Leita í fréttum mbl.is

Andi hinnar upplýstu umræðu?

MBLÞað er með eindæmum að lesa sumar aðsendar greinar í Morgunblaðinu um Evrópumál. Rangfærslurnar og útúrsnúningarnir eru með ólíkindum.

Eins slík grein birtist í dag og er eftir Gústaf Adolf Skúlason, smáfyrirtækjaeiganda. Grípum niður í grein hans, þar sem hann segir þetta:

"Umsóknarferlið er því ekkert annað en pólitískt spil stórvelda, þar sem tekist er á um Ísland, auðlindir landsins og eigur landsmanna." Og þetta:

"Ríkisstjórnin einblínir svo á inngönguna í ESB-klúbbinn, að orkuauðlindir landsmanna, fiskur hafsins, fyrirtæki og menning duga varla sem aðgangseyrir."

Svo virðist sem Mogganum sé alveg sama þó blaðið birti greinar þar sem sannleikurinn er aukaatriði og menn geta bara sagt það sem þeim dettur í hug!

Þetta virðist vera sá raunveruleiki, sem hið (einu sinni) borgaralega dagblað, Morgunblaðið, ætlar að miðla okkur, þó að um grein einstaklings sé að ræða. Er þetta í anda upplýstrar umræðu?

Ekki kæmi á óvart að það birtust greinar í Morgunblaðinu þar sem staðhæft er að jörðin sé flöt!

Og að lokum, Gústaf: Þú þarft hvorki að vera hræddur um orkuna, fiskinn, eignir þínar eða menningu, Svíar éta enn sínar kjötbollur, Finnar dansa sinn tangó og Þjóðverjar klæðast leðurbuxum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Mikið hvað þið getið nú verið yfirlætislefir þegar þið státað ykkur og helstu stuðningsmenn ykkar um af að skrifa  alltaf "í anda hinnar upplýstu umræðu"

Ætli Steini Briem og Jón Frímann með öll fíflin og fábjánana og sitt margítrekaða fasistatal um okkur andstæðinga ESB aðildar sé lýsandi dæmi um þannan "anda hinnar upplýstu umræðu".

Auðvitað geta menn leyft sér að hafa miklar efasemdir um stjórn okkar á eigin fiskimiðum og öðrum auðlyndum gangi landið okkar í ESB, það er hárrétt hjá Gústaf.

En hjá ykkur er það bara merki um óupplýsta umræðu af því að hún fellur ekki að ykkar óskeikula ESB rétttrúnaði

Hingað til er hægt að hrekja flest af þeim dýrðarljóma sem þið hafið reynt að sveipa ESB apparatið í.  Flest af því er hrunið eins og spilaborg enda fylgið við ESB aðild nú á algjöru lágmarki.

Gunnlaugur I., 4.7.2010 kl. 11:53

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur fyrsti.

Þú hefur KOSIÐ sjálfan þig mesta hálfvitann á Moggablogginu, þar sem þú hefur KOSIÐ að búa í Evrópusambandslandinu Spáni.

Þorsteinn Briem, 4.7.2010 kl. 13:41

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

2.7.2010 (í fyrradag): "Bandaríski lögfræðingurinn Lee Buchheit fer fyrir íslensku samninganefndinni. Auk hans skipa nefndina Guðmundur Árnason og Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjórar fjármálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis, ásamt Jóhannesi Karli Sveinssyni lögmanni og Lárusi Blöndal lögmanni, sem tilnefndur er af stjórnarandstöðuflokkunum sameiginlega."

Icesave samningar halda áfram

Þorsteinn Briem, 4.7.2010 kl. 13:57

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Morgunblaðið var alltaf óopinbert flokksmálgagn Sjálfstæðisflokksins. Hinsvegar gátu ritstjórarnir leyft sér að flytja fjölbreytta umræðu á 9. áratugnum þegar blaðið var einrátt á markaði. Nú hefur Mbl misst einræði sitt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur breytt svo um ímynd að nú þarf harðan áróðurssnepil til að leggja fram hina nýju línu til flokksmanna. Það eru þeir sem lesa blaðið fyrst og fremst því mér og fleirum hefur verið ofboðið og ekki lengur áskrifendur. Ég sakna gamla moggans og sé ekki að Fréttablaðið komi alveg í staðinn. Finnst þó að það ætti að vera vandalítið að gera betur í Fréttablaðinu.

Gísli Ingvarsson, 4.7.2010 kl. 14:06

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gústaf Adólf var síðast á ferðinni í íslenskum fjölmiðlum þegar hann fékk birta mynd af sér við hlið Davíðs Oddssonar.

Tilefnið var að Gústaf var formaður félags smáatvinnurekenda í Svíþjóð og kom hingað færandi hendi: með formann alheimssamtaka (eða Evrópu - ég man hvort var) smáatvinnurekenda. Sá frómi maður lýsti því yfir að Davíð vekti alheimsaðdáun smáatvinnurekenda sökum hins mikla árqngurs sem stefna hans hefði náð. Þetta var að vísu fyrir Hrun.

Gústaf er skemmtilega dramatískur í málflutningi sínum: allt fer í hendur erlendra aðila. Gústaf býr í Svíþjóð og getur því frætt okkur um það sem þeir hafa tapað á ESB aðildinni.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.7.2010 kl. 14:07

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

RÚV 1.7.2010:

"Nokkuð athyglisvert er að innan við helmingur svarenda telur sig þekkja vel kosti og galla ESB aðildar og viðurkennir fjórðungur mikið þekkingarleysi.

Þá kemur fram að fólk treystir innlendum fjölmiðlum fremur illa til að fræða sig um kosti og galla aðildar. Aukinn meirihluti þjóðarinnar segist þó helst vilja fá upplýsingar um þá kosti og galla í umræðu- og heimildarþáttum í útvarpi og sjónvarpi."

Þorsteinn Briem, 4.7.2010 kl. 14:17

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

Steini Briem mættur með sinn hroka og yfirlæti og ekki vantar það  "að andi hinnar upplýstu umræðu" flæðir yfir hann, kallandi mig "MESTA HÁLFVITANN" á Moggablogginu. 

Auk þess sem skoðanir mínar séu marklausar af því að ég búi í ESB ríki. Hvernig verður þá ef Ísland gengur í ESB má þá enginn rödd þar heyrast sem andmælir þessu ESB apparati, eða verður kanski bara öll þjóðin sjálfkrafa marklaus við það að ganga þessu guðdómlega yfirráða bandalagi á hönd.

Innlegg Hjálmtýrs V. Heiðdal hér að ofan lýsir eins og vant er þessa dagana af þvílíkri fýlu og spælingum, því hann er farinn að átta sig á því að ESB trúboðið hans er andvana fætt og Ísland mun aldrei samþykkja aðild af þessum ólýðræðislega og gjörspillta yfirráðabandalagi ESB.

"Andi hinnar upplýstu umræðu" lýsir heldur ekki beinlínis af commenti hans þegar hann ræðst af heift að Gústafi Adolf og hans skoðunum og búsetu líka.

Mér sýnist helst að nú eftir að málstaður og fylgi ykkar ESB sinna hefur allur meira og minna fokið útí veður og vind að þá hafi því miður þær systur heiftin og heimskan haldið innreið sína og að: 

 "Fjandi hinnar óupplýstu umræðu" hafi náð öllum tökum á ykkur.

Gunnlaugur I., 4.7.2010 kl. 14:33

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nú er fólk eins og Gunnlaugur l orðið verulega hrætt, talar um fífl og asna út um allt og formælir öllu sem tengist ESB, en það er þó eitt sem skortir alveg í umræðuna og það er skynsamleg og yfirveguð rök.

Ég fæði það sóttlétt að vera kölluð fífl af fólki eins og Gunnlaugi l. Í raun er það bara heilmikið hól í mín eyru, ef þeirra bull og sætingur skipir þá yfir höfuð einhverju máli. 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.7.2010 kl. 15:56

9 Smámynd: Gunnlaugur I.

Heyrðu mig nú mín kæra frú Hólmfríður frá Hvammstanga.

Þú misskilur þetta all herfilega því að aldrei kallaði ég þig eða neinn annann: "fífl, fábjána, asna eða hálfvita" hvað þá "FASISTA".

Enda hafði ég þessa ótrúlegu ósvífnu orðaleppa og svívirðingar beint eftir helstu agentum ESB trúboðsins á Íslandi þeim Jóni Frímanni og Steina Briem og voru orð þeirra því skáletruð og höfð í "gæsalöppum".

Þetta eru orðaleppar og svívirðingar sem þeir sjálfir hafa opinberlega marg oft notað um mig og marga þá aðra sem standa gegn ESB innlimun Íslands og fyrir okkur sem viljum verja fullt sjálfstæði og fullveldi íslensku þjóðarinnar.

Ég hélt reyndar að þú værir heldur heiðarlegri í málflutningi þínum þó svo að við værum oftast ósammála, en ef það hentar þér sérstaklega núna þegar málefnastaða ykkar ESB sinna er knöpp, að klína þessum óþverra skít frá þínum ESB aftaníossum yfir á mig þá verði þér að góðu með það ! 

Fólk sem er hinns vegar ekki alveg forritað af ESB trúboðinu og les allan textann og það sem á undan hefur farið, sér auðvitað að þú ferð með þvílík öfugmæli og vitleysur sem gera ekkert annað en að skaða slæman ESB málstaðinn enn meira og má hann nú ekki við miklu eins og sakir standa.

Vonandi læknastu einhvern tímann af þessari hryllilegu ESB veirusýkingu frú Hólmfríður.

Gunnlaugur I., 4.7.2010 kl. 17:41

10 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Og hugsið ykkur bara að við höfum þetta allt saman og þurfum ekki aðild að ESB til að geta borðað kjötbollur dansað tangó eða klæðst leðurbuxum....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.7.2010 kl. 18:04

11 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Gunnlaugur 1 og Steini Briem. Þetta skítkast ykkar á milli er fyrir löngu komið út í öfgar og er flestum, ef ekki öllum til ama. Auðvitað getur Gunnlaugur verið á móti ESB þótt hann búi á Spáni. Stein Briem er duglegur við að miðla hér alls konar fróðleik sem hægt er að rekja og er það vel. En hættið þessu skítkasti báðir tveir fyrir alla muni.

þar sem að ég hef ekki lesið grein Gústafs í heild sinni

ætla ég ekki að tjá mig nema um það sem vitnað er í hér fyrir ofan. Þarna virðist Gústaf beita tilfinningarökum en hirðir lítið umstaðreyndir.

Kannski ég reyni að komast yfir eintak af MBL og lesa greinina.

Efast samt um að ég nenni því.

Guðjón Eiríksson, 4.7.2010 kl. 18:15

12 identicon

Sammála síðasta ræðumanni.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 19:05

13 Smámynd: Gunnlaugur I.

Takk fyrir síðustu skrifarar, en hvað með hana frú Hólmfríði sem greinilega misskyldi alla hluti.

Ég ætla ekki að jafna mig við svívirðingarnar og orðaleppana hans Steina Briem og eða Jón Frímanns þó svo við deilum.

Þar er hafsjór þar á milli !

Gunnlaugur I., 4.7.2010 kl. 19:37

14 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér finnst þeir sem búa í Sbíðþjóð og á Spáni eigi að flytja okkur fréttir af því sem þar gerist. Það gæti verið fengur af því. Mig grunar þó að viðkomandi sem hér eru til umræðu fylgist ekki vel með. Það er amk ekki hægt að skilja af málflutningi þeirra. Því er ekki við öðru að búast en að við fáum bara skítkast þaðan sem erum á öðru máli um ESB aðildarviðræður.

Gísli Ingvarsson, 4.7.2010 kl. 20:08

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

2.7.2010 (í fyrradag):

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum
(VSV) "nýtti sér lagaheimild til að færa reikninga sína í evrum frá og með árinu 2008.

Aðalfundur samþykkti nú að skrá hlutafé félagsins í evrum og að í kjölfarið yrði greiddur út 18% arður í evrum.

Eigið fé VSV var tæplega 30 milljónir evra í lok árs 2009 og eiginfjárhlutfall tæp 33%. Ef sömu reikningar félagsins hefðu verið færðir í íslenskum krónum væri eigið fé þess neikvætt um 872 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið neikvætt um 8,7%."

Hagnaður Vinnslustöðvarinnar 900 millj. kr. í fyrra

Þorsteinn Briem, 4.7.2010 kl. 20:25

16 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Gunnlaugur 1.

Hvað Jón Frímann varðar vil Ég bara segja þetta:

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Hólmfríður verður bara að eiga það við sjálfa sig ef hún er eitthvað móðguð.

Held samt að hún sé það ekki.

Svo ég vitni í nóbelskáldið:

Eigum við ekki að reyna að lyfta þessari umræðu á

örlíðitið hærra plan. . . .ha

Guðjón Eiríksson, 4.7.2010 kl. 23:03

17 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, ég vona að þú sért byrjaður að pakka saman og flytja til Bandaríkjanna, frá hinu hryllilega ESB eins og þú heldur fram hérna.

Það vill nefnilega engin búa á slæmum stöðum, þar sem þeim líður illa. Þannig er það bara.

Hinsvegar það nú þannig að fullyrðingar andstæðinga ESB á Íslandi og víðar standast ekki raunveruleikan eins og hann birtist. Þannig er það bara.

Íslendingar hafa núna orðið reynslu frá árinu 1994 hvernig það er að lifa við ESB lög og reglur, sú reynsla hefur bara verið hin besta. Enda hefur orðið mikil réttarbót á stöðu neytanda og almennings í kjölfarið á gildistöku EES samningsins á sínum tíma.

Það sem þó hefur þótt vera galli, og þykir enn er sú staðreynd að íslendingar koma hvergi að ákvörðunarferlinu hjá ESB þegar ný lög og reglur eru settar. Það er vegna þess að EES samningurinn er í raun bara auka aðild Íslands að ESB, án nokkurar fulltrúarsetu í lagaákvörðunarferli ESB eins og það liggur fyrir í dag.

Staðan er því svona í dag.

Fjöldi fulltrúa Íslands hjá ESB: 0

Fjöldi fulltrúa Íslands ef að aðild verður: 6+1+Ráðherra eftir málaflokkum.

Það er betra að sitja við borðið en fram á gangi. Þetta vita danir afskaplega vel, og munu því væntanlega taka upp evruna sem gjaldmiðil þann 1. Janúar 2012 ef slíkt verður samþykkt í þjóðaratkvæði hjá þeim árið 2011.

Jón Frímann Jónsson, 6.7.2010 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband