Leita í fréttum mbl.is

FRBL: Ísland er velkomið

esbis.jpgLeiðari Fréttablaðsins í dag, ÍSLAND ER VELKOMIÐ, fjallar um þá ákvörðun leiðtoga ESB að opna fyrir aðildarviðræður við Ísland. Í honum segir m.a.:

"Allar líkur eru á að leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykki á fundi sínum í dag að hefja aðildarviðræður við Ísland. Það er enn einn áfanginn í endurreisn íslenzks samfélags og efnahagslífs eftir hrunið. Ísland þarf á öflugum bandamönnum að halda, nothæfum gjaldmiðli og skýrum ramma um efnahagsstefnuna. Þetta fæst allt með inngöngu í ESB.

Sumir andstæðingar ESB-aðildar fara hamförum yfir að fjallað skuli um málið á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði það „hroka" af hálfu ESB að ræða málið á þessum degi. Fundardagurinn, sem var ákveðinn fyrir löngu, ekki ólíklega áður en Ísland sótti um aðild að ESB, er auðvitað tilviljun. En vilji menn lesa eitthvað út úr tilviljunum ættu menn frekar að fagna því að ákvörðunina beri upp á þennan dag, því að hún er til merkis um að Ísland njóti viðurkenningar sem sjálfstætt, evrópskt lýðræðisríki. Ísland er velkomið í hóp nærri þrjátíu annarra, sem taka sameiginlegar ákvarðanir um mikilvæg mál en hafa hvorki fórnað sjálfstæði sínu né sérkennum."

Og síðar segir:

"Fyrir síðasta landsfund Sjálfstæðisflokksins sagðist Bjarni hins vegar vilja að samþykkt yrði opið umboð fyrir forystu flokksins að „taka heils hugar þátt í samningaviðræðum sem kunna að leiða til ESB-aðildar á grundvelli tiltekinna samningsmarkmiða". Niðurstaðan varð önnur og ekki varð vart við að væntanlegur formaður beitti sér gegn henni á landsfundinum. Þar með afsalaði Sjálfstæðisflokkurinn sér sínu sögulega hlutverki, sem hefur verið að hafa forystu fyrir meiriháttar ákvörðunum í utanríkismálum þjóðarinnar, ekki sízt um þátttöku í samstarfi vestrænna lýðræðisríkja.

Það fer forystusveit Sjálfstæðisflokksins ekki vel að kvarta undan forystuleysi í Evrópumálunum. Hún ætti sjálf að sýna þessa forystu."

 

 Allur leiðarinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Gleðilegan þjóðhátíðardag.

Ísland er frjálst og fullvalda ríki og mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekkert með ESB umsóknina eða ESB aðild hafa að gera.

Mér er alveg sama þó það sé skoðanakönnun. Hún segir sitt.

70,3% þjóðarinnar vill draga ESB umsóknina til baka þegar í stað.

29,7% þjóðarinnar vill halda þessari umsókn við ESB til streitu.

Fullnaðarsigur mun brátt vinnast á ESB úrtöluliðinu og við munum reka ESB liðið af höndum þjóðarinnar.

ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !

Gunnlaugur I., 17.6.2010 kl. 12:12

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur fyrsti hefur nú þegar KOSIÐ.

Hann KAUS að búa í Evrópusambandslandi.


TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN, ALLIR ÍSLENDINGAR!

Þorsteinn Briem, 17.6.2010 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband