Leita í fréttum mbl.is

Aldrei aftur Srebrenica! 15 ár frá fjöldamorðunum í Bosníu

Lík í SrebrenicaÞann 8. júlí voru 15 ár frá fjöldamorðunum í Srebrenica í Bosníu, en þá myrtu Bosníu-Serbar, undir stjórn herforingjans Ratko Mladic, um 8000 múslimska drengi og menn, í mestu fjöldamorðum frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Þessa atburðar er nú minnst í Bosníu og víðar.

Á árunum 1991-1995 liðaðist gamla Júgóslavía í sundur í ógurlegum þjóðernisátökum, þar sem vægðarlaus þjóðernishyggja og þjóðernisfyrirlitning voru í aðalhlutverki.

Átökin skildu eftir sig sjö ný riki í Evrópu: Slóveníu, Króatíu, Bosníu, Svartfjallaland, Serbíu, Makedóníu og Kosovó.

Síðan átökunum lauk hafa ríkin reynt að "normalísera" (afsakið slettuna) ástandið heima fyrir og m.a. gengið í Evrópusambandið, en Slóvenía var fyrst til að gera það árið 2004. Króatía á í aðildarviðræðum og Serbía hefur sótt um aðild. Makedónía er með málið á dagskrá.

Þetta breytir því þó ekki að hin hryllilegu fjöldamorð í Srebrenica eru enn opið sár í bosnísku samfélagi og Ratko Mladic - ja, enginn veit hvort hann er lífs eða liðinn. ESB hefur gert þá kröfu á hendur Serbíu að hann verði handtekinn og færður til stríðsglæpadómstólsins í Haag.

Hér er frétt frá BBC um málið

Srebrenica á Wikipedia


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband