Leita í fréttum mbl.is

"Silence is golden" ??

KindurEnn hefur ekkert heyrst frá ungbændum vegna opna bréfsins sem stjórn Evrópusamtakanna birti ritaði til þeirra í kjölfar "hernaðarbröltsins" á þeim um helgina. En þá voru ungbændur að hræða landslýð með einhverjum Evrópuher, sem ekki er til!

Það er nær óskiljanlegt af hverju ungbændur tala ekki um eitthvað annað sem snertir stöðu þeirra, t.d. fjárhagsstöðuna. Á vef Bændasamtakanna eru margvíslegar upplýsingar og þar er m.a. að finna "Fjármálaráðgjöf". Kíkjum aðeins hvað stendur þar:

"Undanfarin misseri hafa rekstrarskilyrði bænda verið að breytast mjög til verri vegar. Aðgangur og kjör á lánsfé hafa versnað til muna. Miklar hækkanir á aðföngum hafa átt sér stað á erlendum mörkuðum á undanförnum mánuðum. Sérstaklega á þetta við um áburð og kjarnfóður. Til að bæta gráu ofan á svart hefur gengi krónunnar fallið mikið með tilheyrandi hækkun innfluttra aðfanga sem síðan leiðir til almennra verðhækkana. Bændasamtök Íslands framkvæmdu skoðanakönnun um þörf bænda fyrir sérstaka fjármálaráðgjöf nú í vor vegna verulegra rekstrarerfiðleika. Niðurstöður hennar bentu til þess að umtalsverð þörf væri fyrir slíka þjónustu."

Samtökin komu á s.k. rekstrarráðgjöf og um hana segir: 

"Rekstrarráðgjöf búnaðarsambandanna hefur að markmiði að greina núvarandi búrekstur og leita leiða til að auka arðsemi til lengri og skemmri tíma. Henni hefur aldrei verið ætlað að mæta þörfum bænda sem eru í alvarlegum rekstarerfiðleikum. Nú er hins vegar þörf á slíkri ráðgjöf. Bændasamtökin hafa því gengið til samninga við Skrifstofuþjónustu Vesturlands ehf. um það verkefni að veita bændum sem eiga í verulegum fjárhagsvanda aðstoð við að lágmarka neikvæðar afleiðingar.

 

Þessi nýja þjónusta er hugsuð fyrir þá sem eru nærri því að komast í þrot með sín fjármál. Hvað er skilgreint sem verulegur fjárhagsvandi í þessu samhengi? Ef eftirfarandi fullyrðingar eiga við um þinn búrekstur átt þú í verulegum fjárhagsvanda:

 

  -Skuldir búsins eru komnar í innheimtuferli hjá lánadrottnum

 

  -Borist hafa ítrekaðar áminningar um vanskil

 

  -Birgjar eru hættir að veita fyrirgreiðslu

 

       -Tekjur búsins duga ekki fyrir útgjöldum

Markmið þjónustunnar er að draga úr þeim skaða sem verulegur fjárhagsvandi veldur og leggja mat á þær leiðir sem búinu eru færar í núverandi stöðu."

(Leturbreytingar: ES-blogg)

Því miður er það svo að töluverður hluti bænda á við töluverða rekstrarerfileika að glíma. En um nútíma landbúnað gildi það sama og um annan rekstur; hann krefst stöðuleika, og hagstæðra skilyrða til að blómstra.

Fátt er t.d. sem segir að bændur séu að græða á falli krónunnar, þar sem íslenskur landbúnaður er í eðli sínu ekki útflutningsmarkaður, heldur framleiðslugrein sem framleiðir fyrir innandlandsmarkað. En, oftar en ekki, með hjálp innfluttra aðfanga. Og þar stendur hnífurinn í kúnni! 

Í vor bárust fréttir af bændum sem áttu varla fyrir áburði. Þætti okkur ekki skrýtið ef heilbrigðiskerfið ætti ekki fyrir lyfjum, skólakerfið ekki fyrir bókum eða pappír?

Evrópusamtökin vilja að íslenskur landbúnaður blómstri og að íslenskir bændur séu ánægðir. Við vitum líka að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vilja íslenskar landbúnaðaarfurðir.

Í ljósi alls þessa eru auglýsingar ungbænda eins og skrattinn úr sauðaleggnum!

Frétt um vanda bænda.

(Tilvitnanir: http://www.bondi.is/Pages/942)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er skondið að öll helstu vandræði bænda væru ekki til staðar ef þeir væru í ESB.

Sömu samtök og bændur eru að berjast gegn.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.6.2010 kl. 01:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hagur landbúnaðarins (2009):

Hagþjónusta landbúnaðarins

Þorsteinn Briem, 2.6.2010 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband