Leita í fréttum mbl.is

Grænt ljós í Bundestag

Þýska þingið - BundestagFram hefur komið í fjölmiðlum í dag að þýska þingið Bundestag, hefur samþykkt að ESB hefji aðildarviðræður við Ísland, eins fljótt og hægt er. Þetta eru góðar fréttir. Í MBL segir m.a.:

,,Þýska þingið, Bundestag, lagði í dag blessun sína yfir að Evrópusambandið hefji eins fljótt og kostur er viðræður við Ísland um inngöngu í sambandið. Þingið hvatti Íslendinga jafnframt til að ná þverpólitískri samstöðu um að uppfylla skilyrði inngöngu í sambandið.

Í umræðum á þinginu benti sósíaldemókratinn Michael Roth á að jákvætt væri að fá stærstu fiskveiðiþjóð Evrópu inn í sambandið. Michael Link hjá Frjálslynda lýðræðisflokknum sagði að Íslendingar gætu komið sambandinu að gagni við varnarmál í norðvestanverðri álfunni."

Í Fréttablaðinu segir:

,,Fulltrúar allra flokka sögðust fagna aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þýskaland er eina aðildarland Evrópusambandsins sem notfærir sér heimild í Lissabonsáttmála sambandsins um að þjóðþingið þurfi að veita samþykki sitt áður en ráðherra landsins greiðir atkvæði um aðildarviðræður í ráðherraráðinu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sérstakt þetta "varnarmál í norðvestanverðri álfunni"

Hér er umfjöllun á þýska þinginu, held eg.

http://www.bundestag.de/dokumente/textarchiv/2010/29324587_kw16_sp_eu_island/index.html

Nú eg vil eg fá að sjá þessa áherslu á "varnarmál"  o.sfrv.

Ætli það é ekki þetta:

Darüber hinaus liege ein Beitritt der Insel im strategischen Interesse der EU. Angesichts der wachsenden Bedeutung des Nordatlantikpakts sei es sinnvoll, in diesem Bereich "präsent zu sein", begründen die Fraktionen ihre Unterstützung Islands.

Svona á gúggul dönsku:

Der var desuden en tiltrædelse af øen i den strategiske interesse i EU. I betragtning af den voksende betydning af den nordatlantiske pagt, det ville være nyttigt på dette område "at være til stede," grupperne retfærdiggøre deres støtte til Island.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.4.2010 kl. 01:17

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Gleðilegt sumar vinir mínir hér á ESB síðunni. 

"Grænt ljós hjá Bundestag"

Auðvitað þjóðverjar vilja stækka bandalagið SITT ! Þeir vilja líka fá inn land með miklar auðlyndir, stóra landhelgi og ítök til norðurs og stórt flugumsjónarsvæði líka. 

Þeir fagna því líka að fá inn þjóð sem er efnahagslega rík og mun koma til með að greiða mun meira til Bandalagsins en hún mun fá í staðinn. 

Þeir vilja að STÓRRÍKI ESB verði sem víðfeðmast.

En yfir litlu hafið þið ESB sinnar að gleðjast þessa dagana. Rökin fyrir ESB aðild öll fokinn útí veður og vind og stendur þar ekki steinn yfir steini.

Mjög margir úr ykkar liði gengnir af trúnni og þið eruð á miklu undanhaldi.

Andstaðan við ESB aðild hefur aldrei verið öflugari og skýrari á meðal þjóðarinnar. 

Þá er kanski ekki að furða að þið gleðjist yfir litlu og yfir þessu eina græna ljósi frá Bundestag.

En þetta græna ljós frá Þýskalandi skiptir akkúrat engu máli þegar upp verður staðið.

Því það loga stanslaust 3 eldrauð ljós á Íslenska götuvitanum. Semsagt á öllum þremur.

Íslenska þjóðin mun aldrei samþykkja að ganga þessu spillta og ólýðræðislega Yfirríkja- bandalagi á hönd.

Því get ég lofað ykkur ! 

Gunnlaugur I., 24.4.2010 kl. 09:18

3 identicon

Ómar:  með orðinu "strategisch" er ekki átt við eitthvað úr hernaði.  Þeir segja með þessu að staða Íslands sé mikilvæg þegar kemur að Norðurhöfum og kröfum ESB (Ekki aðeins Þýskalands) til Norðurpólsins og þeirra verðmæta sem eru þar í hafi.  Þetta er því ansi eðilegt.  Die Linke hefði aldrei samþykkt aðildarviðræður ef það væri eitthvað talað um hernað.

Textin í heild sinni er ekkert óeðlilegur og kemur mjög vel heim og saman við kröfur Íslendinga um nýtingu fiskistofna við landið.  Þjóðverjar "virðurkenna" þann rétt en vilja opna fyrir fjárfestingu frá ESB í sjávarútvegi.  Í þessu samhengi vil ég benda á að Íslendingar eiga stóran eða nærri allan úthafsflota Þjóðverja;)  Þessi krafa er því meira en eðileg af þeirra hálfu.

Þjóðverjar munu líklega standa með okkur.  Það þarf að standa vel að aðildarviðræðunum og þá náum við góðum samningum við ESB.

Gunnlaugur:  Ég skil ekkert hvað þú ert að skrifa.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 02:26

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, einmitt. 

Eg veit ekki, en mér finnst þetta léleg fréttamennska.

Varnarmál !  Og þá styttist í esb herinn !

Meina, íslendingar sumir mega ekkert við að vera fóðraðir á svona vitleysu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.4.2010 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband