8.6.2010 | 12:02
Mogginn og Evran
Morgunblaðið óskar Evrunni ekki velfarnaðar og eru Morgunblaðsmenn iðnir við að skrifa um hana þessa dagana. Í dag er aðal-leiðari blaðsins um Evruna. Vissulega hrjá hremmingar Evrópu um þessar mundir, en það á ekki bara við um Evrópu. Sumir hafa líka bent á að Evran hafi verið of há, er þá um s.k. ,,leiðréttingu að ræða?
Í leiðara MBL segir: Skoðanakannanir sýna að þjóðir sem höfðu hugleitt upptöku evru eru orðnar því með öllu afhuga og almenningur þeirra ríkja sem búa við hina sameiginlegu mynt hallast víðast að því að best væri að taka upp gömlu heimamyntina.
Vera má að almenningur um þessar mundir sé neikvæður gagnvart Evrunni, en það er líka hægt a benda á lönd innan ESB sem stefna að því að taka upp Evruna; Eistland mun gera það 2010. Lettland og Pólland stefna líka á Evruna, en Pólland er fimmta stærsta ríki ESB. Danir eru beintengdir Evrunni og eru einnig að velta þessu fyrir sér.
Þá hefur Anders Borg, fjármálaráðherra Svía sagt að það væri æskilegt að stefna á upptöku Evrunnar eftir nokkur ár.
Í leiðar Moggans er svo vitnað í könnun sem dagblaðið Daily Telegraph gerði meða 25 hagfræðinga um Evruna. Samkvæmt henni voru 12 af þessum 25 sem gáfu Evrunni þumalinn niður. Telegraph og Morgunblaðið eiga það sameiginlegt að vera á móti Evrópusambandinu og hjá Telegraph starfar t.d. blaðamaðurinn Ambrose Evans-Pritchard, sem yfirleitt finnur ESB allt til foráttu. Áköfustu andstæðingar ESB hér á landi vitna oftar en ekki í skrif hans.
Það sem sagt hlakkar í Mogga-mönnum vegna þeirra vandræða sem hrjá efnahagskerfi Evrópu. Þeir velta hinsvegar lítið fyrir sér hvað gæti gerst ef allt færi andskotans til. Evrópa er jú annað stærsta hagkerfi heims. Afleiðingar algjörs hruns í Evrópu er nokkuð sem gæti haft skelfilegar afleiðingar í för með sér. Það er kannski þess vegna sem ráðmenn í Evrópu leggja sig jafn mikið fram til að halda sjó, eins og raun ber vitni.
Moggamenn vilja örugglega ekki sjá Evrópu molna í sundur. Við skulum allavegana vona það.
Svo lýkur leiðarahöfundur Mogga skrifum sínum með því að tala niður til alþingismanna: ,, Á Íslandi er veruleikafirringin slík að í fjárhagslegum þrengingum þjóðarinnar er eins flokks dilla látin ráða för í Evrópumálum og stórkostlegum fjármunum á glæ kastað. Fjármunum sem er hrópandi þörf fyrir á svo mörgum sviðum. Það sýnir þá eymdarstöðu sem Alþingi Íslendinga hefur komið sér í að þar virðist ekki örla á þreki eða þrótti til að taka á því máli. Ef þingmenn sæju hilla undir furðuframboð til þings myndu þeir hugsanlega vakna. Þó er það ekki einu sinni víst."
(Feitletrun: ES-blogg)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Ég veit ekki hvaðan ritstjóri Morgunblaðsins fær sýnar upplýsingar, þær eru nefnilega rangar.
Eistland verður 17 aðildarríki sem tekur upp evruna sem gjaldmiðil. Sjá hérna.
Við þetta, þá eru allar líkur á því að það styttist í að Danmörk samþykki líka að taka upp evruna sem gjaldmiðil. Sjá hérna.
Jón Frímann Jónsson, 8.6.2010 kl. 13:13
Komið þið sæl; Evrópusamtök !
Sízt af öllu; vildi ég styggja þann góða dreng, Jón Frímann, þó ég komi því til framfæris, að Kínverski Yuaninn komi til með, að spila stórt hlutverk hér; á Vesturlöndum, þá Evra og Bandaríkjadalur láta undan síga - meir og meir.
Heimsvaldasinnar; hér á Vesturlöndum, verða að átta sig á því, að áður niðurlægðir; fjarlægari heimshlutar, eru að sækja í sig veðrið, og þó; fyrr hefði verið, svo sem.
Minni ykkur svo á; hina miklu framþróun, sem er að eiga sér stað, í Ísrael og Persíu (Íran), nú um stundir, þó svo himinn og haf aðskilji þessi mætu lönd, af trúarkenninga ástæðum, um sinn, eins og þið vitið gleggst.
Með ágætum kveðjum; sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 14:10
Gengi evru er nú um 40% HÆRRA gagnvart bandaríkjadal OG sterlingspundi en í árslok 2001 en evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002.
Og evran kostar nú um 280 íslenskar krónur erlendis en fyrir tveimur árum kostaði evran um 100 krónur.
Íslenska krónan er því um ÞREFALT VERÐMINNI en evran nú en fyrir tveimur árum.
Hagvísar Seðlabanka Íslands - Maí 2010, sjá bls. 20 og 24
Danska krónan er BUNDIN gengi evrunnar, sænska krónan hefur FYLGT gengi evrunnar og Eistland TEKUR UPP upp evru nú um áramótin.
"The euro is the official currency of the Eurozone, 16 of the 27 Member States of the European Union (EU), and is the currency used by the EU institutions.
The eurozone consists of Austria, Belgium, Cyprus, Finland, France, Germany, Greece, Ireland, Italy, Luxembourg, Malta, the Netherlands, Portugal, Slovakia, Slovenia and Spain.
Estonia is due to join the eurozone on the 1st January 2011."
"... other EU memberstates have a direct peg [to the Euro] due to ERM II: the Danish krone, the Lithuanian litas and the Latvian lats."
"The euro is consequently used daily by some 327 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro.
Over 150 million people in Africa use a currency pegged to the euro, 25 million people outside the eurozone in Europe and another 500,000 people on Pacific islands."
Evran - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 8.6.2010 kl. 14:11
HÁLFUR MILLJARÐUR manna notar því evruna eða gjaldmiðla sem bundnir eru gengi evrunnar.
Þorsteinn Briem, 8.6.2010 kl. 16:42
Sér bara þessi hugmynd um Evruna um sig sjálf? Þarf nokkuð að skrifa um þetta frekar?
Evran virðist, a.m.k. um þessar stundir, ekki fást staðist. Hins vegar fæst hún ekki lögð niður, því það þýddi endalok Evrópusambandsins.
Jónas Egilsson, 8.6.2010 kl. 21:31
Evrópusambandið snýst nú um margt annað en evruna.
Bretland fékk til að mynda aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu árið 1973 og hefur enn eiginn gjaldmiðil, sterlingspundið.
"The UK joined the European Economic Community (now the European Union) on 1st January 1973, along with Ireland and Denmark."
"In 1963, Norway and the United Kingdom applied for membership in the European Economic Community (EEC). When France rebuffed the UK's application, accession negotiations with Norway, Denmark, Ireland and the UK were suspended. This happened twice."
Þorsteinn Briem, 8.6.2010 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.