Leita í fréttum mbl.is

Beint flug til Brussel: Móðgun við sjálfstæði íslensku þjóðarinnar?

Þota frá IcelandairMorgunblaðið greinir frá því  að "þjóðarflugfélagið" Icelandair (gamla Flugleiðir) hefji í dag beit flug til Brüssel í Belgíu. En þar eru eins og margir vita höfuðstöðvar ESB, Evrópusambandsins. Í frétt MBL segir:

"Brussel er mikil viðskipta- og stjórnsýslumiðstöð og þangað á erindi gríðarlegur fjöldi gesta í ýmsum erindagjörðum.

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir að Icelandair hafi oft kannað möguleika á flugi til og frá Brussel vegna mikilvægis borgarinnar í evrópskum stjórnmálum og viðskiptum og nú hafi skrefið verið stigið. Fyrst og fremst sé verið að höfða til almennra ferðamanna og þeir munu bera flugleiðina uppi. Margir sem sinni viðskiptum og stjórnsýslu eiga oft leið til borgarinnar og munu fagna því að geta flogið beint. Áætlanir félagsins geri svo ráð fyrir að lengja tímabilið á næsta ári. Birkir segir að sala í flugið til og frá Brussel hafi farið vel af stað og þegar hafi verið ákveðið að framlengja flugið út september í haust vegna meiri eftirspurnar en menn áttu von á. Belgískir ferðamenn nýti sér þetta flug til Íslandsferða, en einnig sé áhugi Íslendinga töluvert meiri en búist var við."

Þetta hlýtur að fara fyrir brjóstið á áköfustu Nei-sinnum landsins. Þeir hljóta, í samræmi við fyrri málflutning," að líta á þetta sem "móðgun" við fullveldi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar!

Svo hlýtur að koma leiðari í Mogganum um hvort þetta flug sé nú ekki hreinn óþarfi, að Brussel sé kannski ekki svo mikilvæg borg, hvort þetta sé bara ekki sóun á fjármagni o.s.frv. Þetta hlýtur bara að vera dregið í efa, þar á bæ!

Aukin samskipti við umheiminn og aukið samstarf? Nei,þurfum við Íslendingar þess? Samkvæmt NEI-sinnum virðist ekki vera mikil þörf á því, við eigum að slá okkur á brjóst og berjast! Að þeirra mati getum við og EIGUM að standa ein, vera EYJA í samfélagi þjóðanna!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Margir sem sinna stjórnsýslu og viðskiptum leggja oft leið sína til Bandaríkjanna og fagna því að geta flogið beint þangað. 

Bandarískir ferðamenn nýta sér Ameríkuflugið til Íslandsferða og áhugi Íslendinga á að heimsækja Bandaríkin er einnig mikill. 

Ekki dettur neinum í hug að berjast fyrir því að Ísland verði 51. ríki Bandaríkjanna þó flugsamgöngur séu greiðar á milli og viðskipti sömuleiðis mikil.

Axel Jóhann Axelsson, 4.6.2010 kl. 09:14

2 Smámynd: Benedikta E

Er nafnlaus blogghöfundur þrotinn að áróðurs hugmyndum fyrir ESB aðild...............?

Margar hafa þær verið lélegar og haldlausar - en Brussel flugið toppar þvæluna............!

Benedikta E, 4.6.2010 kl. 10:19

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Benedikta E, það er verið að gera grín að nei sinnum á Íslandi, og réttilega svo.

Jón Frímann Jónsson, 4.6.2010 kl. 10:32

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Góðann Daginn ESB sinnar og aðrir!

Kíki stundum hér við og við, sé hvað er í gangi í umræðunni, sem oftast málefnalegt á báða bóga, með fáum undantekningum, en að öllu jöfnu miklu betra en "spontanious" viðbrögðin við hinum ýmsu fréttum um um eitt og annað í ESB.

En nú finnst mér þið í Evrópusamtökunum minna mig svoldið á "Borgarbúann, bóndann og tjakkinn" og farnir að karpa á lágplani áður en nokkur hefur sagt nokkuð ;)

Fyrir þá sem ekki þekkja söguna sem ég vísa til, er hún svona:

Borgarbúi var á ferð útí sveit og farið að halla degi, komið framyfir kvöldmat, er óheppinn og það springur hjá honum, er með varadekk, en hafði gleymt tjakknum heima.                             

Hugsar sem svo, þarna er bóndabær ekki langt frá og þar fæ ég örugglega lánaðann tjakk, leggur af stað og byrjar að velta fyrir sér viðbrögðum bóndans við þessu "borgarfífli" sem kemur og truflar hann við hvíldarstund við sjónvarpið, æðandi þetta út í sveitir án þess að hafa með sér tjakk og ætlast svo til að örþreyttur bóndi megi vera að hjálpa svona "silkihúfu" þetta eykst svo orð af orði í huga "borgarbúans" þar til hann bankar á hjá bóndanum, sem kemur nokkuð fljótt til dyra og áður en bóndinn er farinn að koma upp nokkru orði, segir borgarbúinn með þjósti "troddu þá þessu tjakkhelvíti í rassgatið á þér" og rauk burt.

Svo ! bíðið nú þar til einhver rekur útúr sér tunguna á móti ykkur, áður en þið móðgist ;)

MBKV að "Utan"

KH

Kristján Hilmarsson, 4.6.2010 kl. 10:51

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í FRÉTT MBL.IS SEGIR:

"BRUSSEL ER MIKIL VIÐSKIPTA- OG STJÓRNSÝSLUMIÐSTÖÐ og þangað á erindi gríðarlegur fjöldi gesta í ýmsum erindagjörðum.

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair
, segir að Icelandair hafi oft kannað möguleika á flugi til og frá Brussel VEGNA MIKILVÆGIS BORGARINNAR Í EVRÓPSKUM STJÓRNMÁLUM OG VIÐSKIPTUM og nú hafi skrefið verið stigið."


Fyrsta beina flugið til Brussel í dag

Þorsteinn Briem, 4.6.2010 kl. 10:55

6 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

J.Frímann hittir naglann á höfuðið og fattar málið. Allri alvöru verður kannski að fylgja smá grín, eða? Grín er jú orðið nokkur stór hluti af íslenskum stjórnmálum um þessar mundir! Það má e.t.v. rekja grín í íslenskum stjórnmálum aftur til daga Útvarps Matthildar. Þar var jú aðalgaurinn Davíð nokkur Oddsson, sem oft sló á létta strengi, á meðan hann var stjórnmála og embættismaður.

Fleyg eru t.d. ummæli hans um stöðu Huddersfield í enska boltanum á fundi í Seðlabankanum (meðan hann var Seðlabankastjóri!).

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 4.6.2010 kl. 11:39

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég tek undir með Benediktu E. hér að ofan.

"Nú toppið þið þvæluna í ykkur sjálfum"

Þegar öll ykkar rök í ESB trúboðinu eru nú fokinn út í veður og vind eins og staðreyndirnar sína þá takið þið fram þetta flugmál, með þessum líka dæmalausa hætti.

Að sjálfsögðu fagna ég og allir íslendingar nýjum viðkomustöðum og auknum möguleikum þjóðarinnar með beinu flugi.

Gunnlaugur I., 5.6.2010 kl. 08:11

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, fer sem sagt ekki rétt með staðreyndir hér, að mati Heimssýnar og hennar aftaníossa:

Í FRÉTT MBL.IS SEGIR:


"BRUSSEL ER MIKIL VIÐSKIPTA- OG STJÓRNSÝSLUMIÐSTÖÐ og þangað á erindi gríðarlegur fjöldi gesta í ýmsum erindagjörðum.

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir að Icelandair hafi oft kannað möguleika á flugi til og frá Brussel VEGNA MIKILVÆGIS BORGARINNAR Í EVRÓPSKUM STJÓRNMÁLUM OG VIÐSKIPTUM og nú hafi skrefið verið stigið."

Fyrsta beina flugið til Brussel í dag

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 02:55

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Brussel er höfuðborg Belgíu og aðalaðsetur flestra helstu stofnana Evrópusambandsins, enda er borgin stundum kölluð höfuðborg Evrópu.

Og NATO flutti höfuðstöðvar sínar frá
París til Brussel árið 1967.

Atlantshafsbandalagið (NATO) - Wikipedia


Evrópusambandið -Wikipedia


Brussel - Wikipedia

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 03:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband