Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju með daginn, Evrópusinnar!

Fáni ESBEvrópudagurinn er í dag, 9.maí. Evrópusamtökin óska öllum Evrópusinnum til hamingju með daginn.

Ársins 2010 verður e.t.v. minnst sem ,,Grikklandsársins" og ekki að ástæðulausu. Grikkir glíma við mikinn vanda, en þetta er ekki bara próf fyrir þá, heldur einnig Evrópu og ESB.

Vandamál Grikkja eru einnig dæmi um þann samvinnuvilja meðal Evrópuþjóða. Aðildarlönd ESB hafa ákveðið að koma Grikkjum til aðstoðar, sum með semingi.

Auðvelt væri að segja ,,látum Grikki sigla lönd og leið, þeir geta bara bjargað sér sjálfir." Þetta er hinsvegar hættuleg afstaða.

Sem betur fer er ESB til staðar, ekki er erfitt að sjá fyrir sér hvernig staðan væri í Evrópu ef öll ríki Evrópu væru ein síns liðs að glíma við þau vandamá sem þau standa frammi fyrir.

Líklegt er að and-lýðræðisleg öfl myndu nota það sér til framdráttar. Við höfum ,,góð" dæmi um það frá Evrópu hvað efnahagslegt og pólitískt öngþveiti getur leitt af sér. Evrópusambandið er einmitt svar gegn því, enda eru mannréttindi eitt af leiðarljósum sambandsins.

Sú þróun sem nú er í gangi í Ungverjalandi er einnig dæmi um það sem mögulega getur gerst. Þar hafa þjóðernissinnaðir og fasískir flokkar fengið um 70% þingsæta í nýafstöðnum kosningum.

Svona þróun má ekki endurtaka sig í Evrópu!

Ísland er Evrópuþjóð, við tilheyrum evrópskum menningararfi, uppruni okkar er í Evrópu. Við erum sem stendur með annan fótinn inni, hinn úti og áhrif okkar á þróun mála í Evrópu eru hverfandi.

Við getum hinsvegar orðið hluti af þessari þróun með fullri aðild að ESB. Orðið ,,eðlilegur samstarfsfélagi," en ekki einhverskonar utangátta aðili, sem bara tekur á móti, en ekkert gefur af sér.

Við getum það hinsvegar á mörgum sviðum þar sem þekking okkar er framúrskarandi, dæmi; sjávarútvegsmál og orkumál.

Enn og aftur Evrópusinnar, til hamingju með daginn og látum til okkar taka!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Takk, sömuleiðis!

Við Íslendingar
verðum stærsta sjávarútvegsþjóðin í Evrópusambandinu og hér verða greidd laun í evrum en ekki íslenskum krónum, sem eru nær einskis virði hvar sem er í heiminum.

Um 84% af vöruútflutningi okkar fer á markað á Evrópska efnahagssvæðinu, þar af um 80% af sjávarafurðum okkar, 60% af landbúnaðarvörum og 90% af iðnaðarvörum.

Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


Íslenskur sjávarútvegur og Evrópusambandið


Sjávarfang okkar Íslendinga og Evrópusambandsþjóða

Þorsteinn Briem, 9.5.2010 kl. 15:50

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nú ég hélt að tvíhliða samningar milli Kína og Indlands væri mest að gera...... allavega eftir að hafa hlustað á NEI-sinna.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.5.2010 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband