2.8.2010 | 22:22
Nýtt frá Guðmundi Gunnarssyni
" Einungis með ESB aðild fær Ísland stuðning Evrópska Seðlabankans og aðeins þannig komum við krónunni inn fyrir EMR-2 vikmörkin og aðgang að fjármagni á viðunandi kjörum og á ásættanlegum tímaramma.
Það hefur margoft komið fram að hin Norðurlöndin hafa alltaf verið reiðubúin til að hjálpa okkur. Við erum ein skuldugasta þjóð í Evrópu með ónýtan gjaldmiðil sem meir að segja útvegsmenn vilja ekki nota. Við höfum glatað efnahagslegu sjálfstæði og höfum ekkert lánstraust erlendis og erum búinn að koma okkur í gjörgæslu AGS.
Við verðum að hafa efnahagslega burði til þess að geta nýtt auðlindir okkar og náð aftur upp lífskjörunum. Hvaða leið fóru Danir, Svíar og Finnar og hvar standa þeir nú? Þar hafa þúsundir heimila og fyrirtækja ekki farið á hausinn, þar varð ekki kerfishrun. Við erum það fámenn og með okkar ónýtu krónu og efnahagskerfi. Það er út í hött að bera okkur saman við Sviss og Noreg.
En álit Íslands fellur sífellt og við sjálf erum okkar verstu óvinir og erum að hrekja vel menntað fólk frá landinu. Okkur er lýst sem þrasandi þráhyggjumönnum, með sífelldar kröfur um sérstaka meðferð og gerum kröfur um að skattborgarar annarra landa axli byrðar sem eru afleiðingar glæfralegrar hægri sveigju með íslenska hagkerfið."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Það sem ég hef lesið um ERM2 fyrirkomulagið stangast á við hugmyndir íslendinga um að þar sé að finna skjól fyrir krónuna. Af lestri erlendra vefsíðna, t.d ESB sýnist mér þetta vera lokaferlið í upptöku evrunnar fyrir þau aðildarríki sem uppfylla öll skilyrðin fyrir upptöku hennar eða þykir sýnt að þau geri það innan þess reynslutíma sem er áskilinn innan ERM2.
Vissulega er evrópski seðlabankinn aðili að ERM2 en þau ríki sem þreyta þetta lokapróf inn í evruna þurfa samt að hafa gjaldeyrissjóði tiltæka enda ber seðlabanki viðkomandi aðildarríkis hita og þunga gengisbindingunni. Hugmyndin er að aðildarríkið sýni og sanni að rekstur þess sé stöðugur og sjálfbær yfir reynslutímann og að gengið sé raunsætt skiptagengi á móti evrunni þegar skipt er yfir í hana.
Skammt er að minnast þess að Lettland var komið inn í ERM2 þegar krísan stóra skall á og við það varð landið að leita á náðir IMF eftir lánum. M.a til að halda genginu þeirra vikmarka sem kveðið er á um í ERM2 Mig minnir að evrópusambandið hafi einnig veit neyðarlán til Lettlands í sama skyni en með skilyrðum. Punkturinn er að það var ekki evrópski seðlabankinn sem skaffaði Lettlandi fjármagn gegnum ERM2 kerfið.
Það væri mjög gott að fá það alveg á hreint hvort að þessi leið sem Guðmundur vísar til sé í raun og veru til staðar. Mér sýnist svo ekki vera og um sé að ræða mikinn misskilning á hlutverki og eðli ERM2 fyrirkomulagsins.
Ólafur Eiríksson, 2.8.2010 kl. 22:58
Matarreikningur Finna lækkaði um 11% þegar Finnland fékk aðild að Evrópusambandinu.
Verðbólgan myndi því minnka hér verulega við aðild Íslands að Evrópusambandinu.
"- matprisene falt i gjennomsnitt 11% da Finland ble EU-medlem i 1995 (årsak reduksjon i produsentprisen)
- fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%"
Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10
Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis var um 1,7% af landsframleiðslu á árunum 2000-2002 en 2% í Sviss, 1,5% í Noregi og 1,3% í Evrópusambandinu.
Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9
Útgjöld Evrópusambandsins til landbúnaðarmála eru tæpur helmingur af heildarútgjöldum sambandsins en útgjöld til byggðamála eru rúmlega þriðjungur af heildarútgjöldunum.
Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu
Íslenska krónan FÉLL UM 87% gagnvart evrunni frá maí 2006 til maí 2009, úr 93 krónum í 174 krónur HÉRLENDIS, en þá MEÐ GJALDEYRISHÖFTUM.
Og nú kostar evran um 157 krónur hérlendis, einungis 10% minna en í maí í fyrra, en evran kostaði um 280 krónur ERLENDIS í maí síðastliðnum, um 78% meira en hún kostar nú HÉRLENDIS.
Hagvísar Seðlabanka Íslands - Maí 2010, sjá bls. 20
Þar af leiðandi er ÚTILOKAÐ að gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni verði jafnhátt á næstu árum og það var fyrir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008.
Verðvísitala bíla hefur hækkað hér um 50% en bensíns og olía um 66% frá maí 2007, samkvæmt Hagstofu Íslands.
Íbúðalán hækka hér í samræmi við vísitölu neysluverðs, samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, og vísitalan hefur hækkað um 80% frá ársbyrjun 2001.
Og nú kaupum við landbúnaðarvörur hérlendis Í ÍSLENSKUM KRÓNUM en ekki evrum.
Innflutningur hér á áburði var gefinn frjáls þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.
Íslenskir bændur kaupa mikið af erlendum aðföngum, til að mynda olíu, dráttarvélar, illgresis- og skordýraeitur, tilbúinn áburð og kjarnfóður.
Og vegna gengishruns íslensku krónunnar hefur verð á íslenskum landbúnaðarvörum hækkað hér gríðarlega Í ÍSLENSKUM KRÓNUM undanfarin ár, sem hækkað hefur vísitölu neysluverðs og þar með verðtryggð lán.
Og frá maí 2006 til maí 2010 hækkaði vísitala neysluverðs hér um 41%.
Hrun í sölu dráttarvéla hérlendis
Hagþjónusta landbúnaðarins
Hagtölur landbúnaðarins 2010
Sænskir bændur og Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 23:10
LÁNTAKA HÉRLENDIS.
Frá maí 2006 til maí 2010 hækkaði vísitala neysluverðs hér um 41%, úr 258,9 í 365,3.
"Árið 1995 voru sett lög um vísitölu neysluverðs, nr. 12/1995 og leysti hún vísitölu framfærslukostnaðar af hólmi. Þá var jafnframt ákveðið með lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001 að nota vísitölu neysluverðs eina til verðtryggingar."
Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 23:11
KAUPMÁTTUR HÉRLENDIS.
Frá maí 2006 til maí 2010 LÆKKAÐI hér vísitala kaupmáttar launa um 9%, úr 113,9 í 103,9.
En á sama tíma HÆKKAÐI hér vísitala neysluverðs um 41%. (Sjá athugasemd hér að ofan.)
Hagstofa íslands - Vísitala kaupmáttar launa 1989-2010
Hagstofa Íslands - Vísitala neysluverðs 1988-2010
Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 23:13
SKULDIR ÍSLENSKRA HEIMILA SEM HLUTFALL AF RÁÐSTÖFUNARTEKJUM TVÖFALT MEIRI EN SPÆNSKRA HEIMILA
20.8.2009: "Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum voru 272% um síðustu áramót en til samanburðar var þetta hlutfall 178% árið 2000 og hefur því hækkað um 94%.
Skuldaaukning heimila hefur átt sér stað í flestum hagkerfum undanfarin ár en afar mismunandi er hversu skuldsett heimili í einstökum löndum eru. Skuldir íslenskra heimila eru hins vegar miklar og hlutfall skulda af ráðstöfunartekjum hátt í samanburði við önnur þróuð hagkerfi.
Þannig er þetta hlutfall að meðaltali 134% í Bandaríkjunum, 180% á Írlandi og 140% á Spáni, svo einhver lönd séu nefnd. [...]
Hærra skuldahlutfall gerir heimilin viðkvæmari fyrir breytingum í gengi, verðbólgu, vöxtum og tekjum."
Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum tvöfalt meiri en spænskra heimila
Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 23:14
ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.
"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.
Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."
Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána
Verðbólga og vextir á Evrusvæðinu
Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 23:16
Samtök iðnaðarins töldu árið 2002 að KOSTNAÐUR í íslenska hagkerfinu MINNKAÐI um allt að 44 milljarða króna Á ÁRI með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru.
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007
Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 23:17
FIMM MILLJARÐAR KRÓNA AF STUÐNINGI VIÐ ÍSLENSKAN LANDBÚNAÐ ERU GREIDDIR HÉR ÁRLEGA Í MATARVERÐI.
"Árin 1986-1988 nam opinber stuðningur við íslenska bændur (PSE) 75% af framleiðslu þeirra en hlutfallið lækkaði í 63% á árunum 2000-2002.
Þessum stuðningi má skipta í tvennt. Annars vegar eru bein fjárframlög frá hinu opinbera til bænda og hins vegar er framleiðslan vernduð gegn erlendri samkeppni.
Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.
Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.
Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.
Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.
Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur."
Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9
Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á þessu ári, 2010, eru um 5,6 milljarðar króna, sauðfjárframleiðslu um 4,2 milljarðar og grænmetisframleiðslu um hálfur milljarður, samtals um 10,3 milljarðar króna.
Og við þá upphæð bætist um einn milljarður króna vegna annarra landbúnaðarstyrkja úr ríkisjóði.
Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar eru því um 11,3 milljarðar króna á þessu ári, 2010.
Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69
En þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt MATVÆLAVERÐ HÉR HÆST Í EVRÓPU árið 2006, eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 23:19
UPPTAKA EVRU HÉRLENDIS.
Ísland GÆTI fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu, til dæmis í ársbyrjun 2013, EFTIR TVÖ OG HÁLFT ÁR, og tekið upp evru í ársbyrjun 2015, eftir fjögur og hálft ár.
Fyrst þarf hins vegar að semja um aðild Íslands að sambandinu, kynna hér aðildarsamninginn vel og halda loks þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn.
Eftirspurn er nú lítil hérlendis miðað við árin fyrir gengishrunið hér, verðbólgan var komin niður í 7,5% nú í maí, 5,7% í júní og 4,8% í júlí, en Seðlabanki Íslands spáir hér 3% verðbólgu á næsta ári og 2% árið 2012.
Vísitala neysluverðs í júlí 2010
Verðbólgu- og stýrivaxtamarkmiðið varðandi upptöku evru ætti því að nást hér árið 2012 en nú eru hér 8% stýrivextir og 1% á evrusvæðinu.
Stýrivextir verða því væntanlega lækkaðir hér enn frekar í næstu yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, 18. ágúst næstkomandi.
Halli á ríkissjóði 9,3% af landsframleiðslu árið 2009
Stefnt er að því að hér verði heildarjöfnuður ríkissjóðs orðinn jákvæður á árinu 2013 og til lengri tíma litið verði skuldsetning ríkissjóðs ekki meiri en 60% af vergri landsframleiðslu.
Seðlabanki Evrópu (The European Central Bank):
"The European System of Central Banks comprises the European Central Bank and the national central banks (NCBs) of all EU Member States (Article 107.1 of the Treaty) whether they have adopted the euro or not."
"To join the euro area, the 16 countries had to fulfil the convergence criteria:
the ratio of government debt to GDP exceeds a reference value (defined in the Protocol on the excessive deficit procedure as 60% of GDP), unless the ratio is sufficiently diminishing and approaching the reference value at a satisfactory pace."
Slóvenía fékk aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, tveimur mánuðum síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tók upp evru að tveimur og hálfu ári liðnu, í ársbyrjun 2007.
Economy of Slovenia
Malta og Kýpur fengu einnig aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, ári síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tóku upp evru um tveimur og hálfu ári síðar, í ársbyrjun 2008.
Economy of Malta
Economy of Cyprus
Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.
"Upptaka evru felur meðal annars í sér að enginn kostnaður fylgir því að skipta úr einum gjaldmiðli í annan og þar með yrðu viðskipti við evrulöndin ódýrari en viðskipti við önnur lönd, auk þess sem verðsamanburður yrði auðveldari.
Þá minnkar gengisáhætta sem getur leitt til meiri fjármagnsflutninga landa á milli og aukinn stöðugleiki fæst í gengismál. Afleiðingar þess gætu birst í formi lægra verðlags og hærri kaupmáttar.
Þá yrði Seðlabanki Evrópu bakhjarl þess gjaldmiðils sem Íslendingar notuðu og þar með spöruðust háar fjárhæðir, sem ella færu í að halda úti nauðsynlegum gjaldeyrisforða."
"Íslenska krónan er veruleg viðskiptahindrun í því opna viðskiptaumhverfi sem íslenskt atvinnulíf vinnur nú í."
"Gengissveiflur umfram það sem okkar viðskiptalönd búa við munu alltaf reynast íslenskum útflutningi fjötur um fót."
"Hér á landi má segja að séu notaðir 3-4 gjaldmiðlar, íslensk króna, verðtryggð og gengistryggð króna, evra og Bandaríkjadalur. Þetta hefur mikil áhrif á peningamálastjórnunina."
"Upptaka Bandaríkjadals hefði mun meiri stöðugleika í för með sér en honum yrði þó betur náð með upptöku evru, þar sem innflutningur og útflutningur til evrusvæðisins er hlutfallslega mestur þegar horft er til einstakra gjaldmiðilssvæða.
Að auki hefur Bandaríski seðlabankinn ekki gefið kost á að vera lánveitandi til þrautavara, sem er mikilvægt upp á fjármálastöðugleika að gera, á meðan Seðlabanki Evrópu gerir það gagnvart aðildarþjóðum Efnahags- og myntbandalags Evrópu og þar með ESB."
Gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins 2008, sjá bls. 20-27
14.6.2010: Svar viðskiptaráðherra á Alþingi um upptöku evru
Fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans í júní 2010
Þjóðhagsáætlun fyrir árið 2010
Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU)
Maastricht-skilyrðin
Who can join the euro area and when?
Gengissamstarf Evrópu - ERM II
Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.