Leita í fréttum mbl.is

Össur: Heilladagur fyrir Ísland

MBL.is birti nú í kvöld fyrstu viðbrögð Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra við tíðindum dagsins. Hann segir daginn vera heilladag fyrir Ísland.

Össur segir m.a.:

Össur Skarphéðinsson"Ég er einkar glaður. Ég tel að þetta sé mikill heilladagur fyrir Ísland vegna þess að ég er þeirrar skoðunar að umsókn og aðild að Evrópusambandinu sé burðarás í uppbyggingu hins nýja Íslands.

Ég er sannfærður um að þetta muni færa okkur gæfu og farsæld og ég horfi á það að Evrópusambandinu hefur þrátt fyrir allt tekist að tryggja sínum ríkjum trausta efnahagslega umgjörð með þokkalegum, varanlegum hagvexti, lágum vöxtum og lágri verðbólgu. Ég er þeirrar skoðunar að það muni verða mjög erfitt fyrir okkur að byggja Ísland upp á grundvelli gömlu krónunnar.

Ég tel að fyrir okkur séu valkostirnir þeir að fara inn í framtíðina með krónu í gjaldeyrishöftum annars vegar og hins vegar evru með lágum vöxtum og lágri verðbólgu og stöðugleika.

Þetta eru valkostirnir fyrir mér. Dagurinn er líka mikilvægur vegna þess að hann er stórt skref í að framfylgja samþykkt Alþingis um að fara í samningaviðræður við Evrópusambandið, gera samning og leggja hann fyrir þjóðina. Þetta er mikilvægur áfangi í því.“

Öll frétt MBL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég strengi þess heit að koma í veg fyrir þessa inngöngu,ég hef nauman tíma vegna aldurs,en ráð undir rifi hverju. Þá hafið þið það.

Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2010 kl. 01:57

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þetta eru vissulega mjög ánægjuleg tíðindi fyrir alla íslendinga. Hvort sem þeir átta sig á því eða ekki.

Jón Frímann Jónsson, 18.6.2010 kl. 02:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Andstæðingar Evrópusambandsins.

Einu sinni á ári fór bóndi nokkur í kaupstað og kom þá ætíð sauðdrukkinn heim með þessa yfirlýsingu:

"Ég er húsbóndi á mínu heimili!"

Aðra daga ársins minntist hann aldrei á þetta atriði, enda var hann engan veginn húsbóndinn á bænum, því húsfreyjan gegndi því hlutverki og ansaði aldrei þessu fyllerísrausi eiginmannsins.

Þorsteinn Briem, 18.6.2010 kl. 03:11

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Össur Skarphéðinsson lifir í fílabeinsturni ESB trúboðsins á Íslandi. Virðist algerlega staurblindur og heyrnarlaus á sína eigin þjóð en veður áfram í sjálfshóli og hroka sínum og yfirlæti.

Hann talar ævinlega niður til okkar ESB andstæðinga og lætur eins og við séum varla til og eins og margir sanntrúuðustu ESB sinnarnir gera ævinlega þá talar hann í þessum yfirlætistón: "Vér einir vitum" 

Eða hver skyldi annars vera hans þjóð. Fyrrverandi leiðtogi hans og svilkona ISG afneitaði þjóð sinni þráfaldlega þegar hún sagði  "að við værum ekki þjóðin" sem frægt varð. Hún hrökklaðist reyndar úr valdastólum og á aldrei afturkvæmt.

Auðvitað fagnar Össur mjög að nú hafi enn einn "sigurinn" unnist í ESB helförinni til Brussel. 

Fyrsti sigurinn var þegar honum tókst með naumindum að troða því í gegnum þingið að sótt skyldi um ESB aðild. Þvert á vilja meirihluta þingsins. 

Annar sigurinn er núna þegar þeir fá umsóknina samþykkta þó með semingi sé og það á sjálfum þjóðhátíðardegi þjóðarinnar, til mikillar gremju fyrir okkur ESB andstæðinga. En á okkur mátti alls ekki hlusta, því markmiðið er að hlusta ekki á okkur að neinu leyti og helst reyna að niðurlægja okkur sem mest þeir mega.

En stærsti sigurinn er samt sá að ESB sinnar þrátt fyrir fylgisleysið skuli hafa komist þó þetta langt og það gegn yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar.

En þó þið hafið unnið þessa orrustu þá er stríðið ekki búið. Þessi sigur Össurar reyndist vera Pýrrosar sigur og dýru verði keyptur því fylgið hefur hrunið af ykkur og málstaður ykkar er rjúkandi rústir.

Alveg eins og hjá Pýrrosi gamla þá mun annar svona Pýrrosarsigur gera útaf við ykkur.

Ætli Össur og þið verðið svona borubrattir þá þegar okkur andstæðingum ESB aðildar og þjóðinni hefur tekist að jarða þessa ESB umsókn fyrir fullt og fast !

Blóm og kransar verða afþakkaðir í þeirri jarðarför, en á krossinn á leiðinu verður ritað. "Hvíl í friði! 

Gunnlaugur I., 18.6.2010 kl. 09:44

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þegar Íslendingar kjósa sig inn í ESB verður fátt sem breytist á augabragði. Allt verður nánast við það sama nema að stjórnmálamann verða að horfast í augu við að EES samningurinn var alltaf þarna til grundvallar og nú geta þeir eitthvað haft um að segja hverning hann breytist frá einum tíma til annars. Passíva stjórnmálaþáttakan sem EES samningurinn felur í sér breytist í aktíva. Þetta verða ekki mjög sýnilegar breytingar frá fyrsta degi en mun í fyllingu tímans fá viðkvæðið: af hverju gerðum við þetta ekki fyrir lifandi löngu.

Gísli Ingvarsson, 18.6.2010 kl. 10:58

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Gísli.

Þetta er einungis þín óskhyggja.

Þessi staða mun aldrei koma upp.

Ísland og íslendingar muni kolfella innlimun lands okkar í þetta þungglammalega og gjörspillta stjórnkerfis- yfirraðabandalag sem heitir  ESB.

Gunnlaugur I., 18.6.2010 kl. 11:34

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þið hafið löngum verið miklir brandarakarlar, Jón Baldur Lorange og Gunnlaugur fyrsti, og STAÐREYNDIRNAR vefjast engan veginn fyrir ykkur.

Þetta eru sem sagt STAÐREYNDIR:


"Ísland og íslendingar muni kolfella innlimun lands okkar í þetta þungglammalega og gjörspillta stjórnkerfis- yfirraðabandalag sem heitir  ESB."

Og þetta segir maður sem hefur KOSIÐ að búa í Evrópusambandslandinu Spáni.

Þorsteinn Briem, 18.6.2010 kl. 12:54

8 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Íslendingar munu aldrei kjósa sig inn í ESB..

Charles Geir Marinó Stout, 18.6.2010 kl. 15:03

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Charles.

Þú hefur ekki glóru um það.


Hvernig væri að andstæðingar Evrópusambandsins héldu sig við STAÐREYNDIR?!

Þorsteinn Briem, 18.6.2010 kl. 15:36

10 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Veist þú það eitthvað frekar Steini ?

Charles Geir Marinó Stout, 18.6.2010 kl. 20:41

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Charles.

ENGINN VEIT ÞAÐ, eins og ég hef MARGSINNIS sagt hér, elsku kallinn minn.


Ekki frekar en hvaða tölur koma upp í næsta Lottódrætti eða hverjir verða heimsmeistarar í fótbolta í Suður-Afríku.

Hins vegar hef ég þá SKOÐUN að meirihluti íslensku þjóðarinnar og íslenskra fyrirtækja muni ekki slá hendinni á móti því að GRÆÐA STÓRFÉ á að vera í Evrópusambandinu þegar KOSIÐ verður hér um aðild Íslands að sambandinu.

Og mínar SKOÐANIR byggjast ALLTAF Á KÖLDU MATI Á FJÖLMÖRGUM ÞÁTTUM EN EKKI ÓSKHYGGJU, enda myndi ég aldrei eyða tíma í að berjast fyrir málstað sem ég teldi vonlausan.

Þess vegna hef ég ALLTAF haft rétt fyrir mér og Bíbí og stormurinn Styrmir hrósað mér margoft fyrir góða blaðamennsku.

Legðu fyrir, staðgreiddu það sem þig langar að kaupa og taktu ALDREI þátt í Lottóinu.

Þá mun þér farnast vel í lífinu.

Þorsteinn Briem, 18.6.2010 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband