Leita í fréttum mbl.is

Adolf Guðmundsson (LÍÚ): Ekki raunhæft að draga ESB-umsókn til baka - Eyjan: Viðsnúningur LÍÚ

Adolf GuðmundssonÞeir Jón Steindór Valdimarsson (sjá færslu frá því fyrr í dag) og Adolf Guðmundsson (mynd), formaður LÍÚ, mættust á Rás 2 síðdegis og ræddu ESB-málin.

Út frá grein þess fyrrnefnda, sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Ekki skulu umræðurnar raktar hér í smáatriðum, en þær voru málefnalegar.

Það sem vakti hinsvegar athygli ritara var sú skoðun Adolfs að EKKI ætti að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Það væri ekki RAUNHÆFT. Þetta hlýtur því að vera opinber stefna LÍÚ. Adolf sagði það einnig mikilvægt að fá eins góðan samning fyrir Ísland og mögulegt væri.

Varla er hægt að vera meira sammála Adolfi!

LÍÚ vill því láta lýðræðið (og samningsferlið) hafa sinn gang og það verður að teljast skynsamleg afstaða LÍÚ. Athyglisvert er að Adolf notar ekki hugtakið "aðlögunarferli."

Afstaða LÍÚ er því algerlega andstæð stefnu Bændasamtakanna, sem ekki vilja taka þátt í ferlinu og neita að ræða ESB-málið.

Eyjan birtir frétt um málið og telur þetta vera viðsnúning LÍÚ í málinu. Lesa hér

Frétt RÚV um sama 

(Athyglisvert er að vefur Morgunblaðsins hafði ekki birt frétt um málið kl. 20.15.)

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er ósköp eðlileg afstaða hjá kallinum.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.8.2010 kl. 18:17

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

LÍÚ hefur verið í óformlegum viðræðum við ESB varðandi stjórnun fiskveiða.Líka hefur Halldór Ásgrímsson og menn frá norrænu ráðherranefndinni verið ESB innan handar með ráðgjöf í stjórnun fiskveiða.Líú vill sjálfsagt ekki trufla það ferli  með yfirlísingum um að ekki skuli talað við ESB meðan þannig er staðið að málum.Það liggur fyrir að ESB aðhyllist ekki þjóðnýtingu og ríkisvæðingu sjávarútvegs í ríkjum innan ESB, eins og er á stefnu ríkisstjórnar Íslands.ESB og LÍÚ eru sammála þar.Þannig að afstaða Adolfs er skiljanleg. 

Sigurgeir Jónsson, 4.8.2010 kl. 20:29

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að fá þetta álit frá Adólf. Þá virðist vera að koma skarð í LÍÚ heildina og það er góð byrjun

Málefni landbúnaðarins eru nú til umræðu, þökk sé frumvarpi Jóns Bjarnasonar um að lögbinda refsiaðgerðir gagnvart mjólkurbændum sem "svíkja lit" og leggja ekki inn hjá Mjólkursamsölunni.

Þar er MJÖG MIKIL EINOKUN í gangi og þau mál VERÐUR AÐ SKOÐA, bæði hvað varðar lambakjötið og mjólkina.

Horfið endilega á Kastljósið í kvöld.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.8.2010 kl. 20:45

4 identicon

Afstaða Adolfs er skiljanleg og mjög skynsamleg. það að hætta viðræðum þegar þær eru rétt að byrja er ekki beint til að auka hróður okkar meðal annarra þjóða. Annað mikilvægt atriði er gjaldmiðilinn. krónan sveiflast eins og jó-jó og það er vægt til orða óheppilegt fyrir sjávarútveginn. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi gera upp í evrum, t.d Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og það segir mikið um það hvar hagsmunir greinarinnar liggja.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 20:46

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hér er linkur á Kastljósið með Þóru Arnórsdóttir þar sem fjallað er einokun eða samkeppni í mjólkuriðnaði á Íslandi í dag.

Aðalmaðurinn bak við einokunina Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og æðsti yfirmaður Mjólkursamsölunar er þar hvergi nefndur á nafn.

Frumvarpið er sagt lagt fram að undirlægi/frumkvæði kúabænda.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.8.2010 kl. 20:52

7 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Skiljanleg framsetning formannsins.Hann starfar að hálfu stóru aðilana.Eins og kemur fram gera mörg stærri fyrirtækjanna upp í evrum.Einnig ber að það komi fram að Samherji er einungis með 10% af rekstri sínum hér á landi.Mikil rekstur Samherja  er í Þýskalandi,og er sá rekstur stór hluthafi í kvóta ESB.Þannig að það fyrirtæki fengi talsvert að Íslands-kvóta.

 Hvað gildir samkomulag við ESB lengi?Eitt eða tvö ár eða tíu.Það þarf ekki nema eina lagabreytingu innan ESB,þá er allt það samkomulag,sem nú yrði samið um,merkingarlausir pappírar.

Ingvi Rúnar Einarsson, 4.8.2010 kl. 21:16

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Það mikilvægasta fyrir okkur er að reyna að gera eins góðan samning og við mögulega getum fyrir Íslands hönd."

"Við vitum náttúrlega að eins og staðan er núna eru menn á móti EN ÞAÐ GETUR SVEIFLAST," segir Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna.

RÚV - Jón Steindór Valdimarsson og Adolf Guðmundsson

Þorsteinn Briem, 4.8.2010 kl. 21:40

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB undirlægjurnar eru oftar en ekki ósamkvæmar sjálfum sér.Nú heldur krataliðið og jafnvel það sem býr í landbúnaðhéruðum því blákalt fram að styrkir og stjórnun á framleiðslu í landbúnaði sé séríslenskt fyrir brygði.Hólmfríður Bjarnadóttir heldur stöðugt áfram áróðri sínum gegn  íslenskum landbúnaði  og heldur jafnframt uppi merki ESB og vill ólm komast þangað inn.Hún minnist ekki á það að ESB heldur uppi margslungnu kvóta og styrkjakerfi í landbúnaði, sem er örugglega, ef hægt er að komast að einhverri niðurstöðu hversu dýrt það er, ekki ódýrara en það Íslenska.Hólmfríður á að líta upp til nágranna sinna í Skagafirði fyrir það hvað vel þeim hefur tekist að halda á málum, bæði í landbúnaði og sjávarútvegi.Þar á Þórólfur Gíslason stærstan hlut hvað vel hefur til tekist.Því miður hefur ekki tekist eins vel til í Húnaþingi.Eitt skemmt epli er nóg.

Sigurgeir Jónsson, 4.8.2010 kl. 21:57

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

Þorsteinn Briem, 4.8.2010 kl. 22:04

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins töldu árið 2002 að KOSTNAÐUR í íslenska hagkerfinu MINNKAÐI um allt að 44 milljarða króna Á ÁRI með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru.

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007

Þorsteinn Briem, 4.8.2010 kl. 22:06

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Matarreikningur Finna lækkaði um 11% þegar Finnland fékk aðild að Evrópusambandinu.

Verðbólgan myndi því minnka hér verulega við aðild Íslands að Evrópusambandinu.

"- matprisene falt I gjennomsnitt 11% DA Finland ble EU-medlem I 1995 (årsak reduksjon I produsentprisen)

- fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%"

Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10


Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis var um 1,7% af landsframleiðslu á árunum 2000-2002 en 2% í Sviss, 1,5% í Noregi og 1,3% í Evrópusambandinu.

Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9


Útgjöld Evrópusambandsins til landbúnaðarmála eru tæpur helmingur af heildarútgjöldum sambandsins en útgjöld til byggðamála eru rúmlega þriðjungur af heildarútgjöldunum.

Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu


Íslenska krónan FÉLL UM 87% gagnvart evrunni frá maí 2006 til maí 2009, úr 93 krónum í 174 krónur HÉRLENDIS, en þá MEÐ GJALDEYRISHÖFTUM.

Og nú kostar evran um 157 krónur hérlendis, einungis 10% minna en í maí í fyrra, en evran kostaði um 280 krónur ERLENDIS í maí síðastliðnum, um 78% meira en hún kostar nú HÉRLENDIS.

Hagvísar Seðlabanka Íslands - Maí 2010, sjá bls. 20


Þar af leiðandi er ÚTILOKAÐ að gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni verði jafnhátt á næstu árum og það var fyrir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008.

Verðvísitala bíla hefur hækkað hér um 50% en bensíns og olía um 66% frá maí 2007, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Íbúðalán hækka hér í samræmi við vísitölu neysluverðs, samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, og vísitalan hefur hækkað um 80% frá ársbyrjun 2001.

Og nú kaupum við landbúnaðarvörur hérlendis Í ÍSLENSKUM KRÓNUM en ekki evrum.

Innflutningur hér á áburði var gefinn frjáls þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.

Íslenskir bændur kaupa mikið af erlendum aðföngum, til að mynda olíu, dráttarvélar, illgresis- og skordýraeitur, tilbúinn áburð og kjarnfóður.

Og vegna gengishruns íslensku krónunnar hefur verð á íslenskum landbúnaðarvörum hækkað hér gríðarlega Í ÍSLENSKUM KRÓNUM undanfarin ár, sem hækkað hefur vísitölu neysluverðs og þar með verðtryggð lán.

Og frá maí 2006 til maí 2010 hækkaði vísitala neysluverðs hér um 41%.

Hrun í sölu dráttarvéla hérlendis


Hagþjónusta landbúnaðarins


Hagtölur landbúnaðarins 2010


Sænskir bændur og Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 4.8.2010 kl. 22:21

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.

"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags.

Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.

Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."

Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána


Verðbólga og vextir á evrusvæðinu

Þorsteinn Briem, 4.8.2010 kl. 22:29

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

FIMM MILLJARÐAR KRÓNA AF STUÐNINGI VIÐ ÍSLENSKAN LANDBÚNAÐ ERU GREIDDIR HÉR ÁRLEGA Í MATARVERÐI.

"Árin 1986-1988 nam opinber stuðningur við íslenska bændur (PSE) 75% af framleiðslu þeirra en hlutfallið lækkaði í 63% á árunum 2000-2002.

Þessum stuðningi má skipta í tvennt. Annars vegar eru bein fjárframlög frá hinu opinbera til bænda og hins vegar er framleiðslan vernduð gegn erlendri samkeppni.

Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.


Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.

Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur."


Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9


Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á þessu ári, 2010, eru um 5,6 milljarðar króna, sauðfjárframleiðslu um 4,2 milljarðar og grænmetisframleiðslu um hálfur milljarður, samtals um 10,3 milljarðar króna.

Og við þá upphæð bætist um einn milljarður króna vegna annarra landbúnaðarstyrkja úr ríkisjóði.

Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar eru því um 11,3 milljarðar króna á þessu ári, 2010.


Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69


En þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt MATVÆLAVERÐ HÉR HÆST Í EVRÓPU árið 2006,
eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 4.8.2010 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband