Leita í fréttum mbl.is

Gautaborgarpósturinn fjallar um Ísland í leiðara

gpulqlc.pngOkkur barst ábending um leiðara Göteborgsposten (GP) frá því þann 30.júlí, en í honum er fjallað um Ísland og ESB.

Höfundur leiðarans finnur margt sameiginlegt með leið Svíþjóðar inn í ESB og þess sem er að gerast á Íslandi núna. Andstaða við ESB var mikil í Svíþjóð, en það hefur breyst og frá aldamótum hefur þeim fækkað stöðugt, sem eru á móti sambandinu.

Og myndin af ESB sem annaðhvort "himnaríki" eða "helvíti"er nú horfin og það finnst leiðarahöfundi jákvætt. ESB er orðið hluti af hversdagsleika Svía.

Svíar fengu sína "krísu" í kringum 1990, en þó var hún ekkert í samanburði við það KERFISHRUN sem varð hér. Leiðarahöfundur GP segir í lokin:

" Í krísunni bar nokkuð á því að stjórnmálamenn skelltu skuldinni á ESB, ef skera þurfti niður hjá ríki eða sveitarfélögum. Slíkir prettir eru sem betur fer liðin.

Þetta er álíka og þegar sumir segja að það sé fyrst og fremst Evrunni að kenna að hin ýmsu lönd í Evrópu lentu í efnahagserfiðleikum. Það er heimskara en heimskt."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

AFLI SPÆNSKRA SKIPA HEFUR MINNKAÐ MUN MEIRA EN BRESKRA SKIPA FRÁ ÁRINU 1986.

Árið 2007
var afli breskra skipa um 600 þúsund tonn, um 200 þúsund tonnum, eða 25% minni en þegar Spánn fékk aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu árið 1986.

Og árið 2007 var afli spænskra skipa um 800 þúsund tonn, um 400 þúsund tonnum, eða 33% minni en árið 1986.

Frakkland
stofnaði ásamt fleiri ríkjum Efnahagsbandalag Evrópu (EEC) árið 1957. Bretland og Danmörk fengu aðild að Efnahagsbandalaginu árið 1973 en Spánn og Portúgal árið 1986.

Fiskafli skipa í Evrópusambandinu árið 2005


FAO - Fiskafli árið 2007 - Country Profiles 24.6.2010

Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 23:54

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Man eftir að andstaðan við inngönguna hjá Svíum var umtalsverð. Þetta sem kemur fram í greininni er mjög í takt við mína tilfinningu fyrir gangi mála hér þegar frá líður. Það er heldur ekkert annað í stöðunni núna hjá okkur en að fara þarna inn. Hef ekki áhyggjur af samningagerðinni, við eigum að ná góðum samningum, erum með gott fólk í þessu og svo er EES samningurinn búinn fleyta okkur langt á veg í samningaferlinu nú þegar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.8.2010 kl. 01:06

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það hefur hvergi komið fram Hjá ESB að það eigi að semja um eitt né neitt við Íslandinga.Það hefur komið fram þar á bæ að um aðildarviðræður sé að ræða ekki, samningaviðræður við Íslendinga um breyitingar á reglum samnbandsins.Og nú líkir Svíinn Íslendingum við heimskingja.Það er stutt í hrokann hjá þjóð sem hefur talið sig herraþjóð Norðurlanda.Norðmenn eru þá væntanlega heimskingjar líka að áliti svíans.Og það lísir kanski vel gáfnafari þess fólks sem tekur undir þessa skoðun.

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2010 kl. 08:58

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Íslendingar eru allt öðru vísi en Svíjar og búa við allt öðru vísi hugsunarhátt og þjóðfélagsgerð.

Það hefur oft verið sagt um Svíja að hjá þeim sé "allt sé bannað nema að það sé sérstaklega leyft í lögum og ítrustu greglum"

Þeirra þjóðarsál sem í nokkrar kynslóðir er alin upp við mikla félagslega ríkisforsjá og svona "kassa" hugsunarhátt passar því ágætlega inní þetta staðlaða módel sem kerfiselíta ESB apparatsins reynir að smíða og móta umhverfi allra þegan ESB eftir jafnt og eftir þeirra stöðlum.

Það er því ekkert skrýtið að andstaðan hjá Svíjum dofni og menn venjist allt um lykjandi kerfinu og ESB reglufarganinu og tilskipununum.

Svona er þetta bara hugsa þeir, við kusum þetta naumlega yfir okkur einu sinni og um þetta verður aldrei kosið aftur.

Þetta er svona eins og í Sambandsríki Ráðstjórnarríkjanna, Sovétríkjunum gömlu að almenn andstaða við kerfið og systemið var alls ekki svo mikil lengst af.

Menn vöndust kerfinu og sættu sig yfirleitt við það, unnu með því þegjandi og hljóðalaust.

Einn og einn "svona öðruvísi" eins og Soceletsyn mótmæltu og þeir voru af kerfinu flokkaðir sem sérvitringar og úthrópaðir sem slíkir.

Alveg eins og ESB apparatið reynir að gera við gagnrýnendur ESB eins og Evrópuþingmanninn Daniel Hannan og aðra þá sem ekki ganga í takt við ESB valdaelítuna og lofa og prísa sjálft apparatið og fullkomleika þess.

Það kom leyniþjónustumönnum CIA mjög á óvart á sjötta áratug síðustu aldar þegar þeir reyndu með alls konar aðferðum að mæla andstöðu almennings við stjórnvöld að hún var sáralítil og sást varla.

Síðan vil ég benda ykkur og Hólmfríði Bjanadóttur á að andstaðan í Svíþjóð fyrir ESB umsóknina og fyrir kosningarnar þar var aldrei eins geysi öflug og yfirgnæafandi eins og hún er og hefur verið hér.

Það er því enginn hætta á öðru en við eigum að reka ESB óværuna af höndum okkar og það með yfirgnæfandi og afgerandi meirihluta þjóðarinnar.

Þá getið þið breytt þessara Evrópu síðu ykkar í matar uppskriftarsíðu og Hólmfríður Bjarnadóttir húsfreyja á Hvammstanga getur alveg örugglega lagt ykkur þar til eitt og annað.

Gunnlaugur I., 3.8.2010 kl. 09:11

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson

Leiðarahöfundur Gautaborgarpóstsins var að tala um umræðuna í Svíþjóð.


Hann segir því að sænskir skoðanabræður þínir séu heimskir.

Og lái honum hver sem vill.

En höfundurinn minnist nú ekkert á þig persónulega.

Ég keypti eitt sinn hreinræktaðan norskan skógarkött í Gautaborg.

Hann var rándýr.

här hemma - hér heima


"Under 1990-tals krisen här hemma förekom det att politiker skyllde på EU när man var tvungen att skära ned i kommuners eller statens ekonomi. Den typen av bondfångeri går inte längre.

Här finns en likhet mellan dem som påstår att det är främst eurons fel att flera av EU:s länder drabbats hårt av finanskrisen. Det är dummare än dumt."

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 09:27

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Breska hagkerfið óx um 1,1% á öðrum fjórðungi ársins, að sögn hagstofu landsins. Er þetta meiri hagvöxtur en reiknað var með en nú hefur landsframleiðslan vaxið þrjá ársfjórðunga í röð.

Ástæðan fyrir vextinum nú var einkum aukin starfsemi í fjármálaþjónustu, viðskiptum og byggingastarfsemi."

Áfram hagvöxtur í Bretlandi

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 09:38

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

UPPTAKA EVRU Í PÓLLANDI.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn
, Norðurlöndin og Pólverjar hafa lánað okkur Íslendingum gjaldeyri eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008.

16.12.2009:
"The year 2015 is more likely than 2014, but it's not like 2015 is a new date which would replace 2012, it's not that kind of target," [Polish Deputy Finance Minister Ludwik] Kotecki said in Otwock during his opening remarks of a Finance Ministry-organized seminar on the euro-adoption process."

Poland delays adoption of the Euro until 2015


6.5.2010:
"In January, [Polish Prime Minister Donald] Tusk vowed that euro-hopeful Poland would meet a key condition for joining the eurozone by reducing its public deficit to 3.0 percent of gross domestic product by the end of 2012.

Polish Prime Minister Donald Tusk


Brussels has given Poland, which joined the EU in 2004, until 2012 to rein in its public deficit under the 3.0 percent of GDP limit specified by the Maastricht Treaty governing criteria for entry into the eurozone."

Economy of Poland - Pólverjar eru um 38 milljónir


Economy of the European Union - The largest economy in the world


Íbúar á evrusvæðinu eru nú um 330 milljónir - Um 20 milljónum fleiri en íbúar Bandaríkjanna

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 09:44

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hagstofa Evrópusambandsins:

Industrial new orders up by 3.8% in euro area

Publish Date: 22-JUL-2010


Euro area annual inflation down to 1.4%
Publish Date: 14-JUL-2010

Euro area and EU27 GDP up by 0.2%

Publish Date: 07-JUL-2010


Volume of retail trade up by 0.2% in euro area
Publish Date: 05-JUL-2010

EU27 tax ratio fell to 39.3% of GDP in 2008

Publish Date: 28-JUN-2010

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 09:48

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eurostat Yearbook 2009 - Economy, sjá bls. 70:

"The GDP of the EU-27 was EUR 12 303 961 million in 2007, with the countries of the euro area accounting for a little under three quarters (72.5%) of this total.

The sum of the four largest EU economies (Germany, the United Kingdom, France and Italy) accounted for almost two thirds (64%) of the EU-27’s GDP in 2007."

"... a strong [US] dollar between 2001 and 2003 and a subsequent reversal to a strong euro thereafter ..."

"Having grown at an average rate of around 3% per annum during the late 1990s, real GDP growth slowed considerably after the turn of the millennium, to just above 1% per annum in both 2002 and 2003, before rebounding more strongly in 2006 and 2007 back to about 3% per annum."

[Rúmlega 1% hagvexti er spáð á evrusvæðinu á þessu ári, 2010, en 1,5% á næsta ári.]

Hagvísar Seðlabanka Íslands - Maí 2010, sjá bls. 24

"In recent years, labour productivity among those Member States that joined the EU since 2004, in particular the Czech Republic, Poland, Slovenia, Slovakia and the Baltic Member States has been converging quickly towards the EU-27 average."

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 09:50

16 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

steini br.Mér að norski skógarkötturinn hafi lítið gatað kennt þér, nema kannski skáldskap.

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2010 kl. 11:19

17 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera getað.Og þú ert gott skáld steini br.

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2010 kl. 11:20

18 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera getað kennt.Þú fyrirgefur steini br.

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2010 kl. 11:21

19 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera sýnist steini br.Þú ert betur gefinn en norski skógarkötturinn og skilur þetta.Og sem fyrrverandi blaðamaður og aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins veist þú að svona getur gerst í fljótfærni.Og ég treka þakklæti mitt til þín fyrir að upplýsa mig um ESB.Ég var fylgjandi því að Ísland gengi í ESB en þú hefur leitt mer fyrir sjónir að það á Ísland ekki að gera.Hafðu þökk fyrir.Ég bið að heilsa norska skógarkettinum og legg til að þú hlustir betur á hann.

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2010 kl. 11:29

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson

Ég segi ALLTAF sannleikann.

Eitt sinn skrifaði ég veitingahúsagagnrýni í Morgunblaðið og veitingastaðnum var lokað viku síðar.

Fyrirsögnin var svona:

Súpan og sósan til mikillar fyrirmyndar.


Illugi Jökulsson
var mjög hrifinn af þessari gagnrýni.

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 11:48

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það eralveg fráleitt og uber-fáránlegt  sjá éinhvern hald því fram aðsvíar séu með kassa hugsun eða lokaðir inní staðlaðri hugsun - og íslendingar séu þá öðruvísi og miklu frjálslegri býst eg við.

Það er bara átakanlegt að sjá svona vitleysu.

Þetta einmitt við íslendia (sérstaklega fyrr á tímum,  Skal e´kki fullyrða alveg um núverandi stöðu)

Íslendingar voru svo einangraðir og uppfullir af staðlari hugmyndafræði um sjálfan sig og heiminn að nánast einsdæmi var í vestrænu samhengi.  Hérna stjórnaði ríkið öllu nánast.  Öllu.  Og vel var passað uppá að form og kassar væru um hegðan manna og hugsun í hvívetna.

Einn gaur sem fór í skóla Svíþjoð um 1970 lýsti þessu ágætlega.  Eitthvað á þá leið að ið að kynast sænska mentalítetinu og menningu og víðsýni þeirra - þá hafi íslenska mótunin og kassahugsunin eins og lekið út um annað eyrað!  Og mikill léttir varð  á eftir líkt og um læknisaðgerð hafi verið að ræða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.8.2010 kl. 15:26

23 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Stjórnar ekki ríkið öllu nú.En sænska kratahugsunin er að allir evrópskir kratar sameinist í einu ríki.Það er sama hugsunin og íslenskir kratar hafa.Og ESB.Það er hugsjón út af fyrir sig. en að tala niður til þeirra sem eru ekki sammála og segja að þeir séu heimskir er ekki boðlegt.Og síðan éta undirlæjur ESB á íslandi þetta upp.Og þessi hugsjón um evrópska stórríkið er ekki ný eins og allir vita.Það er örugglega ekki verra fyrir frið í Evrópu að þessi gömlu græðgisríki sameinist í eitt ríki.En að saka okkur íslendinga sem erum ekki sammála því að viða eigum að liggja hundflatir fyrir þessari hugsun og biðja á hnjánum um að fara þarna inn, um heimsku er ekkert annað en hroki af verstu gerð.Og lýsir manngerð þeirra sem láta sér slikt um munn fara, og ekki síður þeirra sem éta það upp eftir þeim í hrifningu.

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2010 kl. 16:27

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson

Evrópusambandið er ENGAN VEGINN eitt ríki, Ísland varð SJÁLFSTÆTT ríki 1. desember 1918 og verður það áfram, enda þótt landið fái aðild að Evrópusambandinu.

Þetta hefur verið MARGSANNAÐ hér, til dæmis undanfarna daga, en þið samþykkið að sjálfsögðu engar sannanir. "Jörðin er flöt", segir Sigurgeir Jónsson með spekingslegum svip og tekur í nefið.

Nær öll Evrópuríki
, sem geta gengið í Evrópusambandið, hafa nú þegar fengið aðild að sambandinu vegna þess að þau hafa SJÁLF óskað þess og enn fleiri eru á leiðinni í sambandið.

En það finnst ykkur að sjálfsögðu heimskulegt og þar með eru flestallir Evrópubúar orðnir kratar í ykkar augum.

Kínverska kommúnistaflokkinn elskið þið hins vegar út af lífinu og viljið eiga sem mest samskipti við hann.

ALLT NEMA EVRÓPU og ÞETTA REDDAST Í KÍNA eru greinilega ykkar kjörorð.

Þingmenn úr ÖLLUM íslenskum flokkum, sem fengu menn kjörna á Alþingi í fyrra, hafa óskað eftir aðildarviðræðum við Evrópusambandið og hér verður kosið um aðildarsamninginn Í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU.

RANGFÆRSLUR ykkar andstæðinga Evrópusambandsins eru orðnar LANGUR listi.

Og þið haldið hér
endalausar pólitískar ræður í anda Fidels Castro, í stað þess að reyna að færa RÖK fyrir máli ykkar.

En það er náttúrlega ekki hroki af ykkar hálfu.

Við Íslendingar erum hins vegar Evrópumenn og verðum það áfram.

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 18:11

25 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Steini, raunverulegt sjálfstæði okkar þjóðar kom 17. júní 1944 og þess vegna er þetta OKKAR þjóðhátíðardagur ! Frá 1918 til 1943 vorum við "Kingdom of Iceland" semsagt beintengd dönsku krúnunni, en Íslendingar báðu dani um að marka okkar utanríkisstefnu gagnvart öðrum þjóðum en Danmörku. Þú hlýtur að vita af þessu en heldur enn áfram með að við fengum sjálfstæði 1918.

17. júni 1944 varð Ísland formlega sjálfstæð þjóð með eigin forseta og stjórnarskrá.. Hættu þessu bulli svo

Charles Geir Marinó Stout, 3.8.2010 kl. 18:40

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland varð SJÁLFSTÆTT og fullvalda ríki 1. desember 1918.

"Íslendingar fengu forræði utanríkismála sinna 1918.

Þau heyrðu í upphafi undir forsætisráðherra, sem þá var Jón Magnússon, og frá árinu 1929 var starfrækt sérstök utanríkismáladeild við forsætisráðuneytið.

Árið 1940 tóku Íslendingar alfarið meðferð utanríkismála í sínar hendur og utanríkismáladeildinni var breytt í ráðuneyti.


Lög voru sett um utanríkisráðuneyti Íslands og fulltrúa þess erlendis strax á árinu 1941."

Utanríkisþjónustan


Eftir
1. desember 1918 fór Danmörk með utanríkismál Íslands Í UMBOÐI ÍSLENSKA RÍKISINS en Danmörk var hernumin af Þýskalandi 9. apríl 1940 og Ísland var hernumið af Bretlandi mánuði síðar, 10. maí.

Þýskaland
virti hins vegar HLUTLEYSI ÍSLENSKA RÍKISINS öll styrjaldarárin.

Í a
thugasemdum DÖNSKU nefndarmannanna um Sambandslagasamninginn 1918 segir meðal annars:

"Ísland myndi samkvæmt þessu verða frjálst og sjálfstætt land [...] og þannig eins og Danmörk sérstakt ríki með fullræði yfir öllum málum sínum [...]"

Og í athugasemdum dönsku OG íslensku nefndarmannanna um Sambandslagasamninginn segir meðal annars:

"Um 6. gr. Sjálfstæði landanna hefur í för með sér sjálfstæðan ríkisborgararétt."

Ísland var því sjálfstætt ríki og Íslendingar íslenskir ríkisborgarar eftir 1. desember 1918.

"Um 19. gr. Yfirlýsing Íslands um ævarandi hlutleysi hvílir á því að samkvæmt eðli þessara sambandslaga getur annað landið verið hlutlaust þó að hitt lendi í ófriði."

Sambandslagasamningurinn 1918:


"7. gr. Danmörk fer með utanríkismál Íslands í umboði þess. [...]"

"19. gr. Danmörk tilkynnir erlendum ríkjum að hún samkvæmt efni þessara sambandslaga hafi viðurkennt Ísland fullvalda ríki og tilkynnir jafnframt að Ísland lýsi yfir ævarandi hlutleysi sínu [...]"

Sveinn Björnsson
var fyrsti forseti Íslands 1944-1952 en var þó aldrei kjörinn forseti af íslensku þjóðinni í kosningum.

Sveinn sat í bæjarstjórn Reykjavíkur 1912-1920 en þá var hann skipaður sendiherra í Danmörku og gegndi því embætti til ársins 1924 en svo aftur 1926-1941.

Grænlendingar eru
eins og Færeyingar danskir ríkisborgarar.

Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn
"veitir fyrirsvar gagnvart Danmörku (þ.m.t. Grænlandi)".

"Sendiráð Íslands í London var opnað árið 1940."

"Stjórnmálasamband milli Íslands og Svíþjóðar var stofnað 27. júlí 1940."

"The Embassy of Iceland in Washington D.C. opened in 1941 and was among the first Embassies opened by Iceland, see Iceland and the US."

"Sendiráð Íslands í Moskvu var opnað 1944."

Færeyingar og Grænlendingar eru danskir ríkisborgarar
, en EKKI færeyskir og grænlenskir ríkisborgarar, þar sem Færeyjar og Grænland eru HLUTI AF konungsríkinu Danmörku.

Færeyjar
opnuðu hins vegar svokallaða sendistofu 15. september 2007 í Reykjavík en EKKI sendiráð.

Sendistofa Færeyja í Reykjavík opnuð


Representation of the Faroes in Reykjavík


Ísland getur því ekki heldur verið með sendiráð og sendiherra í Færeyjum.  Aðalræðismaður Íslands í Færeyjum, en ekki sendiherra, er Albert Jónsson.

"Aðalræðisskrifstofa Íslands í Færeyjum var opnuð 1. apríl 2007."

Ísland varð SJÁLFTÆTT RÍKI 1. desember 1918, var þar af leiðandi eftir það EKKI hluti af konungsríkinu Danmörku og frá þeim tíma hafa Íslendingar verið ÍSLENSKIR RÍKISBORGARAR.

Ísland hefur því verið SJÁLFSTÆTT RÍKI Í TÆPA ÖLD.

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 20:14

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í athugasemdum dönsku nefndarmannanna um Sambandslagasamninginn 1918 segir meðal annars:

"Ísland myndi samkvæmt þessu verða frjálst og sjálfstætt land [...] og þannig eins og Danmörk sérstakt ríki með fullræði yfir öllum málum sínum [...]"

Og í athugasemdum dönsku og íslensku nefndarmannanna um samninginn segir meðal annars:

"Um 6. gr. Sjálfstæði landanna hefur í för með sér sjálfstæðan ríkisborgararétt."

"Um 19. gr. Yfirlýsing Íslands um ævarandi hlutleysi hvílir á því að samkvæmt eðli þessara sambandslaga getur annað landið verið hlutlaust þó að hitt lendi í ófriði."

Sambandslagasamningurinn 1918:


"1. gr. Danmörk og Ísland eru frjáls og fullvalda ríki í sambandi við einn og sama konung [...]"

"7. gr. Danmörk fer með utanríkismál Íslands í umboði þess. [...]"

Sveinn Björnsson varð fyrsti sendiherra Íslands árið 1920.

"8. gr. Danmörk hefur á hendi gæslu fiskveiða í íslenskri landhelgi undir dönskum fána þar til Ísland kynni að ákveða að taka hana í sínar hendur, að öllu eða nokkru leyti, á sinn kostnað."

Íslensk landhelgisgæsla hófst upp úr 1920
og þá með leiguskipum en 23. júní 1926 kom til landsins fyrsta varðskipið sem smíðað var fyrir Íslendinga, gufuskipið Óðinn.

"9 gr.  Myntskipun sú sem hingað til hefur gilt í báðum ríkjum skal vera áfram í gildi meðan myntsamband Norðurlanda helst.

Ef Ísland kynni að óska að stofna eigin peningasláttu verður að semja við Svíþjóð og Noreg um það hvort mynt sú sem slegin er á Íslandi skuli vera viðurkenndur löglegur gjaldeyrir í þessum löndum."

Árið 1885
var landsstjórninni heimilað með lögum að gefa út íslenska peningaseðla í nafni landssjóðs fyrir allt að hálfri milljón króna og skyldi það verða fyrsta starfsfé Landsbanka Íslands.

Danir
, Norðmenn og Svíar stofnuðu Norræna myntbandalagið árið 1873 og íslensk myntlög voru sett árið 1925.

"10. gr. Hæstiréttur Danmerkur hefur á hendi æðsta dómsvald í íslenskum málum þar til Ísland kynni að ákveða að stofna æðsta dómstól í landinu sjálfu. [...]"

Einari Arnórssyni prófessor var falið að semja frumvarp til laga um Hæstarétt Íslands, sem lagt var fyrir Alþingi árið 1919 og samþykkt þar óbreytt að mestu leyti.

"19. gr. Danmörk tilkynnir erlendum ríkjum að hún samkvæmt efni þessara sambandslaga hafi viðurkennt Ísland fullvalda ríki og tilkynnir jafnframt að Ísland lýsi yfir ævarandi hlutleysi sínu [...]"

Þýskaland viðurkenndi hlutleysi Íslands í Seinni heimsstyrjöldinni, öll styrjaldarárin, en setti hafnbann á Bretland, sem íslensk skip virtu ekki.

Sambandslagasamningurinn 1918

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 20:16

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

"1. desember 1918
Ísland verður fullvalda ríki. Íslendingar öðlast forræði utanríkismála sinna. Stefnan í utanríkismálum er ákveðin af ríkisstjórninni en framkvæmd af dönsku utanríkisþjónustunni í umboði Íslendinga. Utanríkismálin heyra undir forsætisráðherra, Jón Magnússon. Kveðið er á um hlutleysi Íslands í sambandslagasamningi við Danmörku.

1918-1940

Nokkrir íslenskir viðskiptaerindrekar störfuðu erlendis milli heimsstyrjaldanna.

4. ágúst 1919

Danir skipa fyrsta erlenda sendiherrann á Íslandi, J.E. Bøggild, sem var af íslenskum ættum.

16. ágúst 1920

Fyrsta sendiráð Íslands er opnað í Kaupmannahöfn. Sveinn Björnsson, síðar forseti Íslands, er skipaður fyrsti sendiherra Íslands.

26. júní 1921

Kristján X., konungur Danmerkur og Íslands, heimsækir Ísland í fyrsta sinn.

1921

Lárus Jóhannesson, lögfræðingur, er ráðinn til starfa hjá forsætisráðherra í tvær klukkustundir á dag til þess að annast utanríkismál. Hann er fyrsti starfsmaður Stjórnarráðs Íslands sem annast þau sérstaklega.

1924-1926

Staða sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn er lögð niður af sparnaðarástæðum og endurvakin á ný. Sveinn Björnsson fer til Íslands en Jón Krabbe er forstöðumaður á meðan.

1. febrúar 1925

Stefán Þorvarðsson, lögfræðingur, síðar fyrsti skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins, gerist starfsmaður í dönsku utanríkisþjónustunni. Fleiri Íslendingar fylgja í kjölfarið, Pétur Benediktsson 1930, Svanhildur Ólafsdóttir 1933, Vilhjálmur Finsen 1934, Agnar Kl. Jónsson 1934, Helgi P. Briem 1935, Gunnlaugur Pétursson 1939 og Henrik Sv. Björnsson 1939.

1927

Jón Þorláksson, forsætisráðherra, áskilur Íslendingum réttindi á Jan Mayen til jafns við aðrar þjóðir.

1928

Utanríkismálanefnd Alþingis stofnuð. Fyrstu nefndarmennirnir voru Benedikt Sveinsson, sem var formaður, Jón Þorláksson, Ásgeir Ásgeirsson, Sigurður Eggerz, Bjarni Ásgeirsson, Ólafur Thors og Héðinn Valdimarsson.

1930

Alþingishátíð vegna 1000 ára afmælis Alþingis. Fjöldi erlendra gesta kemur til Íslands.

30. janúar 1934

Vilhjálmur Finsen, ritstjóri, er skipaður "attaché" við danska sendiráðið í Ósló, fyrsti fulltrúi Íslands við danskt sendiráð.

20. mars 1938

Stofnuð er utanríkismáladeild í Stjórnarráðinu, fyrsta starfseining þess sem fjallar um utanríkismál og hún heyrir undir forsætisráðherra. Stefán Þorvarðsson verður fyrsti yfirmaður hennar.

1939

Síðari heimsstyrjöldin hefst.

1939-1940

Ísland tekur þátt í heimssýningu í fyrsta sinn, sem haldin er í New York.

9. apríl 1940

Þjóðverjar ráðast inn í Danmörku.

10. apríl 1940

Ísland tekur meðferð utanríkismála í eigin hendur. Utanríkismáladeild Stjórnarráðsins er gerð að utanríkisráðuneyti, sem er upphaf íslensku utanríkisþjónustunnar.

23. apríl 1940

Aðalræðisskrifstofa Íslands er opnuð í New York. Hún er fyrsta sendiskrifstofan sem opnuð er eftir að utanríkisþjónustan verður til. Vilhjálmur Þór er skipaður aðalræðismaður, fyrsti ræðismaður Íslands. Hann verður síðar utanríkisráðherra.

27. apríl 1940

Ísland opnar sendiráð í London. Og sendiráð er opnað í Stokkhólmi skömmu síðar, í Washington 1941 og Moskvu 1944.

10. maí 1940

Bretar hernema Ísland.

8. júlí 1940

Stefán Jóh. Stefánsson verður fyrsti utanríkisráðherra Íslands. Bráðabirgðalög eru sett um utanríkisþjónustu erlendis.

1940

Á fyrsta starfsári utanríkisþjónustunnar er staðan þessi: Sendiráð: 3. Ræðisskrifstofa: 1. Starfsmenn í ráðuneytinu: 5. Launaðir starfsmenn erlendis: 15. Starfsmenn samtals: 20.

15. febrúar 1941

Lög sett um utanríkisráðuneyti Íslands og fulltrúa þess erlendis.

17. júní 1941

Sveinn Björnsson, sendiherra, kjörinn ríkisstjóri Íslands.

1. júlí 1941

Samningur er gerður við Bandaríkin, meðal annars um varnir landsins, viðurkenningu á frelsi og fullveldi þess, að sjá landinu fyrir nægum nauðsynjavörum á stríðstímanum og tryggja siglingar að og frá landinu.

16. ágúst 1941

Churchill, forsætisráðherra Breta, kemur til Íslands eftir að hafa undirritað Atlantshafssáttmálann með Roosevelt, Bandaríkjaforseta. Sáttmálinn markaði upphafið að stofnun Sameinuðu þjóðanna 1945.

17. janúar 1942

Ólafur Thors verður utanríkisráðherra í fyrra skiptið.

1942

Fyrsta kjörræðisskrifstofa Íslands er stofnuð í Winnipeg. Grettir Leó Jóhannsson verður fyrsti kjörræðismaður Íslands. Í utanríkisráðuneytinu er stofnuð upplýsingadeild undir stjórn Agnars Kl. Jónssonar og hann verður jafnframt fyrsti deildarstjóri ráðuneytisins.

16. desember 1942

Vilhjálmur Þór verður utanríkisráðherra."

Utanríkisþjónustan

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 20:19

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands:

22. gr.
"Staðfesting konungs þarf til þess að nokkur samþykkt Alþingis fái lagagildi. Konungur annast birtingu laga og framkvæmd.

Nú hefur konungur eigi staðfest lagafrumvarp, sem Alþingi hefur samþykkt, áður en næsta reglulegt Alþingi kemur saman og er þá frumvarpið niður fallið."

Konungur synjaði hins vegar íslenskum lagafrumvörpum ekki staðfestingar eftir að Sambandslögin tóku gildi 1. desember 1918.


"Samtal Matthíasar Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, við dr. Bjarna Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, sem birt var í Morgunblaðinu 9. júní 1968, í aðdraganda forsetakosninga, [...]

Bjarni víkur í viðtalinu að synjunarákvæðinu í stjórnarskránni frá 1944 og greinir þar frá ástæðum þess að það var sett inn í stjórnarskrána, en þess má geta að Bjarni átti sæti í nefndinni sem samdi tillögurnar að lýðveldisstjórnarskránni. Bjarni segir:

"Í stjórnarskránni er forsetanum að nafni eða formi til fengið ýmislegt annað vald, þar á meðal getur hann knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvarp með því að synja frumvarpinu staðfestingar.

Þarna er þó einungis um öryggisákvæði að ræða, sem deila má um hvort heppilegt hafi verið að setja í stjórnarskrána. Aldrei hefur þessu ákvæði verið beitt og sannast sagna á ekki að beita því þar sem þingræði er viðhaft."

Synjunarvald forseta Íslands skýrist eingöngu af tímabundnu ástandi 1942-1944


Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands


Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands í upprunalegri mynd - Forseti í stað konungs

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 20:21

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ísland varð SJÁLFSTÆTT og fullvalda ríki 1. desember 1918 og fékk þá í hendur æðsta vald Í ÖLLUM málum sínum, þar á meðal utanríkismálum. En samið var um að Danir færu með utanríkismálin í umboði íslensku ríkisstjórnarinnar."

Meðferð utanríkismála - Utanríkisráðuneytið

Ísland var ekki í konungsríkinu Danmörku frá 1. desember 1918 til 17. júní 1944, heldur var það konungsríkið Ísland sem fékk nýja stjórnarskrá árið 1920 til að endurspegla þær miklu breytingar sem höfðu orðið á stjórnskipun þess. Og sú stjórnarskrá var kölluð Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands.

Eina raunverulega breytingin
sem varð hér 17. júní 1944 var að þá kom forseti  í stað kóngs eða drottningar en íslenska þjóðin kaus þó ekki forseta fyrr en árið 1952, þegar Ásgeir Ásgeirsson varð forseti. Sveinn Björnsson varð fyrsti sendiherra Íslands árið 1920 og varð hér ríkisstjóri árið 1941.

Bók um sambandslögin frá 1918 eftir Matthías Bjarnason


"Í formála bókarinnar er það rifjað upp að Alþingi var kvatt saman tvívegis á árinu 1918 og var frumvarp dansk-íslensku samninganefndarinnar, sem nefndin undirritaði 18. júlí það sama ár og ráðuneyti Íslands féllst á þann sama dag, samþykkt óbreytt 9. september með atkvæðum 37 þingmanna, en tveir voru á móti.

Þjóðaratkvæðagreiðsla
fór fram 19. október og voru lögin samþykkt með 12.411 atkvæðum gegn 999. 43,8% kjósenda greiddu atkvæði. [...] Dagurinn 1. desember 1918 var lokadagur í þeim árangri að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki."

Frá árinu 1944 þar til nú í ár voru hér ENGAR þjóðaratkvæðagreiðslur
, ekki einu sinni um aðild Íslands að NATO eða Evrópska efnahagssvæðinu, en frá árinu 1908 til 1944 voru hér sex þjóðaratkvæðagreiðslur.

Þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi


Það var ekki fyrr en á árinu 1948 að íslenska ríkið eignaðist höfundarrétt að laginu við íslenska þjóðsönginn og að ljóðinu ekki fyrr en árið 1949.

Íslenski þjóðsöngurinn


Og lög um þjóðsönginn voru ekki sett fyrr en árið 1983.

Lög um þjóðsöng Íslendinga nr. 7/1983


Íslenski fáninn


"The new flag of 1915 had a blue field with a red cross bordered in white. It is this flag that is used today. The design was proposed by Matthias Thordarson. He explained the colours as blue for the mountains, white for ice and red for fire [...]

The flag was officially accepted by the king 30 November 1918
and adopted by law as the national flag the same day. It was first hoisted (as a state ensign) 1 December 1918. On this day Iceland became a separate kingdom united with Denmark under one king."

The flag of 1915


Landvættaskjaldarmerkið
var tekið upp með konungsúrskurði 12. febrúar 1919 sem er á þennan veg: "Skjaldarmerki Íslands skal vera krýndur skjöldur og á hann markaður fáni Íslands. Skjaldberar eru hinar fjórar landvættir þannig: dreki, gammur, uxi og risi."

Og svokallaður Þjóðargrafreitur á Þingvöllum var vígður 27. janúar 1940 í tilefni af útför Einars Benediktssonar skálds.

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 20:23

31 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

"The Act of Union, an agreement with Denmark signed on 1 December 1918, valid for 25 years, recognised Iceland as a fully sovereign state in a personal union with the King of Denmark. Iceland's status became comparable with that of countries that belong to the Commonwealth Realms—members of the Commonwealth of Nations whose sovereign is the Queen of the United Kingdom of Great Britain and Northern Ireland. The Government of Iceland took control of its foreign affairs and established an embassy in Copenhagen. However, it requested that Denmark implement Icelandic foreign policy toward countries other than Denmark. Danish embassies around the world then displayed two coats of arms and two flags: those of the Kingdom of Denmark and Kingdom of Iceland.

During World War II, Iceland joined Denmark in asserting neutrality. After the German occupation of Denmark on 9 April 1940, Althingi (Parliament) declared that the Icelandic Government should assume the Danish king's duties and take over implementation of foreign affairs and other matters previously handled by Denmark at Iceland's request. A month later, British Armed Forces occupied Iceland, violating Icelandic neutrality. In 1941, the occupation of Iceland was taken over by the United States so that Britain could use its troops elsewhere.

On 31 December 1943, the Act of Union Agreement expired after 25 years. Beginning on 20 May 1944, Icelanders voted in a four-day plebiscite on whether to terminate the personal union with the King of Denmark and establish a republic.[24] The vote was 97% in favour of ending the union and 95% in favour of the new republican constitution. Iceland formally became a republic on 17 June 1944, with Sveinn Björnsson as the first President."

http://en.wikipedia.org/wiki/Iceland

Og hættu að dæla inn quotes til að láta þig líta vel út, þetta er þreytt!

Charles Geir Marinó Stout, 3.8.2010 kl. 20:25

32 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Þetta gerist ekki einfaldara !

Charles Geir Marinó Stout, 3.8.2010 kl. 20:25

34 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Þú ert alveg ótrúlegur Steini.. Ísland varð ekki sjálfstætt 1918, heldur FULLVALDA ! Þú þarft að hafa skilning á því hvað það þýðir að vera fullvalda áður en þú byrjar að dæla svona vitleysu um netið.

http://is.wikipedia.org/wiki/Fullveldi

Charles Geir Marinó Stout, 3.8.2010 kl. 20:55

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland varð BÆÐI sjálfstætt og fullvalda ríki 1. desember 1918.

Ég er með háskólapróf í stjórnskipunarrétti.

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 22:06

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Alþingi fékk árið 1874 takmarkað löggjafarvald með þjóðhöfðingjanum, konungi Danmerkur, en frá 1904 varð Alþingi aðalhandhafi löggjafarvalds á Íslandi í sérmálum landsins og frá 1. desember 1918 hafði Alþingi fullt og óskorað löggjafarvald.

Konungur Danmerkur beitti ALDREI persónulegu synjunarvaldi sínu á Íslandi eftir að landinu var sett stjórnarskrá 1874.

Hins vegar var 91 lagafrumvarpi synjað staðfestingar fram til 1904 en það var gert að ráði og Á ÁBYRGÐ Íslandsráðherrans (Íslandsráðgjafans), sem sat í Kaupmannahöfn.

Eftir að heimastjórn og þingræði komst á 1904 synjaði konungur EKKI staðfestingar á lagafrumvarpi.

Á tímabilinu frá 1918 til 10. apríl 1940, er Danmörk var hernumin, neitaði konungurinn ALDREI að staðfesta lagafrumvarp sem Alþingi hafði samþykkt og sú venja breyttist ekki neitt á árunum fram að lýðveldisstofnun, þ.e. í tíð ríkisstjórans.

Á þessu tímabili verður að líta svo á að sama meginregla hafi gilt á Íslandi og í Danmörku um meðferð þjóðhöfðingja þessara tveggja ríkja á synjunarvaldi sínu.

ÞAÐ VAR EKKI HANS PERSÓNULEGA ÁKVÖRÐUN, heldur var það að tillögu ráðherra og á hans ábyrgð.

Mikilvægt er að Í ÞINGRÆÐISRÍKI jafngildir neitun þjóðhöfðingja á staðfestingu laga, á ábyrgð ráðherra, í raun AÐ VERIÐ SÉ AÐ FARA GEGN MEIRI HLUTA ÞJÓÐÞINGSINS," segir Þórður Bogason [lögmaður í grein um forseta Íslands í afmælisriti Gunnars G. Schram, prófessors í lögum við Háskóla Íslands].

"Fræðimenn sem fjalla um mögulegt vald forseta og sögu stjórnarskrárákvæðanna eru yfirleitt á einu máli um að nauðsynlegt sé að skoða 13. grein stjórnarskrárinnar til samanburðar, þar sem segir: "Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt."

Gunnar Helgi Kristinsson
[Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands,] bendir á í áðurnefndu riti sínu um þróun íslensku stjórnarskrárinnar að 13. greinin hafi staðið óbreytt frá 1944 og hafi hún efnislega að mestu verið komin í núverandi horf árið 1920.

Í þeirri grein er vísað til konungs og segir Gunnar Helgi að hún sé að mestu bein þýðing á samsvarandi grein úr dönsku stjórnarskránni.

Gunnar Helgi heldur því fram í umfjöllun sinni um uppruna 26. greinarinnar að nauðsynlegt virðist að forseti taki skýra afstöðu GEGN viðkomandi lögum, ef hann vill synja um undirskrift þeirra.

"Ef forseti ætti hins vegar að vera sá aðili innan stjórnkerfisins sem hefði það hlutverk að ákveða hvenær þjóðaratkvæðagreiðslur færu fram, án þess að hans eigin afstaða lægi fyrir, þyrfti að breyta greininni.

Slíka breytingu var að finna í stjórnarskrárfrumvarpinu 1983
, þar sem gert var ráð fyrir að forseti gæti óskað þjóðaratkvæðagreiðslu ÁÐUR EN hann tæki ákvörðun um staðfestingu.

Þær tillögur urðu ekki að veruleika og greinin hefur verið óbreytt frá 1944," segir Gunnar Helgi.

Ólafur Jóhannesson
, lagaprófessor og forsætisráðherra, benti á í riti sínu Stjórnskipun Íslands, sem notað var við kennslu í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands um áratugaskeið, að kanna verði samstætt ákvæði stjórnarskrárinnar þegar virða eigi hvert vald forseta Íslands sé í raun og veru, og gaumgæfa verði þingræðisregluna.

"Það ber að hafa í huga, að þó að forsetastaðan sé hér á landi fyrst og fremst táknræn tignarstaða, er forsetinn jafnframt eins konar öryggi í stjórnkerfinu og getur komið til hans kasta, ef stjórnkerfið að öðru leyti verður óstarfhæft," sagði Ólafur Jóhannesson."

Synjunarvald forseta Íslands skýrist eingöngu af tímabundnu ástandi 1942-1944


Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands


Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands í upprunalegri mynd - Forseti í stað konungs

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 22:12

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þar að auki hef ég engan áhuga á að deila um þessi mál við 19 ára gutta á Grenivík, sem þykist vita allt betur en fullorðið fólk.

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 22:21

38 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Ég mæli sterklega með því að þú takir söguáfangana aftur Steini, því íslendingar létu dani sjá um utanríkismál okkar fram að 1944 og viðurkenndu danakonung sem ÞJÓÐHÖFÐINGJA FRAM AÐ 1944, ergo Ísland varð ekki SJÁLFSTÆTT fyrr en 1944.

Charles Geir Marinó Stout, 3.8.2010 kl. 22:24

39 Smámynd: Þorsteinn Briem

Charles.

Ég er með háskólapróf í stjórnskipunarrétti.

Ég er ekki í sögu í menntaskóla eins og þú.

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 22:30

40 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Þú bara getur ekki viðurkennt að þú hafir rangt fyrir þér ! Aldur skiptir engu máli í þessu máli.. Það er viðurkennd staðreynd að Ísland varð sjálfstætt 1944 !

Hvaða máli skiptir það hvar ég bý ? er ég ekki jafn upplýstur um málefni líðandi stundar eða sögu ÍSlands sökum hvar ég bý ? Það er eins skýrt og heiðskýr dagur að þú hefur vitlaust fyrir þér í þessum málum en hroki þinn leyfir þér ekki að sætta þig við það að þú hafir vitlaust fyrir þér og einhver gutti frá grenivík viti betur um þetta heldur en þú. Það hlýtur að naga þig inn að beini ekki satt ?

Charles Geir Marinó Stout, 3.8.2010 kl. 22:30

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

Charles.

Hvað skrifaði ég síðast?!

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 22:32

42 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Einhvern tíman hefur þú verið í framhaldsskóla ekki satt ? er það kannski orðið allt of langt síðan að þú hafir gleymt því sem þú lærðir þar ? eða í grunnskóla ?

Mér er alveg NÁKVÆMLEGA sama í hverju þú hefur próf í því þú hefur rangt fyrir þér í þessum efnum ! Það er á kristaltæru að þú þarft að taka einhverja söguáfanga til þess að endurvekja minni þitt í þessum málum.. Vertu maður og viðurkenndu að þú hafir rangt fyrir þér..

Charles Geir Marinó Stout, 3.8.2010 kl. 22:33

43 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í athugasemdum dönsku nefndarmannanna um Sambandslagasamninginn 1918 segir meðal annars:

"Ísland myndi samkvæmt þessu verða frjálst og sjálfstætt land [...] og þannig eins og Danmörk sérstakt ríki með fullræði yfir öllum málum sínum [...]"

Og í athugasemdum dönsku og íslensku nefndarmannanna um samninginn segir meðal annars:

"Um 6. gr. Sjálfstæði landanna hefur í för með sér sjálfstæðan ríkisborgararétt."

"Um 19. gr. Yfirlýsing Íslands um ævarandi hlutleysi hvílir á því að samkvæmt eðli þessara sambandslaga getur annað landið verið hlutlaust þó að hitt lendi í ófriði."

Sambandslagasamningurinn 1918:


"1. gr. Danmörk og Ísland eru frjáls og fullvalda ríki í sambandi við einn og sama konung [...]"

"7. gr. Danmörk fer með utanríkismál Íslands í umboði þess. [...]"

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 22:38

44 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Og ekki varð það raunin, er það ? Við fólum þeim utanríkismál okkar og höfðum DANSKA konunginn enn sem þjóðhöfðingja ! Segðu mér Steini, er eitthvað land í heiminum í dag sem er sjálfstætt en lætur utanríkismál þess í hendur annars ríkis ?

Þetta kallast á ensku að vera "dependand" á annað ríki til að sjá um utanríkismál. Ekki er þetta voða sjálfstætt er það ?

Annars geturu gluggað í kennslubækur í sögu hvort sem það er í háskóla, framhaldsskóla eða grunnskóla og þar finnuru þessar basic upplýsingar varðandi þetta málefni, það er sorglegt að íslendingur þurfi að fletta up á því hvenær ísland varð sjálfstætt og hver munurinn sé á sjálfstæðu ríki og fullvalda ríki..

Ég er búinn að sanna mál mitt og þarf ekki að skrifa meira um þetta þar sem þetta er komið langt út fyrir upprunalega umræðuefnið..

Charles Geir Marinó Stout, 3.8.2010 kl. 22:50

45 Smámynd: Þorsteinn Briem

"1. desember 1918
Íslendingar öðlast FORRÆÐI utanríkismála sinna. Stefnan í utanríkismálum ER ÁKVEÐIN AF ríkisstjórninni en framkvæmd af dönsku utanríkisþjónustunni í umboði Íslendinga. Utanríkismálin heyra undir forsætisráðherra, Jón Magnússon. Kveðið er á um hlutleysi Íslands í sambandslagasamningi við Danmörku.

4. ágúst 1919

Danir skipa fyrsta erlenda sendiherrann á Íslandi, J.E. Bøggild, sem var af íslenskum ættum.

16. ágúst 1920

Fyrsta sendiráð Íslands er opnað í Kaupmannahöfn. Sveinn Björnsson, síðar forseti Íslands, er skipaður fyrsti sendiherra Íslands."

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 22:57

46 Smámynd: Þorsteinn Briem

Færeyingar og Grænlendingar eru danskir ríkisborgarar, en EKKI færeyskir og grænlenskir ríkisborgarar, þar sem Færeyjar og Grænland eru HLUTI AF konungsríkinu Danmörku.

Ísland varð SJÁLFTÆTT RÍKI 1. desember 1918, var þar af leiðandi eftir það EKKI hluti af konungsríkinu Danmörku, heldur KONUNGSRÍKIÐ ÍSLAND, og frá þeim tíma hafa Íslendingar verið ÍSLENSKIR RÍKISBORGARAR.

Ísland hefur því verið SJÁLFSTÆTT RÍKI Í TÆPA ÖLD.

Þorsteinn Briem, 3.8.2010 kl. 23:06

47 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

... Steini, afhverju ferðu ekki og talar við sögukennara og sjá hvað þeir segja við þessu ?

Afhverju flettiru ekki upp í bókum varðandi þetta mál ?

Þetta er viðurkennd staðreynd steini ! Ísland varð fullvalda 1918 en ekki sjálfstætt !

Það er ástæða fyrir því að 17. Júní 1944 er sjálfstæðisdagur íslendinga !

Charles Geir Marinó Stout, 3.8.2010 kl. 23:32

48 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er rétt hjá steina.  Ísland varð í raun de faktó sjálfstætt ríki 1918. Danir viðurkenndu Ísland formlega sem sjálfstætt ríki.

Þetta er bara sko, að það er alveg fast í íslendingum að það hafi gerst 1944. 

1944 er bara hjóm eitt og sýndarmennska.  Það er 1918 sem skiptir máli.  Og Heimastjórnin 1904 er líka alveg vanmetin.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.8.2010 kl. 23:59

49 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta með utanríkismálin, að til að átta sig á þessu, að sem sagt Ísland varð sjálfstætt konungsríki.  Það var sjálfstætt konungsríki!  Með sama konung og Danmörk og danir áttu að framfylgja untanríkisstefnu Íslands í raun.   Íslengingar áttu að ákveða hana en danir að implementera hana, má segja.  

En að sjálfsögðu kom á þeim tíma ekkert annað til greina.  Ísland var í engri stöðu til að framfylgja utanríkisstefnu og gert var ráð fyrir að umrætt samkomulag rynni út innan 25 ára og ísl. gætu þá og jafnvel fyrr ef óskað var, ef þeir vildu, tekið utanríkismálin líka og haft það nákvæmlega eins og þeim best líkaði.

Það kemur vel fram að þetta var álit dana við gerð samningsins.  Að ísland væri defaktó orðið sjálfstætt ríki.

Þessvegna er þetta húllum hæ með 1944 hálfóskiljanlegt - að eins og áður segir lá þetta allt fyrir 1918.

Reyndar þegar eg var ungur, þá var miklu meira gert úr 1.des en nú er gert.  Núna er varla minnst á 1.des.  Maður tekur varla eftir honum.  Þegar eg var ungur þá var hann hátiðisdagur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.8.2010 kl. 01:10

50 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki 1. desember 1918.

Það sem hér gildir er Sambandslagasamningurinn 1918 og samningurinn er alveg SKÝR í þessum efnum, svo og athugasemdir bæði íslensku og dönsku nefndarmannanna varðandi samninginn.

Einnig umfjöllun fræðimanna
um raunverulega stöðu konungs Íslands sem þjóðhöfðingja landsins eftir 1. desember 1918. (Sjá athugasemd hér að ofan.)

Ísland og Danmörk voru tvö ríki eftir 1. desember 1918 en ríkin höfðu sama þjóðhöfðingjann, konung Íslands og Danmerkur.

Sambandslagasamningurinn 1918:


"1. gr. Danmörk og Ísland eru frjáls og fullvalda ríki í sambandi við einn og sama konung [...]"

"7. gr. Danmörk fer með utanríkismál Íslands í umboði þess. [...]"

Og samningurinn gilti í ákveðinn tíma:

"18. gr. Eftir árslok 1940 getur ríkisþing og alþingi HVORT FYRIR SIG hvenær sem er krafist að byrjað verði á samningum um endurskoðun laga þessara.

Nú er nýr samningur ekki gerður innan 3 ára frá því krafan kom fram og getur þá ríkisþingið eða alþingi HVORT FYRIR SIG samþykkt að SAMNINGUR sá sem felst í þessum lögum sé úr gildi felldur. [...]"

Og SAMIÐ var um að Ísland og Danmörk hefðu sama þjóðhöfðingja, enda þótt um sitthvort ríkið væri að ræða.

Elísabet II Bretadrottning
er þjóðhöfðingi í 16 SJÁLFSTÆÐUM og fullvalda ríkjum (independent sovereign states).

"Elizabeth II is the reigning queen of 16 independent sovereign states known as the Commonwealth realms."

Elizabeth II - Wikipedia

Þjóðhöfðingi er
"formlega æðsti fulltrúi þjóðar", til að mynda "konungur,  keisari eða forseti". (Lögfræðiorðabók með skýringum.)

"Once a Spanish possession known as Santiago, in 1655 it became an English, and later a British colony, known as "Jamaica".

It achieved full independence in 1962. [...] It remains a Commonwealth realm with Queen Elizabeth II as Head of State."

Jamaica
- Wikipedia


Konungur Danmerkur beitti ALDREI persónulegu synjunarvaldi sínu á Íslandi eftir að landinu var sett stjórnarskrá 1874.

Hins vegar var 91 lagafrumvarpi synjað staðfestingar fram til 1904 en það var gert að ráði og Á ÁBYRGÐ Íslandsráðherrans (Íslandsráðgjafans), sem sat í Kaupmannahöfn.

Eftir að heimastjórn og ÞINGRÆÐI komst hér á 1904 synjaði konungur EKKI staðfestingar á lagafrumvarpi, Alþingi hafði frá 1. desember 1918 fullt og óskorað löggjafarvald og Ísland varð þá sjálfstætt ríki.

Hér var því ÞINGRÆÐI, sem konungur Íslands hefði EKKI gengið PERSÓNULEGA gegn með því að neita að staðfesta frumvarp sem Alþingi samþykkti eftir 1. desember 1918.

Og Ísland var sjálfstætt ríki samkvæmt Sambandslagasamningnum 1918.

Í a
thugasemdum DÖNSKU nefndarmannanna um Sambandslagasamninginn 1918 segir meðal annars:

"Ísland myndi samkvæmt þessu verða frjálst og sjálfstætt land [...] og þannig eins og Danmörk sérstakt ríki með fullræði yfir öllum málum sínum [...]"

Og í athugasemdum dönsku OG íslensku nefndarmannanna um samninginn segir meðal annars:

"Um 6. gr. Sjálfstæði landanna hefur í för með sér sjálfstæðan ríkisborgararétt."

Bók um sambandslögin 1918 eftir Matthías Bjarnason, þingmann og ráðherra Sjálfstæðisflokksins:


"Í formála bókarinnar er það rifjað upp að Alþingi var kvatt saman tvívegis á árinu 1918 og var frumvarp dansk-íslensku samninganefndarinnar, sem nefndin undirritaði 18. júlí það sama ár og ráðuneyti Íslands féllst á þann sama dag, samþykkt óbreytt 9. september með atkvæðum 37 þingmanna, en tveir voru á móti.

Þjóðaratkvæðagreiðsla
fór fram 19. október og voru lögin samþykkt með 12.411 atkvæðum gegn 999.

43,8% kjósenda greiddu atkvæði. [...] Dagurinn 1. desember 1918 var lokadagur í þeim árangri að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki."

Sambandslagasamningurinn 1918 var því samþykktur af íslensku þjóðinni.

Og þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin hér árið 1933 um afnám áfengisbannsins en á öllum lýðveldistímanum hefur ENGIN þjóðaratkvæðagreiðsla verið haldin hér, þar til nú í ár.

Þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi


Sambandslagasamningurinn 1918


Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands


Sautjándi júní
er þjóðhátíðardagur Íslendinga en hann hefur hér enga lögfræðilega merkingu.

Þjóðminningardagar - Þjóðhátíðin 1874


"Lofsöngur
(sem nú er þjóðsöngur Íslendinga) er sálmur eftir Matthías Jochumsson við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, saminn fyrir þjóðhátíð í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874.

Þjóðsöngur Íslendinga var saminn fyrir þjóðhátíðina árið 1874


Hins vegar var það ekki fyrr en á árinu 1948 að íslenska ríkið eignaðist höfundarrétt að laginu við íslenska þjóðsönginn og að ljóðinu ekki fyrr en árið 1949.

Íslenski þjóðsöngurinn


Og lög um þjóðsönginn voru ekki sett fyrr en árið 1983.

Lög um þjóðsöng Íslendinga nr. 7/1983


"Háskóli Íslands var stofnaður 17. júní 1911, á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta."

"Íslenski þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar, 17. júní.

Fæðingardags
hans var fyrst minnst með opinberum samkomum árið 1907 en dagurinn varð fyrst almennur þjóðminningardagur á aldarafmæli Jóns, 17. júní 1911."

"Þjóðminningarhátíð - þjóðhátíð." (Íslensk orðabók Menningarsjóðs.)

Þjóðminningardagur - þjóðhátíðardagur.

Og Sveinn Björnsson
var kosinn hér ríkisstjóri af Alþingi 17. júní 1941.

Þar af leiðandi var haldin hér ÞJÓÐHÁTÍÐ í tilefni af fæðingardegi Jóns Sigurðssonar, 17. júní, LÖNGU FYRIR árið 1944.

Þorsteinn Briem, 4.8.2010 kl. 07:56

52 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Evrópusamtökin eiga skilið þakklæti fyrir að halda úti þessari síðu, þótt tilgangur hennar eigi að vera annar en hefur orðið niðurstaðan.Skrif þess fólks á síðunni sem kallar sig evrópusinna eru þess eðlis að við lestur þessara skrif rennur það upp fyrir flestum, að ef þetta fólk kemst einhvern tímann að stjórn landsins þá afsalar það öllum rétti íslands til sjálfstæðis við fyrsta tækifæri.En sem betur fer þá tekst þessu fólki ekki að fela tilgang sinn.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 4.8.2010 kl. 08:09

53 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Íslendingar halda upp á fullveldi Íslands á þjóðhátíðardaginn 17. júni.Þá er líka haldið upp á fæðingu Jóns Sigurðssonar.Þótt Ísland hafi að formi til fengið fullveldi 1. des. 1918. þá er sá dagur sífelt á undanhaldi og flestir íslendingar líta orðið svo á að fullveldinu hafi í raun verið náð fullkomlega 1944 þegar komungsambandinu við dani var slitið, þótt fullveldinuhafi að formi til verið náð 1918.Þetta á forseti lagadeildar og doktor í l. steini br.að vita.

Sigurgeir Jónsson, 4.8.2010 kl. 08:40

54 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já, svo er líka haldið uppá fæðingu Jesús Jósepssonar 24.ds.

Það skiptir ekki máli hvað er haldið uppá per se og hvaða dag.  Það sem skiptir máli er sú sagnfræðilega staðreynd að ísland varð í raun sjálfstætt og fullvalda 1.des 1918.  Þessi staðreynd er eins og smá saman að víkja fyrir þeirri mýtu að það hafi gerst 1944.

Steini hefur sýnt fram á með fullnægjandi hætti að 1918 er árið.   Og danir litu líka þannig á. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.8.2010 kl. 11:41

55 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

1952, 1958, 1972 OG 1975 þegar fiskveiðlögsaga Íslands var færð út og arðræningjum gömlu nýlenduveldanna var komið burt voru til úrtölumenn sem láu hundflatir fyrir nýlenduveldunum og vörðu þá.Sagan hefur dæmt þá.Sama var með frelsisbaráttu Íslendinga. Þá voru uppi menn sem skriðu fyir erlenda valdinu.Sagan hefur líka dæmt þá.Eins verður með þá menn sem á þessari síðu vilja hleypa útlendingum inn í fiskveiðilögsöguna og telja að gömlu nýlenduveldin hafi þar einhvern rétt.Sagan mun dæma þá.Sá dómur verður ekki þeim í hag.

Sigurgeir Jónsson, 4.8.2010 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband