Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Gunnarsson: Þrælabúðir krónunnar

Guðmundur GunnarssonGuðmundur Gunnarsson er ekkert að skafa af því á Eyjunni er hann skrifar:

"Ekkert land í Evrópu hefur orðið fyrir jafnmiklu kerfistjóni og Ísland, það er vegna hruns krónunnar. Ekkert Evruríki hefur orðið fyrir jafnmiklu tekjutapi og hér, það er vegna hruns krónunnar. Tekjustofnar ríkissjóðs hafi hrunið um tugi prósenta og er í raun stærsta vandamálið sem Alþingi þarf að glíma við. Ísland er rúið efnahagslegu trausti, það er vegna krónunnar.

Ef þjóð býr við stöðuglan gjaldmiðil verður rekstur fyrirtækja og hins opinbera reistur á traustum grunngildum í stöðugu umhverfi og leiðir jafns vaxtar og skapar störf. Þetta blasir við okkur ef við lítum t.d. til Danmerkur, og það er vegna þessa að þjóðir leita inn í ESB og til að tryggja fullveldi sitt. Það rekur engin fyrirtæki til langframa með bókhaldsblekkingum – Ebita blekkingum.

Íslenskt atvinnulíf getur ekki endurfjármagnað sig, það er vegna krónunnar. Lönd sem eru með Evru eru ekki í sömu vandræðum. Hvergi á norðurlöndunum eða í vestan-verðri Evrópu hefur kaupmáttur fallið eins mikið og hér, það er vegna hruns krónunnar.

Vextir hér eru hærri vegna krónunnar. Vextir leiða til hærra verðlags. Óstöðugur gjaldmiðill leiðir til enn hærra verðlags. Það eru aðstæður og skilyrði sem ákvarða hvort fyrirtæki vaxa og dafna. 25% af launum íslendinga fara í aukakostnað vegna krónunnar. Til þess að hafa svipuð laun og annarsstaðar á norðurlöndunum þurfum við að skila 25% lengri vinnuviku."

Lesa meira hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Verðlag er ekki óstöðugt nema af þeirri augljósu ástæðu að peningar eru falsaðir í bankakerfinu með hörmulegum afleiðingum.

Hefur lítið sem ekkert að gera með krónuna.

Vilhjálmur Árnason, 3.7.2010 kl. 21:44

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Guðmundur Gunnarsson verkalýðsforstjóri og sjálfkjörinn Elítumaður í ASÍ skrifar hvern langhundinn eftir annan til að nýða niður krónuna og dásama lystisemdir evrunnar og ESB kerfisins.

Margt af því sem hann fullyrðir í grein þessari stenst enga skoðun enda nefnir hann engar tölur eða aðrar röksemdir því til stuðnings.

Það hefur einmitt hið þveröfuga verið að koma í ljós að í samanburði við helstu kreppulönd Evrópusambandsins þá er Ísland að standa sig miklu betur og að rétta við miklu fyrr, heldur en þessi ESB lönd. 

Þetta hafa þeir vitnað um nýlega hagfræði nóbelsverlaunahafarnir Dr Stiglitz og Paul Krugman.   

Það sama segja helstu sérfræðingar AGS.

Þessir aðilar telja að krónan sé að standa sig vel og sé okkar helsta hjálpartæki við að vinna okkur útúr kreppunni. Sjálfstæði og fullveldi landsins geti líka brugðist skjótar við en þungglammalegt skrifræðisbákn ESB getur nokkurn tímann gert.

En Guðmundur Gunnarsson verkalýðsforstjóri þykist alltaf vita betur enda sjálfsagt á vegum ASÍ Elítunnar búinn að fá að fara í ófáar lúxusboðsferðirnar til Brussel þar sem hann hefur upplifað alla dýrðina algerlega frítt á 5 stjörnu lúxushótelum ESB Elítunnar og með fulla dagpeninga að auki.

Hvað þykist þessi milljón króna ASÍ Elítukall, verkalýðsforstjóri og ESB aftanóssi geta verið að tjá sig um líf og kjör alþýðufólks.

Hans æðsti draumur með ESB aðild er sjálfsagt sá að geta komist í æviáskrift hjá hinu sjálfskipaða Verkalýðsmálaráði ESB elítunnar en þar hefur einmitt verið plantað svona silkihúfum eins og Guðmundi Gunnarssyni.

Þá geta þessir snillingar verið á stóra spenanum í Brussel það sem eftir er ævinnar á svona 3svar sinnum hærri launum en þessi eina skitna milljón sem hann hefur í mánaðarlaun dag og svo í ofanálag með fulla dagpeninga ferðastyrki og ýmsar aðrar lúxussporslur, s.s. himinháar eftirlaunagreiðslur til dauðadags.

Til að bæta gráu ofan á svart hefur þetta lið eins og öll Brussel hirðin komið því þannig fyrir að öll þeirra himinháu laun, sporslur og eftirlaun eru algerlega skattlaus.

Þeir greiða hvorki skatt til ESB apparatsins né til heimalanda sinna.

Er furða að ASÍ elítan berjist fyrir ESB aðild og það í andstöðu við mikinn meirihluta sinna félagsmanna.  Hún virðist því einungis vera að gera það til þess að koma sér og sinni ASÍ Elítu hjörð á ESB jötuna hjá þessu svokallaða Verkalýðsmálaráði ESB apparatsins. 

En eins og annað sem þessar liðleskjur ASÍ elítunnar hafast fyrir stafni þá verður það allt látið heita að það sé gert fyrir og í nafni alþýðunnar á Íslandi, auðvitað !  

Muniði eftir byltingu dýranna á ANIMAL FARM og feitu svínunum þar !

Íslenska ASÍ ELÍTAN minnir alltaf meira og meira á þá feitu og spilltu svínahjörð !

Gunnlaugur I., 4.7.2010 kl. 08:33

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er mjög sammála Guðmundu Gunnarssyni formanni RSÍ.  Hann talar heint út og veit líka mjög vel hvað hann er að tala um.

Hans orðum á svo sannarlega að veita athygli og í skrifum hans er að finna þann bitra sannleika um samfélagið okkar, sem hægri öfgaelitan ásamt framsóknarafturhaldið vill ekki á sjáist á prenti.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.7.2010 kl. 16:02

4 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Það eru tvær hliðar á krónunni, Þorskurinn annars vegar og þursinn hins vegar. Hagfræðingarnir sjá þá hlið sem að þeim snýr en við sem búum hér á landi og erum að súpa hið beyska seyði af hruninu sjáum hina hliðina. Og sú hlið er inntak greina Guðmundar.

Við sem búum hér á landi þurfum enga hagfræðinga til að segja okkur hvað krónan er að gera okkur. Við finnum það sjálf á buddunni um hver mánaðarmót. Ef krónan er að "vinna sitt verk" þá er það níðingsverk.

Guðjón Eiríksson, 4.7.2010 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband