Leita í fréttum mbl.is

Kosningar í Bretlandi-Gæsahúð?

Nick CleggÞingkosningar eru í einu stærsta ríki Evrópu og ESB, Bretlandi, í dag. Baráttan stendur að venju á milli stærstu flokkanna, Verkamannaflokks, Íhaldsflokksins og Frjálslyndra Demókrata. Í undanförnum kosningum hefur raunin orðið sú að atkvæði greidd FD, hafa verið svokölluð ,,dauð atkvæði," vegna sérkennilegs kosningakerfis í landinu.

Nú er önnur staða uppi og hefur Evrópusinnin, Nick Clegg, heldur betur hrært upp í hlutum og gert kosningabaráttuna núna þá mest spennandi í áraraðir. (Mynd)

Samkvæmt nýjustu könnunum er það hinsvegar Íhaldsflokkurinn, með yfirstéttarmanninn David Cameroon í farabroddi, sem fær mest fylgi.´

Sitjandi forsætisráðherra (PM) Gordon Brown, leiðtogi Verkamannaflokksins hefur átt undir högg að sækja í barátunni en hefur að sögn fréttaskýrenda sótt í sig veðrið á endasprettinum.

Hvernig sem úrslitin verða, er ljóst að það verður enginn dans á rósum hjá verðandi PM Bretlands. Landið er eitt það skuldugasta í Evrópus/ESB, en þær nema um 11% af þjóðarframleiðslu. Á sama tíma eru Bretar mest ,,Euró-skeptíska" þjóðin í Evrópu, þ.e.a.s. sú þjóð þar sem andstaða gegn ESB er hvað mest.

Í sambandi við skuldavanda Grikkja eru margir andstæðingar ESB sem benda á að öll vandræði Grikkja séu ESB að kenna.

Bretar eru ekki með Evruna (enda talin vera nokkuð haldssöm þjóð, mæla í pundum, hafa vinstri umferð o.s.frv.), en samt er um að ræða þennan gríðarlega skuldavanda þeirra!

Er það þá ekki líka ESB að kenna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hafa fáir haldið því fram að Grikkir séu lentir í klípu vegna þátttöku í ESB eða myntbandalaginu, enda mörg myntbandalagsríki ekki í sömu klípu.

Hinsvegar hafa menn bent á að sökum myntbandalagsins eigi Grikkir ekki möguleika á að nota þann björgunarbát sem gengisfelling er og sitji því fastir. 

Eins hefur mönnum þótt þróun mála í Grikklandi mjög athygliverð í ljósi þess að um hríð var það stórt atriði í málflutningi ESB-sinna að þau vandræði sem við höfum ratað í hefðu ekki verið möguleg ef við værum þátttakendur í ESB (fyrst) eða myntbandalaginu (seinna, þegar ESB-lönd byrjuðu að raða sér upp í biðröð hjá AGS).

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 14:07

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Hans, lest þú Morgunblaðið?

Hefði íslenska krónan hrunið, hefðum við verið í ESB og haft ,,bakköpp" hjá Seðlabanka Evrópu?

Evran er ekki hrunin, hinsvegar senda svona vandræði eins og hjá Grikkjum frá sér höggbylgjur. Sem m.a. skella á s.k. fjárfestum (sem virðast margir hverjir ekki þola mikið!!).

Svo virðist sem stoðir ,,gríska kerfisins" séu gegnumrotnar, en það er vandamál sem Grikkir sjálfir skapa, en ekki ESB.

Rétt eins og margt sem hér hefur farið úr skorðum!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 6.5.2010 kl. 15:12

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

U.K eru mikið einsog Íslendingar. Vilja fara í V.I.P herbergið með Bandaríkjunum. Gera allt sem þeir segja sér..... einsog að siðja glórulaust stríð og fleirra.

Sleggjan og Hvellurinn, 6.5.2010 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband