Leita í fréttum mbl.is

Össur: Munu ekki geta gert kröfu um aflakvóta í staðbundnum fiskistofnum

Össur Skarphéðinsson"Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur undanfarna daga heimsótt Króatíu og Ungverjaland til þess að ræða stöðu Íslands varðandi komandi samningaviðræður Íslands við Evrópusambandið. Hann segir aðrar þjóðir ekki munu geta gert kröfu um aflakvóta í staðbundnum fiskistofnum og vill að Ísland og Króatía verði samferða í aðildarviðræðum þegar Ungverjar taka við forystu sambandsins á næsta ári."

Þannig byrjar frétt Eyjunnar í dag um ferð Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra til Ungverjalands og Króatíu fyrir skömmu. Í fréttinni segir Össur um fund sinn með utanríkisráðherra Ungverjalands, Janos Martonyi:

"„Ég fór rækilega yfir með honum þá þætti sem skipta okkur mestu, ekki síst sjávarútvegs- og landbúnaðarmál,“ segir Össur við blaðið. „Ég lagði áherslu á þann skilning Íslendinga að reglur Evrópusambandsins tryggi í reynd að aðrar þjóðir geti ekki gert kröfu um aflakvóta í staðbundnum fiskistofnum í íslenskri fiskveiðilögsögu. Það skiptir miklu máli að Ungverjar, sem munu fara með forystuna þegar viðræðurnar hefjast, hafi góðan skilning á þessu úrslitamáli.“

Öll fréttin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband