Leita í fréttum mbl.is

Rök fyrir ESB-aðild - 2

ESBHvaða áhrif hefði aðild á íslenskan landbúnað? Aðild að ESB yrði enn frekari hvatning fyrir íslenskan landbúnað að gera betur. Með aðild að ESB fengi íslenskur landbúnaður fullan og tollfrjálsan aðgang að meira en 500 milljóna manna markaði. Full aðild að ESB gæti m.a. orðið mikil hvatning fyrir íslenskan landbúnað að leggja enn frekari áherslu á ,,grænan landbúnað,” en þar liggur að margra mati framtíð greinarinar. ESB-aðild myndi auka samkeppni og kröfur innan íslensks landbúnaðar, sem og að opna fyrir aukna samvinnu milli Íslands og annarra ESB-landa á þessu sviði. Í skýrslu frá árinu 2000 er sagt að hagur t.d. sauðfjár, nautgripa og mjólkurbænda myndi verða svipaður og nú. Líklegt er talið að auka þyrfti hinsvegar við stuðning gagnvart eggja, svína og kjúklingabændum. Svíar og Finnar fengu sérstaka undanþágu vegna landbúnaðar norðan 62. breiddargráðu, þar sem um er að ræða s.k. ,,heimskautalandbúnað.” Hægt er að spyrja: Myndu íslenskir neytednur hætta að kaupa íslenskar lanbúnaðarafurðir við inngöngu í ESB? Svarið er að öllum líkindum nei. Þá er einnig ljóst að erlendar vöru yrðu sennilega 10-15% dýrari en innlendar, vegna flutningskostnaðar. Við aðild myndi íslenskur landbúnaður í fyrsta sinn njóta ótakmarkaðs aðgangs að markaði ESB.

Hvaða áhrif hefði aðild á efnahag almennings í landinu? Matvælaverð myndi að líkindum lækka um allt að 18-25%, m.a. vegna ódýrari innflutnings, færri viðskiptahindrana og minni gengismismunar. Vextir myndu að öllum líkindum lækka til samræmis við það sem gengur og gerist í ESB. Sem þýðir vexti á bilinu1-3%. Þetta er það atriði sem fólk finnur helst á peningabuddunni!

Hindrar aðild að ESB viðskipti við aðrar þjóðir? Nei, þrátt fyrir sameiginlega stefnu í utanríkisverslun býr ESB að þéttriðnasta neti viðskiptasamninga sem þekkist. Markaðsaðgangur ESB-ríkja er því ekki lakari en en aðgangur Íslands í gegnum EFTA, sem á að vísu í viðræðum vum fríverslunarsamning við Kína. Mjög líklegt er að aðild að ESB muni auka enn frekar möguleika íslenskra fyrirtækja á fjarlæga markaði. Þar að auki byggja alþjóðaviðskipti í dag á miklu meira en bara fríverslun með vörur. Þar má til dæmis nefna gagnkvæma viðurkenningu á starfsréttindum, einkaleyfalöggjöf, heilbrigðisreglugerðum, bann við vinnu barna og fleira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kallið þetta bara góð  réttindabítti,meir en 70% vilja þau ekki.

Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2010 kl. 01:48

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Helga, engin kynning hefur farið fram um ESB á Íslandi. Þess í stað hefur hræðsluáróður andstæðinga ESB á Íslandi fengið að vaða uppi nærri því óáreyttur undanfarið. Það kemur því ekkert á óvart að fólk sé á móti ESB um þessar mundir.

Það mun hinsvegar breytast að mínu mati.

Jón Frímann Jónsson, 4.6.2010 kl. 02:36

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Helga Kristjánsdóttir.

Þú hefur ekki hugmynd um
hversu margir Íslendingar samþykkja samning um aðild Íslands að Evrópusambandinu þegar samningurinn liggur fyrir eftir nokkur ár.

Í skoðanakönnun í apríl 2008 voru TVEIR ÞRIÐJU  Íslendinga fylgjandi því að undirbúa umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Og í skoðanakönnun
í febrúar 2008 voru 55% Íslendinga fylgjandi því að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Tveir þriðju Íslendinga vilja hefja undirbúning umsóknar um aðild að Evrópusambandinu


Þorsteinn Briem, 4.6.2010 kl. 02:40

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Góðann og blessaðann daginn góðir hálsar ! 

Það var athyglisvert að "renna" í gegn um innleggin á "Helstu rök fyrir ESB aðild 1" og verð að segja að að mestu leyti var umræðan þar upplýsandi og án öfga (undantekningin er auðvitað Jón Valur Jensson , en á ennþá til góða að sjá málefnalegt og þroskað innlegg eftir hann um hvað sem er, ekki bara ESB) Jón Frímann ! þú heldur svona nokkurnveginn ró þinni, en dettur svo niður í "lágkúruna" inn á milli, ef þér er ögrað nóg, Guðmundur Jónsson er með góð innlegg og styður við þau með staðreyndum, þannig að hann á skilið að vera andsvarað á málefnalegann hátt.

það er nefnilega bara mannlegt að vera tortrygginn á svona viðamikið inngrip í líf og virki heillar þjóðar og einstaklinga hennar.

Það sem einkennir "hræðsluáróðurinn" á báða bóga, er meðvitað eða ekki, byggt á því að spila inn á eitt af persónueinkennum okkar flestra og það er kvíðinn fyrir því óþekkta og kvíðinn fyrir breytingum, á þetta spila báðir aðilar, ótrúlegt en satt.

ESB sinnar hafa haldið og gera sumir enn að allt væri "óbreytt" á Íslandi í dag (miðað við 2006/07 ) ef landið hefði verið í ESB, ennfremur að landið muni einangrast ef ekki verði gengið í ESB, satt og ekki satt.

Andstæðingarnir taka svo frekar stöðuna í dag og tala fjálglega um hvernig allt muni fara til til helv.. og aðeins lengra, ef gengið verður í ESB, fiskveiðar, sjálfstæði þjóðarinnar, lög og reglur sem ekki verður gott að lifa við omfl., satt og ekki satt !

M.Ö.O það sem liggur fyrir í dag af upplýsingum handa almenningi til að geta tekið "alvöru" ákvörðun um aðild eða ekki, er varla 50% enn sem komið er, en er þar með ekki að segja fólk geti ekki myndað sér skoðun á þessum 50% eða hvað það nú er, en gerið þá það, en ekki á einhverjum "ýmyndunum" og ótta, sem alltof margir virðast gera.

MBKV. "að utan"

KH

Kristján Hilmarsson, 4.6.2010 kl. 11:22

5 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@Kristján H: Velkomin á bloggið, minnumst þess ekki að hafa séð þig fyrr. Þökkum innlegg í umræðuna. Þú talar um "viðamikið inngrip í líf og virki heillar þjóðar og einstaklinga hennar..." án þess að útskýra það nánar.

Það má kannski segja að hið mikla veigamikla inngrip hafi þegar átt sér stað, með EES-samningnum. Þá skuldbundum við okkur til að taka og innleiða lungann úr löggjöf ESB, en hinsvegar höfum við engin áhrif á það þegar lögin eru sett. Sama gildir um Norðmenn.

Á nýrri öld blasa við stór viðfangsefni, eins og t.d. efnahagsvandræði, loftslagsmál og önnur mál sem skipta okkur Íslendinga miklu máli, þó við séum bara 300.000! 

Það er staðreynd að ESB verður stór "gerandi" í þessu öllu saman. þar fer samvinnan fram og þar eru ákvarðanir teknar. Viljum við vera fyrir utan? Er það ekki "inngrip" af eigin völdum?

Láttu heyra meira frá þér!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 4.6.2010 kl. 11:31

6 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Sama gildir um Norðmenn...og Lichtenstein átti að vera þarna líka!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 4.6.2010 kl. 11:32

7 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 

Takk fyrir það ! en maður "sést" ekki ef maður bara les og ekki setur inn innlegg, er það ?

Jú þetta er alveg rétt hjá ykkur, þessi 3 lönd lönd búa við EES reglur sem þau hafa ekki verið með í móta, út yfir það sem þau hafa lagt til í EES samningaviðræðum á sínum tíma.

En þegar ég skrifa "viðamikið inngrip í líf og virki heillar þjóðar og einstaklinga hennar..." og að fara að "krefja" mig um nánari útskýringar á því hvað ég eigi við, fellur um sjálft sig, ef þetta er ekki "viðamikið" hversvegna á þá að gerast aðili  ?, en það sem ég þá á við er að allflestir eru ekki alveg klárir á því að megnið af því sem aðild þýðir fyrir landi og þjóð er nú þegar virkt gegnum EES, og þar kemur inn "tortryggnin" og viss "kvíði" fyrir því óþekkta og breytingum, og þeir sem verða duglegastir við að sannfæra fólk fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, um að líf þess muni verða að mestu óbreytt nema þá helst til batnaðar, vinna atkvæðagreiðsluna, því þarna liggur stærsti meirihlutinn af kjósendum eins og er, og í dag lítur út fyrir að andstæðingar að aðild hafi yfirtökin, svo þið í samtökunum eigið nokkuð á brattann að sækja.

Þó svo ég hafi ekki sett innlegg hér hjá ykkur áður (ekki það ég man) þá er ég búinn að “munnhöggvast” við ýmsa á öðrum bloggum um ESB og svo auðvitað lesið helling og rætt við kunningja, skyldfólk og aðra um þessi mál, ennfremur er mér í fersku minni umræðan hér í Noregi fyrir aðildarkosningarnar 1994 sem fóru svo 49/51 andstæðingum í vil, þannig að þetta er ekki tekið alveg úr lausu lofti hjá mér, en þoli vel gagnrýni á þessar “spekúleringar” mínar.

Hvað varðar mitt persónulega álit á aðild Íslands, er ég ennþá óviss, en finnst allavega glapræði að fara það geyst í þetta að til þjóðaratkvæðagreiðslu komi áður en búið er að rétta úr “kútnum” eftir hrun, þetta vegna þess að þjóðin á geta tekið þessa ákvörðun með höfuðið reist og með “ÖLL” gögn á borðinu, sama er um aðild Noregs, er óviss núna en taldi 1994 að þeir hefðu átt að ganga inn, ástæðan fyrir því var það sem þið bendið á varðandi EES lög og reglur, sem Noregur, Liechtenstein og Ísland lifa eftir, en eru ekki með í að forma, en nú er bara komin ný staða vegna Sviss ! Þeir klára sig ágætlega gagnvart ESB, veröldinni og innanríkis einnig án hvorugs, hvorki EES né ESB, þurfa kannski aðeins oftar að samningaborðinu, en semsagt klára sig vel án !!

Svo í staðinn fyrir 2 valgmöguleika, þá eru þeir eiginlega 3 !! 1:aðild, 2: ekki aðild en EES og svo 3: hvorki aðild né EES !??

Vil svo bara ljúka þessu núna með smáfrásögn síðan í fyrravor, ég var í heimsókn á Íslandi og lenti í spjalli við 2 unga menn í verslun sem ég var í um m.a. ESB, báðir sögðu “ALDREI” svo ég varð forvitinn og vildi gjarnan vita hvað það væri helst sem gerði þá svona vissa í sinni sök ? “Jú við höfum heyrt að ESB muni banna allar jeppabreytingar eins og tíðkast á Íslandi” svo eins og þið sjáið, mikið og stórt verk að vinna áður en til atkvæða verður gengið, en ef ekki er hægt að vinna án öfga og hræðsluáróðurs er betur heima setið en út farið, þetta gildir auðvitað ekkert síður um andstæðinga aðildar, en núna er ég í heimsókn hjá ykkur sem styðjið aðild svo...

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 4.6.2010 kl. 14:01

8 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Kristján, ég kalla hlutina það sem þeir eru. Það telst nú ekki nein lákúra. Hinsvegar er ég búinn að skipta um gír frá því sem áður var, og munar miklu í mínum skrifum og orðum frá fyrri tíð. Þetta kemur víst með þroskanum segja menn.

Jón Frímann Jónsson, 4.6.2010 kl. 17:13

9 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Gott hjá þér Jón Frímann, hefði átt að orða mig öðruvísi, meinti meira svona "ekki láta draga þig niður á sama lágplan og klisju/öfgamennirnir"

En vonandi tókstu hólið til þín

MBKV.

KH

Kristján Hilmarsson, 4.6.2010 kl. 18:22

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mér þykir nú frekar ólíklegt að Noregur gangi í Evrópusambandið á næstunni.

"Following the ongoing financial crisis of 2007–2010, bankers have deemed the Norwegian krone to be one of the most solid currencies in the world."

"The economic crisis in Iceland involved all three of the country's major banks. Relative to the size of its economy, Iceland’s banking collapse is the largest suffered by any country in economic history."

"In 1963, Norway and the United Kingdom applied for membership in the European Economic Community (EEC). When France rebuffed the UK's application, accession negotiations with Norway, Denmark, Ireland and the UK were suspended. This happened twice.

Norway completed its negotiations for the terms to govern a Norwegian membership in the EEC on 22 January 1972.

Following an overwhelming parliamentary majority in favour of joining the EEC in early 1972, the government decided to put the question to a popular referendum, scheduled for September 24 and 25.

The result was that 53.5% voted against membership and 46.5% for it."

"Norway entered into a trade agreement with the community following the outcome of the referendum. That trade agreement remained in force until Norway joined the European Economic Area in 1994.

On 28 November 1994, yet another referendum was held, narrowing the margin but yielding the same result: 52.2% opposed membership and 47.8% in favour, with a turn-out of 88.6%."

"Norway experienced rapid economic growth [...] from the early 1970s, a result of exploiting large oil and natural gas deposits that had been discovered in the North Sea and the Norwegian Sea.

Today
, Norway ranks as the third wealthiest country in the world in monetary value, with the largest capital reserve per capita of any nation. Norway is the world’s fifth largest oil exporter, and the petroleum industry accounts for around a quarter of its GDP."

Þorsteinn Briem, 4.6.2010 kl. 19:00

11 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Nei og það er bara einfaldlega ekki á borðinu einusinni Steini"

Það liðu 22 ár milli atkvæðagreiðsla um ESB, eins og sjá má, og ekki fyrr en 2016 sem verða liðin "ný" 22 ár svo....

En báðar hreyfingarnar eru við lýði og láta heyra í sér öðru hverju.

 MBKV.

KH

Kristján Hilmarsson, 4.6.2010 kl. 20:49

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Já, það er ekki alveg eins efnahagsástandið í Noregi og hér á Íslandi, Kristján.

En ekki vantaði nú að margir Íslendingar töluðu digurbarkalega þegar þeir þóttust vera að leggja undir sig Norðurlöndin og afganginn af heiminum fyrir nokkrum árum.

Allir voru þá hálfvitar nema Íslendingar og margir hér tala þannig enn, eins og sjá má á bloggskrifum.

Og norska krónan er nú engan veginn það sama og íslenska krónan.


Íslensk kona ætlaði nýlega að kaupa evrur í þýskum banka með íslenskum fimm þúsund króna seðli, gjaldkerinn sagði seðilinn verðlausan og bauðst til að henda honum í ruslið.

Þorsteinn Briem, 4.6.2010 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband