14.6.2010 | 19:57
Mogginn og Bændablaðið í eina sæng?
Í grein á forsíðu BBL segir ennfremur að þetta sé byrjunin á því sem (óþekktur) höfundur pistilsins kallar ,,langtímasambands. Það er að minnsta kosti von höfundar.
Þetta vekur athygli og kannski þá spurningu um hvort sameining blaðanna sé á næstu grösum? Hvort Bændablaðið verði s.k. "kálfur í MBL?
Bæði blöðin berjast hatrammalega gegn öllum hugmyndum um mögulega aðild Íslands að ESB. Á ritstjórastóli MBL sitja postular óheftrar frjálshyggju og þess sem Ronald Reagan fyrrum forseti USA kallaði ,,trickle down economy, þ.e.a frelsið myndi færa öllum þegnum samfélagsins velsæld, því ríkidæmið myndi flæða niður frá þeim ríku til hinna efnamminni. Talsmenn þessarar stefnu eru yfirleitt íhaldssamir, sbr. "Járnfrúin" (Margaret Thatcher).
Bændablaðið er svo fulltrúi afla sem í raun berjast gegn breytingum og hafa gert í gegnum tíðina. Íslenskir bændur og fulltrúar þeirra voru t.d. á móti talsímanum á sínum tíma, sem og litasjónvarpi! Þeir virðast vera á móti því að fá nothæfan gjaldmiðil og að rekstrarumhverfi þeirr geti orðið það sem talist getur "eðlilegt"með lágri verðbólgu og vöxtum.
Íslenskir bændur eru ekki bara á móti ESB, heldur vilja þeir ekki ræða það heldur. Þeir ætla að vera "stikkfrí" í þeirri umræðu. Þeir segja að ESB muni leggja íslenskan landbúnað í rúst, en það hefur hvergi gerst.
Um miðja síðustu öld störfuðu 32% vinnuafls á Íslandi við landbúnað, 3.8% árið 2006. Allt án ESB! Á sama tíma hefur hlutfallið í þjónustu og viðskiptum farið úr 33% í 72%
Sala á dráttarvélum hefur nánast stöðvast frá 2008, allt án ESB! Ástæðan er að sjálfsögðu hið magnaða(!) hrun íslensku krónunnar.
Mogginn og Bændablaðið = sönn ást?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Bændablaðið hefur eignast kálfinn Mogga.
Báðar síðurnar.
Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 20:25
Það er bágborin sögufölsun að nota það í málefnaumræðu
að bændur hafi verið á móti talsímanum. Þetta virðist vera ótrúlega
lífseigt mál til að njóða í bændastéttina sem tákn um eitthvað gamaldags og lélegt.
Staðreynd málsins er sú að deilan stóð um hvort ætti að koma ritsími eða
loftskeytasamband. Bændur vildu loftskeytasamband.
Um þetta er hægt að lesa í Öldin okkar 1901-1930 fyrir þá,
sem vilja hafa það sem rétt er.
Bændur höfðu rétt fyrir sér. Nú eru allir í loftskeytasambandi.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.6.2010 kl. 20:47
Ekki eru nú öll samskipti við útlönd með loftskeytum
Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 21:05
Gott er ef mogginn og bændablaðið fara í samstarf, jafnvel þó það sé eingöngu um útburðinn til neytenda.
Það kemur hinsvegar úr hörðustu átt þegar þið í evrópusamtökunum farið að gagnrýna aðra fyrir nafnlausar greinar. Hversu oft hefur verið bent á þennan leiða sið ykkar sjálfra á þessu bloggi ykkar!
Vissulega hefur orðið fækkun í landbúnaði, alveg eins hér eins og um allann heim, sem betur fer er þróun hér eins og annarsstaðar. Það hefur einnig orðið mikil fækkun í fiskvinnslu, ef þið hafið ekki tekið eftir því sem og mörgum af þeim störfum sem voru um miðja síðustu öld. Sum störf hafa jafnvel lagst niður og önnur komið í staðinn.
Þessi fækkun í landbúnaði er þó ekki eins mikil og þið segið, annarsvegar takið þið allt vinnuafl sem tengdist landbúnaði um miðja síðustu öld og hinsvegar eingöngu þá sem starfa beint að landbúnaði í dag. Þetta er blekking sem þið eruð duglegir við að nota!
Íslensk sögukunnátta ykkar er ekki upp á marga fiska, þetta kemur skýrt fram í þeirri fullyrðingu að bændur hafi verið á móti landsímanum, að vísu voru nokkrir bændur á móti honum en það voru margir fleiri. Ekki er með nokkru móti hægt að eigna það bændum einum og sér. Fullyrðingin um litasjónvarpið er ekki svara verð!
Það er eðlilegt að þeir sem ekki vita meira um land sitt og þjóð séu tilbúnir til að gangast undir ok stórþjóða!
Gunnar Heiðarsson, 14.6.2010 kl. 21:07
Símamálið
Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 21:10
Útgjöld hins opinbera til landbúnaðar hérlendis voru um 12 milljarðar króna árið 2007.
Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, meira en nettótekjur bændanna, en rúmlega helmingur allra útgjalda sambandsins er til landbúnaðarmála.
Árið 2008 störfuðu hér 2,5% vinnuaflsins við landbúnað, sem var þá 1,4% af landsframleiðslunni og fjöldi bújarða um þrjú þúsund.
Meðalaldur búfjáreigenda hérlendis er 54 ár og margir þeirra eru með mjög lítil sauðfjárbú, þannig að þeir vinna einnig utan búanna, sem verða sumarbústaðir þegar þeir bregða búi.
Árið 2008 voru hér 1.318 sauðfjárbú, þar af 1.083, eða 82%, með 400 ærgildi eða færri. Blönduð bú voru þá 138 og kúabú 581.
Fastur kostnaður meðalsauðfjárbús var þá 249 þúsund krónur á mánuði að meðtöldum launum eigendanna.
Neysla á kindakjöti á öðrum Norðurlöndum er mjög lítil og engin ástæða til að reikna hér með innflutningi á kindakjöti í einhverjum mæli.
Við flytjum út um fjögur þúsund tonn af sauðfjárafurðum á ári, þar af um 1.200 tonn af kindakjöti, langmest til Evrópska efnahagssvæðisins, 2.200 tonn af gærum og 500 tonn af ull.
Árið 2009 voru flutt hér út 1.589 lifandi hross, um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.
Hérlendis eru hins vegar einungs 22 svínabú.
Í febrúar í fyrra kostaði kílóið af smjöri í þýskum verslunum 2,64 evrur, 391 íslenskar krónur á þávirði, en 537 krónur í verslunum hérlendis og verðmunurinn því 37%, miðað við verðlag á öllu landinu.
Verð á lítra af mjólk til framleiðenda í Finnlandi var um 0,33 evrur í febrúar síðastliðnum, um 58 íslenskar krónur á þávirði.
Samkvæmt ákvörðun Verðlagsnefndar búvara hér hækkaði verð á viðmiðunarmjólk frá framleiðendum í 83,49 krónur fyrir lítrann 1. janúar 2005 en í febrúar það ár var verð á mjólk í verslunum hérlendis 80 krónur fyrir lítrann, miðað við verðlag á öllu landinu.
Beingreiðsluhluti mjólkur til framleiðenda var þá 39,32 krónur fyrir lítrann og afurðastöðvahluti greiðslu til framleiðenda fyrir innlagða mjólk 44,17 krónur fyrir lítrann, eða 53% af verði mjólkurinnar til framleiðenda.
Verð á lítra af mjólk til framleiðenda hérlendis var 100 krónur að beingreiðslum meðtöldum árið 2008, en 91 króna í verslunum hér í ágúst það ár, miðað við verðlag á öllu landinu.
Hagtölur landbúnaðarins 2010
Sænskir bændur og Evrópusambandið
Finnska hagstofan - Verð til framleiðenda:
Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 21:24
70,3% þeirra, sem afstöðu taka, vilja að stjórnvöld dragi ESB-umsókn til baka
Sigurður Þorsteinsson, 14.6.2010 kl. 22:04
Sigurður Þorsteinsson.
Þetta var rætt hér í umræðum við síðustu færslu.
Ríkjum er ekki stjórnað samkvæmt skoðanakönnunum og skyggnilýsingafundum, heldur KOSNINGUM.
KOSIÐ verður um SAMNING um aðild Íslands að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu hér eftir nokkur ár, þegar samningurinn liggur fyrir og hefur verið kynntur hér rækilega.
Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 22:25
Sigurður, þetta var "opt-in" könnun og sem slík gjörsamlega marklaus. Þannig að það þýðir lítið að flagga þessari könnun eins og einhverjum heilögum sannleik.
Það er ennfremur áhugavert að það hefur þagnað í andstæðingum ESB á Íslandi eftir að evran fór að styrkjast aftur, eftir smá fall síðustu vikur.
Jón Frímann Jónsson, 14.6.2010 kl. 22:26
"Eurostat birti [í dag] frétt um að iðnaðarframleiðslan hafi aukist um 0,8% í evru-ríkjunum sextán að meðaltali í apríl frá fyrri mánuði.
Það þýðir að aukningin er 9,5% á tólf mánaða tímabili. Aukningin í ESB-ríkjunum 27 er 0,5% og 7,8% á tólf mánaða tímabili."
Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 22:28
@Steini Briem: Áhugaverð frétt um iðnaðinn, lítur út fyrir á grafinu að botninum sé náð!
Fréttin
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 14.6.2010 kl. 22:54
Jamm, en þá hækkar olían í verði
Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 23:10
En heimsmarkaðsverð á áli ætti að hækka í bandaríkjadölum með aukinni eftirspurn og raforkuverðið hér til álveranna er tengt heimsmarkaðsverðinu.
Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 23:15
Sauðfjárbúum hefur FÆKKAÐ um ÞRIÐJUNG og kúabúum um RÚMAN HELMING frá árinu 1990, SÍÐASTLIÐIN 20 ÁR.
Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36
Þorsteinn Briem, 15.6.2010 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.