Leita í fréttum mbl.is

Þorsteinn Pálsson um gjaldmiðilsmál

Þorsteinn PálssonÞorsteinn Pálsson skrifar góða grein í Fréttablað helgarinnar um gjalmiðiilsmál og ber m.a. saman stöðu Grikklands og Íslands. Hann segir m.a.:

,,Til framtíðar litið eru Íslendingar því í þrengri stöðu en Grikkir vegna þess að kostnaðurinn við að halda sjálfstæðri mynt kemur fram í hærri vöxtum og gjaldeyrishöftum. Það hamlar raunverulegum hagvexti. Þetta þýðir að Íslendingar geta aðeins bætt samkeppnisstöðu landsins með lægri lífskjörum til frambúðar.

Eðlilega hræðast margir evruna í slíkum ólgusjó sem hún er. Sumir efast um að hún haldist á floti. Ástæðulaust er að loka augunum fyrir þessum aðstæðum. Við sitjum hins vegar uppi með gjaldmiðil sem sökk með skelfilegum afleiðingum. Sterkar sjálfstæðar myntir eins og sterlingspundið eiga líka í vök að verjast."

Meira hér eða hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband