Leita í fréttum mbl.is

Landsfundur: Verður "status quo" varðandi Evrópu?

Fálki DDagana 25. og 26. júní heldur Sjálfstæðisflokkurinn landsfund, sem boðað var til vegna afsagnar varaformannsins, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Aðeins rúmt ár er frá 38. landsfundi, sem haldinn var í lok mars í fyrra. Þar var fjallað um Evrópumál og væntanlega verður slíkt einnig uppi á teningnum nú.

Í sambandi við fundinn í fyrra var gefin út yfir 80 blaðsíðna skýrsla (bók) um Evrópumál, Skýrsla Evrópunefndar. Í tilefni af landsfundinum nú er því áhugavert að rifja aðeins upp hluti úr henni.

Auðlindahópurinn segir m.a. í sínum niðurstöðum: 

"Niðurstaða málefnahópsins varðandi aðrar auðlindir er að aðild að sambandinu muni ekki hafa verulegar breytingar á málefnum er tengjast raforku, vatni, jarðvarma, olíu og gasi. Aðildin mun heldur ekki hafa verulegar breytingar á regluverkið er gildir umhálendið, um málefni Norðurheimskautsins eða yfirráð yfir hugsanlegum olíusvæðum á landgrunninu."

"Benda verður hins vegar á að meginreglan um hlutfallslegan stöðugleika í óbreyttri mynd tryggir Íslendingum sama hlutfall heildarkvóta og nú er, m.ö.o. íslenska ríkið fengi kvótann við Íslandsstrendur til úthlutunar til þeirra sem hafa veiðireynslu. Erlendir aðilar innan ESB fengju hann ekki þar sem þeir hafa ekki veitt að neinu ráði á íslensku hafsvæði síðastliðna þrjá áratugi. Jafnframt verður að benda á að reglum ESB um brottkast verður að öllum líkindum breytt í næstu reglugerð ESB um hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu

Um peningamálastjórn og gjaldmiðilsmál segir: 

"Niðurstöður gjaldmiðilshópsins voru skýrar hvað varðar óhagkvæmni þess að rekasjálfstæða peningamálastefnu í svo litlu og fámennu hagkerfi. Ísland væri með öðrum orðum mjög óhagkvæmt gjaldmiðilssvæði sem ætti litla möguleika á að spjara sig í opnu nútíma umhverfi frjálsra fjármagnsflutninga. Við þessar aðstæður væru stjórntæki íslensks seðlabanka bitlítil og fjármálastöðugleiki lítill. Ólíðandi væri fyrirþjóðina til lengdar að búa við miklar gengissveiflur undanfarinna ára. Þessar sveiflur gera einstaklingum og fyrirtækjum erfitt fyrir í allri áætlanagerð og skipulagningu framtíðar. Þessu hefur fylgt mikil verðbólga og mjög háir vextir sem sem gera heimilum og fyrirtækjum óhemju erfitt fyrir. Hópurinn fjallaði um og fór yfir þær tvær leiðir sem hann taldi færar í gjaldmiðilsmálum, þ.e. annars vegar að taka uppevru með aðild að Evrópusambandinu og hins vegar með einhliða upptöku evru. Þess ber að geta að álit hópsins var skipt að því leyti að formaður hópsins taldi einhliðaupptöku evru alls ekki færa leið fyrir íslenska hagkerfið."

Í innganginum að þessum hluta er svo þetta: 

"Aðgengi að lánsfé er forsenda þess að atvinnulíf hér á landi geti dafnað og vaxið. Við frjáls viðskipti innan Evrópu verða til fyrirtæki sem eru mjög stór á mælikvarða okkar hagkerfis. Þessi fyrirtæki þurfa fjármögnun. Þetta á einnig við um stór fyrirtæki og stofnanir á innanlandsmarkaði, svo sem orkuveitur og sveitarfélög..."

Þá er það kannski spurningin hvaða stefnu sá flokkur sem mest hefur barist fyrir viðskiptalegum sjónarmiðum á Íslandi ætlar að taka í málefnum Evrópu? Verður það "standa-fyrir-utan"-stefnan, sem mun verða ofan á eins og í fyrra?

Eða sjá kannski sjálfstæðismenn möguleika í að efla og gera Ísland sterkara, með því að stórefla samvinnu og samskipti okkar við Evrópu, okkar mikilvægasta viðskiptaaðila? Með aðild að ESB, einni stærstu "viðskiptamaskínu" veraldar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þessari skýrslu var reyndar í raun algerlega hafnað af landsfundinum 2009. Tillögu þeirra sem mynduðu þessa Evrópunefnd að ályktun um Evrópumál var breytt svo mikið í meðförum landsfundarins að það var sáralítið eftir af upphaflegu tillögunni svo ekki sé meira sagt.

Síðan hefur ýmislegt gerzt. M.a. hefur verið staðfest enn frekar að til standi að afnema regluna um hlutfallslegan stöðugleika (eins og kemur ágætlega fram í Grænbókum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins) og evran hefur opinberað sig sem handónýtur gjaldmiðill á brauðfótum, nokkuð sem alltaf hefur legið fyrir.

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.6.2010 kl. 22:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjörtur J. Guðmundsson.

HVAR STENDUR NÁKVÆMLEGA
"TIL STANDI að afnema regluna um hlutfallslegan stöðugleika", HEFUR ÞAÐ VERIÐ ÁKVEÐIÐ, HVERJIR ÁKVÁÐU ÞAÐ OG HVENÆR?

Og hvað eru þá bandaríkjadalur og sterlingspundið ef
"evran hefur opinberað sig sem handónýtur gjaldmiðill"?!

Gengi evru er
um 40% HÆRRA gagnvart bandaríkjadal OG sterlingspundi en í árslok 2001 en evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002.

Og evran kostar nú um 280 íslenskar krónur erlendis en fyrir tveimur árum kostaði evran um 100 krónur.

Íslenska krónan er því um ÞREFALT VERÐMINNI en evran nú en fyrir tveimur árum.


Hagvísar Seðlabanka Íslands - Maí 2010, sjá bls. 20 og 24


Um HÁLFUR MILLJARÐUR manna notar evruna eða gjaldmiðla sem bundnir eru gengi evrunnar.

Danska krónan er BUNDIN gengi evrunnar, sænska krónan hefur FYLGT gengi evrunnar og Eistland TEKUR UPP upp evru nú um áramótin.

Þorsteinn Briem, 8.6.2010 kl. 23:37

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Relative stability

The principle of relative stability has, since 1983, provided assurances to the Member States with regard to the share of quotas, thus avoiding annual repetitions of a political debate on the allocation key, which would have made the decision-making on TACs [Total Allowable Catch] even more complicated."

"The Commission does not for the time being see any viable alternative principle which could achieve the same results. The consultation process showed that this view is widely shared throughout the Community. Therefore, there would be no need for a radical revision of the existing system."

Þorsteinn Briem, 9.6.2010 kl. 05:03

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hjörtur J. Hefur þann leiða ávana að túlka hlutina eftir sinni eigin hentisemi, ekki raunveruleikanum.

Innan sjálfstæðisflokksins var ennfremur enginn áhugi fyrir því að taka þessa evrópuskýrslu alvarlega. Þar sem á síðasta landsfundi sjálfstæðisflokksins voru sérhagsmunaöflin og spilling ennþá sterk innan flokksins. Hvorugt af þessum öflum vill fara inn í ESB.

Jón Frímann Jónsson, 9.6.2010 kl. 07:21

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Að halda þeirri endemis vitleysu fram að aðeins einhver óskilgreind spillingar- og sérhagsmunaöfl innan Sjálfstæðisflokksins, vilji ekki ganga ESB valdinu á hönd er þvílíkt rugl og vitleysa. Þegar það var fyrst og fremst grasrótin og hinn almenni stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins sem höfnuðu aðild með miklum og afgerandi meirihluta.

Reyndar ætti það að vera alveg öfugt þ.e. að spillingar- og sérhagsmunaöflin vildu einmitt fyrir alla muni ganga gerspilltri sérhagsmuna elítu ESB apparatsins á hönd.

Því líkur sækir jú, líkan heim !

Gunnlaugur I., 9.6.2010 kl. 09:53

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, þú hefur sjaldan látið önnur eins öfgurmæli frá þér fara og er nóg af þeim til nú þegar.

Aðild Ísland er einmitt til þess gerð, og líkleg til þess að draga úr spillingu á Íslandi. Þá sérstaklega vegna þess að það verður óháð eftirlit til staðar. Eftirlit sem er ekki háð þeim tengslum sem þrífast hérna á Íslandi í skjóli ættartengsla og viðskiptengsla, en á þeim grunni varð efnhagshrunið hérna á landi (ekki bara bankahrunið).

Þú ættir ennfremur ekki að hafa mörg orð um ESB, þar sem þú býrð í ESB landi og hefur það gott.

Ég ætla ennfremur að benda þér á að ég næ sjónvarpstöðvum frá Evrópu mjög vel, og því er ekki hægt að saka um að vita ekki hvað er að gerast innan Evrópu svona almennt.

Jón Frímann Jónsson, 9.6.2010 kl. 10:10

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjörtur J. Guðmundsson.

ÉG BÍÐ ENN EFTIR SVARI VIÐ SPURNINGU MINNI Í GÆR.

HVAR STENDUR NÁKVÆMLEGA
"TIL STANDI að afnema regluna um hlutfallslegan stöðugleika", HEFUR ÞAÐ VERIÐ ÁKVEÐIÐ, HVERJIR ÁKVÁÐU ÞAÐ OG HVENÆR?

Þorsteinn Briem, 9.6.2010 kl. 14:38

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Steini Briem, þetta með regluna um hlutfallslega stöðugleikann m.a. komið fram í tveimur síðustu grænbókum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um sjávarútveg eins og ég tók fram. það er ástæða fyrir því að Norðmenn fengu neitun á sínum tíma þegar þeir óskuðu eftir því að reglan væri fest í sessi með því að kveða á um hana í aðildarsamningi þeirra 1994.

Hvað evruna varðar hefur þú kannski ekki verið að fylgjast með fréttum um stöðuna á evrusvæðinu á undanförnum vikum og mánuðum ef þú einblínir á gengið. Vandi evrusvæðisins er fyrst og fremst sá að undirstöður þess eru meingallaðar og hafa verið frá upphafi.

Hjörtur J. Guðmundsson, 9.6.2010 kl. 17:07

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjörtur J. Guðmundsson.

"Ef Íslendingar sækja um fulla aðild að Evrópusambandinu er ljóst að hlutfallslegi stöðugleikinn myndi tryggja að svo til allur sá kvóti sem heimilt yrði að taka úr sjó við Ísland félli okkur í skaut.

Í norska aðildarsamningnum - frá 1994 - er meginreglan sú að aflahlutdeild ESB innan norskrar lögsögu og öfugt er byggð á sögulegri veiðireynslu áranna 1989 til 1993.

Í samningnum er kveðið á um að samningsaðilar mega hvorki auka sókn í vannýtta stofna í lögsögu hvor annars, né auka veiðar á þeim tegundum sem ekki sæta ákvörðun um leyfilegan hámarksafla.

Norðmönnum tókst því að tryggja svo til óbreytta stöðu mála gagnvart ESB frá því sem var í fiskveiðisamningnum í tengslum við EES-samkomulagið."

Er kvótahopp vandamál í Evrópusambandinu? - Úlfar Hauksson sérfræðingur um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins

Þorsteinn Briem, 9.6.2010 kl. 17:40

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sameiginleg sjávarútvegsstefna aðildarríkja Evrópusambandsins leit formlega dagsins ljós árið 1983 en hana má rekja til alþjóðlegrar þróunar á 8. áratugnum þegar ríki færðu út fiskveiðilögsögu sína í 200 sjómílur.

Þar sem fiskur virðir ekki fiskveiðilandhelgi ríkja er í raun um að ræða sameiginlega auðlind sem ESB-ríki sammæltust um að stjórna sameiginlega.

Sjávarútvegsstefnunni var komið á fót til að stuðla að skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu fiskistofna í sátt við vistkerfi hafsins og tryggja um leið hagsmuni sjómanna og neytenda. Helstu stoðirnar í sjávarútvegsstefnunni eru eftirfarandi:

·   Jafn aðgangur. Reglan um jafnan aðgang er til komin vegna ákvæðis í stofnsáttmála ESB sem bannar mismunun á grundvelli þjóðernis. Að allir borgarar ESB njóti sömu réttinda, hafi jafnan rétt til búsetu, menntunar og vinnu hvar sem er innan ESB er ein af grundvallarreglum sambandsins.

Í sjávarútvegi birtist reglan um jafnan aðgang til dæmis í frelsi borgara ESB-ríkja til að fjárfesta í sjávarútvegi hvar sem er innan sambandsins. Og samkvæmt þessari reglu ættu fiskveiðiskip ESB að hafa rétt til veiða alls staðar innan sambandsins.

Í reynd er hinsvegar ekki um jafnan aðgang að lögsögu ESB ríkja að ræða, því til að geta veitt þarf aflakvóta og um skiptingu á aflakvótanum gildir reglan um hlutfallslegan stöðugleika.

·    Skipting veiðiheimilda. Ákvarðanir um heildarafla á miðum ESB-ríkja og skiptingu í landskvóta eru teknar sameiginlega af fulltrúum aðildarríkjanna í ráðherraráði ESB að fengnum tillögum frá framkvæmdastjórn ESB.

Þetta á við um veiðar innan 200 sjómílna efnahagslögsögu að undanskildum veiðum innan 12 sjómílna lögsögu en þar eru veiðar á forræði hvers ríkis.

Við ákvörðun á aflamagni er stuðst við tillögur vísindamanna og við skiptingu í landskvóta er farið eftir reglunni um hlutfallslegan stöðugleika en hún felur í sér að aflakvóta innan 200 sjómílna lögsögu hvers lands er skipt eftir sögulegri veiðireynslu og efnahagslegu mikilvægi fiskveiða fyrir viðkomandi land.

Hvert ríki úthlutar svo sínum aflakvóta eftir eigin úthlutunarkerfi og ber ábyrgð á eftirliti með veiðum innan sinnar lögsögu."


Sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins

Þorsteinn Briem, 9.6.2010 kl. 17:50

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild að Evrópusambandinu fáum við Íslendingar hlutdeild í deilistofnum sambandsins, til að mynda úthafskarfa, loðnu, kolmunna, makríl og norsk-íslenskri síld, svo og þorski í lögsögu Noregs og Rússlands í Barentshafinu, í samræmi við núgildandi samninga og veiðireynslu okkar.

"Íslenskum fiskiskipum er heimilt að veiða úr deilistofnum í lögsögu annarra ríkja sem aðili að Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndinni (NEAFC) og Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðistofnuninni (NAFO).

Deilistofnar eru flökkustofnar
, þannig að þeir eru ekki staðbundnir og flakka því á milli fiskveiðilögsagna, til að mynda úthafskarfi, makríll, kolmunni og norsk-íslensk síld.

Íslendingar eru jafnframt með sérstakan samning við Rússa og Norðmenn um þorskveiðar íslenskra skipa í Barentshafi í norskri og rússneskri lögsögu.
Fiskistofa sér um útgáfu veiðileyfa í lögsögu annarra ríkja og heldur utan um afla úr deilistofnum eftir veiðisvæðum."

Aðilar að Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndinni (NEAFC), auk Íslands, eru Danmörk (fyrir hönd Færeyja og Grænlands), Evrópusambandið, Noregur og Rússland.

"Markmið samningsins er að stuðla að verndun og bestu nýtingu fiskveiðiauðlinda á svæðinu. Ráðið getur gert bindandi samþykktir varðandi fiskveiðar utan fiskveiðilögsögu samningsríkjanna í úthafinu, meðal annars um heildaraflamark, úthlutað veiðiheimildum og gert ráðstafanir varðandi eftirlit með veiðunum.

Við Íslendingar höfum aðallega veitt úthafskarfa, norsk-íslenska síld og kolmunna úr stofnum sem lúta að NEAFC.

Auk ofangreinds samstarfs höfum við Íslendingar gert samninga um tilteknar veiðar við önnur ríki. Ber þar helst að nefna tvíhliða samninga við Færeyinga, Norðmenn og Evrópusambandið."

"Tilgangur NAFO er að ná skynsamlegri stjórnun og verndun fiskveiðiauðlinda á Norðvestur-Atlantshafi og við Íslendingar höfum veitt úthafskarfa og flæmingjarækju á veiðisvæði NAFO."

Veiðar okkar Íslendinga úr deilistofnum -Vefur Fiskistofu


Evrópusambandið og íslenskur sjávarútvegur - Veiðar okkar Íslendinga úr deilistofnum, sjá bls. 148-163


Map of the NEAFC - Til hægri á síðunni


NAFO Convention Area - Sjá kort á bls. viii

Þorsteinn Briem, 9.6.2010 kl. 17:51

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi evru er nú um 40% hærra gagnvart bandaríkjadal OG sterlingspundi en í árslok 2001 en evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002.

Um mitt ár 2008
var gengi evru gagnvart bandaríkjadal um 80% hærra en í árslok 2001 og um 70% hærra síðari hluta ársins 2009, Í FYRRA.

ÚTFLYTJENDUR Á EVRUSVÆÐINU HÖFÐU ÞÁ
ÁHYGGJUR AF MJÖG HÁU GENGI EVRUNNAR.

Í árslok 2009 kostaði evran 181 krónu
, eða tvöfalt meira en í árslok 2007 þegar evran kostaði 91 krónu. Og nú kostar evran 157 krónur hérlendis, eða 73% meira en í árslok 2007.

Hins vegar kostar evran nú um 280 íslenskar krónur erlendis, um ÞREFALT MEIRA EN FYRIR TVEIMUR ÁRUM, þegar evran kostaði um 100 krónur.


Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.


Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


Nú er spáð rúmlega 1% hagvexti á evrusvæðinu á þessu ári og 1,5% á næsta ári.

Hagvísar Seðlabanka Íslands - Maí 2010, sjá bls. 20 og 24

Þorsteinn Briem, 9.6.2010 kl. 18:06

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heimskreppa hefur verið undanfarin ár og hún hefur greinilega farið gjörsamlega framhjá Heimssýn.

Financial crisis of 2007–2010


Economic crisis in Iceland

Þorsteinn Briem, 9.6.2010 kl. 18:12

15 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hjörtur J, það er til marks um skilningsleysi þitt að þú þekkir ekki munin á milli hugmynda sem eru settar fram, og síðan það sem endanlega er tekin ákvörðun um.

Svona breyting mundi ennfremur þurfa samþykki þeirra ríkja sem koma að þessu máli, og það er alls óvíst að það samþykki fáist.

Það eru nokkur aðildarríki ESB sem eru ekki með aðgang að sjó, og því nær CFP ekki til þeirra landa, og því koma þau ekki nærri ákvarðanatöku um þá stefnu.

Jón Frímann Jónsson, 9.6.2010 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband