Leita í fréttum mbl.is

Mogginn og Bændablaðið í eina sæng?

HjartaGlöggir lesendur Bændablaðsins hafa væntanlega tekið eftir því að því var dreift með Morgunblaðinu nú síðast. Upplag þess var 62.000 eintök.

Í grein á forsíðu BBL segir ennfremur að þetta sé byrjunin á því sem (óþekktur) höfundur pistilsins kallar ,,langtímasambands.“ Það er að minnsta kosti von höfundar.

Þetta vekur athygli og kannski þá spurningu um hvort sameining blaðanna sé á næstu grösum? Hvort Bændablaðið verði s.k. "kálfur“ í MBL?

Bæði blöðin berjast hatrammalega gegn öllum hugmyndum um mögulega aðild Íslands að ESB. Á ritstjórastóli MBL sitja postular óheftrar frjálshyggju og þess sem Ronald Reagan fyrrum forseti USA kallaði ,,trickle down economy,“ þ.e.a frelsið myndi færa öllum þegnum samfélagsins velsæld, því ríkidæmið myndi flæða niður frá þeim ríku til hinna efnamminni. Talsmenn þessarar stefnu eru yfirleitt íhaldssamir, sbr. "Járnfrúin" (Margaret Thatcher).

Bændablaðið er svo fulltrúi afla sem í raun berjast gegn breytingum og hafa gert í gegnum tíðina.  Íslenskir bændur og fulltrúar þeirra voru t.d. á móti talsímanum á sínum tíma, sem og litasjónvarpi! Þeir virðast vera á móti því að fá nothæfan gjaldmiðil og að rekstrarumhverfi þeirr geti orðið það sem talist getur "eðlilegt"með lágri verðbólgu og vöxtum.

Íslenskir bændur eru ekki bara á móti ESB, heldur vilja þeir ekki ræða það heldur. Þeir ætla að vera "stikkfrí" í þeirri umræðu. Þeir segja að ESB muni leggja íslenskan landbúnað í rúst, en það hefur hvergi gerst.

Um miðja síðustu öld störfuðu 32% vinnuafls á Íslandi við landbúnað, 3.8% árið 2006. Allt án ESB! Á sama tíma hefur hlutfallið í þjónustu og viðskiptum farið úr 33% í 72%

Sala á dráttarvélum hefur nánast stöðvast frá 2008, allt án ESB! Ástæðan er að sjálfsögðu hið magnaða(!) hrun íslensku krónunnar.

Mogginn og Bændablaðið = sönn ást?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bændablaðið hefur eignast kálfinn Mogga.

Báðar síðurnar.

Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 20:25

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það er bágborin sögufölsun að nota það í málefnaumræðu

að bændur hafi verið á móti talsímanum. Þetta virðist vera ótrúlega

lífseigt mál til að njóða í bændastéttina sem tákn um eitthvað gamaldags og lélegt.

 

Staðreynd málsins er sú að deilan stóð um hvort ætti að koma ritsími eða

loftskeytasamband. Bændur vildu loftskeytasamband.

Um þetta er hægt að lesa í Öldin okkar 1901-1930 fyrir þá,

sem vilja hafa það sem rétt er.

 Bændur höfðu rétt fyrir sér. Nú eru allir í loftskeytasambandi.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.6.2010 kl. 20:47

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Gott er ef mogginn og bændablaðið fara í samstarf, jafnvel þó það sé eingöngu um útburðinn til neytenda.

Það kemur hinsvegar úr hörðustu átt þegar þið í evrópusamtökunum farið að gagnrýna aðra fyrir nafnlausar greinar. Hversu oft hefur verið bent á þennan leiða sið ykkar sjálfra á þessu bloggi ykkar!

Vissulega hefur orðið fækkun í landbúnaði, alveg eins hér eins og um allann heim, sem betur fer er þróun hér eins og annarsstaðar. Það hefur einnig orðið mikil fækkun í fiskvinnslu, ef þið hafið ekki tekið eftir því sem og mörgum af þeim störfum sem voru um miðja síðustu öld. Sum störf hafa jafnvel lagst niður og önnur komið í staðinn. 

Þessi fækkun í landbúnaði er þó ekki eins mikil og þið segið, annarsvegar takið þið allt vinnuafl sem tengdist landbúnaði um miðja síðustu öld og hinsvegar eingöngu þá sem starfa beint að landbúnaði í dag. Þetta er blekking sem þið eruð duglegir við að nota!

Íslensk sögukunnátta ykkar er ekki upp á marga fiska, þetta kemur skýrt fram í þeirri fullyrðingu að bændur hafi verið á móti landsímanum, að vísu voru nokkrir bændur á móti honum en það voru margir fleiri. Ekki er með nokkru móti hægt að eigna það bændum einum og sér. Fullyrðingin um litasjónvarpið er ekki svara verð!

Það er eðlilegt að þeir sem ekki vita meira um land sitt og þjóð séu tilbúnir til að gangast undir ok stórþjóða!

Gunnar Heiðarsson, 14.6.2010 kl. 21:07

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 21:10

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgjöld hins opinbera til landbúnaðar hérlendis voru um 12 milljarðar króna árið 2007.

Sænskir bændur
fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, meira en nettótekjur bændanna, en rúmlega helmingur allra útgjalda sambandsins er til landbúnaðarmála.

Árið 2008 störfuðu hér 2,5% vinnuaflsins við landbúnað, sem var þá 1,4% af landsframleiðslunni og fjöldi bújarða um þrjú þúsund.

Meðalaldur búfjáreigenda hérlendis er 54 ár og margir þeirra eru með mjög lítil sauðfjárbú, þannig að þeir vinna einnig utan búanna, sem verða sumarbústaðir þegar þeir bregða búi.

Árið 2008 voru hér 1.318 sauðfjárbú, þar af 1.083, eða 82%, með 400 ærgildi eða færri. Blönduð bú voru þá 138 og kúabú 581.

Fastur kostnaður
meðalsauðfjárbús var þá 249 þúsund krónur á mánuði að meðtöldum launum eigendanna.

Neysla á kindakjöti á öðrum Norðurlöndum er mjög lítil og engin ástæða til að reikna hér með innflutningi á kindakjöti í einhverjum mæli.

Við flytjum út um fjögur þúsund tonn af sauðfjárafurðum á ári, þar af um 1.200 tonn af kindakjöti, langmest til Evrópska efnahagssvæðisins, 2.200 tonn af gærum og 500 tonn af ull.

Árið 2009 voru flutt hér út 1.589 lifandi hross, um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Hérlendis eru hins vegar einungs 22 svínabú.

Í febrúar í fyrra kostaði kílóið af smjöri í þýskum verslunum 2,64 evrur, 391 íslenskar krónur á þávirði, en 537 krónur í verslunum hérlendis og verðmunurinn því 37%, miðað við verðlag á öllu landinu.

Verð á lítra af mjólk til framleiðenda í Finnlandi var um 0,33 evrur í febrúar síðastliðnum, um 58 íslenskar krónur á þávirði.

Samkvæmt ákvörðun Verðlagsnefndar búvara hér hækkaði verð á viðmiðunarmjólk frá framleiðendum í 83,49 krónur fyrir lítrann 1. janúar 2005 en í febrúar það ár var verð á mjólk í verslunum hérlendis 80 krónur fyrir lítrann, miðað við verðlag á öllu landinu.

Beingreiðsluhluti mjólkur til framleiðenda var þá 39,32 krónur fyrir lítrann og afurðastöðvahluti greiðslu til framleiðenda fyrir innlagða mjólk 44,17 krónur fyrir lítrann, eða 53% af verði mjólkurinnar til framleiðenda.

Verð á lítra af mjólk til framleiðenda hérlendis var 100 krónurbeingreiðslum meðtöldum árið 2008, en 91 króna í verslunum hér í ágúst það ár, miðað við verðlag á öllu landinu.

Hagtölur landbúnaðarins 2010


Sænskir bændur og Evrópusambandið


Finnska hagstofan - Verð til framleiðenda:


Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 21:24

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurður Þorsteinsson.

Þetta var rætt hér í umræðum við síðustu færslu.

Ríkjum er ekki stjórnað samkvæmt skoðanakönnunum og skyggnilýsingafundum, heldur KOSNINGUM.

KOSIÐ verður um SAMNING um aðild Íslands að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu hér eftir nokkur ár, þegar samningurinn liggur fyrir og hefur verið kynntur hér rækilega.

Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 22:25

9 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Sigurður, þetta var "opt-in" könnun og sem slík gjörsamlega marklaus. Þannig að það þýðir lítið að flagga þessari könnun eins og einhverjum heilögum sannleik.

Það er ennfremur áhugavert að það hefur þagnað í andstæðingum ESB á Íslandi eftir að evran fór að styrkjast aftur, eftir smá fall síðustu vikur.

Jón Frímann Jónsson, 14.6.2010 kl. 22:26

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Eurostat birti [í dag] frétt um að iðnaðarframleiðslan hafi aukist um 0,8% í evru-ríkjunum sextán að meðaltali í apríl frá fyrri mánuði.

Það þýðir að aukningin er 9,5% á tólf mánaða tímabili. Aukningin í ESB-ríkjunum 27 er 0,5% og 7,8% á tólf mánaða tímabili."

Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 22:28

11 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@Steini Briem: Áhugaverð frétt um iðnaðinn, lítur út fyrir á grafinu að botninum sé náð!

Fréttin

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 14.6.2010 kl. 22:54

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

En heimsmarkaðsverð á áli ætti að hækka í bandaríkjadölum með aukinni eftirspurn og raforkuverðið hér til álveranna er tengt heimsmarkaðsverðinu.

Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 23:15

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sauðfjárbúum hefur FÆKKAÐ um ÞRIÐJUNG og kúabúum um RÚMAN HELMING frá árinu 1990, SÍÐASTLIÐIN 20 ÁR.

Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36


Þorsteinn Briem, 15.6.2010 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband