Leita í fréttum mbl.is

Siv Friðleifs ósátt við Gunnar Braga og ESB-tillögu hans

Siv FriðleifsdóttirEyjan greinir frá: "Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er ósátt við tillögu sem Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður flokksins, hefur lagt fram, um að draga beri umsókn Íslands um aðilda að Evrópusambandinu til baka.

„Ég er mjög ósammála þeirri tillögu. Ég studdi það á síðasta sumri, í anda samþykktar á flokksþingi okkar, að Ísland sækti um aðild og að þjóðin fái að greiða atkvæði um samninginn. Það var meirihluti fyrir því á þingi í fyrra, en ég veit ekki hvað gerist í haust, sagði Siv í síðdegisútvarpi Rásar 2, en hún var þar ásamt Eyþóri Arnalds, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og félaga í Heimssýn."

Öll frétt Eyjunnar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er orðinn viðsnúningur hjá Framsókn í afstöðunni til ESB. Sértaklega í grasrótinni en einnig líka meðal nýrra þingmanna flokksins. 

Andstaða óbreyttra Framsóknarmanna mælist vel yfir 70% og hátt í 90% ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem afstöðu taka.  Það eru aðeins svona ein og ein jarmandi ESB eftirlegusauðkind eins og Siv Friðleifsdóttir, sem enn heldur að hún sé á gjöf í ESB fjárhúsinu hans Halldórs Ásgrímssonar og jarmar enn eftir því.

Þetta á reyndar ekki bara við Framsóknarflokkinn, því andstaðan hefur eflst gríðarlega í öllum flokkum og er yfirgnæfandi, líka meðal þeirra sem engan flokk segjast styðja.

Þá undanskil ég Samfylkinguna en meir að segja þar er andstaðan að eflast og efinn að ná tökum á hluta flokksmanna og ESB aðild nýtur nú aðeins stuðnings 67% stuðningsmanna flokksins, en hátt í 20% eru andsnúnir aðild og 13% eru ekki vissir eða alla vegana efins.

Þannig er þessi rándýra ESB umsókn í raun dauðadæmd, andvana fædd og gerir ekkert annað en að ergja þjóðina og splundra nauðsynlegri samstöðu hennar um þjóðþrifamál sem blasa við.  

Gunnlaugur I., 3.7.2010 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband