Leita í fréttum mbl.is

Endurskoðunarsinninn Ásmundur sér rautt!

Ásmundur Einar DaðasonNei-sinni númer eitt á Íslandi er fæddur 1982 og er því tæplega þrítugur. Ásmundur Einar Daðason heitir hann og er s.k. "endurskoðunarsinni", þ.e. hann vill endurskoða umsóknina að ESB.

Þetta staðfestir hann í grein í Fréttablaðinu í dag. Þetta er sorgleg afstaða ungs manns, sem sjálfur (samkvæmt kynningu á vef Alþingis, þar sem hann vinnur) rekur "innflutnings- og sölufyrirtæki með vörur fyrir landbúnað." 

Það vekur því spurningar hvernig "bissnessinn" gangi? Hvort ÁED líki t.d. viðskiptaumhverfið, hvernig gangi hjá honum að sjá framtíðina í rekstrinum með íslensku krónunni, hvernig áætlanamálin í rekstrinum gangi í hávaxtaumhverfi og óðaverðbólgu (þó hún fari nú lækkandi)?

Þetta eru nefnilega atriði sem Ásmundur þyrfti ekki að hafa áhyggjur af við aðild að ESB, það er að segja háir vextir og verðbólga. Og margt annað fleira, t.d. tollar og afnám þeirra fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir.

En þetta vill hann ekki. Ásmundur er nefnilega fastur á bási hjá samtökum bænda, bæði þeirra eldri og yngri, sem alls ekki vilja ræða ESB og hafa í raun sagt sig frá ferlinu.

Það er hinn lýðræðislegi hugsunarháttur Bændasamtakanna!

Ásmundur er landsbyggðarmaður, en í aðild að ESB felast einmitt mörg tækifæri til þróunar byggðamála og landbúnaðar. Til dæmis hvað varðar að gera íslenskan landbúnað enn vistvænni eða "grænni", en Ásmundur tilheyrir jú Vinstri-GRÆNUM, sem segir sig vera umhverfisflokk.

Hvernig vill Ásmundur t.d. haga samvinnu Íslands og annarra (Evrópu)þjóða varðandi umhverfismál í framtíðinni?

Hvernig á sá vettvangur að líta út að hans mati, hvernig ætla íslenskir umhverfissinnar að láta til sín taka í framtíðinni? Fyrir land og þjóð!

Nei, grænt er ekki liturinn sem Ásmundur sér, heldur er það rautt, þegar minnst er á ESB. Er það einhver roði í austri sem Ásmundur sér, eða?

Að lokum: Bendum hér með Ásmundi á greinar um byggðamál á vef Evrópusamtakanna! 

Sem og þessa grein eftir Jón Sigurðsson, fyrrum formann Framsóknarflokksins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það eruð þið sem eruð að missa ykkur ekki Ásmundur Einar. Hann er alveg yfirvegaður og pollrólegur.

Þið eruð að missa ykkur af því að ESB trúboðið stendur á berangri með allt niður um sig og fylgisleysið hjá ykkur er tilfinnanlegt.

Ætli hann sé ekki líka sjálfur betur til þess fallinn en þið að vita hvað sínum rekstri er fyrir bestu, hvort sem það er landbúnaðurinn hans eða in nflutningur og sala á tækjum og tólum til landbúnaðar.

Sjálfur bý ég nú í ESB ríkinu Spáni og þar áður í ESB ríkinu Bretlandi og er með lítinn en alþjóðlegan rekstur og einnig hef ég verið með rekstur þegar ég bjó á Íslandi.

Hér er erfiðara að vera með lítil og meðalstór fyrirtæki en á Íslandi vegna skrifræðis og seinagangs í allri stjórnsýslunni og spillingar og vegna þess að búið er að gefa stórfyrirtækjunum forskot á smærri fyrirtækin af því að stóru fyrirtækjasamsteypurnar eru sérstök gæluverkefni Commísararáðana í Brussel.

Af því að stóru fyrirtækjasamsteypurnar hafa allar séð sér hag af því að hafa hjörð af lobbýistum í Brussel sem fóðra möppudýrin þar algerlega frítt á dýrustu veitingahúsum borgarinnar og einnig með því að bera fé og fríðindi á þetta gjörspillta commísarapakk.

Eitt lítið dæmi héðan frá spáni um samtvinnaða og árángursríka spillingu stóru fyrirtækjasamsteynanna og Cómmisarakerfisins í Brussel nefni ég hér:

Hér lengi hefur stóra ríkisfyrirtækið TELEFONICA verið dominerandi í síma og fjarskiptamálum hér á Spáni á áratugi. 

Það var reyndar einkavinavætt fyrir einhverjum 3 árum síðan. En átti þá líka að missa forréttindi sín á að ráða yfir öllu síma dreifikerfi Spánar og geta rukkað öll önnur símafélög sem hér keppa við þá um svokallað tengigjald, sem er fokdýrt, þó svo að þú náir ekkert sambandi þá ertu samt rukkaður af TELEFONICA fyrir 20 cent eða u.þ.b. 30 krónur. 

Ekkert gekk eða rak og málið var búið að vera talsverðan tíma sem kærumál hjá Samkeppniseftirlitsdeild ESB. 

Þá brá allt í einu svo við að sjálfur yfirommízar þessa ESB samkeppnisapparats var ráðinn sem sérstakur ráðgjafi hjá TELEFONICA á ofurlaunum eða 170.000 Evrum á mánuði að því er sagt er.

Síðan hefur hvorki gengið eða rekið í þessu máli og almenningur er enn látinn greiða brúsann fyrir ofur há tengigjöld hins einkavinavædda símarisa TELEFONICA með rándýra ráðgjafann fyrrum ESB yfircommísar samkeppnismála síma- og fjarskipta. 

Svona skítalykt var mikil yfir Sovétríkjunum gömlu en hún liggur hér í vaxandi mæli líka.

Þökk sé gjörspilltu Commísara kerfi ESB apparatsins ! 

Gunnlaugur I., 14.7.2010 kl. 10:07

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur fyrsti hefur sjálfur KOSIÐ að búa í Evrópusambandslöndunum Bretlandi og Spáni og reka þar fyrirtæki, enda bæði löndin á Evrópska efnahagssvæðinu.

Franco dauður og Spánn nú í Evrópusambandinu, ásamt breska Íhaldsflokknum og kommúnistaríkjunum fyrrverandi í Austur- Evrópu.

Á Íslandi var hins vegar ENGIN spilling fyrir tveimur árum, SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNUM.

Þorsteinn Briem, 14.7.2010 kl. 12:59

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er í annað skiptið sem þú segir okkur þessa sögu. Er þetta eitt það fáa sem þú getur grafið upp?

Sleggjan og Hvellurinn, 14.7.2010 kl. 15:33

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

ENGIN spilling á Íslandi síðastliðinn áratug, samkvæmt Rannsóknaskýrslu Alþingis.

Þorsteinn Briem, 14.7.2010 kl. 15:50

5 Smámynd: Úlfar Hauksson

Gunnlaugur ætti að íhuga að flytja heim til Íslands!

Úlfar Hauksson, 14.7.2010 kl. 16:26

6 identicon

Jahahá, Ásmundur Davíð „nei-sinni“ nr.1. Maður sem ekki þorði að kjósa gegn innlimunaraðgerðunum á sínum tíma eða æsseivinu...

Þessi þvæla hjá ykkur er slík að þið hljótið að hafa sagt ykkur frá almennri skynsemi. Sem aftur á móti þýðir vissulega það að til lítils er að eiga við ykkur orð.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 16:41

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Pétur Guðmundur.

Ein spurning.

Hver er formaður Heimssýnar????

Ég mundir athuga aðeins með staðreyndir eða lesa smá áður en þú tekur svona stórt uppí þig.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.7.2010 kl. 17:45

8 identicon

Ó gerir það menn að einhverju sérstöku númeri að vera formenn Heimssýnar?

Heima hjá mínu fólki skipta gjörðir manna meira en vegtyllur og væl.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 18:01

9 Smámynd: Gunnlaugur I.

Já ég get vel hugsað mér að flytja til Íslands. Ísland er mjög gott land og fullt af tækifærum og með einhver al bestu lífskjör í Evrópu og í heiminum þrátt fyrir hrunið.

Spilling í íslenskum stjórnmálum er miklu minni heldur en nokkurn tímann hér í ESB landinu Spáni og mörgum ESB löndunum hér í kringum okkur s.s. Bretlandi hvað þá Ítalíu mafíósans Berlusconis.

Upphæðirnar sem þessir gaurar hér hafa þegið af einkafyrirtækjum og með misnotkun aðstöðu sinnar eru hrikaleg og hlaupa í sumum tilfellum á milljörðum.

Þau eru margfalt hærri en hæstu styrkir íslenskra stjórnmálamanna sem eru nú bara eins og klink þó ekki mæli ég þeim bót og mörgum sinnum útbreiddari.

Íslenskir stjórnmálamenn eru langflestir eins og kórdrengir miðað við þessa mafíósa. Það var sem betur fer ekki ekki nema brot af íslenskum stjórnmálamönnum sem lét þetta banka- og útrásarhyski bera á sig fé.  

En að ég flytji til Íslands hindrar mig aðeins að markaðir fyrir mínar vörur á Íslandi er ekki mjög stór sökum fámennis sem myndi alls ekkert breytast við ESB aðild.

En í alvöru talað þá held ég að það væri betra fyrir mig að flytja til Kína þar sem mest af mínum vörum eru framleiddar og senda þær þaðan milliliðalaust á kaupendur mína um heim allan.

Þá losnaði ég alveg við heimskulegt og óþarfa skrifræðið hér milli ESB landanna,

Því betur sem ég kynnist óskilvirku og þungglammalegu ESB apparatinu í reynd því vænna þykir mér um föðurland mitt án ESB helsis.

Þruman og Sleggjan það getur vel verið að ég hafi sagt þessa spillingarsögu af Telefonicu ESB commísarnum spillta en ég get alveg sagt fleiri svona hryllingssögur af spillingu ESB valdaapparatsins og mun hiklaust gera það til þess að afhjúpa þessa sífelldu misnotkun valds og einhverja mestu og verstu spillingar ormagrifju Evrópsks samfélags, sem er ESB apparatið í allri sinni óskaplegu dýrð !

Gunnlaugur I., 14.7.2010 kl. 18:10

10 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, Verðlag á Íslandi hefur fjór og fimmfaldast eftir efnahagshrunið. Á sama tíma hefur það lækkað innan ESB (það er óbreytt í Noregi eftir því sem ég kemst næst).

Eina ástæða þess að þú stendur í skrifræði, er vegna þess að þú ert að flytja inn vörur frá Kína sem er ekki með fríverslunarsamning við ESB. Þú mundir ekki þurfa að standa í þessu ef þú framleiddir þínar vörur innan ESB.

Síðan seturu hérna fram fullyrðingar án heimilda, á meðan svo er ertu bara að fara með tóma dellu.

--

Það er ljóst að Ásmundur Daði vinnur að því sprengja ríkisstjórnina og neyða þannig fram nýjar kosningar. Ef það gerist, þá er líklegt að Ásmundur mun ekki komast aftur inn á Alþingi.

Jón Frímann Jónsson, 14.7.2010 kl. 19:08

11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er ömurleg og ósanngjörn árás á Ásmund Daða sem hér er sett fram. Rökstuðningurinn ansi fátækur. Einungis að hann er andvígur aðild að ESB. Þegar þið hafið ekki önnur rök á menn en að þeir séu á móti aðildarferlinu, er rökfærslan orðin aumingjaleg.

Það er ekkert að því að þið komið ykkar skoðunum að, en við ESB andstæðingar eigum sama rétt. Ef þið ætlið að svara skrifum andstæðinga ykkar þurfið þið sterkari rök en þau ein að viðkomandi sé á móti aðild og því ekki marktækur!!

Ekki er ég nú sammála þér Jón Frímann um að það sé víst að Ásmundur eigi ekki afturkvæmt á þing í næstu kosningum. Hann er jú einn af fáum sem enn stendur við loforð VG fyrir síðust kosningar um að ekki yrði sótt um aðild, annað en ráðherrar þess annars ágæta flokks, sem voru tilbúnir að selja sál sína fyrir stólana! Nú eru þeir undirlægjur Samfylkingar sem hefur aðeins eitt markmið: Að svíkja þjóð sína!!

Gunnar Heiðarsson, 14.7.2010 kl. 20:55

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað fer hann ekkert á þing aftur.  Algjörlega útilokað.

Auk þess hefur hann ekki sagt neitt af viti síðan hann síðan hann varð þingmaður. 

,,Búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri 2002. B.Sc.-próf í almennum búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands 2007.
Sauðfjárbóndi á Lambeyrum í Dalasýslu og rekur þar innflutnings- og sölufyrirtæki með vörur fyrir landbúnað."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.7.2010 kl. 23:02

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

TOLLAR af landbúnaðarvörum frá löndum í Evrópusambandinu FALLA HÉR NIÐUR við aðild Íslands að sambandinu og þannig getur matarreikningur okkar Íslendinga LÆKKAÐ UM FIMM MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI.

Og matarreikningur Finna
LÆKKAÐI UM 11% við aðild Finnlands að Evrópusambandinu.

"- matprisene falt
i gjennomsnitt 11% da Finland ble EU-medlem i 1995 (årsak reduksjon i produsentprisen)

- fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%"


Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10


Býlum hér mun áfram fækka og þau munu stækka enn frekar, eins og í Finnlandi.


Sauðfjárbúum HEFUR FÆKKAÐ UM ÞRIÐJUNG hérlendis og kúabúum um RÚMAN HELMING frá árinu 1990, SÍÐASTLIÐIN 20 ÁR.


Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36


AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR árið 1994 var fundin SÉRLAUSN sem felst í að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.

Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn sem nemur 35%
umfram önnur aðildarlönd ["nordisk bistand", og ALLT Ísland er norðan við 62. breiddargráðu]."

"LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK, ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB.
"

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79

"Artikkel 142 i medlemskapsavtalen omhandler støtten i Nord-Finland. Denne er IKKE TIDSAVGRENSET og ligger an til å bestå."

Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 14


"Av landbruksstøtten kommer ca 60% fra nasjonale midler og ca
40% fra EU. Total støtte til landbruket i 2006 var på 1 891 mill euro av en inntekt på totalt 4 014 mill euro."

Heildarstyrkur til landbúnaðar í Finnlandi var því 47% af heildartekjum landbúnaðarins árið 2006 og af landbúnaðarstyrknum koma um 40% frá Evrópusambandinu.


Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10


Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á þessu ári eru um 5,6 milljarðar króna, sauðfjárframleiðslu um 4,2 milljarðar og grænmetisframleiðslu um hálfur milljarður, samtals um 10,3 milljarðar króna.

Og við þá upphæð bætist um einn milljarður króna vegna annarra landbúnaðarstyrkja úr ríkisjóði.

Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar eru því um 11,3 milljarðar króna á þessu ári, 2010.


Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69


En þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt MATVÆLAVERÐ HÉR HÆST Í EVRÓPU árið 2006, eða
61% HÆRRA EN Í EVRÓPUSAMBANDINU.

"Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár [en styrkir til landbúnaðarins eru um 11,3 milljarðar króna á fjárlögum á þessu ári, 2010.]

Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.

Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella."


Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis var um 1,7% af landsframleiðslu á árunum 2000-2002 en 2% í Sviss, 1,5% í Noregi og 1,3% í Evrópusambandinu.

Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9


Íslenskir bændur kaupa mikið af erlendum aðföngum, til að mynda olíu, dráttarvélum,
illgresis- og skordýraeitri, tilbúnum áburði og kjarnfóðri, og vegna gengishruns íslensku krónunnar hefur verð á íslenskum landbúnaðarvörum hækkað hér gríðarlega Í ÍSLENSKUM KRÓNUM undanfarin ár.

Verðvísitala bíla hefur hækkað hér um 50% en bensíns og olía um 66% frá maí 2007, samkvæmt Hagstofu Íslands.


Íbúðalán hækka hér í samræmi við vísitölu neysluverðs, samkvæmt
lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, og vísitalan hefur hækkað um 80% frá ársbyrjun 2001.

Og nú kaupum við landbúnaðarvörur hérlendis Í ÍSLENSKUM KRÓNUM en ekki evrum.

Þorsteinn Briem, 15.7.2010 kl. 06:22

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Góð heimildarvinna hja þér Steini.

Matarverð í Finnlandi lækkaði um 11% og því ekki ólíklegt að svipað gerist á Íslandi. Þvert á það sem NEI sinnar halda fram.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2010 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband