Leita í fréttum mbl.is

Fordæmalaus sérlausn til handa íslenskum vörubílstjórum

TrukkurAthyglisverð frétt birtist í Fréttablaðinu í dag, en hún snýr að reglum um hvíldartíma vörubílstjóra. Samkvæmt henni hefur Ísland fengið undanþágu frá þeim reglum, sem gilda um alla Evrópu, eru alltsvo ESB-löggjöf.

Nei-sinnar hamra sífellt á því að ekkert tillit sé tekið til smáþjóða, engar sérlausnir sé að fá, en þetta er einmitt dæmi um hið gagnstæða.

Í fréttinni segir: "Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ákvað að taka málið upp árið 2008 í kjölfar óska frá Samtökum atvinnulífsins, ASÍ og Starfsgreinasambandinu. Óskaði ráðuneytið eftir undanþágu þar sem aðstæður hér á landi væru að mörgu leyti frábrugðnar því sem gerist á meginlandinu.

Ráðherra segir undanþágur sem þessar fordæmalausar gagnvart öðrum EES-ríkjum og að svo virðist sem að nú sé viðurkennt að á Íslandi séu aðstæður með þeim hætti að réttlætanlegt sé að undanþágur séu gefnar frá aksturs- og hvíldartímareglum." (Leturbreyting, ES-blogg)

Öll fréttin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Í fréttinni segir sérstaklega að um tímabundnar undanþágur hafi verið að ræða, ekki varanlegar. Það hefur alltaf legið fyrir að tímabundnar undanþágur væru í boði eins og t.d. Norðmönnum var boðið í sjávarútvegsmálum 1994 og afþökkuðu.

En þess utan verður undanþága vegna hvíldartíma vörubílstjóra sennilega seint borin saman við það að fá varanlega undanþágu frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins.

Hjörtur J. Guðmundsson, 7.7.2010 kl. 10:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjörtur J. Guðmundsson.

Við íslendingar þurfum EKKI undanþágur frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins, eins og hér hefur MARGOFT komið fram.

Þorsteinn Briem, 7.7.2010 kl. 10:27

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... AÐILDARSAMNINGAR Evrópusambandsins (ESB) hafa SÖMU lagalegu stöðu og STOFNSÁTTMÁLAR sambandsins. Af þessu leiðir að EKKI er hægt að breyta ákvæðum þeirra nema með samþykki ALLRA aðildarríkja.

Eftir samningaviðræður einstakra ríkja eru samningsniðurstöður útfærðar Í AÐILDARSAMNINGI við viðkomandi ríki. Er þar um að ræða bæði tæknilegar og efnislegar BREYTINGAR við löggjöf sambandsins, sumar hverjar tímabundnar og aðrar VARANLEGAR.

Vegna mikilvægis þess að sem mest lagalegt samræmi sé á öllu ESB-svæðinu er ekki mikið um VARANLEGAR UNDANÞÁGUR frá löggjöf sambandsins.

Hins vegar er ljóst að sérstakar aðstæður einstakra umsóknarríkja kalla oftar en ekki á SÉRLAUSNIR hvað þau varðar.

ESB hefur í MÖRGUM tilvikum brugðist við því með því að þróa viðkomandi stefnu eða löggjöf til að slíkar SÉRLAUSNIR rúmist innan hennar. Mörkin á milli UNDANÞÁGU annars vegar og SÉRLAUSNAR hins vegar eru ekki skýr, en markmið beggja er að koma til móts við þarfir verðandi aðildarríkja þannig að hagsmunir þeirra séu tryggðir."

25.3.2010: Svar utanríkisráðherra við fyrirspurn um VARANLEGAR UNDANÞÁGUR frá reglum Evrópusambandsins

Þorsteinn Briem, 7.7.2010 kl. 11:00

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Fyrir það fyrsta er aðdáunarvert að þú skulir telja utanríkisráðherra heilaga heimild í þessum efnum.

Það hefur hins vegar komið skýrt fram í umræðunni hér á landi að það eina sem væri ásættanlegt væri að Íslendingar héldu fullum yfirráðum yfir íslenzkum sjávarútveg. Það er hins vegar ekki að fara að gerast enda full yfirráð Evrópusambandsins niður negld í Stjórnarskrá sambandsins, Lissabon-sáttmálanum.

Hvað varðar hins svokölluðu reglu um hlutfallslegan stöðugleika má geta þess að Norðmenn óskuðu eftir því á sínum tíma að hún yrði fest í sessi með því að binda hana í aðildarsamning Norðmanna, einmitt vegna þess að þeir eiga lagalega að vera jafnréttháir og sáttmálar Evrópusambandsins, en því hafnaði sambandið. Hvers vegna? Jú vegna þess að þessi regla er ekki hugsuð sem varanlegt fyrirkomulag eins og ítrekað hefur komið fram í Grænbókum framkvæmdastjórnarinnar um sjávarútvegsmál.

Hjörtur J. Guðmundsson, 7.7.2010 kl. 11:23

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR

"Finna má ÝMIS DÆMI UM SÉRLAUSNIR Í AÐILDARSAMNINGUM [að Evrópusambandinu (ESB)], sem taka tillit til sérþarfa einstakra ríkja og héraða hvað varðar landbúnaðarmál.

Í
AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR 1994 var fundin sérlausn sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.

Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd.

Í
AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB og Finnar hafa nýtt það ákvæði til að semja við ESB um sérstuðning fyrir Suður-Finnland.

Stuðningur við harðbýl svæði (Less Favoured Area, LFA) varð til VIÐ INNGÖNGU BRETLANDS OG ÍRLANDS Í ESB en þessi ríki höfðu áhyggjur af hálandalandbúnaði sínum og því var samið um sérstakan harðbýlisstuðning til að tryggja að landbúnaðurinn gæti staðið af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu.

FINNLAND, SVÍÞJÓÐ OG AUSTURRÍKI SÖMDU EINNIG SÉRSTAKLEGA UM ÞANNIG STUÐNING Í AÐILDARSAMNINGI SÍNUM og sem dæmi má nefna að 85% Finnlands var skilgreint sem
harðbýlt svæði.

Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU
er ákvæði um að Malta verði skilgreint sem harðbýlt svæði, auk þess sem í sérstakri yfirlýsingu er fjallað um eyjuna Gozo og m.a. tiltekið að hún verði flokkuð sérstaklega með tilliti til styrkja vegna sérstakra aðstæðna á eyjunni.

Þegar GRIKKIR gengu inn í Evrópusambandið var sérákvæði um bómullarframleiðslu sett inn í aðildarsamning þeirra en bómullarrækt var mjög mikilvæg fyrir grískt efnahagslíf.

Þótti ljóst að landbúnaðarstefnan gæti að óbreyttu stefnt þessum mikilvæga atvinnuvegi í hættu og tókst Grikkjum því að fá sérstöðu bómullarræktunar viðurkennda í aðildarsamningum sínum.

Hið sama gerðist þegar SPÁNVERJAR OG PORTÚGALAR gengu í ESB og þessi ákvæði hafa nú almennt gildi innan landbúnaðarstefnunnar.

Í aðildarsamningi FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG AUSTURRÍKIS er viðurkennt að svæði sem hafa átta eða færri íbúa á hvern ferkílómetra skuli njóta hæstu styrkja uppbyggingarsjóða ESB en í þeim flokki eru að öðru leyti svæði sem verg landsframleiðsla á mann er undir 75% af meðaltali ESB.

MALTA OG LETTLAND
sömdu einnig um tilteknar sérlausnir í sjávarútvegi í aðildarsamningum sínum, sem fela í sér sérstakt stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum, en þær lausnir byggja á verndunarsjónarmiðum og fela ekki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang [...].

Þá er í aðildarsamningi MÖLTU að finna bókun um að Malta megi viðhalda löggjöf sinni um fóstureyðingar en sambærilegt ákvæði varðandi ÍRLAND er að finna í bókun með Maastricht sáttmálanum 1992.

Einnig gilda sérákvæði um ÁLANDSEYJAR sem eru undir stjórn Finnlands.

LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR, SEM ER Í AÐILDARSAMNINGI, ER ÞVÍ STERK ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB.

HIÐ SAMA GILDIR UM BÓKANIR EN ÞÆR ERU HLUTI AF AÐILDARSAMNINGUM OG HAFA ÞVÍ SAMA LAGALEGA GILDI OG ÞEIR.
"

Þorsteinn Briem, 7.7.2010 kl. 12:21

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þessi lausn á hvíldartíma bifreiðastjóra er ákveðin viðurkenning á þeim séraðstæðum sem eru hér á landi. Að þær séu tímabundnar, þýðir ekki að allt verði sett í eldra far að nýju. Miklu frekar að þetta sé ákveðin tilraun og að tilraunatíma líðnum verði tekin ákvörðun um framhald.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.7.2010 kl. 13:19

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland yrði langstærsta sjávarútvegsþjóðin í Evrópusambandinu (ESB) og aðildarríkin eru sátt við sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins.

Þar að auki getur Ísland sagt sig úr sambandinu ef það sættir sig ekki við breytingar á því.


Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99:


"Fram kom á fundi nefndarinnar með sjávarútvegssérfræðingum framkvæmdastjórnar ESB að hægt væri að víkja frá MEGINREGLUNNI UM HLUTFALLSLEGAN STÖÐUGLEIKA með auknum meirihluta í ráðherraráðinu við úthlutun aflaheimilda hverju sinni. En ólíklegt væri að slíkt yrði gert í reynd, þar sem REGLAN SÉ MIKILVÆGUR HLUTI AF SAMEIGINLEGU SJÁVARÚTVEGSSTEFNUNNI OG AÐILDARRÍKIN VÆRU SÁTT VIÐ HANA.

Noregur hefði í sínum aðildarsamningi brugðist við þessum möguleika með því að fá samþykkta sérstaka yfirlýsingu um mikilvægi reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika."

"Yfirlýsingin er svohljóðandi: Declaration on relative stability. The Union recognises the major importance to Norway and Member States of maintaining the principle of relative stability as the fundament in achieving the goal of a permanent system of distribution of fishing possibilities in the future."

Sjávarútvegssérfræðingar framkvæmdastjórnar ESB bentu á að Ísland þyrfti væntanlega að undirstrika mikilvægi reglunnar í svipaðri yfirlýsingu, bókun eða sérákvæði til að tryggja sig gagnvart hugsanlegum breytingum, þó ólíklegt væri að slíkar breytingar yrðu.

Almennt væru slíkar meginbreytingar heldur ekki gerðar nema í sátt við þau aðildarríki sem hefðu verulegra hagsmuna að gæta í viðkomandi máli.

Í þessu sambandi er rétt að minna á að yfirlýsingar hafa pólitískt gildi og geta hjálpað til við að skýra einstakar lagagreinar en lagalegt gildi þeirra er hins vegar takmarkað. Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er hins vegar sterk, því aðildarsamningur hefur sama lagalega gildi og stofnsáttmálar ESB.

Á fundinum kom einnig fram að hlutfallslegur stöðugleiki miðaðist við hlutdeild aðildarríkja í kvótum en ekki magn. Breytingar á stofnstærðum hefðu því ekki áhrif á hlutfallslega hlutdeild
einstakra ríkja í viðkomandi stofnum.

Hefði Ísland til að mynda 100% hlutdeild í einhverjum stofnum myndi slíkt haldast, hvort sem stærð viðkomandi fiskistofna minnkaði eða stækkaði."

"Miklu skiptir við hvaða tímabil er miðað þegar söguleg veiðireynsla aðildarríkja er ákveðin og það mál var því rætt sérstaklega á fundi nefndarinnar með sjávarútvegssérfræðingum framkvæmdastjórnar ESB.

Þar kom fram að gengi Ísland í ESB myndi söguleg veiðireynsla verða miðuð við nýlegt tímabil, sem gæfi eðlilega mynd af veiðum á viðkomandi stofnum undanfarin ár (recent and representative period). Ekki væri um eitthvað eitt viðmið um tíma að ræða, heldur tæki
tímalengdin, sem miðað væri við, mið af aðstæðum.

Í aðildarsamningnum við Noreg hefði t.d. verið miðað við 1-10 ára tímabil eftir svæðum og tegund fiskistofna. En tímabilið sem miðað væri við þyrfti hins vegar að vera samþykkt af báðum samningsaðilum.

Það kom fram á fundinum að ekki væri lengur tekið tillit til kröfu aðildarríkja um bætur vegna tapaðra aflaheimilda við útfærslu efnahagslögsögunnar í 200 mílur, eins og gert var upphaflega.

Þetta viðhorf hefur verið staðfest af öðrum sem nefndin hefur rætt við, m.a. sendiherra Danmerkur hjá ESB, sem hefur mikla reynslu af samningagerð á þessu sviði."

Þorsteinn Briem, 7.7.2010 kl. 13:29

8 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það eina sem hefur komið frá Hjörti eru lygar og blekkingar um ESB og það sem þar kemur fram.

Þessi undanþága er ekki veitt á grundvelli EES samningsins beint, heldur EFTA sem er allt annað. Enda er það þannig að EES samningurinn sjálfur leyfir ekki neinar undanþágur sjálfkrafa. Til að fá slíkt þarf ESA/EFTA og Framkvæmdastjórn ESB að samþykkja slíkt.

Það er ennþá ljóst hérna að Hjörtur heldur fast í langt um afsannaðar lygar sínar um Lisbon sáttmálann.

Jón Frímann Jónsson, 7.7.2010 kl. 18:26

9 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Sérlausnir, þ.e. þegar tekið verður tillit til sérstakra hagsmuna og aðstæðna á Íslandi, er nokkuð sem Nei-sinnar óttast mest. Þessvegna rísa menn eins og Hjörtur upp á afturlappirnar. Vissulega er þetta timabundið, en allar líkur eru á að þetta verði framlkengt, hversvegna ætti það ekki að gerast?

Nei-sinnar tönnlast á því stöðugt að bara um aðlögun sé að ræða. Það er hinsvegar mikil firra. Eru t.d. öll ákvæðin um heimskautalandbúnað Finna og Svía aðlögun?

Það er sagt að Íslendingar eigi frábæra samningamenn. Nú, þá hljóta þeir að ná frábærum samningi, ekki satt? Og það er nákvæmlega það sem Nei-sinnar hræðast mest og vilja ekki heyra á minnst. 

Þeir vilja þá væntanlega að Ísland fái ömurlegan samning.

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 7.7.2010 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband