Leita í fréttum mbl.is

Helstu rök fyrir ESB-aðild -1

esbis.jpgUmsókn Íslands að ESB-verður væntanlega tekin fyrir á leiðtogafundi sem haldinn verður þann 17. júní í Brüssel, sem er bara venjulegur vinnudagur um alla Evrópu, nema hér á Íslandi. Þá höldum við Íslendingar þjóðhátíð og fögnum sjálfstæði okkar.

Því er ekki úr vegi að fara yfir helstu rök fyrir aðild Íslands að ESB. Fleiri færslur birtast næstu daga.

RÖK FYRIR AÐILD ÍSLANDS AÐ ESB

Hvað fengi Ísland marga þingmenn á Evrópuþinginu? Ísland fengi 5-6 þingmenn af 736 þingmönnum. Á bakvið hvern þingmann Íslands yrðu 53.000 Íslendingar. Til samanburðar hafa Svíar 19 þingmenn, en þjóðin telur 9 milljónir. Á bakvið hvern sænskan þingmann eru því um 478.000 Svíar, eða næstum tíu sinnum fleiri en Ísland myndi fá. Með inngöngu myndi Ísland styrkja ,,norræna hópinn” innan ESB, þ.e a.s. Svíþjóð, Finnland og Danmörku.

Glata Íslendingar forræði yfir fiskimiðum landsins við inngöngu í ESB? Nei, en ákvörðun um kvóta og fiskveiðiheimildir yrði tekin í Brussel, samkvæmt rannsóknum og ráðleggingum íslenskra sérfræðinga. Íslendingar eru sú þjóð sem hefur mesta hefð og reynslu af veiðum við landið. Hefðarrétturinn er mjög sterkt hugtak og mun stjórna því að Ísland hefði óskorað forræði yfir fiskimiðunum. Einnig hefur þeirri hugmynd verið varpað fram að gera mætti landhelgi Íslands að sérstöku stjórnunarsvæði, sem Íslendingar myndu stjórna.Við Ísland eru aðeins 15% af fiskistofnunum flökkustofnar  og við semjum nú þegar um nýtingu þeirra við t.d. ESB og Noreg. Um 85% af fiskistofnunum okkar eru staðbundnir. Því myndi ESB með Íslendinga innanborðs alltaf úthluta öllum fiskveiðikvóta til þeirra sem eiga veiðireynslu úr þeim staðbundnu stofnum  og það eru aðeins við, Íslendingar. Þetta er sú meginregla í auðlindastefnu Evrópusambandsins byggir á. Henni verður ekki breytt því það myndi ganga gegn þjóðarhagsmunum margra aðildarþjóða. ESB snýst um samvinnu 27 landa og hefur aldrei gengið á þjóðarhagsmuni aðildarþjóða sinna.

Glata Íslendingar fullveldinu við inngöngu í ESB? Nei, engin þjóð hefur glatað fullveldi sínu við inngöngu í ESB. Hinsvegar ákveða þjóðir sem ganga inn í ESB að deila eða nota ákveðinn hluta fullveldisins í samvinnu innan ESB. Ísland yrði því áfram frjálst og fullvalda ríki.

Stóreykst atvinnuleysi á Íslandi við inngöngu? Engin haldbær rök hafa verið færð fyrir því að atvinnuleysi komi til með að stóraukast hér á landi við inngöngu í ESB. Spyrja mætti: Af hverju ætti atvinnuleysi að stóraukast? Myndu til dæmis Bretar hætta að kaupa fisk af okkur við inngöngu? Myndu aðrar þjóðir gera slíkt hið sama og hætta að kaup íslenskar vörur?  Það verður að teljast afar ólíklegt. Reynsla margra þjóða af inngöngu í ESB er hinsvegar sú að verslun og viðskipti hefur aukist. Fullyrðingar af þessu tagi dæma sig því sjálfar.

Er hægt að segja sig úr ESB? Já, ESB neyðir ekki þjóðir til þess að vera með. Ef land vill segja sig úr ESB er einfaldlega send tilkynning um slíkt til yfirstjórnar þess. Grænland sagði sig úr undanfara ESB (EEC) árið 1985 vegna deilna um fiskveiðimál. Sérstök ákvæði í Lissabon-sáttmálanum tryggja ríkjum þennan rétt.

Hvernig aukast áhrif Íslands við inngöngu í ESB? Við núverandi fyrirkomulag verður Ísland að taka við fjölda laga og reglugerða frá ESB, án þess að hafa áhrif á tilurð þeirra. Þetta gerist í gegnum EES-samninginn. Gengi Ísland í ESB yrði landið eðlilegur hluti af öllu ákvarðanatökuferli innan ESB og sæti við samningaborðin. Ísland yrði með þessu fullgildur aðili að Evrópusambandi sem vinnur í breyttri heimsmynd og við gjörbreyttar aðstæður.

ESB-málið er eitt mikilvægasta viðfangsefni þjóðmálanna á komandi misserum. Hvar viljum við vera í samfélagi þjóðanna?

ESB-sinnar þurfa því að bretta upp ermar og láta vel í sér heyra. T.d. þarf að vinna gegn aðilum sem fara með staðleysur og ástunda sannleiksbjögun.

Eitt dæmi um slíkt var að finna í dagblöðum helgarinnar og sem sennilega var kostað af almannafé. Svar við opnu bréfi Evrópusamtakanna sem er að finna á vefsíðum okkar hefur ekki borist. Gamalt máltæki segir: ,,Þögn er sama og samþykki." 

Nei-sinnar munu tjalda öllu til, til að viðhalda stöðnun og óbreyttu ástandi. Það er nefnilega í þeirra þágu að vilja ekki breytingar, vilja ekki aukið samstarf við lýðræðisþjóðir Evrópu, sem hafa mannréttindi, lýræði og jafnrétti að leiðarljósi. Nei-sinnar vilja nefnilega að Ísland verði áfram eyja, í öllum skilning þess orðs, eitt og yfirgefið.

Á meðan aðrar þjóðir auka með sér samstarf á nær öllum sviðum, m.a. annars vegna sameiginlegra framtíðar-áskorana, t.d. varðandi loftslagsmál, framtíðar nýtingu auðlinda og svo mætti lengi telja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta eru mjög góð rök.

Þið þurfið í rauninni ekki að koma með fleirri rök. Þessi rök eru nóg ástæða til þess að ganga í ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.6.2010 kl. 02:24

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Samkvæmt Lisbon sáttmálanum mun Ísland fá 6 evrópuþingmenn. Sama fjölda og Malta í dag.

Jón Frímann Jónsson, 3.6.2010 kl. 03:58

3 identicon

Það má ekki gleyma þeim þætti að þetta sé mesta lífskjarabót sem almenningi á Íslandi stendur til boða. Þá á ég við að við þurfum ekki lengur að borga húsnæðislánin 17 falt til baka. Ef maður tekur lán í Þýskum banka upp á 20 miljónir til 40 ára, þarf maður að borga til baka 24 miljómir. En ef maður tekur sama lánið hér á landi í íslenskum krónum, þá þarf maður að borga hátt í 200 miljónir til baka. Fjármagnseigendur neita að lána í krónum nema með verðtryggingu, þannig að þeir sem eru að segja að hægt sé að taka vertrygginguna og leggja hana niður, eru að fara með fleipur. Vextirnir sem við borgum umfram Þýska lánið, er fórnarkostnaðurinn. Foreldrar þurfa leggja ómælda vinnu á sig til að borga okurvextina og það kemur svo aftur niður á börnunum okkar í minni tíma með þeim. Ég fer fram á að þegar börnin mín komast á þann aldur að þau fara að huga að húsnæðiskaupum, þá vill ég að þau geti staðið til jafns við aðra í löndunum í kring um okkur, við eigum ekki að þurfa eyða allri ævinni í brjálæða vinnu til að borga okurvexti í boði Heimssýnar. Inn í ESB og það ekki seinna en strax!

Valsól (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 06:46

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svör ykkar við spurningunni um fullveldismissi eru gersamlega út í hött. Evrópubandalagið fengi beint löggjafarvald hér á landi. Um leið og lög væru samþykkt í Strassborg og Brussel (sem og tilskipanir í Brussel einungis), fengi þetta allt lagagildi hér á landi, og þyrfti ekki til, að það hefði verið birt hérlendis – það yrði nóg að það væri komið á prent í Evrópu.

Jafnvel á eymdartíma okkar undir Dönum vorum við ekki svo aumir gagnvart lagavaldi konungsins; lögin varð að lögtaka hér á landi og birta (promulgera) þau á Alþingi við Öxará.

Ég hef áætlað, að Evrópubandalagslögin yrðu um eða allt að 98% af öllum lögum yfir okkur, ef við létum narrast inn í þetta bandalag. Vísa til Morgunblaðsgreinar minnar (opinnar hér:) Á að breyta Alþingi í 3. flokks undirþing? (um löggjafarvald sem færi til EU).

Jafnvel þeim lögum, sem við höfum sjálf sett eða ættum eftir að setja, fengjum við ekki að halda, ef þau á einhvern hátt brjóta í bága við eitthvað í núverandi eða framtíðar EU-lögum; í tilfelli árekstra (conflict) þar á milli kveður inngöngusáttmáli allra ríkjanna á um, að þá skuli Evrópubandalagslögin ráða úrslitum!

Þar að auki myndum við missa allt æðsta dóms- og úrskurðarvald til EU.

Ég get ekki gefið mér tíma í að fara yfir fleiri atriði hér,* sem rífa má niður í málflutningi ykkar (t.d. um sjávarútvegsmál!), en bendi að auki á, að nú er talað um að taka æðstu ráð í fjárlagagerð hvers Evrópubandalags-lands undir stjórn bandalagsins. Þið getið ekki þrætt fyrir þetta – æðsta ráð EU stefnir að þessu, þ.e. framkvæmdastjórnin í Brussel, sem er hin eiginlega ríkisstjórn bandalagsins, og hún ætlar sjálfri sér þetta æðsta fjárlagavald, ekki lýðræðislega kjörnu þingi í Strassborg.

Menn skoði um þetta leiðara Morgunblaðsins í dag: 'Fjárlagabandalagið ESB', þar sem segir:

"Á vefnum evrópuvaktin.is er sagt frá viðtali Le Monde við Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra Evrópu, þar sem hann setur fram hugmyndir um aukinn samruna. „Við erum myntbandalag. Nú þurfum við að koma á fót því, sem kalla má fjárlagabandalag,“ er haft eftir honum. Fram kemur að hann lýsi stuðningi við tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að á vegum þess verði farið yfir fjárlagafrumvörp ríkisstjórna evru-landanna áður en þau fari til þjóðþinganna."

Ég tel rétt ályktað í leiðaranum, að hér sé þá verið "að stíga enn eitt skrefið í átt að því að breyta Evrópusambandinu úr ríkjasambandi í sambandsríki," og þar segir í lokaorðum:

"Þetta er það Evrópusamband sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur sótt um aðild að fyrir Íslands hönd."

* Jú, gleymum ekki, af því að þið gefið í skyn, að Ísland fengi meiri áhrif en aðrar þjóðir, þeirri staðreynd, að við fengjum aðeins 0,06% vægi í ráðherraráðinu í Brussel, sjá nánar þessa grein eftir Harald Hansson viðskiptafræðing: Ísland svipt sjálfsforræði.

Jón Valur Jensson, 3.6.2010 kl. 12:17

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nákvæmlega Valsól.

Það er ótrúlegat að Heimssýn og fleirri andstæðingar séu að verja þetta ástand.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.6.2010 kl. 13:05

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jón Valur

http://is.wikipedia.org/wiki/L%C3%BD%C3%B0skrum

Sleggjan og Hvellurinn, 3.6.2010 kl. 13:09

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Snautlega slappt var þetta svar!

Jón Valur Jensson, 3.6.2010 kl. 13:57

8 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ég veit ekki afhverju ég er að reyna, vegna þess að lögnu eftir að íslendingar verða búnir að ganga í ESB og búnir að taka upp evruna. Þá mun Jón Valur ennþá vera á móti ESB og ennþá borga í íslenskum krónum.

Í stuttu máli hinsvegar má segja að ekkert ríki tapi neinu af fullveldi sínu við inngöngu í ESB. Þar sem deilt fullveldi innan ESB kemur alltaf frá aðildarríkjum þess, og ríkin geta sagt sig úr á grundvelli þessa sama fullveldis. Það er einnig skýrt í sáttmálum ESB að ríki sem sækja um aðild að ESB skuli vera sjálfstæð og fullvalda ríki í einu og öllu.

Ísland uppfyllir þá kröfu fullkomnlega eins og kemur fram í áliti Framkvæmdastjórnar ESB.  Um nýlendur aðilarríkja gilda sérreglur, það er svæði eins og Færeyjar, Grænland og fleiri svæði í heiminum.

Íslendingar taka núna í dag upp lög ESB, án þess þó að hafa um þau atkvæðisrétt eða rétt til þess að gera við þau athugasemdir. Það kemur til vegna þess að við erum í EES (heimasíða ESB um EES er hérna), en aðild að EES er háð þeim takmörkunum að henni fylgir ekki atkvæðisréttur eða réttur til athugasemda þegar lög ESB eru samin. Reyndar er það þannig að uppbygging EES byggir á því hvernig ESB var byggt upp árið 1994, en sú uppbygging innan ESB er fyrir margt löngu síðan úreld og á ekki við í dag. Enda er EES samningurinn fyrir löngu síðan orðinn úreltur, og næstum því ónothæfur sem slíkur.

Ég bendi á það að vefsvæðið Evrópuvaktin er vefur manna sem teljast til hægri handar Davíðs, það er Björn Bjarnarsson og Styrmir fyrrverandi ristjóri Morgunblaðsins. Enda er þessi vefur ómarktækur lygavefur með meiru. Ég mæli með því að fólk hunsi þann vef um alla framtíð.

Staðreyndin er ennfremur að Jón Valur veit ekkert um ESB og hefur aldrei gert, enda sést það vel á skrifum Jóns Vals að hann hefur engan áhuga á því að kynna sér staðreyndir málsins. Enda er ódýara og einfaldara fyrir hann að dæla út sinni lygaþvælu um ESB eins og hann gerir hérna og á sínu blogg.

Jón Frímann Jónsson, 3.6.2010 kl. 14:08

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flestöll lönd Evrópu hafa þá verið "svipt sjálfsforræði", að mati Heimssýnar, þar á meðal:

Danmörk
, Belgía, Holland, Lúxemborg, Írland, Eistland, Kýpur, Lettland, Litháen, Malta, Portúgal, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland, Ungverjaland, Búlgaría, Rúmenía, Austurríki, Finnland og Svíþjóð.

Frá
1. janúar 2007 hafa aðildarríki Evrópusambandsins verið 27 SJÁLFSTÆÐ OG FULLVALDA EVRÓPURÍKI.

Í skoðanakönnun
í apríl 2008 voru TVEIR ÞRIÐJU  Íslendinga fylgjandi því að undirbúa umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Og í skoðanakönnun
í febrúar 2008 voru 55% Íslendinga fylgjandi því að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Tveir þriðju Íslendinga vilja hefja undirbúning umsóknar um aðild að Evrópusambandinu


Evrópusambandið - Wikipedia


REYNIÐ ÞIÐ AÐ HALDA YKKUR VIÐ SANNLEIKANN, ENDA ÞÓTT ÞAÐ SÉ MJÖG ERFITT FYRIR YKKUR.

Þorsteinn Briem, 3.6.2010 kl. 14:10

10 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Áttu þetta ekki að vera rök með ESB aðild ?

 Glata Íslendingar forræði yfir fiskimiðum landsins við inngöngu í ESB?

 Ísendingar þurfa fyrst að ganga í ESB svo að hætta sé á að þeir miss forræði yfir miðunum til ESB. 

 

Glata Íslendingar fullveldinu við inngöngu í ESB?

 Íslendingar þurfa fyrst að ganga í ESB svo að hætta sé á að fullveldið tapist til ESB.

 

Stóreykst atvinnuleysi á Íslandi við inngöngu?

 Hér þarf að huga að formerkjum.  Íslendingar hagnast ekki heldur á að atvinnuleysi aukist bara hóflega eða ekkert  við inngöngu í ESB.

 

Er hægt að segja sig úr ESB?

  Það þarf ekki að segja sig úr ESB nema ganga í það fyrst.

 

Hvernig aukast áhrif Íslands við inngöngu í ESB?

 Þetta eru ef til vill rök með inngöngu í ESB. Aukin áhrif í ESB eru samt ekki það sem íslendingar eru að sækjast eftir heldur aukin áhrif almennt . það er að segja það þarf að haf í hug að þegar þessu er slegið fram að við verðum með sameiginleg utanríkistefnu með ESB svipað og var fyrir stríð þegar við vorum með utanríkistefnu Dana.

Guðmundur Jónsson, 3.6.2010 kl. 14:31

11 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðmundur, hættu þessu bulli. Aðild Íslands að ESB mun ekki hafa nein áhrif á atvinnuleysi hérna, enda hafa íslendingar verið með atvinnulög ESB síðan árið 1993 með síðari breytingum.

Íslendingar munu ekki tapa neinum yfirráðum yfir fiskmiðum. Hinsvegar munu íslendingar taka þátt í sameiginlegri stefnumótum á fiskveiðum innan Evrópu, þar sem það snertir íslenska hagsmuni.

Svona bull eins og kemur frá Guðmundi er óþoland, enda er full nauðsyn að svara svona kjaftæði þegar það kemur fram. Jafnvel þó svo að það sé tímafrekt.

Jón Frímann Jónsson, 3.6.2010 kl. 14:37

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland varð sjálfstætt ríki 1. desember 1918 en ekki 17. júní 1944, eins og margir Íslendingar virðast halda.

Og Ísland var sjálfstætt og fullvalda ríki eftir 1. desember 1918, þrátt fyrir að Hæstiréttur Danmerkur hefði á hendi æðsta dómsvald í íslenskum málum, Danmörk gæslu fiskveiða í íslenskri landhelgi undir dönskum fána og færi með utanríkismál Íslands í umboði þess.

En Heimssýn heldur því náttúrlega fram að Ísland missi sjálfstæði sitt og fullveldi við að ganga í Evrópusambandið.

Þorsteinn Briem, 3.6.2010 kl. 14:41

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins töldu árið 2002 að kostnaður í íslenska hagkerfinu minnkaði um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) og upptöku evru.

"Vergar þjóðartekjur (GNI) á Íslandi árið 2005 voru 977 milljarðar króna og því má áætla að ef Ísland gengi í ESB gætu heildargreiðslur ríkissjóðs til ESB orðið um 10,5 milljarðar króna á ári (þ.e. 1,07% af 977 milljörðum króna) en að hámarki um 12,1 milljarðar króna á ári."

"En hafa verður í huga að stór hluti þess fjármagns sem greitt er til ESB mun skila sér til baka til þjóðarbúsins í styrkjum til landbúnaðar, uppbyggingarverkefna og rannsóknar- og þróunarverkefna.

Í því sambandi má nefna að 86% af tekjum ESB árið 2002 skiluðu sér aftur til aðildarríkjanna í styrkjum og þar af fóru 46% til landbúnaðar, 34% til uppbyggingarverkefna og 6% til rannsóknar- og þróunarverkefna og annarra innri málefna."

[Af 12,1 milljarði króna eru 86% um 10,4 milljarðar króna og mismunurinn er 1,7 milljarðar króna.]

Nýju aðildarríkin
, auk Portúgals, Grikklands, Írlands og Spánar, fá hins vegar meiri greiðslur frá ESB en þau greiða til sambandsins."

Beinn kostnaður Íslands vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið
(EES) var um 1,4 milljarðar króna árið 2007 og 1,7 milljarðar króna að frádregnum 1,4 milljörðum króna eru allt að 300 milljóna króna kostnaður íslenska ríkisins á ári vegna aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

En
kostnaður í íslenska hagkerfinu minnkar um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að sambandinu og upptöku evru.

Sjá hér töflu 2.4 á bls. 51 um árlegan kostnað íslenska ríkisins vegna EES-samningsins:

Ísland og Evrópusambandið - Evrópunefnd

Þorsteinn Briem, 3.6.2010 kl. 14:46

14 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Jón Frím þú ættir kannski að  lesa innleggið mitt aftur hægt.

Ég var ekki að mótmæla neinu af því sem þarna kemur fram aðeins að benda á að þetta eru ekki rök með inngöngu í ESB heldur er verið að hrekja rök gegn aðild, sem er kannski til vitnis um þá tilvistarkreppu sem þessi umræða er í eftir að evran dó og skuldavandamál ESB urðu að daglegu umfjöllunarefni fjölmiðla.

Steini Briem er hinsvegar eitthvað af rökum með aðild sem ég ætla að kynna mér.

Guðmundur Jónsson, 3.6.2010 kl. 15:11

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðmundur Jónsson.

"... eftir að evran dó"?!

Gengi evru er nú
um 40% hærra gagnvart bandaríkjadal og sterlingspundi en í árslok 2001 en evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002.

Um mitt ár 2008
var gengi evru gagnvart bandaríkjadal um 80% hærra en í árslok 2001 og um 70% hærra síðari hluta 2009.

Útflytjendur á evrusvæðinu höfðu þá
áhyggjur af mjög háu gengi evrunnar.

Í árslok 2009 kostaði evran 181 krónu
, eða tvöfalt meira en í árslok 2007 þegar evran kostaði 91 krónu. Og nú kostar evran 157 krónur hérlendis, eða 73% meira en í árslok 2007.

Hins vegar kostar evran nú um 280 íslenskar krónur erlendis.


Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.


Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010
.

Nú er spáð rúmlega 1% hagvexti á evrusvæðinu á þessu ári og 1,5% á næsta ári.

Hagvísar Seðlabanka Íslands - Maí 2010, sjá bls. 20 og 24

Þorsteinn Briem, 3.6.2010 kl. 15:26

16 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðmundur, eina tilvistarkreppan hérna er hjá andstæðingum ESB á Íslandi, enda fjarar hratt undan málflutningi þeirra eftir því sem tímanum líður.

Jón Frímann Jónsson, 3.6.2010 kl. 15:38

17 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Evarn dó þegar  Maastricht skilirðin voru gerð ómerk með sértækri  seðlaprentun handa Grikkjum og Spánverjum í síðasta mánuði hún heitir enn evra en það er ekki sami gjalmiðillinn og var.  Ég er þeirrar skoðun aað sú nýja sé betri.

Sama gerðist meða USD þegar Bretton Woods var aflagt á sínum tíma 

Vaxandi styrkur gjaldmiðils ganvart öðrum gjaldmiðli er ekki mælikvarði á gæði hans. Veiking evru ganvart dollar núna er tvímælalust til bóta fyrir hagkerfið ESB en það er afleiðing þess að gamla evran var lögð niður og nýja evran án Maastricht er tekin við.

Guðmundur Jónsson, 3.6.2010 kl. 16:30

18 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðmundur, hérna er engin seðlaprentun í gangi.

Þú ert í reynd bara að bulla um eitthvað sem þú hefur ekki skilning á.

Jón Frímann Jónsson, 3.6.2010 kl. 16:49

19 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég viðkenni vel að ég er að bulla um hluti sem ég hef ekki skilning á en ég er þó að reyna að skilja þetta Jón Frímann. 

""Guðmundur, hérna er engin seðlaprentun í gangi.""

það er venjulega talað um seðlaprentun eða framleiðslu á peningum þegar seðlabankar kaupa óarðbæra pappíra. Hér var ég að  vísa í að Evrópuþingið  tók pólitíska ákvörðun um að  láta ECB kaupa skuldabréf á lágum vöxtum (lægri en markaðsvöxtum) af gjaldþrota ríkjum eða bönkum þeirra. þetta er í alþjóðlegum skilningi talið peningaprentun sem er brot á lögum ECB en löglegt víðast hvar annarstaðar þó þetta sé almennt ekki talið æskilegt.

Úskýrðu nú fyrir okkur Jón Frímann af hverju þetta er ekki  seðlaprentun þegar þetta er gert í ESB.

Guðmundur Jónsson, 3.6.2010 kl. 17:19

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðmundur Jónsson.

Við Íslendingar eigum aðallega viðskipti við lönd á Evrópska efnahagssvæðinu
, mest af okkar vöruútflutningi fer þangað, mest af okkar vöruinnflutningi kemur þaðan og erlendir ferðamenn hér búa flestir á Evrópska efnahagssvæðinu.

Þar að auki ferðumst við Íslendingar aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins.


Sænska krónan hefur fylgt gengi evrunnar, danska krónan er bundin gengi evrunnar og Eistland tekur upp evru nú um áramótin.


Því er eðlilegt að allir sem búa hér á Íslandi fái greidd laun í evrum og greiði hér einnig fyrir vörur og þjónustu í evrum.


Skuldir
íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja eru aðallega í erlendri mynt og þær voru 543 milljarðar króna í árslok 2008, eða 81% meiri í íslenskum krónum en í árslok 2007 en þá voru þær 300,3 milljarðar króna, samkvæmt Tíund, fréttabréfi Ríkisskattstjóra.

Á sama tíma hækkaði gengi evru gagnvart íslensku krónunni um
97% og um 80% af íslenskum sjávarafurðum voru seld á Evrópska efnahagssvæðinu árið 2009.

Stýrivextir á evrusvæðinu eru nú 1% og verðbólga 1,6%
.

Gengi evru er nú
um 40% hærra gagnvart bandaríkjadal og sterlingspundi en í árslok 2001 en evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002.

"The euro is the official currency of the Eurozone: 16 of the 27 Member States of the European Union (EU) and is the currency used by the EU institutions.

The
eurozone consists of Austria, Belgium, Cyprus, Finland, France, Germany, Greece, Ireland, Italy, Luxembourg, Malta, the Netherlands, Portugal, Slovakia, Slovenia and Spain.

Estonia
is due to join the eurozone on the 1st January 2011."

"... other EU memberstates have a direct peg [to the Euro] due to ERM II: the Danish krone, the Lithuanian litas and the Latvian lats.

[The euro] is consequently used daily by some 327 million Europeans.

In total, over 150 million people in Africa use a currency pegged to the euro, 25 million people outside the eurozone in Europe and another 500,000 people on Pacific islands.

Over 175 million people worldwide use currencies which are pegged
to the euro, including more than 150 million people in Africa."

Evran - Wikipedia


Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.


Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010

Þorsteinn Briem, 3.6.2010 kl. 17:52

21 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þið eruð í bullandi vörn með ESB- trúboðið ykkar. Ekki að furða, enda mjög margir gengnir af ESB trúnni og fylgisleysi ykkar tilfinnanlega berskjaldað.

Rök ykkar ESB innlimunarsinna eru léttvæg fundinn og hafa reyndar sum hver alveg hrunið og því hafa þau fáu sem eftir stóðu gjaldfallið gríðarlega mikið undanfarið eitt ár eða svo.

Þetta sér fólk auðvitað mæta vel og þess vegna hefur stuðningur við okkur sem viljum frjálst og fulvalda Ísland áfram, án ESB helsis, mælst ítrekað sem afgerandi og yfgirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar.

Þessi afhjúpun og hrun á málatilbúnaði ykkar og fylgisleysi svíður ykkur auðvitað undan.

Fyrri rök ykkar eins og einn aðalfrasinn ykkar eftir bankakreppuna var:

"Þetta hefði aldrei getað gerst hefðum við verið í ESB og með Evru"

Þessi frasi ykkar og allur sá lygaáróður sem honum fylgdi hefur nú svo rækilega verið afsannaður og afhjúpaður sem einhverjar mestu og verstu lygar og blekkingar í íslenskri þjóðmálaumræðu í gjörvallri Lýðveldissögu landsins okkar.

Fyrir þær lygar og blekkingar þurfið þið nú að gjalda og svara fyrir áður en þið fólk á frekar að trúa öðrum af ykkar ESB áróðri.

Ef þið getið það ekki sem þið getið reyndar alls ekki, þá munum við ESB andstæðingar bara herða á óskipulögðum flótta ykkar og ESB trúboðsins, þar til fullur sigur vinnst, landi okkar og þjóð til fullnaðar sigurs !

ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !

Gunnlaugur I., 3.6.2010 kl. 18:12

22 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta er skemmtilegur fróðleikur Steini.

Þetta er samt brennt sama marki og upphaflega innslag Evrópusamtakanna, þetta eru ekki rök með aðild að ESB nema þá í þeim skilningi að Fólk hefur tilhengingu til hjarðhegðunar en það er þá frekar neikvætt fyrir þinn málflutnig er það ekki ?

Tölulegar upplýsingar um hvað fjöldinn í EVRÓPU er að gera eru ekki rök fyrir að ég eða þú ættum að gera eins. 

Guðmundur Jónsson, 3.6.2010 kl. 18:22

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur fyrsti.

ÞUS ÞITT OG RÖFL ERU ENGIN RÖK OG ÞÉR AÐ ÖLLU LEYTI TIL SKAMMAR.


Reyndu að taka hausinn á þér upp úr klósettskálinni á Spáni og reyndu að koma með einhver rök í málinu.

Þorsteinn Briem, 3.6.2010 kl. 18:25

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðmundur Jónsson.

Það er nú harla einkennilegt ef ekkert af af þessu eru rök í málinu!


Samtök iðnaðarins töldu árið 2002 að kostnaður í íslenska hagkerfinu minnkaði um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) og upptöku evru.

"Vergar þjóðartekjur (GNI) á Íslandi árið 2005 voru 977 milljarðar króna og því má áætla að ef Ísland gengi í ESB gætu heildargreiðslur ríkissjóðs til ESB orðið um 10,5 milljarðar króna á ári (þ.e. 1,07% af 977 milljörðum króna) en að hámarki um 12,1 milljarðar króna á ári."

"En hafa verður í huga að stór hluti þess fjármagns sem greitt er til ESB mun skila sér til baka til þjóðarbúsins í styrkjum til landbúnaðar, uppbyggingarverkefna og rannsóknar- og þróunarverkefna.

Í því sambandi má nefna að 86% af tekjum ESB árið 2002 skiluðu sér aftur til aðildarríkjanna í styrkjum og þar af fóru 46% til landbúnaðar, 34% til uppbyggingarverkefna og 6% til rannsóknar- og þróunarverkefna og annarra innri málefna."

[Af 12,1 milljarði króna eru 86% um 10,4 milljarðar króna og mismunurinn er 1,7 milljarðar króna.]

Nýju aðildarríkin
, auk Portúgals, Grikklands, Írlands og Spánar, fá hins vegar meiri greiðslur frá ESB en þau greiða til sambandsins."

Beinn kostnaður Íslands vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið
(EES) var um 1,4 milljarðar króna árið 2007 og 1,7 milljarðar króna að frádregnum 1,4 milljörðum króna eru allt að 300 milljóna króna kostnaður íslenska ríkisins á ári vegna aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

En
kostnaður í íslenska hagkerfinu minnkar um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að sambandinu og upptöku evru.

Sjá hér töflu 2.4 á bls. 51 um árlegan kostnað íslenska ríkisins vegna EES-samningsins:

Ísland og Evrópusambandið - Evrópunefnd

Þorsteinn Briem, 3.6.2010 kl. 18:28

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

REYNIÐ NÚ AÐ TJÚNNA GREINDARVÍSITÖLU YKKAR UPP ÚR ÞEIRRI SKÓSTÆRÐ SEM HÚN ER Í!!!

Þorsteinn Briem, 3.6.2010 kl. 18:33

26 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, þú ert ómarktækur þegar þú heldur þessari þvælu fram. Svo lengi sem þú býrð á Spáni og notar evrur á hverjum degi.

Það sem hefur gerst á Íslandi, svo sem háir vextir, verðbólga, hækkandi skuldir fólks vegna hruns krónunar, hækkandi matarverð osfrv hefði aldrei gerst ef Ísland hefði verið í ESB. Það hefðu vissulega orðið vandamál, en þau hefðu verið mun minni en þau vandamál sem eru í gangi núna á Íslandi.

Setningin "Þetta hefði aldrei getað gerst hefðum við verið í ESB og með Evru" á því rétt á sér. Það verður hinsvegar að setja hana í samhengi við málefnið. Það þýðir og er tilgangslaust að skella henni svona fram eins og þú gerir og hrópa að það hefði ekki breytt neinu. Vegna þess að við höfum dæmi þar sem aðild þjóða að ESB og evrunni breytti mjög miklu fyrir þær efnahagslega og við að ná sér uppúr kreppunni.

Ég ætla ennfremur að benda þér á Gunnlaugur I, að þeir einu sem eru á flótta hérna eru andstæðingar ESB. Enda markast flóttin þeirra af lygum og blekkingum um ESB og evruna. Þessar lygar koma fram daglega núna á vef Heimssýnar og Evrópuvaktarinnar. Báðir þessir vefir eru komnir með tengsl við harðasta íhaldshópinn innan sjálfstæðisflokksins. Þeim hópi stjórnar Davíð Oddsson ofan úr Morgunblaðinu.

Guðmundur, tölulegar upplýsingar eru staðreyndir og þær segja sína sögu. Sú saga er mjög einföld. Efnahagslega og þjóðfélagslega þá marg borgar aðild að ESB sig. Sérstaklega þegar horft er til stöðugleika og efnahagar viðkomandi þjóða til lengri tíma.

Andstæðingar ESB hinsvegar kjósa að hunsa staðreyndir, þeir kjósa hinsvegar að standa vörð um spillinguna og sérhagsmunarliðið sem þeir eru að verja á hverjum degi sem þeir nota í andstöðu við aðild Íslands að ESB.

Jón Frímann Jónsson, 3.6.2010 kl. 18:45

27 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég var bara að vísa í innleggið kl 17:52 sem mér fannst þunnt, það er nokkuð kjöt á því  sem var komið á undan og eins það sem kemur núna kl 18:28

Annars finnst mér að kostnaðar /gróða hliðin í þessu sé allmennt ofmetin við eigum að horfa með meginþunga á velferðarmálin. Peningar eru einskis virði til lengri tíma  í milliríkjaviðskiptum, sérstakega til dæmis í ljósi þess að ESB sló Maastricht skilyrðin undan evrunni.

Eru til dæmis  líkur á jafnari tekjuskiptingu, minni fátækt eða betri heilbrigðisþjónustur innan  ESB.

Í þessu sambandi er rétt hafa í huga að við búum við betri skilyrð hvað þetta allt varðar en meðaltal ESB.

Guðmundur Jónsson, 3.6.2010 kl. 18:53

28 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Seinasta athugasemd er ykkur virkilega meira til ills heldur en góðs verð ég að segja.. Að segja Gunnlaugi J. og Gunnlaugi fyrsta að "tjúna" greindarvísitölu sína upp úr einhverri skóstærð er hlægilegt í besta falli, einnig tel ég Gunnlaug fyrsta vera í betri aðstöðu en þið ESB-sinnar til að dæma um ágæti þessa ríkjasambands þar sem hann býr einmitt í ESB ríki. Þið "trúið" á ESB eins og bókstafstrúarmenn og ef einhver gagnrýnir ESB eruð þið mættir um leið og ráðist á persónur og vitsmuni þeirra sem eru á móti öllu því sem tengist ESB.

Ég endurtek það sem ég sagði hér um daginn, Rottur fara ekki um borð í sökkvandi skip, hví ættum við að gera það ? ?

Charles Geir Marinó Stout, 3.6.2010 kl. 18:53

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

ENGUM hér kemur við hvað Gunnlaugi eða öðrum FINNST um Evrópusambandið og okkur sem hér leggjum tölvuverða VINNU í að koma á framfæri UPPLÝSINGUM.

Ég frábið mér hér allan
dónaskap af hálfu Gunnlaugs og annarra og linni ekki þessum fábjánahætti munuð þið fá það óþvegið af minni hálfu!

Þorsteinn Briem, 3.6.2010 kl. 19:09

30 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Þið komið með upplýsingar sem eru einhliða og "sýna" hvað ESB er gott og hversu frábært það yrði fyrir okkur að ganga í það !

Ég met það sem Gunnlaugur fyrsti skrifar ÞAR SEM HANN BÝR Í LANDI sem hefur komið afskaplega illa úr því að vera í ESB. Ekki vera hóta öllu illu hér steini þar sem rök ykkar hafa trekk í trekk verið skotin niður ! Það kemur öllum heilvita mönnum það við sem Hann Gunnlaugur segir ! Vert þú ekki með dónaskap þegar þú biður aðra um að hætta því !

Charles Geir Marinó Stout, 3.6.2010 kl. 19:15

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur var hér með dónaskap þegar ég byrjaði að skrifa hér athugasemdir og hann er enn með dónaskap.

Þar af leiðandi er ég í fullum rétti til að svara honum hér af fullum hálsi.

Allar upplýsingar sem ég birti hér eru opinberar, frá til að mynda Hagstofunni og Bændasamtökunum, og menn geta metið þær eins og þeir vilja hverju sinni, enda var ég blaðamaður á Morgunblaðinu í mörg ár, skrifaði þar fréttir daglega og gaf út sérblað um sjávarútvegsmál og ENGINN kvartaði undan þeim fréttum og fréttaskýringum.

Og að sjálfsögðu hef ég fullan rétt til að leggja mitt eigið mat á þær upplýsingar sem ég birti hér.

Þorsteinn Briem, 3.6.2010 kl. 19:29

32 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Charles Geir, Ég horfi líka mikið á sjónvarp frá Þýskalandi, Spáni, Frakklandi osfrv og þessi heimur sem Gunnlaugur I, lýsir er einfaldlega ekki til. Þetta er skáldskapur sem hann sjálfur bjó til, en virðist vera undarlega tregur til þess að yfirgefa engu að síður. Þannig að lygi er þetta og lygi mun þetta verða hjá manninum. Það er ennfremur ljóst að Gunnlaugur I, vill ekki koma hreint fram og hefur aldrei viljað það.

Andstæðingar ESB á Íslandi hafa aldrei nokkurntímann hrakið það sem stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB hafa sagt. Enda er heimildarleysi eitt af formerkjum ESB urmæðunnar frá andstæðingum ESB. Það sést best á vefjum andstæðinga ESB, svo sem Heimssýn og Evrópuvaktin. Þar sem að andstæðingar ESB á Íslandi blaðra útí loftið, og koma með stórar fullyrðingar um hitt og þetta. Allt af þessu er yfirleitt heimildarlaust, undantekningin er þó fréttir á vef Heimssýnar og einstaka tilvísun í bloggfærslur.

Allt annað er heimildarlaust, og það er með vilja gert hjá þessum mönnum. Síðan er það ennfremur staðreynd að andstæðingar ESB á Íslandi vilja ekki ræða málin, enda er ekki hægt á vef Heimssýnar eða Evrópuvaktarinnar að ræða um efni greinanna. Ástæðan fyrir þessu er mjög einföld. Ef að hægt væri að ræða efni greinana, þá er hægt að fletta ofan af þessum lygum á staðanum, og það vilja þessi samtök og einstaklingar sem standa á bak við áróðurinn á móti ESB alls ekki.

Þeir sem eru á flótta hérna eru andstæðingar ESB á Íslandi, og það á ekkert eftir að breytast á næstunni.

Jón Frímann Jónsson, 3.6.2010 kl. 19:33

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í opinberri umræðu, til dæmis í dagblöðum og hér á Netinu, verður fólk að RÖKSTYÐJA skoðanir sínar.

Okkur kemur hér ekkert við hvað einhverjum FINNST um eitt eða annað.

Þorsteinn Briem, 3.6.2010 kl. 19:40

34 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Jón Frímann: Það sem er ekki hægt að gera er að rökræða við ykkur um ESB. Ég hef lesið mig til um hér á þessari síðu í þónokkurn tíma og hef ekkert annað en farið lengra í andúð minni á ESB. Skítkast er eitthvað sem þið eruð duglegir við og hræðsluáróður um að ef Ísland gengur ekki í ESB er það dauðadæmt. Það er eins og það eru engar aðrar lausnir í ykkar huga. Hvar er allur fiskurinn í ESB ? Afhverju var forsætisráðherra spánverja að segja að spánverjar ættu hagsmuni að gæta innan lögsögu Íslands hér um árið ? Afhverju er allt í einu kominn forseti í ESB ? Utanríkisráðherra ? geturu útskýrt þetta ? eins og þetta kemur mér fyrir sjónum er verið að undirbúa að sameina Evrópu í ríkjasamband með starfandi ríkisstjórn eins og USA er.

Og svo ítreka ég þessa spurningu: Hvar er fiskurinn í ESB ?

Charles Geir Marinó Stout, 3.6.2010 kl. 20:02

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þessir ÖFGAMENN OG DÓNAR hér á Moggablogginu hafa verið duglegir við að hrekja fólk héðan af blogginu, sérstaklega kvenfólkið, eins og sést best á því að ENGINN kvenmaður hefur lagt í að skrifa athugasemdir hér í langan tíma.

Þorsteinn Briem, 3.6.2010 kl. 20:09

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

Charles.

Þú færir hér
ENGIN RÖK fyrir máli þínu og OKKUR KEMUR EKKERT VIÐ HVAÐ ÞÉR FINNST!

Þorsteinn Briem, 3.6.2010 kl. 20:15

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

Charles.

Svaraðu þessum spurningum SJÁLFUR og komdu með viðeigandi tilvitnanir og STAÐREYNDIR í viðeigandi skjölum:

"Afhverju var forsætisráðherra spánverja að segja að spánverjar ættu hagsmuni að gæta innan lögsögu Íslands hér um árið ? Afhverju er allt í einu kominn forseti í ESB ? Utanríkisráðherra ? geturu útskýrt þetta ? eins og þetta kemur mér fyrir sjónum er verið að undirbúa að sameina Evrópu í ríkjasamband með starfandi ríkisstjórn eins og USA er.

Og svo ítreka ég þessa spurningu: Hvar er fiskurinn í ESB "

Þorsteinn Briem, 3.6.2010 kl. 20:22

38 Smámynd: Theódór Norðkvist

Glata Íslendingar forræði yfir fiskimiðum landsins við inngöngu í ESB?

Svar:

Íslendingar hafa ekki forræði yfir fiskimiðunum. Ísland er ekki LÍÚ og LÍÚ er ekki Ísland.

Theódór Norðkvist, 3.6.2010 kl. 20:32

39 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það getur orðið mjög tímafrekt og umfangsmikið verk að rökstyðja allt í þaula þegar það  þarf að kenna viðmælandanum grunnin að því sem um er rætt. 

Til að mynda vita flestir hvað sjávarúrvegsráðherra Spánar átti við með orðunum "Tryggja réttindi á íslandsmiðum"  í það minnsta þarf sterkan vilja til að skila það svo að hann hafi  ekki át við veiðirétt í ísenskri lögsögu.

Tala nú ekku um hér ofar þegar Jón Frímann upplýsti okkur um að hann vissi ekki að ESB hefði prentað evrur handa Grikkjum. 

Guðmundur Jónsson, 3.6.2010 kl. 20:42

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sameiginleg sjávarútvegsstefna aðildarríkja Evrópusambandsins leit formlega dagsins ljós árið 1983 en hana má rekja til alþjóðlegrar þróunar á 8. áratugnum þegar ríki færðu út fiskveiðilögsögu sína í 200 sjómílur.

Þar sem fiskur virðir ekki fiskveiðilandhelgi ríkja er í raun um að ræða sameiginlega auðlind sem ESB-ríki sammæltust um að stjórna sameiginlega.

Sjávarútvegsstefnunni var komið á fót til að stuðla að skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu fiskistofna í sátt við vistkerfi hafsins og tryggja um leið hagsmuni sjómanna og neytenda. Helstu stoðirnar í sjávarútvegsstefnunni eru eftirfarandi:

·   Jafn aðgangur. Reglan um jafnan aðgang er til komin vegna ákvæðis í stofnsáttmála ESB sem bannar mismunun á grundvelli þjóðernis. Að allir borgarar ESB njóti sömu réttinda, hafi jafnan rétt til búsetu, menntunar og vinnu hvar sem er innan ESB er ein af grundvallarreglum sambandsins.

Í sjávarútvegi birtist reglan um jafnan aðgang til dæmis í frelsi borgara ESB-ríkja til að fjárfesta í sjávarútvegi hvar sem er innan sambandsins. Og samkvæmt þessari reglu ættu fiskveiðiskip ESB að hafa rétt til veiða alls staðar innan sambandsins.

Í reynd er hinsvegar ekki um jafnan aðgang að lögsögu ESB ríkja að ræða, því til að geta veitt þarf aflakvóta og um skiptingu á aflakvótanum gildir reglan um hlutfallslegan stöðugleika.

·    Skipting veiðiheimilda. Ákvarðanir um heildarafla á miðum ESB-ríkja og skiptingu í landskvóta eru teknar sameiginlega af fulltrúum aðildarríkjanna í ráðherraráði ESB að fengnum tillögum frá framkvæmdastjórn ESB.

Þetta á við um veiðar innan 200 sjómílna efnahagslögsögu að undanskildum veiðum innan 12 sjómílna lögsögu en þar eru veiðar á forræði hvers ríkis.

Við ákvörðun á aflamagni er stuðst við tillögur vísindamanna og við skiptingu í landskvóta er farið eftir reglunni um hlutfallslegan stöðugleika en hún felur í sér að aflakvóta innan 200 sjómílna lögsögu hvers lands er skipt eftir sögulegri veiðireynslu og efnahagslegu mikilvægi fiskveiða fyrir viðkomandi land.

Hvert ríki úthlutar svo sínum aflakvóta eftir eigin úthlutunarkerfi og ber ábyrgð á eftirliti með veiðum innan sinnar lögsögu."


Sameiginleg sávarútvegsstefna Evrópusambandsins

Þorsteinn Briem, 3.6.2010 kl. 20:48

42 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild að Evrópusambandinu fáum við Íslendingar hlutdeild í deilistofnum sambandsins, til að mynda úthafskarfa, loðnu, kolmunna, makríl og norsk-íslenskri síld, svo og þorski í lögsögu Noregs og Rússlands í Barentshafinu, í samræmi við núgildandi samninga og veiðireynslu okkar.

"Íslenskum fiskiskipum er heimilt að veiða úr deilistofnum í lögsögu annarra ríkja sem aðili að Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndinni (NEAFC) og Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðistofnuninni (NAFO).

Deilistofnar eru flökkustofnar
, þannig að þeir eru ekki staðbundnir og flakka því á milli fiskveiðilögsagna, til að mynda úthafskarfi, makríll, kolmunni og norsk-íslensk síld.

Íslendingar eru jafnframt með sérstakan samning við Rússa og Norðmenn um þorskveiðar íslenskra skipa í Barentshafi í norskri og rússneskri lögsögu.
Fiskistofa sér um útgáfu veiðileyfa í lögsögu annarra ríkja og heldur utan um afla úr deilistofnum eftir veiðisvæðum."

Aðilar að Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndinni (NEAFC), auk Íslands, eru Danmörk (fyrir hönd Færeyja og Grænlands), Evrópusambandið, Noregur og Rússland.

"Markmið samningsins er að stuðla að verndun og bestu nýtingu fiskveiðiauðlinda á svæðinu. Ráðið getur gert bindandi samþykktir varðandi fiskveiðar utan fiskveiðilögsögu samningsríkjanna í úthafinu, meðal annars um heildaraflamark, úthlutað veiðiheimildum og gert ráðstafanir varðandi eftirlit með veiðunum.

Við Íslendingar höfum aðallega veitt úthafskarfa, norsk-íslenska síld og kolmunna úr stofnum sem lúta að NEAFC.

Auk ofangreinds samstarfs höfum við Íslendingar gert samninga um tilteknar veiðar við önnur ríki. Ber þar helst að nefna tvíhliða samninga við Færeyinga, Norðmenn og Evrópusambandið."

"Tilgangur NAFO er að ná skynsamlegri stjórnun og verndun fiskveiðiauðlinda á Norðvestur-Atlantshafi og við Íslendingar höfum veitt úthafskarfa og flæmingjarækju á veiðisvæði NAFO."

Veiðar okkar Íslendinga úr deilistofnum -Vefur Fiskistofu


Evrópusambandið og íslenskur sjávarútvegur - Veiðar okkar Íslendinga úr deilistofnum, sjá bls. 148-163


Map of the NEAFC - Til hægri á síðunni


NAFO Convention Area - Sjá kort á bls. viii

Þorsteinn Briem, 3.6.2010 kl. 20:51

43 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Steini: Enda er ég að spyrja Jón nokkurra spurninga.. fyrst þið vitið svo margt um allt sem við kemur ESB finnst mér bara réttlátt að þið svarið þessum spurningum. Kannski getur þú ekki svarað þessum spurningum ? Kannski getur Jón það ekki.. kemur mér svosem ekkert á óvart.

Charles Geir Marinó Stout, 3.6.2010 kl. 20:52

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

Charles.

Þegar þú spyrð hér einhverra spurninga á umræðuvef getur að sjálfsögðu hver sem er svarað þeim, ef viðkomandi hefur tíma til þess og áhuga á því.

Og í opinberri umræðu verða menn að vísa eingöngu til STAÐREYNDA og benda á hvar þær er að finna en ekki gefa sér með réttu eða röngu að um staðreynd sé að ræða.

Þorsteinn Briem, 3.6.2010 kl. 21:08

45 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The European Union (EU) receives its political leadership from the European Council, which usually meets four times a year.

It comprises one representative per member state - either its head of state or head of government - plus its President as well as the President of the Commission.

The European Council has been described by some as the Union's "supreme political authority". It defines the EU's policy agenda and is actively involved in the negotiation of the treaty changes. [...]

On 19 November 2009, Herman Van Rompuy was chosen as the first permanent President of the European Council and was chosen as the Catherine AshtonHigh Representative of the Union for Foreign Affairs and Security Policy. They both assumed office on 1 December 2009."

The European Union - Wikipedia

Þorsteinn Briem, 3.6.2010 kl. 21:35

46 Smámynd: Þorsteinn Briem

Does the Treaty of Lisbon create a European "Super-State"?

"No. The Treaty of Lisbon is an international treaty agreed and ratified by sovereign Member States that agree to share some of their sovereignty in supranational cooperation.

The Treaty of Lisbon acknowledges that the European Union (EU) reflects the will of the Member States and their citizens, and that its powers stem from these States.

The Treaty does not alter the basic nature of the European Union, but it introduces some major institutional innovations, which makes the Union stronger and more effective.

This is not to the detriment of the Member States; on the contrary, the EU complements Member States' action when they cannot meet their goals on their own."

"On 19 November 2009, Herman Van Rompuy was chosen as the first permanent President of the European Council and Catherine Ashton was chosen as the High Representative of the Union for Foreign Affairs and Security Policy.

They both assumed office on 1 December 2009."

Þorsteinn Briem, 3.6.2010 kl. 22:08

47 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er ágætt að vísa í þessar reglur sambandsins Steini þú ert hinsvegar ekki að segja  neinar fréttir með því, allir sem láta sér þetta einhverju skipta hafa kynnt sér þær að minnsta kosti í grunnin. Umæli Ráðherrans benda hinsvegar til þess að það sem þú túlkar í þessum reglum sem engan rétt túlkar ráðherrann á þann veg að hann þurfi að tryggja réttindi á íslandsmiðum. Svipað var upp á teningnum varðandi umæli Merkel um að stofna Evrópu her, Hún telur það rökrétt og stefnir þangað án tillits til þess sem aðrir, þar á meðal ég eða þú teljum að sé rétt. Þess vegna hjálpar það ekkert málstaðnum að benda á að Merkel geti ekki stofnað ESB her samkvæmt núgildandi reglum ,  Hún er ein lykil manneskjan í því að móta þær og sama við um spænska ráðherrann og aflaheimildir á íslandsmiðum.

Ef ég hefði sagt hér fyrir ári síðan að Maastricht reglunrnar yrðu þverbrotnar af bandalaginu sjálfu innan árs hefði það verið slegið af sem alger fyrra hér, en það er nú samt það sem hefur gerst, þvert á reglur sambandsins.

Þess vegna skiptir miklu máli að reyn að lesa í framhaldi í stað þess að einblín á núið eða fortíð. 

Guðmundur Jónsson, 3.6.2010 kl. 22:10

48 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðmundur Jónsson.

Þetta eru eingöngu STAÐREYNDIR.

Og mér er nákvæmlega sama hverju þú TRÚIR.

Komdu hér með STAÐREYNDIR og við skulum RÖKRÆÐA þær.

Þorsteinn Briem, 3.6.2010 kl. 22:23

49 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Merkel og allir sem tala um "esb her" (nema andsinnar)  eru að tala um það dæmi sem líklega núna,  um það bil 100.000 x búið er að fara yfir hvað er - og ef menn hafa ekki náð því í 100.000 yfirferðum,  þá er ekki gott við að eiga.  Það verð eg að segja.

Þetta með sjávarútveginn er álíka oft búið að fara yfir.  Veiðiréttur, kvóti. Án hans er "jafn aðgangur" merkingarlaus.  Jafn aðgangur er aðeins relevant með orðunum veiðiréttur, kvóti.  HS reglan o.s.frv.  Mjöög einfallt sæmilega skynugu fólki +.

Allt mælir með aðild.  Það er ekkert neikvætt við aðild að ESB.  Ja, það hefur ekki komð fram enn.

Andsinnar verða bara að fara að átta sg á því að fabúleringar út og suður útfrá því að þeim finnst eitthvað vera svona og svona - það er einfaldlega ekkert relevant í þessari umræðu.  Bara sorrý.  Nákvæmleg eins og Steini B hefur bent á.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.6.2010 kl. 22:27

50 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Commitments and cooperation in this area shall be consistent with commitments under the North Atlantic Treaty Organisation [NATO], which, for those States which are members of it, remains the foundation of their collective defence and the forum for its implementation."

Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon) - Sjá bls. C 306/35


Sameiginlegur her
allra ríkja Evrópusambandsins er ekki til, eins og allir vita, og verður ekki til nema með samþykki allra ríkjanna.

Og aðildarríki Evrópusambandsins geta sagt sig úr sambandinu samkvæmt Lissabon-sáttmálanum:


"Article 49 A

1.
Any Member State may decide to withdraw from the Union in accordance with its own constitutional requirements."

Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon) - Sjá bls. C 306/40

Þorsteinn Briem, 3.6.2010 kl. 22:27

51 Smámynd: Þorsteinn Briem

Löndin sjö í Evrópusambandinu sem eru með herskyldu (lögð af í Svíþjóð í næsta mánuði):

Þorsteinn Briem, 3.6.2010 kl. 22:31

52 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Reglur ESB eru ekki "staðreyndir" heldur mannan verk sem misjaft er hvort farið er eftir.

Tilvitnanir í sögu ESB og tölfræði eru sögulegar staðreyndir úr fortíð og nútíð, Við erum hinsvegar ekki að fara að ganga í ESB fotíðar heldur ESB framtíðar og sagan staðreynir að það er ekki sama ESB.

Ég hef ekki sagt þér eitt stakt orð um hverju ég trúi og það stendur ekki til.

Guðmundur Jónsson, 3.6.2010 kl. 23:31

53 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðmundur Jónsson.

Lög og reglur eru STAÐREYNDIR, til að mynda Lissabon-sáttmálinn og sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins.


Og þú ert búinn að segja að þú TRÚIR til að mynda þessu:


"Svipað var upp á teningnum varðandi umæli Merkel um að stofna Evrópuher. Hún telur það rökrétt og stefnir þangað án tillits til þess sem aðrir, þar á meðal ég eða þú teljum að sé rétt.

Þess vegna hjálpar það ekkert málstaðnum að benda á að Merkel geti ekki stofnað ESB her samkvæmt núgildandi reglum. Hún er ein lykil manneskjan í því að móta þær og sama við um spænska ráðherrann og aflaheimildir á Íslandsmiðum."

Þetta er gjörsamlega ÓRÖKSTUDD SKOÐUN hjá þér, þar sem þú leggur hér ENGIN sönnunargögn fram um að Angela Merkel geti upp á eigin spýtur BREYTT Lissabon-sáttmálanum eða spænskur ráðherra geti upp á eigin spýtur BREYTT sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins.

Ég hef ekkert talað hér um Merkel og mér er nákvæmlega sama hvað henni eða þér FINNST um einhvern Evrópuher.


Sameiginlegur her
allra ríkja Evrópusambandsins er ekki til, eins og allir vita, og verður ekki til nema með samþykki allra ríkjanna.

Einungis sjö af 27 ríkjum Evrópusambandsins með herskyldu og hún verður aflögð í Svíþjóð í næsta mánuði.

Og þér ætti nú að vera í fersku minni að samþykki ALLRA
Evrópusambandsríkjanna þurfti til að Lissabon-sáttmálinn tæki gildi 1. desember síðastliðinn.

Aðild að Evrópusambandinu
er enn forgangsatriði á stefnuskrá ríkisstjórnar Úkraínu en landið hefur hins vegar hætt við að ganga í Atlantshafsbandalagið (NATO), að sögn BBC.

En 26 EVRÓPURÍKI eru í NATO, þar á meðal Ísland, sem hefur verið í bandalaginu Í SEX ÁRATUGI.


Atlantshafsbandalagið (NATO) - Wikipedia


"Commitments and cooperation in this area shall be consistent with commitments under the North Atlantic Treaty Organisation [NATO], which, for those States which are members of it, remains the foundation of their collective defence and the forum for its implementation."

Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon) - Sjá bls. C 306/35


Og aðildarríki Evrópusambandsins geta sagt sig úr sambandinu samkvæmt Lissabon-sáttmálanum:


"Article 49 A

1.
Any Member State may decide to withdraw from the Union in accordance with its own constitutional requirements."

Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon) - Sjá bls. C 306/40


Sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins

Þorsteinn Briem, 4.6.2010 kl. 01:07

56 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Charles Geir, Þú ert klassíst dæmi um mann sem vill ekki heyra nein rök fyrir ESB aðild. Þú játar það fúslega hérna án þess að gera þér grein fyrir því.

En af þessum fáránlegum spurningum þínum. Ég tek það fram að samsæringaruglið sem þú kemur með hérna verður hunsað algjörlega, enda byggt á ranghugmyndum sem þú hefur engan áhuga á að leiðrétta.

Hvar er allur fiskurinn í ESB ? Fiskurinn er þar sem hann hefur alltaf verið, í lögsögum aðildarríkja ESB þar sem hann er síðan veiddur. Hérna er frétt um kvótan árið 2010. Hérna er frétt um kvótan 2011. Hérna er vefsíða um sameiginlegu fiskveiðistefnuna hjá ESB. Það hafa vissulega verið vandamál undanfarin ár með ofveiði og annað slíkt. Hinsvegar hafa einnig verið vandamál með íslensku fiskveiðistefnuna, eins og þekkt er orðið.

Afhverju var forsætisráðherra spánverja að segja að spánverjar ættu hagsmuni að gæta innan lögsögu Íslands hér um árið ? Forsætisráðherra Spánar sagði það aldrei. Heldur var hérna um að ræða Evrópumálaráðherra Spánar, þú getur lesið viðtalið við hann um þetta mál á vef Rúv hérna.

Afhverju er allt í einu kominn forseti í ESB ? Vegna þess að það er ekki kominn forseti ESB. Þetta er forseti Ráðherraráðsins, sem er annað. Síðan eru við með forseta Framkvæmdastjórnarinnar og Evrópuþingins. Þarna er nóg af forsetum, og allir eru þeir forsetar einhvers innan ESB. Þeir eru samt ekki forseti ESB, enda slíkur ekki til og er hérna um einföldun fjölmiðla að ræða. Eingöngu vegna leti þeirra og rangs fréttaflutnings.

Utanríkisráðherra ? Þetta er ekki utanríkisráðherra, hérna er einnig um að ræða einföldun fjölmiðla. Hinn rétti titill er "High Representative of the Union for Foreign Affairs and Security Policy". Það er óskemmtilegt að þýða þetta og ég ætla ekki einu sinni að reyna það. Vefsíða viðkomandi er hérna. Hinsvegar er ljóst að það er enginn utanríkisráðherra í ESB. Þetta embætti hefur bara stefnumótandi áhrif að mestu leiti, en tekur einnig ákvarðanir varðandi hjálparstarf og fleiri hluti sem snúa að ESB eingöngu.

Mér þykir undarlegt að þú sért að saka mig um skítkast. Hinsvegar kalla ég lygi það sem hún er þegar ég sé slíka. Ekkert skítkast þar á ferðinni. Hinsvegar breyti ég ekki þeirri staðreynd að þú ert bara á móti ESB vegna þess að þú nennir ekki að kynna þér málið, og hefur líklega aldrei gert það.

Guðmundur, svo lengi sem þú ert að dæla hérna út samsæriskenningum og öðru rusli. Þá er lítið mark á þér takandi. Á meðan því stendur ertu einnig ekki marktækur sem slíkur.

Þú hefur ennfremur hunsað öll þau rök sem sett hafa verið hérna fram. Ferð þess í staðinn að bulla um eitthvað sem þú virðist ekki hafa neitt vit á.

Varðandi peningaprentun. Þá er þess virði að benda á þá staðreynd að peningaprentvélanar hafa fengið að ganga á Íslandi lengi, þér virðist bara standa á sama um það. Þú getur skoðað fréttir um íslenska peningaprentun hérna og hérna.

Ég reikna ekki með að andstæðingar ESB á Íslandi taki nokkuð mark á því sem ég er að segja. Annað fólk mun hinsvegar hafa gagn af þessu svari mínu.

Jón Frímann Jónsson, 4.6.2010 kl. 03:11

57 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Steini, Úkraína fer hvorki í NATO eða ESB með þennan forseta. Þeir munu þó ganga í ESB á endanum. Vondandi sækja þeir um aðild í kringum 2020 og komat þá inn í kringum 2034 eða þar um bil.

Jón Frímann Jónsson, 4.6.2010 kl. 03:12

58 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Reglan um hlutfallslegan stöðugleika" er sjálf allsendis ÓSTÖÐUG!

Það er hægt að breyta henni og hætta við hana, og það síðarnefnda hafa menn jafnvel haft á prjónunum í Brussel!

Svo hefur enginn, ENGINN, segi ég, svarað innleggi mínu hér á nýliðnum degi kl. 12:17 (ég minni líka á tenglana þar!) – fyrir utan Jón Frímann sem með sínu bernska, klisjukennda svari kl. 14:08 tekst í raun ekki á við rök mín, heldur býður upp á sýndarsvör, auk (nú orðið) alkunnra, ofnotaðra háðsglósna sem engin innistæða er fyrir.

Jón Sigurðsson myndi snúa sér við í gröfinni, ef hann það gæti og ef hann vissi af því sem hér er að gerast í ráðuneyti fr. Jóhönnu Sigurðardóttur! Henni nægir svo sannarlega ekki að heita nánast sambærilegu nafni og hann til þess að geta kallazt trúverðugur arftaki hans sem leiðtogi Íslendinga!

Og svo er það Össur Skarphéðinsson sem brúkaður er sem verkstjórinn í innlimunar-starfseminni! Já, aumt er ástandið, hvílíkt!

Jón Valur Jensson, 4.6.2010 kl. 03:17

59 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Þú færir hér ENGIN RÖK fyrir máli þínu.

Það eru ENGIN RÖK að hægt sé að breyta einhverju.

Hverjir geta breytt sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og hvers vegna ættu þeir að vilja það?

Svara þú því SJÁLFUR!

Og hvað kemur Jón Sigurðsson þessu máli við?!

Þorsteinn Briem, 4.6.2010 kl. 03:38

60 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Frímann.

Já, það eru mörg ár í að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu en landið er mjög stór markaður fyrir Evrópusambandslöndin og getur vel orðið eitt af ríkustu löndum heimsins.

Þorsteinn Briem, 4.6.2010 kl. 03:44

61 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Jón [Sigurðsson forseti] lagði sig fram um að kynna sér allt sem hann gat viðvíkjandi verslunar- og hagsögu Íslands.

Jón benti á að verslunarfrelsi væri undirstaða þjóðfrelsis. Hann hamraði sífellt á því að einokunarverslunin hefði haft afgerandi áhrif til ills fyrir þjóðina.

Öflug forysta hans hafði úrslitaáhrif á að verslun við Ísland var gefin öllum þjóðum frjáls 1. apríl 1855."

Þorsteinn Briem, 4.6.2010 kl. 03:55

62 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þessi ummæli Van Rompuy eru að sjálfsögðu hið besta mál

"On 19 November 2009, Herman Van Rompuy was chosen unanimously by the European Council, at an informal meeting in Brussels, to be the first full-time President of the European Council for the period of 1 December 2009 (the entry into force of the Treaty of Lisbon) until 31 May 2012."

"A Belgian politician of the Christian Democratic and Flemish party, Van Rompuy served as the 49th Prime Minister of Belgium from 30 December 2008 until his predecessor (Yves Leterme) succeeded him on 25 November 2009."

Þorsteinn Briem, 4.6.2010 kl. 04:08

63 Smámynd: Jón Valur Jensson

Verzlunarfrelsi þjóðar er ekki í því fólgið að fela stórveldi á hendur að gera alla samninga við aðrar þjóðir hiems, Steini Briem!

Engir "geta breytt sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins" nema bandalagið sjálft, og það gerir það nokkuð reglulega á 10 ára fresti. Hafðir þú ekki heyrt um það sem ég nefndi? Ef ekki, hver er þekking þín eiginlega á þessum málum? En ef þú hafðir heyrt það, hví viltu þá láta á þér skilja, að ég hafi ekkert fyrir mér í þessu efni?

"... hvers vegna ættu þeir að vilja það?" (breyta sjávarútvegsstefnunni). – Til dæmis til að leysa atvinnuleysisvanda þúsunda spænskra og franskra sjómanna, þó kannski ekki af tillitssemi við þá, heldur í viðleitni bandalagsins til að láta undan þrýstingi ríkisstjórna Spánar og Frakklands – og sennilega einnig á endanum Bretlands, Belgíu og Þýzkalands, en útgerð hefur verið stunduð þaðan hér á Íslandsmiðum, og með tilfæringum getur það orðið aftur að veruleika gegnum innlimun Íslands í þetta valdfreka bandalag. "Reglan um hlutfallslegan stöðugleika" er forgengileg!

En ér er víst sýnt um að spila rússneska rúllettu um auðlindir Íslands. Vissulega er það í stíl við andvaraleysi stjórnmálastéttar okkar nú um stundir.

Ég færði sannarlega rök fyrir máli mínu í Mbl.greininni Á að breyta Alþingi í 3. flokks undirþing? sem ég vísaði til sem forsendu og undirstöðu fyrir því sem ég skrifaði hér í 1. innleggi mínu (4. innleggi hér á þræðinum).

Þar er ennfemur vitnað í orð Claude Trichet, seðlabankastjóra Evrópu, um að "koma þurfi á fót því, sem kalla má fjárlagabandalag", með yfirstjórn framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins, sem væri nýr þáttur í centraliseringu valdsins þar, en enginn hefur anzað þessu hér, þótt vitað sé um orð hans og Angelu Merkel í þessa átt, sem og valdakarlanna í Brussel!

Jón Valur Jensson, 4.6.2010 kl. 04:18

64 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Hvaða stórveldi er falið að gera samninga við aðrar þjóðir heimsins þegar við Íslendingar eigum sjálfir aðild að því stórveldi?!

Það er hið besta mál að komið verði böndum á fjárlög aðildarríkja Evrópusambandsins og fjölda annarra síkja í heiminum. Það kemur öllum til góða. Að sjálfsögðu hefur yfirstandandi heimskreppa bitnað á flestum löndum heimsins og við Íslendingar verðum einnig að taka til í okkar ranni.

Það eru ENGIN RÖK í málinu að hægt sé að breyta einhverju eða einhverjir vilji hugsanlega breyta einhverju.

Sætti aðildarríki Evrópusambandsins ekki við einhverjar breytingar segir viðkomandi ríki sig einfaldlega úr sambandinu samkvæmt Lissabon-sáttmálanum.

"Article 49 A

1.
Any Member State may decide to withdraw from the Union in accordance with its own constitutional requirements."

Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon) - Sjá bls. C 306/40

Þorsteinn Briem, 4.6.2010 kl. 04:52

65 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er hið besta mál að komið verði böndum á fjárlög aðildarríkja Evrópusambandsins og fjölda annarra ríkja í heiminum, átti þetta nú að vera.

Og þú ættir að temja þér KRISTILEGT HUGARFAR í garð þeirra sem þú ert hér á einhvern hátt ósammála, í stað þess að vera með stöðugan ofstopa og sóðakjaft, Jón Valur Jensson.

ÞÚ ERT ÓKRISTILEGASTI MAÐUR SEM ÉG HEF KYNNST EN GEFUR ÞIG ÚT FYRIR AÐ VERA KRISTINN!!!

Þorsteinn Briem, 4.6.2010 kl. 05:04

66 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sannleikanum er hver sárreiðastur, Steini Briem!

Ekki sýndirðu nú skapstillingu með þessum orðum þínum.

Og ekki sýnirðu mikinn skilning á valdaafsali ríkja í krumlurnar á ráðamönnum þessa síöflugra stórveldis, því valdaafsali sem felst t.d. í því að gera Brussel-kommissarana að verkstjórnendum allra fjárlaga ríkjanna í bandalaginu.

Centralíseringin eykst. Vald einstakra ríkja minnkar, enda er byrjað að afnema neitunarvald þeirra í ýmsum málum, og svo koma önnur mál á eftir, á endanum einnig hermálin.

Orð þín, fá og rýr, um valdið til utanrikis- og verzlunarsamninga, eftir að ríki er orðið partur af EU, lýsa einnig hliðstæðri vangetu þinni til að átta þig á staðreyndum.

Skilurðu ekki, að í stóru bandalagi ráða hagsmunir stærstu aðilanna umfram allar óskir hinna smáu? Ef það hentar t.d. ekki Þýzkalandi og Frakklandi að gera tollfrelsissamninga við Kína, Japand eða Indland, þá verður slíkur samningur ekki til, þótt litla, ósjálfstæða EU-Ísland biðji um hann.

Jón Valur Jensson, 4.6.2010 kl. 05:35

67 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú sleppir því að telja fram næsta tölulið á eftir þessum fyrsta.

Hann er þannig:

"2. A Member State which decides to withdraw shall notify the European Council of its intention. In the light of the guidelines provided by the European Council, the Union shall negotiate and conclude an agreement with that State, setting out the arrangements for its withdrawal, taking account of the framework for its future relationship with the Union. That agreement shall be negotiated in accordance with Article 188 N(3) of the Treaty on the Functioning of the European Union. It shall be concluded on behalf of the Union by the Council, acting by a qualified majority, after obtaining the consent of the European Parliament."

Þetta er strax erfiðleikum bundið þarna. Þar að auki er erfitt fyrir ríki að slíta sig frá bandalaginu eftir að það er orðið margflækt inn í það, skipulag þess og styrkjakerfi o.s.frv. og stjórnmálastéttin, menntastétt, félagsmálastétt og stofnanir komin þar inn í mikla flækju hagsmunatengsla.

ALDREI Í EVRÓPUBANDALAGIÐ!

Jón Valur Jensson, 4.6.2010 kl. 06:01

68 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna var ég að vísa til tilvitnunar Steina (í 1. töluliðinn) í innleggi hans kl. 4.52.

Jón Valur Jensson, 4.6.2010 kl. 06:03

69 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur. Það er ekki hægt að svara svona þvælu. Þar fyrir utan þá er þetta ekkert nema lygar og uppspuni hjá þér. Það er ennfremur augljóst að þú skilur ekki hvernig ESB virkar, og það er ennfremur ljóst að þú hefur engan áhuga á því að skilja ESB og hvernig það virkar.

Alþingi Íslendinga yrði ekkert undirþing innan ESB. Í Lisbon sáttmálanum er skýrt tekið fram að þjóðþing aðildarríkjanna hafa umsagnarrétt á allri nýrr löggjöf innan ESB. Sjá hérna. Það er ennfremur rangt og blekkjandi að halda því fram að íslendingar mundu að eins fá 0,06% atkvæðavægi innan Ráðherraráðsins. Þar sem að hlutunum er ekki þannig skipað.  Hægt er að lesa útskýringar á atkvæðakerfinu í Ráðherraráðinu hérna og hérna (wiki). Það er löngu búið að útskýra þetta fyrir andstæðingum ESB á Íslandi, en þeir kjósa að heyra ekki það sem sagt er við þá og við því er lítið hægt að gera.

Varðandi sjávarútvegsstefnu ESB þá er alveg ljóst að ekki verður hreyft við hlutfallslegum stöðugleika. Þar sem slíkt yrði meiriháttar breyting á fiskveiðistefnu ESB og slíkt mundi ennfremur ekki ganga í gegn hjá aðildarríkjunum, sem er annt um hagsmuni sína innan ESB. Breytir þar litlu um þó svo að ný stefnumótun verður tekin upp hjá ESB á næstu árum í sambandi við fiskveiðar. Hægt er að kynna sér það hérna.

Jón Valur kallar svör mín barnaleg, klisjukennd og sakar mig um að nota háðglósur. Burtséð frá þessari dellu Jóns Vals um svör mín. Þá er alveg merkilegt að Jón Valur getur ekki komið með mótsvar til mín á almennilegum nótum, og þar sem hann er ekki að vitna í sjálfan sig og sitt eigið bull. Þar sem hann getur ekki boðið uppá neinar harðar staðreyndir máli sínu til stuðnings.

Slíkur málflutningur er auðvitað hallærislegur og ber að vísa til föðurhúsanna þegar til hans sést.

Frá upphafi EEC og ESB hafa aðildarríki ESB verið með svokallaðan Vaxtar og stöðugleikasáttmála. Þar sem tekið er fram hversu mikill halli má vera á fjárlögum og fleira í þeim dúr. Því miður hafa ESB ríkin verið dugleg við að brjóta þessi skilyrði, og því er staðan eins og hún er í dag. Mér þykir líklegt að hert verði á þessum sáttmála á næstunni til þess að koma í veg fyrir þá skuldakreppu sem fór af stað í Grikklandi og breiddist næstum því út um allan heim.

Það er ennfremur nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að andstæðingar ESB hafa engin svör varðandi það hvað skal gera í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þeir tala bara um að halda í krónuna, og þá sjálfkrafa í verðtrygginguna sem fylgir krónunni (annars er það 100% verðbólga á ný).

Andstæðingar ESB á Íslandi eru óvinir heimilanna í landinu, og hafa í reynd alltaf verið það. Þar sem stefna þeirra vinnur gegn hagsmunum almennings og fyrirtækja á Íslandi. Heimilana þá sérstaklega, þar sem andstaða við ESB tryggir skuldafangelsi heimila á Íslandi um ókomna framtíð.

Jón Frímann Jónsson, 4.6.2010 kl. 06:29

70 Smámynd: Guðmundur Jónsson

 @ steini 01:07

""Og þú ert búinn að segja að þú TRÚIR til að mynda þessu:

"Svipað var upp á teningnum varðandi umæli Merkel um að stofna Evrópuher. Hún telur það rökrétt og stefnir þangað án tillits til þess sem aðrir, þar á meðal ég eða þú teljum að sé rétt.

Þess vegna hjálpar það ekkert málstaðnum að benda á að Merkel geti ekki stofnað ESB her samkvæmt núgildandi reglum. Hún er ein lykil manneskjan í því að móta þær og sama við um spænska ráðherrann og aflaheimildir á Íslandsmiðum."

Þetta er gjörsamlega ÓRÖKSTUDD SKOÐUN hjá þér, þar sem þú leggur hér ENGIN sönnunargögn fram um að Angela Merkel geti upp á eigin spýtur BREYTT Lissabon-sáttmálanum eða spænskur ráðherra geti upp á eigin spýtur BREYTT sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins.""

Þetta er hvorki trú eða mín skoðun Steini. 

Þetta er eru tilvitnanir í  ummæli ráðamanna ESB. Það sem þú virðist ekki vilja skilja eða sjá er að viðhorf þeirra skipta máli fyrir framtíðar horfur sambandsins. Þetta skiptir raunar meira máli en sögulegar staðreyndir úr fortíð ESB því úr viðhorfum og skoðunum þeirra sem ráða má oft sjá hvert stefnir.  Eins og ég benti þér á í gær þá ætlum við ekki að gang í ESB fortíðar heldur ESB framtíðar, sem er það ESB sem þetta fólk er að móta.

Þú gerir mér hinsvegar upp þá trú eða skoðun að skoðanir þessa fólks sé framtíð ESB eða að skoðanir þeirra séu mínar. það er alls ekki svo þetta eru bara skoðanir þeirra ekki mínar.

Svo vantar röksemdarfærsluna sem kom á eftir, í tilvitnunina hjá þér en þar stendur.

"Ef ég hefði sagt hér fyrir ári síðan að Maastricht reglunrnar yrðu þverbrotnar af bandalaginu sjálfu innan árs hefði það verið slegið af sem alger fyrra hér, en það er nú samt það sem hefur gerst, þvert á reglur sambandsins."

Þetta var mín röksemdarfærsla og sönnun þess að reglur sambandsins eru brotnar af því sjálfu Merkel er bún að ber berjast fyrir þessu síðustu mánuði og hafði betur.

Guðmundur Jónsson, 4.6.2010 kl. 09:16

71 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Við hefðum átt að vera komin fyrir löngu í ESB svo regluverk okkar og agi í stjórnsýslu væri meiri og spilling minni.  Þjóðernisvelgja margra sem eru á móti ESB er einkennilega lík átrúnaði einhverskonar.

Eyjólfur Sturlaugsson, 4.6.2010 kl. 10:40

72 identicon

Þrennt úr umræðunni hérna heima í Þýskalandi:

1.  Evrópuher mun samanstanda af hluta herja sambandsþjóða ESB.  Það mun ekki verða stofnaður sérstakur nýr her umfram þá sem eru ÞEGAR til í dag.  Það er verið að tala um að sameina yfirstjórn herjanna.

2.  Engar reglur eru til þess að gilda að eilífu.  Reglur sem settar voru um evruna var breytt.  Nú gilda aðrar reglur.  Það var sátt um það hér í Þýskalandi nema þá að Merkel var gagnrýnd fyrir að hafa ekki forystu í því.   Þannig að reglurnar voru ekki brotnar, þeim var breytt.  Þessi síðasta setning kemur frá Deutschlandfunk.

3.  Þjóðverjar eru flestir sáttir við evruna í dag.  Þeir eru ekki á leið úr evrusamstarfinu og evrusamstarfið er ekki að líða undir lok.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 10:46

73 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Stefán Júlíusson

Evrusamstarfið er tæknilega liðið undir lok,  Evran sem lagt var upp með fyrir 11 árum síðan er ekki lengur á boðstólnum.  Allar þær forsendur sem litu að hagstjórn og frjálsum viðskiptum á evrusvæðinu eru brostnar vegna þess að í dag getur ESB einhliða ákveðið að afhenda einu ríki í ESB auð annarra ríka þess.  Evrusamstarfið og snérist  um að þetta væri ekki hægt enda ógnar slíkt fjárhagslegu sjálfstæði þjóða sambandsins. 

Ég er ekki viss um að þessir sáttu þjóverjar sem þú talar um geri sér grein fyrir þessu.

Guðmundur Jónsson, 4.6.2010 kl. 11:21

74 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flestöll lönd Evrópu hafa þá verið "svipt sjálfsforræði", að mati Heimssýnar, þar á meðal:

Danmörk
, Belgía, Holland, Lúxemborg, Írland, Eistland, Kýpur, Lettland, Litháen, Malta, Portúgal, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland, Ungverjaland, Búlgaría, Rúmenía, Austurríki, Finnland og Svíþjóð.

Frá
1. janúar 2007 hafa aðildarríki Evrópusambandsins verið 27 SJÁLFSTÆÐ OG FULLVALDA EVRÓPURÍKI.

OG Á MÖLTU BÚA 402 ÞÚSUND MANNS, EINUNGIS 26% FLEIRI EN HÉR Á ÍSLANDI.

Malta - Wikipedia

Þorsteinn Briem, 4.6.2010 kl. 11:30

75 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður þarf að bregða sér af bæ í nokkrar klukkustundir og ég mun síðdegis svara því sem til mín hefur verið beint hér í morgun.

Megi Guð vera með Heimssýn.

Ekki veitir henni af.

Þorsteinn Briem, 4.6.2010 kl. 11:37

76 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Stefán Júlíusson

Ég vil líka benda á að það skiptir engu fyrir sambandið og þróun þess hvort reglur þess eru brotnar eða þeim breitt. Það er bara mikilvægt að allir geri sér grein fyrir að ESB breytist og þróast á ótrúlegum hraða.

Ég fyrir mína parta þóttist  alltaf vita að evran eins og hún var gengi aldrei upp nema til skamms tíma. þess vegna finnst mér að þessar breytingar sem gerðar hafa verið  til bóta og til marks um að sambandið er ekki alveg handónítt bákn eins og margir halda fram, heldur sveigjalegt stjórnvald sem virkar í það minnsta hvað þetta varðar.

Hér skiptir máli að sjá að ef ekkert hefði verið gert varðandi Evruna hefði það án efa endað með hörmungum í suður Evrópu eða neytt þær þjóðir til að gefa út sínar eigin skuldaviðurkenningar. 

Guðmundur Jónsson, 4.6.2010 kl. 11:53

77 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eyjólfur Sturlaugsson áttar sig ekki á því, að spillingin og pukrið í Evrópubandalaginu (m.a. að hafa ekki endurskoðað reikninga sína í 15 ár) er gígantískt miðað við okkar spillingu. Það fólk, sem reynt hefur að upplýsa um þetta, hefur fengið afar bágt fyrir.

Hef ekki tíma til að svara nafna mínum Frímanni hér að neinu gagni, en hann nær ekki því, sem ég sagði í grein minni um valdaafsal Alþingis, sinni röngu túlkun á málflutningi mínum þar. Alþingi yrði áfram þing, en það réði nánast engu í hlutfalli við Evróputröllið með sínum stofnunum.

Jón Valur Jensson, 4.6.2010 kl. 13:55

78 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svara betur hér þegar önnum dagsins lýkur.

Jón Valur Jensson, 4.6.2010 kl. 13:57

79 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, það er alveg ljóst að íslendingar hafa ekki efni á því að tala um spillingu í ESB. Svona miðað við þá spillingu sem hefur ríkt á Íslandi síðustu ár.

Þannig að allar fullyrðingar um spillingu í ESB eru hlægilegar með þessa staðreynd að leiðarljósi.

Ég ennfremur bendi þér á Jón Valur að reikningar ESB hafa alltaf staðist skoðun endurskoðanda ESB. Fréttir og fullyrðingar um annað eru misvísandi og blekkjandi.

Jón Frímann Jónsson, 4.6.2010 kl. 15:23

80 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Jón Frímann: Ég hef kynnt mér ESB, kannski ekki lesið mig til um ALLAR reglugerðir þessa sambands, nóg hef ég lesið.. Ég spurði þig nokkurra spurninga og þú svaraðir þeim. Afhverju að halda því fram að ég hafi ekki kynnt mér ESB ? Ég hef vegið rökin fyrir og á móti ESB og tel ég Íslandi best borgið fyrir utan þetta samband.

Svo ég komi nú að svörum þínum; "High Representative of the Union for Foreign Affairs and Security Policy". Hvernig þýðir þú þetta öðruvísi en að hér er kominn utanríkisráðherra ? nei, þú "þorir" ekki að þýða þetta..

Svo spurningin mín varðandi fiskinn.. Þetta er ekki það sem ég er að spyrja um. þú misskildir spurninguna eða ég orðaði hana kannski ekki rétt.. það sem ég var að meina, en allavegna þorskur í eystrasaltinu er hættulega nálægt því að deyja út sjá; http://cordis.europa.eu/search/index.cfm?fuseaction=news.document&N_RCN=29794

Er þetta ásættanlegt ? ætlar ESB ekki að gera neitt í þessu ? svo sérstaklega ef á að fara leyfa skipum frá evrópusambandinu að veiða hér er stórhættulegt okkar miðum..

Og afhverju er ég einhvert "klassískt" dæmi um mann sem vill ekki heyra nein rök um aðild að ESB ? ég hef heyrt þessi rök áður frá ykkur ! og satt að segja hef ég fjarlægst ESB og andúð mín á þessu apparati vaxið ásmegin. Það sem þú heldur um mig er bara ósatt og ekkert annað ;)

Charles Geir Marinó Stout, 4.6.2010 kl. 16:33

81 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Úps sum svör komu ekki inn í þessa færslu.. kem bara aftur að þeim seinna í dag ef ég nenni yfir höfuð að svara þessu..

Charles Geir Marinó Stout, 4.6.2010 kl. 16:34

82 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Charles Geir, hvaða vefsíður varstu að lesa þegar þú kynntir þér ESB. Ég vil endilega fá að vita það, og það ætti ekki að vera mikið mál fyrir þig að gefa það upp.

Varðandi ensku þýðinguna á þessu starfsheiti. Þá er það nú þannig að svo að þýðingar takist vel, þá þurfa þær að vera réttar og lýsa því sem verið er að þýða. Ég er ekkert voðalega góður þýðandi, og verð það líklega aldrei. Þar sem ég hef vanið mig á að nota bara ensku heitin þar sem því er við komið.

Fiskistofnar hafa fallið um 90% síðan 1950 samkvæmt rannsókn, þetta gildir um heim allan. Þú getur lesið allt um það hérna í frétt frá árinu 2003. Þannig að þetta vandamál með fiskinn er svo sannarlega ekki bundið við ESB og CFP.

Ég er alveg viss um að þú hefur vegið einhver rök á með og móti aðild. Það er hinsvegar augljóst að þú hefur ekki skoðað heildarmyndina sem neinu nemur.

Það er hinsvegar aldrei of seint að byrja á því.

Jón Frímann Jónsson, 4.6.2010 kl. 17:10

83 identicon

Guðmundur:  Það er enginn að tala um endalok ESB af alvöru nema á Íslandi.  Það getur enginn hugsað sér evrópu í dag nema innan ESB.  Það dettur engum Þjóðverja í hug að hætta í ESB nema NPD (nasistar) og CSU í Bayern.

Af hverju ræða menn ekki af alvöru um það á Íslandi að hætta NATO-samstarfi.  Ísland hefur engan her og er í varnarbandalagi með USA.  Af hverju berjast þá ekki menn gegn því að hætta árásarbandalögum?  Af hverju hættum við ekki í Sameinuðuþjóðunum?  Það er nauðsynlegra að ræða þetta og ræða svo ESB, eða?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 17:40

84 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðmundur Jónsson.

Ef reglur eru brotnar er mönnum og þjóðum einfaldlega REFSAÐ fyrir það, ef hægt er og það þjónar einhverjum tilgangi.

Allt breytist
og þannig er hjónaband ekki það sama eftir fjóra áratugi og það var í upphafi. Tekjurnar eru hugsanlega meiri, fjölskyldan hefur stækkað og kallinn kominn á Viagra.

Og hjónin hafa hugsanlega skilið.

Ef við Íslendingar sættum okkur ekki við breytingarnar á Evrópusambandinu göngum við einfaldlega úr því.


"I am a good housekeeper," the actress Zsa Zsa Gabor said. "When I divorce I always keep the house."

Þorsteinn Briem, 4.6.2010 kl. 18:00

85 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Í hjónabandi getur lítil kona ráðið meiru hlutfallslega en stór karl
, eins og dæmin sanna.

Og fyrir hjónabandið var konan einnig lítil og karlinn stór.

Þannig er það nú í pottinn búið.


Þorsteinn Briem, 4.6.2010 kl. 18:21

86 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Following the ongoing financial crisis of 2007–2010, bankers have deemed the Norwegian krone to be one of the most solid currencies in the world."

"The economic crisis in Iceland involved all three of the country's major banks. Relative to the size of its economy, Iceland’s banking collapse is the largest suffered by any country in economic history."

Þorsteinn Briem, 4.6.2010 kl. 18:48

87 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Það er ljóst að aðildarsinnar hafa ákveðið ,,að þétta raðirnar" að skipun forsætis- og utanríkisráðherra. Það er blásið til sóknar en frekar er fáliðað í fótgönguliðasveitinni þó að ekki vanti hershöfðingjana og liðsforingjana. Ríkisstjórn ESB aðildarsinna er að fótum komin og útlitið skuggalegt. Stríðið er fyrir löngu tapað. Verið þið nú menn til að viðurkenna ósigurinn.

Hins vegar ef ykkur líður eitthvað betur að kalla okkur sjálfstæðissinna öllum illum nöfnum þá megið þið svo sem halda því áfram.

Góðar stundir.

Jón Baldur Lorange, 4.6.2010 kl. 20:32

88 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Baldur Lorange.

Ég er ekki í stjórnmálaflokki og hef aldrei verið.


Fólk í ÖLLUM íslenskum stjórnmálaflokkum vill aðild Íslands að Evrópusambandinu
og ég er engan veginn að byrja að skrifa um þessi málefni núna, frekar en aðrir sem hafa skrifað um þau hér.

Ég var blaðamaður á Morgunblaðinu í mörg ár
, skrifaði þar daglegar fréttir um alls kyns málefni, gaf vikulega út sérblað um sjávarútvegsmál við annan mann og 200 þúsund daglegir lesendur kvörtuðu ALDREI undan mínum fréttum og fréttaskýringum.

Þú skalt því ekki GAPA hér með skæting í minn garð og annarra sem leggja hér fram STAÐREYNDIR, enda þótt þér og þínum líkum sé illa við þær og hafi alltaf verið það.

Þorsteinn Briem, 4.6.2010 kl. 22:33

89 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Mætti ég vinsamlegast benda ykkur á að lesa þetta - það tekur ekki langan tíma

http://wonderwoman.blog.is/blog/wonderwoman/entry/1063835/

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.6.2010 kl. 00:58

90 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lísa Björk.

Ég hef ekki áhuga á að lána þér peninga nema ég fái raunvexti af láninu. Annars lána ég einhverjum öðrum peningana. Enginn vill lána þér eina milljón króna í eitt ár og fá svo eina milljón króna til baka að ári liðnu.

Og það væri ekki einu sinni víst að viðkomandi fengi þessa upphæð til baka.

Ef enginn íslenskur sparifjáreigandi væri til væru hér engir bankar og lántakendur verða að greiða kostnaðinn af rekstri bankanna, arð til hluthafa þeirra og raunvexti sparifjáreigendanna.

Enginn hefur áhuga á að lána þér íslenskar krónur til langs tíma án verðtryggingar.

Og það er óskynsamlegt að taka hér lán til langs tíma í erlendri mynt hafi viðkomandi tekjur í íslenskum krónum, eins og dæmin sanna.

Tekjur okkar Íslendinga eru aðallega í evrum, því er eðlilegast að fólk hérlendis fái einnig greidd laun í evrum og taki hér lán í evrum.


Sætti ég mig ekki við vexti af bankainnistæðu hérlendis legg ég peningana einfaldlega inn á bankareikning erlendis, þar sem ég fæ hærri vexti. Og undir venjulegum kringumstæðum eru frjálsir fjármagnsflutningar á öllu Evrópska efnahagssvæðinu.

Fái ég ekki raunvexti hér af bankainnistæðu get ég einnig lagt peningana í steinsteypu, eins og þúsundir manna gerðu hérlendis þegar andvirði 20 þúsund þriggja herbergja íbúða var fært frá þeim sem áttu hér bankainnstæður, aðallega börnum, unglingum og gamalmennum, til þeirra sem tóku lán í bönkunum.

ÞAÐ VAR LÖGLEGUR OG GJÖRSAMLEGA SIÐLAUS STULDUR.

En þá voru ekki frjálsir fjármagnsflutningar héðan til Evrópu og GLÆPUR hérlendis að eiga þar bankainnstæður en LÖGLEGT að stela frá börnum og gamalmennum sem áttu hér bankainnistæður.

Í "góðærinu" hér á þessum áratug lánuðu íslensku bankarnir fé innlendra og erlendra sparifjáreigenda í stórum stíl til þeirra sem byggðu hér íbúðarhús úti um allar koppagrundir. En þúsundir þessara húsa hafa staðið ókláruð eftir gjaldþrot bankanna.

Og verð á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu tvöfaldaðist frá því að bankarnir byrjuðu að lána hér fé í stórum stíl til íbúðarhúsnæðis haustið 2004 þar þeir urðu gjaldþrota.

Að sjálfsögðu var ekki innistæða fyrir allri þessari verðhækkun á svo skömmum tíma og stór hluti hennar hefur nú gengið til baka.

Þannig er það nú í pottinn búið, fröken Lísa.

""And if you take one from three hundred and sixty-five, what remains?"

"Three hundred and sixty-four, of course."

Humpty Dumpty looked doubtful.

"I'd rather see that done on paper," he said."

Þorsteinn Briem, 5.6.2010 kl. 04:08

91 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Baldur Lorange, það eru stór orð sem koma frá þér. Stjórnarmanni í Heimssýn og landbúnaðarráðunauti í Bændasamtökunum Íslands.

Sem betur fer ertu marklaus maður sem hefur ekki ennþá svarað spurningu minni (svo að ég viti til, ef svo er vinsamlegast vísaðu mér þá á svarið) um hvernig styrkjaveitinum til bænda á Íslandi er háttað. Kerfið er allavegana ekki opið og gagnsætt eins og þú vilt halda fram.

Lísa Björk, aðstæður á Íslandi eru að verða þannig. Sparaðarlega þá, þar sem að ég er skuldlaus maður (þó ekki alveg eignarlaus, þó svo að ég eigi ekki íbúðarhúsnæði) þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að sparnaði mínum er illa varið innan bankana vegna slæmra raunvaxta að mestu leiti.

Niðurstaðan af þeirri pælinu minni varð mjög einföld. Ég ætla mér að kaupa ríkisskuldabréf eftir því sem efni leyfa hjá mér. Þar er ég allavegna öruggur með minn pening. Þetta ástand er hvorki IMF eða ESB að kenna. Heldur Íslendingum, sem kerfjast þess að halda í gjaldmiðil sem hefur tapað 99,99% af raungildi sínu frá því að íslenska krónan varð skilin frá dönsku krónunni fyrir sjötíu árum síðan. Hægt er að lesa um það hérna.

Ef íslendingar vilja búa við svona aðstæður, þá geta þeir gert það. Það þýðir hinsvegar ekkert fyrir íslendinga að kvarta yfir því ástandi sem þeir hafa sjálfir valið sér.

Leiðin útúr þessu ástandi er með aðild að ESB og með upptöku evru sem gjaldmiðils á Íslandi. Aðrar leiðir hafa verið reyndar fyrir löngu síðan, og þær klikkuðu allar sem ein.

Jón Frímann Jónsson, 5.6.2010 kl. 09:18

92 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ég gleymdi. Við internet leit mín að þessari krónu grein, þá fann ég þessa hérna blaðagrein frá árinu 1927. Þarna hljómar margt kunnulega, þó svo að blaðið sé orðið áttatíuogþriggjaára gamalt.

Jón Frímann Jónsson, 5.6.2010 kl. 09:19

93 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Frásögnin af Lincoln og peningastefnu hans sem víðsað er til, er talsvert einfölduð sýnist mér.  Kvótið þarna er ekki eftir Lincoln heldur Gerry McGeer sem var að lýsa, því sem hann taldi hafa verið stefnu Lincolns.

Með peningaprentun hans, að þá var þetta allt öðruvísi en sagt er.  Bara flókin og löng saga og þá voru aðrar aðstæður í BNA og heiminum. 

Í rauninni má segja að þeta hafi verið fyrstu eiginlegu nútímapeningarnir sem BNA setti í umferð.

Annras er hægt að lesa um það hér ef menn nenna því.

http://en.wikipedia.org/wiki/Demand_Note

Að sjálfsögðu er engin töfrlausn að "prenta peninga"  Peningar eru bara ávísun á verðmæti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.6.2010 kl. 11:36

94 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Steini

Það er enginn að tala um að lána fólki og fyrirtækjum vaxtalaust, heldur að ríkið þurfi ekki að taka lán á vöxtum af "seðlabönkum" sem eru í einkaeigu annarra.......

Bara lesa vel og skoða söguna.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.6.2010 kl. 14:36

95 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mesta verðbólga hérlendis var 84% árið 1983 og Ragnar Arnalds, fyrrverandi formaður Heimssýnar, var fjármálaráðherra 1980-1983.

Þorsteinn Briem, 5.6.2010 kl. 14:36

96 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sagan segir okkur að ef of lítið magn peninga er í umferð þá er eftirspurn eftir þeim meiri og bankarnir græða. Í gegnum aldirnar hafa peningar verið teknir úr umferð landa t.d. vegna kröfu um gullfót eða annarrar baktryggingar. Seðlabankar hafa verið í einkaeigu og lánað ríki landa fé til nauðsynlegst reksturs. Það þýðir að við aukningu peningamagns í umferð hefur það kostað ríkið ámóta skuldsetningar. Viðskiptabankar lána hverja krónu sem þeir "eiga" 9 sinnum og skapa loft á hagkerfið. Hagkerfin eru skuldsett langt umfram það peningamagn sem til er. Aðallega vegna vaxta. Það segir sig sjálft að þetta kerfi endar með ósköpum - enda erum við að horfa upp á það einmitt núna.........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.6.2010 kl. 14:43

97 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lísa Björk.

Sama hver tekur lán, einstaklingar, fyrirtæki, viðskiptabankar og seðlabankar, allir eiga að greiða raunvexti af sínum lánum.

Allir vilja fá eitthvað fyrir snúð sinn.
Þú færð ekki að bíta í minn snúð nema ég fái eitthvað í staðinn.

Ef ekki eru greiddir raunvextir af lánum og vextirnir því lægri en verðbólgan, tapar sá sem lánar og velur að lána einhverjum öðrum peningana, eða kaupir til að mynda íbúð sem viðkomandi leigir út til að fá arð af EIGN sinni.

Fólk leggur fyrir hluta af launum sínum inn á bankareikninga og bankar eru milliliður á milli sparifjáreigenda annars vegar og lántakenda hins vegar, einstaklinga og fyrirtækja, sem fá lán hjá sparifjáreigendunum.

Peningar eru
EIGN, sama hver á í hlut, líkt og það sem keypt er fyrir peninga, og ekki er hægt að skylda einstaklinga, fyrirtæki og banka til að láta EIGN sína af hendi án þess að bætur komi fyrir.

72. gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 5.6.2010 kl. 15:19

98 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Seðlabankar eiga ekki að vera gróðafyrirtæki að mínum mati, sem gengur út á ávaxta sitt pund líkt og viðskiptabankarnir,  heldur að sjá til þess að viðskiptabankarnir stundi heiðarleg viðskipti, haldi úti raunsannri bindiskyldu og sjái til þess ásamt stjórnvöldum að eðlilegt magn peninga sé í umferð. Einnig á Seðlabanki að sjá til þess að viðskiptabankar láni ekki umfram það sem þeir geta.

Peningastjórnun er eitt af því mikilvægasta í hverju hagkerfi og sú stjórnun á ekki að vera á höndum fyrirtækis í einkaeigu, hvort sem það heitir Seðlabanki eða eitthvað annað. Okkar peningastjórnun hefur verið í höndum viðskiptabankanna illu heilli.

Hér þarf úrbætur og ég hef persónulega ekki trú á að AGS eða ESB séu hér til annars en fyrst og fremst að maka sinn krók. Enda er AGS í eigu einstaklinga!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.6.2010 kl. 16:02

99 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Svo er alveg óþarfi að útskýra fyrir mér hagfræði, raunvexti, verðbólgu og fleira í þeim dúr. Hinsvegar get ég sagt þér, að ef það væri til einhver ein töfralausn þá væri löngu búið að setja hana í gang. En það er ástæða fyrir því að hér er um félagsvísindi að ræða en ekki raunvísindi eins og t.d. stærðfræði þar sem hægt er að komast að einni áræðanlegri niðurstöðu.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.6.2010 kl. 16:06

100 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Lísa, fyrir forvitnisakir,   Hvað villt þú, altso, nákvæmlega gera sem sagt.  Að Ísl. ríkið prenti peninga (krónur þá líklega) og borgi þannig innlendar og erlendar skuldir?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.6.2010 kl. 16:29

101 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Lísa, Þó svo að þú titlir þig sem viðskiptafræðing á blogginu þínu. Þá skrifar þú ekki sem slíkur hérna.

Er það vegna þess að þú skilur ekki það sem þú menntaðir þig í ? Eða ertu viljandi að beita hérna rangfærslum til þess að draga upp ranga mynd af efnahag þjóðar sem eru aðildar að ESB og með evruna.

Hvort er það. Svaraðu nú. 

Jón Frímann Jónsson, 5.6.2010 kl. 18:01

102 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lísa Björk.

Ísland hefur allt frá árinu 1960 tekið lán hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og var eitt af stofnendum sjóðsins árið 1945.


Raunstýrivextir eru nú neikvæðir á evrusvæðinu, í fyrsta sinn frá árinu 2005, enda þótt ekki muni þar nú miklu, og þar eru nú 1% stýrivextir og 1,6% verðbólga
.

Hagvísar Seðlabanka Íslands - Maí 2010


Hérlendis eru nú 8,5% stýrivextir og 7,5% verðbólga.

Spáð er rúmlega 1% hagvexti á evrusvæðinu á þessu ári og 1,5% á næsta ári.


"Seðlabanki Evrópu
fer með stjórn peningamálastefnu evrusvæðisins og gefur út evruseðla og mynt. Hann var stofnaður 1. janúar 1998 og kemur að hluta til í stað seðlabanka evrulandanna. Höfuðstöðvar bankans eru í Frankfurt í Þýskalandi."

Hagfræði er nær eingöngu stærðfræði
og ég myndi ekki ráðleggja nokkrum manni að fara í nám í hagfræði án þess að vera með mjög góða undirstöðu í stærðfræði úr framhaldsskóla.

Hagfræðinám í Háskóla Íslands


Seðlabanki Íslands
(á ensku: The Central Bank of Iceland) er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins en lýtur sérstakri stjórn.

Seðlabankinn
fer með stjórn peningamála á Íslandi og hefur með höndum margþætta starfsemi í þeim tilgangi. Og meginmarkmiðið með stjórn peningamála er stöðugleiki í verðlagsmálum.

Seðlabanki Íslands


"Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
, skammstafað AGS (e.: International Monetary Fund, skammstafað IMF) er alþjóðastofnun sem hefur það hlutverk að auka samvinnu á milli ríkja og tryggja stöðugleika alþjóðlega fjármálakerfisins."

"Sjóðurinn hefur það einnig að markmiði minnka atvinnuleysi og auka hagvöxt. Hann veitir aðildarríkjum sínum ráðgjöf og lán til niðurgreiðslu skulda."

Ísland var eitt af þeim 29 ríkjum sem tóku þátt í stofnun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
27. desember 1945 og Ísland hefur nokkrum sinnum tekið lán hjá sjóðnum.

Fyrsta lán Íslendinga hjá sjóðnum var tekið árið 1960 á tímum Viðreisnarstjórnarinnar, annað 1967-68 vegna brests í útflutningstekjum, 1974-76 vegna hækkunar á olíuverði og 1982 vegna útflutningsbrests. Afborgunum af þeim lánum var lokið 1987."

Og 19. nóvember 2008 samþykkti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn beiðni íslenska ríkisins um 2,1 milljarðs bandaríkjadala lán.

Vísindavefurinn - Hvernig eykst peningamagn í umferð í heiminum?

Þorsteinn Briem, 5.6.2010 kl. 18:07

103 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Steini

Þetta eru allt góðar heimildir. En það sem vantar hérna er kannski það sem kallast vísindaleg gagnrýni. Þó svo þú vísir á heimildir eru þær kannski ekki það eina rétta að gera.

Seinasti linkurinn hjá þér er eitthvað sem þú ættir að athuga nánar. Seðlabankar beita nefninlega mismunandi aðferðum til að draga úr svokölluðum peningamargfaldara. Bindiskyldan sem hefur verið afnumin hér, er ein þeirra.

Eins það að ríkið tekur lán hjá seðlabönkum. Til að setja meiri peninga í umferði þýðir það jafnháar skuldir fyrir ríkið. Money as debt. Þetta er samhangandi þegar hver króna þýðir skuld. Sem fer svo inn í peningamargfaldarann og verður enn hærri skuld. Sérstaklega ef engin er bindiskyldan.

Flott hjá þér að vísa í heimildir - en það þýðir ekki að það sé besta kerfið sem þú ert að vísa til, er það?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.6.2010 kl. 18:30

104 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Jón Frímann

Hvernig skrifa viðskiptafræðingar? Og hvað ert þú - sífellt setjandi út á annarra manna skrif. Leiðindarpúki að mennt?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.6.2010 kl. 18:32

105 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ómar Bjarki

Það sem ég er að gera er að velta fyrir mér hugmyndum um það hvernig megi minnka skuldasöfnun ríkisins. Hverjir borga skuldir ríkisins? Það er almenningur. Og þess meira sem að þrengir, þess ver er almenningur staddur. Og hverjir græða á því? Jú - lánveitendur.

Ef ríkið þarf að borga fyrir hverja einustu krónu sem það fær þá fer það verst með almenning. Sérstaklega ef peningastefnan er sú að ekki er hægt að ráða við skuldasöfnun viðskiptabankanna.

Nú erum við yfirskuldsett vegna þessa og heimilin í landinu þjást. Þessvegna er rétt að skoða allar mögulegar lausnir.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.6.2010 kl. 18:35

106 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég gleymdi að tiltaka - ef ríkið þarf að borga fyrir hverja einustu krónu á vöxtum. Sorry.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.6.2010 kl. 18:36

107 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lísa Björk.

Við Íslendingar þurfum að greiða fyrir erlendar vörur og þjónustu með erlendum gjaldeyri og þau erlendu lán sem við höfum tekið með erlendum gjaldeyri.

Íslenska ríkið, fyrirtæki hér og einstaklingar voru langt frá því skuldlausir erlendis þegar íslensku bankarnir urðu gjaldþrota haustið 2008 og við þurfum að greiða þessi lán með erlendum gjaldeyri ásamt vöxtum.

Ekki hef ég nú séð neina "vísindalega gagnrýni" hér af þinni hálfu og ef þú vilt gagnrýna þennan "link", sem þú vísar til, skaltu tala við Gylfa Magnússon viðskipta- og bankamálaráðherra og kennara í hagfræði við Háskóla Íslands, þar sem þú heldur því hér fram að þú sért betri í hagfræði en hann:

"Gylfi Magnússon. "Hvernig eykst magn peninga í umferð í heiminum?". Vísindavefurinn 21.8.2000."

Vísindavefurinn - Hvernig eykst peningamagn í umferð í heiminum?

Þorsteinn Briem, 5.6.2010 kl. 19:09

108 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Gylfi Magnússon er góður og vitur maður. Hann er yfir viðskipta- og hagfræðideildinni og gamall skólabróðir. Ég er ekki að valta yfir hans orð - en þessi orð á vísindavefnum eru sögð út frá því kerfi sem hér er.

Ég veit að Gylfi Magnússon er ESB sinnaður. En sem betur fer, þá er ekki uppi sú krafa hjá háskólafólki að það þurfi alltaf að vera sammála.

Við Íslendingar erum ekki eina þjóðin sem greiðum fyrir erlendar vörur og þjónustu með erlendum gjaldeyri. Það er alþjóðlegt fyrirbæri. Og ef allar þjóðir hefðu sama gjaldeyri þá væri enginn gjaldeyrismismunur. Þessi gjaldeyrismismunur er það sem hefur fært okkur hvað mestar tekjur af útflutning fram til þessa. Enda hefur sagan sýnt okkur að felling gengis hefur einmitt verið gerð til þess að styðja við útflutning. Við erum sem betur fer ekki bara háð innflutningi, við erum líka með útflutning. Og við erum það menntuð þjóð að útflutningur okkar á vörum og þjónustu gæti aukist til muna. Þetta er one-way-mind sem þú ert að sína hérna, að mínu mati.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.6.2010 kl. 19:25

109 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nær allur fiskur sem íslensk skip veiða er seldur erlendis og eðlilegast að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiði sjómönnum og fiskverkafólki hér laun í evrum, þar sem um 80% af íslenskum sjávarafurðum eru seld á Evrópska efnahagssvæðinu.

Um
90% af iðnaðarvörum sem fluttar eru út, þar á meðal ál (97%) og kísiljárn (94%), fara á markað á Evrópska efnahagssvæðinu og því einnig eðlilegast að iðnfyrirtæki hér greiði laun í evrum.

Um 70% af erlendum ferðamönnum hér eru búsettir á Evrópska efnahagssvæðinu og því eðlilegast að fyrirtæki hér í ferðaþjónustu greiði laun í evrum.

Evrópska efnahagssvæðið
er langstærsta markaðssvæði okkar Íslendinga og þangað fóru um 84% af útflutningi okkar árið 2009, þar af um 80% af sjávarafurðum okkar, 60% af landbúnaðarvörum og 90% af iðnaðarvörum.

Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010

Þorsteinn Briem, 5.6.2010 kl. 19:30

110 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skuldir íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja eru aðallega í erlendri mynt og þær voru 543 milljarðar króna í árslok 2008, eða 81% meiri í íslenskum krónum en í árslok 2007 en þá voru þær 300,3 milljarðar króna, samkvæmt Tíund, fréttabréfi Ríkisskattstjóra.

Á sama tíma hækkaði gengi evru gagnvart íslensku krónunni um 97% og um 80% af íslenskum sjávarafurðum voru seld á Evrópska efnahagssvæðinu árið 2009.

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru 22.675
milljarðar króna í árslok 2008 en 15.685 milljarðar króna í árslok 2007 og þar af voru heildarskuldir sjávarútvegsins 2,4% í árslok 2008 en 1,9% í árslok 2007.

Þorsteinn Briem, 5.6.2010 kl. 19:31

111 identicon

Steini:  Áttu þá við að Íslendingar hafa þegar lokað sig af inni í kerfi ESB án þess að vita af því?  ;)

Er ekki frekar hægt að eiga viðskipta við Kína, Norður-Kóreu, Íran og Kúbu?  Þau eru ekki í ESB.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 19:37

112 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sem þýðir það Steini - að gengistekjur okkar verða engar ef við förum í ESB og sem lítil þjóð útí ballarhafi eru það einmitt okkar helstu tekjur. Hvernig væri nú að koma með eigin rök í stað þess að vísa í aðra sífellt og heilagt. Þú ert í raun bara að miðla ESB áróðri án þess að koma með nokkuð málefnalegt sjálfur!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.6.2010 kl. 19:48

113 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán Júlíusson.

Ísland er á Evrópska efnahagssvæðinu, sá markaður greiðir hátt verð fyrir okkar vörur miðað við aðra markaði og er því okkar langstærsti markaður.

Þorsteinn Briem, 5.6.2010 kl. 19:50

114 identicon

Steini:  Ég var að grínast aðeins.  Er úti á svölum heima í Berlín og er að fara á sjó á mánudaginn í Reykjavík.  Ég þekki þetta mjög vel og er því alger stuðningsmaður ESB!!!

Lísa:  Tekjurnar mínar hafa hækkað alveg ótrúlega mikið í krónum talið síðustu ár.  En í evrum hafa þær lækkað.  Nú er það spurning í hvorum gjaldmiðlinum hafi kaupgeta mín aukist?  Við þurfum að hætta að skoða stóru myndina og skoða okkur litlu kallana sem lifa í kerfinu;)

Eigiði öll gott kvöld!!!

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 19:53

115 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Má ég benda þér á eitt. Við erum lítil þjóð og þurfum að flytja margt hér inn. Yfirleitt flytjum við meira inn heldur en nemur útflutningi vegna smæðar okkar. Ef innflutningur og útflutningur verður að mestu í sama gjaldmiðli verður vöruskiptajöfnuður alltaf í mínus. Það eina sem getur gert það að verkum að vöruskiptajöfnuður sé í plús er gengismismunur. Þessvegna eru þessi rök þín fyrir Evru í raun mótrök fyrir Evru!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.6.2010 kl. 19:54

116 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Lísa Björk. Þú ert viljandi að setja fram rangfærslu, hluti sem vitað er og hefur verið sannað að eru rangir. Þetta tiltók ég skýrt og greinilega fram í mínu fyrra svari.

Þú kaust að svara mér ekki. Þess stað fórstu beint í útúrsnúningana og flótta undan þeim rangfærslum sem þú setur hérna fram og á þínu bloggi.

Svaraðu nú þeim spurningum sem ég hef sett fram. Eða ertu kannski hrædd við það, vegna þess að þá mundi slíkt koma upp um óheiðarleika þinn í skrifum þínum.

Jón Frímann Jónsson, 5.6.2010 kl. 19:54

117 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga nú 1,6% á evrusvæðinu

Euro area -
Interest Rates - One-year interbank market - Percent per annum (nú 1,2%)

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja
:

11.1.2009: "Ég held að ástæðan fyrir því sé sú að með inngöngu fáum við stærri og sterkari gjaldmiðil, lægra vaxtastig og þá efnahagslegu umgjörð sem aðrir í Evrópu búa við."

Það lifir enginn við þessa vexti - Þorsteinn Már Baldvinsson

Þorsteinn Briem, 5.6.2010 kl. 19:54

118 identicon

Lísa:  En ertu þá ekki að segja að við séum að lifa umfram efni?  Það er reiknað svona út;)  Það hefur alltaf verið svona hingað til, en það er kominn tími til að breyta því.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 19:55

119 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tekjur Samherja eru að mestu leyti í evrum og því eðlilegt að fyrirtækið greiði hér einnig öllu starfsfólki sínu laun í evrum.

Samherji
hefur ákvað að greiða hér öllum starfsmönnum í landi 60 þúsund króna viðbótar orlofsuppbót nú um mánaðamótin og það er í þriðja skiptið á rúmu ári sem Samherji greiðir starfsfólki sínu launauppbót umfram kjarasamninga.

Við Íslendingar
ferðumst aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins og því einnig hagstæðast fyrir okkur Íslendinga almennt að fá greidd hér laun í evrum til að kaupa þar vörur og þjónustu, enda er íslenska krónan nánast verðlaus erlendis.

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja
:

11. janúar 2009:
"Ég held að ástæðan fyrir því sé sú að með inngöngu [í Evrópusambandið] fáum við stærri og sterkari gjaldmiðil, lægra vaxtastig og þá efnahagslegu umgjörð sem aðrir í Evrópu búa við."

11. janúar 2009
kostaði evran 170 krónur en hún kostar 159 krónur , eða 6% færri krónur.

Stýrivextir hér voru þá 18%
en þeir eru 8,5% nú og verðbólgan var 18,6% en hún er 7,5% nú.

Næsta vaxtaákvörðun
peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands verður tilkynnt 23. júní næstkomandi.

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,2% sem jafngildir 5% verðbólgu á ári.

Í lok janúar í fyrra voru stýrivextir Seðlabanka Íslands 18% og höfðu verið það frá 28. október 2008, þegar þeir voru hækkaðir úr 12%.

Stýrivextir á evrusvæðinu eru nú 1% og verðbólga 1,6%
.

Gengi evru gagnvart bandaríkjadal
er nú 140, miðað við 100 í árslok 2001.

Þróun verðbólgunnar hérlendis frá janúar 2008 til janúar 2009


Hagvísar Seðlabanka Íslands - Maí 2010


Seðlabanki Íslands - Skýringar og svör

Þorsteinn Briem, 5.6.2010 kl. 19:57

120 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Lísa Björk, ef að inn og útflutningur er í sama gjaldeyri. Þá verður ekki neinn vöruskiptajöfnuður í mínus. Þar sem þetta verður þá eingöngu í einum gjaldmiðli.

Svona fullyrðingar eru eins og að segja að það sé vöruskiptajöfnuður á Akureyri miðað við Reykjavík. Þó svo að báðir staðir noti krónuna sem gjaldmiðil.

Þetta áttu að vita, en virðist engu að síður halda svona rangfærslum viljandi fram.

Hérna eru upplýsingar um innri markað ESB, sem íslendingar taka þátt í að hluta til í gegnum EES samninginn.

Jón Frímann Jónsson, 5.6.2010 kl. 19:57

121 identicon

Jón Frímann:  Ég held að Lísa sé að meina flutingur fjármagns á milli landa.  Fjármagnsstraumur eins og það heitir;)

Þess vegna þurftu Grikkir aðstoð þó svo að þeir eru með evru.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 20:02

122 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins töldu árið 2002 að kostnaður í íslenska hagkerfinu minnkaði um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) og upptöku evru.

"Vergar þjóðartekjur (GNI) á Íslandi árið 2005 voru 977 milljarðar króna og því má áætla að ef Ísland gengi í ESB gætu heildargreiðslur ríkissjóðs til ESB orðið um 10,5 milljarðar króna á ári (þ.e. 1,07% af 977 milljörðum króna) en að hámarki um 12,1 milljarðar króna á ári."

"En hafa verður í huga að stór hluti þess fjármagns sem greitt er til ESB mun skila sér til baka til þjóðarbúsins í styrkjum til landbúnaðar, uppbyggingarverkefna og rannsóknar- og þróunarverkefna.

Í því sambandi má nefna að 86% af tekjum ESB árið 2002 skiluðu sér aftur til aðildarríkjanna í styrkjum og þar af fóru 46% til landbúnaðar, 34% til uppbyggingarverkefna og 6% til rannsóknar- og þróunarverkefna og annarra innri málefna."

[Af 12,1 milljarði króna eru 86% um 10,4 milljarðar króna og mismunurinn er 1,7 milljarðar króna.]

Nýju aðildarríkin
, auk Portúgals, Grikklands, Írlands og Spánar, fá hins vegar meiri greiðslur frá ESB en þau greiða til sambandsins."

Beinn kostnaður Íslands vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið
(EES) var um 1,4 milljarðar króna árið 2007 og 1,7 milljarðar króna að frádregnum 1,4 milljörðum króna eru allt að 300 milljóna króna kostnaður íslenska ríkisins á ári vegna aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

En
kostnaður í íslenska hagkerfinu minnkar um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að sambandinu og upptöku evru.

Sjá hér töflu 2.4 á bls. 51 um árlegan kostnað íslenska ríkisins vegna EES-samningsins:

Ísland og Evrópusambandið - Evrópunefnd

Þorsteinn Briem, 5.6.2010 kl. 20:02

123 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar þurfum að greiða fyrir innflutning hér á vörum og aðföngum í erlendum gjaldeyri, sem kostar nú hátt í tvöfalt fleiri íslenskar krónur en fyrir bankahrunið hér haustið 2008.

Og íslenskir neytendur greiða að sjálfsögðu þessa hækkun á vöruverði.


Bílar og dráttarvélar hafa hækkað mikið í verði hérlendis vegna gengishruns íslensku krónunnar og nær tvöföld verðhækkun á erlendum aðföngum í öllum atvinnugreinum hér í íslenskum krónum frá því að íslensku bankarnir urðu gjaldþrota haustið 2008 hækkar hér einnig vöruverðið.

Þorsteinn Briem, 5.6.2010 kl. 20:26

124 identicon

Það besta við þetta allt saman er að það er enn ódýrara fyrir mig að versla í evrum heima í Þýskalandi en á Íslandi og það reiknað í evrum.

Ríkið er auðvitað mikilvæg eining, án krónu væri ríkið gjaldþrota.  En hvað með okkur einstaklingana?  Hvenær fáum við breik frá þreittum þjóðernissinnuðum pólitíkusum og embættismönnum?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 20:34

125 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Lísa, ok. skil þig.   Eg er ekkert endilega að segja að allt sé fráleitt sem þú segir.  Frumleg nálgun soldið.

Málið bara með peningaprentun, vaxtalausa eða ekki, er að henni fylgir óhjákvæmilega verðbólga.  Að það að prenta peninga til að setja í umferð er í grunninn yfirlýsing um að framtíðar verðgildi krónu hafi minkað við hliðina á viðmiðunargjaldmiðlum svo sem Evru og Dollar.  Meina, þetta er alveg rakið dæmi.  Þýskaland fyrir stíð, Zimbabwe etc.

Að það þýðir ekkert að prenta peninga ef ekkert raunverulegt verðmæti er á bak við þá. 

þar með er þó ekki sagt,  að aldrei sé réttlætanlegt að gera þetta.  En það byggir alltaf fyrst og fremst á almennri efnahagsstjórnun.  Hún verður að vera í lagi og þokkalega traust. Þetta er flókið dæmi.

Þetta hjá þér með að krónan sé góð vegna innflutnings/útflutnings og hægt sé að flytja meira inn vegna krónunar - held þú sért á villigötum þar mundi eg segja.

Á undanförnum fleiri fleiri árum var mikill halli á viðskiptum við útlönd. Það var allt fjármagnað með erlendri lántöku.  Það sem hefur verið og er að gerst núna síðan 208 er - að komið er að skuldadögum fyrir Ísland.  Gengdarlaus innmokstur erlends lánsfés undir stjórn Sjalla (undir það síðast voru þeir farnir að seilast í vasa evrópskra sparifjáreigenda) skapaði hérna það sem kallað var "góðæri" og var Sjöllum að þakka auk meðfæddrar snilli Íslendinga. 

Allt var það blekking.  Um var að aðeins að ræða erlent lánsfé.  Svo hvarf það - þá náttúrulega sprakk blaðran - eða öllu heldur puðraðist allt loftið úr blöðrunni.  Og fólk og Ríkið sat uppi með afleiðingarnar sem óþarfi er að lýsa nánar. 

Veit það ekki, umræða um peningamál og efnahagsstjórnun fer oft út um svo víðan völl og, að mínu mati, hafa íslendingar núna sumir, frekar undarlegar hugmyndir um hvernig þetta virkar. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.6.2010 kl. 21:11

126 identicon

Ómar.  Peningar er afar einföld hugsjón.  En rugludallar byrja stundum að rugla með hugtakið.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 21:13

127 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það þarf að stöðva gengdarlaust innmokstur á erlendu lánsfé. Við vorum í slæmum málum fyrir. Evra leysir ekki þau mál. Þetta mun taka tíma en.... við getum það á eigin forsendum. En ekki með því að gefa frá okkur réttinn til að prenta eigin gjaldmiðil.

Verðbólgan fer eftir því hversu mikið er prentað af peningum. Án þess að hafa tölurnar held ég að við séum langt frá því að vera jafn skuldsett og þjóðverjar voru eftir stríð.

Gjaldmiðill hverrar þjóðar er hinsvegar mikilvægur og getur verið okkar tækifæri til framtíðar. Því það er mismunur á inn og útflutningi sem skapar verðmæti. Fyrir lítið land hefur jákvæður gengismunur allt að segja þó svo það skipti minna máli hjá stærri þjóðum.

Peningastjórnun þarf að vera mjög skýr og formföst - hefur ekki verið það hér. Þessu má breyta, en ekki með því að hlaupast undan merkjum og láta allt okkar í erlendar hendur. Það er ekki lausn það er flótti. Og það mun ekki koma sér vel fyrir almenning í framtíðinni.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.6.2010 kl. 22:04

128 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lísa Björk.

Á öllu Evrópska efnahagssvæðinu er frjáls fjármagnsflutningur
undir venjulegum kringumstæðum, þannig að við Íslendingar getum átt bankareikninga hvar sem er á evrusvæðinu og tekið þar lán í evrum, rétt eins og íbúar á evrusvæðinu hafa átt peninga á bankareikningum hérlendis, ekki síst vegna þess að vextir voru mun hærri hér en á evrusvæðinu.

Við tökum lán erlendis í erlendum gjaldeyri og þurfum að greiða þau til baka í erlendum gjaldeyri, ásamt vöxtum.

Tekjur íslenskra fyrirtækja eru aðallega í evrum og þar af leiðandi er eðlilegast að þau að greiði hér laun í evrum.

Vörur í verslunum hérlendis eru aðallega keyptar í evrum og því eðlilegast að þær séu einnig seldar hér í evrum.


Vöruverð hérlendis hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár, fyrst og fremst vegna gengishruns íslensku krónunnar og hækkun á vöruverðinu veldur hér verðhækkun á öllu sem tengt er vísitölu neysluverðs.


"Árið 1995 voru sett lög um vísitölu neysluverðs, nr. 12/1995 og leysti hún vísitölu framfærslukostnaðar af hólmi. Þá var jafnframt ákveðið með lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001nota vísitölu neysluverðs eina til verðtryggingar."

Vegna gengishruns íslensku krónunnar og mikillar verðbólgu hér undanfarin ár hafa erlend aðföng og rekstrarvörur einnig hækkað hér mikið í verði.

Og kaupmáttur hefur fallið mikið hérlendis undanfarin ár vegna gengishrunsins og verðbólgunnar hér.

Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.


Um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu. Við Íslendingar ferðumst einnig aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins og þurfum að kaupa evrur fyrir íslenskar krónur þegar við greiðum fyrir vörur og þjónustu á evrusvæðinu.

Við Íslendingar getum hvorki notað íslenska mynt né rússneska á ferðalögum okkar á evrusvæðinu og er rússneska rúblan þó mun stærri gjaldmiðill en íslenska krónan.

Mun færri Íslendingar ferðast nú til útlanda en fyrir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008.

Hérlendis hefur hins vegar verið stöðug árleg fjölgun erlendra ferðamanna allan þennan áratug, að meðaltali
6,8% á ári, þrátt fyrir að gengi íslensku krónunnar hafi verið bæði mjög hátt og mjög lágt á þessu tímabili.

Nú eru 1% stýrivextir og 1,6% verðbólga á evrusvæðinu, sem eru mun lægri stýrivextir og verðbólga en hér.
Þar af leiðandi er mun auðveldara fyrir fyrirtæki og einstaklinga á evrusvæðinu að gera áætlanir varðandi rekstur og fasteignakaup en íslensk fyrirtæki og einstaklinga.

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru
15.685 milljarðar króna í árslok 2007 en sjö milljörðum króna hærri ári síðar, eða 22.675 milljarðar króna í árslok 2008.

Þegar litið er á heildarmyndina bjargar íslenska krónan því ENGU fyrir íslensk fyrirtæki og einstaklinga.


Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


"Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum var inneign íslenskra fyrirtækja á gjaldeyrisreikningum að meðaltali um 110 milljarðar króna síðustu tvö ár fyrir bankahrunið."

"Gjaldeyrishöftin eru einfaldlega yfirlýsing um að íslenska krónan sé ekki í lagi, þau virka eins og stórt viðvörunarskilti," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í samtali við Fréttablaðið.

Vilhjálmur segir að fyrirtæki kjósi því að halda erlendum gjaldeyri á gjaldeyrisreikningum, frekar en að skipta honum í krónur.

Og samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum áttu íslensk fyrirtæki um 174 milljarða króna í erlendum gjaldeyri á svokölluðum gjaldeyrisreikningum í íslenskum fjármálastofnunum í maí [í fyrra]."

Samtök atvinnulífsins um gjaldeyrishöftin


Gengi evru er nú
um 40% hærra gagnvart bandaríkjadal og sterlingspundi en í árslok 2001 en evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002.

"The euro is the official currency of the Eurozone, 16 of the 27 Member States of the European Union (EU), and is the currency used by the EU institutions.

The
eurozone consists of Austria, Belgium, Cyprus, Finland, France, Germany, Greece, Ireland, Italy, Luxembourg, Malta, the Netherlands, Portugal, Slovakia, Slovenia and Spain.

Estonia
is due to join the eurozone on the 1st January 2011."

"... other EU memberstates have a direct peg [to the Euro] due to ERM II: the Danish krone, the Lithuanian litas and the Latvian lats."

Og sænska krónan hefur fylgt gengi evrunnar.

"The euro
is consequently used daily by some 327 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro.

Over 150 million people in Africa use a currency pegged to the euro, 25 million people outside the eurozone in Europe and another 500,000 people on Pacific islands."

Evran - Wikipedia

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 01:27

129 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið eruð ekki búin að bíta úr nálinni með þennan einhæfa áróðurssöng hér á síðunni. Hvílíkar rangfærslur!

Jón Valur Jensson, 6.6.2010 kl. 01:33

130 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Það eru ENGIN RÖK í nokkru máli að staðhæfa að eitthvað sé "rangfærslur".

Komdu með RÖKIN fyrir því, í stað þess að GAPA hér eins og þorskur á þurru landi, að vanda!

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 01:44

131 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið eruð í bullandi afneitun um þessar staðreyndir:

1) að sjálfur kanzlari Þýzkalands og fleiri í EU stefna á, að til verði öflugur Evrópubandalagsher;

2) að evran hefur beðið svo mikinn hnekki á síðustu mánuðum, að framtíð hennar eða stærð evrusvæðisins er í "hættu";

3) að EU-Ísland myndi nánast engu ráða um allt það, sem ákveðið yrði í stofnunum EU, jafnvel um landsins mikilvægustu málefni;

4) að allt að því ógerlegt yrði fyrir Ísland, ef það eitt sinn léti innlimast, að segja sig úr bandalaginu (sú "röksemd" Ións Frímanns, að Grænland hafi getað það, er "fake"!). Kem með rök fyrir því og fleira á morgun.

PS. Steini Briem, svaraðu í fullri hreinskilni þessari spurningu: Ertu að vinna fyrir Evrópubandalagið eða á styrk þaðan, eða ertu í vinnu eða verktaki eða styrkþegi hjá einhverri stofnun eða félagi sem vill koma Íslandi inn í EU?

PPS. Vegna orða þinna um, að ég "GAP[I] hér eins og þorskur á þurru landi, að vanda!" vil ég taka fram, að ég held áfram að skrifa hér, þótt þú tíðkir slíkan rithátt og ásakir mig upp úr þurru um "ofstopa og sóðakjaft" og sjálft prúðmennið Jón Baldur Lorange um "skæting". Ég hygg þú ættir frekar að líta til með þrðja Jóninum, sem skrifar á þessa síðu, og horfa öðru hverju í spegil til tilbreytingar.

Jón Valur Jensson, 6.6.2010 kl. 03:09

132 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Steini

Þú ert eins og venjulega að taka heimildir héðan og þaðan án þess að vera með nein rök. Ef allir íslendingar væru eins og þú - étandi upp röksemdir annarra án eigin hugsunar, þá værum við dauðadæmd. En til allrar lukku þá eru ekki allri þannig.

Skapandi hugsun mun máské bjarga okkur - ekki heimildarvinna endurrituð á bloggið......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.6.2010 kl. 05:07

133 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lísa Björk.

Þetta eru ENGIN RÖK hjá þér, enda ertu greinilega RÖKÞROTA.

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 05:20

134 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Þetta eru ENGIN RÖK af þinni hálfu:


"1) að sjálfur kanzlari Þýzkalands og fleiri í EU stefna á, að til verði öflugur Evrópubandalagsher;"

Sameiginlegur her
allra ríkja Evrópusambandsins er ekki til, eins og allir vita, og verður ekki til nema með samþykki allra ríkjanna. Hins vegar eru 26 af 28 ríkjum NATO í Evrópu.

Ísland hefur verið í Atlantshafsbandalaginu (NATO) í rúma sex áratugi og nú eru 26 Evrópuríki í NATO
, 21 þeirra er nú þegar komið í Evrópusambandið og sjö þeirra eru með herskyldu en hún verður aflögð í Svíþjóð í næsta mánuði.

"The CFSP [Common Foreign and Security Policy of the European Union] sees the NATO responsible for the territorial defence of Europe and "peace-making" while since 1999 the European Union is responsible for implementation missions, such as peace-keeping and policing of treaties etc."

Common Foreign and Security Policy of the European Union


"Commitments and cooperation in this area shall be consistent with commitments under the North Atlantic Treaty Organisation [NATO], which, for those States which are members of it, remains the foundation of their collective defence and the forum for its implementation."

Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon) - Sjá bls. C 306/35


Þetta eru heldur ENGIN RÖK:


"2) að evran hefur beðið svo mikinn hnekki á síðustu mánuðum, að framtíð hennar eða stærð evrusvæðisins er í "hættu";"

Nú eru 1% stýrivextir og 1,6% verðbólga á evrusvæðinu.

Spáð er rúmlega 1% hagvexti á evrusvæðinu á þessu ári og 1,5% á næsta ári.


Gengi evru er nú
um 40% HÆRRA gagnvart bandaríkjadal og sterlingspundi en í árslok 2001 en evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002.

"The euro
is consequently used daily by some 327 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro.

Over 150 million people in Africa
use a currency pegged to the euro and 25 million people outside the eurozone in Europe."

Og ekki eru þetta
RÖK:

"3) að EU-Ísland myndi nánast engu ráða um allt það, sem ákveðið yrði í stofnunum EU, jafnvel um landsins mikilvægustu málefni;"

"Evrópusambandið er stjórnmálaleg og efnahagsleg alþjóðasamtök 27 Evrópuríkja með höfuðstöðvar í Brussel.

Sambandið var stofnað í núverandi mynd með undirritun Maastrichtsamningsins þann 7. febrúar 1992, þar sem byggt var á Evrópubandalaginu.

Um 500 milljónir manna búa í Evrópusambandinu og samanlögð verg landsframleiðsla aðildarríkjanna er um 30% af vergri landsframleiðslu heimsins."

Brussel er
höfuðborg Belgíu, aðalaðsetur flestra helstu stofnana Evrópusambandsins og NATO flutti höfuðstöðvar sínar frá París til Brussel árið 1967, enda er borgin stundum kölluð höfuðborg Evrópu.

Atlantshafsbandalagið (NATO) - Wikipedia


Evrópusambandið -Wikipedia


Brussel - Wikipedia


Evrópusambandið er samtök sjálfstæðra og fullvalda ríkja.


"Alþjóðastofnun
eða alþjóðasamtök eru samtök fullvalda ríkja sem hafa ákveðin markmið og reglur sem aðilar að þeim þurfa að fullnægja og fylgja eftir. Sem dæmi má nefna Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn."

Og þessi fullyrðing þín er ekki heldur nokkur einustu RÖK í málinu:


"4) að allt að því ógerlegt yrði fyrir Ísland, ef það eitt sinn léti innlimast, að segja sig úr bandalaginu (sú "röksemd" Ións Frímanns, að Grænland hafi getað það, er "fake"!). Kem með rök fyrir því og fleira á morgun."

Aðildarríki Evrópusambandsins geta sagt sig úr sambandinu samkvæmt Lissabon-sáttmálanum:


"Article 49 A

1.
Any Member State may decide to withdraw from the Union in accordance with its own constitutional requirements."

Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon) - Sjá bls. C 306/40


Allt þetta er MARGBÚIÐ að segja ykkur
og verður sagt tvö hundruð þúsund sinnum oftar, ef því er að skipta, til að koma hér STAÐREYNDUM á framfæri gegn lygi Heimssýnar og hennar aftaníossa.

Hins vegar skiptir engu máli hversu oft ykkur verða sögð einföld sannindi, því heimssýn ykkar byggist á trúarbrögðum en ekki staðreyndum af nokkru tagi.

Ég hef skrifað athugasemdir hér á Moggablogginu nær daglega í rúmlega þrjú ár og hef frá upphafi lagt áherslu á SKYNSAMLEG RÖK í öllum málum hér á Moggablogginu, rétt eins og þegar ég var blaðamaður á Morgunblaðinu í mörg ár.

Enda kvartaði ENGINN undan mínum fréttum og fréttaskýringum um alls kyns málefni á Morgunblaðinu.

En DÓNASKAP YKKAR OG SVÍVIRÐINGUM í minn garð mun ég ætíð svara í sömu mynt.

Mér hefur ætíð boðið við þér
og þínum "málflutningi" Í ÖLLUM MÁLUM og þú ert öfgafyllsti, heimskasti og leiðinlegasti maður sem ég hef kynnst.

RÖK
eru ekki þín sterka hlið á nokkru sviði og lygina elskar þú mest af öllu.

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 05:25

135 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi afritunarárátta þín, Steini Briem, er með endemum fyndin.

Þú ert orðinn eins og ábúðarmikill pólitíkus sem vitnar í sjálfan sig.

Það er ennfremur gaman að horfa upp á, er þú missir stjórn á þér.

Hvað kemur þessi næstsíðasta gos-klausa þín málefninu við?!!!

Og hvað kemur öðrum við, hvað þér finnst um mig vesælan?!

En að því sögðu: Þeim kemur þó við, að aldrei hefurðu kynnzt mér!

"Þeir segja mest af Ólafi kóngi, sem aldrei hafa séð hann né heyrt."

Svo eru þessi andsvör þín til þess gerð að krafsa yfir uppgjöf þína.

Þú tekur nákvæmlega ekkert mark á frú Angelu Merkel, ekkert!

Mér dettur ekki í hug að þú takir þá mark á neinum rökum.

Rangt hjá þér, að öll EU-ríki hafi neitunarvald gegn stofnun hers!

Írar skipta sér ekki af því, þeir verða bara fyrir utan það starf.

Svo er neitunarvaldið hægt og sígandi á útleið; Merkel nær sínu fram.

Ég þarf ekki að svara hér öðru í bráð, enda hef ég öðru betra að sinna.

Jón Valur Jensson, 6.6.2010 kl. 06:18

136 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Steini, Það sem gerðist á Grikklandi er mjög einfalt. Þeir yfirskuldsettu sig og höfðu á sama tíma ekki tekjunar til þess að borga niður sínar skuldir. Þessvegna þurftu þeir á hjálp að halda. Það sama gerðist á Íslandi. Þegar svona gerist, þá skiptir engu máli hvaða gjaldmiðil viðkomandi þjóð er með.

Málflutningur Lísu Bjarkar er pólitísk litaður, og sem slíkur ómarktækur. Enda byggir hann á rangfærslum og engu öðru sýnist mér. Enda mun fljót leit á internetinu afsanna hennar orð, og mér sýnist ennfremur að fullyrðingar hennar hafi verið löngu afsannaðar hérna og ætla ég því ekki að skipta mér meira af því frekar en þörf þykir.

Það sem Jón Valur heldur fram hérna er sérstakur kafli, sem ég ætla núna að rita og verður hlutverk þess kafla að taka í sundur þær fullyrðignar og lygar sem Jón Valur setur hérna fram. Ósmekklegast þykir mér þó sú fullyrðing sem Jón Valur setur hérna að einstaklingar séu að vinna hjá ESB, eða hafa fengið fengið styrk frá ESB þegar viðkomandi kemur með góð og heilstærð rök fyrir ESB aðild. Þetta er auðvitað tilraun til þess að rægja málflutning viðkomandi. Ég hef þurft að sitja undir svona tilraunum nokkrum sinnum yfir síðasta árið vegna míns málflutnings varðandi ESB og Ísland. Þessi tilraun Jóns Vals sýnir bara mjög vel hversu rökþrota og málefnalega gjaldþrota hann er, sem og aðrir andstæðingar ESB á Íslandi.

Þar sem þeir geta ekki einu sinni komið sjálfir með góð mótrök gegn ESB aðild Íslands. Þess í stað þurfa þeir að ráðast á fólk og ljúga uppá það. Það er skömm að þessu og hefur alltaf verið það.

Fólk getur kynnt sér hvernig Grænland fór úr ESB hérna. Það er ekki mörg orð um það að segja. Nema að Grænland vildi útúr EEC (Evrópubandalaginu) á sínum tíma, og fékk það án nokkura vandræða. Hérna eru síðan upplýsingar um hvernig ferlið gengur almennt fyrir sig ef lönd vilja ganga úr ESB í dag.

Það Jón Valur vill ekki skilja hérna er að æðsta ákvarðanvald innan ESB er Ráðherraráðið, síðan kemur Framkvæmdastjórn ESB og Evrópuþingið á jöfnum grundvelli núna í dag. Þegar það kemur að ákvörðunum um ákveðna hluti innan ESB, það er lagasetningar og fleira.

Að öðru leiti kemur Jón Valur með sína endurtekningu og rökleysu. Þar er ekkert nýtt á ferðinni. Eins og venjulega, þá eru fullyrðingar Jóns Vals órökstuddar og hafa alltaf verið það. Eins og annara andstæðinga ESB á Íslandi (sumir kalla þetta fólk nei sinna).

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 08:49

137 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Ég ætla að gefa þér það Jón Frímann, for the sake of argument, að við göngum í ESB, hvað ef við neitum að verða við kröfum ESB t.d. varðandi sjávarútveg þegar það er farið að ganga fram úr okkar fiskistofnum eða varðandi drekasvæðið, þeir taka alla olíunna sem kann að finnast þar, við mótmælum kröftuglega og hótum öllu illu, en þeir hóta að taka fullveldið af okkur ef við hlýðum ekki og svipta okkur kosningarétti við ESB ? Er það það sem tekur ykkur ESB sinna til að sjá dagsljósið ? Það er greinilega hægt að svipta ríki fullveldi innan ESB, það sem ég hef séð er það hvort sem er úr leik þegar við upptöku evru... Geturu svarað þessu Jón Frímann ?

Charles Geir Marinó Stout, 6.6.2010 kl. 11:12

138 identicon

Gaman að heyra rangfærslur ykkar aftur og aftur í sambandi vði ESB herinn.

Haldiði áfram að halda því fram að það verði komið á fót sérstökum ESB her.

Gaman að heyra rökleysur.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 11:42

139 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvers vegna er fullveldið í hættu við upptöku evru? Svör óskast.

Á móti má spyrja hvert fullveldi okkar er um þessar mundir með okkar löskuðu krónu. Undir beinni stjórn Alþjóða gjaldeyrsissjóðsins, myndi ég segja.

Þeir sem vilja halda í krónuna eru haldnir þeim reginmisskilningi að hægt sé að stýra gengi hennar. Það er ekki hægt. Gengið ræðst af því hvað bankar, aðrar fjármálastofnanir og fjárfestar vilja borga fyrir hana.

Það er ekki hægt að setja lög um að sólin fari að ganga í öfuga átt, eða að jörðin verði flöt. Sumir hlutir stjórnast ekki af þvermóðsku okkar.

Theódór Norðkvist, 6.6.2010 kl. 13:16

140 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Frímann.

Ég man nú reyndar ekki eftir að hafa rætt hér sérstaklega um Grikkland, þannig að þú átt hér væntanlega við ummæli einhvers annars.

Hins vegar hefur verið heimskreppa undanfarin ár, sem hefur greinilega farið gjörsamlega framhjá Heimssýnaraftaníossunum.

Financial crisis of 2007–2010


Economic crisis in Iceland


Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 13:19

141 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Charles Geir, það er til orð yfir svona hluti sem þú ert að koma með. Þetta kallast í almennu tali skáldskapur. Enda er þetta ekkert annað og byggir bara á atburðarrás sem er eingöngu til í hausnum hjá þér. Stundum þróast svona skáldskapur í að verða hugarsýki í hópi (þ.e Heimssýn). Þetta hinsvegar verður aldrei neitt annað.

Steini, enda fór ég mannavilt. Þetta átti að vera svar mitt til Stefáns hérna að ofan. Ég biðst afsökunar á mistökunum. 

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 13:44

142 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ráðherraráðið, þótt æðst eigi að heita, kemur sjaldan saman, Jón Frímann. Í reynd eru æðstu völdin hjá framkvæmdastjórninni (sem getur t.d. sett tilskipanir eins og þessa um innistæðutryggingar án aðkomu þingsins í Strassborg) – og hjá valdamönnum voldugustu ríkjanna í EU.

Þú talar með sjálfbirgingslegum hætti um "lygar" sem ég setji hér fram, en viðleitni mín öll er að segja sannleikann, eins þótt hann komi illa við suma. Svo kemur, takið eftir því lesendur, fyrsta og eina dæmið um slíkar "lygar" hjá Frímanni:

"Ósmekklegast þykir mér þó sú fullyrðing sem Jón Valur setur hérna að einstaklingar séu að vinna hjá ESB, eða hafa fengið fengið styrk frá ESB þegar viðkomandi kemur með góð og heilstærð [sic] rök fyrir ESB aðild. Þetta er auðvitað tilraun til þess að rægja málflutning viðkomandi."

En PS mitt kl. 3:09 hér fyrir ofan var ekki fullyrðing, heldur spurning. Þannig var hún orðrétt: "Steini Briem, svaraðu í fullri hreinskilni þessari spurningu: Ertu að vinna fyrir Evrópubandalagið eða á styrk þaðan, eða ertu í vinnu eða verktaki eða styrkþegi hjá einhverri stofnun eða félagi sem vill koma Íslandi inn í EU?" – Það vekur athygli, að þrátt fyrir allan sína orðamergð svarar Steini ekki spurningunni! Þögn hans verður æ háværari, eftir því sem lengra líður frá, og þessi fyrirspurn er vitaskuld enginn grundvöllur til þess fyrir Jón Frímann að tala um að aðferð okkar andstæðinga innlimunar sé "að ráðast á fólk og ljúga uppá það". Spurning er hvorki fullyrðing né lygi, og reyndu að átta þig á þeim regin-greinarmun sem er á þessu, æsti Jón.

Svo heldurðu áfram eins og rjúpan við staurinn að láta eins og fordæmi Grænlands hafi verið fordæmi fyrir aðildarríki EU að ganga úr því. En þetta er gersamlega ósambærilegt, enda var Grænland aldrei eitt meðlimaríkjanna, og skal ég koma nánar að þessu aftur, en þarna er um annaðhvort reginmisskilning þinn að ræða eða vísvitandi blekkingar. Meðlimaríkin höfðu EKKI þann rtétt, sem Danir höfðu áskilið Grænlendingum, og jafnvel nú, eftir endanlega samþykkt Lissabon-sáttmálans í bandalaginu, yrði nánast ómögulegt fyrir ríki að slíta sig út úr bandalaginu, einum hin smærri. (Nánar að því seinna.)

Stefán Júlíusson trúir ekki Angelu Merkel og virðist halda, að stofnun EU-hers sé nánast ómöguleg "rökleysa", þótt æðsti valdamaður voldugasta meðlimaríkisins tali berum orðum um viljann til þess að stofna þann her, sjá hér: Þýzkaland lét undan hótunum Frakka og hér: Angela Merkel staðfestir og sannar versta grun andstæðinga inngöngu í Evrópubandalagið. Í síðarnefndu greininni vísa ég til frétta Rúv um málið 13. maí sl., en þar sagði m.s. (orðrétt eftir Ruv.is, sem ég vísa til þarna, leturbr. mín):

"Og Merkel sagði næstu skref augljós. Ríkin í myntsamstarfinu væru með sameiginlega mynt, en ekki með sameiginlega efnahagsstefnu eða pólitíska stefnu. Því yrði að breyta. Og í kjölfarið mætti svo skoða aðrar hugmyndir um nánara samstarf, til dæmis hugmyndir um samevrópskan her. Tækist evru-ríkjunum og Evrópusambandinu að vinna sig út úr kreppunni, stæðu þau sterkari að því loknu."

Það stendur því til, a.m.k. er það vilji æðsta einstaks valdamanns ríkjanna í EU, að 1) samræma pólitíska stefnu bandalagsins, 2) samræma efnahagsstefnu meðlimaríkjanna, og gæti nýtt úrslitavald framkvæmdastjórnarinnar um fjárlagagerð þeirra orðið einn þáttur í þessu (og á það stefnir ekki Merkel ein, heldur Brusselvaldið líka), og 3) að setja á fót samevrópskan her. Allt stefnir þetta íátt að því að efla miðstjórnarvald hins nýja stórríkis og auðvelda því að verða það "stórveldi" (Großmacht) sem Jacques Delors, lengi æðsti valdamaður EU, talaði um, og það "heimsveldi" (empire) sem eftirmaður hans, Barroso (forseti framkvæmdastjórnarinar), líkir því við.

Haldið áfram að vera í afneitun, EU-sinnar, þið gerið ykkur bara enn hlægilegri með hverri nýrri afneitun þvert gegn staðreyndum.

Jón Valur Jensson, 6.6.2010 kl. 13:57

143 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

http://www.businessinsider.com/eu-revokes-greek-vote-2010-2?utm_source=feedburner&utm_medium=feed&utm_campaign=Feed:+clusterstock+(ClusterStock)

Er það Jón Frímann ? eða ert þú bara fullur af einhverri froðu ?

Charles Geir Marinó Stout, 6.6.2010 kl. 14:01

144 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna átti að standa: ... slíta sig úr bandalaginu, einkum hin stærri.

Einnig: m.a. í stað m.s. á einum stað.

Jón Valur Jensson, 6.6.2010 kl. 14:02

145 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert að afsaka, Jón Frímann.

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 14:06

146 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Þú ert mun ljótari og heimskari en skötuselur og ÖLLUM heiminum er nákvæmlega sama hvort ÞÚ vilt að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 14:11

147 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

þú getur bara ekki fullyrt svona steini.. það er spaugilegt hvernig þú skrifar hér.

Charles Geir Marinó Stout, 6.6.2010 kl. 14:26

148 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

og já, þú ert ekki ALLUR HEIMURINN. bara svona að benda þér á það ;)

Charles Geir Marinó Stout, 6.6.2010 kl. 14:26

149 Smámynd: Þorsteinn Briem

Charles.

ÖLLUM heiminum er nákvæmlega sama hvað Jóni Vali OG ÖLLUM ÖÐRUM hér á þessu bloggi FINNST um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Einungis RÖK gilda í málinu og það er MARGBÚIÐ að svara hér þessu RUGLI í bæði þér og Jóni Vali.

Það eru ekki RÖK í nokkru máli að velta því fyrir sér hvað muni gerast í framtíðinni.

Ef Íslendingar eða aðrar þjóðir sætta sig ekki við að vera í Evrópusambandinu segja þær sig einfaldlega úr því.

Og það hvarflar ekki að mér að reyna að sannfæra þig eða Jón Val um eitt eða annað.

Ég er hér fyrst og fremst að koma á framfæri réttum UPPLÝSINGUM um aðild Íslands að Evrópusambandinu og mér er nákvæmlega sama hvað þér eða öðrum FINNST um það.

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 14:52

150 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, það er alrangt sem þú heldur fram hérna að Ráðherraráðið komi sjaldan saman. Þarna eru reglulega haldnir fundir, eftir málaflokkum og eftir því sem þurfa þykir. Hérna er gott dæmi um fundasetuna hjá Ráðherraráðinu. Hérna er síðan dagskrá Ráðherraráðs ESB eftir því sem ég kemst næst. Þetta er mjög vel setið, og þarna er mikið fundað.

Grænland, sem hluti af Danmörku var í ESB á sínum tíma. Þegar þeir fengu heimastjórn þá héldu þeir aðild sinni að EEC. Þangað til að þeir ákváðu að segja sig úr því. Eins og ég hef rækilega bent á hérna. Þetta kýst þú hinsvegar að hunsa Jón Valur, og því er skömmin eingöngu þín og verður þar þangað til að þú sættir þig við þessa staðreynd.

Ég vil ennfremur benda þér á Jón Valur að æðstu valdamenn innan ESB eru sjálf aðildarríkin, og er engin ákvörðun þar tekin án þess að þau komi að henni og samþykki slíkt fyrir sitt leiti (þetta veltur þó á málaflokkum eins gefur að skilja).

Annað í þessari langloku þinni Jón Valur er tóm þvæla og órökstutt bull.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 14:52

151 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Charles Geir, þessi frétt er ekkert nema gul pressa af verstu sort. Það er ekki hægt að svipta aðildarríki ESB fullveldi sínu. Ég þarf ekkert að hafa það neitt lengra.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 14:55

152 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Þú heldur það já, það semsagt skiptir engu máli hvað maður hendir hér fram, því er bara tekið með "þettta er samsæri, gul pressa og þvættingur". Þið eruð hinir einu sönnu verðir ESB og enginn veit betur en þið ESB sinnar. Þvílík tjara segi ég nú bara.

Steini; þú um það ;)

PS: það sem ég sagði hér upprunalega; þessi steypa sem vellur úr kjöftum Jóns Frímanns og Steina hefur ekkert annað en aukið andúð mína á ESB.Good Job guys, keep it up ;)

Charles Geir Marinó Stout, 6.6.2010 kl. 15:06

153 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fullveldinu í lagamálum afsala meðlimaríkin sér sjálf með inngöngusáttmálanum (Accession Treaty), þau gera þar eigin lög að hornreku, ekki bara 2. flokks, ef þau brjóta í bága við lög EU, heldur VÍKJA þau fyrir lögum EU, ef "conflict" er milli lagaákvæðanna.

Annað í svörum Jóns Frímanns ber viðlíka flóttahugsun hans vitni. Hann getur t.d. ekki gefið það í skyn með neinni skynsemi, að æðstu valdamenn Íslands hefðu neitt sambærilegt yfirvald eins og æðstu valdamenn Þýzkalands, Bretlands eða Frakklands í málefnum EU, því að í 1. lagi er verið að afnema neitunarvald einstakra ríkja í mörgum málum (fleiri fylgja sennilega á eftir), og í 2. lagi yrði atkvæðavægi Íslands í ráðherraráðinu einungis 0,06%, en nefndra þriggja ríkja samanlagt 41,62% (með Ítalíu, 4. ríkinu, verður hlutur þessara ríkja 53,64% atkvæða í ráðherraráðinu frá og með árinu 2014, þ.e.a.s. 894 sinnum meiri en Íslands! – sjá þessa grein).

Svara öðru á eftir.

Jón Valur Jensson, 6.6.2010 kl. 15:21

154 Smámynd: Þorsteinn Briem

Charles.

ENGUM dettur í hug að taka afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu út frá þessu RUGLI í Jóni Vali og þér.

Ég var blaðamaður á Morgunblaðinu í mörg ár, skrifaði þar daglegar fréttir um alls kyns málefni og gaf vikulega út sérblað um sjávarútveg.

Þær fréttir og fréttaskýringar voru lesnar af tvö hundruð þúsund manns á dag og ENGINN kvartaði undan þeim.

Meirihluti þjóðarinnar tók því mark á því sem ég skrifaði en ENGINN tekur mark á RUGLINU í Jóni Vali og þér.

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 15:25

155 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

hefur þú ekki verið að fylgjast með skoðanakönnunum síðustu mánuði ? ertu ekki í neinum tengslum við raunveruleikann? MEIRIHLUTI þjóðarinnar er á MÓTI aðild að ESB.

Charles Geir Marinó Stout, 6.6.2010 kl. 15:45

156 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, þú getur ekki svarað mér efnislega, og svona fullyrðingar sem eru ekki með nein rök á bak við sig breyta þar neinu um. Þú hefur ekki ennþá sýnt fram á í skrifum þínum að þú vitir nokkurn skapaðan hlut um ESB. Aðildarsáttmálar ríkja við ESB eru þar engin undantekning. Þeir sem hinsvegar þekkja til málana vita fullvel að aðildarsáttmálar ríkja við ESB hafa stöðu þjóðréttarsamninga og eru bindandi fyrir báða aðila.

Greinin eftir Harald er tóm þvæla. Sést mjög vel þegar þessar hérna (vefsíða ESB um þetta er hérna) upplýsingar eru skoðaðar um hvernig kosið er innan Ráðherraráðs ESB.

Charles Geir. Það skiptir máli hvernig upplýsingar eru settar fram, og hvaðan þær koma. Viðhorf eru ekki jöfn, og heldur ekki upplýsingar og fullyrðingar sem tengjast þeim. Andstæðingar ESB á Íslandi nota óttan mikið til þess að hræða fólk frá ESB aðild Íslands, og núna vísa þeir gjarnan í skoðanakannanir sem voru teknar á toppi Icesave málsins fyrr á þessu ári. Það er þó áhugavert að ennþá er meirihluti fyrir aðildarviðræðum, þó svo að fólk sé ennþá á móti aðild Íslands að ESB. Það viðhorf mun þó breytast eftir því sem að líður nær því að íslendingar kjósi um aðildarsamning.

Þegar þar að kemur, þá vonast ég til þess að íslendingar samþykki aðildarsamning Íslands við ESB. Hinsvegar er langt í að þær kosningar verði.

Hinsvegar verður Ísland umsóknarríki hjá ESB innan skamms, og þá verður áhugavert að sjá hver viðbrögð almennings á Íslandi verða í kjölfarið.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 16:06

157 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Og helduru að viðhorf þeirra heimilda sem þú kemur með eru með einhverju horfi betri en þetta sem ég hef bent á? Hvað er málið ? Þið eruð sjálfir duglegir við að breiða út ótta, þ.e.a.s. óttann um að Ísland verði einangrað frá restini af heimnum ef við göngum ekki í ESB og tökum upp evru.. Það eru fleiri þjóðir í heiminum en þær sem eru í ESB þannig að möguleikarnir eru mýmargir. Þetta bull sem þið slefið út úr ykkur fellur því um sjálft sig.

Charles Geir Marinó Stout, 6.6.2010 kl. 16:33

158 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Charles Geir, hlutverk heimilda er að sýna fram á það að þær fullyrðingar sem ég set fram séu réttar.

Heimildir eru ekki viðhorf, en ég byggi mín viðhorf á heimildum og þeim staðreyndum sem er að finna.

Ísland er nú þegar einangrað efnahagslega. Sérstaklega þó vegna gjaldeyrishaftanna sem núna eru í gildi á Íslandi. Það er ennfremur alveg ljóst að EES samningurinn mun ekki verða í gildi um alla framtíð. Hvort að hann mun gilda í tíu eða tuttugu ár í viðbót skal ég ekki fullyrða neitt um á þessari stundu.

Það eru vissulega fleiri þjóðir í heiminum en þær sem eru í ESB. Það sem skiptir þó máli er sú staðreynd að ESB hefur viðskipti við þessar þjóðir og hefur við þau samskipti. Í þeim samtakamætti sem er að finna innan ESB þá tryggja aðildarríkin það að þau fá alltaf bestu samningana sem völ er á, en slíkt gæti reynst þeim ómögurlegt ef þau stæðu í þessu uppá sýnar eigin spítur.

Ísland er ekki stórþjóð, og vægi okkar á alþjóðlegum vettvangi er lítið og fer minnkandi um þessar mundir. Ef íslendingar vilja eiga rödd á alþjóðasviðinu, þá er slíkt best gert með aðild Íslands að ESB.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 17:11

159 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta, sem Jón Frímann Jónsson segir hér um að inngöngusáttmálar EU-ríkjanna hafi "stöðu þjóðréttarsamninga og [sé]u bindandi fyrir báða aðila", afsannar engan veginn það, sem ég sagði um, að þeir inngöngusáttmálar feli í sér afsal á fullveldi í lagamálum og að þar séu eigin lög landanna gerð að hornreku, ógilt í raun eða látin mæta afgangi, ef þau brjóta í bága við lög EU (ef "conflict" er milli lagaákvæða EU og laga einhverra EU-landa), heldur sýnir það einmitt, hversu hættulega afgerandi þeir inngöngusáttmálar eru – þeir víkja jafnvel stjórnarskrárákvæðum einstakra landa til hliðar!

Ef Jón Frímann skilur þetta ekki, hvað skilur hann þá?

Málið er sennilega alvarlegra: Hann er farinn að skilja þetta, en samþykkir það samt!

Jón Valur Jensson, 6.6.2010 kl. 17:33

160 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

" Ef íslendingar vilja eiga rödd á alþjóðasviðinu, þá er slíkt best gert með aðild Íslands að ESB." Og þetta er skoðun, sem ég er mjög ósammála. Ég vil mikið frekar sjá gerða samninga við aðrar þjóðir svosem Indland, Kína, Bandaríkin og önnur lönd sem og ESB en aldrei verða hluti af einhverju sem við munum aldrei geta stjórnað sjálf. Þetta er það sem er critical, að geta stjórnað okkar peningastefnu sjálf, ekki taka skipunum frá framkvæmdarstjórn ESB eða neinu öðru sambandi, að geta mótað okkar utanríkisstefnu óáreitt.

En ef það þarf annan gjaldeyri þá vil ég sjá dollarinn þar sem hann er mikið skynsamari í þeim skilningi að hægt er að taka hann upp á mikið skemmri tíma en evruna.

"sland er ekki stórþjóð, og vægi okkar á alþjóðlegum vettvangi er lítið og fer minnkandi um þessar mundir."

Þetta vægi mun ekkert breytast með inngöngu í ESB þegar Brussel tekur allar ákvarðanirnar. Face it, okkar vægi verður ekki og mun aldrei verða mikið innan ESB.

Charles Geir Marinó Stout, 6.6.2010 kl. 17:50

161 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur. Ég skora á þig að koma með óhyggjandi sannanir fyrir þeim fullyrðingum sem þú setur fram hérna. Annars skaltu ómerkur maður heita!

Það eina sem þú gerir hérna er að fullyrða, án þess þó að leggja til dæmi eða sannanir fyrir þínum málflutningi. Núna er komið að því að þú Jón Valur sannir þitt mál.

Charles Geir, ESB er með viðskiptasamninga við Indlands (sjá hérna), og eru mikil viðskipti á milli ESB ríkjanna og Indlands. Sama gildir um önnur lönd sem þú telur upp hérna. Samningar eru þó mismunandi eins og gengur og gert, en vefsíða ESB um þau málefni er hérna.

Það er ennfremur rangt sem hérna er haldið fram að "Brussel" muni taka ákvarðaninar. Þeir sem taka ákvarðaninar eru aðilar frá aðildarríkjunum sjálfum, eða talsmenn þeirra. Þá eru ákvarðanir annaðhvort teknar í Ráðherraráðinu eða í Framkvæmdastjórn ESB og í sumum tilfellum á Evrópuþinginu

Sú fullyrðing sem þú setur fram hérna Charles Geir er einfaldlega röng og á ekki við nein rök að styðjast. Þér hefur verið bent á þetta margoft, en þú neitar engu að síður að hlusta á þessar staðreyndir.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 18:17

162 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Við erum með um 70-80% af grunn laga og regluverki ESB og þ.a.l. um 70-80% aðilar að hinu óskaplega ESB.  Það er bara þannig.  Það eru aðeins örfá atriði sem standa útaf í grunninn.

Umrædd aðild er, má segja, aukaaðild að ESB.

þeirri aðild fylgi sá galli að Ísland hefur enga aðkomu að málum og er í raun einangrað - en tekur við og verður að innleiða laga og regluverk ESB.  Hefur ekkert um það segja.  Bara stimplar os.frv.

Það sem sérstaklega verður gott og jákvætt þegar ísland verður fullgildur aðili að sambandinu er, að ísland og íslendingar verða þá aðilar að því sem fram fer og geta lagt áherslu á sín mál og atriði er skipta ísland sérstaklegum máli. 

Þetta mun hafa mjög góð áhrif á hið einangraða eyjarsamfélag og innbyggjar munu mannastmikið.    Mun gera það nefnilega.

Með ofansagt í huga er ljóst, að ísland eykur fullveldi sitt og sjálfstæði með aðild.  Hverfur frá áhrifaleysi til áhrifa.  En það vilja andsinnar ekki.  Þeir vilja áhrif og fullveldi íslands sem minnst.  Skrítnir spekúlantar þessir andsinnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.6.2010 kl. 18:20

163 Smámynd: Þorsteinn Briem

Charles.

Þú hefur ekki hugmynd um hvort Ísland muni ganga í Evrópusambandið þegar samningur um aðildina liggur fyrir eftir nokkur ár.

Þú vissir kannski fyrir þremur mánuðum að Jón Gnarr yrði borgarstjóri í þessum mánuði.

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 18:40

164 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Steini; hvað ertu að meina með þessari athugasemd ?

Charles Geir Marinó Stout, 6.6.2010 kl. 18:56

165 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Jón Frímann: Það eina sem þú vísar í í seinustu athugasemd eru upphafssíður (fyrir utan þetta með Indland; við þurfum ekki að ganga í ESB til að eiga viðskipti við Indland!), hvernig væri nú að þú kæmir með HEIMILDIR en ekki þessar síður fyrir þessu ? !

Charles Geir Marinó Stout, 6.6.2010 kl. 19:14

166 Smámynd: Þorsteinn Briem

Charles.

Það hringlar í hausnum á þér, trúlega vegna eiturlyfjaneyslu.

Ég var að svara þér:

"MEIRIHLUTI þjóðarinnar er á MÓTI aðild að ESB."

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 19:26

167 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í skoðanakönnun í apríl 2008 voru TVEIR ÞRIÐJU  Íslendinga fylgjandi því að undirbúa umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Og í skoðanakönnun
í febrúar 2008 voru 55% Íslendinga fylgjandi því að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Tveir þriðju Íslendinga vilja hefja undirbúning umsóknar um aðild að Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 19:31

168 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hins vegar er að sjálfsögðu ekki hægt að spyrja fólk núna um afstöðu þess til samnings um aðild Íslands að Evrópusambandinu, sem liggur ekki fyrir fyrr en eftir nokkur ár.

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 19:36

169 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Jæja.. þá kom að því að eitthvað fyllti mælinn... Þú sakar mig um eiturlyfjaneyslu ? Guð minn góður, þú ert heftari en ég gerði ráð fyrir. Þessi frétt er fyrir meira en ári síðan, ég spurði hvort þú værir búinn að vera í tengslum við raunveruleikann og sjá skoðanakannanir undanfarna mánuði ? Þetta er því ekki eitthvað sem hægt er að taka mark á í dag, frekar en hægt er að taka mark á því sem þú segir hér eftir. Að saka aðra um eiturlyfjaneyslu. Minn kæri steini, þú er bavíani af verstu sort.. Vertu sæll því aldrei ætla ég að svara þér aftur.

Charles Geir Marinó Stout, 6.6.2010 kl. 19:41

170 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Charles Geir, þetta eru heimildir sem ég vísa til. Þarna eru tvíhliðasamskipti ESB og Indlands útskýrð, ásamt samskiptum ESB við önnur ríki heimsins.

Ísland er ekki stórveldi, og verður það aldrei nokkurntíman. Þvert á þær þjóðernishugmyndir sem íslendingar hafa um land og þjóð. Þeir viðskiptasamningar sem Ísland hefur í dag eru gerðir á grundvelli EFTA. Í dag eru íslendingar ekki mikið með samninga fyrir utan EFTA.

Án EFTA væri staða Íslands og íslendinga frekar slæm og efnahagurinn vanþróaður og illa samkeppnisfær við efnahag nágrannalandanna.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 19:49

171 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Tjaa.. þú fengir ekki hátt ef þú værir að skrifa ritgerð fyrir þessar heimildir þínar. Komdu með tengla af þessum síðum þar sem þetta er skrifað ! annars eru þetta ómarktækar heimildir.

Charles Geir Marinó Stout, 6.6.2010 kl. 19:56

172 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Charles Geir, það er afskaplega ódýrt af þér að kalla mínar heimildir ómarktækar. Þegar þú getur ekki einu sinni sjálfur komið með eitthvað betra.

Komdu með betri heimildir en þær sem ég hef. Annars ertu bara að koma hingað með ódýrt tal sem þú hefur augljóslega ekki efni á.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 19:59

173 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Þetta eru ekki heimildir ! þú vísar í einhverjar upphafssíður fyrir ESB en það er ekki nóg ! veistu ekki hvernig heimildir eiga að vera þegar vísað er í þær eða ?

Charles Geir Marinó Stout, 6.6.2010 kl. 20:03

174 Smámynd: Þorsteinn Briem

Charles.

Þú RUGLAR svo svakalega hér að manni dettur helst í hug að þú sért í eiturlyfjaneyslu.

Hins vegar var ENGINN að "saka" þig um nokkurn skapaðan hlut.

LÆRÐU AÐ LESA.

Og engu landi er stjórnað samkvæmt skoðanakönnunum, heldur KOSNINGUM, sem oft eru í litlu samræmi við skoðanakannanirnar.

Þetta átt þú nú að vita.

Það þætti nú harla einkennilegt ef þingmenn færu inn og út af Alþingi samkvæmt skoðanakönnunum hverju sinni.

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 20:29

175 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Ok.. ég skal svara þér í seinasta skipti núna.

"Það hringlar í hausnum á þér, trúlega vegna eiturlyfjaneyslu." hvernig túlkaru þetta ? þarna ertu að gefa í skyn að ég sé í eiturlyfjaneyslu. Þetta er lágkúrulegt. Svo að segja mér að læra að lesa, haha vá.. nýtt stig í biturleika náð.

Jájá ég veit að skoðanakannanir eru í litlu samræmi þegar kemur að kosningum en Þegar skoðanakannanir eru með sömu niðurstöðu trekk í trekk er vel hægt að taka mark á þeim. Þið lifið í fantasíu heimi þar sem ESB er riddarinn á hvíta hestinum og Ísland er prinsessan í neyð. Þetta er sorglegt með öllu tilheyrandi.

Vertu sæll og vinsamlegast ekki beina athugasemdum að mér í framtíðinni, ekki ætla ég að svara þeim þannig það er tímaeyðsla.

Charles Geir Marinó Stout, 6.6.2010 kl. 20:40

176 Smámynd: Þorsteinn Briem

Charles.

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu hefur legið fyrir frá því í júlí í fyrra og þegar aðildarsamningurinn liggur fyrir greiðir íslenska þjóðin atkvæði UM SAMNINGINN.

Í skoðanakönnun
í apríl 2008 voru TVEIR ÞRIÐJU  Íslendinga fylgjandi því að undirbúa umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Og í skoðanakönnun
í febrúar 2008 voru 55% Íslendinga fylgjandi því að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Í fyrravor voru svo alþingiskosningar og meirihluti Alþingis ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Tveir þriðju Íslendinga vilja hefja undirbúning umsóknar um aðild að Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 20:58

177 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Charles Geiri, Ég nenni ekki og hef ekki þörf á því að vísa í heimildir samkvæmt bókstafnum. Þú ert fullfær um að lesa það sem ég vísa í. Nema þá kannski að þú viljir ekki lesa það sem ég vísa í.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 21:38

178 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekkert að því, Jón Frímann Jónsson, að útvega þér þær grundvallar-upplýsingar, sem þú virðist vera að biðja um í 1.-2. málslið innleggs þíns kl. 18.17. Ég vísa til FYLGISKJALS 2 með umsögn minni til Alþingis vegna þingsályktunartillögu vinstri flokkanna um umsókn að Evrópubandalaginu. Þar var um að ræða grein mína 18. maí 2009, Réttinda-afsalið sem yfirlýst og staðfest yrði með aðildarsamningi (accession treaty) við Evrópubandalagið =

http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/878892/

Og þetta er efni nefnds fylgiskjals, sem fjallar um réttinda-afsalið.

"Já, hvernig lítur það út? Engu minna en svona: "Community law takes precedence over any national provisions which might conflict with it." Nánar tiltekið:

"... in joining the European Union, the applicant States [umsóknarríkin] accept, without reserve, the Treaty on European Union and all its objectives, all decisions taken since the entry into force of the Treaties establishing the European Communities and the Treaty on European Union and the options taken in respect of the development and strengthening of those Communities and of the Union;"

"... it is an essential feature of the legal order introduced by the Treaties establishing the European Communities that certain of their provisions and certain acts adopted by the institutions are directly applicable, that Community law takes precedence over any national provisions which might conflict with it, and that procedures exist for ensuring the uniform interpretation of Community law; whereas accession to the European Union implies recognition of the binding nature of these rules, observance of which is indispensable to guarantee the effectiveness and unity of Community law."

Þetta má allt og fjöldamargt annað um aðildarsamninga Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Austurríkis (1994) lesa á þessari vefslóð: http://eur-lex.europa.eu/en/treaties/dat/11994N/htm/11994N.html#0001010001.

En svo eru sumir að reyna að telja okkur trú um, að við getum sett ákveðin sérréttindi okkar í stjórnarskrá, t.d. að Íslendingar eigi fiskistofnana við landið, og tryggt okkur þannig gagnvart allri hugsanlegri ásælni Evrópubandalagsins, ef við samþykktum að ganga í það (m.ö.o. að innlimast í það).

Það er misskilningur, og það er rangt að reyna að telja fólki trú um það. Evrópubandalagið áskilur sér æðsta löggjafarvald í sínu stóra þjóðasamfélagi, fram yfir hvaða lög og hvaða ráðstafanir sem þjóðirnar í bandalaginu kunna að hafa gert og samrýmast ekki EB-lögunum.

Og áfram streyma þaðan lagabálkarnir ... t.d. 27.320 reglugerðir á einu saman tíu ára tímabilinu 1994–2004."

Tilvitnun lýkur í fylgiskjalið.

Jón Valur Jensson, 6.6.2010 kl. 21:40

179 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Þess vegna er þetta ekki marktækt hjá þér.. svo einfalt er nú það Jón Frímann... Þú nennir ekki að fara eftir bókstafnum en væntir þess af okkur, það var svosem auðvitað

Charles Geir Marinó Stout, 6.6.2010 kl. 21:52

180 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Charles Geir. Það er ekki til of mikils mælst af þér að þú vísir í grein máli þínu til stuðnings. Mér er að öllu leiti sama um framsetninguna á þessum tenglum. Bara að þeir séu til staðar.

Annars lít ég á þessi svör þín þannig að þú sért orðin rökþrota. Á meðan svo er. Þá hef ég ekkert meira að ræða hérna.

Jón Valur, þegar ríki ganga í ESB. Þá samþykkja þau að taka upp lög ESB án þess að þræta fyrir það. Í staðinn fá þau fulltrúa við setningu lagana og þegar ákvarðanir eru teknar um lög, reglugerðirnar osfrv. Þar er ekkert nýtt á ferðinni og tilraunir andstæðinga ESB til þess að slá þessu upp eru hlægilegar.

Þú hinsvegar setur þetta upp á rangan hátt. Hérna er ekki á ferðinni neitt fullveldisafsal. Enda er slíkt ekki tæknilega fært samkvæmt alþjóðlegum lögum. Hinsvegar kjósa aðildarríki ESB að deila fullveldi sínu á sameiginlegum grundvelli innan ESB. Deila má um það hvort að slíkt fullveldi ríkjanna innan ESB. Viðhorfið þar virðist hinsvegar vera þar að það sé ekki raunin. Annars er ESB með vefsíðu um þetta málefni hérna.

Það er ennfremur ljóst að ESB tekur ekki yfir neinar auðlyndir aðildarríkja sinna. Þeir sem halda slíku fram eru hreint og beint að ljúga.

Það sem þú sendir til Alþingis hefur ekkert vægi í þessari umræðu. Enda ertu almennt á litið ómarktækur í umræðunni um ESB vegna þeirra stöðugu rangfærslna sem þú setur fram Jón Valur.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 22:07

181 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

EES samningurinn er nákvæmlega sama eðlis í grunninn og ESB.

Hann er nánast kópí peist úr megin stoðum ESB.  Eðlilega náttúrulega,  enda EES í raun aukaaðild að ESB.

Einnig er marg staðfest að EFTA lönd (þau fáu sem eftir eru) eru de faktó bundin af lögum og reglugerðum EES/ESB samkv. því sem EFTA dómsstóll túlkar og dæmir.  Þetta er bara staðreynd og viðurkennt ma. af ísl. dómsstólum.

Þannig að, þegar fólk talar:  OMG! ESB treaty etc.  Þá er það bara að tala um það sem er núna.  Og afar fáir segja:  OMG.

Það eina sem gerist þessu viðvíkjandi er, að Ísland eykur áhrifavald sitt og fullveldi við við formlega aðild.

Þessi umræða um ESB, þe. þeir hlutar hennar sem mest eru áberandi hjá andsinnum - er í rauninni bara þvílíka steypan að, altso,  þetta er ekkert á umræðugrundvelli.  Er einhversstaðar legst niðrí holu.  Djúpri gjótu.

Það er líka merkilegt hve margir neita að kynna sér EES samninginn eða afneita hreinlega hvað í honum felst.  Frægt varð nú þegar Dabbi og Siggi litli Kári komu upp með 6.5% um árið.  Það eru margir sem trúa á þá prósntutölu enn.  Tilbiðja hana eins og kross uppá vegg.

Með fiskinn í sjónum þá á hann náttúrulega enginn í raun og veru. (þó Sjallar hafi stolið honum og veðsett til andskotans)

Íslendingar eru bara með fiskinn í láni frá almættinu.

En varðandi aðkomu ESB því viðvíkjandi og aðild íslands þar að, þá var einna skýrlegast útskýrt hvernig það virkar í máli þeirra félaga Giorgio Gallizioli og Armando Astudillo, sem sitja í sjávarútvegsnefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum.

“Í prinsippinu gætu spænsk eða bresk skip siglt á Íslandsmið, en þau hafa ekkert þangað að gera því þau munu ekki geta krafist veiðiheimilda, sem verða byggðar á veiðireynslu. Of langt er um liðið síðan þessar þjóðir veiddu á Íslandsmiðum og því munu þær ekki geta krafist veiðiréttar”

Þetta er það sem eg hef útskýrt, veit hvað oft fyrir andsinnum, stafað ofaní þá lið fyrir lið.  Prinsippið um "jafnann aðgang" hefur enga merkingu nema um veiðirétt eða kvóta er að ræða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.6.2010 kl. 22:18

182 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

ég rökþrota ? mér sýnist bara enginn vilji af þinni hálfu til að færa einhver haldbær rök fyrir því sem þú ert að segja. Hvurslags leti er þetta maður ? tenglar á upphafssíður eru ekki heimildir fyrir neinu, þú bendir á þetta og segir mér að leita..

"Charles Geir. Það er ekki til of mikils mælst af þér að þú vísir í grein máli þínu til stuðnings" Ekki ert þú að vísa í greinar, þú linkar bara heimasíður og búið. Þú ert að biðja okkur um haldbærar heimildir, alveg tilbunar fyrir lestur og svo er í lagi fyrir þig að gera það ekki... Ég skil svona hugsanagang ekki.

Charles Geir Marinó Stout, 6.6.2010 kl. 22:24

183 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Charls Geir, Ég sé engan tilgang í því að vísa í heila samninga. Það dugar þér að fá vefsíður ESB um viðkomandi málaflokk. Svo að þú getir lesið hann þér til dundurs og fróðleiks ef svo ber undir.

Ég er búinn að færa fullt af rökum fyrir máli mínu. Þú hinsvegar hefur ekki fært rök fyrir neinu. Hinsvegar er nóg af innihaldslausu blaðri sem kemur hérna frá þér.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 22:48

184 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Frímann heldur áfram að brúka munn við sér eldri menn, þegar hann á ekki aðrar varnir. Lítum þó á þetta svar frá honum:

"Jón Valur, þegar ríki ganga í ESB. Þá [sic] samþykkja þau að taka upp lög ESB án þess að þræta fyrir það. Í staðinn fá þau fulltrúa við setningu lagana [sic] og þegar ákvarðanir eru teknar um lög, reglugerðirnar osfrv." – Aths. JVJ: Þetta á einungis við um ný lög, ekki öll þau gömlu! Þar að auki væri vægi Íslands í Evrópuþinginu sama sem ekkert, og Ísland mætti ekkert flytja af lagafrumvörum sjálft í bandalaginu! – En leyfum JFr. að halda áfram: "Þar er ekkert nýtt á ferðinni og tilraunir andstæðinga ESB til þess að slá þessu upp eru hlægilegar." – Kjánaleg niðurstaða JFr. út frá þeirri vörn sinni, sem skorti allt hold á bein. – Þá segir hann ennfremur í svari sínu:

"Þú hinsvegar setur þetta upp á rangan hátt. Hérna er ekki á ferðinni neitt fullveldisafsal. Enda er slíkt ekki tæknilega fært samkvæmt alþjóðlegum lögum." [Sic!] "Hinsvegar kjósa aðildarríki ESB að deila fullveldi sínu á sameiginlegum grundvelli innan ESB. Deila má um það hvort að [sic] slíkt fullveldi ríkjanna innan ESB [sic]. Viðhorfið þar virðist hinsvegar vera þar að það sé ekki raunin." – Þarna ætlaði hann trúlega að segja: "hvort slíkt skerði fullveldi ríkjanna ..."

Þetta er með endemum kjánalegt. EU-sinnar eru meira en tilbúnir til að halda því fram, að við fáum MEIRA fullveldi, af því að þarna færum við líka að taka þátt í löggjöf um málefni HINNA ríkjanna. En þeir (a.m.k. á það við um JFr.) eru EKKI reiðubúnir að viðurkenna, að hin ríkin fengju mestallt löggjafarvaldið yfir OKKUR, þó að það blasi náttúrlega við.

Hvílík AFNEITUN!

En svo er það ekki aðeins, að hin ríkin fá að ráða langmestri löggjöf um framtíð okkar, heldur hefur Brusselvaldið (sem hefur á sinn hátt löggjafarvaldið, því að þaðan verða öll lagafrumvörp að koma og þau að fá staðfestingu þar að lokum) líka rétt til þess að láta þó þau lög, sem við eigum enn í okkar gamla Lagasafni Íslands, verða að engu, ef þau samrýmast ekki einhverjum gömlum eða nýjum paragröffum í EU-lagaverkinu!

Og samt þrætir Jón Frímann!

Jón Valur Jensson, 6.6.2010 kl. 23:08

185 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já.  Bla bla.

Það sem andsinnar eiga að gera, þ.e ef þeir ætluðu að vera samkvæmir sjálfum sér, er að berjast fyrir því að Ísland fari úr EFTA og þar með EES.   En einhverra hluta vegna,  þá vilja þeir það yfirleitt ekki.  Segja að það sé rosa gott að vera í EES.  Þó það sé þess eðlis að það ætti að vera ..rosa vont" samkv. andsinnastórspeki.  Við erum að gera nákvæmlega,  í gegnum EES,  það sem andsinnar segja að gerist við fulla og formlega ðild að ESB.  Við erum að innleiða hérna hægri vinstri laga og reglugerðir ESB - og höfum ekkert um að segja.  Og oft eru þingmenn, vegna einangrunnar og afdalamennsku, svo illa að sér um efnið að þeir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að stimpla í það og það skiptið. 

Hinsvegar er mjög algengt að ísl. hreinlega afneiti EES samningnum eða stingi höfðinu inní sandbing þegar hann ber á góma.  Alveg merkilegur andsk.  Kom td. vel fram í svokölluðu icesaveskuldarmáli.  Þar töluðu margir eins og EES samningurinn væri ekkert til!  Eins og frægt varð.

Hugsa að meðal þess besta sem full og formlega aðild hafi í för með sér, sé að tengsl við Evrópu munu aukast svo mikið, alþingismenn og stjórnkerfi fer að vinna með öllum öðrum Evrópulöndum en sitja ekki, í besta falli, bara fram á gangi.   Íslendingar og þar með sagt Ísland í heild,  mun hafa rosalega gott af þessu menningar og þroskalega séð.  þettta er einfaldlega nauðsynlegt skref í þroska þjóðar. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.6.2010 kl. 00:09

186 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, sá eini sem er í afneitun hérna ert þú. Í tilfelli eldri laga ESB, þá er þeim einfaldlega breytt þannig að það kemur smá viðbót við þau sem segir að lögin í nýja aðildarríkinu virki bara örlítið öðrvísi en viðkomandi lög segja fyrir um. Eða svo hef ég heyrt, ég á eftir að kanna það mál betur og verður það gert í betra tímarúmi og eftir því sem dregur nær aðild Íslands að ESB.

Það er ennfremur augljóst að þeir útúrsnúningar sem Jón Valur beitir á mín orð hérna breita engu þar um staðreyndir málsins og þeim staðreyndum sem snúa að ESB.

Jón Frímann Jónsson, 7.6.2010 kl. 00:13

187 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, svo hefurðu "heyrt"!!! Gildir það þá meira en bein orð inngöngusáttmála sem þú sjálfur sagðir að hefði þjóðréttarlegt gildi?!

Reyndu bara (eins og í lokasetningunni) að þykjast meiri bógur í umræðunni en lesendur geta horft hér upp á. Afneitunin er þín, þú bentir hér á enga afneitun hjá mér.

"Community law [þ.e. Evrópubandalagslög] takes precedence over any national provisions which might conflict with it," og þau EU-lög hafa "binding nature" fyrir ríkin.

Ég sagði þetta ekki, heldur hinir þýðingarmiklu Accesion Treaties.

En þú ætlar að fara að "kanna það mál betur". Gott! Ekki seinna vænna!

Jón Valur Jensson, 7.6.2010 kl. 01:23

188 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, lagakerfi ESB er flókið og það er ekki einfalt mál fyrir leikmann eins og mig að skilja það til fullnustu. Sérstaklega þegar það kemur að lagaflækjum eins og árekstrum varðandi staðarlög og lög ESB. Almenna reglan er hinsvegar sú að lög ESB eru rétthærri en lög viðkomandi ríkja. Ástæðan fyrir þessu er mjög einföld. Það er nauðsynlegt að tryggja að sömu lög gildi innan alls ESB. Það tryggir jafnan rétt íbúana þegar það kemur að innri markaði ESB og annara hluta.

Lög ESB gilda nú þegar á Íslandi og eru íslendingar skuldbundnir í dag til þess að taka upp lög ESB án nokkura breytinga á þeim. Eins og bentur hefur verið á hérna annarstaðar á þessu bloggi, þá hafa íslendingar ekki neitt um þessi lög að segja, þó svo að þau séu tekin upp hérna á landi óbreytt. Ástæðan fyrir því er mjög eifnöld. Ísland er í EES, en innan EES er ekki neinn atkvæðaréttur eða fulltrúaréttur innan ESB. Slíkt fæst aðeins með fullri aðild Íslands að ESB. Eins og staðan er núna, þá eru íslendingar áhrifalausir um þróun og stefnnu ESB í málaflokkum sem snerta þá á grundvelli EES samstarfsins. Besta leiðin til þess að breyta þessu ástandi er með því að ganga í ESB, helst sem fyrst. Þar sem að íslendingar munu þurfa að taka upp lög ESB upp í gengum EES samninginn á meðan samningaviðræðum við ESB stendur á næstu mánuðum, og jafnvel árum.

Þær fullyrðingar sem þú setur fram hérna, á grundvelli texta sem þú fannst í áliti Framkvæmdastjórnar ESB fyrir Svíþjóð, Finnland og Austurríki eru því ekkert nema fáránlegar og byggðar ekki á neinu nema viljandi tilraun til þess að misskilja málið.

Stækkunarferli ESB er útskýrt mjög vel hérna, á vefsíðu ESB.

Það er ennfremur óþolandi að svara alltaf sömu dellunni aftur og aftur. Slíkt er tímasóun á mínum tíma og ég mun ekki standa í slíku. Ég mun hinsvegar svara því sem kemur upp hérna, svo lengi sem það er ekki endurteking á eldri svörum mínum hérna, sem fólk getur lesið ef það vill.

Jón Frímann Jónsson, 7.6.2010 kl. 03:03

189 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við eigum að ganga úr þessu EES-kerfi, það er og var mín stefna.

"Almenna reglan er hinsvegar sú að lög ESB eru rétthærri en lög viðkomandi ríkja. Ástæðan fyrir þessu er mjög einföld. Það er nauðsynlegt að tryggja að sömu lög gildi innan alls ESB." – Þarna sýnir Jón Frímann, að honum finnst þetta sjálfsagt pg bara eðlilegt, að íslenzk lög lúffi fyrir lögum stórveldis. Vill svo ekkert viðurkenna um fullveldismissi!!!

En hann ætlar að kynna sér hlutina, viðurkennir samt, að í tilfellum "árekstra varðandi staðarlög og lög ESB" hafði ég 100% rétt fyrir mér!

Það er kominn tími fyrir Jón Frímann að hætta að tala um "dellu" annarra og byrja á hinu: að endurskoða sjálfan sig.

Jón Valur Jensson, 7.6.2010 kl. 03:55

190 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur. Þetta er athugasemd sem þú hefur ekki efni á að gefa út. Enda er augljóst að þú hefur ekki rétt fyrir þér að einu né neinu leiti. Túlkun þín á áliti Framkvæmdastjórnar ESB er ennfremur röng, eins og ég benti svo vandalega á og vísaði þar til vefsíðu ESB um lög ESB sérstaklega, ekki álit Framkvæmdastjórnar ESB. Í stuttu, þá er túlkun þín á þessu atriði ekkert minna en tóm della sem á lítið skylt við raunveruleikan.

Það er ennfremur alveg ljóst að ef Ísland gengur úr EES, þá munu áhrif á útflutning íslendinga verða mikil og það mundi valda því efnahagskreppan hérna á landi mundi dýpka til mikilla muna. Þetta er augljós staðreynd sem blasir við öllum sem vilja sá.

Ég ætla ennfremur að benda þér á Jón Valur að ESB er ekki stórveldi. Þetta er samband ríkja, sem hefur það að markmiði að vinna saman að pólitískum og efnahagslegum samruna á hinum ýmsu sviðum. Í dag eru íslendingar 2/3 hlutar þáttakendur í þessu samstarfi. Íslendingar nefnilega taka upp lög ESB án þess að hafa nokkuð um þau að segja, eins og margoft hefur verið bent á hérna.

Það er ennfremur ljóst Jón Valur að þú hefur ekki einn einasta áhuga á því að kynna þér hvað ESB gerir. Til þess ertu alltof fordómafullur.

Jón Frímann Jónsson, 7.6.2010 kl. 13:29

191 identicon

Þessi umræða um evrópuherinn og rök andstæðinga ESB eru alveg frábær.

Það er vitnað í Angelur Merkel og Guido Westerwell og sagt að þau vilji Evrópuher.  Það er ekkert gert til þess að kynna sér hvað í því felist.  Það er vitnað í fréttamiðla.  Hvernig væri að kynna sér hugmyndir Angelu Merkel?  Hvernig væri að kynna sér hvað svona her er?  

En aftur og aftur er talað um herin.

Segið þið mér þá andstæðingar ESB hvernig Evrópuherinn á að vera byggður upp?  Segiði okkur hinum vitleysingunum hverjir fari í þennan her!!

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 13:41

192 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað heldur Stefán Júlíusson, að Merkel sé að tala um, þegar hún viðrar hugmyndir um nánara samstarf, "til dæmis hugmyndir um samevrópskan her"? Er ekki Stefán þessi enn í bullandi afneitun?

Jón Frímann, ég var hér ekki með neina "túlkun á áliti framkvæmdastjórnar ESB", heldur vitnaði ég í grunnsáttmála, sem hafa lagagildi í EU, þ.e. inntökusáttmála ríkjanna, og þeir eiga svo sannarlega ekki "lítið skylt við raunveruleikann".

Jón Frímann getur engu spáð um áhrif uppsagnar EES-samningsins.

Ég hef þegar bent á, að helztu menn Evrópubandalagsins tala um það sem stórveldi (Großmacht, Empire) á sínum hreinskilnari stundum. Sannarlega tek ég meira mark á orðum Delors og Barrosos í því efni heldur en stráks á Hvammstanga.

Svo er það ekki fyllilega rétt hjá JFr. að Íslendingar þurfi að "taka upp lög ESB án þess að hafa nokkuð um þau að segja," því að EES-aukalöndin þrjú, Ísland, Noregur og Liechtenstein, hafa einmitt ýmislegt um þessi mál að segja, en hafa vissulega notað sér það í allt of litlum mæli. Þar að auki hefur Alþingi alltaf valdið til að fresta eða segja nei við lögtöku slíkra lagareglna – við höfum ennþá fullveldið til að taka þátt í þessu eða ekki.

En með inngöngu í Evrópubandagið yrði leiðin til baka nánast ómöguleg og sennilega algerlega útilokuð, því að við réðum þessu ekki ein og fengjum sennilega ekki samþykki til þess.

PS. Ég fylgist vel með fréttum. En umfram það hef ég engan sérstakan áhuga á þvi "hvað ESB gerir" fremur en t.d. Bandaríkin, Rússland o.fl. lönd. Og vel er mér það kunnugt, að með hættulega fáum fæðingum í EU stefnir það út í algert kviksyndi á næstu 2-4 áratugum. Evrópubandalagið er ekki framtíðarhestur til að veðja á.

Jón Valur Jensson, 7.6.2010 kl. 14:49

193 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei, þetta er rétt hjá Stefáni.  Andsinnar verða sér til skammar varðandi þessa "herumræðu" eins og í öllum öðrum atriðm sem snúa að ESB.  Þeir bulla bara þvílíka steypuna að varla er hægt að finna orð yfir ruglið í ísl. máli.

Það er margoft búið að fara yfir hvað Merkel og fl. eiga við í þessu sambandi.  Samkv. lauslegri ágiskun hjá mér um daginn er búið að fara yfir það í um 100.000 skipti.  100.000.

Eg efa að það breytir einhverju hjá andsinnum að fara yfir efnið í hundraðþúsundasta og fyrsta skipti.  Dreg það stórlega í efa.

Þeir eru bara eins og róbotar.  Kemur alltaf það sama.  Auk þess eru þeir ófærir um að kynna sér mál að gagni, virðist vera - nema þeir séu viljandi að rangtúlka og villa um fyrir fólki.  Útiloka það ekkert.  En anaðhvort er það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.6.2010 kl. 15:07

194 identicon

Jón Valur:  Segðu mér þá hvernig Evrópuherinn mun starfa?  Það eina sem þú segir er að ég sé í afneitun.  Þú veist að það eru engin rök.  Ég hef oft skrifað hér hvernig evrópuherinn mun vinna, en engin andstæðingur ESB getur sagt það.  Það er synd að andstæðingar ESB eru svona lélegir að notast við STAÐREYNDIR!!

Ég veit hvað Merkel hefur sagt og ég hef fylgst vel með þessu heima hjá mér í Þýskalandi.  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 16:37

195 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, það sem þú vitnaðir í var ekki grunnsáttmálar ESB (Treaty of Rome, með síðari breytingum). Þetta var álit Framkvæmdastjórnar ESB á aðild nokkura ríkja sem stóttu um ESB aðild og urðu síðar aðildar að ESB.

Þú hefur aldrei haft fyrir því virðist vera að kynna þér grunnsáttmála ESB.

Þú skilur ennfremur ekki hvernig EES samningurinn virkar í reynd.

Það eina kviksyndi sem stefnir í að vera hérna er búseta á Íslandi undir núverandi aðstæðum, sem lofa ekki neinu góðu uppá framtíðina fyrir þá sem vilja búa hérna á landi.

Jón Frímann Jónsson, 7.6.2010 kl. 18:31

196 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

http://www.gata.org/node/8709

Jæja, evruni spáð dauða innan fimm ára, Douglas McWilliams of the Centre for Economics and Business Research said the single currency "may not even survive the next week,"

David Blanchflower, professor at Dartmouth College and former Bank of England policymaker, added: "The political implications" of euro disintegration "are likely to be far-reaching -- Germans are opposed to paying for others and may well quit."

Tim Congdon of International Monetary Research said: "The eurozone will lose three or four members -- Greece, Portugal, maybe Ireland -- and could break up altogether because of the growing friction between France and Germany."

The recent worries about the euro's fate followed the creation last month of a $1 trillion (L691 billion) bailout fund to prevent future collapses. Although the fund boosted confidence initially, investors abandoned the euro after politicians showed reluctance to support it wholeheartedly.

Evran er dauðadæmd, þess vegna er ekki gáfulegt fyrir Ísland að ganga inn í ESB þar sem þeir munu væntanlega koma með löggjöf sem sviptir öll aðildarríki valdinu til þess að ráða sinni peningastefnu. Ekki er þetta svo gróðvænlegt, en kjarnríkin í evrusvæðinu, Frakkland, Holland, Belgía og Þýskaland standa best að vígi en þau lönd sem eru á jaðrinum þjást einmitt vegna þess að þau hafa evru. Svo einfalt er nú það.

http://www.swisster.ch/euro-dying-uk-historian-tells-nzz.html

Svo er þarna fín grein sem fer yfir punkta sem Prófessorinn Niall Ferguson gaf út í viðtali, en hann starfar við Harvard.

Charles Geir Marinó Stout, 8.6.2010 kl. 16:26

197 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

PS. Þar með er það órökrétt að halda því fram að Evran sé bjargvættur okkar þar sem jaðarlönd í ESB standa ekki vel að vígi með evruna innanborðs. Við myndum vera flokkuð sem jaðarríki. Svo er líka ein spurning sem mig langar að spyrja ykkur ESB sinna; Afhverju er eitt stærsta iðnveldi heims, Bretland, ekki löngu búið að taka upp evruna?

Charles Geir Marinó Stout, 8.6.2010 kl. 16:28

198 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi evru er nú um 40% HÆRRA gagnvart bandaríkjadal OG sterlingspundi en í árslok 2001 en evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002.

Og evran kostar nú um 280 íslenskar krónur erlendis en fyrir tveimur árum kostaði evran um 100 krónur.

Íslenska krónan er því um ÞREFALT VERÐMINNI en evran nú en fyrir tveimur árum.


Hagvísar Seðlabanka Íslands - Maí 2010, sjá bls. 20 og 24


Um HÁLFUR MILLJARÐUR manna notar evruna eða gjaldmiðla sem bundnir eru gengi evrunnar.

Danska krónan er BUNDIN gengi evrunnar, sænska krónan hefur FYLGT gengi evrunnar og Eistland TEKUR UPP upp evru nú um áramótin.


"The euro is the official currency of the Eurozone, 16 of the 27 Member States of the European Union (EU), and is the currency used by the EU institutions.

The
eurozone consists of Austria, Belgium, Cyprus, Finland, France, Germany, Greece, Ireland, Italy, Luxembourg, Malta, the Netherlands, Portugal, Slovakia, Slovenia and Spain.

Estonia
is due to join the eurozone on the 1st January 2011."
"... other EU memberstates have a direct peg [to the Euro] due to ERM II: the Danish krone, the Lithuanian litas and the Latvian lats."

"The euro
is consequently used daily by some 327 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro.

Over 150 million people in Africa
use a currency pegged to the euro, 25 million people outside the eurozone in Europe and another 500,000 people on Pacific islands."

Evran - Wikipedia

Þorsteinn Briem, 8.6.2010 kl. 16:36

199 Smámynd: Þorsteinn Briem

Charles.

Þú ert 19 ára gutti á Grenivík og hefur ekki glóru hvað þú ert að  tala um hérna, nýkominn af barnsaldri.

Þorsteinn Briem, 8.6.2010 kl. 16:39

200 identicon

Eistland er að taka upp evruna.  Er Eistland ekki jaðarland?  Og hvað með öll þau ríki sem hafa tekið á því að festa gengi landa sinna við evruna?

Ég skil ekki af hverju menn segja að eitthvað sé dauðadæmt og að allt sé slæmt.  

Þó svo að þið eruð hér nokkrir á móti inngöngu Íslands í ESB, þá merkir það ekki að ESB er slæmt bandalag.

Ég lifi og hrærist í ESB og á Íslandi.  Hvar haldið þið að ástandið sé verra?  Ég er viss um það að þið andstæðingar ESB hafið það bara fínt hérna á Íslandi.  Ég vil minna ykkur á að flestir á Íslandi eru að berjast við miklar skuldir, atvinnuleysi og lágt kaup.  

ESB er svo frábært.  En auðvitað eru margir hræddir við eitthvað nýtt og eru á móti breytingum.  En það merkir ekki að það sé slæmt.

Enn hefur enginn andstæðingur ESB sagt mér hvernig hugmyndir Angelu Merkel um evrópuher verður útfrærð.  Enda er það enn ein rökleysa andstæðinga ESB.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 16:40

201 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

hugmyndin um sameinaðan Evrópuher er reyndar nokkuð ágæt hugmynd. Svo stórt samband eins og ESB verður að hafa samkeppnishæfan her, en svo er einmitt spurningin; hvaðan mun þessi her koma. Ekki tel ég að minni ríki þurfi að leggja menn í þennan her en stærri ríkin myndu leggja megnið af hermönnum í þennan her. Þetta er gott og blessað því ef svo fer að Ísland gangi í ESB, sem ég vona auðvitað ekki, er gott að vita af her sem getur verndað ríkin. Þetta er ekki eitthvað sem ég tel vera vandamál við ESB.

http://www.spacewar.com/reports/EU_Dreams_Of_Common_Army_999.html hægt er að lesa um þetta hér.

Charles Geir Marinó Stout, 8.6.2010 kl. 17:17

202 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Ætlaði að segja; Ekki tel ég að minni ríki þurfi að leggja mikið magn af mönnum í þennan her en stærri ríkin myndu leggja megnið af hermönnum í þennan her

Charles Geir Marinó Stout, 8.6.2010 kl. 17:25

203 identicon

Þakka þér fyrir Charles.  Þannig að við getum verið sammála um það að auglýsing sem var hér í blöðum fyrir stutt var algert bull og nærri því lýgi ein.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 17:27

204 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Já, ég get með sannleika sagt að ég tel það vera helbera þvælu ;)

Það er hægt að vera ósammála um margt en það þýðir ekki að ekki er hægt að vera sammála um margt líka.

Charles Geir Marinó Stout, 8.6.2010 kl. 17:38

205 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það verður búið að leggja Evruna niður þegar við höfum loks möguleika til inngöngu miðað við okkar skuldabákn. Betra að eyða peningunum í að koma hjólum atvinnulífsins af stað en að eltast við erlenda pólitíkusa og fleygja offjár í það. Heimilin verða flest komin í hendur bankanna, æskan flutt til útlanda og lýðræðið rústir einar þegar þessi mikli bjargvættur - Evra - á að nema hér land.........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 8.6.2010 kl. 23:12

206 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lísa Björk.

Íslenska krónan
kemur að sjálfsögðu ekki í veg fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu, frekar en gjaldmiðlar annarra Evrópulanda hafa komið í veg fyrir aðild þeirra að sambandinu.

Og íslenska krónan bjargar ENGU
varðandi efnahag okkar Íslendinga, eins og ég hef rakið hér að ofan.

Þorsteinn Briem, 8.6.2010 kl. 23:50

207 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef ekki komizt til að svara hér, en geri það við tækifæri.

Jón Valur Jensson, 9.6.2010 kl. 00:20

208 identicon

Það er auðvitað frábært hjá andstæðingum inngöngu Íslands í ESB að halda því fram að stuðningsmenn segi að Evran og ESB sé einhver töfralausn Íslands.

ESB er ekki ríki kallinn sem fátæka Ísland ætlar að giftast til fjár og frama.

En ESB veitir næstu kynslóðum tækifæri sem við erum rétt að kynnast í dag.  Ég hef búið í ESB landi í nærri 9 ár og er mjög sáttur við ESB eins og flest allt fólk sem ég hef kynnst þar.   

En umræðan þar um ESB er auðvitað allt öðruvísi en hér.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 02:07

209 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú getur alls ekki talað fyrir hönd fólks í öðrum löndum, Stefán. M.a. er mikil óánægja með bandalagið í Bretlandi, og þú ættir að heyra hjá Gunnari Rögnvaldssyni í Danmörku hvernig honum líkar eftir enn lengri reynslu.

Hvað sem Steini segir, hefur krónan þann SVEIGJANLEIKA, sem hentar OKKUR, og er nú í krafti þess sveigjanleika að auka tekjur útflutningsgreinanna svo að um munar.

Jón Frímann fjölmælismaður telur sig eitthvað vita um hvað ég skilji, en hann veit ekkert um það. Svo hafnar hann því, að inntökusáttmálar séu grunnsáttmálar, en ég notaði það orð í samanburði við "túlkun framkvæmdastjórnarinnar" sem ætti í venjulegu réttarríki ekki að hafa æðra gildi en grunnlög. Inntökusáttmálar hafa grundvallandi gildi í EU, þótt ég hafi ekkert verið að líkja þeim við Rómarsáttmálann, sem hefur enn meira grundvallargildi. En Jóni Fr. tókst að þæfa mál sem hann hafði ruglað hér um.

Jón Valur Jensson, 9.6.2010 kl. 06:13

210 identicon

Jón Valur:  Af hverju má ég ekki tala fyrir hönd vina minna í Þýskalandi?   Ég er líka "fólk í útlöndum" þó svo að deila megi um það hvort að ég sé enn ungur.

er ekki óánægja með gang mála hérna á Íslandi?  Ertu stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar?  Það er deilt um margt alls staðar í Evrópu eins og á Íslandi.

Gunnar Rögnvaldsson hefur bloggað mikið og ég er búinn að gefast upp á því að benda og koma með föst rök á móti þeirri vitleysu sem hann skrifar.  

En ég vil benda þér á það að í hans skrifum er hann reglulega að tala fyrir hönd fólks annars staðar í Evrópu.  

En reynum að tala um málefni en ekki menn.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 07:04

211 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ég sé að Charles Geir og Lísa Björk standa hérna og bulla um hluti sem þau augljóslega ekki skilja.

Þvælan frá Jóni Vali er sér kafli fyrir sig.

Byrjum á evrunni.

Evran er ekki að fara eitt eða neitt. Punktur. Sú fullyrðing sem Lísa Björk setur hérna fram um evruna er röng og stenst ekki nánari skoðun. Síðan þykist manneskjan vera menntuð í Viðskiptafræði. Fékk hún gráðuna úr póstboxinu sínu ?

Írland, Portúgal eru þau ríki sem lögðu grunnin að evrunni og hafa verið með þann gjaldmiðil frá upphafi, það er árið 1999. Grikkland tók upp evruna árið 2001 og rétt slapp inn áður en seðlar fóru í umferð árið 2002. Eistland verður núna nýjasta ESB ríkið sem tekur upp evruna sem gjaldmiðil. Þeir taka upp evruna þann 1 Janúar 2011. Þannig að gengi eistnesku kroon verður varanlega fest núna í sumar (Júlí reikna ég með) við evruna. Við inngöngu Eistlands í evrusvæðið mun það svæði stækka um 1,3 milljónir notenda. Í dag nota 328 milljónir manns evruna sem sinn gjaldmiðil.

Það er búið að svara fullyrðingum um evrópuherinn hérna margoft. Slíkt er ekki á dagskrá og þarfnast samþykki allra ESB ríkjanna, og augljóst er að slíkt samþykki fæst ekki á næstunni.

Jón Valur, Almennt séð eru evrópubúar mjög ánægðir með ESB (Eurobarometer). Mest er þó andstaðan í dag í Bretlandi og nokkrum öðrum löndum. Ég er ekki vissum á hverju sú andstaða byggir, en þar gæti verið um að ræða nokkuð marga þætti sem vinna saman.

Það verður ennfremur að benda á þá staðreynd að allur þessi "sveigjanleiki" krónunnar kostar íslendingar mikið, bæði í hækkandi verðlagi og hærri vöxtum. Þessi sveigjanleiki krónunnar er dýru verði greiddur, og íslendingar eru þeir sem fá minnst uppúr þessum meinta sveigjanleika krónunnar.

Það er ennfremur nauðsynlegt að benda Jóni Vali á þá staðreynd að ESB hefur ekki "inntökusáttmála". Það eru aðildarsáttmálar ríkja sem ganga í ESB, þeir sáttmálar eru fyrir utan það að vera þjóðréttarlega bindandi jafnir öðrum sáttmálum ESB í lagagildi og þeim er ekki hægt að breyta án aðkomu viðkomandi ríkis og nýrrar samþykktar þar um. Allt tal um annað er bara tóm della.

Ég vænti þess að Jón Valur flytji til trúbræðra sinna í Bandaríkjunum þegar Ísland gengur í ESB.

Jón Frímann Jónsson, 9.6.2010 kl. 07:41

212 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Við skulum sjá hvað setur Jón Frímann. Það er óþarfi að vera með þitt venjulega skítkast á fólk, það gerir þig lítt trúverðugan. Það geta allir lesið bók - þú hefur greinilega bara lesið hluti um Evrópusambandið.

Mætti ég stinga uppá að þú tækir þér verðskulda frí og kíktir t.d. á Harry Potter.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.6.2010 kl. 11:47

213 identicon

Hvernig væri bara að hætta að lesa og byrja að lifa.

Hvernig væri ef þið mynduð lifa innan ESB í einhvern tíma og segja ykkar sögu svo?

Ég hlakka til að skiptast á skoðunum og reynslu ykkar þá.

ESB er ekki heimspeki eða bókmenntir.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 12:38

214 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður hefur búið í Evrópusambandslöndunum Svíþjóð og Eistlandi og þótti fínt.

Þorsteinn Briem, 9.6.2010 kl. 14:48

215 identicon

Já, og ég hef búið í Þýskalandi og bý enn og finnst það frábært. 

ESB erum við, einstaklingarnir sem búum þar en ekki þeir sem búa utan þess og finna því allt til foráttu.

Einstaklingarnir skapa þjóðfélagið og er rétta mynd þess en ekki kenslubækur.

Steini,  ég var ekki að skjóta á þig;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 14:53

216 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Jón Frímann: Þú ert kostulegur, það er lúmskt gaman að þér ;)

Við sem styðjum ekki inngöngu í ESB skiljum ekki neitt og vitum ekki neitt skv. þér. Ég dreg mitt álit frá fræðimönnum Jón, ekki því sem skrifað er á ESB síðum því það er bull að lesa aðeins eina hlið á sögu, heldur hef ég lesið báðar hliðar og hef komist að niðurstöðu; ESB er drasl sem, miðað við hvað er í gangi í dag, mun ekki endast lengi, ég persónulega gef því svona 10 ár en þessi tími er deilanlegur. Sama á við um evruna en hún fær styttri tíma í mínum bókum sem og fleirri sérfræðingum. Þannig er nú það, Þú mátt halda áfram að þræta fyrir þetta, mér er alveg sama.

Jón Valur; hvernig nenniru þessu ? þú færð bara skít til baka. Allavegna áttu heiður skilinn fyrir það eitt að nenna að svara þessu fólki.

Charles Geir Marinó Stout, 9.6.2010 kl. 14:55

217 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

"sem og fleirri sérfræðingum." þetta á ekki að standa svona, gerði skyssu, frekar á að standa "sem og mörgum sérfræðingum"

Charles Geir Marinó Stout, 9.6.2010 kl. 14:57

218 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán Júlíusson.

Nei, ég tók þetta nú ekki sem skot á mig.

Þorsteinn Briem, 9.6.2010 kl. 16:04

219 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Lísa Björk, Það er til marks um þekkingarleysi þitt að þú áttar þig ekki á stærð Evrusvæðisins. Evrusvæðið mun ennfremur stækka um eitt land þann 1. Janúar 2011. Þá gengur Eistland í evrusvæðið.

Evran er því ekki að fara neitt og þú ert bara að tala tóma þvæla.

Charles Geir, þegar svona orð fara að koma frá fólki þá er það til marks um að viðkomandi geti ekki svarað mér með almennilegum mótrökum. Því er gripið til svona rugls eins og það sem þú setur fram hérna.

Ég veit ekki hvaða sérfræðinga þú hefur verið að lesa, hinsvegar sýnist mér þú vera að fá talsvert einhæft viðhorf á ESB. Þú ennfremur kýst að hlusta ekki á það sem ég segi og bendi á.

Jón Frímann Jónsson, 9.6.2010 kl. 19:10

220 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Þessi grein er bara dæmi um sérfræðinga sem telja evruna dauðvona Jón Frímann.

Það getur vel verið að þú teljir mig hafa frekar einhæft viðhorf til ESB, ég var reyndar opinn fyrir því fyrir um 2 árum þar til ég fór að lesa mig til um þetta samband. Eins og ég sagði, frekari lestur um ESB hefur bara aukið andúð mína á því.

Charles Geir Marinó Stout, 9.6.2010 kl. 21:31

221 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

http://www.gata.org/node/8709

Charles Geir Marinó Stout, 9.6.2010 kl. 21:32

222 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Jón Frímann - ég geri mér grein fyrir stærð Evrusvæðisins, og það veldur mér meiri óhug en flest annað. Fullt af mjög ólíkum hagkerfum undir sama hatti. Undir sömu stjórn. Það eitt segir mér allt sem þarf......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.6.2010 kl. 22:56

223 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er enginn að segja að þið megið ekki vera á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Hins vegar hafa langflest Evrópuríki gengið í Evrópusambandið og enn fleiri eru á leiðinni í sambandið.

Ísland er Evrópuríki og hefur mikinn hag af því að fá aðild að Evrópusambandinu, eins og ég hef rakið hér að ofan.

Þorsteinn Briem, 9.6.2010 kl. 23:23

224 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Lísa Björk, Ef það veldur þér óhug. Ertu þá ekki á móti Bandaríkjadollar, hann er svipuð efnahagstærð og evran. Reyndar eru Bandaríkin ríkjasamband (svipað og Þýskaland, Bretland og Sviss) og samsett úr mörgum ríkjum. Þetta er þó allt annað en ESB, sem er samstarf margra fullvalda og sjálfstæðra ríkja með sín eigin landamæri og stjórnvöld.

Það er afskaplega lélegt af þér að reyna að blekkja fólk með þessum hætti sem þú gerir hérna. 

Charles Geir, þessir "sérfræðingar" eru greinlega ekki að standa sig. Þar sem evran er ekki að fara neitt, og evrusvæðið stækkar þann 1 Janúar 2011. Þá tekur Eistland upp evruna sem lögeyrir.

Það er ekki merki deyjandi gjaldmiðils að notendum fjölgi eins og er að gerast með evruna.

Notendum krónunar fækkar hinsvegar, enda er krónan deyjandi gjaldmiðil eins og allir íslendingar vita núna í dag.

Jón Frímann Jónsson, 10.6.2010 kl. 10:18

225 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hérna er ein færsla til ykkar

http://wonderwoman.blog.is/admin/blog/?entry_id=1065794

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.6.2010 kl. 10:21

226 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Jón Frímann - ef þú ætlar að tala um að þessi náungi "viti ekki neitt" og skrifi ekki eins og hagfræðingur þá er ég hrædd um að þín stóra viska sé á borð breidd fyrir almúgann hér á blogginu.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.6.2010 kl. 10:24

227 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Eitthvað segir mér að þú hafir ekki lesið þetta.. hmm, getur það verið ?

Charles Geir Marinó Stout, 10.6.2010 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband