Leita í fréttum mbl.is

Liðast EES í sundur?

Eiríkur BergmannFréttablaðið skrifar eftirfarandi:

"Íslendingum verður væntanlega kastað út af Evrópska efnhagssvæðinu verði aðildarumsókn að Evrópusambandinu dregin til baka. Þetta er mat Eiríks Bergmanns stjórnmálafræðings. Hann segir að best væri fyrir Íslendinga að segja upp EES samningnum ef umsóknin verður dregin til baka."

Og síðar  segir ennfemur:

"Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, segir að verði umsóknin dregin til baka muni EES samningurinn rakna upp þar sem Íslendingar uppfylla hann ekki nú þegar vegna gjaldeyrishafta.

„Það stendur beinlínis í honum að það sé skylda framkvæmdastjórnar ESB að ef eitthvert ríki uppfyllir ekki samninginn eins og við gerum ekki að einum fjórða hluta til þá beri framkvæmdastjórninni að segja upp þeim hluta samningsins."

Lesa meira hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurður Þorsteinsson, 10.7.2010 kl. 22:12

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hver yrði skaðinn?????

Jóhann Elíasson, 10.7.2010 kl. 22:21

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

„Ef við ætlum að horfa á þetta bara kalt út frá hagsmunamati þá er valið að ganga alla leið inn í ESB eða út að öllu leiti, út úr EES, og finna aðra lausn, og ég ætla ekki að taka afstöðu til þess hvort sé betra á þessari stundu."

Axel Þór Kolbeinsson, 10.7.2010 kl. 23:26

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Hvaða hluta samningsins getur ESB sagt upp? Ef EES liðast í sundur verður þá tvíhliða samningar teknir upp einsog gert var við Sviss?

Gísli Ingvarsson, 10.7.2010 kl. 23:31

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Samkvæmt því sem helstu spekingar efnahgs- og heimsmála segja nú og spá þá hefði fyrirsögn ykkar háæruverðugu íslensku ESB aftaníossa samtaka frekar átt að hljóða svona: 

"Er ESB appartið að leysast upp og myntsvæði Evrusvæðisins að liðast í sundur"

Gunnlaugur I., 11.7.2010 kl. 00:27

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jóhann, Tollar á útfluttar vörur frá Íslandi yrði sagt upp, og íslendingar yrðu að semja aftur um Schengen aðild sína. Einnig sem að tollar á innfluttar vörur mundu hækka til muna á Íslandi, og verðlag á Íslandi mundi einnig hækka.

Axel, Skaðinn yrði mikill efnahagslega fyrir Ísland. Þó svo að ekki sé hægt að slá nenni fastri tölu á slíkt fyrr en þessi niðurstaða yrði raunin.

Gísli, ESB mun segja upp öllum EES samningum gagnvart Íslandi vegna brota íslendinga á EES samningum. Uppsagnartímabilið er 12 mánuðir. Svissland er í dag með yfir eitt hundrað tvíhliðasamninga við ESB, þessir samningar hafa kostað Svissland mikla peninga, og mikin tíma. Ennfremur þarf Sviss að taka upp lög ESB á svipaðan hátt og EES ríkin gera í dag.

Gunnlaugur I, ESB er ekkert að leysast upp, ekki heldur evran. Þetta er bara dómsdagsspádómur í andstæðingum ESB sem vaða í vitleysunni eins og venjulega.

Jón Frímann Jónsson, 11.7.2010 kl. 01:51

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það er ekkert á móti hagnaðinum því samfara,Icesave í dóm,auðlyndirnar í okkar eigu og fara að skila okkur arði.

Helga Kristjánsdóttir, 11.7.2010 kl. 02:25

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sennilega yrði Jón Frímann að fá áfallahjálp, ef EES samninginum yrði sagt upp.  Hann er sérlegur verndari ESB umræðna hérna á moggablogginu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.7.2010 kl. 02:53

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"TÍMABUNDIN HÖFT VEGNA GJALDEYRIS- OG GREIÐSLUJAFNAÐARKREPPU ERU HEIMIL.

Þeir alþjóðasamningar sem Ísland hefur undirgengist, til dæmis samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), aðildarsamningur Íslands að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og áttunda grein stofnsáttmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, heimila tímabundin og afmörkuð höft á fjármagnshreyfingar þegar lönd lenda í gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppu.

Alþjóðasamfélagið hefur því ekki gert athugasemdir við þau höft sem sett voru á fjármagnshreyfingar á Íslandi og framkvæmd þeirra hefur verið samþykkt af stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Hins vegar er ljóst að erfitt verður að viðhalda svo viðamiklum gjaldeyrishöftum án þess að þau teljist brot á þessum alþjóðlegu sáttmálum þegar frá líður og gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppan er að baki.


Eins viðamikil höft á fjármagnshreyfingar og sett voru á hér á landi í kjölfar kreppunnar þekkjast hins vegar ekki víða, að minnsta kosti ekki meðal þróaðra ríkja."


Seðlabanki Íslands - Peningamál í maí 2010, sjá bls. 16-17

Þorsteinn Briem, 11.7.2010 kl. 02:59

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Frímann, þú ættir að líta aðeins framfyrir nefið á þér HVAÐ LÆKKAÐI VERÐ Á INNFLUTTUM VÖRUM MIKIÐ Á ÍSLANDI VIÐ AÐILDINA AÐ EES?????

Jóhann Elíasson, 11.7.2010 kl. 09:57

11 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Er þá ekki lausnin bara að flyja meira út til Kína? Gera góða gagnvirka samninga við Peking og bíða svo og sjá til að norður póllinn bráðni svo við getum tekið við af Rotterdam sem stærsta uppskipunarhöfn vesturlanda og selja hreint vatn til Arabíu og lifa á meðan á því að virkja það sem eftir er af fallvötnunum. Ef krónana verður eitthvað að stríða okkur tökum við bara upp dollar eða jen, bara ekki evru. Mér sýnist þetta allt að koma.

Gísli Ingvarsson, 11.7.2010 kl. 10:15

12 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það hefur fátt sannast af því sem Eiríkur Bergmann hefur sagt um samskipti okkar við ESB. Jafnvel þó hann titli sig evrópufræðing!!

Ekki þarf að líta nema rúmt ár aftur í tímann, þegar umræður voru um hvort sækja ætti um aðild, þegar þessi blessaði "fræðingur" sagði að ekki tæki nema ca. 3 mánuði að komast inn í ESB eftir að umsókn yrði lögð inn og glópagullið gætum við ábyggilega fengið nánast í framhaldinu!!

Það tók rétt tæpt ár frá því að umsókn var lögð inn þar til ESB gaf út tilkynningu um að við mættum hefja aðlögunarferli!! Varðandi glópagullið, þá hefur okkur verið tilkynnt að engin undanþága né afsláttur verði til handa okkur í þeim málum.

Það mætti telja ýmislegt fleira sem "evrópufræðingurinn" hefur sagt um ESB og okkar samskipti við það. Ekkert af því hefur staðist ennþá. 

Því er engin ástæða til að æsa sig vegna greinaskrifa eða viðtala við Eirík Bergmann.

Hitt er annað mál að ef Ísland gengur í ESB mun það örugglega liða EES í sundur. 

Gunnar Heiðarsson, 11.7.2010 kl. 10:28

13 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Smá viðbót.

Ekki liðaðist EES í sundur þegar norðmenn felldu aðild að ESB. Norðmenn hafa verið duglegir við að komast framhjá tilskipunum ESB og túlka þær gjarnan á strangasta máta sér til hagsbóta. Þeir hafa mun oftar en við fengið athugasemdir og kærur frá eftirlitsstofnunum EES og ESB.

Gunnar Heiðarsson, 11.7.2010 kl. 10:35

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú þetta er rétt.  Það er hætta á þessu.

Eg hed að ísl. almennt geri sér ekki grein fyrir mikilvægi EES  (þýðir ekki að uppfræða suma menn hérna líklega enda vita þeir ekkert)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.7.2010 kl. 11:09

15 Smámynd: Gísli Ingvarsson

@Gunnar. Rökhugsun er ekki þín sterkasta hlið. Ef Norðmenn hefðu samþykkt inngöngu í ESB hefði EES átt skammt eftir ólifað. Á meðan Norðmenn halda uppi þessum samningi eru þeir langstærsti einstaki þáttakandinn og bera því hitann og þungann (kostnaðinn) af þessu batteríi. Ef Íslendingar myndu ganga í ESB breytti það engu fyrir norðmenn hvað samninginn varðar. Eiginlega er EES orðið þeirra leið til að halda nánu sambandi við evrópubandalagið án þess að sækja um fulla aðild. Þeir eru því ekki á móti evrópusamvinnu heldur bíða færis að aftur komi sá tími að umsókn sé pólitískt raunhæf. Þeir hafa ekki misst fullveldi sitt í fjármálum einsog Íslendingar. Þeir þurfa ekki að hafa AGS til að "leiðbeina" sér við ríkis og bankafjármálin. Þeir hafa sterka sjálfstæða mynt og ÖFLUGT og ESB meðvitað embættismannakerfi. Hvað viltu vita meira um norðmenn?

Gísli Ingvarsson, 11.7.2010 kl. 15:54

16 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Gísli, Þú ættir að lesa athugasemdir annara áður en þú gagnrýnir þá!!

Það kemur hvergi fram í mínu máli að EES hefði lifað af aðild Norðanna í ESB, ég sagði að ekki hefði EES liðast í sundur þrátt fyrir að Noregur hafi fellt aðildarsamning!! Ég var að svara hugleiðingum "evrópufræðingsins" um að svo gæti farið ef við drögum aðildarumsókn okkar til baka!! Það vita allir að ef Noregur gengur í ESB mun það að öllum líkindum verða banabiti EES, flestir telja reyndar að nóg sé að eitt aðildarríkja EES gangi í ESB til að liða það í sundur. Það var ekki þetta sem Eiríkur Bergmann "evrópufræðingur" var að tjá sig um, heldur hitt að ef við drögum aðildarumsókn til baka muni það hugsanlega útrýma EES.

Ekki svo að skilja að það væri alslæmt fyrir okkur ef EES samstarfinu yrði hætt. Vissulega yrðum við þá að gera samninga við ESB um ýmis mál en við myndum losna undan ýmsum kvöðum sem á okkur eru settar, svo sem Scengen samkomulagið. Einnig væri ekki hægt að smygla sér framhjá Íslenskum lögum eins og Magma Energy er nú að gera! Ýmislegt fleira myndum við græða á því.

Þú talar um að Norðmenn séu komnir með öflugt og ESB sinnað embættismannakerfi. Mikið rétt, vandamálið er bara hjá þeim eins og okkur að vilja þjóðarinnar vantar.

Ég ýtreka að þú ættir að lesa athugasemdir annara vel áður en þú gagnrýnir þá!!

Gunnar Heiðarsson, 11.7.2010 kl. 18:04

17 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nei. Enda kemur ekki á óvart að engin rök fylgja frá Eiríki, fyrrum stjórnarmanni í Evrópusamtökunum. Örvænting Evrópusambandssinna er greinilega komin á nýtt stig.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.7.2010 kl. 20:23

18 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess utan væri út af fyrir sig ágætt að losna við EES-samninginn þó það sé ekkert að fara að gerast. Það er enn hinn ágætasti fríverzlunarsamningur í fullu gildi við Evrópusambandið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.7.2010 kl. 20:24

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið er að andsinnar, heilt yfir, tala bara eins og óvitar.  Hafa hvorki hunds né kattar vit á efninu og frá þeim er eigi að vænta 1% af viti eða umfram það.  Orðræða þeirra beisiklí  mælist varla á vitsmunarskallanum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.7.2010 kl. 21:44

20 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Ómar, nú ert þú að tala út úr rassgatinu þínu.. Allir andsinnar ? ? Ómarktækt bull sem kemur frá þér...

Charles Geir Marinó Stout, 11.7.2010 kl. 21:49

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það að vera á móti esb er í eðli sínu fáfræði.

Orðræða ykkar andsinna hér á moggabloggi lýsir tótal óvitahætti og fákænsku.

Clear enough?

Orðræða ykkar er afkvæmi hugarfarslegrar einangrunar og vitleysisskáldskapar sem hefur þróast smám saman.

Bara sorrý.  Það er ekkert vit í því sem þið eruð að segja og oft á tíðum pjúra bull sem allt að 100.000X er búið að reka ofan í ykkur eða útskýra staðreyndir af mikilli þolinmæði og nærgætni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.7.2010 kl. 00:51

22 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ómar Bjarki, með síðasta innslagi þínu opinberaðir þú svo um munar fáfræði þína og heimsku að ekki verður betrumbætt.

Jóhann Elíasson, 12.7.2010 kl. 10:48

23 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er auðvitað ekki hægt að taka undir með Ómari að Andsinnar séu fávitar og kjánar. Það er hinsvegar nokkuð augljóst að þeir koma ekki til með að segja neitt annað en, "tja það gæti svo sem verið hægt að lifa og starfa sem evrópusambandsþjóð án þess að neitt fari úrlímingunum hvorki hér né erlendis. Veröldin verður að ganga sinn gang og einhvern veginn komast menn í gegnum þetta, persónulega, fjölskyldulega, bæjarfélagslega, þjóðfélagslega og svo framvegis, en við viljum bara ekki fara í samstarf með öðrum þjóðum, punktur endofstory, því við treystum ekki útlendingum og finnst að íslendingar þurfi ekki á þeim að halda nema til að kaupa af sér fisk á góðu verði og byggja fyrir okkur álver og svoleiðis.Erlent fjármagn er verra en það íslenska ef það er í sjávarútvegi en betra ef það er i álverum og virkjunum... Svo finnst okkur fínt að þeir skuli snobba fyrir Björku Guðmundsdóttur þó við eiginlega þolum hana ekki og föttum ekki hvað er eiginlega svona merkilegt við hana....." Þetta er það sem ég heyri í gegnum umræðurnar við andsinnana. Stundum heyri ég reglulega ljóta hluti en leiði það bara hjá mér.

Mér finnst ESB sinnar meira afslappaðir gagnvart lífinu heima og erlendis. Það sem við getum breytt hérna heima er mikilvægara en það sem við getum ekki breytt erlendis. - Þeim er alveg sama þótt það sé atvinnuleysi á Spáni. Það er þeirra mál Spánverjanna. Þeir eru góðir í fótbolta og þar getum við bætt okkur en náum samt aldrei þeirra status. Það truflar mig ekki. Ef Spánverjar klúðra Evrusamstarfinu og Þjóðverjar fara í fýlu er mér alveg sama, en ef Íslendingar væru í Evrusamstafi myndi ég vilja að þeir stæðu sig betur en Spánverjar og að Þjóðverjar væru ánægðir með okkur.

Ég lít ekki á það sem dauða og djöful þó við fáum aðstoð AGS til að koma aftur á fót Visa raðgreiðslukerfi á Íslandi. Auðvitað hef ég margt við efnahagskerfi að athuga en geri mér grein fyrir því að Íslendingar misstu fjárhagslegt fullveldi í efnahagshruninu og það verður ekki endurreist án þess að við finnum verulega fyrir því og lendum í þröngri stöðu til margar ára. Það er ekki ESB eða AGS að kenna. Það var okkur sjálfum að kenna af því að við héldum að við þyrftum ekki á leiðsögn að halda í aðþjóða viðskiftum. Við trúðum því að við gætum þetta alveg einsog hinir. Og þegar á daginn kom að við gátum það ekki þá koma Andsinnar og segja víst getum við þetta ein og óstudd. Burt með EES og ESB og AGS og svoleiðis leiðindi. Mér finnst þeir vera strútar sem stinga höfðinu í sandinn. Neita að viðurkenna að þegar slys á sér stað verður að huga að sjúklingnum og ef honum er að blæða út að senda hann á besta sjúkrahús sem völ er á. Sjúkrahúsið "Seðlabanki Íslands" var búinn með sínar blóðbirgðir og varð að fá lán.... Svona er þetta nú óbjörgulegt. Samt vilja Andsinnar ekki horfast í augu við það að það þarf "nýtt blóð". Gamla blóðið er mengað verðtryggingu og háum vöxtum. En nei Blóðið frá Evrópu kemur með skilmálum sem krefjast þess að við bætum Sjúkrahúsreksturinn og vegakerfið og allt heila klabbið svo slysin komi sjaldnar og af þeim stafi minni lífshætta....

Já mínir elskulegu andsinnar. Þið eruð krúttl

Gísli Ingvarsson, 12.7.2010 kl. 17:30

24 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

"Það að vera á móti esb er í eðli sínu fáfræði."

... *Staðfesting á því að þú ert einn vitlausasti ESB sinni hér á moggablogginu*

Charles Geir Marinó Stout, 12.7.2010 kl. 19:24

25 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Stundum þarf bara að segja hlutina umbúðalaust.  En jú jú, auðvitað verða einhvejir rosa fúlir og sona við að bent sé á staðreyndir.  Það verður bara að hafa það.

Þarna ber að hafa í huga að ég er aðeins að meta og vega og komast að niðurstöðu útfrá fyrirliggjandi gögnum.  Gögnin eru skrif og tal andsinna.  Ef gögnin er skoðuð gaumgæfilega - þá er óumflýjanlegt að komast að áðurnefndri niðurstöðu.  Bara sorrý.

That said, þá er ég ekkert sérstaklega að biðja andsinna um að koma hérna og staðfesta vísindalega niðurstöðu mína.  Það er algjör óþarfi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.7.2010 kl. 20:01

26 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Aðildarríki ESB eiga í verðmætum milliríkjaviðskipum við EFTA þjóðirnar Noreg, Sviss, Ísland og Liechtenstein, það er því undarlegt ef að hið kreppuþjáða ESB fer útí að rugga EFTA bátnum.

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.7.2010 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband