Leita í fréttum mbl.is

Baltnesku löndin á leið út úr kreppunni

RigaTalið er að það versta sé yfirstaðið fyrir nágranna okkar í Eystrasaltinu; Lettland, Litháen og Eistland, hvað varðar kreppuna, og að þau séu hægt og bítandi að vinna sig út úr henni.

Þetta kemur fram í viðskiptahluta sænska dagblaðsins Dagens Nyheter. Þó er ástandið enn erfitt og atvinnuleysi í kjölfar kreppunnar enn mikið.

Í löndunum hefur verið gripið til harkalegrs niðurskurðar,en strax á næsta ári er útlitið mun skárra og því má segja að löndin séu á réttri leið í gegnum þann brotsjó sem dundi yfir.

Í Lettlandi hefur t.d. útflutningur aukist, þá helst af skógarafurðum og stáli. Þá eru jákvæðar fréttir frá talsmönnum ferðaiðnaðarins.

Af löndunum þremur er búist við að hagvöxtur verði jákvæður í Eistlandi í ár. Löndin þrjú gengu í ESB árið 2004, í svokallaðri ,,austur-stækkun."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Miðstöð efnahagsrannsókna (e. CEPR, Center for Economic and Policy Research), hefur sent frá sér skýrslu um efnahagssamdráttinn í Evrópusambandsríkinu Lettlandi. En landið er í hinu svo kallaða ERM-ferli inn í myntbandalag ESB. Gengi myntar Lettlands er þar af leiðandi bundið fast við evru.
 
Í skýrslu CERP kemur fram að ein afleiðing gengisbindingarinnar sé að heimsmet í hruni landsframleiðslu nokkurs ríkis síðan sögur hófust, sé nú verið að setja með 30% hruni landsframleiðslu Lettlands í Evrópusambandinu. Samdrátturinn í landsframleiðslu Lettlands á þremur árum verður nefnilega yfir 30%. Þetta er meira en landsframleiðsla Bandaríkjanna féll í stóru kreppunni frá 1929-1933.
   
 
The Latvian recession, which is now more than two years old, has seen a world-historical drop in GDP of more than 25 percent. The IMF projects another 4 percent drop this year, and predicts that the total loss of output from peak to bottom will reach 30 percent. This would make Latvia’s loss more than that of the U.S. Great Depression downturn of 1929-1933;
 
 
 
 
Sem sagt: Það versta sem gat komið Eystrasaltslöndin var að ganga í ESB og læsa sig inni í pyntingarklefa Evrópusambandsins ERM II.
  
En auðvitað eru takmörk fyrir því hversu langt þessi lönd geta sokkið. En það mun taka þessi lönd áratugi að jafna sig eftir þetta. Líklegt er þó að þau muni aldrei jafna sig eftir þessa meðferð hjá ESB, til þess er fólksflóttinn úr þessum löndum of hræðilegur.  
 
Það er stórkostlegt að Evrópusamtökin skuli berjast fyrir því að Ísland verði eyðilagt með þessum hætti. 
 
CEPR | skýrslan PDF

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 21.4.2010 kl. 14:31

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég held að Ísland hefur verið fullfært um að eyðileggja okkur sjálf.

Ef þú lest hagsögu Íslands þá er það líkara hryllingssögu eftir Stephen King heldur en venjulega hagsaga.

Ég vill líka benda á þessa frétt

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2010/04/21/1_prosent_hagvoxtur_a_evrusvaedi/

hagvöxturinn er byrjaður á evrusvæðinu þvert á spá NEI-sinna.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.4.2010 kl. 15:37

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sleggjan & Þruman:

Ja ef að þið virkilega trúið þessari bölvaðri vitleysu og þvælu í ykkur:

 "Að Ísland hafi verið fullfært um að eyðileggja okkur sjálf" og líka þetta:

"Að hagsaga Íslands sé líkust hryllingssögu eftir Stephen King"

Ef þið virkilega trúið þessu sjálfir þá er ekki að furða að þið viljið henda sjálfstæði okkar og fullveldi fyrir róða og séuð jafn sanntrúaðir á dásemdir ESB valdsins og þið eruð og séuð tilbúnir að fórna öllu fyrir þann málstað.

Þessi málatilbúnaður ykkar er hinns vegar einhver stærsta og mesta lygi gjörvallrar Íslandssögunnar.

Sannleikurinn er sá að frá fullveldi Íslands og fram á okkar daga þá hefur efnahagsuppgangur og gríðarlega ör uppbygging landsins okkar verið ein nánast samfelld sigurganga.

Ísland heur á innan við einni öld unnið sig úr því að hafa verið eitthvert fátækasta og frumstæðasta ríki Evrópu uppí það að verða eitt ríkasta og best búna ríki heimsins.

Með sívaxandi öflugan efnahag. Einhvern mesta kaupmátt í heimi. 

Öflugt mennta- og heilbrigðiskerfi.

Öfluga félagslega þjónustu og að jafnaði með meiri jöfnuð heldur en flest ríki heims hafa nokkurn tímann búið við.

Við höfum að sjálfsögðu búið við sveiflur af völdum erfiðrar náttúru og líka vegna sveiflana í auðlyndum okkar og ekki höfum við heldur farið varhluta af alheims sveiflum og kreppum eins og við höfum gengið í gegnum núna og hitti okkur heldur verr fyrir en ýmsa aðra vegna ofvaxins og spillts einka-bankakerfis, sem hrundi.

En það þarf ekki að örvænta fyrir íslenska þjóð ef hún ber gæfu til að hlusta ekki á ESB úrtölu- og uppgjafar liðið eins og ykkur og halda áfram með fullri reisn fullveldi sínu og sjálfstæði óskertu.   

Gunnlaugur I., 21.4.2010 kl. 19:13

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ertu að segja að peningamálastjórnin hérna á Íslandi hefur verið bara í góðu lagi?

Aldrei nein verðbólga?

Eða háir vextir?

Sleggjan og Hvellurinn, 22.4.2010 kl. 00:49

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þegar við tókum upp íslenska krónu þá var ein ísl króna = ein dönsk króna.

En ég held að krónan í dag sé kannski einn þúsundasti af dönsku krónunni. 

Við höfum neyðst til að klippa núllin af þessari krónu margoft..... ég kalla það ekki góða hagstjórn.

Sleggjan og Hvellurinn, 22.4.2010 kl. 00:53

6 identicon

Sæl sleggja

Þessi gengisfelling á íslensku krónunni er ein af afleiðingum þeirra hagfræðistefnu sem er almennt beitt í heiminum og einskorðast ekki við Ísland.

http://www.youtube.com/watch?v=z6NfXk7Bvc8

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 02:28

7 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Það er ekki annað hægt en að staldra aðeins við þetta: ,,Með sívaxandi öflugan efnahag. Einhvern mesta kaupmátt í heimi.

Öflugt mennta- og heilbrigðiskerfi.

Öfluga félagslega þjónustu og að jafnaði með meiri jöfnuð heldur en flest ríki heims hafa nokkurn tímann búið við.

Við höfum að sjálfsögðu búið við sveiflur af völdum erfiðrar náttúru og líka vegna sveiflana í auðlyndum okkar og ekki höfum við heldur farið varhluta af alheims sveiflum og kreppum eins og við höfum gengið í gegnum núna og hitti okkur heldur verr fyrir en ýmsa aðra vegna ofvaxins og spillts einka-bankakerfis, sem hrundi."

Í heilbrigðiskerfinu á að spara 3.5 milljarða, BARA Á ÞESSU ÁRI! Innan menntakerfins er þegar hafinn sparnaður, en gæðin munu m.a. minnka vegna aukins fjölda í hópum osfrv.

"Sveifluskýringin" er einnig mjög athygliverð, það er annaðhvort náttúran eða utanaðkomandi kraftar sem valda þeim. Ekki aðgerðir okkar eigin stjórnvalda!

Afar klén skýring. Aðgerðir íslenskar stjórmálaamanna hafa oft og iðulega ýkt hagsveiflur eða hjálpað til á einhvern hátt. Dæmi: Breytingar á húsnæðislánasjóði sem hleypti öllu í bál og brand. Vitandi vits voru þessar breytingar gerðar.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 22.4.2010 kl. 18:21

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Pétur ég var að horf á þetta myndband og það er ljóst að þú ert stórlega að misskilja.

Ég var að miða íslenska krónu við danska krónu.

Ég var ekki að miða íslenska krónu við gullið einsog gert er í youtube myndbandinu.

Þú þarf að útskýra afhverju danska krónana hefur haldið verðgildi sínu á meðan íslenska krónan hefur fallið einsog steinn.

Sleggjan og Hvellurinn, 22.4.2010 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband