Leita í fréttum mbl.is

Af hverju Evrur?

EvraAfar athyglisverð frétt birtist á vef Viðskiptablaðsins í fyrradag, en þar kemur fram að Vinnslustöð Vestmannaeyja (VSV), hafi hagnast um tæpan milljarð í fyrra.

Það kemur einnig fram að VSV hafi nýtt sér heimild til þess að gera upp í Evrum og sá hluti fréttarinnar er einkar áhugaverður, en þar segir:

"Aðalfundur samþykkti nú að skrá hlutafé félagsins í evrum og að í kjölfarið yrði greiddur út 18% arður í evrum. Eigið fé VSV var tæplega 30 milljónir evra í lok árs 2009 og eiginfjárhlutfall tæp 33%. Ef sömu reikningar félagsins hefðu verið færðir í íslenskum krónum væri eigið fé þess neikvætt um 872 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið neikvætt um 8,7%.

Í tilkynningunni segir einnig: „Nær allar tekjur VSV eru í erlendum myntum og skuldir sömuleiðis. Staða og afkoma VSV er því skólabókardæmi sem álitsgjafar og skoðanahönnuðir í opinberri umræðu um skuldastöðu sjávarútvegsins geta velt vöngum yfir og vonandi dregið nokkurn lærdóm af, kæri þeir sig um."

(Leturbreyting:ES-blogg)

Í framhaldi af þessu vakna spurningar:

1) Af hverju velur íslenskt útgerðarfyrirtæki að gera upp í Evrum, í stað krónunnar?

2) Hvaða lærdóm má draga af þessu?

3) Ber þetta vott um traust VSV gagnvart krónunni?

Svari þeir sem svara vilja....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Er ekki óeðlilegt að greiða út svona mikinn arð ? Það er aldrei hugsað lengra en um eigin hag. Það ætti að afnema þessar arðgreiðslur og byggja fyrirtækin upp í staðinn.

Árni Þór Björnsson, 5.7.2010 kl. 07:12

2 identicon

Fyrirtækið byggir á takmarkaðri auðlind.  Of mikil endurfjárfesting í fyrirtækinu endar í offjárfestingu. 

Það er betra að eigendur fjármagnsins noti peningana til að fjárfesta í nýjum fyrirtækjum, nýjum tækifærum eða eyði þeim í eitthvað annað frekar en að offjárfesta í sama fyrirtæki og draga þar með úr arðsemi fyrirtækisins.  Það er að hugsa til langs tíma.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband