Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju sjómenn!

Evrópusamtökin óskaSjómenn íslenskum sjómönnum til hamingju með sjómannadaginn. Ekki þarf að segja mikið um mikilvægi sjávarútvegs í íslensku efnahagslífi.

Í komandi aðildarviðræðum við ESB, verða sjávarútvegsmálin eitt af lykilmálunum.

TIL HAMINGJU SJÓMENN!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Já, og þið getið bókað að þið eruð búnir að vera þegar þær viðræður eru búnar. ESB verður banamein sjómannsins á Íslandi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.6.2010 kl. 23:20

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ófyrirleitið af þessum samtökum að láta eins og þau séu aldeilis sérlega jákvæð gagnvart íslenzkum sjómönnum! Það yrðu ekki liðnir margir áratugir áður en hér yrði allt fullt af spænskum, frönskum, brezkum, þýzkum og belgískum sjómönnum, ef "hugsjón" þessara samtaka um inntöku Íslands í þetta EU-bandalag verður að veruleika. "Reglan" um "hlutfallslega stöðugleika" er til dæmis óstöðug eins og verða má, sömuleiðis tímabils-viðmiðunin um veiðireynslu. Í EU fengjum við engu að ráða til lengdar um okkar fiskimið og veiðar, enda kættust fulltrúar spænsks sjávarútvegar að heyra um inntöku-umsókn Össurar.

Jón Valur Jensson, 6.6.2010 kl. 05:09

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild að Evrópusambandinu fáum við Íslendingar hlutdeild í deilistofnum sambandsins, til að mynda úthafskarfa, loðnu, kolmunna, makríl og norsk-íslenskri síld, svo og þorski í lögsögu Noregs og Rússlands í Barentshafinu, í samræmi við núgildandi samninga og veiðireynslu okkar.

"Íslenskum fiskiskipum er heimilt að veiða úr deilistofnum í lögsögu annarra ríkja sem aðili að Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndinni (NEAFC) og Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðistofnuninni (NAFO).

Deilistofnar eru flökkustofnar
, þannig að þeir eru ekki staðbundnir og flakka því á milli fiskveiðilögsagna, til að mynda úthafskarfi, makríll, kolmunni og norsk-íslensk síld.

Íslendingar eru jafnframt með sérstakan samning við Rússa og Norðmenn um þorskveiðar íslenskra skipa í Barentshafi í norskri og rússneskri lögsögu.
Fiskistofa sér um útgáfu veiðileyfa í lögsögu annarra ríkja og heldur utan um afla úr deilistofnum eftir veiðisvæðum."

Aðilar að Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndinni (NEAFC), auk Íslands, eru Danmörk (fyrir hönd Færeyja og Grænlands), Evrópusambandið, Noregur og Rússland.

"Markmið samningsins er að stuðla að verndun og bestu nýtingu fiskveiðiauðlinda á svæðinu. Ráðið getur gert bindandi samþykktir varðandi fiskveiðar utan fiskveiðilögsögu samningsríkjanna í úthafinu, meðal annars um heildaraflamark, úthlutað veiðiheimildum og gert ráðstafanir varðandi eftirlit með veiðunum.

Við Íslendingar höfum aðallega veitt úthafskarfa, norsk-íslenska síld og kolmunna úr stofnum sem lúta að NEAFC.

Auk ofangreinds samstarfs höfum við Íslendingar gert samninga um tilteknar veiðar við önnur ríki. Ber þar helst að nefna tvíhliða samninga við Færeyinga, Norðmenn og Evrópusambandið."

"Tilgangur NAFO er að ná skynsamlegri stjórnun og verndun fiskveiðiauðlinda á Norðvestur-Atlantshafi og við Íslendingar höfum veitt úthafskarfa og flæmingjarækju á veiðisvæði NAFO."

Veiðar okkar Íslendinga úr deilistofnum -Vefur Fiskistofu


Evrópusambandið og íslenskur sjávarútvegur - Veiðar okkar Íslendinga úr deilistofnum, sjá bls. 148-163


Map of the NEAFC - Til hægri á síðunni


NAFO Convention Area - Sjá kort á bls. viii

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 05:33

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sameiginleg sjávarútvegsstefna aðildarríkja Evrópusambandsins leit formlega dagsins ljós árið 1983 en hana má rekja til alþjóðlegrar þróunar á 8. áratugnum þegar ríki færðu út fiskveiðilögsögu sína í 200 sjómílur.

Þar sem fiskur virðir ekki fiskveiðilandhelgi ríkja er í raun um að ræða sameiginlega auðlind sem ESB-ríki sammæltust um að stjórna sameiginlega.

Sjávarútvegsstefnunni var komið á fót til að stuðla að skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu fiskistofna í sátt við vistkerfi hafsins og tryggja um leið hagsmuni sjómanna og neytenda. Helstu stoðirnar í sjávarútvegsstefnunni eru eftirfarandi:

·   Jafn aðgangur. Reglan um jafnan aðgang er til komin vegna ákvæðis í stofnsáttmála ESB sem bannar mismunun á grundvelli þjóðernis. Að allir borgarar ESB njóti sömu réttinda, hafi jafnan rétt til búsetu, menntunar og vinnu hvar sem er innan ESB er ein af grundvallarreglum sambandsins.

Í sjávarútvegi birtist reglan um jafnan aðgang til dæmis í frelsi borgara ESB-ríkja til að fjárfesta í sjávarútvegi hvar sem er innan sambandsins. Og samkvæmt þessari reglu ættu fiskveiðiskip ESB að hafa rétt til veiða alls staðar innan sambandsins.

Í reynd er hinsvegar ekki um jafnan aðgang að lögsögu ESB ríkja að ræða, því til að geta veitt þarf aflakvóta og um skiptingu á aflakvótanum gildir reglan um hlutfallslegan stöðugleika.

·    Skipting veiðiheimilda. Ákvarðanir um heildarafla á miðum ESB-ríkja og skiptingu í landskvóta eru teknar sameiginlega af fulltrúum aðildarríkjanna í ráðherraráði ESB að fengnum tillögum frá framkvæmdastjórn ESB.

Þetta á við um veiðar innan 200 sjómílna efnahagslögsögu að undanskildum veiðum innan 12 sjómílna lögsögu en þar eru veiðar á forræði hvers ríkis.

Við ákvörðun á aflamagni er stuðst við tillögur vísindamanna og við skiptingu í landskvóta er farið eftir reglunni um hlutfallslegan stöðugleika en hún felur í sér að aflakvóta innan 200 sjómílna lögsögu hvers lands er skipt eftir sögulegri veiðireynslu og efnahagslegu mikilvægi fiskveiða fyrir viðkomandi land.

Hvert ríki úthlutar svo sínum aflakvóta eftir eigin úthlutunarkerfi og ber ábyrgð á eftirliti með veiðum innan sinnar lögsögu."


Sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 05:34

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú kennir íslenzkum sjómönnum ekkert um sjávarútveg á Norður-Atlantshafi, Steini Briem. Þeir vita vel af þessum deilistofnum og að tekið hefur marga áratugi að byggja upp veiðiréttindi okkar í fiskveiðilögsögu annarra ríkja og utan hennar. Þeir vita vel, að Evrópubandalagið berst með kjafti og klóm gegn makrílveiði okkar. Þeir vita líka flestir, að "reglan" svokallaða (sem er ekki einu sinni lagagrein) um "hlutfallslegan stöðugleika" er orðin mjög ÓSTÖÐUG! Vafalaust verður þó ekki snert við henni, meðan bandalagið bíður þess að hremma langöflugasta fiskveiðiríki V-, S- og NV-Evrópu undir stjórn kommissaranna í Brussel. ÞÁ geta þeir farið að breyta þessum hlutum, eins og þeir hafa reyndar alltaf talið sér leyfilegt: að breyta þessari "sameiginlegu sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins", sem breytt hefur verið reglulega á 10 ára fresti.

Svo áttu eftir að svara spurningu minni á annarri vefslóð hér um það, hvort þú, Steini Briem, sért á einhvern hátt að vinna fyrir Evrópubandalagið.

Jón Valur Jensson, 6.6.2010 kl. 06:30

7 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Andstæðingar ESB á Íslandi væla hérna hátt og snjallt í samræmi við kröfur LÍÚ og þá hugmyndafræði sem þar liggur á baki.

Sérstaklega þá öfgamaðurinn og öfgaþjóðernissinnin Jón Valur, sem hefur þó engan skilning á sjávarútvegi frekar en utanríkismálum og alþjóðsamskiptum.

Það verða engar stórvægilegar breytingar á sjávarútvegi á Íslandi við inngöngu í ESB. Einhverju verður breytt, öðru ekki svona eins og gengur. Varanlegar og tímabundnarundanþágur eru samningsatriði og það mun velta á samningsnefndum ESB hvernig þau mál fara, og ætla ég lítið að spá fyrir um hverning það fer.

Hinsvegar er ég alveg vissum að íslenskum sjómönnum muni farnast vel innan ESB eins og öðrum íslendingum. Starfsbræðrum þeirra í ESB virðist ekkert ganga illa þar. Þrátt fyrir þau vandamál sem þeir þurfa að kljást við, þá ofveiði fiskistofna og breytingar í lífríki sjávar sem hefur valdið því að fiskistofnar eru margir hættir að veiðast á ákveðnum svæðum í Evrópu, og fleira í þeim dúr.

Jón Valur, það er ódýr aðferð að saka fólk um að vinna fyrir ESB eins og þú gerir hérna. Evrópubandalagið hætti að vera til þann 1 Janúar árið 1993. Ég mæli með því að þú komir þér í 21 öldina hið fyrsta.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 08:09

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

Síðast liðið haust komu til Íslands forsvarsmann Skoskra og Írskra sjómanna og einnig forsvarsmenn Skoskra útgerðarmanna.

Þessir aðilar komu fram á fundum með íslenskum sjómönnum og útgerðarmönnum ásamt því að halda mjög athyglisverð framsöguerindi á fjölmennum fundi um sjávarútveg og ESB sem haldinn var á vegum Heimssýnar.

Allir höfðu þessir menn áratuga reynslu af að hafa starfað við sjávarútveg landa sinna.

Þeir töluðu enga tæpitungu þegar kom að því að ræða ESB og sjávarútvegsstefnu þess.

Þeir sögðu sjávarútvegsstefnu ESB vera hinn versta óskapnað, sem hefði stórskaðað atvinnugreinina í heild.

Í raun lýstu þeir því að sjávarútvegsstefna sambandsins væri gjaldþrota.

Þeir vöruðu íslendinga mjög eindregið við því að ganga í ESB og líka við að hlusta á fagurgalann frá embættismönnum Sambandsins um að einhverjar breytingar til batnaðar væru alltaf handan við hornið. Þeir hefðu heyrt það kjaftæði þeirra í áratugi og aldrei lagaðist ástandi neitt, þvert á móti, því lengi virtist vont kerfi getað versnað.

Þeir sögðu hiklaust, ef þið viljið rústa gjöfulum og blómlegum sjávarútvegi ykkar þá skuluð þið alveg endilega ganga í ESB strax.

Ég veit að enginn rök eða staðreyndir hrína á þeim heittrúuðu ESB aftaníossum eins og Jóni Frímanni eða Steina Briem.

En ég held að grafalvarlegar viðvaranir þessara manna ættu að verða til þess að við íslendingar sem auðlinda- og sjávarútvegsþjóð skoðuðum málin alveg uppá nýtt.

Gunnlaugur I., 6.6.2010 kl. 09:29

9 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, þeir sem komu eru talsmenn stjórnmálaflokka og afla innan Skotlands sem eru á móti ESB og hafa alltaf verið það. Umræddir aðildar eru því að dreifa eintómri dellu um ESB. Enda stafa vandamál skota í fiskveiðum af öðrum ástæðum heldur en ESB. Hérna er um að ræða langvarandi ofveiði á fiskistofnum í kringum Skotland.

Þetta vandamál er ekki bara bundið við Skotland og önnur Evrópulönd. Heldur er þetta einnig vandamál á Íslandi, þó svo að alltaf sé snúið útúr því þegar reynt er að tala um ofveiði fiskistofna á Íslandi.

Gunnlaugur I, þú kemur ekki með nein rök hérna. Þú kemur hinsvegar með nóg af upphrópunum og tómri vitleysu. Það virðist vera nóg til af því hjá þér.

Það hinsvegar breytir ekki því að staðreyndir munu alltaf verða betri en þessi þvæla sem frá þér kemur.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 09:41

10 Smámynd: Gunnlaugur I.

Jón Frímann stendur ESB- vaktina sína sem fyrr og nú með stóra ESB þokulúðurinn sem hann blæs á mig með og segir mig fara með bull og vitleysu. 

Hann reynir því að gera lítið úr þessum mönnum sem ég nefndi hér að framan og vöruðu okkur íslendinga við ESB inngöngu og sögðu ekki gera sömu mistök og við.

En ég fullyrði að hér voru á ferð m.a. varaformaður Bresku sjómannasamtakanna og einnig varaformaður Norður Írsku útgerðarsamtakanna NIFPO.

Þeir lýstu ESB og handónýtri sjávarútvegsstefnu sambandsins sem hreinu helvíti á jörð.  

Þeir lýstu ESB  

Gunnlaugur I., 6.6.2010 kl. 10:24

11 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@Jón Valur Jensson: "Ófyrirleitið af þessum samtökum að láta eins og þau séu aldeilis sérlega jákvæð gagnvart íslenzkum sjómönnum!"

Evrópusamtökin styðja íslenska sjómenn heilshugar í störfum sínum og t.d. hefur ritari unnið sem togarasjómaður.

Þessi ummæli þín dæma sig því einfaldlega sjálf! 

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 6.6.2010 kl. 10:28

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður hefur einnig unnið við fiskvinnslu og útgerð á Akureyri, Hnífsdal, Reykjavík og Grindavík, auk þess að hafa gefið út sérblað um íslenskan og erlendan sjávarútveg á Morgunblaðinu, veiðar, vinnslu, markaðssetningu og tækniþróun um allan heim.

Til hamingju með daginn, íslenskir sjómenn og þjóðin öll!

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 12:51

13 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Vörpum fram þeirri spurningu hér úr nýjustu færslu: Hvernig gætu Íslendingar látið að sér kveða í sjávarútvegsmálum ESB? Hvað segja menn? (engar konur tjáð sig um þetta mál!)

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 6.6.2010 kl. 13:38

14 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, enda er þetta hópur sem vill að hætt verði með CFP. Það er frétt um þetta lið frá árinu 2003 hérna. Ég hef enga samúð með fólki sem getur ekki komið með almennileg og heiðarleg mótrök í svona umræðum. Það hefur legið fyrir núna lengi að andstæðingar ESB á Íslandi vilja hvorki umræðu um ESB (sbr allt bann við athugasemdum á þeirra vefsíðum), eða taka þátt í einni slíkri hérna á landi.

Lygar eru alltaf lygar, líka þegar þær koma erlendis frá.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 13:40

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið EU-menn stingið ekki upp í Gunnlaug Ingvarsson með því að minna á, að einhverjir ykkar hafi verið á sjó, það hafa svo margir aðrir, m.a. fór ég 44 túra á togurum, að mestu í sumarleyfum mínum, auk túra á skakbát (50t) og grálúðubát og víða kringum landið.

En það væri fróðlegt að vita, hver hann er þessi ritari Evrópusamtakanna, er það Arnar Hauksson vélstjóri, sem lengi hefur reynt að mæla með þessu bandalagi? Og hverjir skrifa greinarnar ykkar hér?

Hér er svo smávegis glaðningur til ykkar úr frétt Ruv.is, 'Sjómannadegi fagnað', þar sem sagði (í hádeginu; feitletrun mín):

"... Undir niðri kvíði menn í íslenskum sjávarútvegi þó framtíðinni ef svo fer að Ísland gangi í Evrópusambandið. Fishupdate-vefurinn á þó ráð til Íslendinga, ef þeir vilja kynna sér áhrif þess að ganga í Evrópusambandið: Þeir ættu að taka sér ferð á hendur og skoða það sem eftir er af fiskihöfnunum í Hull og Grimsby."

Þetta gengur í sömu átt og upplýsingarnar frá Gunnlaugi I.

Jón Valur Jensson, 6.6.2010 kl. 17:07

16 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, það stendur ekkert slíkt í frétt Rúv sem þú þykist vitna í. Fréttin er hérna.

Íslenskir sjómenn hafa engu að kvíða þó svo að Ísland gangi í ESB. Í reynd þá er núna verið að beita nákvæmlega sömu hræðsluaðferðum og var beitt þegar Ísland gekk í EES á sínum tíma. Hræðsluáróður sem var innihaldslaus og ekkert nema spuni og lygar þegar á reyndi.

Þar mátti annars lesa svona yfirlýsingar frá andstæðingum EES á sínum tíma.

"Þannig gætu Bretar, Spánverjar og Þjóðverjar keypt sér bakleið inn í fiskveiðilögsögu okkar, gert út skip sín að forminu til á Íslandi en lagt upp aflann í heimalandinu."
(Hannes Jónsson, MBL, 31.08.90 bls. 16)

"Greint var frá því í DV nýlega, í þætti um viskipti, [svo] að hugsanlegur hagnaður okkar af EES-aðild væri um tveir milljarðar á ári [...] Fyrir þetta vilja sumir Íslendingar selja fullveldið"
[...]
"Íslendingar [munu] þurfa að stórefla landshelgisgæsluna verði af EES-samningi.  Ófyrirsjáanlegur kostnaður yrði því samfara þótt nær ógjörlegt yrði að fylgjast með þeim fiskiflotum sem ryðjast myndu á miðin við Ísland."
(Jóhannes R. Snorrason, MBL, 23.08.91 bls. 40)

Þetta er tekið héðan.

Það sem kemur núna frá andstæðingum ESB aðildar Íslands er í raun ekkert nema endurtekning á því sem andstæðingar EES sögðu á sínum tíma. Það er bara búið að breyta útfærslunni, engu öðru.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 18:06

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Víst stendur þetta orðrétt í frétt á Rúv.is í dag, hún er hér: Sjómannadagurinn vekur athygli (der flokkuð þar undir erlendum fréttum), en þakka þér, Jón Frímann, fyrir að beina athygli minni að því, að ég hafði misritað slóðina inn í blogggrein mína um þetta á Moggabloggi í dag, nú leiðrétti ég það hjá mér. En þannig agði frá þessu á Rúv.is, þar sést stærra samhengi tilvitnunar minnar:

"Sjómannadagurinn vekur athygli út fyrir landsteinana og er ekki laust við að við sjávarsíðuna í Bretlandi sakni menn þess að hafa slík hátíðarhöld sjálfir. Sunnudagurinn er Fiskimannadagurinn á Íslandi, skrifar sjávarútvegsfréttavefurinn Fishupdate. Þar er á afar vinsamlegan hátt, jafnvel með aðdáun, fjallað um hátíðarhöld Sjómannadagsins á Íslandi, þar sem allur almenningur varpar af sér áhyggjum efnahagsmálanna til að fagna með sjómönnunum, sem færi björg í bú allan ársins hring. Nú sé sjávarútvegurinn aftur kominn í tísku á Íslandi eftir stutt tímabil skyndigróða og fjárglæframanna sem sumir hverjir horfi nú kvíðnir til framtíðarinnar á bak við rimla.

Öðru gegni um sjómenn og fiskvinnslufólk, sem nú gegni mikilvægara hlutverki en nokkru sinni við að endurreisa efnahag landsins.

Vefurinn lýsir hátíðarhöldunum og þeim skemmtunum sem í boði eru, ekki síst að víða sé boðið upp á fiskrétti við höfnina, án endurgjalds, og sjóferðir, skip og bátar skarti sínu fegursta og sjómenn í hátíðarskapi.

Undir niðri kvíði menn í íslenskum sjávarútvegi þó framtíðinni ef svo fer að Ísland gangi í Evrópusambandið. Fishupdate-vefurinn á þó ráð til Íslendinga, ef þeir vilja kynna sér áhrif þess að ganga í Evrópusambandið: Þeir ættu að taka sér ferð á hendur og skoða það sem eftir er af fiskihöfnunum í Hull og Grimsby."

Jón Valur Jensson, 6.6.2010 kl. 19:40

18 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Fréttin "Sjómannadagur vekur athygli" er ekki sama frétt og "Sjómannadegi Fagnað". Þetta eru tvær fréttir.

Það er ennfremur lost að fiskveiðar eru ástæða þess að fiskistofnar minnka. Þetta er ekki vandamál sem er ESB að kenna, eða CFP. Eins og þú ranglega heldur fram hérna Jón Valur. Í Bretlandi er einfalt að kenna ESB um allt það sem illa fer þar í landi. Það er þó alveg ljóst að þó svo að Bretlandi mundi ganga í ESB, þá mundi fiskurinn ekkert koma aftur þrátt fyrir það. Vandamálin yrðu ennþá til staðar og hafninar yrðu ennþá tómar.

Hérna eru frekar gamlar fréttir af vandamálinu með ofveiði á fiski.

An Inconvenient Truth for Fish

Film warns of 'world without fish'

Fish will vanish from British waters in 20 years, says author

Fish shrinkage threatens survival

Málflutningur eins og sá sem þú hefur uppi varðandi ESB og fiskveiðar er blekkjandi, og hefur alltaf verið það. Staðreyndinar tala sínu máli, og hafa alltaf gert það.

Sjóræningjaveiðar á fiskistofnum eru ennfremur stórt vandamál, og fer vaxandi víða í heiminum.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 20:27

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu ekki bara sérfræðingur í öllum málum, Jón Frímann?!

En af hverju minnistu ekkert á óánægju bæði Skota og Englendinga með fiskveiðar Spánverja í landhelginni? Er þetta kannski feimnismál í þínum ranni?

Það er ótrúlegt hvað þú leyfir þér að vera glannalegur í því að mæla með þessu Evrópubandaagi, jafnvel í sjávarútvegsmálum, þar sem þó er vitað, að því hefur mistekizt hrapallega. Ég er viss um að sérfróðir gætu fundið marga vitnisburði um það úr bandalagsins eigin gögnum, hef séð dæmi þess, en nenni ekki að eltast við þetta sjálfur.

Ertu að hugsa um að flytjast úr landi, ef ykkur tekst að narra Ísland inn í bandalagið og þegar illu afleiðingarnar eru komnar í ljós fyrir sjávarútveg okkar? Eða hyggurðu þig verða manna vinsælastan á Hvammstanga?!

PS. Þú ert ekki að segja mér neinar fréttir með 1. klausu þinni kl. 20.27, og var það ekki þegar ljóst?

Jón Valur Jensson, 6.6.2010 kl. 21:07

20 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Spánverjar hafa getað veitt í lögsögu Bretlands útaf sögulegum málefnum. Þú getur lesið um það hérna. Þessi staða á ekki við hjá Íslandi, og hefur ekki gert það hingað til og mun ekki gera það, eftir því sem ég kemst næst.

Það er ennfremur að sjá á textanum hjá þér Jón Valur að þú hafir ekki áttað þig á þessum staðreyndum. Gildir einu þó svo að þú reynir að snúa þig útúr því hérna.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 21:37

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvers vegna eru brezkir sjómenn þá svona óánægðir?

Hefurðu ekkert heyrt um kvótahopp, karlinn minn?

Jón Valur Jensson, 6.6.2010 kl. 21:47

23 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

VILJUM BEINA ÞVÍ TIL ÞÁTTTAKENDA HÉR AÐ SPARA STÓRU ORRÐIN OG VERA MÁLEFNALEGIR!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 7.6.2010 kl. 00:06

24 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, þetta er allt saman útskýrt í þeim linkum sem ég vísaði á. Ennfremur er búið að útskýra þetta fyrir þér nokkrum sinnum, en þú kýst að ekki að hlusta á það sem sagt er við þig, af því leiðir að þú veist ekki neitt um ESB.

Þar get ég ekki hjálpað þér, sem vilji er grundvallaratriði í að læra hlutina, ef ekkert annað sértækt kemur til.

 Breskir sjómenn eru óánægðir vegna þess að kvótinn hefur minnkað hjá þeim í mörg ár núna. Hinsvegar er alveg ljóst að slíkt hefði gerst þó svo að Bretland hefði verið fyrir utan ESB. Þar sem fiskiafli almennt hefur verið að minnka undanfarin ár.

Þetta eru atriði sem skipta andstæðinga ESB á Íslandi og almennt andstæðinga afskaplega litlu máli.

Jón Frímann Jónsson, 9.6.2010 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband