Leita í fréttum mbl.is

Hannes Pétursson og "staksteinninn"

Hannes PéturssonHannes Pétursson, skáld, skrifar athyglisverđa grein í Fréttablađiđ ţann 10. júlí, undir fyrirsögninni Staksteinn. Ţar fjallar hann m.a. um ţađ sem hann kallar "blágrćna ţverpólitík" og á ţar viđ spyrđinguna á hćgri og vinstri í andstöđu sinni viđ ESB. Hannes skrifar m.a.:

"Orđiđ hefur til einhver kómískasta ţverpólitík í gjörvallri kristninni, hin blágrćna ţverpólitík gegn ađildarumsókn Íslands ađ Evrópusambandinu.

Blágrćna ţverpólitíkin er ţó ekki eingöngu kómísk, ţví er nú verr og miđur, heldur er viss ţáttur hennar beinlínis fyrirlitlegur, ţetta ţjóđmont sem gegnsýrir hana, í raun og veru sama ţjóđmontiđ og ríkti á víkingaöld hinni síđari, ţessi „reigingslegi ţjóđarmetnađur" sem Árni Pálsson prófessor talar um í grein áriđ 1926. Ţar ritar hann um gang mála hérlendis frá ţví um aldamótin 1900, nefnir ţađ sem vel hafđi veriđ af hendi leyst, en bćtir viđ orđum sem hefđu getađ veriđ sögđ í gćr: „Flest er hér nú ýmist í ökkla eđa eyra: stórgróđi og gjaldţrot, ofstćki og stefnuleysi, reigingslegur ţjóđarmetnađur og nagandi óvissa um mátt ţjóđarinnar til ţess ađ ráđa fram úr vandamálum sínum." Hyldýpishaf er á milli ćttjarđarástar og reigingslegs ţjóđarmetnađar. Hans tekur ekki ađ gćta ađ verulegu marki međal Íslendinga fyrr en um og upp úr aldamótunum 1900, en hefur síđan veriđ hagnýttur oftar en einu sinni í pólitísku skyni. Hver man til dćmis ekki fyrirganginn út af EES-samningnum. Andstćđingarnir sumir töldu hann svikráđ og Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, var forsmáđ af reigingslegum ţjóđmetnađarmönnum fyrir ađ hafa stađfest lagagildi samningsins međ undirskrift sinni."

Öll grein Hannesar

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband