Leita í fréttum mbl.is

Styrmir Gunnarsson og "hrægammakenningin"

Styrmir GunnarssonStyrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Moggans gerir sitt til þess að halda "hrægammakenningunni" á lofti í sambandi við ESB.

Boðskapur hennar er að ESB vilji hrifsa til sín allt sem Ísland hafi að gefa, í nútíð og framtíð. Þetta kemur berlega í ljós í nýjasta sunnudagsblaði Nei-hirðarinnar, Morgunblaðinu, sem kom út síðastliðinn laugardag.

Þar segir Styrmir: " Evrópusambandið leggur mikla áherzlu á að fá Ísland inn af tveimur ástæðum. Lega landsins, sem getur haft þýðingu í framtíðinni vegna væntanlegrar opnunar norðurskautssvæðanna. Náttúruauðlindir okkar, sem ESB-ríkin vilja komast í."Skýrara getur það ekki verið!

Guðni Ágústsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins er einnig fylgismaður þessarar kenningar, en í Kastljósi síðastliðið föstudagskvöld sagðist hann ekki vilja "sjá Bretann hér inni í landhelginni."

Okkur á ES-blogginu er spurn: Í hvaða veruleika lifa þessir menn? Og hvaða hagsmuni er raunverulega verið að verja?

Halda Styrmir og Guðni virkilega að þetta verði raunin? Innst inni?

Guðni ræddi síðan mikið um ferðamennsku og var í raun með flottar hugmyndir í því samhengi. En á hverju byggist ferðamennskan? Jú, erlendum ferðamönnum, en stór hluti þeirra kemur frá Evrópu.

En þegar afstaða manna er á borð við þetta og einkennist af svona sérkennilegum hugmyndum, sem eiga sér enga stoð í veruleikanum, er þá von til þess að þessir  sömu menn geti átt farsælt samstarf við erlenda aðila? Og fylgisveinar þeirra?

Það verður spennandi að sjá hvað kemur næst: Að ESB taki af okkur ÞJÓÐHÁTÍÐINA?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þið megið elska Þjóðverja og frakka og vera vesæl eða hamingjusöm með allar þeirra vendingar.  Enda þykir mér líka  vænt um þá eins og flesta í kringum mig. 

Er reyndar sjálfur að líkindum af germönskum stofni, en ég er Íslendingur og hafði hugsað mér að vera það hið minnsta til andláts. 

Rolur sem ævinlega þurfa að vera uppá aðra komnar ættu að drífa sig undir regluvængina í Brusel  og lofa okkur einföldum og sérvitrum Íslendingum að vera hér í friði með okkar skemmtilegu, öfgafullu þjóðhátíðir, ólaskaðar af regluverki Evrópusambandsins.  

Bretann inní landhelginni segi þið með vandlætingu eins og það sé mjög fjarri öllum möguleikum.  Hvernig stendur þá á því að Spánverjar fengu slíkt vald á Breskum fiskimiðum eftir að Bretar gengu í ESB að þeir sjálfir þurftu að selja báta sína vegna pláss og fiskileysis. 

Takið svo eftir því krakkar að hann Styrmir er hvorki óvinur ykkar eða minn, tileinkið ykkur hans aga. 

Hrólfur Þ Hraundal, 2.8.2010 kl. 12:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hrólfur Þ Hraundal

Styrmir Gunnarsson og Björn Bjarnason
eru vinir mínir og engan veginn óvinir, enda var ég blaðamaður á Morgunblaðinu þegar þeir voru þar ritstjórar og hrósuðu mér oft fyrir mín skrif, enda birtu þeir þau margsinnis á útsíðum blaðsins.

Um hvaða "aga" ertu eiginlega að tala hjá Styrmi Gunnarssyni?!


Ég kannast engan veginn við einhvern sérstakan aga, hvað þá járnaga, af hans hálfu en þú heldur kannski að þeir félagar, Björn og Styrmir, hafi verið í Hitlersæskunni.

Hins vegar ólst ég upp hjá þýskri konu sem bjó í Þýskalandi nasismans og kenndi mér til að mynda að brjóta saman föt, svo vel færi, og setja niður í ferðatösku.

Hún talaði oft vel um Hitler en illa um Pólverja.

Ég ólst því upp við þýskan herhaga, enda fékk ég embætti hringjara og stígvélavarðar í Húsabakkaskóla í Svarfaðardal og kennari minn, Björn Daníelsson, setti mig þar oft yfir jafnaldra mína, þar á meðal Hjörleif Hjartarson, nú aftari helminginn af Hundi í óskilum.

Í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins
eru haldnar þjóðhátíðir en þar graðga menn ekki endilega í sig kandíflossi og míga utan í myndastyttur af fornum þjóðhetjum, eins og hér tíðkast á þjóðhátíðum.

Þú getur þess vegna haldið þína eigin slíka þjóðhátíð á hverjum degi, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Endilega
, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 13:59

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar yrðum stærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu, þar sem samkeppnisstaða okkar myndi batna gagnvart Norðmönnum með niðurfellingu tolla og þeir yrðu að semja við okkur Íslendinga um aflakvóta úr deilistofnum sem forystuþjóð Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum.

Norðmenn eru okkar aðal keppinautar í fiskútflutningi
til Evrópusambandslandanna, þar sem tollar okkar af sjávarafurðum myndu falla niður með aðild að sambandinu.

Við greiddum um 650 milljónir króna í tolla af sjávarafurðum sem við seldum til í Evrópusambandslandanna árið 2008 og greiðum þar rúmlega 5% toll af ferskum flökum, til dæmis karfaflökum, 2% af heilum ferskum fiski sem seldur er á uppboðsmarkaði, humri, síld og fleiri afurðum.

Evrópska efnahagssvæðið
er langstærsta markaðssvæði okkar Íslendinga og þangað fóru um 84% af öllum okkar útflutningi árið 2009.

Útflutningur okkar
á vörum og þjónustu hvílir á þremur stoðum, iðnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.

Árið 2009
fluttum við út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjaldeyristekjur
okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum, sjá bls. 11-12

Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 14:23

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLENSKUR SJÁVARÚTVEGUR OG LANDBÚNAÐUR Í EVRÓPUSAMBANDINU.

Gangi Ísland í Evrópusambandið mun Hafrannsóknastofnun halda hér áfram að leggja til AFLAKVÓTA á Íslandsmiðum og ENGUM í Evrópu er hagur í að fylgja ekki þeim ráðleggingum.

Þar að auki getur Ísland sagt sig úr sambandinu ef það sættir sig ekki við breytingar á því.

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99:


"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR.

Fram kom á fundi nefndarinnar með sjávarútvegssérfræðingum framkvæmdastjórnar ESB að hægt væri að víkja frá MEGINREGLUNNI UM HLUTFALLSLEGAN STÖÐUGLEIKA með auknum meirihluta í ráðherraráðinu við úthlutun aflaheimilda hverju sinni.

En ólíklegt væri að slíkt yrði gert í reynd, þar sem REGLAN SÉ MIKILVÆGUR HLUTI AF SAMEIGINLEGU SJÁVARÚTVEGSSTEFNUNNI OG AÐILDARRÍKIN VÆRU SÁTT VIÐ HANA."

"Sjávarútvegssérfræðingar framkvæmdastjórnar ESB bentu á að Ísland þyrfti væntanlega að undirstrika mikilvægi reglunnar í svipaðri yfirlýsingu, BÓKUN EÐA SÉRÁKVÆÐI til að tryggja sig gagnvart hugsanlegum breytingum, þó ólíklegt væri að slíkar breytingar yrðu."

"Í þessu sambandi er rétt að minna á að yfirlýsingar hafa pólitískt gildi og geta hjálpað til við að skýra einstakar lagagreinar en lagalegt gildi þeirra er hins vegar takmarkað.

Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er hins vegar sterk, því aðildarsamningur hefur SAMA lagalega gildi og stofnsáttmálar ESB."

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:


"Finna má ÝMIS DÆMI UM SÉRLAUSNIR Í AÐILDARSAMNINGUM að Evrópusambandinu, sem taka tillit til SÉRÞARFA EINSTAKRA RÍKJA og héraða hvað varðar landbúnaðarmál.

Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR árið 1994 var fundin SÉRLAUSN sem felst í að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu [OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN HENNAR].

Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn [VARANLEGA] sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd."

"Artikkel 142 I MEDLEMSKAPSAVTALEN omhandler støtten I Nord-Finland. Denne er IKKE TIDSAVGRENSET og ligger an til å bestå."

Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 14

Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 14:43

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Afli skipa sem veiða í Norðursjó hefur minnkað mikið undanfarna áratugi.

Við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu en þær stærstu eru nú Danmörk, Spánn, Bretland og Frakkland.

Stór hluti af afla spænskra skipa kemur hins vegar úr Miðjarðarhafinu.

Fiskafli skipa í Evrópusambandinu árið 2005


Frakkland
stofnaði ásamt fleiri ríkjum Efnahagsbandalag Evrópu (EEC) árið 1957. Bretland og Danmörk fengu aðild að Efnahagsbandalaginu árið 1973 en Spánn og Portúgal árið 1986.

Afli breskra skipa var um 50% minni árið 2007 en 1973, um 1,2 milljónir tonna árið 1973 en um 600 þúsund tonn árið 2007.

Afli danskra skipa var einnig um 50% minni árið 2007 en 1973, um 1,4 milljónir tonna árið 1973 en um 700 þúsund tonn árið 2007.

Afli spænskra skipa var um 33% minni árið 2007 en 1986, um 1,2 milljónir tonna árið 1986 en um 800 þúsund tonn árið 2007.

Afli franskra skipa var um 30% minni árið 2007 en 1957, um 700 þúsund tonn árið 1957 en um 500 þúsund tonn árið 2007.

Afli portúgalskra skipa var um 40% minni árið 2007 en 1986, um 400 þúsund tonn árið 1986 en um 250 þúsund tonn árið 2007.

FAO - Fiskafli árið 2007 - Country Profiles 24.6.2010

Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 14:49

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

4. gr. Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri hér á landi er háð eftirfarandi takmörkunum:

   1. Eftirtaldir aðilar mega einir stunda fiskveiðar í efnahagslögsögu Íslands samkvæmt lögum um rétt til veiða í efnahagslögsögu Íslands eða eiga og reka fyrirtæki til vinnslu sjávarafurða hér á landi:

   a. Íslenskir ríkisborgarar og aðrir íslenskir aðilar.

   b. Íslenskir lögaðilar sem að öllu leyti eru í eigu íslenskra aðila eða íslenskra lögaðila sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:

   i. Eru undir yfirráðum íslenskra aðila.

   ii. Eru ekki í eigu erlendra aðila að meira leyti en 25% sé miðað við hlutafé eða stofnfé. Fari eignarhlutur íslensks lögaðila í lögaðila, sem stundar veiðar í efnahagslögsögu Íslands eða vinnslu sjávarafurða hér á landi, ekki yfir 5% má eignarhlutur erlendra aðila þó vera allt að 33%.

   iii. Eru að öðru leyti í eigu íslenskra ríkisborgara eða íslenskra lögaðila sem eru undir yfirráðum íslenskra aðila.

   Með vinnslu sjávarafurða í 1. mgr. þessa töluliðar er átt við frystingu, söltun, herslu og hverja aðra þá verkun sem ver fisk og aðrar sjávarafurðir skemmdum, þar með taldar bræðsla og mjölvinnsla.

Til vinnslu í þessu sambandi telst hins vegar ekki reyking, súrsun, niðursuða, niðurlagning og umpökkun afurða í neytendaumbúðir eða frekari vinnsla afurða til að gera þær hæfari til dreifingar, neyslu eða matreiðslu.

   2. Íslenskir ríkisborgarar og aðrir íslenskir aðilar mega einir eiga virkjunarréttindi vatnsfalla og jarðhita önnur en til heimilisnota. Sama á við um fyrirtæki sem stunda orkuvinnslu og orkudreifingu.

Sama rétt hafa einstaklingar sem búsettir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðru aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum og lögaðilar sem heimilisfastir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðru aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.

Heimilt skal að kveða svo á í fjárfestingarsamningum milli Íslands og ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins að einstaklingar sem þar eru búsettir eða lögaðilar sem þar eru heimilisfastir hafi einnig sama rétt, enda verði slíkir samningar lagðir fyrir Alþingi til staðfestingar með þingsályktun.

   Erlendum aðila, sem öðlast eignarrétt og afnotarétt yfir fasteign samkvæmt ákvæðum laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, er heimilt að nýta jarðhita til beinnar notkunar í atvinnustarfsemi sinni innan þeirra takmarkana sem fram koma í orkulögum.

   3. Samanlagður eignarhluti erlendra aðila í íslensku atvinnufyrirtæki sem stundar flugrekstur hér á landi má á hverjum tíma ekki vera meiri en 49%.

Einstaklingar sem búsettir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða Færeyjum og lögaðilar sem heimilisfastir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða Færeyjum eru þó undanþegnir ákvæðum þessa töluliðar."

Lög um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991

Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 14:57

7 identicon

Þegar þessi ríki eru að tala um að Ísland eigi að vera í bandalaginu til að FÁ aðgang að norðurheimskautssvæðinu og náttúruauðlindunum er þetta að einhverju leiti misskilningur.

Þessi ríki vilja fá okkur í hópinn í ESB.  Þannig verður ríki innan ESB sem er með aðgang að norðurheimskautssvæðinu og með náttúruauðlindir.

Þá verðum við á sameiginlegu efnahagssvæði og pólitísku svæði.

Þeir vilja fá okkur í hópinn en ekki innlima okkur.  Enda er ekki hægt að innlima þjóð í ESB.  Það er svo fyndið að heyra það.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 15:16

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland yrði að sjálfsögðu sjálfstætt og fullvalda ríki í Evrópusambandinu, eins og önnur aðildarríki sambandsins.

Og Ísland varð SJÁLFSTÆTT og fullvalda ríki 1. desember 1918.

Landið hefur því nú þegar verið SJÁLFSTÆTT RÍKI Í TÆPA ÖLD.

Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 15:36

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Hvernig stendur þá á því að Spánverjar fengu slíkt vald á Breskum fiskimiðum eftir að Bretar gengu í ESB"

Þett er mýta.  Jón Fr. var með link á grein um daginn sem fór yfir þetta á fræðilegan hátt og útskýrði eðli máls (ekki upphrópanir og fullyrðingar anti-eu ista ísl. eða breskra, heldur yfirveguð umföllun byggða á gögnum og staðreyndum) Skal reyna að finna þessa grein fyrir þig.

Svo náttúrulega gengu bretar í EU uppúr 1970 minnir mig.  Þá voru nú aðstæður ólíkar frá því sem við þekkjum núna - eins og ísl. ættu að þekkja.

Spánverjar gengu svo í eu uppúr 80 minnir mig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.8.2010 kl. 18:45

10 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ómar Bjarki, Þú ert að leita að þessari hérna vefsíðu. Þar sem málið er tekið á fræðilegum grundvelli með staðreyndinar að leiðarljósi.

Íslendingar hafa ennfremur verið með fiskiveiðisamning við ESB frá árinu 1993, sá samningur er líklega útrunnin núna enda held ég að hann hafi ekki verið endurnýjaður þegar hann rann út í fyrra.

Jón Frímann Jónsson, 2.8.2010 kl. 20:40

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild að Evrópusambandinu fáum við Íslendingar hlutdeild í deilistofnum sambandsins, til að mynda úthafskarfa, loðnu, kolmunna, makríl og norsk-íslenskri síld, svo og þorski í lögsögu Noregs og Rússlands í Barentshafinu, í samræmi við núgildandi samninga og veiðireynslu okkar.

"Íslenskum fiskiskipum er heimilt að veiða úr deilistofnum í lögsögu annarra ríkja sem aðili að Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndinni (NEAFC) og Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðistofnuninni (NAFO).

Deilistofnar eru flökkustofnar
, þannig að þeir eru ekki staðbundnir og flakka því á milli fiskveiðilögsagna, til að mynda úthafskarfi, makríll, kolmunni og norsk-íslensk síld.

Íslendingar eru jafnframt með sérstakan samning við Rússa og Norðmenn um þorskveiðar íslenskra skipa í Barentshafi í norskri og rússneskri lögsögu.
Fiskistofa sér um útgáfu veiðileyfa í lögsögu annarra ríkja og heldur utan um afla úr deilistofnum eftir veiðisvæðum."

Aðilar að Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndinni (NEAFC), auk Íslands, eru Danmörk (fyrir hönd Færeyja og Grænlands), Evrópusambandið, Noregur og Rússland.

"Markmið samningsins er að stuðla að verndun og bestu nýtingu fiskveiðiauðlinda á svæðinu. Ráðið getur gert bindandi samþykktir varðandi fiskveiðar utan fiskveiðilögsögu samningsríkjanna í úthafinu, meðal annars um heildaraflamark, úthlutað veiðiheimildum og gert ráðstafanir varðandi eftirlit með veiðunum.

Við Íslendingar höfum aðallega veitt úthafskarfa, norsk-íslenska síld og kolmunna úr stofnum sem lúta að NEAFC.

Auk ofangreinds samstarfs höfum við Íslendingar gert samninga um tilteknar veiðar við önnur ríki. Ber þar helst að nefna tvíhliða samninga við Færeyinga, Norðmenn og Evrópusambandið."

"Tilgangur NAFO er að ná skynsamlegri stjórnun og verndun fiskveiðiauðlinda á Norðvestur-Atlantshafi og við Íslendingar höfum veitt úthafskarfa og flæmingjarækju á veiðisvæði NAFO."

Veiðar okkar Íslendinga úr deilistofnum -Vefur Fiskistofu


Evrópusambandið og íslenskur sjávarútvegur - Veiðar okkar Íslendinga úr deilistofnum, sjá bls. 148-163


Map of the NEAFC - Til hægri á síðunni


NAFO Convention Area - Sjá kort á bls. viii

Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 21:03

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Landfræðilega er Ísland allt eins tengt Ameríku eins og Evrópu.Þótt ekki væri nema fyrir það, þá eigum við ekki neitt erindi í ESB.Þótt við eigum mest viðskipti við ESB þá réttlætir það ekki að við setjum alla okkar framtíð í viðskiptum við bandalagið.ESB er fyrst og fremst bandalag mið og vestur Evrópuríkja sem munu í framtíðinni breyta því í ríki.Þangað eigum við ekkert erindi, ekki frekar en aðrar þjóðir heimsins em eru um 92% af honum í mannfjölda, og miklum meira í auðlindum.Framtíð þessara gömlu nýlenduríkja sem mynda ESB er ekki björt.Elliheimilið bíður þeirra og fátæktin.steini br.á þakkir skilið fyrir að opna augu íslendinga fyrir því að segja Nei við ESB.Honum ferst þetta vel úr hendi enda leysti hann af sem ritstjóri Morgunblaðsins.

Sigurgeir Jónsson, 2.8.2010 kl. 21:26

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og Morgunblaðið er gott blað sem lýgur ekki.

Sigurgeir Jónsson, 2.8.2010 kl. 21:30

14 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

steini.br.

Sigurgeir Jónsson, 2.8.2010 kl. 21:31

15 Smámynd: Guðjón Eiríksson

"Landfræðilega" er ameríka lengra í burtu en evrópa.

Flutningskostnaður er þar af leiðand hærri þegar ameríka á í hlut. Viðskiptakostnaður ESB meginn er að öllu leyti lægri af þeim sökum.

Reyndar kemur það umræðuefnnu ekki við.

Hrægammskenningin er sú að ESB sé á höttunum erftir auðlindum íslendinga. Hún á ekki við nein rök að styðjast.

Ekkert af aðildarríkjunum hefur gefið eftir yfirráð yfir auðlindum sínum til ESB við inngöngu eða eftir að inn er komið.

Ég skora á Nei-sinna að reyna að hrekja þessa fullyrðingu mína.

Þeim mun ekki takast það.

Guðjón Eiríksson, 2.8.2010 kl. 21:44

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

AFLI SPÆNSKRA SKIPA HEFUR MINNKAÐ MUN MEIRA EN BRESKRA SKIPA FRÁ ÁRINU 1986.

Árið 2007
var afli breskra skipa um 600 þúsund tonn, um 200 þúsund tonnum, eða 25% minni en þegar Spánn fékk aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu árið 1986.

Og árið 2007 var afli spænskra skipa um 800 þúsund tonn, um 400 þúsund tonnum, eða 33% minni en árið 1986.

Frakkland
stofnaði ásamt fleiri ríkjum Efnahagsbandalag Evrópu (EEC) árið 1957. Bretland og Danmörk fengu aðild að Efnahagsbandalaginu árið 1973 en Spánn og Portúgal árið 1986.

Fiskafli skipa í Evrópusambandinu árið 2005


FAO - Fiskafli árið 2007 - Country Profiles 24.6.2010

Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 22:19

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

ALMENNUR ELLILÍFEYRISALDUR Í EVRÓPU OG BANDARÍKJUNUM.

ALMENNUR ellilífeyrisaldur evrópskra karlmanna er að meðaltali 64 ár og í Bandaríkjunum hefur hann lengi verið 65 ár.

Bandaríkjunum hefur ellilífeyrisaldur úr almannatryggingakerfinu lengi verið 65 ár með möguleika á að hefja töku frá 62 ára aldri með skertum lífeyri.

Ellilífeyrisaldur hefur hins vegar verið hækkaður þar með lögum í áföngum, þannig að árið 2009 [var] hann orðinn 66 ár og árið 2027 verður hann 67 ár.

Með þessu hyggjast Bandaríkjamenn styrkja stöðu ríkissjóðs til að greiða ellilífeyri í framtíðinni en þessi aðgerð tekur jafnframt mið af sífellt lengri meðalævi.

Vandi Norður-Evrópubúa hefur verið minni en í suðurhluta álfunnar og löndunum vestan Atlantshafsins og ástæðan er einkum sú að uppsöfnunarkerfi hafa mun lengur verið notuð í þeim löndum."


Íslenska lífeyriskerfið og erlend eftirlaunakerfi, sjá bls 28-30

Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 22:31

18 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Gömlu nýlenduveldin sem eru í raun ESB beita viðskiptaþvínunum til að kúga önnur ríki undir vald sitt.Þeirra mottó er að ef þú sameinast okkur ekki færðu verri viðskiptakjör.Þetta er ekkert annað en kúgun og þessi hugsunarháttur er á undanhaldi í heiminum.Tollfrjáls við skipti munu í framtiðinni verða til um allan heim og viðræður þar að lútandi hafa staðið árum saman.Heimurinn mun sýna gömlu nýlenduveldunum að þau stjórna ekki heiminum lengur.Sem betur fer verðum við ekki hluti af þeirra ríki þegar þar að kemur.Það er ámóta langt til Færeyja og Grænlands.Grænland telst til Ameríku.

Sigurgeir Jónsson, 2.8.2010 kl. 22:34

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandslöndin, sem öll eru sjálfstæð og fullvalda ríki, eiga að sjálfsögðu viðskipti við lönd utan Evrópska efnahagssvæðisins, til að mynda Kína, en Evrópska efnahagssvæðið greiðir einfaldlega hæsta verðið fyrir íslenskar vörur og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn.

Í fyrra, árið 2009, komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.

Árið 2009 fóru einungis 3,9% af vöruútflutningi okkar til Bandaríkjanna, 2,3% til Kína, 1,2% til Rússlands og 0,5% til Kanada en þá komu einungis 6,9% af vöruinnflutningi okkar frá Bandaríkjunum, 5% frá Kína, 1,9% frá Kanada og 0,7% frá Rússlandi.


Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á
Evrópska efnahagssvæðinu en einungis um 10% í Bandaríkjunum, 2% í Kanada, 1% í Kína og enn færri í Rússlandi.

Þar að auki ferðumst við Íslendingar aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins og Íslendingar í námi erlendis stunda langflestir nám á Evrópska efnahagssvæðinu.

"Erasmus er flaggskip Evrópusambandsins á sviði menntasamstarfs og á hverju ári gerir Erasmus um tvöhundruð þúsund evrópskum stúdentum kleift að nema eða vinna erlendis."


Erasmus - Flaggskip Evrópusambandsins á sviði menntasamstarfs


The Erasmus Programme


Erlendir gestir um Leifsstöð 2002-2010


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010

Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 22:34

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu gerir Evrópusambandið fríverslunarsamninga við fjöldann allan af stórum og smáum ríkjum úti um allan heim.

Fríverslunarsamningar Evrópusambandsins


"Kína í stað evru"


"
Kínverski utanríkisráðherrann tók sérstaklega upp viðskipti landanna og hafði frumkvæði að því að hvetja til þess að fundur sameiginlegrar nefndar ríkjanna tveggja um viðskiptamál færi fram hið fyrsta.

Ráðherrarnir ræddu jafnframt um viðræður landanna tveggja um fríverslun og má gera ráð fyrir því að næsti fundur sem tengist þeim fari fram í Peking síðar á þessu ári eða í byrjun næsta árs.

Mikill hugur kom fram hjá bæði utanríkisráðherranum, sem og á fundinum með varaforseta alþýðulýðveldisins, um að efla viðskipti landanna."

13.7.2010: Utanríkisráðherra í opinberri heimsókn í Kína


"Formlegar samningaviðræður Íslendinga og Kínverja um fríverslun hófust í Beijing hinn 11. apríl 2007
. [...]

Kínverska samninganefndin tók undir það sjónarmið að samningurinn skyldi vera rýmri að umfangi en til dæmis nýlegur samningur þeirra við Chile og skyldi því einnig ná til þjónustuviðskipta.

Hins vegar kom fram það sjónarmið af þeirra hálfu að tafarlaus niðurfelling tolla á sjávarafurðir gæti verið nokkrum erfiðleikum bundin.
"

Utanríkisráðuneytið - Fríverslunarviðræður við Kína í Beijing


"Gagnrýnendur hafa bent á að Evrópusambandið hafi ekki viðurkennt Kína sem markaðshagkerfi í skilningi WTO [World Trade Organization], en því skyldu Íslendingar bíða eftir slíku?"

Samtök verslunar og þjónustu - Fríverslunarsamningur við Kína


"Með þessari viðurkenningu hafa Íslendingar jafnframt skuldbundið sig til að beita ekki undirboðstollum á vörur frá Kína nema að uppfylltum mjög ströngum kröfum um að sannað hafi verið að undirboð hafi átt sér stað, samkvæmt reglum WTO.

Evrópusambandið hefur hins vegar nýtt sér undanþáguákvæði í bókun WTO vegna aðildar Kína að stofnuninni sem slakar á þessum ströngu sönnunarkröfum og lagt undirboðstolla á vörur frá Kína, til dæmis stálvörur og skófatnað.
"

Samtök iðnaðarins - Hvað felst í fríverslunarsamningi við Kína?


"Aukin samskipti EFTA við lönd utan Evrópusambandsins (stundum kölluð "þriðju lönd") hófust í raun þegar í lok kalda stríðsins árið 1989 þegar ESB hóf að gera svonefnda Evrópusamninga við Austur- og Mið-Evrópulöndin."

Fríverslunarsamningar Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) við lönd utan Evrópusambandsins


Sumir af andstæðingum aðildar Íslands að Evrópusambandinu vilja hins vegar að landið segi sig úr Evrópska efnahagssvæðinu (EES), til að mynda Jón Valur Jensson.

Útflutningur okkar Íslendinga á vörum og þjónustu hvílir á þremur stoðum, iðnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.

Iðnaðarvörur, sem hér eru framleiddar, og íslenskar sjávarafurðir eru aðallega seldar í Evrópusambandslöndunum og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn hér, enda er Ísland í Evrópu.

Við Íslendingar lifum því aðallega á íbúum Evrópusambandsins og fáum þar hæsta verðið fyrir okkar vörur.

Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 22:37

21 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Gömlu nýlenduveldin eru ekki að kaupa af ökkur vörur af einhverri góðmensku.Þau kaupa einfaldlega af okkur vörur vegna þess að þau vantar þessar vörur.Og þau greiða einfaldlega þetta verð fyrir vörurnar vegna þess að þau fá þær ekki á lægra verði.Það er ekki síður þeirra hagur að kaupa vörurnar en okkar að selja þær.En undirtónninn hjá þessum gömlu nýlenduveldum er sá að það sé betra fyrir okkur að ganga í ESB til að fá örugg viðskipti .ESB var stofnað með þetta í huga og það hefur ekkert breyst.Framtíð í viðskiptum liggur í heiminum öllum.Nei við ESB.Já við frjálsum viðskiptum.

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2010 kl. 00:11

22 identicon

Sigurgeir:  Það gerir auðvitað enginn neitt af góðmennsku. 

En ég er á því að þú ert að ofmeta ESB alveg gífurlega.  Það hefur oftast verið já-sinna að ofmeta ESB, en þú trompar okkur!!

ESB var stofnað til þess að sameinast um hagsmuni í staðinn fyrir að deila um þá og fara í stríð.  Það hefur tekist vel hingað til, enda vildu Austur-Evrópuríkin ólm fara í ESB til þess að tryggja stöðugleika í ríkjunum.  Gott dæmi um hversu vel það hefur tekist er því miður dæmið þegar pólska forsetaflugvélin fórst í Rússlandi.  

Flutningskostnaður til og frá Evrópu er lægri en til Bandaríkjanna.  Þar bendi ég einfaldlega á verðskrá fyrirtækja í flutningarekstri.

Við eigum lengri sögu með Evrópu en ekki með Bandaríkjunum.

Sérstakt þegar þú ert að tala um okkur og þá.  Ekki veit ég til þess að ég sé að selja vörur til Evrópu.  Það gera það einhverjir aðrir hér á landi í hagnaðarvon alveg eins og aðrir eins og þú réttilega bentir á.

Brussel er ekki að segja fyrirtækjum hvað það má kaupa frá Íslandi eða hvað selja má hér á landi.  Það er ekki einokunarverslun.  Henni lauk fyrir nokkrum öldum.  Heildverslunum hefur sem betur fer einnig fækkað alveg gífurlega á síðustu áratugum.  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 00:59

23 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Skýrasta dæmið um einokunar og stjórnunartilburði gagnvart íslandi er það nýjasta, Magma málið.Ríki evrópu hafa ekki sínt neina tilburði í þá átt að taka þátt í atvinnuuppbyggingu hár á landi.Þegar síðan kemur fyrirtæki sem hefur áhuga á að byggja upp hér atvinnustarfsemi þá má það ekki vegna þess að það er ekki má svæði Evrópusambandsins.Það má skilja það á þér að við eigum að verða hluti af ríkjasamsteypu Evrópu vegna þess að við séum í viðskiptum við þetta fyrirséða ríki.í sjálfu sér veit enginn hver þróunin verður í framtíðinni annað en það er fyrirséð að ESB getur ekki haldið áfram á þeirri braut sem það er í dag.Líkurnar á þvi að það verði formleg ríkjasamsteypa eru yfirgnæfandi.Þú segir að fjarlægð við önnur ríki hamli því að við getum átt hagkvæm viðskipti við önnur ríki en ESB. eða svo skil ég þig.Þetta er rangt.Ef þessi kenning stæðist þá værum við fyrst og fremst með Evrópskar vörur í verslunum.Svo er ekki eins og allir geta séð.Við kaupum til að mynda mest af okkar bílum frá Asíu.ESB er einokunarsamband sem kemur að öllum viðskiptum sem ESB ríkin gera, á einhvern hátt.Við, þegar ég tala um okkur Stefán þá á ég við okkur Íslendinga sem þjóð, verðum gjörsamlaga áhrifalausir innan ríkjasamsteypunnar ESB.Rétt eins og við vorum þegar Kalmarsambandið varóg hét fyrir 5-600 árum.Nei við ESB, já við heiminum öllum.Sagan er ólygnust.Okkur hefur vegnað best þegar við erum sjálfstæð.Verslunarlega sem á annan hátt.

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2010 kl. 07:54

24 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og hvalveiðarnar.ESB ætlar að skipa okkur að hætta hvalveiðum, ef við fáum inngöngu í ESB.Og makríllinn sem nú veður um allt í kringum Ísland og gleypir öll seiði og loðnu sem að kjafti hans kemur.ESB segir að við eigum að ala makrílinn fyrir þá.Og líka hvalinn.Nei við ESB, já við heiminum öllum.

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2010 kl. 08:06

25 identicon

Sigurgeir:  Hvernig rökstyður þú þetta:

"Ríki evrópu hafa ekki sínt neina tilburði í þá átt að taka þátt í atvinnuuppbyggingu hár á landi."

"ESB er einokunarsamband sem kemur að öllum viðskiptum sem ESB ríkin gera, á einhvern hátt."

Þessu er ég alls kostar ekki sammála og ég hlakka til að heyra hvaða rök þú færir hér.

Annars bendi ég þér á www.hagstofa.is svo þú getir athugað við hvaða ríki við eigum mest viðskipti við.  Flest ríkin eru meðlimir í ESB.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 08:10

26 identicon

Sigurgeir:  Meirihluti þjóða heims vill banna hvalveiðar.  Makríllinn er áhugaverður.  Er einmitt að veiða hann þessa stundina;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 08:12

27 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú segir að ég tali um okkur og þá.Þú segist ekki vita til þess að þú sért að selja vörur til Evrópu.Það hef ég enga hugmynd um.Þegar ég tala um okkur þá á ég við okkur íslendinga.Ég veit ekki til þess að það sé neitt að þessu máltæki í skilningi íslenskunnar.Ef til vill er þýskan tamari þér þar sem þú býrð í Berlín.Og ég skil áhuga þinn á því að tengja Ísland sem mest við þínar heimaslóðir.Þú ert ekki einn um það í Þýskalandi.Áhuginn á norðurslóðum hefur alltaf verið mikill þar og ræður þar bakgrunnur Germanskra þjóða miklu.

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2010 kl. 08:14

28 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hvaða fyrirtæki í ESB landi,þá á ég við fyrirtæki sem einhverju máli skiptir hefur stofnað til atvinnurekstrar hér á undanförnum áru eða hyggst gera það.Segðu mér það.Þú furðar þig á því að ég skuli segja að ESB komi að öllum viðskiptasamningum rikja þess á einhvern hátt. og biður mig að rökstyðja það.Þú getur varla ætlast til þess að ég fari að setja allan samning ESB um viðskipti ESB við ríki utan bandalagsins inn á þessa síðu.Og þú hefðir varla tíma til að lesa það á makrílveiðunum.En ég ráðlegg þér að lesa lög og reglugerðir ESB um milliríkjaviðskipti ríkja bandalagsins. 

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2010 kl. 08:23

29 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og eins og ég hef bent þér á þá er heimur viðskipta hverfull.Það sem er hagstætt í dag getur verið óhagstætt á morgun.Og að ætla að fórna sjálstæði sínu til framtíðar vegna þess að fiskverð er hærra í dag á fiski í ESB en kanski í Pakistan er rugl.

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2010 kl. 08:28

30 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og það gæti farið að styttast i makrílveiðunum hjá þér ef vilji ESB nær fram að ganga.Nú er komin fram krafa útgerðaraðila í ESB að íslendingar og Færeyingar verði beyttir refsiaðgerðum vegna makrílveiða.Þessi krafa er byggð á reglum ESB um makrílveiða.Og þetta kallar þú ekki kúgun.

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2010 kl. 08:48

31 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Nei Sigurgeir. Þetta er ekki kúgun

Hér er verið að reyna að koma í veg fyrir ofveiði.

Byggt er á reglunni um hlutfallslegan stöðugleika.

Hátterni Íslendinga og Færeyinga við makrílveiðarnar  gengur ekki til lengdar.

Guðjón Eiríksson, 3.8.2010 kl. 09:56

32 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er kúgun ESB krefst þess að við látum makrílinn óáreittan éta okkar fiskistofna út á gaddinn og þeir geti síðan veitt hann þegar hann kemur stríðalinn út úr okkar lögsögu.Þetta hefur ekkert með verndun fiskistofna að gera .Það er óumdeilt að fáum hefur tekist betur við að viðhalda sjálfbærni fiskistofna, en íslendingum, það er meira en hægt er að segja um ESB, sem er með allt niður um sig í stjórnun fiskveiða, og hefur meðal annars leitað til Íslendinga um ráðgjöf.

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2010 kl. 10:26

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Veiðar á makríl, loðnu, kolmunna og norsk-íslenskri síld eru ekki innanríkismál okkar Íslendinga, þar sem þessir fiskistofnar ganga úr einni fiskveiðilögsögu í aðra.

Þannig var til að mynda mikil ofveiði úr norsk-íslenska síldarstofninum á sínum tíma og við Íslendingar þurfum að sjálfsögðu að semja um veiðar úr makrílstofninum, eins og öðrum flökkustofnum.

Íslensk fiskiskip veiða upp í sína aflakvóta bæði hér við land og annars staðar á Norður-Atlantshafi og þeir kvótar minnka og stækka í samræmi við stærð viðkomandi fiskistofna.

Og erlend fiskiskip mega einnig veiða hér úr fiskistofnum þegar þeir ganga inn í íslensku fiskveiðilögsöguna, til að mynda loðnu.

Loðnustofninn gæti haldið sig eingöngu í lögsögu Grænlands eða Noregs og við Íslendingar gætum þá ekkert veitt af loðnu ef við hefðum enga samninga við aðrar þjóðir um loðnuveiðar.

Við þurfum því að semja um aflakvóta íslenskra skipa úr makrílstofninum, rétt eins og til að mynda loðnustofninum.

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 10:30

34 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Takk Stein Breim.

Hefði ekki getað orða þetta betur

Athugasemd mín 09f:56 er þó efnislega hin sama.

En athugasemd mín 2.8.2010 kl. 21:44 stendur og er ennþá ósvarað.

    "Hrægammskenningin er sú að ESB sé á höttunum erftir auðlindum íslendinga. Hún á ekki við nein rök að styðjast.

Ekkert af aðildarríkjunum hefur gefið eftir yfirráð yfir auðlindum sínum til ESB við inngöngu eða eftir að inn er komið."

ESB andsæðingar virðast ekk eiga nein svör.

Greyin

Guðjón Eiríksson, 3.8.2010 kl. 10:50

36 identicon

Sigurgeir:  Mér finnst svörin þín vera útúrsnúningur.  Veistu hvað WTO er?  Eru þeir þá líka að kúga okkur?

Ríki setja auðvitað lög og reglur um viðskipti.  Ríki ESB hafa ákveðið að sameinast um þetta að hluta til.  Hvað er að því?  Má ekki nota sömu lög og reglur?

Hvað makrílinn varðar, þá hef ég engar áhyggjur af honum.  En ég þakka þér fyrir að sína honum svona mikinn áhuga.  Vonandi ekki aðeins mín vegna.   Þarna er ég með hagsmuni og þvi má ég ekki tjá mig hérna, allavega miðað við athugasemdir margranei-sinna;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 12:13

38 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB hefur eingar veiðiheimildir í Íslenskri lögsögu sem betur fer.Grænlendingar,Norðmenn og Færeyingar fá að veiða innan íslenskrar lögsögu.Engin þessara þjóða er innan ESB.Íslendingar hafa ítrekað reynt að fá að koma að samningum um makrílinn með þeim rökum að makríll væri innan íslenskrar lögsögu í stórum stíl.ESB hefur alltaf komið í veg fyrir aðkomu Íslands.Það er kúgun.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2010 kl. 12:51

39 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,ESB hefur eingar veiðiheimildir í Íslenskri lögsögu"

Jú.  3000 t. af karfa.

,,Grænlendingar,Norðmenn og Færeyingar fá að veiða innan íslenskrar lögsögu"

Hvað eru Grænlendingar veiða hér?  Er það ekki eitthvað lítið.  Rússar eru líka að veiða.  Allt snýst þetta í grunninn um gagnkvæmar heimildir eða veiðar úr sameiginlegum stofnum.

,,makríll"

Sjáðu til, málið snýst ekki um að ísland megi ekki veiða makríl.  Málið snýst um að kvótinn em ísl. settu sér einhliða eftir dúk og disk - er alltof stór hluti af heildarkvóta veiðanna úr stofninum.  Þetta er ótrúleg frekja af LÍÚ og barbarismi og vanþróuð hugsun sem mun enda með að LÍÚ-sjallar rústa makrílnum eins og öðru er þeir koma nálægt. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.8.2010 kl. 14:11

40 identicon

Svo er það svo með þennan makríl sem er hér að hann er of feitur til manneldis og því setur ESB einnig spurningarmerki við það af hverju verið séð að veiða hann nærri eingöngu til bræðslu. 

Bræðsla er gamaldags.  Allavega fannst engum í Reykjavík lengur gott að finna lyktina.  Mér fannst hún og finnst hún alveg æðislega góð;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 14:17

41 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú jú, þetta er líka það.  Bræðslan.  það kemur íslendingum mörgum á óvart hvernig litið er orðið á bræðslu víða (kom vel í ljós í sænska eða norska þættinum hérna fyrir nokkrum misserum)  Kom mér samt ekki á óvart.  Eg hef unnið í bræðslu og varð oft var við að ferðamenn erlendir sem áttu leið um veltu mikið vöngum yfir þessu.  Fannst þetta alveg furðuleg vinnubrögð.  A bræða fisk.

Jón Fr. já einmitt.   Takk.  Þessi grein.  Alveg nauðsynlegt að lesa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.8.2010 kl. 14:31

42 Smámynd: Þorsteinn Briem

Afli íslenskra skipa eftir veiðisvæðum 1994-2010:

Úthafskarfi

Loðna

Makríll

Norsk-íslensk síld

Kolmunni

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 14:36

43 Smámynd: Þorsteinn Briem

Löndunartölur frá færeyskum og norskum yfirvöldum:

Afli færeyskra og norskra skipa í íslenskri landhelgi árið 2010

Afli færeyskra og norskra skipa í íslenskri landhelgi árið 2009

Afli færeyskra og norskra skipa í íslenskri landhelgi árið 2008

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 14:44

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

Upplýsingar um afla erlendra skipa úr fjareftirliti Landhelgisgæslunnar:

Aflatilkynningar eftir mánuðum 2010

Aflatilkynningar eftir mánuðum 2009

Aflatilkynningar eftir mánuðum 2008

Aflatilkynningar eftir mánuðum 2007

Aflatilkynningar eftir mánuðum 2006

Aflatilkynningar eftir mánuðum 2005

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 14:52

47 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Grænlendingar hafa veiðirétt í loðnu.Sjávarútvegsráðherra hefur sem betur fer úthlutað megninu af makrílnum á skip, þannig að flökun og frysting á makríl til manneldis er nú á fullu.Íslendingar veiða í Rússneskri lögsögu.Samstarfið við Færeyinga, Grænlendinga, Norðmenn og Rússa hefur staðið í yfir 30 ár, um gagnkvæman veiðrétt.Það hefur í aðalatriðum gengið vel.Engin þessara þjóða er í ESB.Það er aðeins ESB sem beitir okkur kúgun.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2010 kl. 15:49

48 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já, þetta er ekki neitt neitt sem grænlendingar eu að veiða hér.

Að öðru leiti næ eg eigi punktinum í þinni framsögu allri.  Egara:  Haa?  Og hvað?  Vegna þess að esb veiðir eigi hér nema að þeir eiga rétt á einhverjum 3000 t. af karfa - þá er það kúgun?  Er það málið eða?

Hættið þessu rugli!  Lesið og fræðist.   Orðið svo þreytt allt hjá ykkur að það hálfa væri miklu, mikl meira en nóg. Allt sem þið segið hefur verið marg, marghrakið lið fyrir lið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.8.2010 kl. 16:11

49 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þessi 3000 tonn eru arfur frá gamalli tíð þegar gömlu nýlenduveldin voru hér uppi í kálgörðum.Þau mega veiða hér á ákveðnum bletti og þar hefur ekki verið karfi í mörg ár og þau hafa ékki reynt að veiða þetta.Svo segja má að þau hafi hér engan veiðirétt og munu aldrei fá hann.Það er engin ástæða til að fara að hleypa þeim upp í kálgarðana eftir að tókst að reka þá úr þeim.Og að auki kæmu þeir ekki einir sem voru hér á árum áður.Þeir kæmu með ýmsa með sér sem eru ekki betri.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2010 kl. 17:32

50 identicon

Það eru til alþjóðasamningar um úthafskarfaveiðarnar.  Það má veiða hluta innan lögsögunnar.  Og hvað með það? 

Ég er ekki að skilja þetta hérna.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 18:11

51 identicon

Menn ættu að kynna sér málin áður en þeir fara að kenna ESB um allt.  ESB er eitthvað allt annað en margir halda.  Það er alveg sérstakt hvað menn nenna að kenna ESB um allt.  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 18:20

52 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndin (NEAFC).

Samkomulag sem tekið hefur verið upp innan NEAFC:


Samkomulag um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum.

Samkomulag um veiðar úr kolmunnastofninum milli Evrópusambandsins, Færeyja, Íslands og Noregs.

Samkomulag um veiðar á karfa á NEAFC svæðinu (ICES svæðahlutum I og II).

Samkomulag um veiðar á úthafskarfastofnunum á Reykjaneshrygg."

Evrópusambandið og íslenskur sjávarútvegur - Veiðar okkar Íslendinga úr deilistofnum, sjá bls. 149

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 18:34

53 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Norsk-íslensk síld:

Samkvæmt núgildandi samningi, sem er frá 2007, fær Ísland 14,5% leyfðs heildarafla (TAC).

Kolmunni:


Samkvæmt núgildandi samningi, sem er frá 2006, er hlutur Íslands 17,6%.

Rækja á Flæmingjagrunni:


Samþykkt innan NAFO, hlutur Íslands 1,1%.

Norðaustur-Atlantshafs bláuggatúnfiskur:


Samþykkt innan ICCAT, hlutur Íslands 0,2%."

Evrópusambandið og íslenskur sjávarútvegur - Veiðar okkar Íslendinga úr deilistofnum, sjá bls. 153

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 18:47

54 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Síðastliðin fimm ár hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið gefið út eftirfarandi reglugerðir:

Um veiðar á samningssvæði Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðistjórnunarstofnunarinnar (NAFO).

Um veiðar á Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski.

Um veiðar á stofnum úthafskarfa.

Um línuveiðar norskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands.

Um leyfi til færeyskra, norskra og rússneskra skipa til síldveiða í íslenskri landhelgi.

Um leyfi færeyskra skipa til að veiða kolmunna í íslenskri landhelgi.

Breytingar á Reglugerð nr. 151 frá 20. febrúar 2001.

Um botnfiskveiðar færeyskra skipa í íslenskri lögsögu með síðari breytingum.

Um stjórnun fiskveiða íslenskra skipa á norsk-íslenskra síldarstofninum.

Um eftirlit með fiskveiðum á svæðinu sem Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðiráðið (NEAFC) nær til.

Um veiðar íslenskra skipa á Íshafsþorski í samræmi við samning milli Íslands, Noregs og Rússlands.

Um togveiðar á kolmunna.

Um karfaveiðar skipa Evrópusambandsins innan íslenskrar fiskveiðilandhelgi.

Um loðnuveiðar erlendra skipa í íslensku landhelginni. Á loðnuvertíðinni 2009 var engin reglugerð gefin út þar eð loðnuveiðar voru þá ekki leyfðar."

Evrópusambandið og íslenskur sjávarútvegur - Veiðar úr deilistofnum, sjá bls. 154-155

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 19:04

55 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Tvíhliða samningur milli Íslands og Færeyja.

Samningur milli Íslands, Grænlands/Danmerkur og Noregs um loðnustofninn milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen.

Samningur um gagnkvæmar veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og Grænlands.

Tvíhliða samningur milli Íslands og Noregs.

Samningur um fiskveiðar og lífheim hafsins milli Íslands og Evrópusambandsins.

Samningur milli ríkisstjórna Íslands, Noregs og Rússlands um ákveðna samvinnu um veiðisvæði (Smugusamningurinn).

Tvíhliða samningur við Noreg um veiðar á norsk-íslensku síldinni.

(Viðauki við samning um norsk-íslensku síldina).

Tvíhliða samningur við Rússland um veiðar á norsk-íslensku síldinni.

(Viðauki við samning um norsk íslensku síldina)."

Evrópusambandið og íslenskur sjávarútvegur - Veiðar úr deilistofnum, sjá bls. 155-156

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 19:27

56 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samningur um fiskveiðar og lífheim hafsins milli Íslands og Evrópusambandsins:

Í samræmi við þennan samning, sem er frá 1993, mega skip frá Evrópusambandinu veiða árlega þrjú þúsund tonn af karfa á tveimur svæðum innan fiskveiðilandhelgi Íslands.

Í staðinn fær Ísland rétt til að veiða þrjátíu þúsund tonn af loðnu frá ESB
, það er frá Grænlandi sem er aðili að samningnum um úthlutun loðnukvóta á svæðinu milli Íslands, Jan Mayen og Grænlands, eins og áður hefur verið nefnt.

Í samningnum eru auk þess nákvæm ákvæði um hvernig eigi að framfylgja og tryggja ákvæðin, sem hafa breyst nokkuð frá upphaflega samningnum."

Evrópusambandið og íslenskur sjávarútvegur - Veiðar úr deilistofnum, sjá bls. 157-158

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 19:40

57 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Lagagrundvöll varðandi útgáfu reglugerða er að finna í eftirfarandi lögum:

Lög nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lögsögu Íslands


Lög nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða


Lög nr. 22/1998 um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands


Árlega eru gefnar út reglugerðir um fiskveiðar í samræmi við samninga við önnur lönd eða vegna samþykkis samtaka um fiskveiðistjórnun.

Texti reglugerðanna er uppfærður árlega til að hann samrýmist samningum sem eru gerðir árlega og ný reglugerð gefin út."

Evrópusambandið og íslenskur sjávarútvegur - Veiðar úr deilistofnum, sjá bls. 154

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 20:05

58 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB hefur ekki nýtt sér þessi 3000 tonn undanfarin ár eins og ég sagði áðan .Það hefur ekki verið af góðvild, heldur hefur sú útgerð ekki borið sig frekar en önnur útgerð ESB .Þeir hafa því ekki veitt neitt innan íslensku lögsögunnar að undanförnu.Ég veit ekki hvernig staðan er hjá þeim í ár.ESB leigir þessi leigir aflaheimildir af Grænlendingum.En þessi karfakvóti er gömul arfleifð eins og ég sagði áðan.og þessi samningur um loðnuna er Grænlendingum að þakka, ekki gömlu arðræningjunum.

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2010 kl. 20:13

59 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,og þar hefur ekki verið karfi í mörg ár og þau hafa ékki reynt að veiða þetta"

Jú jú, þeir hafa víst veitt.  Meir að segja bretar hafa veitt þetta sá eg einhversstaðar. (skal finna það fyrir þig ef þú villt)  Þessi kvóti er í þessu formi frá EES samningum og verður líklega grunnpunktur varðandi veiðiheimildir ESB innan í ísl. lögsögu.  Rétt eins og í Nojarasamningum 94. þar sem niðurstaðan varð nánast óbreitt staða.

Annað sem þú segir er svo barnalegt að fáheyrt er og þar með stimplar þú þig út eða gefur út það steitment að þú ætlir bara að bulla ef esb ber á góma og sért staðráðinn í því plani.  Þreytandi þegar andsinnar reyna að eyðileggja allar umræður með þvaðursbulli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.8.2010 kl. 20:19

60 identicon

Landfræðilega/Jarðfræðilega búa flestir Íslendingar í Ameríku.

Þetta veit hvert heilvita skólabarn.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 20:47

61 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þegar samið var um þennan kvótaskjatta - þá var um gagnkvæmar heimildir að ræða.  Ísl. fékk loðnu á móti:

,,Martín Fragueiro (innsk. mitt:  Sjávarmálastjóri spánar) svarar því til að samningar um fiskveiðar milli Íslands og ESB byggist á Oportó-samkomulaginu frá 1992 - það var gert í tengslum við EES-samninginn.  Þar eftirlét sambandið Íslendingum um 30 þúsund tonn af loðnu í skiptum fyrir 3000 tonn af karfa.

Martín Fragueiro segir að þessum aflaheimildum hafi verið útdeilt til sambandsþjóða sem höfðu reynslu af karfaveiðum, til Þjóðverja og Breta og smákvótum til Frakka og Belga. En raunin hafi sýnt að þessi samningur hafi ekki virkað þar sem Evrópusambandið hafi ekki haft næga loðnu til að bjóða Íslendingum og staðreyndin sé sú að ekkert Evrópusambandsskip sé nú við veiðar á Íslandsmiðum."  (RUV)

Ástæðan fyrir takmarkaðri sókn uppá síðkastið er skortur á mótframlagi, þ.e. loðnu.

Þessar heimildir sem samið var um í Óportó verða auðvitað útgangspunkturinn í varðandi afaheimildir í samningaviðræðum.  Hef enga trú á öðru.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.8.2010 kl. 21:17

62 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eins og ég sagði þá eru þessi 3000 tonn gömul arfleifð frá því gömlu nýlendveldin voru hér uppi í kálgörðum, það er frá síðasta þorskastríði 1976.Þá var samið við þessa arðræningja að þeir fengju að veiða eitthvað og kæmu sér svo burt.Sem betur fer þá hfa þeir fengið nánast ekkert.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2010 kl. 22:00

63 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sem sagt, það var að segja rangt hjá þér að ESB hefði engar veiðiheimildir hér.  Gast ekki einu sinni haft það rétt.   Bretar hafa veitt hér - og enginn bara vitað af því!  Og allt í gúddý.

Bottomlæn, slíkar gagnkvæmar veiðiheimildir geta verið skynsamlegar.  Eins og í þessu tilfelli, loðna - karfi.  Býsna sniðugt.

Þegar er um stofna að ræða sem fara um margar lögsögur - þá skiptir ekki máli hvar hann er veiddur.  Held samt að  íslendingar sumir fatti ekki hugsunina á bak við þetta.  Þeir halda að allur fiskur sé bara allaf inní íslenskri lögsögu!  Þeir hafa td. ekki hugmynd um hve íslendingar veiða mikið utan eigin lögsögu.  Eigi hugmynd.

Varðandi þorskastríð sérsaklega, þá er mikill miskilningur í gangi hjá íslendingum með það dæmi.  Íslendingar hefðu auðveldlega getað forast öll leiðindi þar með lágmarkssanngirni og samningum.  Það var alltaf ljóst að alþjóðleg þróun var í þá átt að lögsaga yrði færð út í 200 mílur og það var aðeins spurning um mánuði til eða frá í hverju tilfelli fyrir sig.  Íslendingar kusu hinsvegar að setja upp óbilgjarnar kröfur og heimtuðu og heimtuðu og nýta sér þar með stöðuna sem þeir fengu óvart og skynilega í Kalda stíðinu með því að kalla á BNA eða skáka í skjóli BNA.  Líklega kom frekja íslendinga þá verr út heldur en ef þeir hefðu samið í rólegheitum við breta yfir tebolla.

Kæmi mér ekki á óvart.  Þessa sögu á eftir að skrifa alveg uppá nýtt.  Miklar mýtur og ranghugmyndir í gangi varðandi þessi svokölluðu þorskastríð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.8.2010 kl. 22:23

64 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þær veiðiheimildir sem þjóðir innan ESB hefur voru upphaflega gerðar án að komu ESB við þjóðir til að koma þeim út úr fiskveiðilögsögu Íslands sem þessar þjóðir höfðu tekið sér vald til að  arðræna.ESB kom ekkert að þeim samningum upphaflega.Þær héldu svo áfram fram að EES samningunum vegna þess að þeim var ekki sagt upp vegna þess að það var ekki talið að þær skiptu máli.Það hefur komið á daginn að ESB hefur ekki getað nýtt sér neinn veiðrétt hér svo neinu nemi og eru ekki að gera það þessa stundina.Enþað er einsgott að þeir föðurlandssvikarar sem halda á lofti merki ESB á þessari síðu komist ekki að samningaborði við ESB um fiskveiðar.Ekki er annað sjánlegt en að öllum flota ESB yrði þá hleypt óhindruðum inn í landhelgina.Ég endurtek, ESB hefur hér engan veiðirétt sem það getur nýtt sér, þrátt fyrir baráttu föðurlandssvikara í hópi íslendinga sem berst fyrir því að ESB fái hann.

Sigurgeir Jónsson, 4.8.2010 kl. 07:58

65 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 4.8.2010 kl. 08:00

66 identicon

Sigurgeir:  Þú ert nú svo sannarlega málefnalegur svona snemma dags.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 08:24

67 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Já við ESB

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 4.8.2010 kl. 12:02

68 Smámynd: Gunnlaugur I.

Til að enda þetta aðeins betur og virkilega í þágu þjóðarinnar.

Þá segi ég og mikill og yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar:

N E I   V I Р  E S B !

Á F R A M   Í S L A N D  -  E K K E R T   E S B !

Gunnlaugur I., 4.8.2010 kl. 14:29

69 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

NEI VIÐ ANDSINNUM!

ÍSLAND VERÐI ÞJÓÐ MEÐAL ÞJÓÐA!

JÁ VIÐ ESB!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.8.2010 kl. 14:44

70 Smámynd: Gunnlaugur I.

Já Ómar Bjarki þjóð meðal þjóða eins og  Grikkja, Letta, Ungverja og fleiri ESB þjóða sem öll eru á ASG spenanum og í helmingi verri málum en Ísland og ekkert öryggi af ESB aðild nema aldeilis síður sé !

Gunnlaugur I., 4.8.2010 kl. 16:45

71 identicon

Gunnlaugur:  Hvað er þetta eiginlega?  Er eitthvað hægt að líkja þessum löndum saman eða þá saman við Ísland?  Þetta sýnir að þjóðir innan jafn og utan eru ólík, enda er ESB bandalag ólíkra þjóða. 

Þú minntist nú sjálfur á það um daginn þegar þú minntist á Bretland og Spán.

Eigum við þá ekki líka að skoða þau ríki utan ESB sem eru á spenanum hjá AGS?

Þetta er svo mikill útúrsnúningur og kemur ESB alls ekkert við og þá meina ég alls ekkert.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband