4.8.2010 | 21:19
Nei-sinnar fá á lúðurinn frá LÍÚ
Um daginn kom hingað "MEP-inn" Daniel Hannan, þingmaður Evrópuþingsins í boði Nei-sinna. Hann skvetti framan í þá kaldri vatnsgusu. Hann sagði nefnilega að Ísland ætti að klára aðildarferlið!
Nei-sinnar fengu svo einn á'ann í dag, þegar Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, sagði á Rás 2 að það væri ekki raunhæft að draga umsóknina að ESB til baka.
Þetta hefur vakið mikil viðbrögð og menn eru að bíða eftir því hvað Mogginn segi. En þegar þetta er skrifað hefur ekki heyrst hósti né stuna úr Hádegismóum.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
"Það mikilvægasta fyrir okkur er að reyna að gera eins góðan samning og við mögulega getum fyrir Íslands hönd."
"Við vitum náttúrlega að eins og staðan er núna eru menn á móti EN ÞAÐ GETUR SVEIFLAST," segir Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna.
RÚV - Jón Steindór Valdimarsson og Adolf Guðmundsson
Þorsteinn Briem, 4.8.2010 kl. 21:42
Ætli sé ekki verið að bíða eftir að reiðikast Davíðs líði hjá. Þetta eru vænir pústrar sem NEI sinnar hafa fengið núna og þeim á eftir að fjölga
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.8.2010 kl. 22:21
Þetta eru ánægjulegar fréttir.
Sleggjan og Hvellurinn, 4.8.2010 kl. 22:48
Það að formaður LÍÚ vilji ná góðum samning, breytir ekki afstöðu þeirra sem vilja engan samning. Ég vil að umsóknin verði dregin til baka, án tafar og upplifi ekkert kjaftshögg frá LÍÚ.
kv HH
Halldóra Hjaltadóttir, 4.8.2010 kl. 23:58
JÁ- sinnar vita greinilega EKKI hvað kaldhæðni er. Það hefur verið staðfest af stækkunarstjóra ESB að ENGAR UNDANÞÁGUR verði veitta til Íslands í samningum við ESB, til hvers er þá að REYNA að gera EINHVERJA samninga???? Hve miklir "leðurhausar" geta menn eiginlega verið??????????????
Jóhann Elíasson, 5.8.2010 kl. 09:16
Við erum ekkert að fá lúðurinn eins og þið orðið það.
Þó svo að samtök eins og LÍÚ telji nú úr því sem komið er að réttast sé að reyna að klára þetta ferli. Þeir vita sem er að það verða aldrei þeir sem á endanum ráða því hvort Ísland kýs að vera utan eða innan ESB.
Þetta þýðir samt alls ekki eins og þið virðist halda í barnslegri gleði ykkar, að nú muni útvegsmenn ganga í lið með ykkur við að vilja Ísland inní ESB.
ESB málið mun alls ekki ráðast á grundvelli þess hvað svona hagsmunasamtök eins og LÍÚ og ASÍ segja eða aðhafast.
Í báðum ESB kosningunum í Noregi voru öll helstu hagsmunasamtök landsins algerlega á bandi ESB innlimunar landsins. Má þar nefna öll atvinnurekendasamböndin fyrir utan útvegsmenn, öll verkalýðssamböndin og sú elíta öll sömul og svo má lengi telja. Þar voru líka allir helstu stjórnmálaflokkar landsins hlynntir ESB aðild.
Nei ekki frekar en þar mun úrslit þessa máls ráðast af því hvað stjórnmálaelítan eða svona hagsmunasamtök vilja eða segja.
Þetta ESB mál mun ráðast af grasrótinni og sjálfstæðri þjóðarsálinni. Þess vegna kvíði ég ekki niðurstöðunni, hún verður þjóðinni í vil og þjóðin mun hafna ESB helsinu.
Ég og margir andstæðingar ESB erum búnir að vera um nokkra hríð ansi nálægt því að halda að það sé ill skást úr því sem komið er að klára þetta og drekka þennan ESB eiturbikar í botn og láta svo kjósa um þetta.
Við erum algerlega sannfærðir um að þjóðin mun vísa ESB á bug með yfirgnæfandi meirhluta.
Gunnlaugur I., 5.8.2010 kl. 09:50
Ég sé að Hólmfríður Bjarnadóttir fagnar þessum LÍÚ fréttum ógurlega og telur að við ESB andstæðingar séum nú heldur betur að fá högginn á okkur og þau eigi eftir að verða fleiri eins og hún segir.
Ég veit að ESB innlimunarsinnar hafa ekki haft mörg tilefnin til að fagna í baráttunni við okkur því flest ef ekki allt hefur gengið þeim á móti.
Hólmfríður má því alveg fagna þessu, en fyrir mig og flesta ESB andstæðinga skiptir þessi afstaða LÍÚ valdaklíkunnr bara alls engu máli fyrir sterkan málstað okkar og þjóðarinnar.
Gunnlaugur I., 5.8.2010 kl. 09:59
"Sameiginleg sjávarútvegsstefna aðildarríkja Evrópusambandsins leit formlega dagsins ljós árið 1983 en hana má rekja til alþjóðlegrar þróunar á 8. áratugnum þegar ríki færðu út fiskveiðilögsögu sína í 200 sjómílur.
Þar sem fiskur virðir ekki fiskveiðilandhelgi ríkja er í raun um að ræða sameiginlega auðlind sem ESB-ríki sammæltust um að stjórna sameiginlega.
Sjávarútvegsstefnunni var komið á fót til að stuðla að skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu fiskistofna í sátt við vistkerfi hafsins og tryggja um leið hagsmuni sjómanna og neytenda. Helstu stoðirnar í sjávarútvegsstefnunni eru eftirfarandi:
· Jafn aðgangur. Reglan um jafnan aðgang er til komin vegna ákvæðis í stofnsáttmála ESB sem bannar mismunun á grundvelli þjóðernis. Að allir borgarar ESB njóti sömu réttinda, hafi jafnan rétt til búsetu, menntunar og vinnu hvar sem er innan ESB er ein af grundvallarreglum sambandsins.
Í sjávarútvegi birtist reglan um jafnan aðgang til dæmis í frelsi borgara ESB-ríkja til að fjárfesta í sjávarútvegi hvar sem er innan sambandsins. Og samkvæmt þessari reglu ættu fiskveiðiskip ESB að hafa rétt til veiða alls staðar innan sambandsins.
Í reynd er hinsvegar ekki um jafnan aðgang að lögsögu ESB ríkja að ræða, því til að geta veitt þarf aflakvóta og um skiptingu á aflakvótanum gildir reglan um hlutfallslegan stöðugleika.
· Skipting veiðiheimilda. Ákvarðanir um heildarafla á miðum ESB-ríkja og skiptingu í landskvóta eru teknar sameiginlega af fulltrúum aðildarríkjanna í ráðherraráði ESB að fengnum tillögum frá framkvæmdastjórn ESB.
Þetta á við um veiðar innan 200 sjómílna efnahagslögsögu að undanskildum veiðum innan 12 sjómílna lögsögu en þar eru veiðar á forræði hvers ríkis.
Við ákvörðun á aflamagni er stuðst við tillögur vísindamanna og við skiptingu í landskvóta er farið eftir reglunni um hlutfallslegan stöðugleika en hún felur í sér að aflakvóta innan 200 sjómílna lögsögu hvers lands er skipt eftir sögulegri veiðireynslu og efnahagslegu mikilvægi fiskveiða fyrir viðkomandi land.
Hvert ríki úthlutar svo sínum aflakvóta eftir eigin úthlutunarkerfi og ber ábyrgð á eftirliti með veiðum innan sinnar lögsögu."
Sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins
Þorsteinn Briem, 5.8.2010 kl. 10:09
Ísland yrði langstærsta sjávarútvegsþjóðin í Evrópusambandinu.
Hafrannsóknastofnun mun halda áfram að leggja til aflakvóta á Íslandsmiðum og ENGUM í Evrópu er hagur í að fylgja ekki þeim ráðleggingum.
Þar að auki getur Ísland sagt sig úr sambandinu ef það sættir sig ekki við breytingar á því.
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99:
"Fram kom á fundi nefndarinnar með sjávarútvegssérfræðingum framkvæmdastjórnar ESB að hægt væri að víkja frá MEGINREGLUNNI UM HLUTFALLSLEGAN STÖÐUGLEIKA með auknum meirihluta í ráðherraráðinu við úthlutun aflaheimilda hverju sinni.
En ólíklegt væri að slíkt yrði gert í reynd, þar sem REGLAN SÉ MIKILVÆGUR HLUTI AF SAMEIGINLEGU SJÁVARÚTVEGSSTEFNUNNI OG AÐILDARRÍKIN VÆRU SÁTT VIÐ HANA.
Noregur hefði í sínum aðildarsamningi brugðist við þessum möguleika með því að fá samþykkta sérstaka YFIRLÝSINGU um mikilvægi reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika."
"YFIRLÝSINGIN er svohljóðandi: Declaration on relative stability. The Union recognises the major importance to Norway and Member States of maintaining the principle of relative stability as the fundament in achieving the goal of a permanent system of distribution of fishing possibilities in the future."
Sjávarútvegssérfræðingar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins bentu á að Ísland þyrfti væntanlega að undirstrika mikilvægi reglunnar í svipaðri yfirlýsingu, bókun eða sérákvæði til að tryggja sig gagnvart hugsanlegum breytingum, þó ólíklegt væri að slíkar breytingar yrðu.
Almennt væru slíkar meginbreytingar heldur EKKI GERÐAR NEMA Í SÁTT VIÐ þau aðildarríki sem hefðu verulegra hagsmuna að gæta í viðkomandi máli.
Í þessu sambandi er rétt að minna á að YFIRLÝSINGAR hafa pólitískt gildi og geta hjálpað til við að skýra einstakar lagagreinar en lagalegt gildi þeirra er hins vegar takmarkað.
Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er hins vegar sterk, því aðildarsamningur hefur SAMA lagalega gildi og stofnsáttmálar Evrópusambandsins.
Á fundinum kom einnig fram að hlutfallslegur stöðugleiki miðaðist við hlutdeild aðildarríkja í kvótum en ekki magn. Breytingar á stofnstærðum hefðu því ekki áhrif á hlutfallslega hlutdeild
Einstakra ríkja í viðkomandi stofnum.
Hefði Ísland til að mynda 100% hlutdeild í einhverjum stofnum myndi slíkt haldast, hvort sem stærð viðkomandi fiskistofna minnkaði eða stækkaði."
"Miklu skiptir við hvaða tímabil er miðað þegar söguleg veiðireynsla aðildarríkja er ákveðin og það mál var því rætt sérstaklega á fundi nefndarinnar með sjávarútvegssérfræðingum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Þar kom fram að gengi Ísland í Evrópusambandið myndi söguleg veiðireynsla verða miðuð við nýlegt tímabil, sem gæfi eðlilega mynd af veiðum á viðkomandi stofnum undanfarin ár (recent and representative period). Ekki væri um eitthvað eitt viðmið um tíma að ræða, heldur tæki tímalengdin, sem miðað væri við, mið af aðstæðum.
Í aðildarsamningnum við Noreg hefði t.d. verið miðað við 1-10 ára tímabil eftir svæðum og tegund fiskistofna. En tímabilið sem miðað væri við þyrfti hins vegar að vera samþykkt af báðum samningsaðilum.
Það kom fram á fundinum að ekki væri lengur tekið tillit til kröfu aðildarríkja um bætur vegna tapaðra aflaheimilda við útfærslu efnahagslögsögunnar í 200 mílur, eins og gert var upphaflega.
Þetta viðhorf hefur verið staðfest af öðrum sem nefndin hefur rætt við, meðal annars sendiherra Danmerkur hjá Evrópusambandinu, sem hefur mikla reynslu af samningagerð á þessu sviði."
Þorsteinn Briem, 5.8.2010 kl. 10:31
Fyrir utan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands og í flökkustofnum fá íslensk fiskiskip í Evrópusambandinu aflakvóta í samræmi við gildandi samninga og veiðireynslu.
"Samningur um fiskveiðar og lífheim hafsins milli Íslands og Evrópusambandsins.
Í samræmi við þennan samning, sem er frá 1993, mega skip frá Evrópusambandinu veiða árlega þrjú þúsund tonn af karfa á tveimur svæðum innan fiskveiðilandhelgi Íslands.
Í staðinn fær Ísland rétt til að veiða þrjátíu þúsund tonn af loðnu frá Evrópusambandinu, það er frá Grænlandi sem er aðili að samningnum um úthlutun loðnukvóta á svæðinu milli Íslands, Jan Mayen og Grænlands."
"Norsk-íslensk síld:
Samkvæmt núgildandi samningi, sem er frá 2007, fær Ísland 14,5% leyfðs heildarafla (TAC).
Kolmunni:
Samkvæmt núgildandi samningi, sem er frá 2006, er hlutur Íslands 17,6%.
Rækja á Flæmingjagrunni:
Samþykkt innan NAFO, hlutur Íslands 1,1%.
Norðaustur-Atlantshafs bláuggatúnfiskur:
Samþykkt innan ICCAT, hlutur Íslands 0,2%."
"Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndin (NEAFC).
Samkomulag sem tekið hefur verið upp innan NEAFC:
Samkomulag um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum.
Samkomulag um veiðar úr kolmunnastofninum milli Evrópusambandsins, Færeyja, Íslands og Noregs.
Samkomulag um veiðar á karfa á NEAFC svæðinu (ICES svæðahlutum I og II).
Samkomulag um veiðar á úthafskarfastofnunum á Reykjaneshrygg."
Samningur milli Íslands og Færeyja.
Samningur milli Íslands, Grænlands/Danmerkur og Noregs um loðnustofninn milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen.
Samningur um gagnkvæmar veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og Grænlands.
Samningur milli ríkisstjórna Íslands, Noregs og Rússlands um ákveðna samvinnu um veiðisvæði (Smugusamningurinn).
Samningar við Noreg og Rússland um veiðar á norsk-íslensku síldinni.
Evrópusambandið og íslenskur sjávarútvegur - Veiðar okkar Íslendinga úr deilistofnum
Afli íslenskra skipa eftir veiðisvæðum 1994-2010:
Úthafskarfi
Loðna
Makríll
Norsk-íslensk síld
Kolmunni
Þorsteinn Briem, 5.8.2010 kl. 11:38
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:
"Finna má ÝMIS DÆMI UM SÉRLAUSNIR Í AÐILDARSAMNINGUM að Evrópusambandinu, sem taka tillit til SÉRÞARFA EINSTAKRA RÍKJA og héraða hvað varðar landbúnaðarmál.
Í AÐILDARSAMNINGI Finnlands og Svíþjóðar árið 1994 var fundin SÉRLAUSN sem felst í að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu [og ALLT ÍSLAND er norðan hennar].
Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn [VARANLEGA] sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd."
Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 14:
"Artikkel 142 I MEDLEMSKAPSAVTALEN omhandler støtten i Nord-Finland. Denne er IKKE TIDSAVGRENSET og ligger an til å bestå."
Þorsteinn Briem, 5.8.2010 kl. 12:21
ÍSLENSK SVEITARFÉLÖG Í EVRÓPUSAMBANDINU.
RÚMLEGA ÞRIÐJUNGI af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, verður varið til BYGGÐAMÁLA á tímabilinu 2007-2013.
Byggðaþróunarsjóður.
Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.
Samstöðusjóður.
Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.
Aðlögunarsjóður.
Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.
Félagsmálasjóður.
Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.
Landbúnaðarsjóður.
Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.
Styrkir til sjávarbyggða.
Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:
• Aðlögun flotans.
• Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.
• Veiðistjórnun og öryggismál.
• Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.
Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 5.8.2010 kl. 12:44
"Peningastefnunefnd Seðlabanka Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 1%.
Verðbólga á evrusvæðinu er 1,7% og því nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabanka Evrópu, sem er 2%."
Verðbólga hérlendis er nú komin niður í 4,8% og verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5%.
Stýrivextir hérlendis eru 8% en þeir verða að öllum líkindum lækkaðir á næsta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands 18. ágúst næstkomandi.
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu
Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands
Hagstofa Íslands - Vísitala neysluverðs í júlí 2010
Fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í júní 2010
Þorsteinn Briem, 5.8.2010 kl. 14:18
"Raungengi [íslensku krónunnar] er nú afar lágt í sögulegu samhengi og lætur nærri að það sé fjórðungi undir meðaltali síðustu áratuga.
Engu að síður hefur raungengið hækkað talsvert síðan það var hvað lægst í kjölfar hrunsins, eða tæplega 17%."
Fyrsta lækkun raungengis íslensku krónunnar á þessu ári
Þorsteinn Briem, 5.8.2010 kl. 14:33
Adolf má hafa sína persónulegu skoðun á málinu það þarf ekki allt að fara upp í loft þótt hann hafi þessa skoðun það of snemt fyrir´já sinna að kætast út af þessu, Adolf er bara Adolf. LÍ.U, er bara LÍÚ.
Eyjólfur G Svavarsson, 5.8.2010 kl. 15:12
Og Adolf er ekki nema formaður LIU
Sleggjan og Hvellurinn, 5.8.2010 kl. 21:19
Ég sé að slúðurvefinir Evrópuvaktin og AMX ráðast núna á Evrópusamtökin og Rúv vegna ummæla formanns LÍÚ. Þetta er væntanlega samkvæmt skipun Davíðs og co.
Jón Frímann Jónsson, 5.8.2010 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.