Leita í fréttum mbl.is

Ilves, forseti Eistlands: Stefnum á Evruna!

Toomas H. Ilves"Sé horft á vandamálin sem við höfum þurft að glíma við vegna skorts á trausti á gjaldmiðlinum okkar þá, þrátt fyrir erfiðleikana sem evrusvæðið gengur nú í gegnum, er mun betri ákvörðun að vera innan evrusvæðisins en utan þess séu kostir og gallar vegnir," sagði Toomas Hendrik Ilves, forseti Eistlands, á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær en hann er í opinberri heimsókn á Íslandi.

„Ef við höfum lítið land með fjárfesta sem flýja með fjármagn sitt vegna vantrausts á gjaldmiðlinum og stöðugar fréttir um að gjaldmiðillinn muni veikjast, án nokkurrar sýnilegrar ástæðu, þá verður að skoða aðra möguleika," sagði Ilves ennfremur og bætti síðan við að ef litið sé bara á lægri viðskipta- og vaxtakostnað sem upptaka evru hefði í för með sér, sé vænst að landsframleiðsla Eistlands muni aukast um eitt prósent strax við upptöku."

Svona byrjar frétt í Fréttablaðinu um áætlanir Eistlands að taka upp Evruna sem gjaldmiðil. Forseti landsins Toomas Hendrik Ilves er hér í opinberri heimsókn, en 20 ár eru frá því að Eistlands braust undan járnhæl kommúnismans (Sovétríkjanna). Ísland, með Jón Baldvin Hannibalsson í farabroddi, var fyrsta landið á Vesturlöndum sem viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.

En óneitanlega minnir tilvitnunin okkur á annað land sem við þekkjum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Vonandi að þetta verði ekki óheilla skref fyrir Eistnesku þjóðina eins og ég samt óttast mjög.

 Ég held að þeir ættu að halda sig utan við þetta siðspillta og fallandi Evru svæði.

Erlendir fjárfestar flýja fallandi EVRU svæðið í umvörpum enda atvinnuleysi nú í hámarki þar sem meðaltal atvinnuleysi á ESB svæðinu er um 11% eða um 30% hærra en á Íslandi.

Erlendir fjárfestar eru samt alls ekkert að hafna Íslandi, nema síður sé þrátt fyrir alheims kreppu og samdrátt alls staðar.

Nú er bitist er um fjárfestingu á Íslandi af erlendum fjárfestum í stóryðju og orkufrekum iðnaði og gagnaverum og vatns verksmiðjum og jafnvel í íbúðar- og atvinnuhúsnæði líka eins og fréttir hafa verið um.

Sprota fyrirtæki og önnur útflutningsstarfsemi er í örum vexti sem aldrei fyrr, langt umfram það sem gerist í bækluðu og hnignandi hagkerfi ESB ríkjanna. 

Þannig líta bæði Danir og Svíjar á málið að þeir vilja algerlega vera lausir við veiklaða og bæklaða gjaldmiðilinn Evruna.

Nú vilja yfir 70% Svíja ekkert með Evruna hafa að gera, enda hafa þeir fengið stóraukinn verkefni frá aumingja Finnum sem sitja uppi með Evruna og stórlaskaða útflutningsstarfsemi sína. 

Sama er uppi á teningnum hjá Bretum og reyndar fleir þjóðum ESB sem sum hver hafa algerlega hafnað Evrunni eða hætt við eða alla vegan frestað upptöku Evru.

Reyndar hefur meirihluti Breta fengið alveg yfir sig nóg yfirleitt af yfirgangi og hroka ESB valdsins og síauknum kostnaði við það að hafa ánetjast þessu miðstýrða yfirríkja bandalagi.

En það er því miður enginn leið fyrir þá út því almennignur þessara landa verður ALDREI spurður um það meir. Ekki meir, ekki meir. 

Þeir eru því miður fastir í ESB gildrunni, en samt sem betur fer án Evru. 

Þeir voru reyndar aldrei spurðir eins eða neins um ESB, því stjórnmálaelíta Bretlands ákvað þetta fyrir þá á sínum tíma.

Látum ekki ginnast þarna inn. Við alltaf fleiri og fleiri sjáum alltaf betur og betur að hrörlegur og veikburða ESB- keisarinn ráfar um sviðið algerlega klæðalaus !

Hvenær ætlar ESB- trúboðið á Íslandi að opna augun fyrir hörmunginni og viðurkenna algert skipbrot ESB rétttrúnaðrins ! 

Það styttist í það..........

Gunnlaugur I., 11.6.2010 kl. 18:14

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ilves er enginn sérfræðingur um efnahagsmál. Margir bera vantraust til Eistlands út af öðru en gjaldmiðli þeirra. T.d. erfiðleikum við að gera upp við glæpi gegn mannkyninu sem margir Eistar frömdu á síðustu öld, og eru sumir morðingjanna enn á lífi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.6.2010 kl. 18:33

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Villi sér morðingja í öllum hornum nema í ísrael ;) magnað.

Óskar Þorkelsson, 11.6.2010 kl. 19:45

4 identicon

Gunnlaugur:  Mér leiðist, gætirðu gefið mér heimildirnar þínar svo ég geti lesið þær?  Mér gæti kanski snúist hugur um ESB ef þú hefur heimildir.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 20:12

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán.

Er ekki mokafli hjá ykkur?

Og fær áhöfnin greitt í evrum?

Þorsteinn Briem, 11.6.2010 kl. 21:03

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, þú notar nú evruna á hverjum degi. Þú getur skroppið til Frakklands sem er við hliðina á Spáni án þess að þurfa að breyta gjaldmiðlinum þínum. Nú eða Ítalíu ef svo ber undir, aftur þarftu ekki að breyta gjaldmiðlinum þínum þegar þú ferð til þessara landa.

Núna í dag eru það 16 lönd innan Evrópu sem þú getur farið til án þess að þurfa að breyta gjaldmiðlinum þínum á einhverju gengi sem getur verið hagstætt í dag en óhagstætt á morgun.

Mér þykir þú full brattur í fullyrðingum þínum um Svía og Evrur, vegna þess að fullyrðingar þínar eru rangar.

Svíþjóð og evran (wiki).

Danmörk og evran (wiki).

Þegar þar að kemur eru allar líkur á því að Danmörk taki upp evruna sem gjaldmiðil. Í dag er Danmörk de-facto með evruna. Enda er danska krónan bundin við evruna með 2,25% vikurmörkum. Í stað 15% vikurmarka sem annars eru innan ERM II.

Annars er þetta svar þitt hérna Gunnlaugur I, fullt af hálf-sannleik (lygi), hreinni lygi og útúrsnúningum.

Það er ennfremur ekkert innihald í þessu hjá þér og engar heimildir.

Jón Frímann Jónsson, 11.6.2010 kl. 21:25

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.05.2010:

"Estonian finance minister Jürgen Ligi admitted yesterday that Estonia would have to pay at least 10 billion kroons [um einn milljarð íslenskra króna] into the stabilization aid package that was agreed by the EU finance ministers yesterday.

In addition to the 10 billion kroons, Estonia would participate in the IMF quota with about 1.5 billion kroons [um 150 milljónir íslenskra króna] plus its share in the EU budgetary aid package.

Ligi said that there was no escape for Estonia from participating in the aid package, adding that thinking that we can evade eurozone problems is taking us nowhere. "It's better to be part of the eurozone", he added. [...]

Economist
Janno Reiljan said that EU member states are participating in the aid package according to their share in the capital of European Central Bank. [...]

The Estonian government
can fool our  pensioners, pull out its pockets and claim that it has no money. Once we are in the eurozone, such tricks will not work."

Eistland vill vera á Evrusvæðinu þrátt fyrir aðstoðarpakka

Þorsteinn Briem, 11.6.2010 kl. 21:34

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"A recent economic study on the possible entry of Sweden in the Eurozone has found that it would be likely to have a positive effect.

The study of the evolution of the Swedish money market rates shows that they follow closely the euro rates, even during economic crisis times.

This shows that Sweden would not lose in terms of monetary policy autonomy as the Swedish Central Bank already follows closely the rates set by the European Central Bank.

When adopting the euro, Sweden would swap this autonomy on paper for a real influence on the European monetary policy thanks to the gaining of a seat in the ECB's governing council.

Overall, the study concludes that staying outside of the eurozone implies forgone benefits that Sweden, a small open economy with a sizable and internationally exposed financial sector, would enjoy from adopting an international currency."

Sweden and the euro


University of Oxford - Should Sweden join the euro?

Þorsteinn Briem, 11.6.2010 kl. 21:35

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The Estonian kroon has been pegged first to the Deutsche Mark and later to the euro during the entire circulation period.

Due to the fixed exchange rate and the peg to the euro, we are almost members of the euro area, except that our banknotes are different.

Thus, the changeover from the kroon to the euro will not bring along any major economic changes, whereas transaction costs will decrease and the possible risks endangering the kroon as a small currency with fixed exchange rate will disappear.

Estonia's accession to the Economic and Monetary Union is the best and most reliable way of ensuring the stability and low inflation level of the currency in circulation.

In addition:

     - it will be easier to compare prices across euro area countries;

     - risks related to the exchange rate will be minimized;

     - the risk of sudden increases in interest rates will be smaller;

     - transaction costs will decrease."

Estonia will change over to the euro

Þorsteinn Briem, 11.6.2010 kl. 21:38

10 identicon

Ég fæ greitt í fallegum krónum.  Því miður.

Takk fyrir þessar frábæru heimildir strákar.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband