15.6.2010 | 11:30
Jón Sigurðsson: ESB umsókn skynsamleg
"Það er skynsamleg ákvörðun að Íslendingar leiti aðildar að Evrópusambandinu. Í EES erum við áhrifalaust annars flokks fylgiríki og sú staða er allsendis ófullnægjandi til lengdar. Í annan stað erum við um þessar mundir að taka nýja viðspyrnu til framtíðar eftir alvarlegt hrun. Því er einmitt tímabært að taka aðild að ESB inn í stefnumótun þjóðarinnar núna. Þetta gerum við sem frjáls og fullvalda þjóð."
Þetta er upphafið á grein eftir Jón Sigurðsson, fyrrum Seðlabankastjóra og iðnaðarráðherra, sem hann birtir í Fréttablaðinu í dag. Greinina er einnig að finna á www.pressan.is
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Jónatan Karlsson, 15.6.2010 kl. 12:26
Já, allt sem Jón Sigurðsson skrifar þarna er lævíslegt og rakalaust. Við erum núna fullvalda og sjálfstætt ríki og verðum fullvalda og sjálfstætt ríki með því að halda okkur utan Bandaríkja Evrópu sem við höfum enga þörf fyrir og mun valda okkur miklum skaða og ræna okkur fullveldinu.
Það hefur oft komið fram að þeir eru að sækjast eftir landinu okkar, fiskimiðunum, orkunni, siglingaleiðunum, vatninu. Hvað þarf til að hin undarlegu Evrópusamtök og þeirra fylgilið skilji það?? Við afsölum okkur ekki fullveldinu og lögunum fyrir Evru. Við sameinumst ekki stórríki þar sem við munum ekki hafa neitt vægi og þar sem gömlu heimsveldin og nokkur stærstu löndin munu ráða nánast öllu og hin, 21 með tölu og yrðu 22 með Íslandi, munu hafa undir 30% vægi samanlagt. Við gefum ekki landið okkar fyrir Evru og yfirráð stórvelda.
Elle_, 15.6.2010 kl. 12:51
Ályktun flokksþings framsóknarmanna í fyrra um aðildarviðræður við Evrópusambandið:
"Markmið
Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar.
Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum.
Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.
Skilyrði
• Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti aðildarsamnings.
• Staðfest verði að Íslendingar einir hafi veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.
• Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.
• Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.
• Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.
• Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.
• Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.
• Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.
• Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB."
Ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um aðildarviðræður við Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 15.6.2010 kl. 13:26
Það eru engin rök og engin vissa fyrir neinu sem þú ert að skrifa þarna, Steini, heldur fjarstætt svona eins og það hafi komið beint frá samfylkta liðinu.
Elle_, 15.6.2010 kl. 18:29
Þetta er ORÐRÉTT ÁLYKTUN flokksþings FRAMSÓKNARMANNA í fyrra um aðildarviðræður við Evrópusambandið og er enn í fullu gildi.
Ég er ekki í Framsóknarflokknum, enda þótt langafi minn hafi stofnað flokkinn, verið fyrsti formaður hans og formaður SÍS.
Er reyndar ekki í nokkrum stjórnmálaflokki og hef aldrei verið.
Hins vegar er fólk í ÖLLUM íslenskum stjórnmálaflokkum fylgjandi aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Fyrst að lesa, svo að kvarta og kveina, elskan mín.
Þorsteinn Briem, 15.6.2010 kl. 18:45
Get ég bent ykkur á að 11 þúsund börn í landinu líða nú vegna fátæktar foreldranna. 11 þúsund saklaus börn. Og hinum forhertu djöflum í ríkisstjórninni er nákvæmlega sama. Ríkispeningar og skatttekjur foreldranna SKULU fara í að borga fyrir bankana, glæpamennina og fáráðsumsóknina inn í Bandaríki Evrópu sem stærstur hluti landsmanna VILL EKKI. Núverandi ríkisstjórn er fársjúk og gjörsamlega ómanneskjuleg.
Elle_, 15.6.2010 kl. 19:04
Mér er alveg sama hvað þér FINNST um ríkisstjórnina.
Nú er HEIMSKREPPA, sem hófst árið 2007, og fjöldinn allur af Íslendingum tók GLÓRULAUS LÁN áður en íslensku bankarnir urðu gjaldþrota haustið 2008.
Fjölmargir íslenskir krakkar eru þar að auki AKFEITIR og hafa gott af góðri megrun í nokkur ár, í stað þess að graðga í sig sælgæti daginn út og daginn inn.
Þorsteinn Briem, 15.6.2010 kl. 19:46
Og ég hef ENGA samúð með fólki sem tekur lán til að kaupa bíl.
Það getur gengið eða tekið strætó, í stað þess að skæla úr sér augun út af bílalánum.
Ef fólk getur ekki lagt fyrir til að kaupa bíl hefur það heldur ekki efni á að greiða afborganir af bílaláni.
Þorsteinn Briem, 15.6.2010 kl. 19:57
Glæpir voru framdir í bönkunum og þú ert ekki að ná því að skuldir fólksins flugu óeðliega upp þess vegna, skuldir grunlaussa skuldara. Glæpabankar tóku stöðu gegn ísl. genginu sem kol-féll og verðbólga flaug upp við fall gengisins. En hin forherta Jóhönnu-stjórn kýs að misnota skuldara. En ég efast ekki um að þú hafir enn svar til að verja hið ríkisstudda rán.
Elle_, 15.6.2010 kl. 23:52
Verðbólga hérlendis hefur OFT verið MUN MEIRI en undanfarin ár, til að mynda 84% árið 1983.
Verðbólga á Íslandi 1940-2008
Og hér hefur áður verið töluvert atvinnuleysi, til dæmis á síðasta áratug.
Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58
Og ENGINN skyldaði hér fólk til að taka lán í annarri mynt en það hafði tekjur í undanfarin ár.
Ef barþjónn otar víni að manni á barnum er það ekki barþjóninum eða eiginkonu mannsins að kenna ef hann kemur drukkinn heim.
Bankar eru milliliður á milli sparifjáreigenda og lántakenda og þeir síðarnefndu verða að greiða RAUNVEXTI af lánum sínum til að greiða kostnað við rekstur bankanna, arð til eigenda þeirra og raunvexti sparifjáreigendanna.
Annars færa þeir peninga sína í aðra banka, til dæmis erlendis, kaupa íbúðir og leigja þær út til að fá ARÐ AF EIGN sinni eða fjárfesta í steinsteypu, eins og menn gerðu hér á 8. og 9. áratugnum þegar andvirði 20 þúsund þriggja herbergja íbúða í Reykjavík voru fluttir frá sparifjáreigendum til lántakenda.
Það var LÖGLEGUR STULDUR, aðallega frá börnum og gamalmennum, en þá var GLÆPUR hér að eiga peninga erlendis.
Þorsteinn Briem, 16.6.2010 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.