Leita í fréttum mbl.is

Býlum fækkaði um næstum 3% frá 2006 til 2008!

KindurÍ nýjum Hagtölum landbúnaðarins 2010 er að finna ýmsar áhugaverðar tölur um íslenskan landbúnað. Þar kemur m.a. fram að býlum á Íslandi fækkaði á árunum 2006-2008 um tæp 3%, úr 3463 í 3366. Þá kemur einnig fram að meðalaldur "skráðra búfjáreigenda" hækkaði úr 52 árum í 54.

Takið eftir, þetta gerist á aðeins tveimur árum!

Helstu rök bænda gegn ESB er að aðild muni leggja íslenskan landbúnað í rúst! En á ESB hér einhvern hlut að máli?

 Hagtölur 2010


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sauðfjárbúum hefur FÆKKAÐ UM ÞRIÐJUNG hérlendis og kúabúum um RÚMAN HELMING frá árinu 1990, SÍÐASTLIÐIN 20 ÁR.

Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36


Þorsteinn Briem, 15.6.2010 kl. 17:45

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Stærð landbúnaðar er mæld í fjöld dýra eða afurðum þeirra á hverjum tíma en ekki fjölda bænda.

Til dæmis fjölgaði beljum á íslandi um 25% á síðustu 20 árum.

Á sama hátt er stærð sjávarútvegs á íslandi mæld með því að vigta afla en ekki með því  að telja skipstjóra.  

Guðmundur Jónsson, 15.6.2010 kl. 20:16

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðmundur Jónsson.

BÆÐI FJÖLDI OG STÆRÐ sauðfjárbúa og kúabúa hérlendis SKIPTIR MÁLI.

Útgjöld hins opinbera
til landbúnaðar hérlendis voru um 12 milljarðar króna árið 2007.

Sænskir bændur
fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, meira en nettótekjur bændanna, en rúmlega helmingur allra útgjalda sambandsins er til landbúnaðarmála.

Árið 2008 störfuðu hér 2,5% vinnuaflsins við landbúnað, sem var þá 1,4% af landsframleiðslunni og fjöldi bújarða um þrjú þúsund.

Meðalaldur búfjáreigenda hérlendis er 54 ár og margir þeirra eru með mjög lítil sauðfjárbú, þannig að þeir vinna einnig utan búanna, sem verða sumarbústaðir þegar þeir bregða búi.

Árið 2008 voru hér 1.318 sauðfjárbú, þar af 1.083, eða 82%, með 400 ærgildi eða færri. Blönduð bú voru þá 138 og kúabú 581.

Fastur kostnaður
meðalsauðfjárbús var þá 249 þúsund krónur á mánuði að meðtöldum launum eigendanna.

Neysla á kindakjöti á öðrum Norðurlöndum er mjög lítil og engin ástæða til að reikna hér með innflutningi á kindakjöti í einhverjum mæli.

Við flytjum út um fjögur þúsund tonn af sauðfjárafurðum á ári, þar af um 1.200 tonn af kindakjöti, langmest til Evrópska efnahagssvæðisins, 2.200 tonn af gærum og 500 tonn af ull.

Árið 2009 voru flutt hér út 1.589 lifandi hross, um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Hérlendis eru hins vegar einungs 22 svínabú.

Í febrúar í fyrra kostaði kílóið af smjöri í þýskum verslunum 2,64 evrur, 391 íslenskar krónur á þávirði, en 537 krónur í verslunum hérlendis og verðmunurinn því 37%, miðað við verðlag á öllu landinu.

Verð á lítra af mjólk til framleiðenda í Finnlandi var um 0,33 evrur í febrúar síðastliðnum, um 58 íslenskar krónur á þávirði.

Samkvæmt ákvörðun Verðlagsnefndar búvara hér hækkaði verð á viðmiðunarmjólk frá framleiðendum í 83,49 krónur fyrir lítrann 1. janúar 2005 en í febrúar það ár var verð á mjólk í verslunum hérlendis 80 krónur fyrir lítrann, miðað við verðlag á öllu landinu.

Beingreiðsluhluti mjólkur til framleiðenda var þá 39,32 krónur fyrir lítrann og afurðastöðvahluti greiðslu til framleiðenda fyrir innlagða mjólk 44,17 krónur fyrir lítrann, eða 53% af verði mjólkurinnar til framleiðenda.

Verð á lítra af mjólk til framleiðenda hérlendis var 100 krónurbeingreiðslum meðtöldum árið 2008, en 91 króna í verslunum hér í ágúst það ár, miðað við verðlag á öllu landinu.

Hagtölur landbúnaðarins 2010


Sænskir bændur og Evrópusambandið


Finnska hagstofan - Verð til framleiðenda:

Þorsteinn Briem, 15.6.2010 kl. 20:28

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Útgjöld hins opinbera vegna umsóknar Samfylkingarinnar í ESB stefna í að verða 10 milljarðar.

Útgjöld hins opinbera vegna Hörpunnar er um  17 milljarðar og árleg útgjöld  vegna rekstrar hennar  eru talin verða um 1 milljarður eða samtals 52 miljarðar næstu 35 ár. Það sem er vert er að  utan af landi liðið, hefur ekki vit á list og mun aldrei tíma að borga sig inn í hörpuna til að skila fénu sem það fær í styrki.  

Monty Python, The Fish Slapping Dance 

Monty Python, Self Defence Class

 Monty Python, Flying Sheep

Monty Python,The Audit 

Guðmundur Jónsson, 15.6.2010 kl. 22:05

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðmundur Jónsson.

Hvar kemur fram að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu kosti tíu milljarða króna og hvernig er það sundurliðað??!!

Utanríkisráðherra 14.6.2010 (í gær): Samtals 768 milljóna króna kostnaður í ár og á næsta ári vegna umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu


Og hér verður að sjálfsögðu einnig að taka tillit til þess hversu mikið Íslendingar GRÆÐA ÁRLEGA á að vera í Evrópusambandinu.

Þingmenn í Samfylkingunni, Vinstri grænum og Framsóknarflokknum, ítem Þráinn Bertelsson, greiddu atkvæði með umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.


Samþykkt á Alþingi 16. júlí í fyrra
: 33 þingmenn sögðu já en 28 nei og 2 greiddu ekki atkvæði.


Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu


Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa kemur aðild Íslands að Evrópusambandinu ekkert við.


Hins vegar hefði fjöldinn allur af byggingaverkamönnum og iðnaðarmönnum verið hér á atvinnuleysisbótum árum saman ef þeir hefðu ekki fengið vinnu við Hörpu eða önnur stórhýsi, auk þess sem stórt hótel verður reist við hlið tónlistarhússins á næstunni.

Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík


Ekkert póstnúmer á landinu skapar meiri gjaldeyristekjur en 101 Reykjavík.


Og Harpa mun að sjálfsögðu hafa miklar tekjur af alls kyns tónleikum og ráðstefnum, enda fjölgar erlendum ráðstefnugestum hér úr 25 þúsundum í fyrra í 50 þúsund eftir tíu ár, fjölgi þeim um 7% á ári, eins og undanfarin tíu ár.


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010

Þorsteinn Briem, 15.6.2010 kl. 23:52

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðmundur, Sveitabæir hafa vissulega farið stækkandi. Hinsvegar er viðvarandi skuldavandi bænda til staðar og þeir eru mjög tekjulágir í dag og það ástand er ekkert að batna þessa dagana.

Eina bjargráð bænda verður því á endanum að samþykkja aðild Íslands að ESB. Alveg eins og sænskir bændur gerðu á sínum tíma. Enda studdu sænskir bændur aðild Svíþjóðar að ESB og þeir hafa haft það gott síðan. Enda er nýliðun þar víst alveg ágæt í dag. Nýliðun á Íslandi er hinsvegar lítil og það hefur dregið úr henni til mikilla muna undanfarna áratugi.

Jón Frímann Jónsson, 16.6.2010 kl. 01:26

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, meira en nettótekjur bændanna, en TÆPLEGA helmingur allra útgjalda sambandsins fer til landbúnaðarmála, átti þetta nú að vera.

Þorsteinn Briem, 16.6.2010 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband