varla fyrir að málflutningur okkar sé svona ömurlegur eins og þú segir.
Samkvæmt öllum nýjustu skoðanakönnunum vilja u.þ.b. 70% þjóðarinnar ekkert með ESB innlimun landsins hafa að gera.
Þannig að það er nú ekki boðlegt að kalla okkur bara með "ruglskrif" og "kjánar" og skoðanir okkar ekki "boðlegar vitrænt séð"
Lýsir bara ömurlegri málefnafátækt ykkar ESB sinna og í raun lýsið þið yfir gjaldþroti ESB trúboðsins á Íslandi og er það vel fyrir land okkar og þjóð.
Þið ESB sinnar eruð orðnir lítill og einangraður minnihlutahópur sem betur fer fyrir land okkar og þjóð.
ESB apparatið er nefnilega einhver mest ógn við einstaklingsfrelsið og frjálst og opið lýðræði Evrópubúa, síðan SOVÉT kerfið og öll þerra Æðstu ráð og nefndir hrundu til grunna !
ESB apparatið og þeirra spilltu nefndir og ráð verða líka gjaldþrota bæði hugmyndalega og líka efnahagslega. Þess verður ekki langt að bíða.
Gunnlaugur I., 7.4.2010 kl. 17:52
Nei- sinnar er bara orð sem mér datt í hug því þið segið nei við ESB. Hvað eigum við að kalla ykkur. Heimsýnfólk? En þeir sem eru á móti ESB eru ekkert endilega í Heimssýn. Ef þú kemur með eitthvað fínt orði yfir ykkur þá skal ég nota það (svo lengi sem það er ekki sjálfstæðissinnar eða eitthvað álíka rugl)
En ég bíð ennþá eftir þessari framtíðarsýn ykkar???????
Sleggjan og Hvellurinn, 7.4.2010 kl. 18:24
ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !
Þakk fyrir tillitssemina við okkur "Þruman og Sleggjan"
Eflaust verður þetta eins og í Norge að NEI festist á okkur sem viljum ekki í ESB og JÁ á ykkur sem vilja inní ESB.
En það væri samt skemmtilegra ef fylkingarinnar gætu sameinast um að finna nöfn sem betur hæfðu hvor annarri og báðir aðilar gætu sætt sig við.
Gunnlaugur I., 7.4.2010 kl. 18:31
@Gunnlaugur I. : Hvaða nöfn ættu það s.s. að vera; Með-hreyfingin og Mót-hreyfingin? Heimssýn segir NEI við aðild, Evrópusinnar segja JÁ við aðild.
Þegar samningur liggur fyrir og kosið verður, verður þetta spurning um Nei eða Já við aðildarsamningi og þar með AÐILD AÐ ESB, ekki satt?
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 8.4.2010 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.