Leita í fréttum mbl.is

Jón Steindór: Merkur áfangi

Jón Steindór ValdimarssonJón Steindór Valdimarsson ritađi nýlega pistil um niđurstöđu ríkjaráđstefnu ESB um ađ formlega hefja ađildarviđrćđur viđ Ísland. Hér er pistill Jóns í heild sinni, af vefsíđu Sterkara Ísland:

"Ástćđa er til ţess ađ fagna enn einum merkum áfanga í vegferđ íslensku ţjóđarinnar frá hinum óćđri bekk til öndvegis međal annarra Evrópuţjóđa. Vonandi verđur 27. júlí 2010 ein af ţeim dagsetningum sem fara í sögubćkur ţjóđarinnar ţegar ţroskasaga hennar verđur rakin.

Upphaf formlegra samningaviđrćđna stađfestir vilja Alţingis sem birtist í ţingsályktunartillögu ţess frá 16. júlí 2009.  Sömuleiđis stađfestir upphaf viđrćđna vilja ţjóđarinnar sem birtist í skođanakönnunum síđustu 10 ára fyrir ályktun Alţingis.

Í hönd fara tímar erfiđra samninga viđ Evrópusambandiđ og ađildarríkja ţess um ađildarskilmála. Öllum er ljóst hvađa atriđi skipta ţar mestu máli – ekki síst í ţjóđarsálinni ţar sem tilfinningar bera skynsemina og raunhćft hagsmunamat oft ofurliđi. Samningamenn Íslands eru ţví ekki í öfundsverđri stöđu og eiga örugglega viđ ramman reip ađ draga. Ţví ríđur á ađ allir leggist á eitt ađ hjálpa til viđ ađ ná sem hagstćđustum samningi.

Mikilvćgt er ađ sú umrćđa sem fer í hönd á međan samningar standa og ekki síđur ţegar samningurinn liggur fyrir verđi málefnaleg og taki miđ af heildarhagsmunum en ekki sérhagsmunum; langtímahagsmunum en ekki skammtímahagsmunum;  framtíđinni en ekki fortíđinni; hagsmunum almennings en ekki stjórnmálanna. Á endanum mun slík umrćđa leiđa til farsćllar niđurstöđu."


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband