22.6.2010 | 19:46
Össur: Cameron misskilur Icesave
Hinn nýi leiðtogi Breta, David Cameron segist ætla að nota aðildarviðræður Íslands og ESB sem verkfæri til þess að láta Íslendinga borga. En hafa Íslendingar ekki sagst ætla að borga?
Össur Skarphéðinsson svaraði Cameron í dag og á vef RÚV er að finna frétt um málið. Þar segir m.a.:
"Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir margítrekað af forystu Evrópusambandsins og framkvæmdastjórn þess að engin tenging sé milli Icesave og aðildarviðræðnanna. Hann gagnrýnir breska forsætisráðherrann fyrir að gefa sér ekki tíma til að semja um Icesave og telur að hann eigi eftir að sjá Breta beita sér gegn aðild Íslendinga að Evrópusambandinu. Cameron misskilji málið alvarlega telji hann að Íslendingar ætli ekki að borga."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þeir eru rammfalskir og mjúkir sem áll, meira að segja refurinn Össur sér ekki við þessum hippókrötum og telur hann sig þó með mestu eðalkrötum !
ESB affaratið hefur rækilega afhjúpað sjálfan sig !
Gunnlaugur I., 22.6.2010 kl. 20:30
Þetta er náttúrulega ekki rétt hjá Össuri þar sem að Bretar geta beitt Veto á aðild Íslands að ESB. Skil því ekki almennilega hvað hann er að spá með þessum síendurteknu ummælum.
Tengslin eru þessi, það hefur aldrei vafist fyrir manni.
sandkassi (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 22:10
Það getur hvaða ríki sem er innan ESB stoppað aðildarviðræðunar, af hvaða ástæðu sem er.
Íslendingar þurfa að boga Icesave, hvort sem að ESB aðild verður eða ekki.
Jón Frímann Jónsson, 22.6.2010 kl. 23:46
Jón Frímann er þá borgunarmaður !
Hafa Evrópusamtökin ekki misskilið eitthvað líka?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.6.2010 kl. 04:58
Vilhjálmur, hvernig væri nú að þið hættuð þessum bjánaskap og útúrsnúningum. Það er nefnilega staðreynd að það kemur ekkert uppbyggilegt útúr þessum útúrsnúningum hjá ykkur.
Það eina sem þið í raun boðið er eyðilegging og einangrun Íslands. Sem gæti alveg verið það sem þið eruð að leita eftir. Þar sem öfgahópar nota oft svona kreppur til þess sölsa undir sig lönd og einangra þau, með hörmungum fyrir íbúa viðkomandi lands. Það er til nóg af dæmum úr sögunni af slíkum hörmungum í kringum heiminn.
Reyndar er það þannig að þú Vilhjálmur ert staddur í ESB landinu Danmörku og þarft því ekkert að lifa við það sem þú predikar hérna á blogginu þínu um ESB.
Slíkt er oft kallað hræsni.
Jón Frímann Jónsson, 23.6.2010 kl. 05:06
Jón Frímann,
já og ég er atvinnulaus í ESB. Atvinnuleysið er meira í ESB og alvarlegra en á Íslandi.
Danska stjórnin er búin að taka enn meira af atvinnuleysingjunum og fátælingunum, til að halda uppi sýndarmennskunni í ESB. Þannig verður það líka með íslenska "aðalinn", þ.e.a.s. ef Ísland fær inngöngu. Það held ég að það sé borin von. En fyrst þá sjáum við stéttarmun á Íslandi!
ESB er engin sæla, hvorki fyrir meðalríki eins og Dani eða Súper ESB-ríki eins og Þýskaland og Holland. Af hverju heldur þú að ESB verði sæla fyrir Íslendinga?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.6.2010 kl. 15:06
Vilhjálmur, atvinnuleysið í Danmörku er lægra en á Íslandi. Eins og kemur vel fram hérna.
Atvinnuleysi á Íslandi er rúmlega 8% í dag, og mun væntanlega hækka þegar það líður fram á haustið og veturinn. Þar sem störfum fækkar yfirleitt á veturnar á Íslandi.
Annað hjá þér er ósvaravert bull sem enginn á að taka mark á.
Jón Frímann Jónsson, 23.6.2010 kl. 15:42
´Refurinn Össur´ passar fjári vel við þennan hættulega stjórnmálamann. Nú hlýtur honum að vera óglatt yfir að allur hinn stærri heimur viti það sem við vissum fyrir löngu og hann harðneitaði þar til hann varð blár í framan: ICESAVE-NAUÐUNGIN hefur ALLTAF verið beintengd við EU-FERLÍKIÐ.
Elle_, 23.6.2010 kl. 17:03
eru ekki fínar atvinnuleysisbæturnar í danmörku ?
Óskar Þorkelsson, 23.6.2010 kl. 17:05
Jón Frímann, þú heldur því fram að Ísland eigi að borga Icesave, hefuru einhverjar lagalegar forsendur fyrir því ?
Charles Geir Marinó Stout, 23.6.2010 kl. 17:52
Ég vitna hér í blog Lofts um lagalega ábyrgð;
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/991686/
Tilskipanir um rekstrarleyfi lánastofnana með höfuðstöðvar utan bandalagsins (ESB), einkum fyrsta tilskipun ráðsins (77/780/EBE) frá 12. desember 1977 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um stofnun og rekstur lánastofnana, gefa aðildarríkjum kost á að ákveða hvort og með hvaða skilmálum útibú slíkra lánastofnana fái leyfi til reksturs á yfirráðasvæði þeirra.
Þessi útibú njóta ekki annarrar málsgreinar 59. gr. ESB-sáttmálans um frjáls þjónustuviðskipti og ekki heldur ákvæða um athafnafrelsi í öðrum aðildarríkjum en þar sem þau hafa staðfestu.
Aðildarríki sem veitir slíkum útibúum rekstrarleyfi á því að geta ákveðið með hvaða hætti ákvæði þessarar tilskipunar taka til hlutaðeigandi útibúa í samræmi við 1. mgr. 9. gr. tilskipunar 77/780/EBE, með vernd innstæðueigenda og heilbrigði fjármálakerfisins í huga.
Tilskipun 77/780/EBE - Grein 9 - málsgrein 1: Aðildarríki skulu ekki gera kröfur til lánastofnana með höfuðstöðvar utan Evrópusambandsins, hvorki þegar þær hefja starfsemi né síðar, sem valda mildari meðhöndlun en þær lánastofnanir njóta sem hafa höfuðstöðvar innan Evrópusambandsins.
6. gr. 1: Aðildarríkin skulu sjá til þess að útibú, sem eru stofnuð af lánastofnunum með höfuðstöðvar utan bandalagsins (ESB), séu tryggð á þann hátt sem segir í þessari tilskipun. Ef svo er ekki geta aðildarríkin ákveðið að útibú, sem eru stofnuð af lánastofnunum með höfuðstöðvar utan bandalagsins (ESB), tengist starfandi innlánatryggingakerfi á yfirráðasvæði þeirra, sbr. þó 1. mgr. 9. gr. tilskipunar 77/780/EBE.
Þarna er skrifað að Bretar og Hollendingar bera megin ábyrgðina í þessu máli því þeir áttu að tryggja að Icesave yrði tengt innistæðutryggingum þeirra!
Hvergi er minnst á heimaland útibúanna hér Jón Frímann !!
Charles Geir Marinó Stout, 23.6.2010 kl. 18:06
Charles, Íslenska ríkið tryggði allar innistæður á Íslandi upp í topp. Gildir þá einu hvort að viðkomandi eigi 100 kr inná bankareiking eða 2 milljarða. Þetta er allt tryggt.
Á jafnréttisgrundvelli EES samningins, sem íslendingar eru löglega bundnir af frá gildistöku EES samningsins árið 1994 þá gildir þetta líka um erlendar innistæður íslenskra banka í útibúum þeirra erlendis.
Icesave var útibú, ekki dótturfélag og því er ábyrgðin íslensk.
Ég vona að þetta sé nógu einfalt fyrir þig.
Jón Frímann Jónsson, 23.6.2010 kl. 18:56
Þú hefur þann leiðinlega hæfileika að túlka allt eins og þér sýnist, þetta stendur þarna skýrum stöfum Jón og það er ekkert sem þú eða einhver annar getur túlkað eftir eigin höfði. Þessi drulla sem vellur upp úr þér er einstök.
6. gr. 1: Aðildarríkin skulu sjá til þess að útibú, sem eru stofnuð af lánastofnunum með höfuðstöðvar utan bandalagsins (ESB), séu tryggð á þann hátt sem segir í þessari tilskipun. Ef svo er ekki geta aðildarríkin ákveðið að ÚTIBÚ, sem eru stofnuð af lánastofnunum með höfuðstöðvar utan bandalagsins (ESB), tengist starfandi innlánatryggingakerfi á yfirráðasvæði þeirra, sbr. þó 1. mgr. 9. gr. tilskipunar 77/780/EBE.
Charles Geir Marinó Stout, 23.6.2010 kl. 19:28
Vonandi er þetta nógu EINFALT fyrir þig...
Charles Geir Marinó Stout, 23.6.2010 kl. 19:29
ENGU máli skiptir hvort Icesave var dótturfélag eða útibú. Fyrir þessu eru nægar heimildir og það frá FSA. Og geturðu ekki verið að brengla eða halda fram hlutum sem þú ekki veist. Það sem skiptir máli er að Icesave var með FASTA STARFSSTÖÐ (PHYSICAL PRESENCE) í Bretlandi og Hollandi. Við skuldum EKKI Icesave og höfum aldrei gert.
Elle_, 23.6.2010 kl. 19:32
Svarið mitt að ofan var ætlað Jóni Frímann. Sigurður Líndal, lagaprófessor:
Engin ríkisábyrgð: Sigurður Líndal - 1.
Engin ríkisábyrgð: Sigurður Líndal - 2.
Elle_, 23.6.2010 kl. 19:41
Jón Frímann kemst aldrei útúr ESB lágkúrunni og ESB þjónkuninni, af því að þannig þjónar hann grundvallar hagsmunum ESB apparatsins best.
Tilgangurinn einn helgar ESB eiturmeðalið !
Gunnlaugur I., 23.6.2010 kl. 21:22
Charles, svarið við vangaveltum þínum (þ.e. ef þér er alvara sem eg efast reyndar pínulítið um) um ,,utan bandalagsins" o.s.frv. er í raun einfalt en jafnframt etv. svolítið óvænt fyrir þeim sem lítið hafa pælt í EES samningum eða hugleitt hann.
Svarið er einfaldlega að í þessum skilningi og varðandi mál er tengist umræddri skuld - þá er telst Ísland formlega eða laga og reglugerðarlega ,,innan sambandsins"
þegar eg hef verið að spjalla um þetta við kunningja - þá hafa þeir yfirleitt orðið mjöög hissa og velt mikið vöngum. Komið þeim á óvart sem sagt.
Þetta atriði er alt tekið fyrir í EES samningnum sjálfum og neglt niður. En í sjálfu sér þarf þetta ekki að koma á óvart því EES svæðið er sameiginlegt svæði EFTA + ESB.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.6.2010 kl. 21:58
Og enn er farið með rangt mál í Icesave. Skringilega ALLTAF af þeim sem styðja EU-ferlíkið. Alain Lipietz og Arne Hyttnes:
Ekki skylt að bæta fyrir Icesave: Alain Lipietz.
Engin ríkisábyrgð: Arne Hyttnes.
Íslendingar skulda ekkert: Alain_Lipietz.
Elle_, 23.6.2010 kl. 22:07
Ísland er ekki Í ESB og þar af leiðandi er þetta ekki á okkar ábyrgð. Hvernig er ekki hægt að sjá það ? Ég skil svona heimsku ekki.
Charles Geir Marinó Stout, 23.6.2010 kl. 22:34
Nei, akkúrat, EES er allt annar samningur og önnur lög gilda. Það er bara logið fyrir Evrópubandalagsrukkarana.
Elle_, 23.6.2010 kl. 22:40
Charles, Ísland er í EES og hefur þar að leiðandi sömu lög og ESB ríkin varðandi bankaviðskipti. Þar sem umrædd lög voru rammalög frá ESB sem voru tekin upp í gengum EES samninginn.
Það kemur mér ekkert á óvart að þú vitir þetta ekki.
Elle hérna fer með rangt mál, eins og venjulega.
Gunnlaugur I, þú hefur ekki efni á svona talsmáta. Verandi búsettur á Spáni.
Jón Frímann Jónsson, 23.6.2010 kl. 22:57
Enn heldur sirkusinn áfram.. Enn og aftur, Ísland er ekki aðildarríki í ESB og þar af leiðandi er þetta ekki okkar sök og EES samningurinn kemur þessu varla við.
Þú ert að rengja mann sem kom að endurbótum þessara ákvæða Jón og ert því á mjög hálum ís. Þín viska er takmörkuð.
Charles Geir Marinó Stout, 23.6.2010 kl. 23:10
Komið þið sæl; Evrópusamtök - sem og, aðrir skrifarar og lesendur !
Ég mátti til; að koma Elle, félaga mínum í Þjóðarheiðri, til nokkurs liðs, gagnvart skeytasendingum Jón Frímanns, Skagfirðings;; hver hefir svo þrönga röranna sýn (1'' - 2'', eða er hún meiri ? - ekki illa meint), á viðfangsefni öll, að undrum hlýtur að sæta, að þau Andrés Pétursson og hans fólk, skuli ekki fá hamið, útúrsnúninga Jóns, sem og skenz hans, í garð fólks, almennt - sem dirfist, að vera andsnúið skoðunum Jóns Frímanns, á nokkurn hátt, yfirleitt.
Það; sem ég þekki til Elle, get ég vottfest, að hún fer ekki, með nokkurn tilbúning - né innihaldslaust skraut, fram á ritvöllinn, gott fólk, svo til haga sé haldið.
Með; kveðjum, engu að síður, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 23:10
Charles, Það skiptir ekki neinu máli í þessu samhengi. Ísland er aðili að EES (líka hérna um EES) og þaðan eru þessi lög komin, ásamt viðkomandi ábyrgð Íslands á þessum innistæðum.
Þessi lög náðu einnig til annara útibúa bankana á sínum tíma. Hinsvegar var hægt að gera þau upp án vandræða vegna þess að þeirra bankar voru ekki í nærri því eins mikilli vitleysu og Landsbankinn.
Þessi afneitun þín breytir ekki neinu um staðreyndir málsins.
Óskar, Ég er ekki skagfirðingur og ef þú hefur það ekki rétt. Þá ætla ég mér að stórefast um þekkingu þína öðrum hlutum sem tengjast alþjóðlegum málefnum.
Jón Frímann Jónsson, 23.6.2010 kl. 23:33
Aðeins þú getur rangtúlkað skrifuð lög eins og þú gerir hér. Afneitunin er aðeins þín megin félagi. þar sem Holland og Bretland "feiluðu" að koma icesave undir þeirra innistæðutryggingu er ábyrgðin þeirra og aðeins þeirra, lestu þér til um þetta laxmaður og komdu svo og skrifaðu hér, annars er ekki annað hægt en að hlægja að afneitunum og staðreyndaleysi frá þér.
Charles Geir Marinó Stout, 23.6.2010 kl. 23:44
Komið þið sæl; að nýju !
Jón Frímann !
Ég bið þig velvirðingar; á misminni mínu, um uppruna þinn, hér með.
En; um þekkingu mína, á alþjóðamálum, geta frændur mínir - sem og vinir og kunningjar vottfest, að sé þó til staðar, lítilsháttar.
Að minnsta kosti; tókst mér hálf partinn, að lesa mig, frá sjóninni, á aldursbilinu 16 ára, til tvítugs, og reyndar síðan, að nokkru.
Byrjaði þó; að fylgjast með Hádegisfréttum Útvarps, á sjöunda ári mínu (1965) heima á Stokkseyri - en vera kann, að ég sé svo mikill glópur samt, að þínu áliti, að hafa lítt, eða þá ekkert numið, af heimsins fræðum, þrátt fyrir þennan ára fjölda, sem að baki býr.
Reyndar; þókti ég liðtækur, í Landafræði- og Sögu greinum, sem og Málfræði, á yngri árum - þó svo; Stærðfræðin hafi oftlega vafist fyrir mér, að nokkru.
Ég vona; að þessi hógværa frásaga mín, skiljist lesendum og skrifurum öðrum, en þeim háæruverðuga Jóni Frímanni, hver; virðist sitja öruggu sæti, á Pýramída Stóra Sannleika síns, gott fólk.
Með; þeim sömu kveðjum, sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 23:46
Jón Frímann, ég hef haldið aftur af mér með stóryrðin gegn ömurlegum ´málflutningi´þínum lengi. Núna ætla ég þó að svara þér eins og þú gerir. Jón Frímann: Þú ferð með með rangt mál EINS OG VANALEGA. Veit ekki hvort þú er beinlínis að ljúga eða hvort þú veist ekki neitt. Kannski ættirðu að lesa um hvað þú ert að rugla eða þegja.
Elle_, 23.6.2010 kl. 23:48
Elle, Sannaðu að ég sé að fara með rangt mál. Ef þú getur. Ég krefst þess að þú komir með heimildir fyrir fullyrðingum þínum, að öðrum kosti lít ég svo á að þú sért að fara með markleysu.
Charles, Það ert þú sem ert að rangtúlka þessi lög. Enda er það svo að þetta álit íslendinga lítur hvergi sammælis erlendra lögspekinga og fræðinga í Evrópurétti. Ef að Icesave hefði verið dótturfélag, eins t.d Kaupþing Edge (það sem eftir stendur af vefsíðunni þeirra er hérna) þá hefði þetta ekki verið neitt vandamál. Hinsvegar var Icesave í útibúa forminu, og samkvæmt lögum og reglum ESB/EES þá er slíkt á ábyrgð heimalands höfuðstöðva viðkomandi banka. Í þessu tilfelli Landsbanks sem var með höfuðstöðvar sínar á Íslandi. Það er ennfremur ljóst að líklega vildi Landsbankinn ekki koma þessum innistæðum í sér dótturfélag, þar sem slíkt hefði þýtt meira eftirlit og erfiðara hefði verið að fjármagana höfuðstöðvanar á Íslandi með innistæðunum í Icesave eins og virðist hafa verið raunin með Landsbankan.
Af þessu leiðir ábyrgð íslendinga á þessum reikningum, sem samkvæmt lagabókstafnum töldust til innistæðna í Landsbankanum á Íslandi. Þó svo að útibúin væru staðsett í Bretlandi og Hollandi.
Þessa mánuðina stendur ESB í því að koma með nýtt kerfi, sem hefur það að markmiði að koma í veg fyrir aðra Icesave deilu í framtíðinni. Væntanlega verður þá stofnuð samevrópskt bankaeftirlit og samevrópskur sjóður til þess að taka á gjaldþrotum banka þegar þau eiga sér stað.
Íslendingar þurfa að borga þetta, og það þýðir lítið að þræta fyrir það.
Óskar, Ég nota internetið og fer hraðar yfir upplýsingar en þegar þú lest morgunblaðið hans Davíðs.
Jón Frímann Jónsson, 24.6.2010 kl. 00:40
ég var nú að tala um Alain Lipietz og Arne Hyttnes, eins og venjulega skoðar þú ekki það sem skrifað er og heldur áfram með niðurganginn þinn, þú greinilega hefur ekki mikinn lesskilning eða vilt ekki horfast í augu við staðreyndir, svo virðist líka að þú skiljir ekki ensku alveg nógu vel! Ég legg svo til að þú lesir þetta !!
Tilskipanir um rekstrarleyfi lánastofnana með höfuðstöðvar utan bandalagsins (ESB), einkum fyrsta tilskipun ráðsins (77/780/EBE) frá 12. desember 1977 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um stofnun og rekstur lánastofnana, gefa aðildarríkjum kost á að ákveða hvort og með hvaða skilmálum útibú slíkra lánastofnana fái leyfi til reksturs á yfirráðasvæði þeirra.
Þessi útibú njóta ekki annarrar málsgreinar 59. gr. ESB-sáttmálans um frjáls þjónustuviðskipti og ekki heldur ákvæða um athafnafrelsi í öðrum aðildarríkjum en þar sem þau hafa staðfestu.
Aðildarríki sem veitir slíkum útibúum rekstrarleyfi á því að geta ákveðið með hvaða hætti ákvæði þessarar tilskipunar taka til hlutaðeigandi útibúa í samræmi við 1. mgr. 9. gr. tilskipunar 77/780/EBE, með vernd innstæðueigenda og heilbrigði fjármálakerfisins í huga.
Tilskipun 77/780/EBE - Grein 9 - málsgrein 1: Aðildarríki skulu ekki gera kröfur til lánastofnana með höfuðstöðvar utan Evrópusambandsins, hvorki þegar þær hefja starfsemi né síðar, sem valda mildari meðhöndlun en þær lánastofnanir njóta sem hafa höfuðstöðvar innan Evrópusambandsins.
6. gr. 1: Aðildarríkin skulu sjá til þess að útibú, sem eru stofnuð af lánastofnunum með höfuðstöðvar utan bandalagsins (ESB), séu tryggð á þann hátt sem segir í þessari tilskipun. Ef svo er ekki geta aðildarríkin ákveðið að útibú, sem eru stofnuð af lánastofnunum með höfuðstöðvar utan bandalagsins (ESB), tengist starfandi innlánatryggingakerfi á yfirráðasvæði þeirra, sbr. þó 1. mgr. 9. gr. tilskipunar 77/780/EBE.
Hættu svo með þessa dellu sem þú virðist halda þig við, það mun bara gera þér gott að opna augun!!
Charles Geir Marinó Stout, 24.6.2010 kl. 00:48
Charles, Þetta á við fjármálafyrirtæki utan ESB/EES. Ísland er í EES og þar með hluti af innri markaði ESB, þar sem þessi lög gilda.
Eins og má sjá hérna (31 grein og áfram).
"Með útibúi er átt við starfsstöð sem að lögum er hluti af fjármálafyrirtæki og annast beint, að öllu leyti eða að hluta þá starfsemi sem fram fer hjá fjármálafyrirtækjum."
Jón Frímann Jónsson, 24.6.2010 kl. 01:26
Jón Frímann,
6. gr. 1: Aðildarríkin skulu sjá til þess að útibú, sem eru stofnuð af lánastofnunum með höfuðstöðvar utan bandalagsins (ESB), séu tryggð á þann hátt sem segir í þessari tilskipun. Ef svo er ekki geta aðildarríkin ákveðið að útibú, sem eru stofnuð af lánastofnunum með höfuðstöðvar utan bandalagsins (ESB), tengist starfandi innlánatryggingakerfi á yfirráðasvæði þeirra, sbr. þó 1. mgr. 9. gr. tilskipunar 77/780/EBE.
Þetta var ekki gert og eftirlitið með þessum Icesave útibúum var mjög ófullnægjandi og þess vegna er þetta á herðum þeirra.. Þetta á við um EES löndin líka !
Charles Geir Marinó Stout, 24.6.2010 kl. 01:52
Í Ransóknarskýrslu Alþingis stendur:
Þar undir fellur það sem samkvæmt tilskipunum Evrópusambandsins er nefnt eftirlit heimaríkis með starfsemi fjármálafyrirtækja erlendis í formi útibúa. Þrátt fyrir að það sé almennt svo samkvæmt reglum Evrópusambandsins, og þar með samkvæmt EES-samningnum, að
heimaríkið fari með eftirlit með starfsemi útibúa fjármálafyrirtækis í öðru aðildarríki er í þessum reglum kveðið á um tilteknar valdheimildir þess ríkis þar sem útibúið er staðsett, gistiríkis, til eftirlits og inngripa í starfsemi útibúsins.
En eins og flest allir vita, þá er Ísland hluti af regluverki ESB þegar kemur að fjármálamarkaðnum. Þess vegna er Ísland "innan" ESB en ekki "utan" þess.
Hér að ofan stendur að heimaríki á að fara með eftirlit banka sem eru með útibú í öðrum ríkjum ESB.
Ég skil ekki hvernig ekki er hægt að skilja þetta.
Jón Frímann fer hér með rétt mál. Fullkomlega.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 01:58
Það er nú varla að ég nenni að fara í þrasið um Icesave einu sinni aftur, en sumir eru bara tregir.
Dótturfélag eða útibú er bara leikur að orðum. Það sem skiptir máli er landfræðileg staðsetning starfseminnar.
Ef Icesave-(glæpa)starfsemin var í Bretlandi og Hollandi, með skrifstofu þar og starfsemin var rekin þar, telst reksturinn hafa fasta starfsstöð í löndunum og þar með falla undir lög gistiríkisins til jafns við aðrar fjármálastofnanir.
Það er staðsetningin sem skiptir máli, ekki skráning í Hagstofu viðkomandi landa.
Ef ég skilgreini mig sem jólatré verð ég ekki jólatré við það. Ég þarf fyrst að vera gerður úr viði og láta vaxa á mig greinar með grænum nálum.
Theódór Norðkvist, 24.6.2010 kl. 04:53
Theódór, Það er lagalegur eðlismunur á útibúi og dótturfélagi. Í öllum tilfellum voru dótturfélög á ábyrgð þeirra ríkja sem þau hýstu, ekki íslenskra stjórnvalda. Útibú hinsvegar voru á ábyrgð þeirra ríkja þar sem viðkomandi höfuðstöðvar bankans voru. Í tilfelli Landsbankans, Ísland.
Ég læt ekki pólitíska tækifærissinna blekkja mig svo einfaldlega.
Jón Frímann Jónsson, 24.6.2010 kl. 10:26
Auðvitað er þetta allt rétt sem Jón Fr. segir.
En til bæta við varðandi ,,utan/innan sambandsins" í textum þessu viðkomandi - þá er meir að segja farið sérstaklega í það í EES samningum sjálfum. Þ.e. sagt hvernig skilgreina beri slíkt orðalag varðandi EES svæðið. Að þá nái það yfir EFTA+ESB ríkin.
(Líklega hafa menn vitað alveg og þekkt í þaula Orðhengla-lögfræðiteóríu íslendinga og gert sér grein fyrir að þetta þyrfti að stafa niður á samninginn sjálfann.)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.6.2010 kl. 11:40
Ég læt ekki pólitíska tækifærissinna blekkja mig svo einfaldlega, skrifar Jón Frímann. Theódór er ekki pólitískur tækifærissinni þó þú líkl. sért það sjálfur. Og ekki fara nú að saka mig um það, er óflokksbundin. Það er undarlegt hvað þú kemst upp með af skítkasti í síðunni gegn þeim sem standa gegn EU ferlíkinu og Icesave.
Elle_, 24.6.2010 kl. 12:09
Stefán, enn og aftur það er hlægilegt að segja að Ísland sé "hluti" af regluverki ESB, reyndar er gert ráð fyrir EES ríkjum í þessum tilskipunum, þau eru ekki INNAN ESB og því er þetta ekki á OKKAR ábyrgð. það er ekki hægt að henda inn gæsalöppum og túlka þetta þannig. Jón Frímann fer ekki með rétt mál og enn og aftur les hann ekki það sem sett er hér fram, en heldur áfram að gelta. Spaugilegt allt saman. Ég nenni varla að vitna aftur í þessa tilskipun en skal gera það svo það setjist í hausinn á honum;
6. gr. 1: Aðildarríkin skulu sjá til þess að útibú, sem eru stofnuð af lánastofnunum með höfuðstöðvar utan bandalagsins (ESB), séu tryggð á þann hátt sem segir í þessari tilskipun. Ef svo er ekki geta aðildarríkin ákveðið að útibú, sem eru stofnuð af lánastofnunum með höfuðstöðvar utan bandalagsins (ESB), tengist starfandi innlánatryggingakerfi á yfirráðasvæði þeirra, sbr. þó 1. mgr. 9. gr. tilskipunar 77/780/EBE.
Charles Geir Marinó Stout, 24.6.2010 kl. 13:51
Charles Geir, eftirfarandi stendur á EES vefsetrinu;
Á næstu árum var talsvert fjallað um samvinnu eftirlitsstofnana og eftirlitsreglna innan EB og árið 1983 var sett tilskipun um eftirlit með lánastofnunum á samstæðugrundvelli2 (consolidated supervision) þar sem heimaríki var falið að hafa eftirlit með lánastofnun og öllum útibúum, en í samráði við eftirlit gistiríkis að því er útibú þar varðaði. Þessi tilskipun var síðan leyst af hólmi með nýrri tilskipun um sama efni árið 19923.
Þar stendur einnig:
Önnur bankatilskipunin frá 19894 um samræmingu á ákvæðum í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um stofnun og rekstur lánastofnana og um breytingu á tilskipun 77/780/EBE gerði verulegar breytingar á fyrstu tilskipuninni og má segja að hún hafi komið á sameiginlegum innri markaði byggðum á meginreglunni um eitt starfsleyfi og eftirlit heimaríkis. Síðar voru gerðar á henni breytingar með framangreindri tilskipun frá 1992, sem styrktu þá meginreglu enn í sessi. Tilskipunin hafði í för með sér breytingar á allri bankalöggjöf aðildarríkjanna sem og í þeim EFTA-ríkjum sem aðilar voru að EES. Nú skyldi gilda gagnkvæm viðurkenning á starfsleyfum og allt eftirlit var einfaldað um leið og sameiginlegar reglur voru settar um þær lágmarkskröfur sem gera þarf til lánastofnana.
Ég er ekki að skila þig Charles. Hvað er þá EES? Eru þá sérstakar reglur um EFTA ríkin? Segðu mér, hvar getur þú fundið fyrir mig reglur Banka á EFTA Svæðunum sem vilja starfa í ESB?
Ég hélt að EES byggi á því að EFTA ríkin tækju upp ákveðnar tilkskipanir ESB til að taka þátt í innri markaði ESB á jafnréttisgrundvelli. Er þetta rangt hjá mér? Eru EFTA ríkin að taka upp aðrar tilskipanir og þá þær sem eru ekki á jafnréttisgrundvelli?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 14:27
"Íslendingar þurfa að boga Icesave, hvort sem að ESB aðild verður eða ekki."
Aftur og enn (örugglega í 20. skipti á þess að fá svar) spyr ég sjálfsskipaða Icesavesérfræðinga moggabloggsins:
MEÐ HVERJU Á AÐ BORGA ÞENNAN FÁRÁNELGA REIKNING!
Merkilegur fjandi hvað menn verða tregir þegar kemur að því að svara þessari einföldu spurningu...
Haraldur Rafn Ingvason, 24.6.2010 kl. 18:12
Skuldin greiðist samkv. samningi um 80-90% með eignum hins fallna banka og afgangurninn greiddur á mörgum árum þar sem allskyns hámörk eru til staðar þannig að ekki verði um árlega greiðsluupphæð að ræða sem verður þjóðarbúi til vandræða.
Farið ítarlega í greiðslufyrirkomulag í samningi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.6.2010 kl. 18:24
"8. Tilvísanir til yfirráðasvæða
Þegar gerðirnar sem vísað er til hafa að geyma tilvísanir til yfirráðasvæðis „bandalagsins“ eða „sameiginlega markaðarins“ ber að líta svo á, að því er samninginn varðar, að þær séu tilvísanir til yfirráðasvæða samningsaðila samkvæmt skilgreiningu í 126. gr. samningsins."
http://www.utanrikisraduneyti.is/samningar/ees/Bokanir//nr/2068
126.gr. "1. Samningurinn gildir á þeim svæðum sem stofnsáttmáli Efnahagsbandalags Evrópu og stofnsáttmáli Kola- og stálbandalags Evrópu taka til, með þeim skilmálum sem þar eru settir, og á yfirráðasvæðum Lýðveldisins Austurríkis, Lýðveldisins Finnlands, Lýðveldisins Íslands, Furstadæmisins Liechtensteins, Konungsríkisins Noregs, Konungsríkisins Svíþjóðar og Ríkjasambandsins Sviss"
http://www.utanrikisraduneyti.is/samningar/ees/EESSamningur//nr/1737
Hope it helps.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.6.2010 kl. 18:31
Enginn veit hvers virði fallni bankinn er, sú áhætta er öll á Íslendingum. Það segir ýmislegt að ekki er vilji til að taka hann upp í meinta skuld á "matsverði þessara 80-90%".
Hvað voru þetta aftur mörg hundruð milljarðar í allt sem afla þarf í erlendum gjaldeyri með útflutningi á íslenskum afurðum - og verða þá ekki notaðir í annað? Talan 40 milljarðar á ári í afborganir og vexti klingir í hausnum á mér... sem er ofan á allt annað!
Til að setja þetta í samhengi:
"Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 54 milljörðum króna á fyrri helming ársins 2009, samanborið við rúmlega 45 milljarða yfir sama tímabil 2008.... Verðmæti þorskafla var um 19 milljarðar..."
Heimild: Hagstofan (hvet menn til að fylgja tenglinum að ofan til að sjá þessar upphæðir)
Því spyr ég enn, MEÐ HVERJU Á AÐ BORGA ÞENNAN FÁRÁNELGA REIKNING!
Haraldur Rafn Ingvason, 24.6.2010 kl. 19:08
Tengillinn klikkaði eitthvað hér er annar sem virkar vonandi
Haraldur Rafn Ingvason, 24.6.2010 kl. 19:13
Haraldur, Verðmæti CCP er talsvert meira en verðmæti skipa á Íslandi. Án ESB aðildar þá munu íslendingar tapa hátæknistörfum eins og CCP og hugsanlega fleiri fyrirtækjum frá Íslandi.
Tapið af því er slíkt að það mundi skaða efnahag Íslands ef slíkt gerðist. Þess vegna er ESB aðild Íslands nauðsynleg og einnig upptaka evru í kjölfarið. Þar sem að ESB aðild Íslands snýst um fleira heldur en bara fisk og kjöt.
Jón Frímann Jónsson, 25.6.2010 kl. 05:25
Jón minn, ég var að tala um aflaverðmæti, þ.e. hve mikil verðmæti eru sótt í sjávarútvegi landsmanna. Heildarverðmætin árið 2008 voru um 100 milljarða, og 54 milljarðar á fyrri helmingi ársins 2009!!!
Þetta eru tekjur sem skapa gjaldeyri - nánar tiltekið það sem þarf til að borga þessa meintu skuld.
Þetta er sett framt til að setja spurningu mína í smá samhengi því í mínu bókhaldi þarf að afla tekna (gjaldeyris í þessu tilviki) til að geta greitt daglegan rekstur og skuldir.
Því spyr ég enn, MEÐ HVERJU Á AÐ BORGA ÞENNAN FÁRÁNLEGA REIKNING!!!
Á kannski að taka lán...
Haraldur Rafn Ingvason, 25.6.2010 kl. 09:12
Haraldur: Icesave skuldin er lán. Er það eitthvað nýtt í umræðuna að þetta er kanski lán?
Ég er 8 mánuði á ári á sjó. Ekki get ég séð að það hafi skilað landinu einhverju af viti að fá allan þennan gjaldeyri inn í landið. Það er bruðlað með hann á hægri og vinstri. Ekki get ég heldur séð stuðning við þá sem eru að sækja gjaldeyristekjurnar fyrir þig og aðra. Ekki var mikill stuðningurinn við sjómenn þegar ákveðið var að afnema sjómannaafsláttinn.
Ég vil borga Icesave með þeim gjaldeyristekjum sem ég skapa.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 13:11
Icesave er ekki lán, Icesave er ekki OKKAR skuld. Sættu þig við það. Þú höfum fengið nóg af rökum frá hinum ýmsu lagaprófessorum og sérfræðingum í Evrópurétti. Við borgum ekki þessa fáránlegu og ólögvörðu innheimtu. Viljir þú það, gerir þú það sjálfur.
Elle_, 25.6.2010 kl. 19:21
Við höfum fengið nóg af rökum, átti þetta að vera.
Elle_, 25.6.2010 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.