13.6.2010 | 22:35
Umsókn rædd á fimmtudaginn, segir RÚV
RÚV skýrði frá því á vef sínum í kvöld og hafði eftir aðstoðarmanni utanríkisráðherra, Kristjáni Guy Burgess, að umsókn Íslands að ESB verði rædd á leiðtogafundi, sem haldinn verður á fimmtudaginn. Svo vill til að um er að ræða 17. júní, sem er þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga, en einungis venjulegur vinnudagur í afganginum af Evrópu.
Hér er fréttin hjá RÚV.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Endilega kíkið á þennan pistil
Guðrún Sæmundsdóttir, 13.6.2010 kl. 23:06
Þú ert fyndin, Guðrún!
Þorsteinn Briem, 13.6.2010 kl. 23:36
Sammála þér Steini
Það er hroki af hæstu gerð að segja öðrum þjóðum hvenær þær megi tala um okkur og taka afstöðu til mála sem koma Íslandi við.
Þetta í mesta lagi óheppilegt. Annað ekki.
Ég verð að vinna allan 17. júní eins og síðustu ár. Er ég þá vondur Íslendingur?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 01:08
Ísland varð SJÁLFSTÆTT og fullvalda ríki 1. desember 1918 en það finnst Íslendingum ENGAN VEGINN merkilegt, heldur vilja þeir endilega míga sauðdrukknir utan í Jón Sigurðsson á afmælisdegi hans og graðga í sig kandíflossi á ameríska vísu eftir að hafa lifað á bandaríska hernum í rúma sex áratugi.
Það finnst þeim ÞJÓÐLEGT.
Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 01:23
Mér finnst það ánægjulegt að umsóknin okkar verði rædd á leiðtogafundi hjá ESB á Þjóðhátíðardaginn. Góð leið til að halda upp á daginn og vonandi fær umsóknin gott gengi þar ytra
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.6.2010 kl. 06:50
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun sem MMR - Markaðs og miðlarannsóknir ehf gerðu, þá vill mikill meirihluti þjóðarinnar afturkalla ESB umsóknina.
Vilja afturkalla ESB umsókn = 57,6%
Vilja ekki afturkalla ESB umsókn = 24,3%
Hlutlausir eða taka ekki afstöðu = 18,1%
Ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðu taka eins og gert yrði í kosningum þá lítur dæmið svona út:
Vilja afturkalla ESB umsókn = 70,3%
Vilja ekki afturkalla ESB umsókn = 29,7%
Sjá alla könnunina hér: www.andriki.is/default.asp?art=13062010
Mikill meirihluti þjóðarinnar vill þegar í stað afturkalla ESB umsóknina.
Er hægt að sýna skýrar hvað ESB umsóknin hefur sáralítinn stuðning meðal þjóðarinnar. Svipaðar niðurstöður koma fram í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri.
Svo sýna æstustu ESB aftaníossarnir hér okkur andstæðingum ESB aðildar ekkert nema hroka og yfirgang.
Meira að segja skoðanir okkar og óskir um að því yrði beint til ESB að sýna íslensku þjóðinni þá kurteisi og virðingu að ákveða ekki um ESB umsókn okkar á þjóðhátíðardegi okkar eru skotnar í kaf með hroka og yfirlæti.
Þið þessi háværi minnihluti viljið greinilega hafa það að markmiði að sundra þjóðinni enn frekar með því að ögra okkur og storka sem mest þið getið !
Það mun ekki takast, því að andstaðan við ESB innlimun Íslands mun aðeins eflast og harðna.
Gunnlaugur I., 14.6.2010 kl. 09:41
Ég er 100% sammála Gunnlaugi. Fáráðsumsókn og peningaeyðsla sem aldrei átti að komast í gegnum Alþingi í fyrstunni. Pínd í gegn af einum druslu-flokki, sem þá hafði 29% stuðning þjóðarinnar, nú enn minni, miklu minni og fer sífellt minnkandi. Ekki síst vegna þessarar ólýðræðislegu umsóknar gegn vilja stærri hluta þjóðarinnar.
Og með dyggum stuðningi VG-liða sem komu upp í pontu hver á fætur öðrum sem ruglaðir væru og sögðu nánast beint út: Ég er algerlega á móti og segi samt JÁ. Voru á móti og sögðu já til að halda vinstri völdum með spillta fylkingunni. Ekkert flóknara en það.
2 - 7 milljarðar í sjóinn, peningar sem hægt hefði verið að nota til að bjarga gjaldþrota fólki frá því að verða kastað út á götu vegna ríkisstuddra ránskulda. Hversu djöfulleg getur þessi stjórn orðið??? Og þetta styðjið þið með ótrúlegum hroka.
Elle_, 14.6.2010 kl. 10:37
Með spilltu fylkingunni.
Elle_, 14.6.2010 kl. 10:39
Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu EFTIR NOKKUR ÁR skipta ENGU MÁLI.
Það þarf ekki annað en nokkrar heilsíðuauglýsingar með RÉTTUM upplýsingum um aðildina, til að mynda hversu mikið almenningur hér GRÆÐIR á að nota evru í stað íslensku krónunnar, ENGRI VERÐTRYGGINGU, LÁGUM VÖXTUM OG LÍTILL VERÐBÓLGU.
En græðir hins vegar EKKERT á að nota íslensku krónuna.
Skoðanir Íslendinga eru nú FLJÓTAR að breytast, eins og dæmin sanna, hvað þá 10% þjóðarinnar.
Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 12:17
Það er fásinna að sameinast heilu ríkjasambandi út af Evru. Ættum með þeim rökum að sameinast Bandaríkjunum fyrir Dollarinn. Stærri hluti þjóðarinnar vill ekk þangað. Sættið ykkur við að í landinu á að vera LÝÐRÆÐI.
Elle_, 14.6.2010 kl. 12:48
Í Evrópusambandinu eru nú 27 SJÁLFSTÆÐ OG FULLVALDA EVRÓPURÍKI og fleiri eru á leiðinni í sambandið.
Hringdu í forsætisráðherra Breta og segðu honum að Bretland sé ekki sjálfstætt og fullvalda ríki.
Ísland varð SJÁLFSTÆTT og fullvalda ríki 1. desember 1918.
Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 12:52
Það er lýðræði í ríkjum ESB. Hver getur sýnt fram á annað?
ESB er ekki slæmt, ég skil ekki óttan við ESB.
Ég hef verið að gúggla og fann aðeins einn "stjórnmálaflokk" í Þýskalandi sem er á móti ESB. Hérna er hægt að lesa rökin á móti aðild. Þau minna mikið á rök manna hér á móti ESB aðild.
Það er ekkert að óttast nema óttan sjálfan!!!
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 12:55
Á öllu Evrópska efnahagssvæðinu er frjáls fjármagnsflutningur undir venjulegum kringumstæðum, þannig að við Íslendingar getum átt bankareikninga hvar sem er á evrusvæðinu og tekið þar lán í evrum, rétt eins og íbúar á evrusvæðinu hafa átt peninga á bankareikningum hérlendis, ekki síst vegna þess að vextir voru mun hærri hér en á evrusvæðinu.
Við tökum lán erlendis í erlendum gjaldeyri og þurfum að greiða þau til baka í erlendum gjaldeyri, ásamt vöxtum.
Tekjur íslenskra fyrirtækja eru aðallega í evrum og þar af leiðandi er eðlilegast að þau að greiði hér laun í evrum.
Vörur í verslunum hérlendis eru aðallega keyptar í evrum og því eðlilegast að þær séu einnig seldar hér í evrum.
Vöruverð hérlendis hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár, fyrst og fremst vegna gengishruns íslensku krónunnar og hækkun á vöruverðinu veldur hér verðhækkun á öllu sem tengt er vísitölu neysluverðs.
"Árið 1995 voru sett lög um vísitölu neysluverðs, nr. 12/1995 og leysti hún vísitölu framfærslukostnaðar af hólmi. Þá var jafnframt ákveðið með lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001 að nota vísitölu neysluverðs eina til verðtryggingar."
Vegna gengishruns íslensku krónunnar og mikillar verðbólgu hér undanfarin ár hafa erlend aðföng og rekstrarvörur einnig hækkað hér mikið í verði.
Og kaupmáttur hefur fallið mikið hérlendis undanfarin ár vegna gengishrunsins og verðbólgunnar hér.
Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.
Um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu. Við Íslendingar ferðumst einnig aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins og þurfum að kaupa evrur fyrir íslenskar krónur þegar við greiðum fyrir vörur og þjónustu á evrusvæðinu.
Við Íslendingar getum hvorki notað íslenska mynt né rússneska á ferðalögum okkar á evrusvæðinu og er rússneska rúblan þó mun stærri gjaldmiðill en íslenska krónan.
Mun færri Íslendingar ferðast nú til útlanda en fyrir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008.
Hérlendis hefur hins vegar verið stöðug árleg fjölgun erlendra ferðamanna allan þennan áratug, að meðaltali 6,8% á ári, þrátt fyrir að gengi íslensku krónunnar hafi verið bæði mjög hátt og mjög lágt á þessu tímabili.
Nú eru 1% stýrivextir og 1,6% verðbólga á evrusvæðinu, sem eru mun lægri stýrivextir og verðbólga en hér. Þar af leiðandi er mun auðveldara fyrir fyrirtæki og einstaklinga á evrusvæðinu að gera áætlanir varðandi rekstur og fasteignakaup en íslensk fyrirtæki og einstaklinga.
Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru 15.685 milljarðar króna í árslok 2007 en sjö milljörðum króna hærri ári síðar, eða 22.675 milljarðar króna í árslok 2008.
Þegar litið er á heildarmyndina bjargar íslenska krónan því ENGU fyrir íslensk fyrirtæki og einstaklinga.
Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009
Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010
"Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum var inneign íslenskra fyrirtækja á gjaldeyrisreikningum að meðaltali um 110 milljarðar króna síðustu tvö ár fyrir bankahrunið."
"Gjaldeyrishöftin eru einfaldlega yfirlýsing um að íslenska krónan sé ekki í lagi, þau virka eins og stórt viðvörunarskilti," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í samtali við Fréttablaðið.
Vilhjálmur segir að fyrirtæki kjósi því að halda erlendum gjaldeyri á gjaldeyrisreikningum, frekar en að skipta honum í krónur.
Og samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum áttu íslensk fyrirtæki um 174 milljarða króna í erlendum gjaldeyri á svokölluðum gjaldeyrisreikningum í íslenskum fjármálastofnunum í maí [í fyrra]."
Samtök atvinnulífsins um gjaldeyrishöftin
Gengi evru er nú um 40% hærra gagnvart bandaríkjadal og sterlingspundi en í árslok 2001 en evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002.
"The euro is the official currency of the Eurozone, 16 of the 27 Member States of the European Union (EU), and is the currency used by the EU institutions.
The eurozone consists of Austria, Belgium, Cyprus, Finland, France, Germany, Greece, Ireland, Italy, Luxembourg, Malta, the Netherlands, Portugal, Slovakia, Slovenia and Spain.
Estonia is due to join the eurozone on the 1st January 2011."
"... other EU memberstates have a direct peg [to the Euro] due to ERM II: the Danish krone, the Lithuanian litas and the Latvian lats."
Og sænska krónan hefur fylgt gengi evrunnar.
"The euro is consequently used daily by some 327 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro.
Over 150 million people in Africa use a currency pegged to the euro, 25 million people outside the eurozone in Europe and another 500,000 people on Pacific islands."
Evran - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 12:58
Umrædd könnun MMR er ómarktæk og fer ég yfir það hérna á mínu bloggi.
Annars er bæði blaður og fullyrðingagleði andstæðinga ESB jafn vitlaust og áður, og hef ég engu við það að bæta.
Gunnlaugur I, býr í ESB ríki að eigin sögn og notar þar evrur. Í stað þess að segja sannleikan, eða flytja þangað sem ESB er ekki til staðar. Þá kýs hann að búa innan ESB og lifa þar ódýrt og notar þar sýnar evrur.
Ef að ég ætti fánastangir, þá mundi ég bæði flagga íslenska fánanum, og ESB fánanum þar við hliðina á 17 Júní.
Jón Frímann Jónsson, 14.6.2010 kl. 13:04
Andstæðingar Evrópusambandsins, sem kosið hafa Kommúnistaflokk Íslands, geta hins vegar leikið þjóðsöng Sovétríkjanna á 17. júní!
Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 13:27
Uppistandararnir í stjórnarandstöðunni fá núna kjörið tækifæri til að leggja fram frávísunartillöguna í nafni skoðanakannanna.
Gísli Ingvarsson, 14.6.2010 kl. 15:06
Hérna má sá þingsályktunartillögu stjórnarandstöðunar. Ég verð að segja að bæði er þetta illa rökstutt og þunnur pappír.
Ég reikna með að það verði lesið yfir hausmótunum á Ásmundi Daða fljótlega, og honum boðið að segja af sér þingmennsku fljótlega.
Jón Frímann Jónsson, 14.6.2010 kl. 16:09
Það beinlínis stórhlægilegt að sjá hér ESB- aftaníossana Jón Frímann og Steina Briem afneita hér þjóð sinni og augljósum og eindregnum vilja þjóðarinnar til þess að losa sig við ESB óværuna.
Jón Frímann ESB einn æðst prestur ESB trúboðsins hamast hér við að segja þessa skoðanakönnun enn og aftur ómarktæka.
Nú vill svo til að þetta er þetta bara ein skoðanakönnunin enn og aftur sem sýnir mjög svipaða yfirgnæfandi andstöðu þjóðarinnar við ESB innlimunina.
Steini Briem er svo "naive" og í enn meiri afneitun á raunveruleikann, hann telur að aðeins þurfi að setja einhverjar heilsíðu auglýsingar í dagblöðin til þess að segja fólki um alla dýrðina og stórkostlegu kostina við ESB innlimun þjóðarinnar og þá muni þetta algerlega snúast við.
Þrátt fyrir að Steini Briem skrifi og skrifi hér langlokur efitir langlokur og virðist reyndar vera hér í fullri vinnu við ESB áróðursskrifin, þá gengur það ekki neitt, alveg þvert á móti.
Þjóðin hans sem hann reyndar hafnar algerlega sjálfur fyrir ESB elítuna hafnar algerlega ESB innlimun landsins.
Að ykkur skuli detta í hug að þjóðin muni nú hlusta á heilsíðu áróðurs auglýsingar ykkar eftir allar ESB blekkingarnar og haugalygina sem þið hafið borið á borð fyrir þjóðina um undur og stórmerki ESB.
Þið eruð bara ekki alveg í lagi !
Gunnlaugur I., 14.6.2010 kl. 17:19
Gunnlaugur I, varstu búinn að sjá þessa hérna vefsíðu á vef ESB.
Ég er ennfremur búinn að rökstyðja vel og vandlega afhverju þessi könnun andríks er ómarktæk með öllu.
Hingað til hefur þú ekki getað rökstutt ekki nokkurn skapaðan hlut.
Annars mun almenningsálitið breytast þegar umræðan um ESB aðildina hefst fyrir alvöru, og þá staðreynd eru andstæðingar ESB á Íslandi hræddir við og vilja koma í veg fyrir að sú umræða fari af stað og eru að eyða mikilli orku í að reyna stoppa þá umræðu.
Jón Frímann Jónsson, 14.6.2010 kl. 17:24
Ef stjórna ætti landinu samkvæmt skoðanakönnunum væru ALLIR þingmenn Hreyfingarinnar löngu dottnir út af Alþingi, þar sem þeir hafa EKKERT fylgi, SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNUM.
Ríkjum er hins vegar ekki stjórnað samkvæmt skoðanakönnunum, heldur KOSNINGUM.
MEIRIHLUTI íbúa þeirra 27 Evrópuríkja, sem aðild eiga að Evrópusambandinu, er sem sagt "LANDRÁÐAMENN"!!!
ENGIN málefnaleg gagnrýni, frekar en vanalega.
Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 17:48
Eruði ekki í alveg í lagi ESB aftaníossarnir ykkar.
Afneitun ykkar er hlægileg !
Gunnlaugur I., 14.6.2010 kl. 18:13
Gunnlaugur I, eina afneitunin hérna er hjá andstæðingum ESB á Íslandi. Þar spila ennfremur inní sérhagsmunir andstæðinga ESB úr öllum mögulegum þjóðfélagshópum.
Það er ennfremur ljóst að með aðild Íslands að ESB þá munu spillingar og hagsmunaröflin ekki fá að ráða því sem þau gera í dag.
Jón Frímann Jónsson, 14.6.2010 kl. 18:17
Gunnlaugur fyrsti.
ÞÚ HEFUR SJÁLFUR KOSIÐ AÐ BÚA Í EVRÓPUSAMBANDSLANDI!
ENGIN málefnaleg gagnrýni, frekar en vanalega.
Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 18:24
"Eurostat birti [í dag] frétt um að iðnaðarframleiðslan hafi aukist um 0,8% í evru-ríkjunum sextán að meðaltali í apríl frá fyrri mánuði.
Það þýðir að aukningin er 9,5% á tólf mánaða tímabili. Aukningin í ESB-ríkjunum 27 er 0,5% og 7,8% á tólf mánaða tímabili."
Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.