Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Ben: Útlendingar í sjávarútveg, OK!

Bjarni BenediktssonÞetta hlýtur að teljast athyglisvert: Bjarni Ben, formaður Sjálfstæðisflokksins útilokar ekki aðkomu erlendra aðila að sjávarútvegi Íslendinga í framtíðinni. Hann einskorðar þetta hinsvegar við nýtinguna, án þess að útfæra það nánar.Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Bjarni reyndi að sjálfsögðu að spyrða þetta saman við ESB-umsóknina og gera hana tortryggilega. 

Merkilegt hvað formaður aðal- "bissness flokksins"  hér á landi er tortrygginn gagnvart ESB, sem gengur að mjög miklu leyti út á bissness!

Nei-sinnar eru alltaf að babbla um ,,tvíhliða hér" og "tvíhliða þar" , en segja svo aldrei hvar! Ennþá merkilegra!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Icelandic Group (áður Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna), sjötta stærsta sjávarafurðafyrirtæki í heiminum, hefur átt og rekið fyrirtæki í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Hollandi, Noregi, Danmörku, Færeyjum, Bandaríkjunum, Taílandi, Suður-Kóreu, Japan og Kína.

SÍF
(Sölusamtök íslenskra fiskframleiðenda) keypti árið 1990 fyrsta erlenda fyrirtækið, Nord Morue í Frakklandi, og á næstu árum óx starfsemi fyrirtækisins verulega fiskur um hrygg með fjárfestingum í fyrirtækjum í Frakklandi, Spáni, Grikklandi, Noregi og Brasilíu.

Íslandssíld
, sem áður hét Síldarútvegsnefnd, var í ársbyrjun 1999 sameinuð SÍF og seinna sama ár sameinuðust SÍF og Íslenskar sjávarafurðir undir merki SÍF.

SÍF stofnaði árið 2004 dótturfélagið Iceland Seafood International (ISI), sem sjá skyldi um sölu á öllum sjávarafurðum félagsins, en SÍF seldi ISI árið 2005.

ISI
hefur rekið útibú í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni, Grikklandi, Kanada og Suður-Kóreu en verið með höfuðstöðvar á Íslandi.

Árið 2006 var nafni SÍF breytt í Alfesca og  fyrirtækið hefur rekið 11 framleiðslustöðvar í þremur löndum, Frakklandi, Spáni og Bretlandi, en haft höfuðstöðvar á Íslandi.

Samherji
hefur tekið þátt í sjávarútvegi í öðrum löndum frá árinu 1994, bæði eitt sér og í samstarfi. Fyrirtækið á hlut í og tekur þátt í rekstri fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækja í Færeyjum, Póllandi, Bretlandi og Þýskalandi.

Samherji hefur einnig verið með starfsemi í Afríku frá árinu 2007 og erlend starfsemi er um 70% af heildarstarfsemi félagsins.


Samherji - Erlend starfsemi


Skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ í apríl 2007, sjá bls. 19-20

Þorsteinn Briem, 18.5.2010 kl. 03:04

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Evrópusambandið hefur þróast mjög síðan samið var um aðild Íslands að EES. Að langmestu leyti er Ísland þátttakandi í framvindu ESB og yfirtekur flestar ákvarðanir þess.

Ísland er að mestu opið til viðskipta, fjárfestinga og uppkaupa. Útlendingar mega eiga 49,9% hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum.

Meðal annars er Ísland opið til innflutnings á mörgum landbúnaðarvörum, enda aðeins fáar búvörur framleiddar hér. Í raun er Ísland áhrifalaust annars flokks fylgiríki ESB."

Aðildarumsókn einmitt tímabær núna - Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og seðlabankastjóri

Þorsteinn Briem, 18.5.2010 kl. 04:04

3 Smámynd: Ólafur Als

Orð Jóns um að Ísland sé í raun annars flokks fylgiríki ESB eru sorglegur vitnisburður um hve menn ganga langt í pólitískri viðleitni sinni. Hvað áhrifaleysið varðar þykir mörgum einsýnt að áhrif Íslands innan ESB gætu aldrei komið í veg fyrir aðkomu erlendra fiskiskipa inn á Íslandsmið, sbr. yfirlýsingar Spánverja - öflugrar fiskveiðiþjóðar sem í gegnum ESB hefur tekist að tryggja sér fiskveiðiréttindi allt upp að ströndum íslenskrar fiskveiðilögsögu. Þá dreymir um að fara lengra.

Ólafur Als, 18.5.2010 kl. 09:16

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Tek undir orð Ólafs Als um að það er "sorglegur vitnisburður um hve langt menn ganga í pólitískri viðleitni sinni"

"Að Ísland sé í raun annars flokks fylgiríki ESB"

Þetta gera ESB innlimunarsinnar því hjá þeim helgar tilgangurinn einn ESB meðalið þeirra.

Þegar rökin fyrir ESB aðild eru flest fokinn útí veður og vind og ekki stendur lengur steinn yfir steini í fyrrum málflutningi ESB innlimunarsinna og fylgisleysi við ESB aðild er orðið himinhrópandi og á beinni andstöðu við stærstan hluta þjóðarinnar. 

Þá er gripið til svona lágkúru slagorða sem standast svo enga skoðun.

Þetta gerir rökþrota ESB liðið, því hjá þeim helgar tilgangurinn einn ESB meðalið !

HJÁ ÞESU LIÐI SKAL KOMA ÍSLAND INNÍ ESB APPARATIÐ, SAMA HVAÐ !

ÞAÐ MUN SAMT SEM BETUR FER ALDREI VERÐA SEM BETUR FER FYRIR LAND OKKAR OG ÞJÓÐ !

Gunnlaugur I., 18.5.2010 kl. 10:52

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Bara væl.

Það er ekkert að því að útlendingar eigi í sjávarútvegsfyrirtækjum á ísl.

Ísl. sjávarpláss voru nú mörg byggð upp af útlendingum !  Það er bara stutt síðan.  Í fyrradag.

Sjallar sem eru búnir að sölsa fiskinn undir sig eru að höfða þarna til hallærislegustu þjóðrebmu ever glóbalt - í þeim tilgangi að fengnum fyrir sjallaelítuna.  LÍÚ flokkinn.

Það er í rauninni bara hið besta mál ef útlendingar fást til að fjárfesta í ísl. sjávarútvegi - enda var talað um að afnema þær hindranir sem eru nú til staðar.  Því í rauninni geta þeir það núna (kemur mörgum á óvart.  Geta það upp að vissu marki)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.5.2010 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband