Leita í fréttum mbl.is

Opið bréf (númer tvö) til Samtaka ungra bænda

 
Fyrir viku síðan birtu Samtök ungra bænda(SUB) flennistórar auglýsingar í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, þar sem þau vara við svokölluðum Evrópuher. Slíkur her er ekki til og engin áform eru uppi um stofnun hans.
 
Í kjölfar auglýsinganna birtu Evrópusamtokin á vefsíðum sínum opið bréf til SUB, þar sem m.a. var spurt út í það hvernig þessar auglýsingar voru fjármagnaðar. Ekkert svar hefur borist við því bréfi.
 
Þeir sem fylgjast með landbúnaðarmálum vita að íslenskur landbúnaður er styrktur um 10 milljarða á ári af skattfé Íslendinga. Bændasamtökin sjálf fá rúmlega 500 milljónir á ári til eigin reksturs.
 
Því stendur enn eftir þessi spurning: Voru þessar auglýsingar greiddar með almannafé?
 
Evrópusamtökunum þætti vænt um að fá svar við þessari spurningu, því að okkar mati er það ólíðandi, sé slíkt raunin. Þá er um að ræða alvarlega misnotkun á opinberu fé að mati Evrópusamtakanna.
 
Þessari spurningu er hérmeð komið á framfæri við stjórn Samtaka ungra bænda.
 
En það er von Evrópusamtakanna að Samtök ungra bænda taki í framhaldinu þátt í málefnalegri umræðu um málefni ESB, sem er eitt stærsta málið sem íslenskt samfélag þarf að taka afstöðu til á komandi misserum.
 
Ekki síst þarf að ræða slæma stöðu íslenskra bænda, sem að eigin mati eru þeir aðilar sem halda uppi matvælaöryggi þjóðarinnar. Er mikið öryggi fólgið í því að íslenskir bændur séu illa staddir fjárhagslega og geti t.d. ekki staðið í eðlilegum fjárfestingum eins og fréttir undanfarna daga hafa gefið til kynna?
 
 
Stjórn Evrópusamtakanna:
 
Andrés Pétursson,
Anna Kristinsdóttir
Ari Skúlason
Björn Friðfinnson
Ingólfur Margeirsson
Guðmundur Hallgrímsson
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Jónas Tryggvi Jóhannsson
Pétur Snæbjörnsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag; Evrópusamtök !

Ætli milliliða kerfi; eins óaldar flokka íslenzka stjórnskipulagsins; Framsóknarflokksins - ásamt ýmsum hjálparhellum hans, gegnum tíðina, eigi ekki hvað stærstan þáttinn í, hversu högum margra bænda - yngri, sem og eldri er háttað, nú um stundir ?

Þið munuð aldrei; geta umvent þönkum hugsandi Íslendinga, um mikilvægi framleiðslunnar, í landbúnaði - sem og sjávarútvegi, með þessum úrtölum ykkar, sem köpuryrðum, í garð einnar mikilvægustu undirstoða íslenzks þjóðlífs, sem á jú; í vök að verjast, hvar; ESB, auk ýmissa annarra vestrænna heimsvalda sinna, leita nú durum og dyngjum, að óunnu hráefni, um veröldu víða, til þess að seðja óslökkvandi hungur Evrópuskagans, í áfram haldandi sukk og flottræfilshátt skrifræðisins, suður á Brussel völlum, ágætum stjórnarmönnum, í samtökum ykkar, að segja, sem og öðrum velunnurum ESB samsteypunnar.

Með; ágætum kveðjum þó, úr öskustó Árnesþings /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 13:08

2 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Vel orðað Óskar Helgi ;)

Charles Geir Marinó Stout, 5.6.2010 kl. 17:30

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Óskar, ástandið er mismunandi innan ESB landanna. Þannig að svona fullyrðingar eins og þær sem þú setur fram hérna eru gjörsamlega órökstuddar með öllu.

Íslensk landbúnaðarframleiðsla er dýr og einhæf, og úrval er ekki mikið hérna af innlendum vörum, en hefur þó batnað eftir innleiðingu EES samningins.

Annars ertu að setja fram hið hefðbundið bull hérna fram. Eitthvað sem hvorki stenst, eða hefur staðist nánari skoðun og mun aldrei gera það.

Jón Frímann Jónsson, 5.6.2010 kl. 18:00

4 identicon

Komið þið sæl, á ný !

Þakka þér fyrir; undirtektir þínar, Charles Geir.

Jón Frímann !

Nei; nei, ætli við, sem starfað höfum, til sjávar og sveita, séum nokkuð dómbær, á þann veruleika, sem við okkur blasir ?

Mættir svo; spara ''bull'' orðnotkun þína, þegar þig skortir gagnröksemdir þínar, ágæti drengur, sýnist mér, að minnsta kosti.

Með; ágætum kveðjum, sem áður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 19:33

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Óskar, þú ert margoft búinn að lesa rökin hjá mér, en kýst engu að síður að husna þau og halda þessum rangfærslum þínum áfram. Jafnvel þó svo að búið sé að sanna og sýna að þú hafir rangt fyrir þér.

Slíkt er auðvitað ekkert annað er óheiðarleiki og þú ert þá ennfremur viljandi að ljúga að fólki með eintómu bulli og þvælu um ESB og málefnin sem snúa að aðild og samningsferlinu sem íslendingar taka fljótlega þátt í.

Ég ætla ennfremur að benda þér á að ég er uppalin í sveit og er því vel aðstæðum þar kunningur. Þannig að þú skalt ekki setja þig á háan hest þegar það kemur að þeim málefnum.

Jón Frímann Jónsson, 5.6.2010 kl. 19:51

6 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Jón Frímann !

Einþykkni þín; sem meinbægni öll, fyrir þjóðfrelsi og þjóðháttum gerir að verkum, að ég kýs, að eiga ekki frekari orðastað við þig, hér á þessum vef, um hríð nokkra.

Með ágætum kveðjum; engu að síður, sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 20:13

7 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Óskar, það er ekkert þjóðfrelsi að einangra þjóðina með hræðsluáróðri eins og hérna er verið að gera tilraunir með varðandi ESB og þær aðildarviðræður, og aðildarsamning sem væntanlegur er eftir nokkur ár.

Það er áhugavert, að þegar þú lendir í alvöru rökum. Þá kýstu ekki að svara þeim. Heldur stingur þú af og sést ekki meira.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 08:11

8 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Jón Frímann !

Ég má til; að svara þessu skeyti þínu.

Fyrir það fyrsta; HRÆÐIST ég ekkert, í þessu lífi, nema þá, sjálfan mig, svo engum vafa sé undirorpið.

Og annað; ég hefi margsinnis lýst þeirri skoðun minni, að Asía eigi eftir - eða muni, með tíð og tíma, innlima Evrópuskagann - þennan vandræða hala sinn, hér í vestrinu, undir sín yfirráð, enda eru ESB lönd vart í stakk búin, að bramboltast öllu meir, í veröldinni, og búin að valda nógu miklu tjóni, svo sem, í fyrri nýlendum sínum, (sum þeirra) víðs vegar um heim, sem dæmin sanna bezt.

Þannig að; ég vildi fremur, kalla stefnu mína, sem margra annarra ESB andstæðinga; víðfemis hyggju, þar sem ég á við stóraukin tengsl okkar, við Ameríkurnar þrjár - Afríku og Eyjaálfu, svo fátt eitt sé nefnt, þegar fram í sækir.

Því; endasendist ''hræðsluáróðurs''  bjúgverpill þinn, beint í fangið á þér, á ný, ágæti drengur.

Punktur !!!

Með ágætum kveðjum; enn, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 12:12

9 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Óskar, ég mælist til þess að þú haldir þessum samsæriskenningum þínum fyrir sjálfan þig.

Ég sé ekki neitt komist af því að svara svona kjaftæði. Enda muntu hvort sem er aldrei taka mig trúanlegan. Enda þekkiru ekki sannleikan í sjón, og það mun seint breytast að mínu mati.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 14:57

10 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Vel að orði komist Óskar Helgi úr öskustó Árnesþings. Það virðist enn eitt öskuskýið vera að koma yfir höfuðborgarsvæðið þegar þetta er ritað.

Jón Baldur Lorange, 6.6.2010 kl. 15:21

11 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Baldur, þér er auðvitað frjálst að taka undir svona bull. Þú hinsvegar kemur þér á þann stall sem þú vilt verða á.

Stalli þeirra sem eru ómarktækir og vitlausir.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 15:56

12 identicon

Komið þið sæl; sem áður, og fyrri !

Jón Baldur !

Þakka þér fyrir; sem og Charles Geir áður, fyrir góðar undirtektir, minnar málafylgju; allrar.

Með; hinum ágætustu kveðjum, sem áður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 17:30

13 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Í tilefni af hernaðarauglýsingu Samtaka Ungra Bænda. Þá ætla ég að rifja upp þessi hérna frá árinu 1991.

"Íslendingar ættu að hugleiða herskyldumöguleikann verði EB-aðdáendunum að vilja sínum."
[...]
"Íslenski utanríkisráðherrann staðhæfir að ekki sé um fullveldisafsal að ræða með samningi um EES.  HVer tekur mark á þeirri yfirlýsingu?"
(Jóhannes R. Snorrason, MBL, 10.08.91 bls. 36)

Tekið héðan.

Ef þetta hljómar kunnulega. Þá er ástæðan sú að andstæðingar ESB á Íslandi hafa farið að endurtaka þessa þvælu aftur, bara undir nýjum formerkjum og smá breytingum.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband