Leita í fréttum mbl.is

ESB samþykkir framlög til Íslands úr IPA-sjóði

Pressan

Vefurinn Pressan.is greindi frá því fyrir skömmu að ESB hefði samþykkt svokallaða IPA-styrki, en þeir eru sérstaklega ætlaðir þeim ríkjum sem sækja um aðild. Samkvæmt Pressunni er um að ræða fimm milljarða, sem myndu greiðast út á næstu þremur árum. Samkvæmt fréttinni geta íslensk stjórnvöld nú þegar sótt um þessa styrki. Í frétt Pressunnar segir orðrétt:

"Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er um að ræða aðstoð vegna aðildarumsóknar úr svonefndum IPA-sjóði (Instrument of Pre-accession) sem hefur verið starfræktur í fjögur ár.

Helsta markmið sjóðsins sé að veita aðstoð við að framkvæma reglur ESB og taka þátt í stefnum sambandsins á ýmsum sviðum.

Áhersla er á aðlögun og uppbyggingu stofnana, samstarf yfir landamæri, byggðaþróun, mannauðsþróun og dreifbýlisþróun.

Stærstur hluti slíkrar aðstoðar, sem Ísland á nú rétt á sem umsóknarríki, hefur verið veittur til stofnanamála, atvinnu- og byggðaþróunar og til dreifbýlisþróunar.

Í skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis sem kom út 14. maí síðastliðinn segir að þetta gefi ákveðna hugmynd um áherslur framkvæmdastjórnar ESB og hvar áherslur kynnu helst að liggja varðandi aðstoð til Íslands úr sjóðnum."

Meira um IPA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Frátbært mál! :)

Jón Frímann Jónsson, 8.6.2010 kl. 12:01

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Síðan má benda á þessa hérna vefsíðu ESB um IPA.

Jón Frímann Jónsson, 8.6.2010 kl. 12:05

3 Smámynd: Benedikta E

Eru það styrkja tálbeiturnar það eina sem áróðursmaskínur ESB eiga eftir - nú er það  - IPA.- styrkurinn ................

En ykkur láist alltaf að nefna hvert styrkjagjaldið sé.

Styrkirnir - KOSTA - !

Benedikta E, 8.6.2010 kl. 12:40

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Benedikta E, ef þú hefðir fyrir því að lesa það sem þarna stendur. Þá munduru komast að því að hlutverk þessara styrkja er að gera ríki fær um að verða aðildar að ESB.

Fullyrðingar þínar eru því uppspuni frá rótum og ekkert annað.

Jón Frímann Jónsson, 8.6.2010 kl. 12:53

5 identicon

Það er alveg rétt hjá Benediktu að styrkirnir kosta.  Þeir kosta okkur ekki, en þeir kosta þá sem greiða skatt í ESB.

En víst verið er að tala um skatta, þá ætti að skoða þá styrki sem eru við lýði á Íslandi og af hverju svo mörg hagsmunasamtök eru á móti ESB.

Það er út af því að styrkir til þeirra eru í hættu;)

Allt snýst um styrki í dag.  Því miður.  Mér hefði fundist betra að leyta ekki eftir þessum styrki.  Ísland hefur fyllilega efni á að greiða fyrir eigin inngöngu.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 13:00

6 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@Stefán/Benedikta: Auðvitað kosta styrkirnir, það er ekki verið að tala um ókeypis peninga. Það er heldur ekki neitt ákveðið um það hvort íslensk stjórnvöld nýta sér þetta. Það er einfaldlega verið að segja að þetta standi okkur til boða, þetta er eitt af þeim "tækjum" sem ESB hefur til þess að auðvelda ríkjum aðild og búa þau betur undir hana. Getur það ekki kallast skynsamlegt?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 8.6.2010 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband