Leita í fréttum mbl.is

Að vera eða vera ekki sagnfræðingur: Þorskastríðin, ESB

Salisbury siglir á ÓðinnEinn af áköfustu Nei-sinnum Íslands er Hjörtur nokkur Guðmundsson. Hann ritar grein í Morgunblaðið í gær (en blaðið er jú helsta athvarf andstæðinga ESB á Íslandi). Reyndar er eitt sem stingur í augun við lesturinn, sem er að ekki er á hreinu hvort Hjörtur sé enn sagnfræðinemi eða sagnfræðingur.  Sagnfræðinemi er hann við myndina, en hefur svo breyst í sagnfræðing í lok greinarinnar! En hvað um það.

Meginpunkturinn í máli hans er að með aðild að ESB muni árangur þorskastríðanna glatast. Fyrir þessu hefur Hjörtur hinsvegar engin dæmi eða fullnægjandi rök. Hvað þá að ESB taki auðlindir af aðildarríkjum, eins og Nei-sinnar babbla stöðugt um, en geta aldrei komið með nein dæmi um.

Hjörtur lítur kalt á ,,forræðismálin“ innan ESB og segir framkvæmdastjórnina hafa lokaorðið um sjávarútvegsmálin.

Hinsvegar lítur Hjörtur framhjá tvennu: a) Að þetta lokaorð yrði samkvæmt ráðleggingum ÍSLENSKRA VÍSINDAMANNA og b) Innan ESB eru svokallaðar ,,sérlausnir“ mikið notaðar, til þess einmitt að gæta hagsmuna umsóknar og aðildarríkja. Þá er öll veiðireynsla okkur Íslendingum í hag samkvæmt reglunni um ,,hlutfallslegan stöðugleika."

Rétt eins og margir NEI-sinnar, fellur hann í þá gröf að túlka ESB á þrengsta mögulega máta og líta framhjá öllu þessu. Eitt gott dæmi um sérlausnir eru ákvæðin um Norðurskautalandbúnað, sem er að finna í aðildarsamningum Svía og Finna!

Hver eru svo sterkustu rök okkar fyrir því að halda okkar miðum og fiskveiðilandhelgi, sem einu brýnasta hagsmunamáli þjóðarinnar? Jú, það eru einmitt ÞORSKASTRÍÐIN og sú barátta sem við höfum háð, til þess að ná 200 mílna lögsögu.

Það verður að teljast afar ólíklegt að ESB muni horfa blákalt framhjá þeirri staðreynd, en við Íslendingar þurfum líka að standa fast á okkar!

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðverjar viðurkenna mikilvægi fiskveiða Íslendinga.  

Der Deutsche Bundestag erkennt ausdrücklich an, dass der Fischereisektor für die Wirtschaft Islands von fundamentaler Bedeutung bleibt, obwohl seine rela- tive Bedeutung in den letzten zehn Jahren wegen der Diversifizierung der islän- dischen Wirtschaft zurückgegangen ist. Island sieht sich in der Fischereipolitik dem Grundsatz der Nachhaltigkeit verpflichtet und hat in seine Rechtsvorschrif- ten zur Fischerei den Grundsatz der Vorsorge als Leitprinzip aufgenommen.

Það er óþarfi að láta ekki reyna á þetta í samningaviðræðum.  En sumir vilja jú ekki horftast í augu við þessar og aðrar staðreyndir. 

Hér er hægt að lesa meira hjá Bundestag.de

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 13:11

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú sem ekki þorir að setja nafn þitt við skrif þín, ættir að skoða þessar "sérlausnir" aðeins betur áður en þú mælir þeim bót.

Hvað felst  í svokölluðum norðurskautalandbúnaðar  ákvæði? Ef þú vissir það værir þú ekki að nefna það sem rök fyrir aðild.

Það virðist vera erfitt fyrir aðildarsinna að átta sig á þeirri staðreynd að það er ekki verið að semja við ESB um neinar undanþágur, það er verið að semja um frestun á löggildingu og framkvæmd einstakra liða í aðlögunarferlinu. ESB býður ekki lengur upp á undanþágur til framtíðar, eingöngu frestun. Þetta ættu þið ESB sérfræðingar að vita!

Enn og aftur skora ég á þá sem skrifa pistla á þessa bloggsíðu að setja nafn sitt undir. Það eru heiglar sem ekki þora að koma fram undir nafni!

Gunnar Heiðarsson, 4.5.2010 kl. 16:38

3 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@Gunnar H: Í Heimsskautaákvæðinu í aðildarsamningi Finna og Svía felst m.a. norðan við 62. breiddargráðu má t.d. finnska ríkið halda óbreyttum stuðningi við bændur. Varðandi sérlausnir, tvö sænsk dæmi:

Svíar fengu að halda sínu ÁTVR (Systembolaget) og ,,snusi" (munntóbaki). Engin umræða er um að þetta tvennt verði afnumið.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 4.5.2010 kl. 17:09

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Veit einhver hvað verður um ÁTVR-ið okkar?

Er það eitthvað í spilunum að reyna að fá undanþágu frá því einsog Svíar.

Eða er markmiðið að selja áfengi í búðum við inngöngu?

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2010 kl. 17:29

5 identicon

Gunnar:  Hvernig væri að láta reyna á þetta í samningaviðræðum?  Þú sérð hvað þýska þingið samþykkir?  Heldurðu að það sé platplagg?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 17:52

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nafnlausi ESB-bloggari:

Þér til upplýsingar var ég sagnfræðinemi en er nú sagnfræðingur. Vona að þér líði nú betur og getir einbeitt þér að aðalatriðum málsins :)

Innganga í Evrópusambandið fæli í sér að pólitískt og lagalegt vald yfir sjávarútvegsmálum okkar Íslendinga, og þar með því hvernig auðlindum Íslandsmiða yrði ráðstafað, færðist til sambandsins. Þetta er nákvæmlega það sem við börðumst fyrir í þorskastríðunum og öðluðumst að þeim loknum.

Hvað ráðgjöf vísindamanna varðar er Evrópusambandið hvorki skyldugt að fara að ráðleggingum slíkra aðila, íslenzkra eða erlendra, né þekkt fyrir að gera það. Sambandið er einmitt alræmt fyrir að hunza ráðleggingar vísindamanna sem vafalaust er ein ástæða þess að 80% fiskistofna innan lögsögu þess eru ofveiddir samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir framkvæmdastjórnina fyrir ekki alls löngu.

Ef af inngöngu í Evrópusambandið yrði væri ákvörðunarvaldið og lokaorðið einfaldlega hjá sambandinu í þessum efnum en ekki hjá kjörnum fulltrúum okkar eða starfsmönnum Hafró, sem notabene verða seint skilgreindir sem fulltrúar íslenzku þjóðarinnar. Þetta er einfaldlega staðreynd.

Hvað svokallaðar sérlausnir varðar stendur ekkert slíkt til boða fyrir utan hugsanlegan tímabundinn aðlögunartíma líkt og Norðmönnum var boðinn. Þetta hefur margoft komið fram í máli forystumanna innan Evrópusambandsins. En jafnvel þó eitthvað slíkt væri á boðstólum í einhverju sem máli skipti breytti það því ekki að yfirstjórn sjávarútvegsmála okkar færðist til Brussel og frá því fengjust engar undanþágur enda er hún niðurnegld í Stjórnarskrá Evrópusambandsins (Lissabon-sáttmálanum).

Hvað þessa blessuðu reglu um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika varðar þá er nákvæmlega engin trygging fólgin í henni fyrir einu eða neinu. Það hefur margoft komið fram í máli forystumanna Evrópusambandsins að til standi að afnema þá reglu og að hún sé aðeins tímabundin ráðstöfun eins og ég benti á í greininni og þú vissir ef þú hefðir lesið hana alla. T.d. kemur þetta skýrt fram í grænbókum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um sjávarútvegsmál.

Að öðru leyti er greinina að finna hér fyrir áhugasama.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.5.2010 kl. 18:22

7 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Gott að titillinn sér á hreinu Hjörtur. Eitt er að segja og annað að gera, eins og í sambandi við regluna um hlutfallslegan stöðugleika. Þó hún verði afnumin er sam hægt að vísa í hana. ESB veit líka hverjir hafa veiðireynslu hér við land, það er ekki eins og hver sem vill hafi farið hér inn og út!

En Nei-sinnar reikna alltaf með ,,verstu mögulegu útkomu," rétt eins og grein þín er dæmi um, t.d. að það fáist ENGAR sérlausnir. Þið vísið stöðugt til samninga Norðmanna, en það eru næstum tveir áratugir síðan þeir voru í gangi. Halló! heimur hefur breyst stórkostlega síðan þá. Hvernig væri að nálgast aðeins samtímann?

Heldur þú t.d. að Íslendingar myndu láta bjóða sér veiðiráðgjöf sem færi með grófum hætti fram úr ráðleggingum vísindamanna (sem þó hefur gerst hér á landi!) ??

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 4.5.2010 kl. 19:47

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Já, það er einmitt mikið hald í því að vitna í reglu sem hefur verið afnumin! Ég er ekki hissa á að þú skrifir ekki undir nafni ef málflutningurinn er ekki á gáfulegra plani en þetta. Ef reglan verður afnumin skiptir veiðireynsla engu máli lengur. Þá munu aðeins markaðslögmálin gilda í þeim geira eins og annars staðar sem er markmiðið eins og segir í grænbókum framkvæmdastjórnarinnar.

Við sjálfstæðissinnar vísum annars einfaldlega í haldbær rök máli okkar til stuðnings sem virðist vera ykkur Evrópusambandssinnum yfirleitt framandi eins og örvæntingarfull skírskotun ykkar (t.d. þín hér) í regluna um hlutfallslegan stöðugleika er gott dæmi um. Þess utan er það alveg rétt að heimurinn hefur breytzt síðan 1994 þegar Norðmenn höfnuðu inngöngu í Evrópusambandið síðast og þ.m.t. sambandið. Evrópusambandið hefur á þessum tíma aðeins orðið miðstýrðara og áhuginn á einhvers konar "sérlausnum" eins og þú kallar það minnkað að sama skapi.

Ég er alveg viss um að við Íslendingar myndum ekki láta bjóða okkur veiðiráðgjöf sem við teldum ekki skynsamlega en það gera sennilega Bretar ekki heldur og hafa ekki gert síðan þeir gengu Evrópusamrunanum á hönd í byrjun 8. áratugar síðustu aldar eða fyrir næstum 40 árum síðan. Allan þennan tíma hafa þeir reynt að breyta sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og draga úr miðstýringu í henni en þróunin hefur þó aðeins verið í hina áttina. Samt eru Bretar eitt stærsta ríkið innan sambandsins og með vægi í samræmi við það. Sama yrði raunin með okkur nema að vægi okkar yrði aðeins brot af því sem Bretar hafa. Við myndum einfaldlega ekki ráða ferðinni lengur.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.5.2010 kl. 20:27

9 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þessi ofuráhersla á "fiskveiðistjórnun" er að mínum dómi tímaskekkja og því miður skálkaskjól útgerðarmanna sem ekki vilja missa yfirráð sín yfir auðlindum "mínum". Þar sem ég er í algerri krossferð gegn íslenskum útgerðarmönnum og finn þeim ekkert til málsbótar þó þeir séu að nafninu til íslendingar þá treysti ég þeim ekki fyrir eignarhaldi eða stjórn fiskveiða hér við land á öðrum forsendum en allar aðrar atvinnugreinar eiga að sætta sig.

Ég get vel sætt mig við það að íslenska ríkið eigi og leigi út fiskimiðinn til hæstbjóðenda. Ég býst við því að íslensk fiskveiðistjórnun verði "de facto" á hendi íslenskrar stofnunar svo fremi að hún standi sig í stykkinu faglega. Þessi útgerðar þvæla er aðeins til að halda þessari vesælu þjóð einum áratug lengur undir stjórn fiskveiðielítunnar áður en hún endanlega keyrir atvinnustarfsemi sína í þrot.

Stórútgerðir eru á leið inn í atvinnusögusafnið vegna rányrkju og umhverfissóðaskapar sem á náttúrulega ekki að líðast.

Þeir sem fronta Heimssýn og Morgunblaðið sem eru ógæfulegir samherjar í andstöðu sinni við að íslendingar geti áfram þroskast sem menningarþjóð hvort sem það eru Hjörtur J. eða Páll V. að maður tali nú ekki um DO sjálfan fá peninga frá útgerðinni beint og óbeint. Þetta er einsog að vera málaliði hjá Big Tobacco.

Gísli Ingvarsson, 4.5.2010 kl. 22:12

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Gísli minn, öfugt við nafnlausa ESB-bloggarann þá er ég hissa á að þú skulir skrifa undir nafni miðað við þessa athugasemd hér að ofan. Það er eitt að vera ósammála um eitthvað málefni, annað að gefa í skyn að menn geti ekki verið á annarri skoðun en þú nema vera einhvers konar málaliðar. Ég veit að mikil örvænting er í röðum ykkar Evrópusambandssinna og skyldi engan undra, en ég er ansi hræddur um að svona tal sé aðeins til þess fallið að gera málstað ykkar lakari.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.5.2010 kl. 23:52

11 identicon

Af hverju segja nei-sinnar ekkert um þingsályktunartillögu um að hefja samningjaviðræður við Íslendinga á forsendum þess að fiskveiði er þjóðhagslega mikilvæg.

Af hverju segir VG ekkert um það að systurflokkur þeirra í Þýskalandi styður aðild Íslands heilshugar?

Ísland á heima í ESB.  Hversu margir nei-sinnar eru sjómenn eða bændur?  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 00:49

12 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Stefán, þingsályktunartillaga á þýzka þinginu skiptir engu ef hún gengur gegn sáttmálum Evrópusambandsins. Fylgdi þessari tillögu að til stæði að breyta Stjórnarskrá Evrópusambandsins (Lissabon-sáttmálanum) þannig að sambandinu væru ekki tryggð full yfirráð yfir sjávarútvegsmálum innan þess? Fylgdi þessari þingsályktunartillögu að við Íslendingar héldu fullum og óbreyttum yfirráðum okkar yfir auðlindum Íslandsmiða ef við færum inn í Evrópusambandið? Hafa þýzkir stjórnmálamenn beitt sér fyrir því í yfirstandandi endurskoðun á sjávarútvegsstefnu sambandsins að þannig verði staðið að málum? Nei, nei og nei.

Svo ég taki upp hanskann fyrir VG (þó það taki því varla) þá kemur þeim lítið við hvað vinstrimenn í Þýzkalandi kjósa að gera. VG var síðast þegar ég vissi ekki útibú frá þeim. Að sjálfsögðu taka stjórnmálaflokkar afstöðu til Evrópusamrunans á grundvelli eigin stefnumála og þjóðarhagsmuna. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af Þjóðverjum innan Evrópusambandsins með sitt vægi sem öflugasta ríki sambandsins en það er nákvæmlega ekkert samasem merki á milli Íslands og Þýzkalands í þessu sambandi.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.5.2010 kl. 07:16

13 identicon

Hjörtur:  Þannig að allir flokkar Þýskalands samþykkja ályktunina sem er ekki í samræmi við reglur ESB;)  Jahá.  Það er góð greining hjá þér.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 09:28

14 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nei Stefán, það var nákvæmlega það sem ég var að segja. Hugsunin á bak við ályktunin er klárlega ekki sú að við fengjum að halda yfirráðum yfir sjávarútveginum okkar í trássi við sáttmála Evrópusambandsins eða reglur þess að öðru leyti. Fyrir vikið skiptir þessi ályktun í raun engu máli í þessu sambandi. Gott að við séum sammála um það.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.5.2010 kl. 09:53

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það hefur enginn skrifað jafn mikið af jafn lítilli þekkingu um ESB og umræddur einstaklingur.

Allt sem frá honum kemur er um 50% bull og um 50% þvæla.

Og þetta styrkir LÍÚ náttúrulega og heldur uppi sennilega að mestu leiti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.5.2010 kl. 12:39

16 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ómar minn, ég hef margoft kveðið þig í kútinn í þessum málum og munar ekkert um að gera það einu sinni enn. Það getur hver sem er verið með svona stórkallalegar yfirlýsingar um aðra en það reynir fyrst á þegar færa þarf haldbær rök fyrir máli sínu. Hvernig væri nú að koma með einhver slík? Við skulum bara taka smá debat um þetta. Ég er alltaf til :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.5.2010 kl. 13:25

17 identicon

Mér finnst það Evrópusamtökunum ekki til sóma að vera með persónulegar árásir á einstaklinga sem eru þeim ósammála um afsal á fullveldi til Brussel.

Kjósi Evrópusamtökin að færa ákvörðunarvald á okkar málum til Brussel í formi löggjafar, dóms og framkvæmdarvalds þá er þeim frjálst að hafa þá skoðun. Þó svo meirihluti Íslendinga sé þeim ósammála. Að leita í persónulegar árásir er of langt gengið.

Fiskveiðar eru stærsti einstaki atvinnuvegurinn á Íslandi og því er mikilvægi hans ekki orðum ofaukið í umræðunni um ESB. Þó skiptir einnig máli réttur okkar að stunda frjálsa verslun um allan heim og sem alþjóðasinni þ.e. hlynt frjálsri verslun við sem flest ríki þá sé ég hagsmunum Íslands betur borgið utan ESB en innan enda höfum við aðgang að fleirri mörkuðum utan ESB en innan þess. Ísland hefur í dag aðgang að fliri fríverslunarsamningum en ESB, hvað segir það okkur sem berjumst fyrir frjálsri verslun? Jú ekki ganga í ESB.

Landið (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 14:36

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú getur ekki verið í miklum aðþjóðarviðskipum með Disney peningum.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.5.2010 kl. 15:07

19 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Spurningin er hvað séu Disney-peningar. Sífellt fleiri hafa t.a.m. efasemdir um að evran verði yfir höfuð til í nánustu framtíð og það ekki að ástæðulausu. Þess utan eru peningar aðeins mælikvarði á verðmæti, ekki verðmæti í sjálfu sér. Auðlindir Íslandsmiða eru hins vegar raunveruleg verðmæti.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.5.2010 kl. 15:47

20 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Hjörtur, sagnfræðingurinn (sem notabene er ekki lögverndað starfsheiti) fer mikinn hér á blogginu útaf þessari færslu, en það gera einnig fleiri.

Allir geta jú verið sammála um að mikil verðmæti séu falin í hafinu, en það sem okkur greinir á um hér í grundvallaratriðum er hvort ESB eða við Íslendingar munum hafa forræðið, gangi Ísland í ESB. Þetta mun að öllum líkindum verða úrslitaatriðið í útkomu samningaviðræðna Íslands og ESB, en það styttist í að þær hefjist. Við sem aðhyllumst aðild trúum að Ísland muni hafa sitt fram í þeim efnum.

Ritstjórn síðunnar vill þakka öllum fyrir sín innlegg í umræðuna.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 5.5.2010 kl. 17:32

21 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nafnlausi ESB-bloggari, lestu Stjórnarskrá Evrópusambandsins (Lissabon-sáttmálann) eins og ég hef notabene gert. Þar stendur svart á hvítu að forræðið yfir sjávarútvegsmálum innan sambandsins er alfarið í höndum þess. Þetta er ekkert flókið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.5.2010 kl. 17:47

22 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jæja, ég gafst upp á að hlusta á þessa þvælu í Hjörti og öðrum andstæðinga ESB á Íslandi.

Í fiskveiðistefnu ESB stendur þetta hérna.

"The most important areas of action of the common fisheries policy are:

  • laying down rules to ensure Europe's fisheries are sustainable and do not damage the marine environment (see fishing rules)
  • providing national authorities with the tools to enforce these rules and punish offenders (see fisheries controls)
  • monitoring the size of the European fishing fleet and preventing it from expanding further (see fishing fleet)
  • providing funding and technical support for initiatives that can make the industry more sustainable (see European Fisheries Fund)
  • negotiating on behalf of EU countries in international fisheries organisations and with non-EU countries around the world (see international)
  • helping producers, processors and distributors get a fair price for their produce and ensuring consumers can trust the seafood they eat (see market)
  • supporting the development of a dynamic EU aquaculture sector (fish, seafood and algae farms) (see aquaculture)
  • funding scientific research and data collection, to ensure a sound basis for policy and decision making (see research and data collection)"

Tekið héðan.
Þetta hefur auðvitað gengið svona upp og niður hjá ESB ríkjunum, núverandi stefnu er þar ekki eingöngu um að kenna. Heldur liggur sökin einnig hjá aðildarríkjunum sem hafa skipulega farið á svig við þessa stefnu vegna þess að þau komast upp með að upp að ákveðnu marki.

Ég mæli síðan með því að Hjörtur (og aðrir andstæðingar ESB á Íslandi) lesi Lisbon Sáttmálan áður en hann opinberar meira af fávisku sinni þegar það kemur að ESB. Sérstaklega kaflan um valdsvið ESB og valdsvið ESB ríkjanna. Þegar það er gert. Þá kemur í ljós að Hjörtur og Heimssýn sem hann er stjórnarmaður í stunda það skipulega að ljúga að almenningi á Íslandi þegar það kemur að ESB.

Jón Frímann Jónsson, 5.5.2010 kl. 18:28

23 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta var ágæt umræða sem ég kem aðeins of seint inní, en það kom reyndar ekki að sök. 

Því ég verð að segja það að þarna unnum við Sjálfstæðissinnar stóran sigur eða 5-0 sigur á ykkur ESB innlimunarsinnum. 

Skýrt og ákveðið kaffærðum við ykkur í sterkum og málefnalegum rökum okkar.

Reyndar skoruðum við ekki nema 4 mörk sjáfir en ESB varnarmaðurinn Ómar Bjarki skoraði nefnilega eitt glæsilegt sjálfsmark með sérlega ómálefnalegu og rakalausum dylgjum í innleggi sínu.

Gunnlaugur I., 5.5.2010 kl. 18:30

24 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, hvernig er á Spáni þessa dagana ? Ég sé á veðurspá TVEi að það er sól og ringing með þrumum á svæðum.

Annars er alltaf hlægilegt að sjá andstæðinga ESB tala um "innlimun", þar sem þetta er ekkert nema orðafrasi sem er með 0% raunveruleika á bak við sig þegar það kemur að ESB.

Fyrir ykkur smábörnin sem eruð á móti ESB. Þá er ráð mitt að þið eigið að fara að haga ykkur eins og fullorðnir einstaklingar nú þegar. Það er erfitt að byrja, en kemst upp í vana fljótlega.

Jón Frímann Jónsson, 5.5.2010 kl. 18:50

25 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jón Frímann, það vill svo til að ég hef lesið Stjórnarskrá Evrópusambandsins (Lissabon-sáttmálann) eins og fram kemur reyndar fyrr í þessari umræðu. Þar kemur skýrt fram að forræði sambandsins er algert í sjávarútvegsmálum innan þess eins og áður segir. 

Lestu 1. og 2. tl. 2. gr. þess hluta Stjórnarskrárinnarsem heitir nú "Treaty on the Functioning of the European Union" (kallaðist áður Maastricht-sáttmálinn). Einnig 1. tl. 3. gr. d-lið og 2. tl. 4. gr. d-lið.

Þetta fer ekkert á milli mála vinur.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.5.2010 kl. 18:55

26 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess utan Jón minn, bara af því að mér líkar alls ekki illa við þig. Ómálefnalegheit gera þér og málstað ykkar Evrópusambandssinna ekkert gagn. Það hjálpar bara okkur sjálfstæðissinnum. Þetta ætti reyndar að segja sig sjálft.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.5.2010 kl. 18:57

27 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hjörtur, mig grunar að þú hafir lesið Lisbon sáttmálan n með Davíðs gleraugum sem þú dáir svo mikið. Hvernig gengur annars með flokk framfarasinna ? Fer ekki vel um hann í sjálfstæðisflokknum ?

Það er ennfremur ljóst Hjörtur að þó svo að þú hafir lesið eitthvað. Þá jafngildir það ekki því að þú hafir skilið það sem þar stendur. Eins og ef þú hefðir skilið Lisbon sáttmálann þá hefðiru vitað að við gildisstöku hans þá rann hann inní þá eldri sáttmála ESB og breytti þeim samkvæmt því sem stendur inní Lisbon sáttmálanum. Í dag er Lisbon sáttmálin sem slíkur ekki til, heldur hefur hann runnið inn í eldri sáttmála ESB og breytt þeim. Þú getur lesið þær breytingar hérna.

Ef þú ætlar að haga þér svona sem sagnfræðingur, þá áttu eftir að verða atvinnulaus lengi. Eða varstu kannski að veðja á starf hjá sjálfstæðisflokknum við að falsa sögu Íslands enn á ný ?

Það er ennfremur vert að benda á þá staðreynd að ESB er ekki byggt upp af stjórnarskrá, heldur sáttmálum. Á því liggur mikill munur sem nauðsynlegt er að þekkja á milli áður en þú ferð og blaðrar einhverja þvælu um ESB útá internetið eða á næsta fundi fasistana í Heimssýn.

Jón Frímann Jónsson, 5.5.2010 kl. 19:54

28 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég skil ekki Sjálfstæðsmenn sem eru á móti ESB.

Þetta er gott fyrir atvinnulífið.

Stöðugleiki

Eykur fjárfestingar

Eykur samkeppni.

Fáum aðgang að mörkuðum.

Við verðum með sameiginlega viðskipamynt sem fólk tekur mark á.

Vextir lágir.

Verðsamanburður betri.

Aðganur að 500milljón manns.

En Sjálfstæðismenn eru á móti þessu og þá hlítur að vera einhver anarleg sjónarmið í gangi... 

Sleggjan og Hvellurinn, 5.5.2010 kl. 20:14

29 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Það er svo hrikalega lekkert ástand í Evrópu þessa daga og framtíðin skjannabjört.....eða hvað ????

Anna Grétarsdóttir, 5.5.2010 kl. 20:46

30 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jón minn, eins og áður segir, skítkast gerir þér og málstað ykkar Evrópusambandssinna sízt greiða og alls ekki umræðum um Evrópumál frekar en öðrum slíkum.

Textinn sem um ræðir í svokölluðum Lissabon-sáttmála er mjög skýr, svo skýr raunar að það er varla hægt að skilja hann á annan veg en ætlazt er til.

Það nægir raunar að benda í því sambandi á Wikipedia-greinina sem þú tengdir á hér áðan. Þar er réttilega talað um að málaflokkar sem heyra undir Evrópusambandið skiptist í tvennt samkvæmt Lissabon, þá sem sambandið hefur einkarétt á völdum yfir (exclusive competence) og þá sem það deilir völdum yfir með ríkjunum (shared competence). Hins vegar kemur skýrt fram, rétt eins og í 2. tl. 2. gr. TFEU-hluta Lissabon, að í síðarnefndu málaflokknunum séu völd ríkjanna alltaf víkjandi gagnvart völdum Evrópusambandsins. Í Wikipedia-greininni er þetta orðað svona: "Member States cannot exercise competence in areas where the Union has done so." Með öðrum orðum hefur sambandið full yfirráð í reynd yfir öllum þessum málaflokkum.

Þetta er ekkert flókið þó þú munir sennilega aldrei viðurkenna það :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.5.2010 kl. 20:47

31 identicon

Strákar, eigum við ekki bara að láta reyna að þetta í samningaviðræðunum við ESB?

Það er samt gaman að lesa þetta rifrildi.  Meira að segja eru menn byrjaðir að halda stigatöflu.

Ég ætla að vona að menn verði þar hressari en hér;)

Ég er viss um það að Þjóðverjar verða Íslendingum hliðhollir.  

Það er gaman að því hversu margir vilja halda í fiskinn, en má ég spyrja ykkur að einu?  Hverjir ykkar nei-sinna starfa við sjávarútveg? 

Eigum við já-sinnar að ná í fiskinn ykkar svo þið getið haldið áfram að vera á móti?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 20:53

32 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hjörtur, það er ódýrt af þér að ásaka mig um skítkast þegar þú getur ekki svarað með röksemdum.

Málaflokkar ESB skiptast í þrennt, eins og er rækilega útskýrt í Wikipedia-greininni sem ég vísaði í. Ég er búinn að vita þessa staðreynd í marga mánuði. Þó greinilega ekki og getur ekki einu sinni gert þér grein fyrir þessari staðreynd þó svo að þér sé bent á það.

Þú stundar ennfremur ómerkilega útúrsnúninga hérna, í staðinn fyrir að reyna að taka á því sem ég er að segja. Fiskiveiðistefna ESB er fiskiveiðistefna ESB, ekki aðildarríkjanna sjálfra. Þetta er ekki nýtt fyrir þeim sem styðja aðildarviðræður við ESB. Þó svo að þetta sé kannski nýtt fyrir andstæðingum ESB, sem hafa búið undir stórum stein síðustu 50 árin eða svo.

Þetta er í raun engin breyting frá því sem var með þriggja stoða kerfinu hjá ESB sem var í gildi áður en Lisbon sáttmálin tók gildi. Þegar þú Hjörtur heldur því fram að þetta sé einhver ný breyting, eins og þú gerir hérna þá ertu að ljúga. Ég mun ekkert fara í neinar felur með þá skoðun mína, og þessa staðreynd.

Næst þegar þú rekst á Ragnar Arnalds á stjórnarfundi í Heimssýn. Þá skaltu endilega spurja hann afhverju hann var á móti EFTA og síðan EES samningum. Þó svo að það sé óumdeilt að báðir þessir samningar hafi stórbætt lífsskilyrði fólks hérna á landi á margan hátt.

Ég vil endilega fá að vita þetta svar, og ef ég rekst á Ragnar Arnalds. Þá mun ég spurja hann þessar spurningar.

Jón Frímann Jónsson, 5.5.2010 kl. 20:58

33 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jón minn, ég mun aldrei koma fram með neinar röksemdir að þínu mati á meðan ég er þér ekki sammála, svo mikið er víst :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.5.2010 kl. 21:15

34 Smámynd: Gunnlaugur I.

Svo ég haldi áfram að lýsa þessu sem fótboltaleik þá er staðan en 5-0 fyrir Sjálfstæðissinna sem vilja áfram frjálst og fullvalda Ísland, gegn úrtöluliðinu í ESB trúboðinu sem vill helst fórna öllu fyrir ESB aðild.

Jón Frímann ESB trúboði hefur hér sem oft áður ruðst fram á völlinn, en er alltaf dæmdur rangstæður þannig að staðan er en 5-0 fyrir okkur og Hjörtur J. Guðmundson er sterkur í sókninni á hægri vængnum og sækir fram á miðjunni líka. 

Jón Frímann er lafmóður og haltrar en nær engum takti frekar en oftast áður og ég held að ESB yfirþjálfarinn þurfi að fara að hvíla hann.

Dómarinn fer að flauta leikinn af og staðan er en 5-0 fyrir okkur !

                      ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !   

Gunnlaugur I., 5.5.2010 kl. 21:44

35 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þakka þér tilsvarið Hjörtur tek það sem persónulega hótun frá þér. Þetta er svona Davíðs taktík að "þér mun ekki verða vært í þessu landi það sem þú átt eftir ævinnar kjaftháttur". Það er einmitt það sem er í húfi. Hvort ég eigi eftir að lifa vær og glaður í þessu landi með gerspillta útgerðarmenn og stjórnmála múldýr þeirra yfir mér og mínum til æviloka! Fyrir okkur sem ekki tengjumst nokkrum þessara gerspilltu lúsablesa sem hér hafa farið með vald og ætla sér ekki að sleppa því er innganga í ESB einsog að komast útúr fangelsi. Það er ekkert öðruvísi.

Gísli Ingvarsson, 5.5.2010 kl. 21:47

36 identicon

Gísli:  Í raun er þetta rétt hjá þér. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 21:49

37 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hjörtur, þú hefur aldrei nokkurntíman getað komið með eitthvað sem stenst nánari skoðun vegna þess að þú vísar aldrei nokkurntíman í heimildir sem mark er á takandi. Þú ert slúðurberi af verstu gerð, og það sem meira er. Þú skammast þín ekkert fyrir það.

Gunnlaugur I, hættu þessum barnaskap og komdu með eitthvað af viti, eða einfaldlega slepptu því að tjá þig hérna. Þú ert líklega einstaklega kjánalegur í ljósi þeirrar staðreyndar að þú átt heima á Spáni, sem er í ESB og þú virðist alls ekki þjást af neinu af því sem þú lýsir að sé að finna í ESB. Það þýðir á einfaldan hátt að þú ert einfaldlega bara að ljúga fólk fullt af einhverri þvælu og dellu vegna þess að þú vilt ekki segja fólki hvað þú hefur það gott á Spáni. Á meðan ísleningar þurfa að lifa í landi þar sem hefur orðið amk 50% kjaraskerðing vegna krónunnar, vaxa og verðbólgu.

Jón Frímann Jónsson, 6.5.2010 kl. 02:22

38 identicon

Hvað er kjaraskerðing atvinnulausra Spánverja mikil?

Talandi um að komast inn á markaði þá getur Ísland komist inn á Kínverska og Indverska markaðinn með fríverslunarsamningum. Hvort ætli borgi sig að upp á tækifæri 500 milljónri eða 2,5 miljarðar.

Landið (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 03:12

39 Smámynd: Gunnlaugur I.

Jón Frímann, þú ert alveg húmorslaus. Það getur nú stundum verið gaman að taka umræðuna uppúr skotgröfunum og á léttara plan svona fyrir báða málsaðila. 

Ég gæti haldið úti og hef oft gert látlausri gagnrýni á sjávarútvegsstefnu ESB og stefnuleysi þeirra líka, en hér voru menn eins og Hjörtur sem gerðu það ákaflega vel og af meiri þekkingu en flestir aðrir sem um þessi mál hafa fjallað.

Þér er mjög tamt að ráðast að mér af því að ég bý í ESB landinu Spáni og stundum er á þér að skilja að þar af leiðandi megi ég engar skoðanir hafa á móti ESB.

Svona svipað og var í Ráðstjórnarríkjunum, þar urðu menn sem þar bjuggu urðu að fylgja megin línunni og ekkert vera að fara gegn hinum einu "sönnu og ástkæru" stjórnvöldum.

Ég læt þig ekkert komast upp með svona kjnaftbrúk ég er íslendingur hvar sem ég bý þá og þá stundina og sjóndeildarhringur minn stækkar bara á því að búa hérna. Ég hef fullan rétt á að hafa skoðanir á mögulegri ESB aðild Íslands og mun kjósa um hana komi til þess, hvar sem ég annars verð þá staddur. 

Konan mín er að vísu búinn að vera atvinnulaus í meira en 1 ár og fær engar atvinnuleysisbætur lengur. Útlendingar eru ekki vel séðir hér á atvinnuleysisbótum og búið að koma hér að allskonar sérreglum til þess að skerða réttindi þeirra.  

Ég fullyrði að ástandið hér er miklu verra en á Íslandi enda þekki ég fjölda fólks sem hér hefur verið um áraraðir og starfað við hitt og þetta hér en hefur nú ekkert. Margt af þessu fólki er þegar flutt heim eða á leiðinni að flytja til Íslands þar sem það sér miklu meiri og betri möguleika.

Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs bættust næstum 300.000 nýtt fólk inná atvinnuleysisskrána hér, næstum eins og allir íslendingar og nú fór atvinnuleysi í fyrsta skipti á landsvísu yfir 20% múrinn. Atvinnuleysi ungs fólks er

Atvinnulífið er í heljargreipum. Bankarnir eru flestir tæknilega gjaldþrota og stíflunni er bara haldið, því ef þeir viðurkenna að húsnæðisverð hefur fallið um 50% og það er ekkert að ganga til baka þá eru þeir allir í þroti.   

Ástandið hér í ESB/Spánar kreppunni er miklu verra en á Íslandi, þó ég geri ekki lítið úr kreppunni heima.  

Gunnlaugur I., 6.5.2010 kl. 08:14

40 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú velur allavega ESB landið Spán fram yfir Íslans sem er ekki í ESB og er útí kuldanum með handónýta krónu, háa vexti, verðbólgu og verðtryggingu.

Þú tala um að bankar eru tæknilega gjaldþrota á Spáni.  Hérna á Íslandi eru fjölskyldurnar tæknielga gjaldþrota útaf gengisfalli og verðtryggingu.

Sleggjan og Hvellurinn, 6.5.2010 kl. 08:33

41 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sleggjan & Þruman:

Það nákvæmlega sama á við hér á Spáni hér er fullt af fólki, sérstaklega ungu fólki sem situr uppi með húsnæðislán sem eru nú orðinn helmingi hærri en fæst fyrir húseignirnar í frjálsri sölu.

Það fólk er auðvitað ekkert annað en tæknilega gjaldþrota og margir þeirra eru líka á leiðinni í þrot, því þeir ráða ekki við að greiða af húseigninni og sjá heldur ekki lengur neinn tilgang í því. 

Stór hluti þessa fólks er svo í ofanálag líka orðinn atvinnulaus því atvinnuleysi ungs fólks hér í ESB ríkinu Spáni er hátt í 40%.

Glæsilegt ástand eða hitt þó heldur og ekki er Evran að hjálpa, nema síður sé, hvað þá ESB apparatið sjálft.

Gunnlaugur I., 6.5.2010 kl. 09:49

42 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, vinsamlegast ekki gera mér upp þekkingarleysi á ESB eins og þú reynd gerir hérna. Þar sem að ég get alveg lofað þér því að ég er langt frá því að vera fáfróður um ESB og þau málefni sem þar eru tekin fyrir.

Ég mæli líka með því að þú kynnir þér sögulegar ástæður þess að atvinnuleysi er mikið á Spáni og hefur alltaf verið það. Árið 1986 var atvinnuleysi 23% á Spáni áður en það lækkaði niður í 8% árið 2007. Fengið héðan. Eins og þú væntanlega veist fullvel, þá eru atvinnulög þannig á Spáni að þau hreinlega ýta undir atvinnuleysi á tímabilum. Hérna er góð grein um atvinnulög á Spáni.

Vextir eru 1% á Spáni, eins og í öðrum evrulöndum um þessar mundir. Verðbólgan er 1.5% um þessar mundir á evrusvæðinu.

Jón Frímann Jónsson, 6.5.2010 kl. 14:13

43 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Má bara benda á það að íslenskar útgerðir eru "tæknilega gjaldþrota" upp til hópa.

Þessi undirstaða svikamyllunnar sem féfletti þjóðina er á vonarvöl. Það er mér ekkert gleðiefni. Það er mér frekar til angurs að ekkert fokking fúnkerar lengur. Við getum ekki fellt gengið frekar til að bjarga þessum aulum einsog gert hefur verið alla tíð. Einsog sagt var í kommenti hér að undan eru fjölskyldur gjaldþrota vegna gengisfalls og verðtryggingar og hinir eru á hnjánum og komast ekki upp fyrir þessum fjanda. - Ég segi hins vegar að það verður langt ferli að íslendingar taki formlega upp eigin Evru-mynt en við megum ekki gefast upp núna. Það er einfaldlega of seint. Það er engin leið til baka til rósrauðrar fortíðarhaftastefnu sjálfstæðisflokks og framsóknar undir kjörorðinu: "á íslandi gilda ekki lögmál hagfræðinnar".

Gísli Ingvarsson, 6.5.2010 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband