Leita í fréttum mbl.is

Fálkinn týnir fjöðrunum!

DVDV greinir frá því í dag að þungaviktarmenn innan Sjálfstæðisflokksins hafi sagt sig úr flokknum, eftir hina fordæmislausu niðurstöðu landsfundar flokksins, þar sem samþykkt var að draga beri umsóknina að ESB til baka.

DV skrifar: "Séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur, hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum eftir 63 ára starf með flokknum. Hann staðfestir þetta í samtali við DV og segist hafa sagt sig úr flokknum vegna óánægju með Evrópustefnuna sem samþykkt var á landsfundi flokksins fyrir viku.

Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra, hefur einnig sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum í kjölfar samþykktar landsfundarins. Einar telur að samþykkt landsfundarins um að slíta beri viðræðum um aðild Íslands að ESB hreki áhugafólk um Evrópusamstarf úr flokknum og hann verði smám saman jafn stór öðrum hægriflokkum í nágrannalöndunum."

Það fækkar s.s. fjörðum fálkans!

Öll frétt DV


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta eru örfáir aldraðir villuráfandi sauðir, engar fjöldauppsagnir. 

Þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi hingað til verið gegn ESB aðildinni, þá fagna ég því að burðarflokkur íslenskra stjórnmála skuli taka afgerandi og skýra afstöðu gegn ESB innlimun landsins okkar fagra.

Ég held að þvert á móti að þá felist heilmikil sóknarfæri í þessu fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þar sem hann er afgerandi að taka forystuna af VG í andstöðunni við ESB innlimun.  

Til dæmis þá virðast vera mun fleiri ESB andstæðingar innan Samfylkingarinnar sjálfrar heldur en þessir örfáu stuðningsmenn ESB sem funndist hafa innan Sjálfstæðisflokksins.

U.þ.b. 1/3 hluti stuðningsmanna Samfylkingarinnar virðist alls ekki styðja flokksforystuna í þessum ESB herleiðangri. 

Það á því eftir að tætast enn meira af fylgi Samfylkingarinnar vegna ESB þrjóskunnar, því augljóslega geta margir hugsandi menn þar á bæ ekki hugsað sér að fylgja Össuri og Co fram af ESB hengifluginu. 

Það væri því miklu nær að fara að tala um skoðanaágreininginn innan Samfylkingarinnar og klofninginn sem þar er kominn í ljós vegna ESB umsóknarinnar. 

Því eindrægninn og samhljómurinn er alls staðar miklu meiri og sterkari meðal stuðningsmanna allra annarra flokka og þá á ég auðvitað við eidrægnina í ESB andstöðunni.

ESB umsóknin er algerlega dauðadæmd og andvana fædd. 

Því fyrr sem forystumenn Samfylkingarinnar átta sig á þeirri staðreynd, því betra verður það fyrir land okkar og þjóð og reyndar þá sjálfa líka.

Gunnlaugur I., 3.7.2010 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband