Leita í fréttum mbl.is

Úlfar í DV: Líklegt að Íslendingar stjórni sjávarútvegsmálum (ESB)

Úlfar HaukssonÚlfar Hauksson, helsti sérfræðingur Íslands í sjávarútvegsstefnu ESB, segir í viðtali í helgarblaði DV það vera afar líklegt að geti fengið embætti sjávarútvegsmálastjóra ESB. Hann segir þetta ekki vera eftirsóttasta embætti ESB, en Norðmönnum hafi verið boðið það á sínum tíma.

Skoða verður þessi ummæli í ljósi þeirrar staðreyndar að sjávarútvegur er hvergi burðaratvinnugrein í neinu hinna 27 landa ESB. Hann er það hinsvegar á Íslandi. Ha nn telur það því vera auðsótt fyrir Íslendinga að fá embættið og segir:,,Þessu yrði ýtt til okkar um leið."

Þá segir Úlfar að reglan um "hlutfallslegan stöðugleika" muni tryggja Íslandi áfram það magn kvóta sem við höfum nú þegar: ,,Hann (Úlfar, innskot ES-blogg) segir að reglan um hlutfallslegan stöðugleika muni tryggja að hefðbundnir nytjastofnar á borð við þorsk og ýsu myndu falla eingöngu Íslendingum í skaut."

Í framhaldi af þessu er áhugavert að velta því fyrir sér hvaða áhrif þetta hefði á stöðu Íslands innan ESB. Klárlega myndi það auka áhrif okkar innan sambandsins, Ísland gæti í krafti þeirrar stöðu miðlað af þekkingu og reynslu sinni í sjávarútvegsmálum til annarra aðildarríkja. ESB nýtur nú þegar ráðgjafar Íslands í fiskveiðimálum. Ekki síst gæti Ísland látið að sér kveða í sambandi við verndun stofna og skynsamlegrar nýtingu þeirra. Spurningin er: Hvernig gætu Íslendingar látið að sér kveða í þessu embætti, ef af yrði?

Í viðtalinu segir einnig: " Annar embættismaður stingur upp á að Íslendingar myndu gegna, fljótlega eftir inngöngu í ESB embætti framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála hjá ESB....Hann nefndi að fordæmi séu fyrir að ríki fái við inngöngu úthlutað embættum sem snúa að þeim málaflokkum sem hafa verið umdeildir og erfiðir landinu."

Núverandi sjávarútvegsstjóri ESB er Maria Damanaki, frá Grikklandi, en hún tók við af Möltubúanum Joe Borg.

Endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB stendur nú yfir og á henni að vera lokið á næsta ári.

Til  fróðleiks er hér að finna Grænbók ESB um sjávarútvegsmál

Greinina í DV, sem er eftir Helga Hrafn Guðmundsson blaðamann, er ekki enn að finna á vef DV, en oftar en ekki birtist efni úr helgarblaði DV á vefnum í kjölfar pappírsútgáfunnar.

Að lokum: Fjölda greina um Ísland, ESB og sjávarútvegsmál er að finna á:

http://www.evropa.is/category/sjavarutvegsmal/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Hér er vísvitandi verið að villa um fyrir Íslendingum.

Væntanlega vita Evrópusamtökin að fulltrúar í framkvæmdastjórn ESB þurfa að skrifa undir hollustueið við Evrópusambandið og þeim er ,,bannað" að draga taum þess ríkis sem þeir eru frá. Þannig mun þessi Íslendingur, sem vel að merkja er í eintölu, þjóna ESB fyrst og síðast og hagsmunum þess. En væntanlega eru aðildarsinnar að gefa í skyn að þessi einstaklingur nái að breyta sjávarútvegsstefnu sambandsins í þágu íslenskra hagsmuna og brjóti þar með hollustueiðinn við ESB. Það hefði mátt taka þetta fram í frétt DV og í pistli Evrópusamtakana, sem krefjast alltaf upplýsandi umræðu þegar þeir gagnrýna sjálfstæðissinna.

En það er gott að hafa þessar innanbúðarupplýsingar frá Brussel eins og Úlfar Hauksson hefur, sem væntanlega er þá kandídat í þessa stöðu í framkvæmdastjórn ESB. Eða kannski flýr Össur í þetta embætti. Það getur allt gerst í íslenskum stjórnmálum í dag.

Jón Baldur Lorange, 6.6.2010 kl. 14:55

2 Smámynd: Benedikta E

Það er algjörlega óþarfi fyrir ykkur að velta öllu "þessu"fyrir ykkur og ausa út öllum þessum marklausa og að ykkar áliti lymskulega áróðri fyrir aðild að ESB

Íslendingar fara - ALDREI - inn í ESB - fyrr myndu þeir dauðir liggja.

Íslandi allt - !

Benedikta E, 6.6.2010 kl. 15:00

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Benedikta.

Þú hefur ekki hugmynd um hvort Ísland muni ganga í Evrópusambandið þegar samningur um aðildina liggur fyrir eftir nokkur ár.

Þú vissir kannski fyrir þremur mánuðum að Jón Gnarr yrði borgarstjóri í þessum mánuði.

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 15:12

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það mætti halda að evrópusamtökin séu að taka upp nýja stefnu. Í ljósi nýyfirstaðinna hreppakosninga og úrslitin í Reykjarvíkurhreppi er engu líkara en evrópusamtökin ætli að reyna að vinna sínu máli fylgi með FYNDNI.

Þessi grein þeirra er alveg bráð fyndin!

Gunnar Heiðarsson, 6.6.2010 kl. 15:13

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar Heiðarsson.

Þú ert sérfræðingur í fyndni og ættir því að vita það.

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 15:28

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Baldur Lorange.

Það eru nýjar fréttir fyrir allan heiminn að fulltrúum aðildarríkja Evrópusambandsins sé "bannað að að draga taum þess ríkis sem þeir eru frá".

Kemur spánskt fyrir sjónir.

Einkennilegt að flestöll ríki Evrópu skuli vera í Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 15:38

7 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Baldur Lorange, þeir einu sem eru viljandi að villa fyrir íslendingum um þessar mundir eru samtökin Heimssýn, Bændasamtökin (með undirgreinum) og síðan Framsóknarflokkurinn í Skagarfirði. LÍÚ hefur undarlega haldið sér til hlés hingað til í þessum málefnum, en engu að síður hafa komið smá lygar frá þeim á reglulega.

Annars ert þú stjórnmaður í Heimssýn og landbúnaðarráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands Jón Baldur. Þannig að það sem þú segist markast talsvert af þeim staðreyndum.

Þær flullyrðingar sem þú setur fram hérna eru auðvitað aðalsmerki Heimssýnar og Bændasamtakanna, en það er að setja fram lygar og ekkert nema lygar um ESB og það sem þar gerist.

Af þessum sökum ertu ómarktækur einstaklingur, og munt alltaf verða það.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 15:54

8 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Jón Frímann og Steini Briem: Hvernig væri nú að svara með öðru en útúrsnúningum og skætingi. Og eins og alltaf Jón Frímann þá ,,ferðu í manninn, en ekki boltann" svo notað sé fótboltamál. Jón Frímann segðu okkur nú frá, og notaðu allar þær tilvísanir sem þú finnur á vef ESB, hvernig framkvæmdastjórn ESB er uppbyggð og hvaða skyldur meðlimir hennar hafa til ESB annars vegar og þess ríkis sem þeir koma frá hins vegar.

Jón Baldur Lorange, 6.6.2010 kl. 16:17

9 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Baldur, Þú veist fullvel hvernig Framkvæmdastjórn ESB er uppbyggð og hvernig í hana er skipað. Ég þarf ekkert að útskýra það fyrir þér neitt frekar.

Annars kýs ég heimildir til þess að staðfesta mitt mál. Þú hinsvegar kýst heimildarleysi þegar þú setur fram fullyrðingar um ESB. Þar sem að slíkar heimildir munu alltaf koma upp um þær lygar sem þú setur fram hérna, sem og aðrir stjórnarmenn í Heimssýn.

Þeir einu sem ennfremur svara hérna með skæting og leiðindum eru andstæðingar ESB. Enda fyrir margt löngu síðan orðnir rökþrota hérna, og annarstaðar þegar það kemur að umræðunni um ESB og Ísland.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 16:29

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

maður skilur ummælin betur þegar maður veit hver segir þau Jón Baldur... 

Óskar Þorkelsson, 6.6.2010 kl. 17:43

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það verða allir fiskar búnir að aféta hvorn annan og dauðir vegna eyðilagðra uppeldis-skilyrða á hafsbotninum vegna græðgis-tortímingu og rugl-stefnu í fiskveiðum á Íslandi!

Þannig að þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af þeirri sjálfs-tortímingu Íslands meir!

Þá er bara spurning hvernig ESB-Brussel-stjórnin murkar endanlega lífið úr Íslendingum sem ekki vildu stela banka og þiggja mútur frá ESB til að lifa af á Íslandi? M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2010 kl. 17:57

12 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Óskar, svona rökleysa sýnir bara og sannar að þú hefur ekkert til málana að leggja.

Hvernig er annars í Noregi, þar sem allt er svo hrikalega dýrt að Norðmenn skreppa bæði til Svíþjóðar og Danmerkur til þess að versla í matinn og annað reglulega.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 17:58

13 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Anna Sigríður, svona rökleysu er ekki á þetta rugl hérna í andstæðingum ESB á Íslandi bætandi.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 17:59

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

:) gaman að þér Jón Frímann.. þú skildir ekki að ég var að sneiða að jóni Baldri þér til stuðnings :D ertu lesblindur ?

Noregur er frábær.. ég á til hnífs og skeiðar.. borða steikur reglulega og drekk bjór með og hef efni á því.. þetta gat ég ekki á íslandi.

Norðmenn fara til EU landannatil að versla vegna þess að þeir geta það ,ekki vegna þess að þeir þurfi þess.. þetta er svona dægrastytting.. en þú skilur það auðvitað ekki frekar en ummæli mín hér að ofan ;) 

Óskar Þorkelsson, 6.6.2010 kl. 18:06

15 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Óskar, ég er svona lesblindur á ákveðna hluti í textum fólks. Þegar þeir eru ekki sagðir í réttu samhengi. Ég er einstaklega blindur á kaldhæðni í texta. Ég þakka samt stuðninginn, þó svo að ég hafi ekki áttað mig á honum. 

Ég á nú vin í Danmörku sem fékk áfall þegar hann skrapp til Noregs og sá verðlagið þar. Þannig að ég er ekki hissa á því að norðmenn versli í ESB löndunum, þar sem verðlag er ódýara. Gildir þá einu þó svo að þetta sé sport hjá norðmönnum. Þeir eru nefnilega líka að spara pening.

Annars ætla ég að flytja út til Danmerkur þegar ég er búinn með framhaldsskólann á Íslandi. Þar sem ekki gengur fyrir mig að flytja út ómenntaður.

Annars er verðlag orðið ómanneskjulegt hérna á Íslandi, enda er verðbólgan 11,1% samkvæmt Eurostat í samræmdri mælingu hjá þeim. Verðbólgan virðist fara vaxandi á Íslandi um þessar mundir sýnist mér.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 18:51

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

verðlagið í noregi endurspeglar launin og greiðslugetu norðmanna.. þeir hafa svakalegasterkan kaupmátt og notfæra sér það sem tómstundagaman að fá allt að 50 % afslátt í SE eða DK miðað við Noreg.. 

Mér finnst gott að fara til DK vegna þess að þar er ódýrt fyrir mig að lifa lífinu eins og ég vil á norskum launum.. sama og þó sérstaklega gildir þetta um SE.. ég skil hinsvegar vel að danir og svíar hafi ekki efni á því að versla í noregi.. en rússar gera það norður í Varangri..  

Óskar Þorkelsson, 6.6.2010 kl. 18:55

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Baldur Lorange.

Þetta er ENGAN VEGINN útúrsnúningur hjá undirrituðum, því ÞÚ hélst þessu fram sem STAÐREYND.

Þess vegna segi ég enn og aftur:

Það eru nýjar fréttir fyrir allan heiminn að fulltrúum aðildarríkja Evrópusambandsins sé "bannað að draga taum þess ríkis sem þeir eru frá".

Kemur spánskt fyrir sjónir.

Einkennilegt að flestöll ríki Evrópu skuli vera í Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 19:03

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Anna Sigríður Guðmundsdóttir.

Finnst þér ekki eðlilegt að sonur þinn, Ásmundur Einar Daðason, formaður Heimssýnar, taki hér þátt í umræðum um Evrópusambandið, eða veit hann jafn lítið um það og þú?

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 19:17

19 Smámynd: Gunnlaugur I.

Tek undir með Benediktu E. hérna að ofan.

"Dream on" ESB Aftaníossarnir ykkar.

Ísland og íslenska þjóðinmun aldrei ganga undir merkjum þessa misheppnaða ESB yfirráðabandalags.

Ég hlakka mikið til þegar óðjóðlegur sértrúarsöfnuður ykkar verður endanlega kveðnir í kútinn !

Það styttist í það !

Gunnlaugur I., 6.6.2010 kl. 20:25

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur Heimssýnaraftaníossi númer eitt.

Nú eru 27 þjóðir komnar í Evrópusambandið og fleiri eru á leiðinni í sambandið.

Sértrúarsöfnuðurinn er því Heimssýnarsöfnuðurinn
með hausinn fastan ofan í spænsku klósetti.

Og þangað er nú einnig kominn foringi ykkar, Ásmundur Einar Daðason, því ekki sést hann í opinberri umræðu hér um Evrópusambandið
og hefur gert móður sína að opinberum talsmanni sínum.

En hvorugt þeirra veit nokkuð um Evrópusambandið.

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 20:44

21 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, það er í raun rannsóknarefni afhverju þú talar svona illa um samband þjóða sem þú svo sjálfur býrð og þrífst mjög vel virðist vera. Sérstaklega eru áhugaverðar þær rangfærslur sem þú setur hérna fram og veist að eru rangar og hafa altaf rangar.

Ef þú vilt ekki búa innan ESB, þá hefuru þann kost að flytja til Bandaríkjanna eða Kanada. Þær þjóðir eru ekki í ESB og munu aldrei verða það.

Íslendingar munu hinsvegar ganga í ESB þegar umræðan fer af stað og mesta ruglið rennur sitt skeið í íslensku þjóðfélagi. Þetta er ferli sem tekur sinn tíma, en íslenska þjóðin mun engu að síður komast þangað á endanum. Þó langan tíma taki.

Síðan má benda á það að enginn vill búa við það efnahagsástand sem skapast hérna vegna krónunar og þess sem efnahagurinn í kringum krónuna skapar.

Hagvöxtur í ESB (27) er núna orðin 0.2% af GDP samkvæmt Eurostat (sjá hérna). Hagvöxtur á Íslandi telst einnþá í mínus prósentum eftir því sem ég kemst næst. Hef þó ekki séð nein skjöl um það ennþá. Enda er erfitt að finna gögn um stöðu mála á Íslandi svo vel sé.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 20:50

22 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þið farið mikinn í ESB hroka ykkar og yfirlæti.

Fall ykkar á eftir að vera mikið ! 

Ráðist nú af heift og hatri að móður ónefnds ungs og efnilegs þingmanns og fyrir hvað eiginlega, má hún virkilega ekki hafa sínar sjálfstæðu skoðanir öðruvísi en að vera skotinn í kaf og rökkuð ofan í skítinn af ykkur í ESB trúboðinu.

Skammist ykkar bara !

Gunnlaugur I., 6.6.2010 kl. 20:58

23 Smámynd: Gunnlaugur I.

Færslan hérna að ofan þega Jón Frímann hjólar algerlega að ósekju í Óskar Þorkelsson sýnir mjög vel ofstopann og rétttrúnaðinn í þessu ESB aftaníossa- liði. Eins og Jón Baldur segir: " það er vaðið í manninn en ekki boltann"  

Gunnlaugur I., 6.6.2010 kl. 21:10

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur Heimssýnaraftaníossi númer eitt.

Undirritaður undrast það mjög að foringi ykkar, Ásmundur Einar Daðason, tekur engan þátt hér í opinberum umræðum um Evrópusambandið
og gerir móður sína að opinberum talsmanni sínum.

Ef einhver á að skammast sín er það Ásmundur Einar Daðason.

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 21:10

25 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Heldur leggjast aðildarsinnar lágt í þessari umræðu þegar farið er að draga mæður og syni inn í umræðuna. Það sýnir heldur mikla taugaveiklun af hálfu aðildarsinna. 

Steini Briem. Reyndu nú að lesa það sem þú ert að tjá þig um áður en þú leggur til atlögu með atgeirinn. Ég var að tala um þennan eina fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB sem Ísland fær að tilnefna, og aðildarsinnar fullyrða að fái sæti sjávarútvegsstjóra framkvæmdarstjórnarinnar. Ég var ekki að tala um þessa sex þingmenn á Evrópuþinginu sem Íslands fær ef af aðild verður. Jón Frímann kaus að fræða lesendur síðunnar ekki um hverjum meðlimirnir heita hollustu sinni þegar þeir taka sæti í henni heldur vísaði í vefsíður í Brussel að vanda. Þannig verður þetta einnig í framtíðinni þegar erfið mál koma upp ef Ísland álpast þarna inn undir hræðsluáróðri aðildarsinna.

Jón Baldur Lorange, 6.6.2010 kl. 21:23

26 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Baldur og Gunnlaugur I, það er afskaplega ódýrt hjá ykkur þegar þið talið um taugaveiklun og að leggjast lágt. Það er reyndar þannig að það er ekki hægt að leggjast læegra og neðar heldur en andstæðingar ESB á Íslandi, sem þurfa stöðugt að vera að ljúga til um ESB og starfsemi þess og hlutverk.

Einnig sem að samtök andstæðinga ESB á Íslandi hafa oft á tíðum einfaldlega búið til hluti um ESB án þess að hafa nokkurn skapaðan hlut fyrir sér í því. Þar verður ekki neðar komist.

Hjá aðildarsinnum er ennfremur engin taugaveiklun. Upplaup Samtaka Ungra Bænda hinsvegar um daginn sýnir mikla og vaxandi taugaveiklun hjá Heimssýnarmönnum og öðrum andstæðingum ESB á Íslandi.

Annars andar Davíð Oddsson niður um hálsmálið á Heimssýn í gegnum sinn mann þar, Styrmir Gunnarsson sem situr í stjórn Heimssýnar.

Þetta er svo sannarleg skemmtileg tengsl þarna á ferðinni. Heimssýn eru tengd hrunverjum í beinan legg.

Það er kominn tími til þess að almenningur frétti og átti sig á þessari staðreynd um Heimssýn.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 21:33

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Baldur Lorange.

Ég hef verið fluglæs frá fjögurra ára aldri og hef stáltaugar.

Það væri nú tæpast eðlilegt að "sjávarútvegsstjóri framkvæmdarstjórnarinnar" skaraði einungis eld að köku eigin ríkis, enda væri hann þá ekki sjávarútvegsmálastjóri Evrópusambandsins.

Ísland verður hins vegar langstærsta sjávarútvegsþjóðin í Evrópusambandinu og mun því hafa mjög mikil áhrif í sjávarútvegsmálum sambandsins.

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 21:44

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ef Íslendingar sækja um fulla aðild að Evrópusambandinu er ljóst að hlutfallslegi stöðugleikinn myndi tryggja að svo til allur sá kvóti sem heimilt yrði að taka úr sjó við Ísland félli okkur í skaut.

Í norska aðildarsamningnum - frá 1994 - er meginreglan sú að aflahlutdeild ESB innan norskrar lögsögu og öfugt er byggð á sögulegri veiðireynslu áranna 1989 til 1993.

Í samningnum er kveðið á um að samningsaðilar mega hvorki auka sókn í vannýtta stofna í lögsögu hvor annars, né auka veiðar á þeim tegundum sem ekki sæta ákvörðun um leyfilegan hámarksafla.

Norðmönnum tókst því að tryggja svo til óbreytta stöðu mála gagnvart ESB frá því sem var í fiskveiðisamningnum í tengslum við EES-samkomulagið."

Er kvótahopp vandamál í Evrópusambandinu? - Úlfar Hauksson sérfræðingur um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 22:10

30 Smámynd: Gissur Þórður Jóhannesson

Núna hafa Íslendingar fullan rétt á að stýra landbúnaðar og sjávarútvegsstefnu sinni sjálfir.

Ef Íslendingar afsala sér þessum rétti til Evrópusambandsins hvaða réttindi fá þá   Íslendingar í staðinn  fyrir það sem þeir hafa ekki nú þegar með aðild sinni að EES samningnum.      Því verða evrópusinnar að geta svarað útúrsnúningalaust og með fullum rökum.              Geti evrópusinnar það ekki þá lít ég svo til að innganga Íslendinga í Evrópusambandið sé tilræði við dreifbýlið þar sem mest allar undirstöður  atvinnuvega þjóðarinnar verða til.

Gissur Þórður Jóhannesson, 6.6.2010 kl. 22:10

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gissur Þórður Jóhannesson.

SJÁVARÚTVEGUR:


Við Íslendingar
yrðum stærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu, þar sem samkeppnisstaða okkar myndi batna gagnvart Norðmönnum með niðurfellingu tolla og þeir yrðu að semja við okkur um aflakvóta úr deilistofnum sem forystuþjóð Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum.

Norðmenn eru okkar aðal keppinautar í fiskútflutningi
til Evrópusambandslandanna, þar sem tollar okkar af sjávarafurðum myndu falla niður með aðild að sambandinu.

Við greiddum um 650 milljónir króna í tolla af sjávarafurðum í Evrópusambandinu árið 2008 og greiðum þar yfir 5% toll af ferskum flökum, til dæmis karfaflökum, 2% af heilum ferskum fiski sem seldur er á uppboðsmarkaði, humri, síld og öðrum afurðum.

Evrópska efnahagssvæðið
er langstærsta markaðssvæði okkar Íslendinga og þangað fóru um 84% af öllum okkar útflutningi árið 2009.

Útflutningur okkar
á vörum og þjónustu hvílir á þremur stoðum, iðnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.

Árið 2009
fluttum við út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjaldeyristekjur
okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum, sjá bls. 11-12

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 22:22

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gissur Þórður Jóhannesson.

LANDBÚNAÐUR:


Útgjöld hins opinbera til landbúnaðar hérlendis voru um 12 milljarðar króna árið 2007.

Sænskir bændur
fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, meira en nettótekjur bændanna, en rúmlega helmingur allra útgjalda sambandsins er til landbúnaðarmála.

Árið 2008 störfuðu hér 2,5% vinnuaflsins við landbúnað, sem var þá 1,4% af landsframleiðslunni og fjöldi bújarða um þrjú þúsund.

Meðalaldur búfjáreigenda hérlendis er 54 ár og margir þeirra eru með mjög lítil sauðfjárbú, þannig að þeir vinna einnig utan búanna, sem verða sumarbústaðir þegar þeir bregða búi.

Árið 2008 voru hér 1.318 sauðfjárbú, þar af 1.083, eða 82%, með 400 ærgildi eða færri. Blönduð bú voru þá 138 og kúabú 581.

Fastur kostnaður
meðalsauðfjárbús var þá 249 þúsund krónur á mánuði að meðtöldum launum eigendanna.

Neysla á kindakjöti á öðrum Norðurlöndum er mjög lítil og engin ástæða til að reikna hér með innflutningi á kindakjöti í einhverjum mæli.

Við flytjum út um fjögur þúsund tonn af sauðfjárafurðum á ári, þar af um 1.200 tonn af kindakjöti, langmest til Evrópska efnahagssvæðisins, 2.200 tonn af gærum og 500 tonn af ull.

Árið 2009 voru flutt hér út 1.589 lifandi hross, um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Hérlendis eru hins vegar einungs 22 svínabú.

Í febrúar í fyrra kostaði kílóið af smjöri í þýskum verslunum 2,64 evrur, 391 íslenskar krónur á þávirði, en 537 krónur í verslunum hérlendis og verðmunurinn því 37%, miðað við verðlag á öllu landinu.

Verð á lítra af mjólk til framleiðenda í Finnlandi var um 0,33 evrur í febrúar síðastliðnum, um 58 íslenskar krónur á þávirði.

Samkvæmt ákvörðun Verðlagsnefndar búvara hér hækkaði verð á viðmiðunarmjólk frá framleiðendum í 83,49 krónur fyrir lítrann 1. janúar 2005 en í febrúar það ár var verð á mjólk í verslunum hérlendis 80 krónur fyrir lítrann, miðað við verðlag á öllu landinu.

Beingreiðsluhluti mjólkur til framleiðenda var þá 39,32 krónur fyrir lítrann og afurðastöðvahluti greiðslu til framleiðenda fyrir innlagða mjólk 44,17 krónur fyrir lítrann, eða 53% af verði mjólkurinnar til framleiðenda.

Verð á lítra af mjólk til framleiðenda hérlendis var 100 krónurbeingreiðslum meðtöldum árið 2008, en 91 króna í verslunum hér í ágúst það ár, miðað við verðlag á öllu landinu.

Hagtölur landbúnaðarins 2010


Sænskir bændur og Evrópusambandið


Finnska hagstofan - Verð til framleiðenda:


Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 22:28

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLENSKIR NEYTENDUR OG EVRÓPUSAMBANDIÐ:

Stýrivextir á evrusvæðinu eru nú 1% og verðbólga 1,6%.

Spáð er rúmlega 1% hagvexti á evrusvæðinu á þessu ári og 1,5% á næsta ári.


Samkvæmt Hagstofu Íslands hækkaði hér verð á eftirtöldum landbúnaðarvörum miðað við verðlag á öllu landinu á 18 mánaða tímabili, frá ágúst 2008 til febrúar 2010:

Nýmjólk
um 19%, úr 91 krónu í 108 krónur lítrinn,

súrmjólk
um 28%, úr 125 krónum í 160 krónur lítrinn,

skyr
um 13%, úr 260 krónum í 295 krónur kílóið,

smjör
um 19%, úr 471 krónu í 560 krónur kílóið,

mjólkurostur
(26% brauðostur) um 13%, úr 1.105 krónum í 1.253 krónur kílóið,

egg
um 19%, úr 463 krónum í 549 krónur kílóið,

heill frosinn kjúklingur
um 19%, úr 463 krónum í 552 krónur kílóið,

súpukjöt
(dilkakjöt) um 18%, úr 542 krónum í 640 krónur kílóið,

vínarpylsur
um 14%, úr 1.008 krónum í 1.153 krónur kílóið,

lifrarkæfa
um 7%, úr 1.242 krónum í 1.327 krónur kílóið,

gúllas
(nautakjöt) um 2%, úr 1.816 krónum í 1.846 krónur kílóið,

skinka
um 10%, úr 2.254 krónum í 2.479 krónur kílóið,

hangikjötsálegg
um 6%, úr 3.562 krónum í 3.785 krónur kílóið.

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 22:36

34 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gissur Þórður, Það er alrangt það sem þú leggur upp með í svari þínu. Staðreynd er sú að ESB tekur ekki yfir landbúnaðinn í því ríki sem gengur í það. Hinsvegar er landbúnaðarstefna viðkomandi lands lögð niður í heild sinni (þó með aðlögunartímabili sem getur varað í nokkur ár) og stefna ESB tekin upp. Landbúnaðarstefna ESB gengur útá það að tryggja fæðuöryggi fyrir ~500 milljón manns sem búa innan ESB, og jafnframt að tryggja vernd náttúrunnar, hag neytenda og bænda.

Þó svo að landbúnaðarstefna ESB yrði tekin upp hérna á landi við inngöngu Íslands í ESB. Þá er íslendingum engu að síður frjálst að reka sinn landbúnað eins og þeim sýnist, svo lengi sem að hann er innan þess ramma sem landbúnaðarstefna ESB setur honum.

Það sama gildir um sjávarútvegsstefnu ESB, reyndar er víst að varanlegur undanþágur í sjávarútvegi verði fleiri og sterkari en í landbúnaðinum á Íslandi.  Við inngöngu Íslands í ESB er fiskveiðistefna Íslands lögð niður, og stefna ESB tekin upp hérna á landi. Íslendingum verður þó frjálst að ráðstafa kvótanum samkvæmt sýnu eigin kerfi og eins og þeim dettur í hug. Ennfremur verður íslendingum frjálst að haga sínum málum eins og þeim dettur í hug. Svo lengi sem það rúmist innan fiskiveiðistefnu ESB.

Hinsvegar er vert að benda á þá staðreynd að Sjávarútvegs og Landbúnaðarráðherra Íslands mundi koma að stefnumótun ESB í þessum málaflokkum innan Ráðherraráðs ESB. Þar sem að hlutverk hans verður að verja hagsmuni Íslands og þeirra stétta sem hann er í forsvari fyrir. Það er nefnilega ekkert gert, og engu breytt innan ESB án þess að ráðamenn aðildarríkjanna séu hafðir með í ráðum þegar það kemur að svona mikilvægum málaflokkum.

Við inngöngu Íslands í ESB þá yrði byggðarstefnan á Íslandi lögð niður í heild sinni. Í staðinn yrði byggðarstefna ESB tekin upp hérna á landi. Eins og margir vita, þá hefur íslenska byggðarstefnan reynst hörmung fyrir dreifbýlið á Íslandi og valdið miklum vandræðum. Þá sérstaklega hversu illa framkvæmd þessi byggðarstefna hefur verið, og hversu litlu fjármagn þessi byggðarstefnan á Íslandi í raun fær. Upptaka á byggðarstefnu ESB á Íslandi yrði mikil lyftistöng fyrir landsbyggðina á Íslandi, það er ég viss um.

Jón Frímann Jónsson, 6.6.2010 kl. 22:42

35 Smámynd: Benedikta E

Steini Briem - Áróðursmaskína ESB getur bara sparað sig.

Aðildarsamningur á aldrei eftir að liggja fyrir.

Aðildarumsókn að ESB verður afturkölluð fyrir 17. júní

Benedikta E, 6.6.2010 kl. 23:43

36 Smámynd: Benedikta E

Jón Frímann - Er blogg straffið á þig útrunnið ?

Benedikta E, 6.6.2010 kl. 23:47

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

Benedikta.

"Aðildarsamningur á aldrei eftir að liggja fyrir.

Aðildarumsókn að ESB verður afturkölluð fyrir 17. júní."

Fyrst þú ert svona viss í þinni sök veðja ég við þig einni milljón króna um hvort atriði fyrir sig.

Skyggnilýsingar í boði Heimssýnar á sunnudagskvöldum.

Þorsteinn Briem, 6.6.2010 kl. 23:55

38 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Benedikta E, Atlaga sjálfstæðisflokksins að aðildarumsókn Íslands mun ekki takast. Jafnvel þó svo að þeir leggi tillögu um slíkt fyrir á Alþingi á næstu dögum. Sú tillaga verður einfaldlega felld í meðförum Alþingis, eða þá að umrædd tillaga verður einfaldlega dregin til baka eða hætt við hana áður en til hennar kemur. Gildir einu hvort verður raunin þegar á reynir.

Ég var aldrei í neinu banni hérna, ég hinsvegar kaus að standa fyrir utan blog.is vegna ráðningar Davíðs, yfirspillingarmanns í sjálfstæðisflokknum á ritstjórn Morgunblaðsins. Hinsvegar ákvað ég að stofna nýjan aðgang hérna til þess að getað svarað ruglinu í andstæðingum ESB á Íslandi.

Ég hafði einfaldlega fengið nóg af þeirri þvælu sem kom frá þeim hérna á undanförnum vikum.

Jón Frímann Jónsson, 7.6.2010 kl. 00:03

39 Smámynd: Benedikta E

Góði Jón Frímann - Blogg straffið á þig var löngu fyrir tíma Davíðs Oddssonar á ritstjórn Morgunblaðsins.

Allt er matreitt með hauga lyginni - dæmigerður málflutningur ESB sinna - á öllum sviðum.

Benedikta E, 7.6.2010 kl. 01:49

40 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Benedikta E, ég hef aldrei verið bannaður af blog.is, að halda slíku fram er ekkert nema ósvífin lygi í minn garð.

Sem þú ert vinsamlegast beðin um að endurtaka ekki.

Það er ennfremur ódýrt af þinni hálfu að saka mig um lygar, án þess að færa fyrir því rök eða dæmi máli þínu til sönnunar. Hérna ertu aftur búin að gerast sek um að ljúga uppá mig á ósvífin máta og með ennþá ósvífnari hætti.

Rökþrot andstæðinga ESB á Íslandi er orðið augljóst. Það er langt síðan rökþrot andstæðinga ESB á Íslandi varð algert.

Jón Frímann Jónsson, 7.6.2010 kl. 02:47

41 Smámynd: Gunnlaugur I.

Jón Frímnn,

Tala þú ekki um rökþrot. Því þú kastar steinum úr glerhúsi. 

Ef einhver málstaður er rökþrota og kominn í gjaldþrot þá er það málstaður ESB trúboðsins á Íslandi !

"Þetta hefði aldrei gerst ef við hefðum verið í ESB og með Evru" 

Þessi mesta lygi Íslandssögunnar hefur nú rækilega verið afhjúpuð !

Gunnlaugur I., 7.6.2010 kl. 07:14

42 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, Við skulum fara yfir það sem ekki hefði gerst ef Ísland hefði verið í ESB og með evruna sem gjaldmiðil.

Þetta eru nokkur atriði sem ég tel hérna upp. Ég vona að þau verði þér ekki ofviða. Þetta er þó byggt á líkum það sem talið er upp hérna, og miðað við reynslu annara ESB ríkja sem eru með evruna sem gjaldmiðil. Fólk er beðið um að hafa það í huga.

#1: Vextir og verðbólga hefðu ekki orðið svona mikil á Íslandi ef Ísland hefði verið í ESB. Vextir á evrusvæðinu eru 1% í dag og verðbólga er núna 1,6%. Verðbólgan fór næst niður í -0,5%.

#2: Húsnæðislán hjá fólki hefðu ekki hækkað svona hrikalega eins og raunin varð á Íslandi ef Ísland hefði verið í ESB og með evruna. Reynslan í löndum ESB (og reyndar líka Noregi) er að afborganir af húsnæðislánum hafa lækkað vegna lægri vaxta og verðbólgu.

#3: Verðlag hefði ekki hækkað svona mikið á Íslandi ef íslendingar hefðu verið í ESB. Reyndar eru allar líkur á því að verðlag hefði lækkað á Íslandi ef við hefðum verið í ESB og með evru sem gjaldmiðil.

Það er nóg til af þessum lista, en ég læt þetta duga í bili.

Þeir einu sem eru rökþrota hérna eru andstæðingar ESB á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 7.6.2010 kl. 12:12

43 Smámynd: ThoR-E

Úlfar í sauðagæru er nær lagi.

ThoR-E, 9.6.2010 kl. 16:51

44 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

AceR, þeir sem vilja halda fólki í skuldafangelsi með ónýtum gjaldmiðli eru það svo sannarlega.

Jón Frímann Jónsson, 9.6.2010 kl. 22:56

45 Smámynd: ThoR-E

Jón:

Hvernig yrði verðtryggingin "tækluð" ef Ísland færi í sambandið.

ThoR-E, 10.6.2010 kl. 11:13

46 Smámynd: Þorsteinn Briem

AceR.

Á öllu Evrópska efnahagssvæðinu er frjáls fjármagnsflutningur
undir venjulegum kringumstæðum, þannig að við Íslendingar getum átt bankareikninga hvar sem er á evrusvæðinu og tekið þar lán í evrum, rétt eins og íbúar á evrusvæðinu hafa átt peninga á bankareikningum hérlendis, ekki síst vegna þess að vextir voru mun hærri hér en á evrusvæðinu.

Við tökum lán erlendis í erlendum gjaldeyri og þurfum að greiða þau til baka í erlendum gjaldeyri, ásamt vöxtum.

Tekjur íslenskra fyrirtækja eru aðallega í evrum og þar af leiðandi er eðlilegast að þau að greiði hér laun í evrum.

Vörur í verslunum hérlendis eru aðallega keyptar í evrum og því eðlilegast að þær séu einnig seldar hér í evrum.


Vöruverð hérlendis hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár, fyrst og fremst vegna gengishruns íslensku krónunnar og hækkun á vöruverðinu veldur hér verðhækkun á öllu sem tengt er vísitölu neysluverðs.


"Árið 1995 voru sett lög um vísitölu neysluverðs, nr. 12/1995 og leysti hún vísitölu framfærslukostnaðar af hólmi. Þá var jafnframt ákveðið með lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001nota vísitölu neysluverðs eina til verðtryggingar."

Vegna gengishruns íslensku krónunnar og mikillar verðbólgu hér undanfarin ár hafa erlend aðföng og rekstrarvörur einnig hækkað hér mikið í verði.

Og kaupmáttur hefur fallið mikið hérlendis undanfarin ár vegna gengishrunsins og verðbólgunnar hér.

Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.


Um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu. Við Íslendingar ferðumst einnig aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins og þurfum að kaupa evrur fyrir íslenskar krónur þegar við greiðum fyrir vörur og þjónustu á evrusvæðinu.

Við Íslendingar getum hvorki notað íslenska mynt né rússneska á ferðalögum okkar á evrusvæðinu og er rússneska rúblan þó mun stærri gjaldmiðill en íslenska krónan.

Mun færri Íslendingar ferðast nú til útlanda en fyrir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008.

Hérlendis hefur hins vegar verið stöðug árleg fjölgun erlendra ferðamanna allan þennan áratug, að meðaltali
6,8% á ári, þrátt fyrir að gengi íslensku krónunnar hafi verið bæði mjög hátt og mjög lágt á þessu tímabili.

Nú eru 1% stýrivextir og 1,6% verðbólga á evrusvæðinu, sem eru mun lægri stýrivextir og verðbólga en hér.
Þar af leiðandi er mun auðveldara fyrir fyrirtæki og einstaklinga á evrusvæðinu að gera áætlanir varðandi rekstur og fasteignakaup en íslensk fyrirtæki og einstaklinga.

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru
15.685 milljarðar króna í árslok 2007 en sjö milljörðum króna hærri ári síðar, eða 22.675 milljarðar króna í árslok 2008.

Þegar litið er á heildarmyndina bjargar íslenska krónan því ENGU fyrir íslensk fyrirtæki og einstaklinga.


Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


"Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum var inneign íslenskra fyrirtækja á gjaldeyrisreikningum að meðaltali um 110 milljarðar króna síðustu tvö ár fyrir bankahrunið."

"Gjaldeyrishöftin eru einfaldlega yfirlýsing um að íslenska krónan sé ekki í lagi, þau virka eins og stórt viðvörunarskilti," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í samtali við Fréttablaðið.

Vilhjálmur segir að fyrirtæki kjósi því að halda erlendum gjaldeyri á gjaldeyrisreikningum, frekar en að skipta honum í krónur.

Og samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum áttu íslensk fyrirtæki um 174 milljarða króna í erlendum gjaldeyri á svokölluðum gjaldeyrisreikningum í íslenskum fjármálastofnunum í maí [í fyrra]."

Samtök atvinnulífsins um gjaldeyrishöftin


Gengi evru er nú
um 40% hærra gagnvart bandaríkjadal og sterlingspundi en í árslok 2001 en evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002.

"The euro is the official currency of the Eurozone, 16 of the 27 Member States of the European Union (EU), and is the currency used by the EU institutions.

The
eurozone consists of Austria, Belgium, Cyprus, Finland, France, Germany, Greece, Ireland, Italy, Luxembourg, Malta, the Netherlands, Portugal, Slovakia, Slovenia and Spain.

Estonia
is due to join the eurozone on the 1st January 2011."

"... other EU memberstates have a direct peg [to the Euro] due to ERM II: the Danish krone, the Lithuanian litas and the Latvian lats."

Og sænska krónan hefur fylgt gengi evrunnar.

"The euro
is consequently used daily by some 327 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro.

Over 150 million people in Africa use a currency pegged to the euro, 25 million people outside the eurozone in Europe and another 500,000 people on Pacific islands."

Evran - Wikipedia

Þorsteinn Briem, 10.6.2010 kl. 22:27

47 Smámynd: ThoR-E

Takk fyrir þetta Steini.

er farinn að halda að íslandi sé betur borgið í esb, svei mér þá. var að ræða þessi mál við vinafólk mitt um daginn .. og rökin með eru sterkari en rökin á móti.

allavega miðað við ástandið hérna í dag.

ThoR-E, 10.6.2010 kl. 22:47

48 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert að þakka!

Þorsteinn Briem, 11.6.2010 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband