Leita í fréttum mbl.is

Carsten Schmyk-hugleiðingar í kjölfar fréttar

Carsten Schymik"Líkurnar á að Ísland gangi í Evrópusambandið eru nánast engar eins og staðan er. Þetta er mat Carsten Schymik, helsta sérfræðings Þýskalands í málefnum Norðurlanda. Hann segir klofna afstöðu stjórnmálamanna og andstöðu almennings ekki benda til þess að Íslendingar séu færir um eða viljugir til að laga sig að Evrópusambandinu."

Þannig byrjar frétt RÚV og síðar viðtal við Carsten Schymik, sem er sérfræðingur í stjórnmálum Norðurlanda (og Eystrasaltsríkjanna), við Humbolt-haskólann í Berlín. Í henni segir einnig: 

"Schymik segir Þýskaland hafa hagsmuna að gæta og sjái mikla kosti við inngöngu Íslendinga í ESB. Það snerti náttúruauðlindirnar. ,,Fyrir utan fiskinn eru það endurnýjanlegar orkuauðlindir. Einnig ræðst það af mikilvægri legu landsins í N-Atlantshafi, sem eins konar gátt til Norðurskautsins. Íslendingar sem ein Norðurlandaþjóðanna aðhyllast svipuð samfélagsleg gildi og Þjóðverjar og þá í sambandi þessara 27 þjóðríkja, þar sem einnig eru sterk áhrif frá Miðjarðarhafsríkjunum."

Veit CS ekki að áhrif ESB-aðildar myndi í raun hafa lítil áhrif á náttúruauðlindir Íslands? Hér nægir að nefna álit Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins. Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri, segir það líka,sjá hér. Og samkvæmt fréttum í MBL er afar ólíklegt að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika verði breytt í bráð. Sem þýðir að Íslendingar fá allan kvóta við Íslandsmið í ljósi veiðireynslu!

Eða var Carsten Schymik að meina eitthvað annað?

Hann talar einnig um að ástandið núna sýni að Íslendingar muni ekki ganga í ESB. Vissulega er mikil ESB-neikvæðnu í landinu um þessar mundir. En í ljósi þessarar röksemdarfærslu hefðu t.d. Svíar aldrei gengið inn, þar var Nei-hliðin sterkari fram að þeim degi sem Svíar kusu!

Þá fór "JÁ-ið" niður í um 18% á sínum tíma í Bretlandi!

Í lok fréttarinnar segir: "En hvaða áhrif hefur þessi klofna afstaða ríkisstjórna og pólitískrar yfirstéttar á viðtökur umsóknar Íslendinga? Schymik segir að það hafi ákveðin áhrif og þá einkum með tilliti til annarra umsækjenda. Evrópusambandið vilji gjarnan að nýjar aðildarþjóðir sýni vilja til að laga sig að ESB til lengri og skemmri tíma. ,,Og við sjáum að nú þegar er klofningur bæði hjá almenningi og meðal stjórnmálamanna og þá vakna efasemdir um getu Íslendinga til að aðlagast ESB. Almennt séð eru líkur á inngöngu Íslands í ESB litlar."

Í fyrsta lagi, er um að ræða klofning? Heitir það ekki skiptar skoðanir? Það er vart hægt að ætlast til þess að það sé alger samstaða um mál eins og ESB.

Bloggari veit svo ekki betur en að Ísland hafi tekið upp stóran hluta af regluverki ESB í gegnum EES-samninginn! Um er að ræða um 2/3 regluverks sambandsins? Hvað þýðir þetta?

Þær upplýsingar og skoðanir sem koma fram í frétt RÚV er í raun að finna í því sem kallað er "SWP-paper" frá Carsten og er síðan í maí í fyrra, eða rétt eftir þingkosningarnar.

Það er á ensku og þar segir Carsten að Ísland verði að hleypa öllum aðildarríkjum ESB inn í lögsögu landsins! Slíkt er ekki til umræðu og er fróðlegt að sjá að hann nefnir ekki í sambandi við þetta áhrif og þýðingu reglunnar um "hlutfallslegan stöðugleika." Það hefur margt gerst síðan maí 2009! Meðal annars segja spænskir ráðmenn að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu!

Og bara til að hafa eitt á hreinu: Aðildarviðræður eru ekki hafnar, eins og sagt var í fréttinni. Þær munu væntanlega hefjast bráðlega. En fyrst þarf grænt ljós frá leiðtogafundi ESB.Það er margt sem Ísland getur lært í samningaferlinu og gefur kjörið tækifæri m.a. til þess að bæta stjórnsýslu landsins, auka gæði hennar. Það verður að teljast dýrmætt fyrir okkur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Já, það er oft erfitt þegar menn uppgötva að raunveruleikinn stangast á við óskhyggju þeirra. Og þá á ég vitanlega við ykkur Evrópusambandssinna.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.6.2010 kl. 20:00

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Já Hjörtur þá vita þeir ekki sitt rjúkandi ESB ráð. Snúast bara í hringi !

Gunnlaugur I., 11.6.2010 kl. 21:20

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríkjum er ekki stjórnað samkvæmt skoðanakönnunum og skyggnilýsingafundum, heldur KOSNINGUM.

Hvorki Þjóðverjar né Íslendingar hafa hugmynd um hvort samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður samþykktur hér í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir nokkur ár.


Ekki frekar en Þjóðverjar vissu fyrir þremur mánuðum að Jón Gnarr yrði borgarstjóri í Reykjavík í þessum mánuði eða úrslit þingkosninganna hjá nágrönnum þeirra, Hollendingum, í þessari viku.


Skyggnilýsingafundir í boði Þjóðverja skipta því engu máli og munu heldur ekki skipta nokkru máli kvöldið fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna hér.

Þorsteinn Briem, 11.6.2010 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband