Leita í fréttum mbl.is

Morgunblaðið: "Hlutfallslegum stöðugleika" ekki breytt

Freri REMorgunblaðið birtir í dag afar áhugaverða frétt um ESB og sjávarútvegsmál undir fyrirsögninni ÁFRAM BYGGT Á VEIÐIREYNSLU. Þar er haft eftir háttsettum embættismanni að reglunni um HLUTFALLSLEGAN STÖÐUGLEIKA verði ekki breytt. Þetta þýðir að Íslendingar muni fá og halda öllum sínum kvótum á Íslandsmiðum, enda erum það við sem höfum veiðireynslu undanfarinna ára.

Í fréttinni segir orðrétt: "Það eru engar líkur á að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika verði breytt. Þetta segir háttsettur embættismaður hjá framkvæmdastjórn ESB sem fer með fiskveiðimál. Þessi regla felur í sér að kvóta innan 200 mílna lögsögu tiltekins lands er skipt eftir sögulegri veiðireynslu og efnahagslegu mikilvægi fiskveiða fyrir viðkomandi land."

Og síðar segir: "Háttsettur embættismaður sem fer með fiskveiðimál innan framkvæmdastjórnar ESB sem Morgunblaðið hitti í Brussel segir hins vegar engar líkur á að reglunni verði breytt."

Í fréttinni kemur fram að ákvörðun um heildarafla verði tekin í Brussel, en samkvæmt ráðgjöf og tillögum íslenskra sérfræðinga: "Það þýðir hins vegar ekki að framkvæmdastjórnin muni taka annars konar ákvörðun því að framkvæmdastjórnin mun styðjast við ráðgjöf fiskifræðinga. Það verður svo alfarið ákvörðun Íslendinga hvernig kvótanum verður útdeilt til skipa," segir í fréttinni.

Ennfremur segir í fréttinni: "Búast má við að það sem verður mest rætt í viðræðum Íslands og ESB um sjávarútvegsmál verði ekki ákvörðun um kvóta eða veiðar við Ísland heldur fjárfestingar í sjávarútvegi. Ljóst er að verði ekki settar reglur um fjárfestingar geta aðrar þjóðir í ESB fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem veitir þeim t.d. þann möguleika að veiða við Ísland og flytja aflann óunninn úr landi.

Þess má geta að það er ekki full eining um það í íslenskum sjávarútvegi að rétt sé að reisa girðingar gegn fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi. Því fylgi ekki bara kostir heldur líka gallar. Mikill meirihluti þeirra sem starfa í sjávarútvegi er hins vegar á móti aðild Íslands að ESB."

Í framhaldi af þessu má spyrja: Hefur verið gerð könnun meðal þeirra sem STARFA í sjávarútvegi um afstöðu þeirra til ESB?

Annars verður að segja að þessar fréttir eru mjög neikvæðar fyrir NEI-sinna, sem sumir hverjir hafa fullyrt að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika yrði breytt.

Þetta fellir einfaldlega þann málflutning þeirra að við Íslendingar getum ekki stuðst við þessa reglu og þá veiðireynslu sem við höfum. 

Aftur að fréttinni. Í lok hennar er það gefið í skyn að svokallað kvótahopp geti orðið vandamál, þ.e. að erlenda útgerðir geti keypt sig inn í innlendar útgerðir, þannig eignast kvóta og siglt burt með  aflann. Dæmi er tekið af Bretum og Spánverjum, sem keyptu sig inn í breskar útgerðir. Í erindi sem Aðalsteinn Leifsson hélt á þingi Sjómannasambands Íslands í lok 2008 fjallaði hann um þetta. 

",,Stærsta og erfiðasta málið sem við er að glíma, þegar og ef kemur að samningaviðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands, er að búa svo um hnútana að kvótinn flytjist ekki úr landi,” sagði Aðalsteinn. ,,Núna eru í gildi hömlur á fjárfestingum útlendinga í íslenskum sjávarútvegi en ef við göngum í ESB tel ég erfitt, ef ekki ómögulegt, að koma í veg fyrir að fullt frelsi verði innleitt í þessu efni. Nefnd hafa verið dæmi frá Álandseyjum, Danmörku og Möltu um undanþágur á vissum sviðum en við skulum ekki gleyma því að grundvallarreglan innan ESB er sú að ekki má mismuna fólki eftir þjóðerni.


Margir spyrja: Hvað verður því til fyrirstöðu að þegnar annarra ESB-ríkja kaupi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og þar með kvóta í íslenskri lögsögu og sigli svo burt með aflann til síns heima? Því er til að svara að þetta hefur gerst innan ESB og valdið miklum óróa. Frægt er að Spánverjar keyptu veiðiheimildir í Bretlandi og sigldu svo með fiskinn heim. Þetta var og er kallað kvótahopp.

Deilur sem af þessu spruttu komu til kasta Evrópudómstólsins. Niðurstaða hans varð sú að ekki væri hægt að banna að útlendingar keyptu skip og veiðiheimildir í öðrum aðildarríkjum en hins vegar mætti krefja viðkomandi útgerð um sannanir fyrir því að hún hefði raunveruleg efnahagsleg tengsl við landið eða landsvæðið sem kvótinn tilheyrði.

Bretar hafa útfært þetta þannig að krafist er eins af þremur skilyrðum; að 50% aflans sé landað í heimahöfn, að 50% áhafnarinnar séu búsett á viðkomandi landssvæði eða að 50% aflaverðmæta sé varið í viðkomandi landi. Einnig er mögulegt að sanna með blöndu af þessum skilyrðum að efnahagslegur ábati af veiðunum komi fram í viðkomandi landi. Bretar telja að eftir að þessi dómur var felldur fyrir 8-9 árum hafi kvótahopp ekki verið teljandi vandamál þótt það lifi áfram í pólitískri umræðu, en það þarf að fara vel ofan í saumana á þessum lið í samningaviðræðunum,” sagði Aðalsteinn." (Heimild)

(Feitletrun, ES,blogg)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Athyglisvert - en ekki þó alveg óvænt eða þversum á fyrirliggjandi gögn og heimildir þessu viðvíkjandi.

Skáldskaparmenn hafa þó eflaust eitthvað við þetta að bæta, býst eg við. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2010 kl. 14:49

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það hefur komið skýrt fram hjá Evrópusambandinu, ekki sízt í Grænbókum framkvæmdastjórnar sambandsins, að reglan um hlutfallslegan stöðugleika sé aðeins bráðabirgða fyrirkomulag sem til standi að endurskoða og jafnvel afnema með öllu þegar aðstæður leyfa. Hvort sem það verður gert í þeirri endurskoðun sem nú stendur yfir eða síðar er algert aukaatriði. Þetta er augljóslega stefnan til framtíðar.

Einmitt þess vegna neitaði Evrópusambandið Norðmönnum um að festa regluna í sessi í aðildarsamningi þeirra 1994, en slíkir samningar hafa, a.m.k. að forminu til, sama gildi og sáttmálar sambandsins sem kunnugt er. Hvergi er nefnilega kveðið á um regluna í sáttmálunum. Ef byggja ætti á henni um alla framtíð, eins og Evrópusambandssinnar halda fram, hefði ekkert verið því til fyrirstöðu að negla hana niður í aðildarsamningi Norðmanna. Það var hins vegar ekki í boði.

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.6.2010 kl. 16:22

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjörtur J. Guðmundsson.

Ef reglunni um hlutfallslegan stöðugleika (relative stability) yrði einhvern tíma breytt væri það vegna þess að Íslendingar og aðrar sjávarútvegsþjóðir í Evrópusambandinu vildu það sjálfar.

Og Ísland yrði LANGSTÆRSTA sjávarútvegsþjóðin í Evrópusambandinu.


Að eitthvað breytist HUGSANLEGA í framtíðinni eru ENGIN RÖK í nokkru máli.

Þar að auki geta Íslendingar sagt sig úr Evrópusambandinu sætti þeir sig ekki við breytingar á sambandinu.

Þorsteinn Briem, 10.6.2010 kl. 17:00

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Relative stability

The principle of relative stability has, since 1983, provided assurances to the Member States with regard to the share of quotas, thus avoiding annual repetitions of a political debate on the allocation key, which would have made the decision-making on TACs [Total Allowable Catch] even more complicated."

"The Commission does not for the time being see any viable alternative principle which could achieve the same results. The consultation process showed that this view is widely shared throughout the Community. Therefore, there would be no need for a radical revision of the existing system."

Þorsteinn Briem, 10.6.2010 kl. 17:02

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ef Íslendingar sækja um fulla aðild að Evrópusambandinu er ljóst að hlutfallslegi stöðugleikinn myndi tryggja að svo til allur sá kvóti sem heimilt yrði að taka úr sjó við Ísland félli okkur í skaut.

Í norska aðildarsamningnum - frá 1994 - er meginreglan sú að aflahlutdeild ESB innan norskrar lögsögu og öfugt er byggð á sögulegri veiðireynslu áranna 1989 til 1993.

Í samningnum er kveðið á um að samningsaðilar mega hvorki auka sókn í vannýtta stofna í lögsögu hvor annars, né auka veiðar á þeim tegundum sem ekki sæta ákvörðun um leyfilegan hámarksafla.

Norðmönnum tókst því að tryggja svo til óbreytta stöðu mála gagnvart ESB frá því sem var í fiskveiðisamningnum í tengslum við EES-samkomulagið."

Er kvótahopp vandamál í Evrópusambandinu? - Úlfar Hauksson sérfræðingur um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins

Þorsteinn Briem, 10.6.2010 kl. 17:06

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

Nú er Steini Briem fyrrverandi blaðamaður á Mbl heldur betur í essinu sínu og á dag parti hendir hann fram meiri og víðtækari skrifum heldur en ætlast er til af góðum blaðamanni á Mbl. og þetta er þó alls ekki nema brot af hans skrifum um þessi hjartans mál hans í dag. 

Er nema að furða að maður spyrji hann hver borgar þér fyrir þetta, er það ESB apparatið eða þeirra undirsátar og kónar með einum eða öðrum hætti. 

Bendi á að áróðursmálaapparat ESB eyðir milljörðum evra árlega í að útbreiða ESB rétttrúnaðinn og notar til þess ómælda fjármuni til þess að bera fé á einstaklinga og samtök sem eru tilbúnn í að verja rétttrúnaðinn og berja á okkur efasemdarmönnum ESB þessaeina sanna Stóra Sannleika. 

Er nema vona að spurt sé þar sem öllum má vera ljóst að hann virðist ekki eyða tíma sínum í neitt, ekki neitt annað en mæra og upphefja þetta yfirríkjabandalag ESB apparatsins.

Vakinn og sofinn allan sólarhringinn alla daga vikunnar, skrifar hann hér og annarsstaðar líka meira um dýrðir og listisemdir ESB heldur en allir núverandi blaðamenn Mbl. samanlagt gera í fréttaskrifum sínum á degi hverjum.

Þetta er hann búinn að ástunda af djöfulmóði í marga mánuði. Sjáiði færslurnar hér að framan og skrolliði niður Evrópusíðua nokkra mánuði aftur í tímann, þá getur hvert mannsbarn séð þetta.

En takiði eftir því að Stein kallinn Briem fæst ekki til að svara þessu nema með hálfgerðum útúrsnúningum og jóki.

Aldrei afgerandi eða beint um það að hann afneiti því að hann sé að fá eða hafi fengið fé eða aðrar þóknanir í einu eða öðru formi frá ESB eða undirstofnunum þess eða öðrum samtökum eða einstaklingum sem berjast fyrir ESB rétttrúnaðinn eða vilja innlumun lands okkar og þjóðar í þessa ólýðræðislegu elítusamlomu siðspilllinarinnar !

ESB sérfræðingaráðin vilja helst kaupa fagmenn í svona djobb og Steini kallinn Briem hefur örugglega "recordið" í lagi hjá ESB útbreiðslu fagráðunum með blaðamannafilinn frá Mogganum í farteskinu !  

Gunnlaugur I., 10.6.2010 kl. 18:34

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sameiginleg sjávarútvegsstefna aðildarríkja Evrópusambandsins leit formlega dagsins ljós árið 1983 en hana má rekja til alþjóðlegrar þróunar á 8. áratugnum þegar ríki færðu út fiskveiðilögsögu sína í 200 sjómílur.

Þar sem fiskur virðir ekki fiskveiðilandhelgi ríkja er í raun um að ræða sameiginlega auðlind sem ESB-ríki sammæltust um að stjórna sameiginlega.

Sjávarútvegsstefnunni var komið á fót til að stuðla að skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu fiskistofna í sátt við vistkerfi hafsins og tryggja um leið hagsmuni sjómanna og neytenda. Helstu stoðirnar í sjávarútvegsstefnunni eru eftirfarandi:

·   Jafn aðgangur. Reglan um jafnan aðgang er til komin vegna ákvæðis í stofnsáttmála ESB sem bannar mismunun á grundvelli þjóðernis. Að allir borgarar ESB njóti sömu réttinda, hafi jafnan rétt til búsetu, menntunar og vinnu hvar sem er innan ESB er ein af grundvallarreglum sambandsins.

Í sjávarútvegi birtist reglan um jafnan aðgang til dæmis í frelsi borgara ESB-ríkja til að fjárfesta í sjávarútvegi hvar sem er innan sambandsins. Og samkvæmt þessari reglu ættu fiskveiðiskip ESB að hafa rétt til veiða alls staðar innan sambandsins.

Í reynd er hinsvegar ekki um jafnan aðgang að lögsögu ESB ríkja að ræða, því til að geta veitt þarf aflakvóta og um skiptingu á aflakvótanum gildir reglan um hlutfallslegan stöðugleika.

·    Skipting veiðiheimilda. Ákvarðanir um heildarafla á miðum ESB-ríkja og skiptingu í landskvóta eru teknar sameiginlega af fulltrúum aðildarríkjanna í ráðherraráði ESB að fengnum tillögum frá framkvæmdastjórn ESB.

Þetta á við um veiðar innan 200 sjómílna efnahagslögsögu að undanskildum veiðum innan 12 sjómílna lögsögu en þar eru veiðar á forræði hvers ríkis.

Við ákvörðun á aflamagni er stuðst við tillögur vísindamanna og við skiptingu í landskvóta er farið eftir reglunni um hlutfallslegan stöðugleika en hún felur í sér að aflakvóta innan 200 sjómílna lögsögu hvers lands er skipt eftir sögulegri veiðireynslu og efnahagslegu mikilvægi fiskveiða fyrir viðkomandi land.

Hvert ríki úthlutar svo sínum aflakvóta eftir eigin úthlutunarkerfi og ber ábyrgð á eftirliti með veiðum innan sinnar lögsögu."


Sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins

Þorsteinn Briem, 10.6.2010 kl. 18:46

10 Smámynd: Gunnlaugur I.

Steini Briem talar enn og aftur eins og "vér einir vitum"

Gunnlaugur I., 10.6.2010 kl. 21:09

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB getur hvenær sem því sýnist, tekið ákvörðun um að breyta reglunum um hlutfallslegan stöðugleika, rétt eins og sagt er nú að ekki standi til að breyta honum að svo stöddu.Þetta veit stórskáldið Steini Br. örugglega en þegir yfir því.

Sigurgeir Jónsson, 10.6.2010 kl. 21:12

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild að Evrópusambandinu fáum við Íslendingar hlutdeild í deilistofnum sambandsins, til að mynda úthafskarfa, loðnu, kolmunna, makríl og norsk-íslenskri síld, svo og þorski í lögsögu Noregs og Rússlands í Barentshafinu, í samræmi við núgildandi samninga og veiðireynslu okkar.

"Íslenskum fiskiskipum er heimilt að veiða úr deilistofnum í lögsögu annarra ríkja sem aðili að Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndinni (NEAFC) og Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðistofnuninni (NAFO).

Deilistofnar eru flökkustofnar
, þannig að þeir eru ekki staðbundnir og flakka því á milli fiskveiðilögsagna, til að mynda úthafskarfi, makríll, kolmunni og norsk-íslensk síld.

Íslendingar eru jafnframt með sérstakan samning við Rússa og Norðmenn um þorskveiðar íslenskra skipa í Barentshafi í norskri og rússneskri lögsögu.
Fiskistofa sér um útgáfu veiðileyfa í lögsögu annarra ríkja og heldur utan um afla úr deilistofnum eftir veiðisvæðum."

Aðilar að Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndinni (NEAFC), auk Íslands, eru Danmörk (fyrir hönd Færeyja og Grænlands), Evrópusambandið, Noregur og Rússland.

"Markmið samningsins er að stuðla að verndun og bestu nýtingu fiskveiðiauðlinda á svæðinu. Ráðið getur gert bindandi samþykktir varðandi fiskveiðar utan fiskveiðilögsögu samningsríkjanna í úthafinu, meðal annars um heildaraflamark, úthlutað veiðiheimildum og gert ráðstafanir varðandi eftirlit með veiðunum.

Við Íslendingar höfum aðallega veitt úthafskarfa, norsk-íslenska síld og kolmunna úr stofnum sem lúta að NEAFC.

Auk ofangreinds samstarfs höfum við Íslendingar gert samninga um tilteknar veiðar við önnur ríki. Ber þar helst að nefna tvíhliða samninga við Færeyinga, Norðmenn og Evrópusambandið."

"Tilgangur NAFO er að ná skynsamlegri stjórnun og verndun fiskveiðiauðlinda á Norðvestur-Atlantshafi og við Íslendingar höfum veitt úthafskarfa og flæmingjarækju á veiðisvæði NAFO."

Veiðar okkar Íslendinga úr deilistofnum -Vefur Fiskistofu


Evrópusambandið og íslenskur sjávarútvegur - Veiðar okkar Íslendinga úr deilistofnum, sjá bls. 148-163


Map of the NEAFC - Til hægri á síðunni


NAFO Convention Area - Sjá kort á bls. viii

Þorsteinn Briem, 10.6.2010 kl. 21:39

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"ESB getur hvenær sem því sýnist, tekið ákvörðun um að breyta reglunum um hlutfallslegan stöðugleika"

Nei.  Eigi rétt.

Þó stærðfræðilega megi segja að allt sé hægt, þá er ekki rétt að það væri ákvörðun sem hægt væri að taka bara siona.  Málið er að þau lönd sem mesta hagsmuna hafa að gæta varðandi fisk - vilja ekki breyta reglunni.  Þetta er alveg vitað og fyriséð.  Enda erfitt að sjá smíðað nýtt kerfi sem tryggir sömu grundvallaratriði sem fylgja HS reglunni.

That said, þá eru v-evrópulöndin í dáldið annari stöðu en ísland hvað þetta varðar þar sem stór hluti fikstofna hér er staðbundin og evrópuríki hafa engann veiðirétt eða hefð hér.  (30-40+ ára gömul hefð gildir ekki.  Útrætt)

Um þetta yrði auðvitað diskúterað í aðildarsamningi og td í samningi Nojara uppúr 1990, þá var gengið útfra nánast sömu veiðiheimildum gagnkvæmum og fyrir var.  (En Noregur og ESB ríki hafa sameiginlega stofna suma)  Það var allt niðurneglt í aðildarsamningi.

Nú ef breyta ætti einhverju í eðli eða grunni á því samkomulagi - það jafngilti því að gengið væri gegn aðildarsamningi.  Það sjá allir sem hugsa hálfa hugsun.  Aðildarsamningur hefur mikið gildi.  Aðildarsamningur er ígildi Rómarsáttmálans!  Halló.

Þannig að þetta tal andsinna:  Breyta, breyta OMG etc. - tóm steypa.

Þegar talað hefur verið um breytingar á núverandi kerfi HS, þá hefur það snúist um lagfæringar ýmsar, svona herða ýmsar reglur varðandi veiðarnar, td. þannig að ekki væri hægt að fara mikið framúr útgefnum kvóta og þess háttar.  Íslendingar ættu að geta kennt þeim það eða?  Nei hugsa ekki.  Þeir gætu kennt þeim að landa framhjá vikt!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2010 kl. 22:37

14 identicon

Af hverju skipta fiskveiðar svona rosalega miklu máli?  Hverjir hér hafa sjálfir hag af fiskveiðum?  Er ekki verið að gera aðeins og mikið úr vægi sjávarútvegs?

Auðvitað greiðir sjávarútvegur fyrir marga vitleysuna í landi en er ekki gott að það fari að breytast.

Er ekki verið að tala um sjávarútveg eins og landbúnað fyrir um 100 árum síðan og um iðnaðarbyltinguna fyrir einhverju lengra síðan?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 22:54

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, það er alveg viss punktur í því hjá þér, að mínu mati.

En sjávarútvegurinn hefur nú verið uppspretta gjaldeyris eða sko útflutnings.  Er það ekki meginmálið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2010 kl. 23:02

16 identicon

Ég er hérna á karfamiðunum út af Reykjanesi.  Ég er hér til að einhverjir rugludallar í landi geti eitt honum í einhverja vitleysu.

Sjómenn eru það mikils virði að það er ein þyrla og eitt skip til taks núna fyrir alla landhelgina.  

Stuðningur þjóðarinnar væri að mótmæla þessu en ekki að tala um hvernig væri ef kanski þegar kemur að því að Ísland gangi evtl. í ESB.

Við erum fólk en ekki fræðigrein í háskólum. Gleymum því ekki.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 23:08

17 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Meira um regluna um hlutfallslegan stöðugleika:

Það er hægt að breyta henni hvenær sem er í ráðherraráði Evrópusambandsins og án samþykkis okkar Íslendinga þó við værum innan sambandsins þar sem ekki þarf einróma samþykki til þess.

Í grænbók framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um sjávarútvegsmál 2009 sagði um regluna um hlutfallslegan stöðugleika: „Í stuttu máli er sanngjarnt að segja að reglan um hlutfallslegan stöðugleika er ekki lengur trygging fyrir því, að fiskveiðiréttindi haldist í viðkomandi landi.“

Í grænbók framkvæmdastjórnarinnar sem kom út þar á undan segir: "When the structural problems of the fisheries sector have been addressed and the economic and social situation within the sector has become more stable, it may be possible to reconsider the need to maintain the relative stability principle and the possibility of allowing market forces to operate in fisheries as in the rest of the EU economy."

M.ö.o. reglan er bráðabirgða fyrirkomulag. Þetta er ekkert flókið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.6.2010 kl. 09:43

18 Smámynd: Gunnlaugur I.

Já Stefán auðvitað erum við fyrst og fremst fólk en ekki "fræðigrein" í háskólum og fræðasetrum.

En einmitt með þessum skipuðu eða settu sérfræðingaráðum reynir ESB apparatið að stjórna meiru og meiru fyrir okkur óbreyttan pöplinn.

Alltaf fleiri og fleiri ákvarðanir og ráð eru færðar frá okkur fólkinu og okkar lýðræislega kjörnu fulltrúum inní lokaðar og handvaldar sérfræðinganefndirnar sem svo eiga að taka hina einu réttu og sönnu og faglegu ákvörðun fyrir öll okkur hin. 

Einmitt á þessum ólýðræðilsegu og fjarlægu skrifræðis nefndum og ráðum byggir meira og minna allur hinn fjarlægi og andlitslausi valdastrúktúr ESB elítunnar í Brussel. 

Svo hafa þeir reynt að klæða þetta ESB valdaapparat allt í einhvern fagran búning vísinda og fræðimennsku.

Þvílíkir hippokratar, menn geta nú orðið Evrópusérfræðingar og jafnvel doktarar í ESB- vísindunum.  Útskrifaðir úr háskólum og fræðasetrum þar sem svokölluð útbreiðslu- og fræðslustofnun ESB borgar prófessorsstöðurnar og styrkir fræðasetrin og vísindastofnanirnar til þess að halda úti þessu ESB- kukli og áróðri þeirra bæði leynt og ljóst.

Ég er ekki á móti félagsvísndum eða vísindum almennt, alls ekki.   

En manni verður hreinlega flökurt að sjá hvernig vísindum og fræðum er misbeitt í þágu þessa kerfis og VALDAAPPARTS ESB. 

Þessi hégómi þeirra og brölt allt saman minnir alltaf meira og meira á einhverskonar trúarbrögð eða á vísindakenningar kommúnismans.

Einmitt í Sovéttunum reyndu þeir þessa sérfræðingaleið með öllum sérfræðingaráðunum og nefndunum og gerðu svo kommúnismann að alþjóðlegri fræðigrein alveg eins og ESB elítan gerir. 

Allt hrundi þetta að endingu yfir þá með hörmulegum afleiðingum það sama mun ske með ESB valdaapparatið og það er þegar byrjað að molna úr þessu morkna og spillta kerfi þeirra og fólki er að verða ljós spillingin og gallarnir sem leiða af misheppnaðri og seinvirkri miðstýringu ESB valdsins.

Vona að þú hugsir málin vel á frívöktunum og líka að það veiðist vel hjá þér í djúpkarfanum á Reykjaneshrygnum, Stefán.

Gunnlaugur I., 11.6.2010 kl. 10:02

19 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er ekki mikið hægt að segja um síðustu tvö svör andstæðinga ESB hérna. Eftir talin orð lýsa þessu þó mjög vel.

Þetta er þvílík della að eftir er tekið.

Jón Frímann Jónsson, 11.6.2010 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband