8.5.2010 | 15:59
Hægrimenn og öfgasinnar á skriði í Ungverjalandi
Hægri-öfgaflokkurinn Jobbik, sem fer ekki leynt með áhrif frá Nasismanum, fékk jók verulega við fylgi sitt í þingkosningum sem haldnar voru í Ungverjalandi fyrir skömmu og fékk flokkurinn 56 þingsæti af 386 og um 17% atkvæða. EU-Observer greinir frá þessu.
Stefnumál flokksins eru m.a. að útrýma glæpum meðal sígauna, berjast gegn eiturlyfjanotkun, alþjóðlegum fyrirtækjum og því sem flokkurinn kallar ,,landvinningum Ísraels" í Ungverjalandi. Flokkurinn hefur verið kenndur það sem á ensku er kallað ,,post-fascism" en getur kallast á íslensku ,,ný-fasismi."
Fasismi byggir á hugmyndafræði Benito Mussolini, leiðtoga fasistaríkisins á Ítalíu á tímum seinni heimsstyrjaldar.
Sá flokkur sem fékk flest atkvæði og tók við völdum í Ungverjalandi er annar þjóðernissinnaður hægri-flokkur, Fidez. Hann fékk 263 af 386 þingsætum. Samanlagt fengu þessir flokkar því um 70% af þingsætum ungverska þingsins.
Margir fréttaskýrendur telja Ungverjaland á leið í mjög öfgasinnaða átt og að staða þessara flokka sé staðfesting á því.
Í grein í sænska DN er meðal annars sagt að þessir flokkar vilji lögleiða mismunun gegn sígaunum og gyðingum í landinu.
Ástæður velgengni flokkanna er sögð vera óánægja Ungverja með viðbrögð fyrri stjórnvalda við efnahagskrísunni, sem komið hefur illa við marga Ungverja.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Góðan dag; Evrópusamtök !
Fyrir okkur; þjóðfrelsisinna, um veröldu víða, má kalla það fagnaðar efni eitt, að Ungverskir bræður okkar, skuli hefja baráttu, fyrir því, að losna undan skrifræðis Nazisma Evrópusambandsins.
Hins vegar; vil ég undirstrika það, að ég frábið mér, nokkurn stuðning, við aðför, að mætu fólki; eins og Gyðingum og Sígaunum, alfarið.
Þar; tek ég undir, með gagnrýni allra þeirra, sem farga vilja kynþátta hyggju, ýmiskonar, ágætu samtök.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 16:34
Óskar, ég er ekki hissa á því að þú skulir taka undir með svona ný-fasistinum eins og þarna er verið að fjalla um. Þú getur reynt að fegra þetta eins og þú vilt. Staðreyndin er hinsvegar að þetta er mjög slæm þróun í Ungverjarlandi. Hinsvegar er alveg ljóst að aðild Ungverjalands að ESB mun koma í veg fyrir að landið verði einangrað fasistaland í Evrópu eins og svo oft hefur gerst í fortíðinni og núna í nútímanum. Hvíta-Rússland er gott dæmi um land þar sem að fasisminn hefur fengið að vaða upp óáreittur. Staðan í Hvíta-Rússlandi er ekki góð varðandi mannréttindi og réttindi fólks almennt í dag.
Það er ennfremur orðið augljóst Óskar að þú ert hér með búinn að lýsa þig sem ný-fasista, og ég tek ekki og mun ekki taka mark á fólki sem aðhyllist slíka hugmyndafræði. Þar sem hún er mannfjandsamleg og á hvergi heima í hinum nútímaheimi, þar sem jafnrétti og bræðralag á milli manna og þjóða á að gilda.
Jón Frímann Jónsson, 8.5.2010 kl. 16:56
Góður Silfur Egils seinasta Sunnudag.
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4472596/2010/05/02/
Þá sérstaklega viðtalið við Eirík Bergmann.
Hann talar um að Íslendingar halda að Ísland sé yfirburðaríki. Það var slegið á þjóðhyggjustrengi í góðærinu og forsetinn fremstur í flokki og nú í kreppunni er slegið á þessa sama strengi.
Við erum svo betur fer ekki gengin jafn langt og Ungverjaland en það virðist vera vilji marga sbr kommentið hjá Óskari.
Þessir strengir eru oft slegnir í ESB umræðunni og er mjög sorglegt.
Einsog Eirikur segir í Silfrinu "hún getur farið útí tóma vitleysu"
Sleggjan og Hvellurinn, 8.5.2010 kl. 17:18
Komið þið sæl; á ný !
Jón Frímann !
Róaðu þig niður; ögn, ágæti drengur.
Það hefir ekkert með ný-fasisma að gera; eins og þú kallar það, að vilja styðja við bakið á land- og þjóðvinum, um heim allan.
Heldur; þvert á móti - aðeins, um hefðbundinn stuðning, við vel meinandi fólk, sem vill landi sínu og fólki og fénaði, aðeins það bezta.
Þar er; stór munur á, Jón minn.
En hinsvegar; vil ég ítreka enn, þá skoðun mína, að ekki eigi að hólfa fólk niður, eftir litarrafti þess, miklu fremur; skulu mann kostir hvers og eins, fá að njóta sín, til fullnustu, án einhverra einhlítra strika merkja kerfa, eins og ESB vill viðhafa; líkt og gömlu Sovétríkin, buðu upp á, Skagfirðingur sæli.
Með beztu kveðjum; sem þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 17:22
Óskar, sú staðreynd að þú ert að bera saman ESB og Sovétríkin segir bara aðeins eitt. Þú hefur ekkert vit á því sem þú ert að segja um ESB.
Þarna er á ferðinni alvarleg sveifla til hægri sem ber að stoppa nú þegar áður en illa fer. Evrópa hefur slæma reynslu af svona rugli eins og fasisminn er.
Það er stuðningur við þjóðin að vilja henni vel, það innifelur í sér að ganga í ESB og styrkja þannig efnahag landsins og stöðu íbúa landsins. Þetta gildir alveg um Ísland og íslendinga eins og aðra.
Jón Frímann Jónsson, 8.5.2010 kl. 22:49
Komið þið sæl; sem fyrr !
Við skulum nú sjá til með; hvar vitið liggur helzt, Jón minn - áður en hrapað er að frekari ályktunum, ágæti drengur.
Minni þig á; að hinn litli Evrópuskagi er aðeins angi út úr Asíu - og á aðeins eftir að verða yfirtekinn, af hinum fræknu austrænu þjóðum hennar, og þá fyrst, gæti orðið gaman að lifa, Jón minn.
Heilbrigðara; að sækja vit og þrek, t.d., austur til Astana (í Kaz akhstan), fremur en, til Brussel valla (í Belgíu), þegar lengra líður, inn á árþúsundið, Jón Frímann - þér; að segja.
Með beztu kveðjum; sem hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 01:28
Óskar, það eru slæmt mál ef þú óskar þér stríða eins og þú leggur hérna upp með í þessu svari þínu.
Öld fáfræði og heimsku er að mestu leiti búin. Það eru því miður nokkrir einstaklingar á eftir og eru fastir í hinum gamla tíma sem einkenndi fyrri hluta tuttugustu aldarinnar.
Jón Frímann Jónsson, 11.5.2010 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.