Leita í fréttum mbl.is

Jón Steindór um sjávarútvegsmál

Jón Steindór ValdimarssonJón Steindór Valdimarsson, skrifar grein í Fréttablaðið í dag um ESB-Ísland og sjávarútvegsmál. Grein hans hefst svona:

" Fiskveiðistefna ESB er til endurskoðunar. Hún er langt frá því að vera fullkomin og skilar ekki þeim árangri sem henni er ætlað. Þess vegna er hún til endurskoðunar og þar takast á margvíslegir hagsmunir innan einstakra aðildarríkja og einnig á milli þeirra. Hér koma að borði 27 ríki, sum með verulega hagsmuni af fiskveiðum, önnur alls enga. Öllum er ljóst að grípa þarf til róttækra ráðstafana til þess að byggja upp fiskistofna og gera útgerð og fiskvinnslu að arðbærum atvinnugreinum.

Stjórn fiskveiða á Íslandi og úthlutun aflaheimilda hefur verið sífellt þrætuepli frá því að byrjað var að stjórna veiðum hér við land með markvissum hætti. Engin sátt ríkir um kerfið og sitja Íslendingar þó einir að sínum fiskimiðum og þurfa ekkert tillit að taka til annarra þjóða þegar rætt er nýtingu þeirra. Þetta er ágætt að hafa í huga þegar rætt er um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og erfiðleika við endurskoðun hennar. "

Í lokin talar Jón um regluna um "hlutfallslegan stöðugleika" og segir:

"Niðurstaðan af því sem að framan er rakið er sú að ekkert gefur til kynna að reglan verði ekki áfram hornsteinn sjávarútvegsstefnu ESB. Líklegt er að gerðar verði breytingar á útfærslu hennar svo hún þjóni betur settum markmiðum. Þetta má ráða m.a. af umsögn Evrópuþingsins frá 25. febrúar 2010 og nú síðast af sameiginlegri yfirlýsingu Póllands, Þýskalands og Frakklands um hlutfallslegan stöðugleika frá 29. júní 2010.

Flest bendir til þess að þróunin verði sú að draga úr miðstýringu og fela aðildarríkjum, strandsvæðum og hagsmunaaðilum mun meiri völd og áhrif á stjórnun fiskveiða en nú er. Það er þróun sem ætti að vera Íslendingum að skapi."

Öll greinin er hér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þessi grein Jóns Steindórs,sem hefur verið helsti stuðningsmaður þess að Ísland gengi í ESB. undirstrikar það, að enginn veit hvað bíður Íslands ef það gengur í ESB.Hann segir það blákalt, þótt með fylgi einhverjar vangaveltur um annað.Það er líka athyglisvert að hann vitnar í stórþjóðir bandalagsins, ekki smáþjóðirnar.Hann veit sem er að stórþjóðir bandalagsins ráða þar því sem þær vilja ráða og smáþjóðirnar engu.Og munu ráða enn minna í framtíðinni samkvæmt stefnumörkun  bandalagsins. 

Sigurgeir Jónsson, 4.8.2010 kl. 14:02

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Hann veit sem er að stórþjóðir bandalagsins ráða þar því sem þær vilja ráða og smáþjóðirnar engu"  Þetta er bara rangt hjá þér Sigurgeir og ef þú vilt ekki gangast við það þá bið ég þig um að rökstyðja þetta betur og koma með heimildir.

En það er alveg rétt hjá þér að enginn veit hvað samningurinn felur í sér. Enda er samningsferli í gangi og við bíðum og sjá hvað mun standa í samningnum.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.8.2010 kl. 18:27

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég vitna bara í Jón Steindór, þar sem hann tiltekur þrjár stjórþjóðir.Ég minntist heldur ekki á neinn samning enda verðar það sem kemur frá ESB, og verður kallað samningur ekki samningur ,heldur einhliða plagg ESB, þar sem íslendingum verðu boðið að skrifa undir að þeir fari eftir lögum og reglum ESB ef við viljum vera þar innanborðs.

Sigurgeir Jónsson, 4.8.2010 kl. 20:21

4 Smámynd: Guðjón Eiríksson

"Hann veit sem er að stórþjóðir bandalagsins ráða þar því sem þær vilja ráða og smáþjóðirnar engu."

Þetta er kostulegur málflutningur.

Guðjón Eiríksson, 4.8.2010 kl. 20:46

5 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég var virkilega ánægður með grein Jóns Steindórs, enda gríðarlega mikilvægt að fá fræðandi þungavigtar-grein um sjávarútvegsmálin inn í umræðuna.

Atli Hermannsson., 4.8.2010 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband