17.6.2010 | 17:58
Fréttatilkynning frá Utanríkisráðuneytinu
Leiðtogaráð ESB samþykkir að hefja viðræður við Ísland
Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í dag að hefja viðræður við Ísland um aðild að sambandinu. Ákvörðunin kemur í framhaldi af jákvæðri niðurstöðu framkvæmdastjórnar ESB í áliti hennar um aðildarumsókn Íslands frá því í lok febrúar á þessu ári.
Í niðurstöðum leiðtogafundar ESB í dag kemur meðal annars skýrt fram að Ísland uppfylli hin pólitísku skilyrði aðildar sem sett voru fram í ályktun leiðtogaráðsins í Kaupmannahöfn árið 1993. Einnig kemur fram að viðræður muni miða að því með hvaða hætti Ísland taki upp regluverk Evrópusambandsins, uppfylli fyrirliggjandi skuldbindingar skv. ábendingum ESA og í samræmi við EES-samninginn, og bregðist við athugasemdum sem gerðar voru í áliti framkvæmdastjórnar ESB. Leiðtogaráðið fagnar staðfestu íslenskra stjórnvalda í því tilliti og tekur fram að viðræðuferlið muni byggjast á eigin verðleikum Íslands sem umsóknarríkis og að framvinda viðræðna fari eftir því hvernig Íslandi tekst að mæta þeim skilyrðum sem sett verða í samningsrammanum.
Með ákvörðun leiðtogaráðsins færist Ísland úr umsóknarferli yfir í viðræðuferli. ESB mun á næstu vikum vinna að samningsramma um skipulag fyrirhugaðra viðræðna sem öll aðildarríkin þurfa að samþykkja. Því næst fer fram ríkjaráðstefna þar sem Ísland og ESB munu formlega hleypa viðræðum af stokkunum.
Að henni lokinni hefst svokölluð rýnivinna þar sem löggjöf Íslands og löggjöf ESB verður borin saman í því skyni að finna út hvar ber á milli og hvað þarf að semja um. Þegar rýnivinnu er lokið, þegar líður á næsta ár, hefjast svo eiginlegar viðræður. Í samræmi við lýðræðislega ákvörðun meirihluta Alþingis um að fela ríkisstjórn að sækja um aðild að ESB, mun aðildarsamningur við ESB verða borinn undir íslensku þjóðina.
Samninganefnd Íslands mun halda áfram undirbúningi fyrirhugaðra aðildarviðræðna í nánu samráði við Alþingi og hina fjölmörgu hagsmunaðila og félagasamtök sem koma að umsóknarferlinu hér innanlands. Auk undirbúnings rýnivinnu mun samninganefndin og þeir 10 samningahópar sem starfa undir henni vinna að mótun samningsafstöðu Íslands í einstökum köflum. Þegar liggur fyrir að 22 af þeim 33 köflum Evrópulöggjafarinnar sem semja þarf um hafa þegar að mestu verið teknir upp í íslenska löggjöf í gegnum þátttökuna í Evrópska Efnahagssvæðinu.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.