Leita í fréttum mbl.is

Óli Kr. vonast eftir málefnalegri og vitlegri umræðu

Óli Kr. ÁrmannssonÓli Kr. Ármannsson, leiðarahöfundur Fréttablaðasins í dag skrifar um ESB málið, en hann vonast eftir málefnalegri umræðu um þetta mikilvæga mál. Hann skrifar:

" Full ástæða er til að fagna upphafi viðræðnanna og þeirri vonarglætu sem þær hafa í för með sér um að umræðan hér heima um ágæti aðildar geti orðið málefnalegri og fái byggt á staðreyndum fremur en rakalausum fullyrðingum.

Afstaða til aðildar að ESB virðist oft fremur ráðast af tilfinningum en raunverulegu mati á kostum og göllum. Enda er ekki hægt að leggja slíkt mat á hlutina fyrr en sést svart á hvítu hverju aðildarviðræðurnar skila. Í stað þess að fólk láti afstöðu sína ráðast af draugasögum um missi yfirráða yfir auðlindum, afhroð bændastéttarinnar eða sögum af gerræðislegum valdboðum um lögun gúrkna, getur það látið afstöðuna ráðast af staðreyndum. Niðurstöður viðræðnanna varpa ljósi á hvað er að marka háværan hræðsluáróður hagsmunasamtaka gegn, ekki bara aðild, heldur aðildarviðræðunum sjálfum. Einkennileg er sú afstaða að vilja ekki einu sinni láta á viðræður reyna.

Í öllu falli hlýtur fólk að geta sammælst um að allra hagur sé að sem best niðurstaða fáist í viðræðunum. Þær snúast um hagsmuni lands og þjóðar til framtíðar. Aðildarsamningur sem byggir á viðræðunum verður svo lagður fyrir þjóðina og ætti þá að liggja ljóst fyrir hvernig grundvallarhagsmunir landsins verði tryggðir."

Allur leiðarinn

Einnig er hér frétt Eyjunnar um málið, en þar segir m.a. að Samtök Iðnaðarins fagni þessum tímamótum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.6.2010: Ungir framsóknarmenn vilja ESB-viðræður

"Stjórn Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík, leggur áherslu á mikilvægi þess að aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið fái þann lýðræðislega farveg sem hófst með ályktun Alþingis um aðildarviðræðurnar.

Um leið og við hörmum yfirborðskennda niðurstöðu sjálfstæðismanna og VG-liða í Evrópumálum, hvetjum við þingmenn Framsóknarflokksins að standa með þeirri stefnumörkun sem Framsóknarmenn lögðu fram á fjölmennasta sambandsþingi flokksins í janúar 2009, þar sem samþykkt var að Ísland myndi sækja um aðild að Evrópusambandinu og samningurinn yrði svo settur í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Að neita þjóðinni um þann rétt að sjá hvað getur falist í aðild og hvað ekki er afturhvarf til þjóðfélags pólitískrar þröngsýni, afturhalds og sérhagsmuna.

Það er hluti af frjálslyndri hugmyndafræði að leiða mál til lykta með því að taka umræðuna, láta viðræður fara fram og veita þjóðinni rétt að taka sína ákvörðun. Það er gott lýðræði og í takt við kröfur fólks um önnur og betri vinnubrögð í stjórnmálum," segir í ályktun stjórnar Alfreðs.

Þorsteinn Briem, 26.7.2010 kl. 15:31

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það eru bara mjög margiríslendingar þannig stefndir að þeir eru algerlega á móti því að þjóðin gangi þessu yfirþjóðlega valdaapparati á hönd. 

Þeir geta verið miklir Evrópusinnar og alheimsborgarar eins og ég fyrir því.

Þeir telja sig bara alveg hafa fengið að vita og sjá alveg nóg um starfshætti þessa bandalags. Svo er um mig og svo er um mjög marga fleiri.

Fyrir mér er alveg sama hvaða kanínur þeir munu draga uppúr ESB hattinum, ég mun aldrei samþykkja að Ísland gangi þessu handónýta og gjörspillta ólýðræðis bandalagi á hönd.

ALDREI !

Gunnlaugur I., 26.7.2010 kl. 15:59

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég tel að það sé okkar eini raunhæfi kostur í stöðunni að leita samninga við ESB. Er líka sannfærð um að ef við hefðum verið komin þarna inn, gengið inn í kjölfar EES samningsins, þá hefðum við sloppið við Hrun en fengið þessi í stað efnahagslægð eins og okkar nágrannalönd. Þá væri hér ekkert upplausnarástand, né landflótti, ekkert ICESAVE eða gengistryggð lán, ekki bankakreppa né útrásarvíkingar og síðast en ekki síst, ekki verðtrygging eða okurvextir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.7.2010 kl. 16:20

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það eru svo betur fer meirihluti Íslendinga sem vilja upplýsta umræðu um ESB og taka svo ákvörðun.

En það er ljóst að um 20% þjóðarinnar eru einsog Gunnlaugur. Alveg sama um samninginn. Þeir munu hvort sem er hlaupa á kjörstað og exa við NEI.

Þessi 20% þjóðarinnar eru ekkert skárri en ESB hlutinn sem mun kjósa JÁ..... og alveg sama hvað stendur í samningnum.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.7.2010 kl. 23:05

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sveinlaug Jónsdóttir ræstitæknir er ein af sífellt færri einstaklingum sem vilja ganga í ESB. Hún vonast til þess að ESB moppur séu miklu betri en þær sem Sveinlaug hefur verið að nota.

Sigurður Þorsteinsson, 26.7.2010 kl. 23:21

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurður Þorsteinsson.

Nýir vendir sópa best.


Þegar ég var í námi í Háskólanum í Reykjavík þreif ég einn á kvöldin og um helgar allt Borgarleikhúsið og allt húsnæði Íbúðalánasjóðs.

Mjög stór hluti ræstingafólks hérlendis er af erlendum uppruna, til að mynda pólskum, taílenskum og filippseyskum, rétt eins og starfsfólk matvöruverslana og fiskvinnslufyrirtækja hér.

Flestir útlendingar sem starfa hérlendis, mörg þúsund manns, eru af pólskum uppruna og fjölmargir þeirra hafa nú þegar fengið íslenskan ríkisborgararétt.

Hins vegar talaði Ríkissjónvarpið ekkert við allt þetta fólk fyrir sveitarstjórnarkosningarnar nú í vor, eins og það væri ekki til.

Pólverjar, sem hér búa, ferðast mikið á milli Íslands og Póllands og senda jafnvel peninga þangað reglulega. Fyrir þá, rétt eins og þá sem fæddir eru hérlendis, skiptir því miklu máli að sami gjaldmiðill verði notaður hér og á meginlandi Evrópu og evran verði tekin upp bæði hér og í Póllandi í ársbyrjun 2015, eftir fjögur og hálft ár.

Um 70% fleiri krónur þarf nú til að kaupa hverja evru en í maí 2006, ÞRÁTT FYRIR GJALDEYRISHÖFTIN HÉR, og krónan hefur einungis styrkst um 7% gagnvart evrunni frá því í byrjun maí í fyrra, síðastliðna fimmtán mánuði, eða að meðaltali um hálft prósent á mánuði með gjaldeyrishöftunum.

Þar af leiðandi er ÚTILOKAÐ að gengi krónunnar verði svipað á næstu árum og það var fyrir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008.

Þorsteinn Briem, 27.7.2010 kl. 01:58

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

UPPTAKA EVRU Í PÓLLANDI.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn
, Norðurlöndin og Pólverjar hafa lánað okkur Íslendingum gjaldeyri eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008.

16.12.2009:
"The year 2015 is more likely than 2014, but it's not like 2015 is a new date which would replace 2012, it's not that kind of target," [Polish Deputy Finance Minister Ludwik] Kotecki said in Otwock during his opening remarks of a Finance Ministry-organized seminar on the euro-adoption process."

Poland delays adoption of the Euro until 2015


6.5.2010:
"In January, [Polish Prime Minister Donald] Tusk vowed that euro-hopeful Poland would meet a key condition for joining the eurozone by reducing its public deficit to 3.0 percent of gross domestic product by the end of 2012.

Polish Prime Minister Donald Tusk


Brussels has given Poland, which joined the EU in 2004, until 2012 to rein in its public deficit under the 3.0 percent of GDP limit specified by the Maastricht Treaty governing criteria for entry into the eurozone."

Economy of Poland - Pólverjar eru um 38 milljónir


Economy of the European Union - The largest economy in the world


Íbúar á evrusvæðinu eru nú um 330 milljónir - Um 20 milljónum fleiri en íbúar Bandaríkjanna

Þorsteinn Briem, 27.7.2010 kl. 04:35

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.7.2010 (í gær):

"Á miðvikudaginn birtir Hagstofa Íslands vísitölu neysluverðs fyrir júlímánuð. Við spáum því að vísitalan lækki um 0,2% frá júnímánuði.

Gangi spá okkar eftir mun verðbólga hjaðna úr 5,7% í 5,3%, og hefur verðbólgan þá ekki mælst minni hérlendis frá lokamánuðum ársins 2007."

Verðbólga, væntingar og vöruskipti - Íslandsbanki

Þorsteinn Briem, 27.7.2010 kl. 06:20

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.7.2010 (í gær):

Í fréttatilkynningu Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, sem gefin var út síðastliðinn föstudag, segir að viðræðum við íslensk stjórnvöld vegna þriðju endurskoðunar á efnahagsáætlun sjóðsins og íslenskra stjórnvalda sé nú formlega lokið.

Næsta skref sé að ganga frá örfáum tæknilegum útfærsluatriðum sem út af standi og í kjölfarið verði málið tekið fyrir hjá framkvæmdastjórn sjóðsins en markmiðið er að erindi Íslands komist þar á dagskrá í byrjun september.

Fulltrúi sjóðsins segir að efnahagsáætlunin sé að skila tilætluðum árangri, ánægja ríki með þá áfanga sem náðst hafi og efnahagskreppan hér hafi verið grynnri en upphaflega leit út fyrir.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn - Viðræðum vegna þriðju endurskoðunar á efnahagsáætlun sjóðsins er nú lokið

Þorsteinn Briem, 27.7.2010 kl. 06:46

10 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sleggjan og Þruman og Hvellurinn.

Allt þetta sífellda áróðurs tal ESB innlimunarsinna um það að þjóðin þurfi að bíða og sjá og taka svo svokallaða upplýsta ákvörðun þegar allt liggur á borðinu er ekkert annað en áróður til þess að vinna tíma og nýta sér að nú eftir að ESB hefur hér formlega sett á fót Sendiráð ESB í Reykjavík með fullt af starfsliði að þá fer áróðurs apparat ESB á fullt hér með fullar hendur fjár í "svokallaðri fræðslu um ESB" Sem auðvitað er ekki einhver hlutlaus fræðsla heldur ekkert annað en grímulaus og útbelgdur áróður um dýrðir og listisemdir ESB valdaapparatsins. 

Það er alls ekki rétt hjá ykkur að það séu bara einhver 20% sem vilja ekki bíða eftir að þessu kostnaðarsama og fáránlega aðlögunarferli ljúki.

Það eru nefnilega u.þ.b. 70% í þeim hóp sem ég er í og vilja binda enda á þetta óheilla og skaðræðislega ESB- ferli nú þegar í stað.

En ég hugsa að það sé rétt hjá ykkur að af þessum aðeins ca 26% þjóðarinnar sem vilja láta innlima þjóðina í ESB- helsið, þá séu ábyggilega stór hluti þeirra eða allt uppí 20 prósentustig af þeim hópi tilbúnir til þss að gera það sama hvað og helst strax.

Þess vegna er vindbelgurinn og spreðabassinn Össur Skarphéðinsson algerlega ómarktækur og umboðslaus, þegar hann nú reigir sig í gylltum sölum Brussel elítunnar og breiðir þar sperrtur úr sér með helstu silkihúfunum ESB valdaklíkunnar.

Nú heldur Össur litli í upphöfnum ESB hégóma sínum að hann sé nú loksins orðinn:

"Maður með mönnum"

Svona einskonar: "Þjóð meðal þjóða"

En sem betur fer er umboðslausi trúðurinn og vindhaninn Össur Skarphéðinsson - ALLS EKKI ÍSLENSKA ÞJÓÐIN

Hann talar þarna ekki fyrir munn Íslensku þjóðarinnar og raunar er þessi vindhani þarna í óþökk og algerri skömm mikils meirhluta þjóðarinnar.

Gunnlaugur I., 27.7.2010 kl. 08:54

11 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, Staðlausir stafir eru það eina sem kemur frá þér, og hefur gert núna í lagan tíma. Enda er það þannig að heimildarleysi þitt er algjört og fullyrðingar þínar innantómar.

Það er ennfremur magnað að sjá andstæðinga ESB á Íslandi kvarta undan "áróðri" frá ESB og stuðningsmönnum ESB aðildar Íslands. Sérstaklega í ljósi þess að andstæðingar ESB á Íslandi hafa verið að keyra einstaklega grimma og vel fjármagnaðan áróður gegn ESB aðild Íslands í marga mánuði núna, með þeim afleiðingum að andstaða við ESB aðild Íslands hefur aukist.

Síðan þegar já hópurinn fer af stað með sýnar auglýsingar og upplýsingar um kosti ESB aðildar Íslands þá væla andstæðingar ESB á Íslandi eins og smákrakkar og þykjast ekkert hafa stundað neinn áróður sjálfir gegn ESB aðild Íslands.

Þetta er aum og léleg hegðun þykir mér.

Jón Frímann Jónsson, 27.7.2010 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband