Leita í fréttum mbl.is

Matvælaverð á Íslandi 4% lægra en í Evrópu?

Hjálmtýr V. HeiðdalHún er nokkuð athyglisverð umræðan um könnun Eurostat á matvælaverði í Evrópu. Niðurstaða hennar var sú að Ísland væri aðeins 4% dýrara en meðaltal Evrópu. En það er hængur á, eins og segir í ágætri bloggfærslu Hjámtýrs V. Heiðdals, kvikmyndaverðamanns:

"Ríkisútvarpið segir að könnun Hagstofunnar sýni að íslenska matarkarfan hafi lækkað um 60% og sé einungis 4% dýrari en í ESB að meðaltali.

Þetta hafa andstæðingar ESB gripið á lofti og bætt í vopnabúr sitt. Sem er yfirfullt af röksemdum um hversu ESB sé vondur kostur fyrir okkur Íslendinga.

Við lestur fréttarinnar kemur fram að „Breytingin skýrist fyrst og fremst af gengi krónunnar miðað við evru.“.

Þetta segir okkur sem sagt að ef við fáum laun okkar í evrum þá getum við hoppað alsæl út í búð og keypt það sem okkur listir.

En hinn venjulegi Íslendingur fær greitt í krónum (sem er með axalbönd, belti og nálgunarbann) og mjólkurpotturinn hefur heldur betur hækkað í krónum þótt hrap krónunnar gagnvart evru sé þvílíkt að það vegur þyngra.

Erlendir ferðamenn geta því keypt ódýru (og góðu) íslensku mjólkina en ekki venjulegir launaþrælar hér heima.

Við þessa miklu sælu Íslendinga (að geta boðið erlendum gestum ódýrar innlendar vörur) bætist launaskerðing og atvinnumissir að hluta eða að fullu. Sniðught a Izlandi!"

Í framhaldi af þessu má velta upp eftirfarandi: Verð á innfluttum matvælum hefur hækkað um 60% frá 2008, vegna hruns krónunnar. Voru þá ekki matvælin bara næstum ókeypis í landinu?

Íslendingar munu alltaf verða undirseldir sveiflum í verði á innfluttum vörum og bjöguðu verðskyni, eins og t.d. sýnt hefur sig með ,,bensínverðssirkusinn." Þetta fylgir því að hafa jó-jó gjaldmiðil á borð við krónuna.

Sjá krónu gagnvart dal hér

Ps. Önnur áhugaverð færsla Hjálmtýs er hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband